Tíminn - 12.02.1943, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.02.1943, Blaðsíða 2
70 / 18. hlað £ fPmtrtn Fiistudaginn 12. fchr. ,Þú ert með krabba4 Árni frá Múla hefir nýlega komizt í tölu þeirra manna, sem öðlazt hafa vitrun, er auk- ið hefir skilning þeirra og víð- sýni. Um langt skeið hefir hann verið trúverðugasti þjónn íslenzka peningaaðalsins og fórnað hæfileikum sínum og ritleikni á altari hans. Fyrir þremur mánuöum síðan gekk hann jafnvel enn lengra í þjónustu við peningaaðalinn en sjálft íhaldið í bæjarstjórn Reykjavíkur. En svo kom vitrunin. Árna hafði í fyrsta sinn á ævinni orð- ið það á að ganga í berhögg við hagsmuni nokkurra þessara aðalsmanna og einn þeirra verður því til þess að sýna Árna ofurlítið „innan í sig“. Sú sjón hafði önnur áhrif á Árna en til var ætlazt. Yfirlæti, ófyrir- leitni og ofstopi peningaaðals- ins blöstu við honum í sinni nöktustu mynd. Þegar aðals- maðurinn hrópaði að seinustu í æði sínu: „Þú ert með krabba, þú ert að drepast“, ýar Árna nóg boðið. Hann greip pennann og í innilegri andúð sinni á peningaaðlinum reit hann grein, sem ber langt af öllu því, er hann hefir áður skrifað. „Draumur aðalsins“ er í röð þess bezta, sem frá ís- lenzkum blaðamanni hefir kom- ið. Þjónustan við peningaaðal- inn lagði heldur ekki í það skipti taumhald sitt á penna og innra mann Árna Jónssonar. Hann skrifaði eins og frjáls maður, sem öðlazt hefir vitrun um hið rétta innræti peningaaðalsins og finnur til þeirrar helgu köll- unar, að láta einnig aðra njóta vitrunarinnar. Margir þessara aðalsmanna, segir Árni, hafi minni greind og dugnað en aðalsmaðurinn, sem ég talaði við. En samt held- ur þessi aðall, sem yfirleitt hefir öðlazt auð sinn af -ein- skærri tilviljun og á óverð- skuldaðan hátt, að hann eigi að ráða þjóðfélaginu, sníða það eftir sínum hagsmunum ein- göngu. Þessi peningaaðall sér ekki þróunina úti í heiminum, þar sem forréttindi yfirstétta, sem taka honum langtum fram, t. d. enska aðalsins, eru að hrynja. Hann heimtar þvert á móti ný og meiri forréttindi. Draumur aðalsins er „verra ís- land“ fyrir alþýðuna til sjávar og sveitar. Þjóðin verður að vera á verði og hindra það, að þessi draumur rætist. Árni veit vissulegá, hvað hann syngur, þegar hann er að lýsa íslenzka peningaaðlinum og á- formum hans. Hann þekkir allt heimafólkið á þeim bæ. Hann er búinn að vera nógu lengi þjónn þar til að þekkja heim- ilishættina. Þegar augu hans loksins hafa opnazt, skortir hann ekki sannanir fyrir hinu nýja viðhorfi sínu. Til munu þeir, sem lesa þessi skrif Árna frá Múla með þeim hugsunarhætti, að hér sé aðeins á' ferðinni laglega samdar skammagreinar og ekkert meira. En því fer fjarri. Málið, sem Árni Jónsson vekur hér athygli á, er mál málanna í ís- lenzku jDjóðlífi. Yfirgangur peningaaðalsins, hin sterku fjármálalegu áhrif hans og á- form hans um aukin sérréttindi eru málefni, sem enginn al- þýðumaður má láta fram hjá sér fara. Kosningaúrslitin á Snæfellsnesi og í Barðastrand- arsýslu sýna bezt, hvert leiðin liggur, ef alþýðan er ekki á verði. Er það ekki tímanna tákn, að stríðsgróðamaðurinn, sem alþýðan í Barðastrandarsýslu sendi á þing síðastl. haust í von um risaframkvæmdir og blómaöld, - hefir borið fram frumvarp, sem raunverulega bannar verkföll og skyldar verkamenn til' að vinna fyrir lægra kaup en atvinnurekend- ur bjóða? Og blað