Tíminn - 09.02.1943, Side 2
62
TfMlNN, þriðjiidaginn 9. íebr, 1943
16. blað
Agalsteinit Eirikssom, skólastjóri:
tpminn
Þriðjjudagur 9. febr.
Hversvegna ersamið
víð sósíalísta?
Sú spurning er stundum lögð
fyrir Framsóknarmenn, hvort
þeir telji, að einhver stórvægi-
leg breyting hafi orðið á Sósial-
istaflokknum að undanförnu,
þar sem þeir hafi talið hann lítt
viðmælandi byltingarflokk fyr-
ir ekki löngu síðan, en eigi nú
í samningum við hann um
stjórnarmyndun.
Þar sem slík spurning er ekki
óeðlileg frá sjónarmiði þeirra,
sem lítið hugsa um þjóðmálin,
þykir rétt að svara henni nokkr-
um orðum.
Þegár foringjar sósíalista
byrjuðu flokksstarf sitt, fóru
þeir ekki dult með það, að þeir
væru ómengaðir byltingarmenn,
Meðan þeir fylgdu þeirri stefnu,
óx þeim lítið fylgi og forráða-
menn annarra flokka vildu
engin skipti eiga við þá.
Fyrir nokkrum árum síðan
breyttu sósíalistar málefna-
túlkun sinni og starfsaðferð-
um. Þeir töldu sig sósíalistisk-
an lýðræðisflokk, sem væri fús
til samstarfs við umbótaflokka
um ýmis velfarnaðarmál.
Forráðamenn annarra flokka,
sem voru orðnir vanir bylting-
arskrafl sósialista, lögðu lít-
inn trúnað á þessa yfirlýstu
stefnubreytingu þeirra, enda
sýndi afstaða þeirra í Finn-
landsstyrjöldinni nokkrum
mánuðum seinna, að tengslin
við Moskvu voru enn sterk.
En verulegur fjöldi kjósenda
lagði trúnað á þessa stefnu-
breytingu sósíalista. Mikill
meirihluti þeirra kjósenda, sem
fylgdi þeim í seinustu kosning-
um, gerði það í þeirri trú, að
þeir væru lýðræðisflokkur, sem
gæti átt samleið með öðrum
umbótaflokkum um lausn ýmsra
framfaramála.
Héldi Sósjalistaflokkurinn
þeirri aðstöðu sinni óbreyttri,
að geta talið sig lýðræðissinn-
aðan umbótaflokk, án þess að
þurfa að sýna afstöðu sina í
verki, gæti hann haldið áfram
að blekkja þessa kjósendur,
þótt lýðræðsskraf hans væri
ekki annað en hræsni ein,
og gæti jafnvel blekkt enn
fleiri. Vegna þessarar á-
stæðu elnnar, er það skylda
hinna umbótaflokkanna að
ganga til fulls úr skugga um
það með beinum samningum
við Sósialistaflokkinn, hvort
hann meinar yfirlýsingar sínar
um samstarf alvarlega.
Aðrar knýjandi ástæður
gera samninga við Sósíalista-
flokkinn þó enn nauðsynlegri.
Frá sjónarmiði Framsóknar-
manna verða vandamálin, sem
nú bíða úrlausnar, tæpast leyst,
nema með samstarfi bænda og
verkafólks. Þau verða ekki leyst
með aðstoð stríðsgróðamann-
anna. Meðan þeir ráða lögum
og lofum í Sjálfstæðisflokkn-
um, hefir sá flokkur raunveru-
lega dæmt sig úr leik. Annað
viðhorf kynni að skapast, ef t.d.
smáframleiðendurnir í Sjálf-
stæðisflokknum, gætu tekið for-
ustuna af stórútgerðarklík-
unni og heildsölunum (Thors-
urum, Birni Ólafssyni o. fl.). En
fyrir því eru litlar líkur.
Nú er svo komið, að Sósíal-
istaflokkurinn ræður helztu
samtökum verkalýðsins, AI-
þýðusambandinu, Dagsbrún o.
s. frv. Það verður ekki gengið
fram hjá þeirri staðreynd, að
hann er, eins og sakir standa,
helzti samningsaðilinn fyrir
hönd verkalýðsins. Þess vegna
þýðir ekki að ræða um samstarf
bænda og verkafólks, án þátt-
töku hans. Þeir, sem vilja koma
þessu samstarfi á, verða því að
leita samninga við hann.
