Tíminn - 04.02.1943, Blaðsíða 4
56
Tí>im\ ffimmtndagiim 4. febr. 1943
14. hlað
t R BÆIVUM
Samkomur
Framsóknarmanna.
Vegna mjög margra fyrirspurna um
það, hvenær Framsóknaríélögin í
Reykjavík héldu næst skemmtisam-
komu, iieiir Timinn verið beðinn að
geta þessa: Ekki heíir tekizt að iá hús-
næði lyrir skemtisamkomu fyrri en 16.
þ. m. Veröur hún þá haldin í Oddfell-
owhúsinu og heíst meö Framsóknar-
vist kl. 8, 45. V. G.
Prentvilla.
í grein Halldórs Eiríkssonar forstjóra
er sú prentvilla, að í byrjun 1. liðar
þeirrar upptalningar, sem er í grein-
inni, stóð óvenjuléyra smjörbirgöa í
stað óverulegra smjörbirgða.
Bifreiðarhjólum stolið.
Síðastl. sunnudagsnótt var stolið
þremur hjólum af fólksflutningabif-
reið, sem haíði hvolft þá um kvöldið
skammt frá Bjarnastöðum á Álftanesi
og verið skilin þar eftir. Bifreiðin var
héðan úr bænum.
Guðmundur Ásbjörnsson,
forseti bæjarstjórnar, átti 25 ára af-
mæli sem bæjaríulltrúi síðastl. sunnu-
dag. Hefir enginn maður átt lengur
samfleytt sæti í bæjarstjórninni, en
tveir menn hafa setið þar lengur með
nokkurra ára millibili, Guðmundur
Þórðarson frá Hói og Halldór Kr.
Friðriksson. Forseti bæjarstjórnar hef-
ir Guðmundur verið síðan 1926. Guð-
mundur er maður vinsæll, jafnt hjá
andstæðingum sínum og samherjum.
Rottueitrunin.
Eftir ósk héraðslæknis hefir bæjar-
ráðið breytt þeirri áætlun sinni að
setja rottueitur í matvöruverzlanir
meðan rottueyðingarvikan stendur yfir.
Eitrið verður afhent ókeypis á skrif-
stofu heilbrigðisfulltrúa.
Heildsali gjaldþrota.
Einn þekktasti heildsalinn í Reykja-
vík, Guðmundur H. Þórðarson, hefir
verið úrskurðaður gjaldþrota. Hann
var hæsti skattgjaldandi af einstakl-
ingum í Reykjavík á síðastl ári. Átti
hann alls að greiða % milj. kr í
skatta.
Leiðrétting.
í síðasta . þriðjudagsblaði Tímans
birtist af misgáningi auglýsing frá
bókabúð KRON, sem ekki átti að koma
í blaðinu. Er KRON beðið velvirðingar
á þessu.
Taprekstur blasir við
atviiumvegumuu . . .
(Framh. af 1. síðu)
sem færi með framkvæmda-
stjórnina, unz Alþingi hefði
leyst stjórnarmyndunarmálið.
Framsóknarflokkurinn áleit
fyrri kostinn heppilegri eins og
á stóð, enda þótt á þeirri leið
væru gallar. Þess vegna svaraði
Framsóknarflokkurinn því ját-
andi, að taka þátt í ráðuneyti
allra flokka, sem byggt væri á
þessum grundvelli. En sú ráðu-
neytismyndun strandaði á öðr-
um. — Af sömu ástæðum spurð-
ist flokkurinn sérstaklega fyrir
um það hjá báðum verka-
mannaflokkunum á Alþingi,
hvort þeir vildu eiga þátt í
myndun stjórnar ásamt 'Fram-
sóknarflokknum, sem tæki við
þá þegar, ynni að þeim málum
á þessu Alþingi, er samkomu-
lag næðist um og leitaðist við
að ná samkomulagi um mál-
efnagrundvöll fyrir áfram-
haldi samstarfsins. Þessi til-
raun bar ekki árangur, vegna
þess að hinir flokkarnir töldu,
að ítarlegur málefnasamningur
yrði að liggja fyrir áður en
stjórnarmyndun ætti sér stað.
