Tíminn - 09.02.1943, Síða 3
16. blað
TtMlMN. liriðjmlaaiim 9. fobr. 1943
63
Brél til Tímans:
Saga um fardakaup
Brtgham Yonn^
I ].
Hann átti tuttugu og sjö konur og iét þær
Það virðast vera heilbrigð
lög, sem heimila, að bændur
geti eignazt ábýlisjarðir-sínar,
ef þeir óska þess, enda hafa
margir lagt hart að sér í því
efni. En hinir munu þó fleiri,
sem það hefir orðið til hins
mesta ófarnaðar efnalega með
ýmsu móti, þó oftast þannig,
að þeir hafa byggt stærri og
dýrari íbúðarhús eða stækkað
útgerð sína um efni fram. í
hvorutveggja tilfellunum hefir
þurft að fá lán og þá orðið að
setja jarðirnar að veði fyrir
láninu.
Þetta hefir aukið útgjöld
búsins, en ekki að sama skapi
aukið tekjur þess eða aukið
framleiðslumöguleika búsins, og
endirinn því oft orðið sá, að
Taankinn eða einhver annar
lánardrottinn fengið jörðina, en
hinn fyrri eigandi gengið slypp-
ur frá.
Ég gæti nefnt mörg dæmi af
Austurlandi til sönnunar máli
mínu, en ætla aðeins að segja
sögu einnar jarðar í þá átt,
Litlu-Breiðuvíkur í Helgustaða-
hreppi.
Jörðin Litla-Breiðavík var
klaustureign, 4 hundr. að fornu
mati, afgjald kr. 40.
Árið 1896 fékk þáýerandi á-
búandi jarðarinnar, Páll Jóns-
son, jörðina keypta hjá um-
boðsmanni fyrir kr. 1600,00 með
einu kúgildi og jarðarhúsum.
Árið 1900 flutti Páll með fólki
sínu til Kanada. Seldi hann þá
jörðina þeim Becks-bræðrum,
Hans og Þorvaldi frá Innstekk,
fyrir kr. 5500.00.
Árið 1905 byggðu þeir bræður
stórt íbúðarhús og gerðu jörð-
inni töluvert til bóta.
Árið 1908 þurftu þeir bræður
að fá peningalán að upphæð
8000,00 kr. og buðu jörðina að
veði, en það var hvergi að fá
þar í kring. Sneru þeir þá sér
til útibús íslandsbanka á Seyð-
isfirði með lánið. Bankinn svar-
aði fljótt, að hann skyldi lána
hina umbeðnu upphæð 8000,00,
ef aðilar gætu sett að veði fast-
eign, sem metin væri af skip-
uðum virðingarmönnum á ekki
minna en 20,000.00 kr. Sýslu-
maður, Axel V. Tulinius, skip-
aði þá Guðna Eiríksson, Karls-
skála, og Ásmund Helgason,
Bjargi. Þeir framkvæmdu mat-
ið, en gátu ekki fengið það
hærra en 14,000.00, og þótti ær-
ið nóg.
En þetta var of lágt mat til
þess að veita út á það hið um-
beðna lán. Varð sýslumaður að
skipa aðra og tilnefndi tvo
húsasmiði af Eskifirði. Þeirra
mat var 2L000.00 kr., og þá var
engin fyrirstaða að veita lánið,
þótt ekki væri hægt að veita
það út á sömu fasteign meðan
hún var metin 14,000.00, vit-
andi það að eignin hafði eng-
um breytingum tekið milli
matsgerða.
Lánið var veitt með eftirfar-
andi skilmálum:
Það skyldi greiðast á 20 ár-
um með jöfnum afborgunum og
vöxtum kr. 560,00 á ári, en með-
an eitthvað væri ógreitt, stæði
allt veðið fyrir þvi. Greiðslan
skyldi fram fara á haustkaup-
tíð. Ef ekki væri staðið í skil-
um með afborganir, var samn-
ingurinn úr gildi og veðið eign
bankans.
