Tíminn - 12.02.1943, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.02.1943, Blaðsíða 1
( KTTSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: • JÓNAS JÓNSSON. | ÚTGEFFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJ ÓR ASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9A. Símar 2353 Og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Simar 3948 og 3720. 27. arg. Reykjavik, föstudaginn 12. fcbr. 1943 18. blað Skipan raforkumálanna: Fær meginþom landsmanna raímagn írá Sogi og Laxá? Merkilegar athuganir rafmagnsmálanefndar í umsögn, sem fjárhagsnefnd neðri deildar hefir feng- ið frá milliþinganefndinni í rafmagnsmálum, um ýms raforkumálafrv., er liggja fyrir þinginu, eru leidd rök að því, að auðveldast muni vera að tryggja meginþorra landsmanna rafmagn með aukningu Sogsvirkjunarinn- ar og Laxárvirkjunarinnar. Aðeins Vestfirðir og Austurland þurfa að fá sér- virkjanir. í umsögn milliþinganefndarinnar segir m. a. á þessa leið: „Milliþinganefndin hefir not- ið aðstoðar rafmagnseftirlits ríkisins og verkfræðinganna Steingríms Jónssonar og Árna Pálssonar við áætlanir um það, á hvern hátt verði hagkvæmast að fullnægja raforkuþörf lands- manna. Jafnframt athugun á áætlunum, sem gerðar hafa ver- ið um smærri virkjunarfram- kvæmdir á nokkrum stöðum, hefir nefndin fengið rafmagns- eftirlitið til þess að gera bráða- birgðaáætlanir um heildarkerfi, þar sem aðallínur yrðu lagðar frá stórum orkuverum um mik- inn hluta landsins. Það er álit þeirra sérfræðinga, er nefndin hefir íeitað til, að í tveimur stórám landsins, Sog- inu í Árnessýslu og Laxá í Suð- ur-Þingeyjarsýslu, sé nægilega mikið vatnsafl til raforkufram- leiðslu, er fullnægt geti þörf mikils hluta þjóðarinnar um alllanga framtíð. Er talið, að í hvoru þessu vatnsfalli fyrir sig sé unnt að virkja yfir 100 þús. hestöfl. Hefir nefndin fengið byrjunaráætlanir um kostnað við að tengja saman aflstöðvar við Sogið og Laxá með línu, er lögð yrði um Borgarfjörð, Húna- vatnssýslur, Skagafjörð og Eyjafjörð. Einnig hefir verið gerð bráðabirgðaáætlun um héraðsspennistöðvar og línur frá þessari landslínu á Snæfells- nes, í Dali, að Hólmavík í Strandasýslu og til Siglufjarð- ar. Sams konar áætlanir haía verið gerðar um línur frá Sogs- stöðinni um Suðurlandsundir- lendið og til Vestmannaeyja og frá Laxárstöðnni til Húsavíkur. Áður hafa verið gerðar áætlanir um rafveitu frá Soginu um Reyk j anesskagann. í þeim landshlutum, sem með slíkri tilhögun gætu fengiö raf- orku frá þessum tveim orkuver- um, búa um 96 þús. manna. Eftir að hafa athugað þær upplýsingar, sem nefndin hef- ir fengið, hefir hún komizt að þeirri niðurstöðu, að haglivæm- ast verði að bæta úr rafmagns- þörf fólksins í þessum lands- hlutum með því að auka við aíl- stöðvarnar í Sogi og Laxá og tengja þær saman með lands- (Framh. á 4. síSu) ■J Tillögnr Framsóknarflokksins sambykktar: Fimmtufifur í d a gf s Skípulag'ning verklegra framkvæmda Rannsókn á vandamálum sjávarútvegsins Eins og áður hefir verið skýrt frá í Tímanum, bar Framsókn- arflokkurinn fram þingsályktunartillögur í byrjun þessa þings um skipun tveggja milliþinganefnda, annarar til að undirbúa opinberar framkvæmdir og hinnar til að rannsaka sjávarútvegs- mál. Nefndin skal enn fremur gera tillögur um fyrirkomulag á stór- atvinnurekstri í landinu og af- skipti ríkisvaldsins af þeim málum. Lögð verði áherzla á, að skipulag atvinnurekstrarins tryggi sem bezt, að stórfyrir- tækin séu rekin með almenn- ingshag fyrir augum og að þeir, sem að þeim vinna, beri úr býtum endurgjald fyrir störf sín í samræmi við afkomu atvinnu- rekstrarins. Nefndin skal starfa í samráði