Niðurstaðan var sú, að þing-
ræðisstjórn varð eigi mynduð
og ríkisstjóri skipaði af sinni
hálfu þá stjórn, er nú situr. —
Enn sem komið er hefir mynd-
un pólitískrar ríkisstjórnar á
Alþingi strandað, þegar af
þeirri ástæðu, að sumir stjórn-
málaflokkarnir hafa ekki vilj-
að ganga i ríkisstjórn, nema
áður væri búið að semja um
úrlausnir í flestum vandamál-
um. En slíkir samningar eru
þeim örðugleikum bundnir,
eins og ástandið er nú orðið,
að það eitt út af fyrir sig hefir
valdið þvi, að stjórnarmyndun
hefir ekki farið frarn á Alþiiigi.
Fram að þessu hefir því stjórn-
armyndun á Alþingi strandað
þegar af þessari ástæðu. Hins
vegar liggur ekki ennþá fyrir,
hvort aðrar ástæður verða þess
valdandi, að á Alþingi eigi sér
ekki stað stjórnarmyndanir
með venjulegum hætti fyrst um
sinn. Það leiðir reynslan í ljós,
og er of snemmt að ræða það
mál til nokkurrar hlítar á þessu
stigi.
Afstaðan til núv. -
r í kisst j órnar
Núverandi hæstv. ríkisstjórn
hefir með nokkrum bráða-
birgðaráðstöfunum í dýrtíðar-
málunum, sem gerðar hafa ver-
ið í samvinnu við Alþingi, gefið
Alþingi og þjóðinni tóm, til þess
að átta sig á þeim stóru viö-
fangsefnum, sem framundan
liggja. Ráðstafanir ríkisstjórn-
arinnar hafa fram að þessu
miðað að því, að ekki þyrfti að
verða áframhaldandi tjón að
þeim drætti, sem óhjákvæmi-
lega hlaut að verða á því, að
meiriháttar framkvæmdir væru
gerðar, vegna þess undirbún-
ings, sem slíkar ráðstafanir
hljóta að krefjast. Slíkt hlé varð
ekki skapað meðan fyrv. rikis-
stjórn sat að völdum, þar sem
hún sýndi enga viðleitni til
nokkurs viðnáms og skuggatil-
vera hennar lá eins og martröð
á þingi og þjóð.
Ráðstaíanir núverandi ríkis-
stjórnar hafa fram að þessu
yfirleitt byggst á því, sem sam-
komulag var orðið um milli
flokkanna í þeim stefnuyfirlýs-
ingum, sem frá þeim höfðu kom-
ið. Þessum bráðabirgðaráðstöf-
unum hefir verið vel tekið, m.
a. fyrir það, að þær stinga í stúf
við algert afskiptaleysi fyrrv.
ríkisstjórnar.
Um tillögur og úrræði núver-
andi hæstv. ríkisstjórnar að
öðru leyti, er eigi unnt að ræða
á þessu stigi málanna, þar sem
ókunnugt er, hvaða leiðir hún
vill fara í úrlausn þeirra vanda-
mála, sem framundan eru. Eigi
er enn vitað, eftir hvaða leiðum
hæstv. ríkisstjórn hyggst að
vinna að lækkun dýrtíðarinnar
og eigi er enn fram komið,
hvaða stefnu ríkisstjórnin tel-
ur heppilega um afgreiðslu
fjármála og skattamála. Verð-
ur því eigi af minni hálfu rætt
öllu frekar um hæstv. núver-
andi ríkisstjórn við þessar um-
ræður.
Tilkynning
írá Víðskíptaráðí.
\
Innflytjendur eru hér með alvarlega aðvaraðir um að
gera ekki ráðstafanir til innflutnings erlendra vara, hvort
heldur er frá Evrópu eða Ameríku, án þess að fyrir liggi
innflutnings- og gjaldeyrisleyfi. Munu allir þeir, sem
flytja vörur- til landsins. leyfislaust eftir þann 28. febr.
1943 verða látnir sæta ábyrgð samkvæmt lögum frá
16. jan. 1943 um innflutning og gjaldeyrismeðferð.
2. febrúar 1943.
Ylðskipíai’áðið.
Verðlækkun.
Fylgist með tímanum og kaupið vörur þær,
sem lækkaðar hafa verið í verði.
1 pk. (250 gr.) af hinu vinsæla
Blöndahls-kafii
kostar nú aðeins kr. 1.50 í smásölu.
Engiu Msméðir má láta þetta
tækifæri ónotað.
Auglýsing
um umferð í Reykjavík.