Þetta eru helztu ástæðurnar,
sem lágu til þess, að samning-
arnir við Sósíalistaflokkinn voru
hafnir.
Reynslan verður að skera úr
því, hver árangur þeirra verður.
En þess er trauðla að vænta,
að hann komi fljótt í ljós, því
að málin, sem um er samið, eru
margþætt og vandasöm, og svo
hörð barátta hefir staðið milli
Þann 6. febrúar n. k. verður
Jón hreppstjóri Fjalldal sex-
tugur. Fæddur er hann að
Rauðamýri, sonur. hins kunna
bændafrömuðar Halldórs Jóns-
sonar frá Laugabóli og konu
hans, Ingibjargar Jónsdóttur.
Eru að Jóni traustar ættir og
margt ágætra manna. Sterk
ættareinkenni eru mikill áhugi
og atorka. Jón Fjalldal hefir
ekki farið varhluta af kynfylgj-
um þeim.
Átján ára fór hann í Flens-
borgarskólann og lauk þar prófi
árið 1903. Að því loknu fór hann
til Noregs og stundaði bók'legt
búnaðai-nám við Vinterland-
brugsskolen í Oslo. Á sumrin
vann hann á fyrirmyndarbúum
í Noregi. Eftir þriggja ára dvöl
þar í landi kom hann heim til
íslands árið 1907. Næstu tvö
árin fékkst hann við barna-
kennslu á vetrum, en vann á
vegum Búnaðarfélags Naut-
eyrarhrepps i eitt sumar og
annað sumarið í gróðrarstöð
ísaf j arðarkaupstaðar.
Vorið 1909 giftist hann Jónu
Kristjánsdóttur frá Tungu í
Dalamynnum. Fluttust þau þá
strax að Melgraseyri og byrjuðu
þar búskap við lítil efni. Bú-
stofninn var 6 ær og 1 kýr, auk
leiguánna, sem jörðinni fylgdu.
En ungu hjónin áttu það, sem
ekki var minna um vert en góð
samningsaðila að undanförnu,
að eðlilegt er að nokkur tor-
tryggni ríki á báða bóga.
Hvorn veginn forráðamenn
sósíalista velja, byltingarleið-
ina eða samstarfsleiðina, verður
reynslan einnig að leiða í ljós.
Vitað er, að sú hefir þróunin oft
orðið annarsstaðar, að æstir
kommúnistar hafa gerzt hóg-
værir umbótamenn. Þannig varð
t. d. þróunin í Noregi. Flestir
ráðherranna, sem voru í fyrsta
ráðuneyti Nygaardsvolds, höfðu
eitt sinn verið kommúnistar.
Hvort kommúnistarnir bera
gæfu til þess sama hér, skal
ósagt látið. En nauðsyn þess, að
vinnandi stéttirnar taki hönd-
um saman, er það mikil, áð
sjálfsagt er að treysta því, að
óreyndu. Reynist hitt, að þeir
haldi enn fast við byltingar-
leiðina, hefði þeim verið gerður
hinn stærsti greiði, ef þeir hefðu
stöðugt getað hamrað á því, að
beir væru lýðræðísflokkur, án
þess að þurfa að sýna hina
raunverulegu afstöðu sína í
verki. P. P.
