Tíminn - 09.02.1943, Síða 4
64
TÍMIM, l>rigjudaglmi 9. fcbr. 1943
16. blað
5111IIIIEUD
Hver er Arnim?
Fyrir nokkru síSan var skýrt )rá
þvl, að Hitler hefði faXið Jurgen von
Arnirn hershöfðinga yfirherstjórnina i
Tunis.
Arnim hefir lítt komið við sögu i
þessari st-yrjöld. Hann hefir aðallega
unnið á bak við tjöldin og sennilcga
haft þar meiri áhrif en margan
grunar.
Arnim olli talsverðum hneykslum
meðal stéttarbrceðra sinna, herforingj-
anna, er hann lýsti yfir því árið 1930,
að Hitler vœri frelsari Þýzkalands.
Hershöfðingjarnir höfðu þá ekki slika
trú á Hitler. Arnim mátti því heita
sama og gleymdur nœstu þrjú árin, en
þetta breyttist, þegar Hitler kom til
valda. Hitler fól honum mörg veiga-
mikil hlutverk, sem talið er að hann
hafi leyst vel a) höndum, og gerði hann
að lokum að kennara við hernaðar-
háskólann í Berlín. Þaðan hvarf hann
1939 og hefir síðan komið litt fram
opinberlega. Það var samt vitað, að
hann naut enn fúlls trausts Hitlers,
enda mun hann hafa unnið ýmis mik-
ilsverð störf á þessum tíma.
Arnim er talinn engu minni fylgis-
maður Hitlers en Rommel, sem jafn-
an hefir verið talinn hlynntastur Hitler
allra þýzku hershöfðingjanna. Þegar
stjarna Rommels er gengin til viðar,
þarfnast Hitler þess, að annar hers-
höföíngi, sem hann getur treyst, öðlist
svipaða hylli almennings og Rommel.
Vafalaust hefir Arnim hlotið hið nýja
starf sitt með tiliti til þessa.
Mikill barnamissir.
Litlu fyrir jólin 1851 missti Ólafur
Einarsson prestur að Stað á Reykja-
nesi sex börn sín á einni viku, en hann
átti þá alls 8 börn. Tvö þau elztu, 13
og 14 ára, lifðu.
Mesti heybruni á íslandi.
Mesti heybruni hér á landi hefir
sennilega orðið haustið 1854. Þá
brunnu 3000 hestar af heyi að Brœðra-
tungu í Ámessýslu.
Sannar furðusagnir.
Fyrir fjörutiu árum fœddist í Þýzka-
landi stúlkubarn, sem hafði enga út-
llmi. Hún þroskaðist þó, fékk fulla
skynsemi og gat unnið ótrúlega margt.
Magdalena Strumarczuk, Tobalsk,
Rússlandi, hafði brjóstin á bakinu.
Hún varð þriggja barna móðir.
Griskur maður, sem dó i New York
1884, var fœddur eyrnalaus. Hann
heyrði ágœtlega, þegar hann hafði op-
inn munninn.
ítali nokkur var fœddur með tvö
hjörtu. Hann seldi ensku vísindafélagi
áður en hann dó líkama sinn fyrir
3000 sterlingspund.
Bidault, franskur bóndi, hafði tvö
nef.
Árið 1793 fœddist i Frakklandi
stúlkubarn, sem hafði eitt auga, i
miðju enninu. Stúlka þessi varð 15
ára gömúl og var eðlileg að öllu öðru
leyti.
Stjórnarskíptin á Italiu
(Framh. af 1. síðu)
Ef möndulveldin missa Norð-
ur-Afríku og aðstaða Banda-
manna til innrásar í Ítalíu
batnar stórum, skapast viðhorf
hjá ítölskum stjórnmálaleið-
togum, sem gerir sérfrið við
Bandamenn ákjósanlegri en á-
framhaldandi styrjöld. ítalir
gætu ekki barizt eftir það, án
belnnar hjálpar Þjóðverja, enda
hafa þeir nú þegar flest til
þeirra að sækja, hráefni til iðn-
aðar, kol o. s. frv. ítalskur al-
menningur hefir heldur aldrei
haft neinn áhuga fyrir stríðinu
og andúðin gegn styrjaldar-
þátttökunni magnast óðum.