við aðrar nefndir eða stofnanir, sem falin kann að verða athugun á atvinnuvegum landsmanna eða einstökum starfsgreinum og fylgjast sem bezt með starfscmi hliðstæðra (Framh. á 4. siðu) Tillagan um skipulagning oginefnda, sem skipaðar verða er- undirbúning 'opinberra fram- I lendis. kvæmda hljóðar þannig: „Alþingi ályktar að kjósa fimm manna milliþinganefnd, til að gera áætlanir og tillögur um framkvæmdir í landinu, þeg- ar stríðinu lýkur og herinn hverfur á brott. í tillögunum verði að því stefnt, að þær fram- kvæmdir, sem veita skuli at- vinnu fyrst í stað, verði jafn- framt undirstaða að aukningu atvinnurekstrar og framleiðslu í landinu. Steingrímur Steinþórsson búnáðarmálasfjóri Seínustu erl. fréttir Rússar gera nú öflugar til- raunir til að króa inni um 250 þús. manna þýzkan her í Don- etshéröðunum með sókn frá Kramatorskaya til Asovshafs. Takizt það eru um 700 þús. þýzkir hermenn innikróaðir, 250 þús. í Kákasus, 300 þús. í Rostov og 250 þúá'. 1 Donetshér- öðunum. — Þá sækja Rússar til Kharkoff úr mörgum áttum og eru sums staðar í 30—40 km. fjarlægð frá borginni. Mikilvæg breyting hefir oröið á yfirherstjórnum Bandamanna í Norður-Afríku. Áttundi brezki herinn, sem nú er byrjaður á sókn í Tunis, hefir verið sett- ur undir stjórn Eisenhowers og verður Alexander, sem var yfir- hershöfðingi Breta í Egipta- landi, Libyu og Gyðingalandi, næstur honum að völdum þar. Wilson, sem stjórnaði her Breta í Iran og Irak, tekur við her- stjórninni í Egiptalandi. Tedd- er flugmarskálkur verður yfir- (Framh. á 4. síðu) Einn af helztu forvígismönn- um Framsóknarflokksins og búnaðarfélagsskaparins, Stein- grímur Steinþórsson búnaðar- málastjóri, er fimmtugur í dag. Steingrímur er fæddur að Litlu-Strönd í Mývatnssveit 12. febrúar 1893, sonur Sigrúnar Jónsdóttur og Steinþórs Björns- sonar, bónda að Litlu-Strönd. Steingrímur lank prófi við Hvanneyrarskólann 1919 og við landbúnaðarháskólann í Kaup- mannahöfn 1924. Árin 1924—28 var hann kennari á Hvanneyri, en skólastjóri bændaskólans á Hólum 1928—35. Árið 1935 var hann skipaður búnaðarmála- stjóri og hefir gegnt því starfi síðan. Steingrfmur hefir verið þing- maður Skagfirðinga 1931—33 og 1937—42. Auk framangreindra starfa hefir Steingrímur haft með höndum mörg önnur störf í þágu landbúnaðarins, m. a. átt sæti í ýmsum nefndum, sem fjallað hafa um búnaðarmál. Steingrímur er kvæntur Theodóru Bigurðardóttur, ætt- aðri úr Reykjavík. Um leið og Tíminn flytur Steingrími árnaðaróskir fjöl- margra vina og samherja víða um land, birtir hann nokkrar greinar, sem borizt hafa frá samstarfsmönnum Steingríms í tilefni af afmælinu. I. Sumarið 1928 átti ég leið vestur um Heljardalsheiði. Veð- ur var hið blíöasta, og mér var létt í skapi, eins og ævinlega, er ég kem til Skagafjarðar. Það gilti mig einu, þó að veg- urinn væri stirður, því að hest- ar voru góðir, og hægt og hægt opnaðist sýn yfir fjörðinn og dalina, Hjaltadal og Kolbeins- dal, sem hvíldu í móðu hins kyrra, heita júlídags. — Um kvöldið hélt ég heim að Hólum. Sólin brann á gluggum dómkirkjunnar og varp rauðu skini um allan hinn mikla stað. Hólar hafa heillað mig frá barnæsku með helgi sinni, sögu og fegurð, en aldrei hefir mér fundizt jafn mikil birta um staðinn né friðsæld hans slík sem á þessu kyrrláta kvöldi. Vorið áður hafði komið að Hólum nýr skólastjóri, Stein- grímur Steinþórsson. Ég þekkti hann aðeins fyrir annan, en nú skyldi treyst á þegnskap hans. Og þarna um kvöldið á Hóluni og næsta morgun tókust hin fyrstu kynni okkar Steingríms. Mér þótti maðurinn gjörvuleg- ur og tilkomumikill, upplitið einbeitt og þó soralaust, undan loðnum brúnum, handtakið