Þessar 560 kr. voru svo greidd-
ar árlega í 16 ár til 1924. Þá
vildi það óhapp til, að við-
skiptamaður sá, er árlega hafði
séð um greiðslu til bankans,
fyrir jarðeiganda, hafði ein-
hverra hluta vegna ekki greitt
hina ákveðnu upphæð til bank-
ans og ekki heldur látið eig-
anda jarðarinnar vita um það,
að afborgun og vextir væru ó-
greiddir, svo að'hann vissi ekki
annað en að allt væri í lagi eins
og vera bæri.
Síðla vetrar (í marz) fær Þ.
Beck bréf frá bankastjórninni,
þar sem tilkynnt er, að síðasta
afborgun af láninu hafi ekki
verið greidd og engin afsökun
tilkynnt fyrir þeim drætti, þá
liti bankastjórnin svo á, að um-
ræddur samningur væri úr gildi
fallinn og jörðin Litla-Breiða-
vík með húsum, virt 1908 á kr.
21.000.00, þar með orðin lögleg
eign bankans.
Það var reynt að fá þetta lag-
að og koma málinu aftur á hinn
upphaflega samningsgrundvöll.
En það tókst ekki. Svarið var:
Þarna er fasteign, sem metin er
á 21,000.00 kr., og bankinn á.
Fyrir það verð er hún föl, en
ekki minna.
Þorvaldur Beck var búinn að
greiða í 16 ár 560.00X16=8960.00
kr. Með öðrum orðum, búinn að
greiða 960.00 kr. meira en hin
upphaflega lántaka var. En svo,
begar dregst í röska þrjá mán-
uði vegna gleymsku að greiða
hina samningsbundnu afborg-
un, er allt veðið tekið upp í það,
sem eftir stóð, og var jörðin enn
í eign bankans, er ég vissi síðast.
Það er fjarri mér að halda
bví fram, að bankastjórn sú,
er hér átti hlut að máli, hafi
gengið feti framar en lög og
reglugerðir bankans leyfðu. En
þessi illræmdu lög hafa komiö
mörgum illa og flæmt fólk frá
jörðum í sveit og á mölina.
Reykjavík 1. febrúar 1943,
Ásmundur Helgason.
Athugasemd
í dag birtist í Tímanum bréf
frá Þorleifi bónda Halldórssyni
í Árhrauni á Skeiðum. Er það
stutt og laggóð gagnrýni á
skýringu, sem Morgunblaðið
birti 31. des. sl. og ísafold 2. jan.
sl., á þurrðinni i Hvítá 11. nóv.
í vetur, og er ég talinn höfund-
ur þessarar skýringar. Það er
rétt, að ég þykist hafa fundið
eðlilega og viðunandi skýringu
á þessu fyrirbrigði, en ég hefi
hvergi birt hana ennþá á prenti,
aðeins sagt frá henni í fyrir-
lestri í Náttúrufræðifélaginu.
Hvorttveggja er, að nokkuð er
mishermt í því, sem eftir mér
er haft í Morgunblaðinu og ísa-
fold, og, að hitt, sem rétt er,
má hæglega misskilja, eins og
bað er þar sett fram. Því vil ég
biðja Þorleif bónda og aðra
skynsama menn, að láta gagn-
rýni sína bíða, unz þeir hafa
kynnt sér mína skýringu á fyr-
irbrigðinu. Hún mun birtast í
næpta hefti Náttúrufræðings-
ins, sem vonandi kemur út seint
í þessum mánuði.
Með þökk fyrir birtinguna.
^Hafnarfirði 4. febr^líMS^
Guðmundur Kjartansson.
Mafurínn á Esjunnt
Hannes á Horninu lætur
sjómannsnefnu kvarta undan
matnum á Esjunni og virðist
fátt verða gert henni til hæfis.
Sjálfum veittist mér sú ánægja
að ferðast með þvl ágæta skipi
í sumar og var viðurgjörningur
að mér fannst óaðfinnanlegur.
En satt er það, að lelfar frá
fyrrí máltíð voru bornar þar á
borð og þótti ekki tiltökumál,
bví að það mun gert á hverju
heimili landsins, líka þeim, sem
mest er borið í mat, eftir því er
kunnugir segja mér. Ég man
það, að á Sameinuðu-skipunum
bótti okkur leifarnar frá fyrsta
farrými hátíðamatur.