peningaað- alsins, Morgunblaðið, hefir kall- að þetta frumvarp stríðsgróða- mannsins „merkilegt mál“! íslenzk alþýða verður að gera TÍMITVIV, föstiidagiim 12. fchr. 1943 Steingrímur Steinþórsson (Framh. af 1. síðu) að með öðrum hætti verði eft- irleiðis en hingað til. Mér hefir veitzt það, sem ég óskaði mér, að kynnast Stein- grími Steinþórssyni. Það, sem hér er ritað, mun bera þess nokkur merki, hvern hug ég ber til hans. Þó vil ég enn auka fáu einu við vitnisburðinn. Stein- grímur er maður gáfaður og víðlesinn, enda elskur að bók- um, einkum gömlum. Hann er hóglátur og friðsamur að eðlis- fari og vill gott eitt eiga við aðra menn. En um hann má segja líkt og Guðmund dýra, að „ef hann ríss upp, þá er eigi víst, hve lítt hann stígur fram“, og hefir mörgum andstæðing- um þótt þungt að búa undir eggjum hans þá. Allt eru þetta góðir kostir og íslenzkir. Hitt þykir mér þó skipta enn meira máli, að hann er góður maður, gildur þegn og öruggur um allan drengskap, því að þessir kostir eru sjald- gæfari en hinir og orka lengra til bóta. Hin fyrstu - kynni reynast oft óljúgfróð, og ekki varð mér glapsýnt um Stein- grím, er. ég sá hann á Hólum hinn 23. júlí 1928. Og enn er mér tamt að minnast hans þannig í birtunni yfir Hóla- stað þetta fagra kvöld. Vissu- lega hefir hann reynzt traustur liðsmaður við framfaramál Skagafjarðar, traustur fyrst og fremst. Þess vegna senda Skag- firðingar honum hlýjar kveðj- ur í dag og árnaðaróskir. — Við hin fyrstu kynni var hann veitandi en ég þiggjandi. Svo hefir oft orðið síðan. Ég treysti á þegnskap hans þá. Hann brást ekki og hefir ekki brugðizt, hvorki þegnskapurinn né vin- áttan. Þess vegna flyt ég Steingrími Steinþórssyni nú á fimmtugsafmæli hans hjartan- lega hamingjuósk og þökk. Pálmi Hannesson. Steingrímur Steinþórsson, búnaðarmálastjóri, verður fimt- sér Ijóst, að hún gengur með hættulegan sjúkdóm, þar sem peningaaðallinn er. Hún geng- ur þar með krabba, sem er langtum hættulegri en krabbi Árna frá Múla. Þessi krabbi hefir náð tökum á .stærsta stjórnmálaflokki landsins, Sjálfstæðisflokknum, og sýkir stöðugt meira og meira frá sér. Það verður að skera þennan krabba burtu. Hann verður að skila aftur öllu því, sem hann hefir rænt íslenzka alþýðu. Deilan stendur um það, hvort krabbinn eða þjóðfélagið á að tortímast. Þ. Þ. ugur 12. þ. m. Víst mun mörgum verða hlýtt til hans hugsað, víðs- vegar um land, á þeim tímamót- um. Það hygg ég þó, að héðan úr Skagafirði verði eigi fæstar þær hinar hlýju kveðjur, er honum — og þeim hjónum — verða sendar, þótt hljóðar verði flestar og orðvana. Skagfirðing- um hefir hann helgað eigi all- lítinn hluta orku sinnar í hálf- an annan tug ára. Þeim hefir hann unnið, svo sem öruggur vilji og mikill máttur entust til. Þeim hefir hann tengt böndum svo traustum, að trauðla munu bresta. Og fer það mjög að von- um. Hjá því verður eigi komizt að leggja virðingu við manninn. Allir, sem honum kynnast, kom- ast fljótt að raun um, að þar fer mikill drengskaparmaður, glæsilegur, heill og óhvikull, — höfðingi í sjón og raun. Steingrímur Steinþórsson er heitur hugsjónamaður. Og hug- sjónir hans beinast allar í sólar- átt. Sjálfur er hann sólskins- barn, — fæddur til að fækka skuggum. Hann er umbótamað- ur af lífi og sál, — raunsær um- bótamaður, laus við alla loft- kastala. Honum er ekki nóg að þrá umbætur og sjá þær í anda. Hann