En myndu Þjóðverjar leyfa
ítölum að semja sérfrið? Þeir
myndu að vísu telja það mik-
inn siðferðilegan hnekkir, þar
sem það yrði talið merki þess,
að ítalir væru búnir að missa
trúna á sigur Þjóðverja. En það
værl líka að ýmsu leyti hag-
kvæmt fyrir þá. Þeir þyrftu
þá ekki að eyða herafla sínum
til að verja Ítalíu. Þeir þyrftu
þá ekki að sjá ítölum fyrir hrá-
efnum, sem þeir geta sjálfir
illa án verið. Víglína þeirra
myndi styttast og þeir fá meira
af hráefnum tl eigin umráða.
Ltlireiðið Tímann!
tn BÆivrM
Búnaðarþingið
var sett á laugardaglnn. Af 25 full-
trúum, sem eiga þar sæti, voru 20
mættir, en hinna fimm er von fljót-
lega. Fundir búnaðarþingsins eru
haldnir í Baðstofu iðnaðarnjanna.
Lögregluréttur Reykjavíkur
hefir nýlega dæmt Axel Kristjánsson,
Jón Gauta Jónatansson, Höskuld
Baidvinsson og Gunnar Bjamason í
sektir fyrir að kalla sig verkfræðinga,
án þess að hafa leyfi til þess. Gísli
Halldórsson og Sigvaldi Thorberg voru
sektaðir fyrir að kalla sig arkitekta,
án leyfis.
Anglíufundur
er að Hótel Borg fimmtudaginn 11.
febrúar og hefst klukkan 8,45 og dyr-
unum verður lokað klukkan 9. Þessi
samkoma er eingöngu fyrir félags-
menn. ■
Leiðrétting.
Undir grein þeirri, er nýlega blrtist
í Tímanum um Bjöm Eymundsson
hafnsögumann, stóð Guðjón Snjólfs-
son, en átti að vera Gunnar Snjólfs-
son. Er höf. beðinn velvirðingar á
þessum mistökum.
Gísli Eylands,
sem var skipstjóri á „Snæfelli", er
það var kyrrsett í Noregi vorið 1940,
er nýkominn hingað frá Svíþjóð til
Bretlands. Skipshöfnin á „Snæfelli"
kom heim með Esju, er hún fór til
Petsamo, en Gísli varð eftir til að hafa
eftirlit með skipinu. Nokkru síðar var
það selt og hefir Gísli síðan reynt að
komast heim, þótt það hafi ekld tek-
izt fyrr en nú.
Um 1000 manns
héðan úr bænum 'var á skíðum á
Hellisheiði og í Skálafelli um helgina,
aðallega á sunnudaginn. Á laugardag-
inn var skiðafæri og veður hið bezta.
Á sunnudaginn var veöur gott fyrir
hádegi, en gerði fjúk, þegar leið á
daginn. Gekk siðustu bílunum illa að
komast heimleiðis og voru sumir 6—7
klukkustundir á leiðinnl.
Menntaskólanemendur
hafa samþykkt mótmæli gegn því, að
Verzlunarskólanum hefir verið leyft að
útskrifa stúdenta. ,
Drengur bíður bana
í bílslysi
Það slys viídi til hér í bænum
síðastliðið föstudagskvöld, að
10 ára gamall drengur, sem
hékk aftan í herbifreið,
klemmdist á milli hennar og
ljósastaurs, skammt frá Alli-
ance. Bifreiðastjórinn mun
ekkert hafa vitað um þetta. Ók
hann burtu eftir áreksturinn,
en drengurinn lá eftir á göt-
unni. Önnur bifreið kom að
honum skömmu síðar og flutti
hann á Landspítalann, þar sem
hann andaðist rétt á eftir.
Drengurinn hét Kristján Vest-
fjörð, til heimilis i Selbúðum 5.
4 víðavangi.
(Framh. af 1. síðji)
hins betra síðan hann hætti
hinu erilsama bæjarstjórastarfi
í Hafnarfirði og settist í þæg-
indi vitamálastjóra. Tíminn
hefir það líka fyrir satt, að
Hafnfirðingar uni bæjarstjóra-
skiptunum vel, og ex það ekki
last um Emil, heldur lof um nú-
verandi bæjarstjóra.
Um Ásgeir -mætti e. t. v.
spyrja verkamenn á Þingeyri,
Flateyri og Suðureyri, hvort
honum geðjist betur að kaffinu
hjá þeim eða hjá kaupmönnum
og embættismönnum, þegar
hann blessar þessi kauptún með
nærveru sinni.
En hvað sem þessu líður, vill
Tíminn hér með bjóða þær
sárabætur, að birta í næsta
blaði leiðréttingu frá Alþýðu-
blaðinu þess efnis, að þeir Emil
og Ásgeir séu ekki „höfðingja-
sleikjur“, heldur umgangist þeir
umfram allt verkamenn bæði
heima fyrir og á vinnustöðum.