efni. Þau höfðu ekki varið
æskuárunum til að safna fé,
arfsvonum o g heimanmundi
var heldur ekki til að dreifa,
en þau höfðu aflað sér þekking-
ar, heyrt og séð margt, eflzt að
áhuga og athafnalöngun. Þess
sáust og brátt merki. Með mik-
illi hagsýni, framúrskarandi
dugnaði, meiri smekkvísi en þá
var yfirleitt á íslandi, var haf-
izt handa í ræktun jarðarinn-
ar, byggingarframkvæmdum og
búrekstri. Jörðin þeirra, Mel-
graseyri, vitnar um óvenju
framkvæmdaþrek og stórhug,
búreksturinn og umgengni öll
um snyrtimennsku og hagsýni,
afstaðan til mannfélagsmál-
anna um bjartsýni og bróður-
þel. Nokkur atriði skulu nefnd
þessu til sönnunar. Markvisst
var unnið að því að skapa eitt
fegursta býli landsins, og að
reka þar gagnsamt bú. Fyrst
varð að reisa öll peningshús úr
torfi og grjóti, girða túnið og
slétta það. Árin 1919 og 1921
byggja þau öll hús jarðarinnar
að nýju, í stílhreinu og hag-
felldu formi. Stórt íbúðarhús
sérstætt og gripahúsin í skipu-
legu þorpi. Þau rúma 300 fjár,
20 stórgripi, þar eru hlöður fyr-
ir þurrt og vott hey, áburðar-
hús og þrær og annað, er ný-
tízkubúskap þarf að fylgja. Ár-
lega var túnið aukið og bætt,
garðyrkjan aukln, girðingar
lagðár og bústofninn aukinn og
einkum bættur. Túnið hefir
stækkað meira en um helming,
allt slétt og að mestu véltækt.
í stað 90 hesta gefur það nú
af sér um 400 hesta árlega.
Girðingar um tún og haga
nema alls 10 kílómetrum. Upp-
skera garðávaxta árlega 60—
100 tunnur. Bú Fjalldals er af-
Jón Fjalldal
urðamikið, enda þurfti þess
með. Hinar miklu og myndar-
legu framkvæmdir voru gerð-
ar, þegar verðbólgan eftir
heimsstyrjöldina reis hæst.
Framundan voru erfiðir tímar
fyrir framkvæmdamennina,
tímar verðfalls á framleiðslu-
vörum og gengislækkun. Oft
mun hafa reynt á bóndann á
Melgraseyri á þessum árum, en
með dugnaði sínum og hug-
kvæmni í framleiðsluháttum
tókst honum að verja sig og
býli sitt áföllum hin erf-
iðu ár. Þar sem miðlungsmað-
urinn sá ekki nema eina leið,
hina troðnu slóð, sá Jón Fjall-
dal margar. Hann hefir því
gerzt brautryðjandi í ýmsum
nýjungum búnaðarins, oft verið
fyrstur og svo aðrir komið á
eftir.
Hinar miklu framkvæmdir og
umsvifamikill búrekstur full-
nægðu ekki starfsþreki og fé-
lagslund Jóns Fjalldals. Hann'
gerðist athafnasamur í málum
Melgraseyri
Jón Eyþórsson;
Á föraum vegi
Útvarpsumræðurnar frá Al-
þingi eru væntanlega aðalum-
talsefnið þessa dagana.
Tókuð þið eftir lýsingu Finns
Jónssonar á hinum óheillavæn-
legu nornum er hann þóttist sjá
við vöggu hinnar ófæddu
„vinstri stjórnar"? Hann kvað
Sósíalistaflokkinn klofinn í
Moskvakommúnista, sem vildu
rauðglóandi byltingu, og jafn-
aðarmenn, sem ættu í flestu
samleið méð Alþýðuflokknum.
Framsóknarflokkurinn væri
allsæmilegur, ef ekki væru þar
samvinnu- og kaupfélagsmenn
til óþurftar. Þeir væru „hægri
menn“ *og vildu vinna með í-
haldinu. Loks var Alþýðu-
flokkurinn, sómafólk allt það
fólk, hálfleitt á lífinu og jafnvel
í dálitlum vafa um, hvorir væru
betri sem pólitískir lífsföru-
nautar, samvinnumenn eða
Sjálfstæðisgarpar.
Ef þetta er rétt i aðalariðum
hjá Finni, hlýtur niðurstaðan
að verða sú, að enginn hinna
þriggja flokka niundi ganga
heill að verki til stjórnarmynd-
unar, þótt hún kæmist á.
Finnur lagði réttilega áherzlu
á það, að kjarninn í „vinstri
stjórn“ yrði að vera samtök
verkamanna og bænda. Mikið
rétt. En hvað getur það stoðað,
að dómi F. J., þegar hann lýs-
ir jafnframt yfir því, að for-
ustumenn samvinnufélaganna
séu íhaldsmenn eða hægri
menn, sem litlu eða engu tauti
verði við komið, og í verkalýðs-
félögunum ráði Moskvakomm-
únistar lögum og lofum. Hvern-
ig getur F. J. eða aðrir búizt við
að þessir tveir kjarnar fallist í
faðma, ef forsendur hans eru
réttar. Sjálfur hefir F. J. ekki
getað lynt við Sósíalista í verk-
lýðssamtökunum og með því aö
undirstryka andstæðurnar til
hægri og Vinstri, milli kommún-
j ista og samvinnumanna, virðist
! hann vera að gefa í skyn það
hugboð sitt, að samstjórn þess-
ara flokka sé lítt hugsanleg né
líkleg til að áorka miklu.