í þessu sambandi má minn-
ast þess, að það þóttu mikil við-
brigði, hve allur viðurgjörning-
ur og allt viðmót varð miklu
betra á íslenzku skipunum en
þeim dönsku.
Annars á ég bágt' með að trúa
því, að íslenzkur sjómaður skuli
telja sér samboðið að vera með
matarvæl á þessum tímum, er
stórþjóðirnar svey;a heilu og
hálfu hungri. Þætti miklu senni-
legra að það væri einhver land-
krabbinn, sem heimtar mikinn
mat, mikið kaup og mikinn
stríðsgróða fyrir sem minnsta
vinnu. M.
Hjón með tvö börr
óska eftir að taka að sér umsjón
á búi í sveit. — Upplýsingar um
áhöfn og jörð sendist blaðinu
fyrir febrúarlok, merkt:
„33“.
Egill Signrjíeirsson
hœstarétta .nálaflutningsmaður
Austurstræti 3 — Reykjavík
prjóna sokka sína sjálfar.
Brigham Young, hinn mikli leiðtogi Mormónanna, kvæntist
tuttugu og sjö konum og lét þær allar snæða við. sama borð á
degi hverjum og krjúpa á kné til sameiginlegrar bænagerðar á
hverju kvöldi. Honum auðnaðist að halda þessari siðvenju ár-
um saman, án þess að illt af hlytist.
Sagði ég, að hann hefði látið allar konur sínar snæða við
sama borð? Nú, þá hefi ég ekki skýrt rétt frá. Ég hefði átt að
segja allar nema ein. En ég mun gera það frekar að umtalsefni
síðar.
Hvers vegna kaus Brigham Young að eiga svona margar kon-
ur? Var hann svo mjög haldinn holdlegum fýsnum og synd-
samlegum losta? Nei, því fór alls fjarri. Hann var strangur við
sjálfan sig og maður guðhræddur. Hann komst einhverju sinni
þannig að orði í prédlkun: Það eru ef til vill fáir menn í heim-
inum, sem gætu mér fremur verið án kvenna.
En Mormónarnir skildu Gamla Testamentið bókstaflega. Þeir
lásu um það, að Abraham, ísak, Jakob, Salomon og Davíð hefðu
iðkað fjölkvæni, og þeir trúðu því, að drottinn hefði boðið þeim
að ganga að eiga margar konur, til þess að þeir margfölduðust
og uppfylltu jörðina.
Sumir af forustumönnum Mormónanna fullyrtu þaö meira að
segja í prédikunum sínum, að Jesús hefði kvænzt Maríu og
Mörtu. Þeir sögðu það sízt í óguðlegum tilgangi. "Þetta var trú
þeirra og sannfæring.
Brigham Young lét einhverju sinni svo um mælt í prédikun,
að hver sá maður, er tryði því eigi að fjölkvæni væri heilög
skylda, myndi glatast eilíflega. Hann lét þess og getið, að pip-
arsveinanna biði sama hlutskipti, ef þeir bættu ekki ráð sitt og
kvæntust.
Brigham var það ljóst, að honum bar að vera fyrirmynd fylgj-
enda sinna. Hann fór því út einhverju sinni árla morguns og
hafði kvænzt tveim konum fyrir hádegisverð. Þá settist hann
að snæðingi og undi sér hvíldar um stund, kvæntist því næst
tveim konum öðrum fyrir kvöldverð og lét þá dagsverkinu vera
lokið.
Brigham Young var fjörutiu og fjögurra ára að aldri, er hann
kvæntist þessum fjórum konum, og ein þeirra var seytján ára
gömul. Einu sinni gekk hann að eiga tvær ekkjur. En þær töldu
sig skuldbundnar til þess að búa með fyrri mönnum sínum í
öðru lífi. Brigham kvæntist þeim því að fengnu samkomulagi
um það, að þær yrðu aðeins konur hans hér á jörðu og þeim væri
heimilt að búa með fyrri mönnum sínum, er til himnaríkis kæmi.