MOGGA DREYMIR~ILLA.
í Reykjavíkurbréfi á sunnud.
segir Moggi m. a.: „Það er
kunnugt mál, að Framsóknar-
menn á þingi eiga mesta sök á
því, að ekki náðist samkomu-
lag milli flokkanna."
Ekki gerir blaðið neina til-
raun til að rökstyðja þetta
„kunnuga mál“. Það læðir þessu
aðeins út til lesendanna eins og
hverri annarri Gróusögu. Það er
engu líkara en að ritstjórann
hafi verið að dreyma um hina
„nýju skipun“, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn ætlaði sér að inn-
leiða eftir síðustu kosningar.
Vestíírzkur
bændahöíðÍDgi
(Framh. af 2. siðu)
skólanefndar héraðsskólans frá
byrjun. Þar hefir kynning okk-
ar orðið mest. í samstarfi því
hefi ég notið þeirrar gæfu að
kynnast einum hinum ágæt-
asta og heillyndasta manni. Jón
Fjalldal gengur að hverju sem
er, heill og óskiptur. Með sama
áhuga og hugkvæmni hefir
hann unnið að mannfélagsmál-
unum sem að því, að skapa hið
myndarlega býli sitt. Það er
allstaðar og alltaf hressandi
og lífgandi að hitta Fjalldal,
því veldur bjartsýni hans og
umbótaáhugi, en hvergi nýtur
hann sín betur en á sínu fagra
og góða heimili. Hann er frá-
bær heimilisfaðir, framúrskar-
andi gestgjafi að rausn og hisp-
urslausri alúð, sem verið hefir
aðalsmerki íslenzkrar gestrisni.
Konu sína missti Jón árið 1932.
Áttu þau tvö börn, Þorgerði, er
dvelur nú með föður sínum, og
Halldór, sem búsettur er í
Keflavík. Auk*þess ólu þau upp,
að meira eða að minna leyti,
átta fósturbörn. Síðan frú Jónu
missti við, hafa þær, fósturdæt-
ur hans og dóttir, skipzt á um
að veita heimili hans forstöðu.
Frú Jóna var óvenju gáfuð
kona.áhugasöm um almenn mál,
einkum skóla- og uppeldismál.
Hún var styrk stoð bónda síns
í öllum störfum hans og sam-
einuð stóðu þau hlið við hlið í
daglegri baráttu, búskapar og
umbóta. Og þótt húsfreyjan sé
horfin, lifa áhrif hennar og
svipmót á hinu góða og fagra
heimili þeirra, í myndarlegum
húsmóðurstörfum dótur henn-
ar og fósturdætra.
Jón Fjalldal er mikill hug-
sjónamaður. Bjartsýni hans,
óvenju áhugi, mikil atorka,
einkenna hann mest. Rausn og
alúð heima fyrir, í félagsstarfi
einlægur umbótavilji og hug-
kvæmni, víðsýni og heillyndi í
hverju máli.
Það er fagurt um að litast á
Melgraseyri. Skipulegar bygg-
ingar, mikið tún, víðáttumiklir
garðar. Útsýnið er vítt og fag-
urt. Hin traustu, fögru fjöll Út-
djúpsins og hinar mjúku, ávölu
línur Inn-djúpsins, lágir háls-
ar, nes og firðir, blasa við sunn-
an Djúpsins. Frá Drangajökli
leggur heiðan svala, er flytur
bjarkarilm úr kjarrskógi Fagra-
hlíðarfells.
Jón Fjalldal hefir, ásamt sinni
ágætu konu, mótað fagurt býli
með myndarlegum framkvæmd-
um og heimili með menningar-
brag. Hann hefir sýnt stórhug
og rausn. Hann hefir átt hug-
sjónir og barizt fyrir þeim af
mikilli óeigingirni. Hann hefir
beitt sér fyrir umbótum, sér og
öðrum til hagsbóta. Börn og
æskufólk á málsvara og hollvin
þar sem hann er. Af þessu öllu
og mörgu fleiru er gott að
minnast hans.
Óðalið hans, baráttan þar,
hin fagra og góða byggð, sem
hefir borið hann á brjóstum
sér, hafa ekki síður mótað
hann. Það eru sterk sameigin-
leg einkenni með Jóni Fjalldal
og óðalsjörð hans, og það eru
líka sterk bönd, sem binda son
við móður.