Bæjarstjórn Reykjavíkur hefir með tilvísun til 7. gr.
umferðarlaga nr. 24 frá 1941, samþykkt að eftirfarandi
vegir í Reykjavík skuli teljast aðalbrautir og njóta þeirra
forréttinda, að umferð bifreiða og annarra ökutækja frá
vegum, er að þeim liggja, skuli skilyrðislaust víkja fyrir
umferð aðalbrautar, eða staðnæmast áður en beygt er inn
á aðalbraut, ef þess er þörf:
Aðalstrœti,
Austurstrœti,
Bankastrœti,
Laugavegur (austur að Vatnspró).
Hverfisgata,
Hafnarstrœti,
Vesturgata,
Túngata.
Fyrirmæli þessi ganga í gildi frá miðnætti aðfaranótt
fimmtudagsins 4. þ. mán.
Lögreglustjórinn í Reykjavík, 2. febr. 1943.
AGNAU KOFOEB-HANSEN.
Nýkomíð!
Blátt Chevíot,
mjög gott Þurrku efni, afpass-
aðar Þurrkur. Náttfataflónel.
Efamin í dúka. Gardinuvoal.
11. T o f t
Skólavörðustíg 5. Sími 1035.
Ennþá
hefir ekki verið vitjað happ-
drættisvinninga i happdrætti
sundlaugarinnar að Reykhólum
númer 698, 967 og 2601. Vitja
skal vinninga til mín.
Ólafur E. Ólafsson,
Króksf j arðarnesi.
Lesendur!
»•11
„Freyja“
Tekið á móti flutningi til
Stykkishólms, Salthólmavíkur,
Króksfjarðarness og Flateyjar í
dag.
Skipið kemur í Stykkishólm,
Sand og Ólafsvík á hingaðleið.
Barnalúííur
hvítar og krakkahanzkar úr
skinni með loðnu baki, nýkom-
ið.
II. Tofí
Skólavörðustíg 5. — Sími 1035.
Alþingi eitt getnr
leyst vandasnálin
Framundan bíður það verk-
efni, að endurskipuleggja hag-
kerfi landsins, ef svo má að orði
kveða, og leysa þau stórkost-
legu vandamál í atvinnumálum
þjóðarinnar, sem við munu
bætast að lokum yfirstandandi
styrjaldar. Þessar ráðstafanir
eru svo stórar og mikilvægar,
að þær verða ekki af öðrum
gerðar en Alþingi, og Alþingi
hlýtur að verða að taka á þeim
fulla ábyrgð. Þegar kemur að
því að taka stór skref í þessum
málum, verður að vera fyrir
hendi á Alþingi þingfylgi til
þess að samþykkja nauðsynlega
löggjöf og framkvæma hana.
Það væri auðvitað æskilegast,
að flestir, — já allir, gætu stað-
ið saman, og það er auðvitað
áríðandi, að sem mest og bezt
samtök geti myndazt um þessi
verkefni og sem almennastur
skilningur ríki um það, sem
gera þarf. En það er rétt að
gera sér ljóst nú þegar, að með-
al þess, sem gera þarf, hljóta
að verða vissar ráðstafanir, sem
skoðanir verða skiptar um, en
fram úr þeim málum verður
samt að ráða og fram úr þeim
málum verður ekki annars stað-
ar ráðið en á Alþingi.
Það er mikið talað nú um
samstarf og nauðsyn á því.
Samstarf er vitanlega nauð-
synlegt, og margir ræða um það
efni af fullri hreinskilni og ein-
lægni. En þjóðin verður að gera
sér grein fyrir því, að á bak við
sumt af þessu tali getur staðið,
— og stendur áreiðanlega, því
miður, annað og meira en vilj-
inn einn til þess að leysa stór-
málin. Við höfum séð, hvernig
samstarfsþörfin á tímum þjóð-
stjórnarinnar var notuð til þess
að standa gegn því að stríðs-
gróðinn væri notaður til þess
að halda niðri dýrtíðinni. Það
var gert, hvernig sem reynt er
að vefja það fyrir mönnum nú.
Við höfum séð, hvernig allt í
einu hefir verið snúið við blað-
inu og talið um samstarf snúizt
upp í lögeggjanir til pólitísks
ófriðar, þegar allra verst stóð á.
Við höfum séð, hvernig þetta
tal hefir svo aftur á svipstundu
snúizt upp í umræður um nauð-
syn friðar og samstarfs.