Það mætti að vísu skilja sumt
í ræðu Finns sem kærleiksríka
bendingu til Framsóknar-
flokksins um að losa sig við ó-
hræsis samvinnumennina úr
flokknum, svo að hann yrði
samstarfshæfur. Nú eru sam-
vinnufélögin þýðingarmestu og
öflugustu samtök íslenzkra
bænda. Ef þau væru sett utan
garðs i væntanlegri samstjórn
bænda og verkamanna, er hætt.
við að hún gengi ekki óhölt að
starfi.
Sósíalistinn, sem talaði, var
ættaður austan úr Gósen og því
eðlilega harla ókunnugur ís-
lenzkum landshögum. Þegar só-
síalistar tala um íslenzkan land-
búnað, er engu líkar eri þeir
góðu menn vilji leggja hann
niður um hríð og taka svo upp
aftur í stóriðjuformi. Kiljan
Laxness hefir nefnt sveitabú-
skapinn „sport fyrir idióta“.
Þeim sést yfir það, að þótt
framfara og breytinga sé þörf í
landbúnaði og jarðyrkju, verð-
ur slíkt ekki framkvæmt í
einni svipan. Það tekur tíma að
læra vélanotkun og jarðyrkju
til hlítar. Og á meðan það er
að lærast verður fólkið þó að
halda áfram að starfa og afla
sér viðurværis.
Sósíalistar þykjast leggja á-
herzlu á, að þeir, sem landbún-
að stunda beri eigi minna úr
býtum en aðrar vinnandi stétt-
ir þjóðfélagsins. Þó láta þeir ó-
spart klingja, að bændur fái
ölmusu, þegar þeir fá uppbæt-
ur á útfluttar afurðir, til þess
að vega að litlu leyti upp á móti
hinum óvæntu tekjum, sem sjó-
menn og verkamenn hafa hlot-
ið vegna stríðsins. Hvernig átti
að framkvæma þennan jöfnuð
nema með verðuppbótum? Með
því að setja afurðaverðiö svo
hátt, að allt vinnandi sveita-
fólk fengi Dagsbrúnarkaup?
Hvernig hefði þá sungið í tálkn-
um Þjóðviljans og Alþýðublaðs-
ins?
Svo eru aðrir spekingar, sem
halda því fram, að það sé að
vísu sjálfsagt að greiða þessar
verðuppbætur. Það eigi bara
ekki að greiða bændum þær,
heldur leggja þær í sjóð — og
nota þær til einhverra sérstakra
framkvæmda fyrir sveitirnar!
Framfaramál dreifbýlisins;
Hafnárgerð í Hornafirði
Snemma á þingi lagði Páll
Þorsteinsson fram i neðri deild
frumvarp um breyting á lögum
um hafnargerð á Hornafirði.
Sjávarútvegsnefnd deildarinn-
ar hefir nú lýst fylgi sinu við
frumvarpið. Má því telja víst,
að það nái samþykki þingsins.
Samkvæmt frv. hækkar
framlag ríkisins til hafnargerð-
arinnar úr 52 þús. kr. í 200 þús.
kr., og ábyrgðarheimild ríkis-
ins hækkuð úr 78 þús kr. í 300
þús. kr. Er m. ö. o. gert ráð fyr-
ir, að kostnaður við fram-
kvæmdina verði 500 þús. kr. í
stað 130 þús. kr. áður. Styðst
þetta við nýjustu áætlanir.
í greinargerð frumvarpsins
segir:
„Þótt Höfn í Hornafirði sé
mikil útgerðarstöð og eini af-
greiðslustaður strandferðaskip-
anna við suðurströnd landsins,
þegar Vestmannaeyjar eru frá
teknar, er höfnin þar engan
veginn svo örugg fyrir af-
greiðslu skipa sem vera þyrfti.