hlýtt og viðmótið gott, seinleg- ur nokkuð, en þó líklegur til hamingju. Að öllu virtist hann mér vel. Daginn eftir hélt ég leiðar minnar, sannfærður um það, að Hólar hefðu eignazt góða og mannvænlega hús- bændur, en héraðið traustan liðsmann við framfaramál sín. Um kvöldið eftir ritaði ég í dag- bókina mína: „Gisti á Hólum í indælu veðri og átti ágæta nótt. Lizt prýðilega á nýja skóla- stjórann og vildi gjarnan kynn- ast honum betur. Frúin er ung og mjög aðlaðandi." Þetta var bann 23. júlí 1928. II. Nú varð á því nokkur bið, að ég fengi uppfyllta þá ósk að kynnast Steingrími nánar. Ég fluttist hingað suður, en hann sat á Hólum við skóla sinn um hríð. En ósk mín var geymd en ekki gleymd hjá þeim, sem fyrir næturstöðum ráða. — í þennan tíma vorú allmiklir úfar með mönnum um lands- málin, eins og oftar, og kenndi þess í Skagafirði eigi sem minnst. Framsóknarmenn höfðu um langt skeið verið í miklum minnihluta í héraðinu, en flokknum óx fylgi með árum, því að liðsmennirnir voru ein- huga og forustan örugg í hönd- um sr. Sigfúsar Jónssanar, hins hreinþróaða og merka manns. Steingrímur Steinþórsson skip- aði sér þegar í þessa sveit og hlífðist ekki við, enda hnigú fljótt til hans forráð um mál- efni héraðsins, unz hann stóð í öndverðri fylkingu við hlið sr. Sigfúsar. Hér verður eigi greint frá vopnaskiptum í þeirri við- ureign, sem háð var um lands- málin í Skagafirði á þessum árum, enda eru aðrir miklu kunnugri mér og færari til þess. En leikslokin urðu þau, sem kunnugt er, að undir forustu þeirra sr. Sigfúsar og Stein- gríms efldist Framsóknarflokk- urinn í héraðinu svo, að hann varð jafnoki andstæðinganna, en óx þeim síðar yfir höfuð. Og það mun allra manna mál þeirra, er til þekkja, að þegar fastast reyndi á í sókn og vörn, hafi Steingrímur dugað flokkn- um bezt, og er þess skammt að minnast. Meðan Steingrímur var á Hól- um, leituðu margir héraðs- manna liðsemdar hans og ráða um vandamál sín. Þessi háttur hefir haldizt síðan, þó að sund- ur hafi dregið, og hygg ég, að furðu fáir hafi farið þar er- indisleysu, því að maðurinn er hollráður og hjálpfús með afbrigðum. Skagfirðingar hafa jafnan kunnað að meta mann- kosti og drengilega framkomu andstæðinga jafnt og sam- herja, ef til vill af því, að þeir áttu áður löngum öðru að venj- ast af valdamönnum sínum. Er því sízt að undra, þó að þeir fengju góðan þokka á Stein- grími, enda hefir hann orðið harla fengsæll á vinsældirnar norður þar, ekki aðeins meðal samherjanna, heldur einnig með mörgum hinna, sem aðrar skoðanir hafa um landsmálin, og veit ég raunar fáa þá Skag- íirðinga heima í héraði, sem ekki er vel til hans, þrátt fyrir það, sem á milli kann að hafa borið. En hugur flokksmann- anna kom skýrt og átakanlega í ljós á síðastliðnu vori, er það varð uppskátt, að Steingrím- ur vildi, fyrir nauðsyn flokks- ins, gefa kost á sér til framboðs í Barðastrandarsýslu. Menn urðu sem þrumu lostnir, og þá í fyrsta sinni hygg ég, að Fram- sóknarmenn í Skagafirði hafi verið á öndverðri skoðun við Steingrím. Síðar skildist þeim þó, að ósérplægni ein og holl- usta við flokkinn ollu þessari ráðabreytni, því að fáir áttu ör- uggara þingsæti en Steingrím- ur í Skagafirði. Hitt veit ég, hvert hugur hans stefndi þá eða þykist vita. Og síðastliðið haust sýndi Steingrímur samherjun- um í Skagafirði þann þegnskap, sem þeir mættu lengi muna, þó að ekkert annað hefði á undan geugið. Mér þykir því hlýða að minna þá, vini mína og sveit- unga, á þessi orð Skarphéðins: „Eftir er enn yðvarr hluti.