(Niðurlag ræðunnar, sem birt-
ist í næsta blaði, fjallar um á-
deilurnar á Alþingi og lielztu
f ramtíðarmálin).
Vínnið ötullega fyrir
Vekið athygli kunningja yð-
ar á, að hverjum þeim manni,
sem vill fylgjast vel með al-
mennum málum, er nauösyn-
legt að lesa Tímann.
Skrifið eða símið til Tímans
og tilkynnið honum nýja áskrlf-
Jörð til sölu
% eða öll jörðin Sveinungs-
eyri í Gufudalshreppi fæst til
ábúðar í næstu fardögum. —
Semja ber við eiganda og ábú-
anda jarðarinnar
Tísnann.
endur. Sími 2323.
ÓSKAR ARINBJÖRNSSON.
' . GAMLA BIÓ ó i
A hverfanda
Aðalhlutverkin leika:
Scarlett O’Hara .....
VIVIEN LEIGH
Rhett Butler ........
CLARK GABLE
Ashley ..............
LESLIE HOWARD
Melanie .............
OLIVIA de HAVILAND
Sýnd klukkan 4 og 8.
Aðgöngumiðar seldir frá
kl. 1. Börn inan nl2 ára fá
ekki aðgang.
—------NÝJA BÍÓ ----:-
Néft I Ríó
(That Night in Rio)
Skemmtileg söngvamynd
1 eðlilegum litum.
Aðalhlutverkin leika:
ALICE FAYE,
DON AMECHE,
CARMEN MIRANDA og
hjómsveit hennar, „The
Banda Da Lua“.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR.
„DANSINN í HRUNA“
eftir INDRIÐA EINARSSON.
Sýning í kvöld kl. 8.
Aðgöngumiðar seldir frá klukkan 2 í "dag.
Blautsápa
frá sáptivcrlismiSjuimi Sjöfn er almcnnt við-
nrkenud fyrir j*æði. Elestar húsmæður nota
Sjafnar-blautsápu
Neítóbaksumbúðír keyptar.
Kaupum fyrst um sinn neftóbaksumbúðir sem hér segir:
1/10 kg. glerkrukkur ......... með loki kr. 0.55
1/5 — glerkrukkur ............. — — — 0.65
1/1 — blikkdósir .............. — — — 3.00
1/2 — blikkdósir .............. — — — 1.70
1/2 — blikkdósir (undan óskornu nef-
tóbaki) ............... — — — 1.30
Dósirnar mega ekki vera ryðgaðar og glösin verða að vera ó-
brotin og innan í lokum þeirra samskonar pappa- og gljápappírs-
lag og var upphaflega.
Umbúðirnar verða keyptar í tóbaksgerð vorri i Tryggvagötu 8,
fjórðu hæð (gengið inn frá Vesturgötu) alla virka daga kl. 9—12
árdegis.
Tóbakseinkasala ríkisins..
Tilkynnin
frá ríkísstjórnmni.
Brezka sendiráðið hefir tjáð ráðuneytinu að frá og með
3. þ. m. verði hvert íslenzkt skip, sem er 50 brútto smá-
lestir að stærð að hafa meðferðis brezkt siglingaskír-
teini (Ship Harrants) en til þessa hafa ekki minni skip
en 200 brúttosmálesta þurft þessa.
Með skírskoutun til þess sem að framan segir, er öll-
um eigendum skipa, sem eru 50 brúttosmálestir eða þar
yfir að stærð, bent á að fela umboðsmönnum sínum í
Bretlandi að sækja þegar um brezk siglingaskírteini
fyrir skipin og þá sérstaklega fyrir þau skip, sem vá-
tryggð eru eða endurtryggð hjá brezkum eða amerísk-
um skipavátryggjendum. Skipaeigendur, sem enga um-
boðsmenn hafa í Bretlandi, geta um útvegun framan-
greinds siglingaskírteinis snúið sér til einhvers af eftir-
töldum aðiljum:
brezka aðalkonsúlatsins í Reykjavík,
brezka varakonsúlatsins á Akureyri,
brezka varakonsúlatsins í Vestmannaeyjum.
eða skrifstofu brezka sjóhersins á Seyðisfirði.
Fiskiskip, sem stunda veiðar úr íslenzkum höfnum og
flytja afla sinn til íslenzkra hafna, þurfa ekki að hafa
ofangreind siglingaskírteini.
Atrinnu- og smngöngmnálará&uneytið,
2. febráar 1943.