Það er því óhjákvæmilegt að
gera þar allmiklar hafnarbæt-
sveitar sinnar og héraðs og á
hann hlóðust margvísleg trún-
aðarstörf. Hann varð formaður
Búnaðarfélags Nauteyrarhrepps
árið 1912 og hefir verið það
síðan. Undir forustu hans hef-
ir búnaðarfélagið beitt sér fyr-
ir aukinni og bættri túnrækt
og garðrækt. Fyrst með starf-
rækslu hestverkfæra, en árið
1925 keyptu þeir sér dráttarvél.
Hefir verið unnið mikið með
henni á meginþorra býla í sveit-
inni, flest árin. í kjölfar rækt-
unarinnar fylgdi stofnun naut-
griparæktarfélags, sem Fjall-
dal hefir alltaf veitt forstöðu.
Þá beitti hann sér fyrir skipu-
lagsbundinni mjólkursölu til
ísafjarðar. Það dylst ekki, að
mjólkurframleiðslan er nú orð-
in mikilsverður liður í fram-
leiðslu héraðsins og ein styrk-
asta stoð góðra og tíðra sam-
gangna um Djúpið. Grundvöll-
urinn er stór og góð tún og góð-
ar kýr. Athafnamennirnir
brjóta nýjar leiðir, þeim ber
mikil þökk og heiður.
Sæti á Jón í sýslunefnd
Noi'ður-ísafjarðarsýslu, er for-
maður í yfirkjörstjórn kjör-
dæmisins. Sat á búnaðarþing-
um árin 1935—1938. Hrepp-
stjóri sveitar sinnar varð hann
árið. 1914. Þau hjónin voru mjög
áhugasöm um skóla og uppeld-
ismál. Jón var forgöngumaður
að stofnun Reykjanessskólans.
Hefir hann verið formaður
(Framh. á 4. siBu)
Eftir því ætti að taka verulegan
hluta af verðlagsuppbót verka-
manna og leggja þær í sjóð til
einhverra framkvæmda í kaúp-
stöðunum, t. d. til að reisa ráð-
hús í Reykjavík!
Allt eru þetta barnalegar
bollaleggingar manna, sem
hugsa skammt, en tala því
fleira.
Ein skoðanakönnun hefir enn
séð dagsins ljós. Útvarpstíðindi
hafa tekið sér fyrir hendur að
kanna skoðanir almennings á
útvarpinu, einstökum fyrirles-
urum, söngmönnum, rithöfund-
um o. s. frv. Um 1500 hafa sent
svör. En þessi 1500 hafa svo orö-
ið að 35 þús. atkvæðumí'Minna
má nú gagn gera.
Ég efast ekki um, að ritstjór-
um Útvarpstíöinda hafi gengið
gott tiÍT Þeir hafa ætlað að
kynna sér skoðanir og óskir al-
mennings til leiðbeiningar fyr-
ir útvarpsráð. En tilraunin hef-
ir misheppnazt, og úrslitin, eins
og þau eru birt í blaðinu, orðið
hrein skrípamynd. Orsökin er
fyrst og fremst sú, að þeir hafa
lagt of margt fyrir í einu og
farizt óhönduglega með birtingu
úrslitanna.
Ef marka skyldi úrslit at-
kvæðagreiðslunnar, væri dóm-
greind þjóðarinnar ekki á
marga fiska. Mundi það t. d.
ékki vera óvæntur þjóðardóm-
ur, að Jón úr Vör sé 13. í röð-
inni af ástsælustu rithöfundum
þjóðarinnar og Gunnar M.
Magnúss sá 16., — að báðum
þessum skáldum ólöstuðum.
Hitt er lakara að sjá og nýstár-
ur, enda er fyrirhugað að he’fj-
ast handa um það mjög bráð-
lega. Lögin um hafnargerð í
Hornafirði, sem sett voru 193j5,
mæla svo fyrir, að ríkissjóður
greiði kostnaö við hafnarbæt-
urnar áð-% hlutum á móti fram
lagi hafnarsjóðs að % hlutum.