Á þessum tímamótum í ævi
hans munu hugir margra stefna
heím að Melgraseyri. Við vin-
ir hans vonum, að enn um langa
stund fáum við að njóta sam-
.starfs hans, að hugsjóna- og
umbótamálin fái að njóta áhuga
hans og starfsorku, að við eig-
um honum að mæta sem hús-
bónda, um langa framtíð, á hinu
fagra óðali hans.
Reykjanesi, 25. janúar 1943.
Aðalsteinn Eirfksson.
Sjálfstæðismenn ætluðu þá að
„taka forustu í þjóðmálunum.*1
Sá draumr rættist ekki og mun
aldrei rætast. Til þess voru
starfshættir Sjálfstæðismanna
of giftusnauðir á árinu, sem
leið. Þetta veit ritstjórinn, og
því gerist hann viðskotaillur í
svefnrofunum.
En skyldi hann vakna til
fullrar meðvitundar, er hér með
skorað á hann að reyna að
finna orðum sínum stað, ella
játa með þögninni, að þau séu
aðeins svefntal vonsvikins
manns.
MBjarnarey“
fer til Vestmannaeyja i dag,
(þriðjudag 9. febrúar). Vöru-
móttaka meðan rúm leyfir.
Ánglýsið í Tímannm!
r -----GAMLA BÍÓ-——•!
A hverfanda
h^eli
Aðalhlutverkin leika:
Scarlett O’Hara ....
VIVIEN LEIGH
Rhett Butler .......
CLARK GABLE
Ashley .............
LESLIE HOWARD
Melanie ............
OLIVIA de HAVILAND
Sýnd klukkan 4 og 8.
Aðgöngumiðar seldir frá
kl. 1. Börn inan nl2 ára fá
ekki aðgang.
-----NÝJA BÍÓ ---
Töírar og
trúðleikarar
(Chad Hanna).
Aðalhlutverkin leika:
HENRY FONDA,
LINDA DARNELL,
DOROTHY LAMOUR.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
SKRUFBLYANTUR^einn og sami hlutur. — Reynist vel.
Fallegur gripur. Verð kr.: 35.00.
OG KVEIKJARI Sendum um land allt gegn póstkröfu
VERZL.
Síml 4335.
B R I i T O L
Bankastræti 6. Reykjavík.
FKA YZTU KESJUM
Vestfirzku sagnaþættirnir, sem Gils Guðmundsson hefir
skrásett, eru nú komnir í bókaverzlanir.
Þetta er skemmtileg bók og ágætlega skrifuð.
Kostar 12 krónur.
Bókaverzlun isafoldar.
ROLEX
armbandsúrin
svissnesku, 17 steina, í vatns-
þéttum stálkassa, send gegn
póstkröfu.
JÓN SIGMUNDSSON
Skartgripaverzlun
Laugaveg 8, Reykjavík.
FTTTTUÁVWH =<r!Vl
II i1
„Frey|a6é
Vörumóttaka til Arnarstapa,
(Framh af 2. síðu)
fram, að ég álít að blaðið eigi
rétt á sér, ef því er vel og með
nokkurri dómgreind stjórnað.
Það flytur hlustendum dagskrá
útvarpsins og ýmsar upplýsing-
ar í sambandi við hana.
En sé það réttmætt að líta á
Ríkisútvarpið sem menningar-
stofnun, verður líka að krefjast
þess af blaði, sem fær að kenna
sig við útvarpið og nýtur stuðn-
ings og góðvildar stofnunar-
innar, að það dragi ekki starf-
semi hennar niður í stað þess
að styðja hana. Sú skylda hvíl-
ir á ritstjórum blaðsins.
Játningar Ó. Th.
(Framh. af 1. siðu)
sósíalista og Alþýðuflokksmenn
og þó allra sízt í dýrtíðarmál-
unum.
Ólafur segir, að fyrsti sigur-
inn í smáskæruhernaðinum
hafi verið unninn við afgreiðslu
Ameríkuskipanna. Það hafi ekki
vej-ið nema um tvennt að velja,
láta undan smáskæruhermönn-
unum eða missa leiguskipin.
Heldur Ólafur, að stjórnin hefði
ekki getað fengið sjálfboðaliða
til að afgreiða skipin undir
þessum kringumstæðum, ef
hún hefði reynt til þess? Hefði
hún líka ekki getað látið ein-
hvern af vinnuflokkum ríkisins
gera þetta En hún reyndi ekk-
ert í þessa átt. Hún mátti ekki
efna til ágreinings við kom-
múnista. Hún var fyrirfram
skuldbundin til að láta undan
smáskæruhernaðinum.