“ III. Árið 1937 leiddu atvikin leið- ir okkar Steingríms saman, er við urðum þingmenn Skagfirð inga. Síðan hefir verið skammt á milli okkar og vinátta aukist með kynnum. Það er sagt, að í heimi stjórnmálanna séu veðra- brigði tíð, en vogina þar í landi kalla sumir refilstigu, þar sem enginn megi öðrum trúa til leiðsögu. Af slíku hefi ég lítt að segja og alls ekkert þar sem Steingrímur er. Frá því er sam starf okkar hófst, hefi ég aldrei reynt hann að öðru en full komnasta drengskap, og er sá eigi ber á baki, sem slíkt getur sagt um félaga sinn. Á þing- mannsferli mínum hefi ég mætt mörgum ágætum mönnum, sem ég tel mér ávinning að hafa kynnzt, en engan þeirra tek ég fram yfir Steingrím Steinþórs son. Ég hefi starfað með hon- um hér og reynt festu hans og alúð. Ég hefi ferðazt með hon um um Skagafjörð og fúndið bað traust og þá vináttu, sem hann hefir áunnið sér þar. Hvarvetna hefir mér þótt sam- fylgd hans góð, og það er von mín, að hún megi haldast, þó (Framh. á 2. tíðu) Á víðavangi ERU HESTAR „ÓSMEKKLEGIR“? Fjárveitinganefnd hefir gert tillögu um 150 þús. kr. fjár- veitingu til að koma á fót hrossaræktarbúi á Bessastöð- um. Alþýðublaðið segir, að Jónas Jónsson hafi marið þessa til- lögu í gegn og telur hana „smekkleysu“. Er svo að sjá, sem blaðið álíti að þetta sé ó- virðing við ríkisstjórasetrið, og vilji ekki láta á sér standa að auglýsa sína hárfínu smekk- vísi. Skarthéðnar Alþýðublaðs- ins álíta víst, að hestar séu eitt- hvað „sveitó“ eða „púkó“, sem ekki megi sjást á landareign Bessastaða. En flestir íslend- ingar eru svo gerðir, að þeir skammast sín hvergi fyrir hest- ana sína og þykir hin mesta prýði að fallegum hestahóp. Það skyldi nú aldrei vera svo, að ríkisstjóri væri í þessu efnl meiri íslendingur en „smekk- maður“ Alþýðublaðsins? ÁHYGGJUR „HANNESAR Á HORNINU.“ Alþýðublaðið virðist vilja læða inn þeirri trú hjá lesend- um sínum, að verðuppbætur á landbúnaðarvöru renni til kaupfélaga og samvinnufélaga. Leggur blaðið spurningu um þetta efni fyrir aðalspeking sinn, sem nefnir sig Hannes á horninu. En spekingurinn segir í auð- mýkt sinni, að hann viti þetta ekki — en það geti svo sem vel verið. Þetta er lúaleg aðferð til þess að koma af stað dylgjum og læða inn ósæmilegum grun hjá einföldu fólki. STYRKIR OG ÖLMUSUR. Sigurður Kristjánsson alþm. er í hópi þeirra, sem telja mest eftir styrki til framfaramála i sveitum. Nýlega reis Sigurður upp i þinginu og hélt um það langa ræðu, að búið væri að gera bændur að voluðum ölmusulýð með þessum styrkjum, enda hefði það líka verið tilgangur- inn með þeim. Páll Zóphóníasson kvaddi sér þá hljóðs og benti á ýmsar til- lögur, sem Sigurður hafði flutt um styrkveitingar til sjávarút- vegsins. M. a. hefir Sigurður flutt tillögu um að greiddar verði 2 milj. kr. úr ríkissjóði til að styrkja skipasmíðar. Spurði Páll Sigurð að því, hvort hann flytti þessar tillögur til þess að gera útvegsmenn og sjómenn að‘ ölmusumönnum. Sigurður kvaddi sér ekki aftur hljóðs að þessu sinni. En það er fróðlegt fyrir þá, sem tala líkt og Sigurður þessi um styrkveitingar til landbún- aðarins, að íhuga spurningu Páls. Fulltrúar Alþýðuflokksins og Sósíalistaflokksins, sem flytja tillögur um stóraukin framlög til alþýðutrygginga, mættu t. d. athuga hana. Eru þeir kannske að gera launa- stéttirnar að ölmusulýð með þessum tillögum sínum? STJÓRN UPPLAUSNARINNAR ER ENGUM HARMDAUÐI. Víðs vegar að af landinu láta menn í ljós fögnuð yfir því, að óstjórn Ólafs Thors hafi verið létt af þjóðinni. Fátt hefir styrkt aðstöðu núverandi stjórnar meira en gremja al- mennings í garð fyrrverandi stjórnar. Illa var til hennar stofnað, upplausn og öng- þveiti í þjóðmálum lét hún eftir sig.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.