Þar sem kaupgjald og verðlag í
landinu hefir gerbreytzt frá því
að lögin voru samin, er augljóst,
að upphæð sú, sem ákveðin er
í lögunum, hrekkur hvergi
nærri til að standast kostnað
við þær hafnarbætur, sem fyr-
irhugaðar eru og gera þarf á
þessum stað.“
Áliti sjávarútvegsnefndar
fylgir bréf frá vitamálastjóra.
Segir þar á þessa leið:
„Undanfarið hefir farið fram
hér á skrifstofunni nokkur at- ‘
hugun á því, hvernig hægt
væri að bæta hafnarskilyrði
fyrir Hornafjörð, og hafa þá
ýmsar leiðir komið til álita, og
hefir enn ekki verið gengið að
fullu úr skugga um, hver þeirra
verði farin.
Ein leiðin er sú að dýpka ál-
inn alla leið inn að núver-
andi uppfyllingu eða bólverki,
sem er fyrir framan kaupfélags-
húsin. Ef fara ætti þessa leið,
yrði að framkvæma geysimikla
dýpkun, því að mikill hluti leið-
arinnar er svo grunnur, að þar
fljóta ekki, eins og er, nema
smæstu bátar, auk þess þyrfti
þá einnig að endurnýja og end-
urbyggja legupláss fyrir sklp,
þar sem núverandi afgreiðslu-
pláss er.
Önnur leiðin er sú að gera
bryggjuna út í Álaugarey og
gera akvegarsamband inn í
kauptúnið. Þetta hefir þann
kost, að bryggjan yrði tiltölu-
lega ódýr, því að aðdýpi er mik-
ið við Álaugarey að austan-
verðu. Vegarsamband úr eyj-
unni yfir Óslandið og yfir álinn,
sem skilur það frá kauptúninu,
mundi að vísu kosta nokkuð
mikið fé, en sennilega verður þó
þessi leið ódýrari og að ýmsu
leyti heppilegri heldur en sú, er
fyrr var nefnd.
Fyrir nokkrum árum var gert
fyrirstöðuþil úr Heppu út í
Standey, og hefir ofan við þetta
þíl safnazt no’kkur fylling af
framburði fljótsins. Þriðji
möguleikinn er svo að byggja
bryggju út í Standey og leggja
akveginn yfir þessa uppfyll-
ingu, sem myndazt hefir, inn í
kauptúnið. Er þessi leið ekki ó-
svipuð því, ef bryggja yrði byggð
í Álaugarey, nema hvað þá lok-
ast ekki sundið á milli Óslands-
ins og kauptúnsins."
legra, að Einar Benediktsson,
Matthías, Bólu-Hjálmar, Þorst.
Erlingsson, Jóhann Siguvjóns-
son og Jón Thoroddsen eiga að-
eins sinn formælandann hver,
fá hver um sig eitt atkvæði, hjá
þessum 1500 skoðanafulltrúum
þjóðarinnar. — Jónas Hall-
grímsson fær þó 2 atkvæði og
verður þar með jafnoki Árna
Óla og Jóhanns Sæmundssonar.
Ritstjórarnir hefðu átt að láta
sér nægja að birta t. d. 10—12
nöfn, sem flest atkvæði féllu á.
Svipað má segja um fyrir-
lesara og upplesara. Þar er birt
löng runa af nöfnum, sem hlot-
ið hafa 1—2 atkvæði. Yfirleitt
fá þeir flest atkvæði, sem oft-
ast tala í útvarpið og gegna
þar föstum störfum. Er það að
vonum, en virðist koma illa
heim við þá skoðun, að fólk
verði leitt á þeim, eins og oft
hefir verið haldið fram. Það
hefir komið fram bæði í
bréfum og í dagblöðum, að ýms-
ir álíta, að útvarpsráð standi
að þessari skoðanakönnun.
Stafar það efalaust af því, hve
atkvæðagreiðslan var þráaug-
lýst í útvarpinu fyrir jólin.
En útvarpsráð á engan þátt í
atkvæðagreiðslunni, hefir eng-
in afskipti af henni haft og tel-
ur hana ekki aðeins marklitla,
heldur og mjög villandi í mörg-
um greinum.
Enda þótt ég geti ekki annað
en verið nokkuð harðorður um
þessa skoðanakönnun Útvarps-
tíðinda, eins og hún hefir verið
birt í blaðinu, vil ég taka það
(Framh. á 4. síöu)