Margar konur, er játuðu Mormónatrú, töldu sér það mikinn
heiður að giftast Brigham Young. Eliza Burgers hét seytján
ára gömul ensk stúlka. Hún felldi ástarhug til hans og átti sér
þá ósk æðsta að mega njóta hans. Hún hafði lesið um það í
Gamla Testamentinu, er Jakob vann í sjö ár kauplaust til þess
að fá konunnar, er hann unni. Hún bauðst því til þess að vinna
sem þerna á heimili Brigham Youngs um sjö áta skeið kaup-
laust, ef hann héti því að kvænast sér að þeim tíma liðnum.
Brigham sá hag sinn i því að þekkjast tilboð þetta. Að sjö ár-
um liðnum efndi hann svo heit sitt og gekk að eiga hana.
Þegar Brigham hafði kvænzt tuttugu og fjórum konum, komst
hann í vanda. Það var árið 1862, er borgarastyrjöldin geisaði.
Brigham var sextíu og eins árs að aldri. Hann hafði unnið
tíyggilega í þágu málefnis þess, er hann hafði svarið trú og
tryggð, og virtist því vel að því kominn að setjast í helgan stein.
Þá kynntist hann ljóshærðri stúlku og varð altekinn ást til
hennar. Amelia hét hún. Amelia fannst honum ólik öðrum kon-
um. Auðvitað var hún þaö líka. Allar konur eru ólíkar hver
annarri.
Amelía var tuttugu og fimm ára að aldri. Hún var töfrandi
fögur. Hún ciat leikið á slaghörpu og opnað hinn yndisfagra, litla
munn sinn til þess að syngja ógleymanleg Rínarljóð. Brigham tók
að missa matarlystina. Hann gat ekki notið svefns um nætur.
Hann bað hana að giftast sér, en hún kunni öll brögð kyn-
systra sinna, leit til himins og hristi ljósu lokkana. Því fastar
sem hann sótti mál þetta þeim mun ófúsari varð hún. Loks
ins tjáði hann henni, að það væri vilji drottins ,að hún giftist
sér. Þá lét hún til leiðast.
En þá hófst vandnn. Nýja konan, sem gat leikið á slaghörp-
una og sungið Rínarljóðin, bar ekki tilhlýðilega virðingu fyrir
hinum konum manns síns. Hvað þá? Búa undir sama þaki og
bær? Nei, herra minn. Ekki hún Amelia. Hún skipaði Brigham
að láta reisa fagra höll, sem hún hefði ein til umráða. Hann lét
reisa henni hús, sem var eitthvert fegursta hús í Utah um
margra ára skeið.
Átti hún að snæða við sama borð og þessar kisur? Nei, herra
minn. Ekki hún Amelia. Hún féllst á það að snæða í sama sal
og þær, ef hún fengi að hafa smáborð út af fyrir sig. Hún fékk
þeim vilja sínum. framgengt. Hún lét Brigham borða með sér
og lét oft bera þeim Ijúffengari rétti en hinum konunum, til
þess að kveikja öfund í hugum þeirra.
Brigham hafði alizt upp í sárri fátækt. í æsku varð hann
sjálfur að gera sér stráhatt. Hann brýndi því mjög sparsemi
fyrir konum sinum. Hann fékk þeim ull og sagði þeim að prjóna
sokkana á sig sjálfar. Hann hafði fiina mestu vanþóknun á öllu
tízkutildri. Þegar konur hans keyptu einhvern óþarfa, ógnaði
hann þeim með því, að hann skildi við þær, ef þær bættu ekki
ráð sitt.
Prjónaði Amelia sokkana sína sjálf? Hún henti góðlátlegt gam-
an að þeirri hugmynd. Hún lék á slaghörpuna, keypti hvað,
sem hugur hennar girntist, og lifði og lét eins og henni þókn-
aðist.
Hefði byssa verið til á heimili Brighams Youngs, myndi Ame-
lia efalaust hafa fundizt myrt í rekkju sinni einhvern morgun-
inn. Slíkan hug báru hinar konur Brighams til hennar.