Gerðardómslögin voru þannig
raunverulega afnumin sama
daginn og stjórn Ólafs kom til
valda, því hún hafði lofað að
hafa engan ágreining við stuðn-
ingsflokkana, þó allra sízt í dýr-
tíðarmálunum.
Lppspimt, sem ekki
getur bjargað Ólafi
Ólafur reynir stundum að
færa fram þá vörn, að gerðar-
dómslögin hafi fallið, vegna
þess að Framsóknarmenn hafi
snúizt á móti þeim.
Það eina, sem Ólafur ber fram
þessu til stuðnings, eru ummæli,
sem Hermann Jónasson lét falla
í útvarpsræðu fyrir kosning-
arnar 5. júlí. Ríkisstjórnin hafði
þá látið undan smáskæruhern-
aðinum við Reykjavíkurhöfn,
á kaupskipunum og víðar. Her-
mann Jónasson benti aðeins á,
að með þessari undanlátssemi
væri brautin opnuð fyrir aðra,
sem á eftir kæmu. Hann veitt-
ist síður en svo gegn gerðar-
dómslögunum, heldur deildi á
hina aumlegu framkvæmd
þeirra. Munu víst allir aðrir en
Ólafur geta séð, að það er
tvennt ólíkt, lögin sjálf eða
framkvæmd þeirra.
í útvarpsræðu sinni á mið-
vikudaginn segir Ólafur lika,
„að frá þeirri stundu, sem látið
Vinnið ötullega fyrir
Tímann.
var undan smáskæruhernaðin-
um við höfnina, hafi gerðar-
dómslögin ekki orðið annað en
dauður bókstafur og þvf um
ekkert að ræða annað en nema
þau úr gildi.“
Þessi ummæli Ólafs sjálfs
sýna bezt, að þessar árásir hans
á Framsóknarflokkinn, eru al-
ger uppspuni. Þessar árásir eru
ómerkileg tilraun til að leyna
þeim kjarna málsins, er felst í
framangreindum játningum
hans, að gerðardómslögin voru
raunverulega afnumin, þegar
stjórn hans lofaði því, er hún
kom til valda, að efna ekki til
neins ágreinings við stuðnings-
flokka sína og þó allra sízt I
dýrtíðarmálunum.
Játningar Ólafs sýna fleira
en það, sem nú er greint. Þær
sýna hinar óvönduðu baráttu-
aðferðir forráðamanna Sjálf-
stæðisflokksins. Þrátt fyrir
það þótt Ólafur Thors hafi ver-
ið búinn að gefa stuðnings-
flokkum sínum loforð, er þýddi
sama og afnám gerðardómslag-
anna, flutti hann þjóðinni þetta
fyrirheit í útvarpsumræðunum
19. mai:
„Skattalögin eru samþykkt.
Gerðardómslögin verða sam-
þykkt. Bæði lögin verða fram-
kvæmd.“
Hvenær áðúr hefir forsætis-
ráðherra gerzt svo ósannsögull
og blygðunarlaus að lofa fram-
kvæmd laga, sem hann er raun-
verulega búinn að skuldbinda
sig til að framkvæma ekki?
Hámark alls blygðunarleysis
í þessu máli er þó það, að for-
ráðamenn Sjálfstæðisflokksins
skuli á þeim tíma, þegar dýrtíð-
armálin eru mál málanna,
mynda ríkisstjórn, sem ekkert
má gera í þeim málum og er
bundln loforði um, að láta það
afskiptalaust, að dýrtíðarráð-
stafanir, sem hún hafði talið
réttar og sjálfsagðar, væru fót-
um troðnar og að engu hafðar.
Slíkt ábyrgðarleysi verður
lengi munað, enda tvöfaldaði
það líka dýrtíðina á tæpum sjö
mánuðum.
Sands, Ólafsvíkur, Grundar-
fjarðar, Stykkishólms og Búðar-
dals fyrir hádegi I dag.
Hnífar,
Gafflar,
Matskeiðar,
Desertskeiðar,
Einnig mjólkursett:
6 manna kr. 10.50.
12 manna kr. 18.00.
Nýkomið.
K. EUVARSS6N
& BJÖRNSSON
ISýkomiii
mjög falleg og góð
/
ullarkjólaefni
1 mörgum litum.
Yerzlnn
II. Toft
Skólavörðustíg 5. Síml 1035.
GYLLI OG HREINSA
KVENSILFUR.
Þorsteinn Finnbjarnarson
Vitastíg 14
Bílstjórahanzkar
nýkomnir.
Verzlun
H. Toft
Skólavörðustíg 5. — Simi 1035.
Ósannsögli og
ábyrgðarleysi