Brigham lét þess einhverju sinni getið í prédikun, að ef ein-
hverjir fylgjenda sinna væru í vanda og vildu til hans leita, teldi
hann sér það gleðiefni að leysa vanda þeirra með fulltingi
drottins. Dag nokkurn spurði gömul kona Brigham, hvort
drottni mundi finnast betur á fara, að hún bæri rautt eða gult
flónel innst fata. Brigham hugsaði sig um andartak og mælti:
— Gult, fyrir alla muni.
Önnur kona hraðaði sér á fund hans með tárin i augunum,
sökum þess, að maður hennar hafði sagt henni að fara norð-
ur og niður. — Brigham klappaði henni ljúfmannlega og mælti
hinn rólegasti: — Nú, farðu hvergi, farðu hvergl.
Brigham Young eignaðist fimmtíu og sex börn. Sú kona hans,
er honum fannst mest til um, ól honum tíu börn. Ellefu kvenna
hans ólu honum engin börn. Þess voru dæmi, að þrjú börn
fæddust á heimili hans í sama mánúði. Einu sinni ólu tvær
kvenna hans honum barn á sama degi. Síðasta barn hans fædd-
ist, er hann var sextíu og átta ára að aldri.
Hann stofnaði einkaskóla fyrir börn sín og hét að gefa þeirri
dóttur sinni, er fyrst gæti hraðritað einhverja prédikun sina,
svartan silkikjól.
Samband isl. samvinnufélaqa.
Hafið eftirfarandi í huga!
Tekjuafgangi kaupfélags er úthlutað tii félags-
manna í hlutfalli við viðskipti þeirra.
Fryst Dílkakjöt
úrvals dilkakyöt
úr öllum beztu fjárhéruðum landsins.
Aðeins selt i hellum skrokkum.
Frystihúsið Herðubreið
Fríkirkjuvegi 7.' Sími 2678.
Blautsápa
frá sápuverksmiðjunni Sjöfn er almennt við-
urkennd Jyrir gæði. Flestar húsmæður nota
Sjafnar-blautsápu
Alþýðiublaðið
er
alþjóðarblaðið
IJtanáskrift:
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Alhýðuhúsinu, Reykjavik.
Skrúfblýaniur og kveikjari
— einn og sami hlutur. — Reynist vel. — Fallegur gripur.
Verð kr.: 35.00.
Sendum um land allt gegn póstkröfu.
VERZLUNIN BRISTOL
Sími 4335. Bankastræti 6. Reykjavík.
Orðsending
til kaupenda Tímans
Þeir, sem ekki hafa ennþá greitt árgang-
inn 1942, eru beðnir að gera |tað hið allra
fyrsta. Til leiðbeiningar skal á það bent, að
það er ódýrt og fyrirhafnarlítið að senda
áskriftargjaldið í póstávísun.
Blaðaútgáfa er orðin mjög kostnaðarsöm,
og verður þvi ekki komizt hjá að hætta að
scnda blaðið til þeirra, sem vanrækja að
borga það.
Þetta éru kaupendurnir beðnir að festa vel
í ininiii.
Ég hefi fyrst og fremst gert heimllislif Brighams Youngs að
umræðuefni. En það mætti láta margs fleira getið, þegar rltað
er um þennan sérstaka og merkilega mann. Hann naut skóla-
náms aðeins í ellefu og hálfan dag um ævina. Þó varð hann
einhver mikilhæfasti leiðtogi nítjándu aldarinnar. William H.
Seward, sem var innanríkisráðherra Lincolns, lét svo um mælt,
að Ameríka hefði aldrei eignazt betri borgara en Brigham Young.
Saga Brighams Youngs er saga mannsins, sem tók sig upp með
hið ómenntaða fylgjendalið sitt og hóf nýtt landnám í hrjóstr-
ugu og harðbýlu héraði og breytti því i frjósamt land. Það er
saga manns, sem með sparsemi og ráðdeild tókst að safna
miklum auðæfum, gerðist æðsti prestur nýrrar trúarstefnu og
gerði hana útbreidda og áhrifaríka. Saga sú er í senn skemmti-
leg og lærdómsrík.