verður að leggja þeim lið með orði og athöfn, með lífi og starfi. Hann er einlægur sonur ættjarðar sinnar — og þó sveit- anna fyrst og fremst. Ég þekki engan þann, er heitara ann ís- lenzkum sveitum en hann, né heldur hefir glöggvari skilning á því, hverja meginþýðingu landbúnaður hlýtur að hafa í hverju þjóðfélagi, því er standa vill föstum fótum efnalega jafnt sem andlega. En þó að Stein- grímur sé fyrst og fremst sveita- maður, í bezta skilningi þess orðs, þá fer því víðs fjarri, að sjón hans nemi staðar, þar sem sveitunum sleppir. Hánn er gæddur lifandi áhuga á umbót- um atvinnuhátta og þjóðfélags- mála á hverju sviði sem er. Og hann er ótrauður baráttumað- ur áhugamála sinna, markviss og harðskeyttur í orðasennu — og þó sáttfús og sanngjarn í senn. Hjá því gat eigi farið, að því- líkur maður að skapgerð og á- huga á almennum málum sem Steingr. Steinþórsson skipaði sér þegar í öndverðu undir merki Framsóknarflokksins. Vegna hæfileika sinna og glæsi- mennsku, hlaut hann og fljót- lega að ganga þar fram í fremstu ýiglínu. Kom það og enn til, að á hinum pólitíska orr- ustuvelli er hann, þessi sann- gjarni og sámvinnuþýði maður, höfuðkempa til vopna sinna. ' Þegar Steingrímur fluttist í Skagafjörð, var Framsóknar- flokkurinn í sárum og lítils meg- andi. Ollu því atvik, sem hér verða eigi rifjuð upp. Nú er skipt um all-greinilega, eins og alþjóð ér kunnugt. Er það að sjálfsögðu málefnabaráttu flokksins að þakka, hversu mjög honám hefir vaxið fiskur um hrygg og fylgjendum hans fjölgað hér um slóðir. En það skal hiklaust fullyrt, að engum manni, einum, á flokkurinn jafn ríkar þakkir að gjalda fyr- ir vöxt sinn og viðgang hér í kjördæminu sem Steingr. Stein- þórssyni — að mörgum öðrum ágætum mönnum ógleymdum þó. í þessu héraði hefir baráttan milli hinna tveggja höfuðflokka verið harðari og óvægilegri, ýmissa orsaka vegna, en víða annars staðar. Og Steingrímur var jafnan í brjóstfylkingu sinna samherja. Haijn var jafn- an þar, sem hríðin var hörðust, svo sem títt er um sókndjarfa menn. En þrátt fyrir það á hann einlæga vini um endilangan Skagafjörð, — einnig utan flokkssamtaka Framsóknar- manna. Af þv-í mundi nokkuð mega ráða mannkosti hans og drengskap. Um leið og við Skagfirðingar sendum Steingr. Steinþórssyni afmæliskveðjur, verður okkur ó- sjálfrátt að minnast konu hans, frú Theodóru Sigurðardóttur. Hún kom hingað ung og öllum ókunn, þessi dóttir Reykjavíkur, og gerðist húsmóðir á einu mannflesta og umsvifamesta sveitaheimili landsins. Það var mikið í fang færzt af kornungri konu, er aldrei hafði dvalizt til langframa utan höfuðstaðarins, — svo mikið, að trauðla munu aðrir skilja til hlítar en þeir, er til þekktu. En þetta örðuga hlut- verk tókst henni að inna af hendi með þvílíkum hætti, að allir, er heimilinu kynntust, og þeir voru æði margir, bundu við hana órjúfandi vináttu og virð- ingu — vaxandi með hverju ári. — Ferill Steingr. Steinþórssonar er beinn og glæsilegur — eins og maðurinn sjálfur. Hann er fátækur sveitadrengur, gerist vinnumaður, skólasveinn, síðan vetrármaður við fjárhirðingu, fer utan til frekara náms í bú- fræði, vetður kennari, skóla- stjóri, alþingismaður, búnaðar- málastjóri.—Hér verða eigi rak- in þau mál, er Steingr. hefir sérstaklega látið til sín taka, hvorki þau, er alþjóð áhræra né heldur hin, er vita að okkur Skagfirðingum sérstaklega. En mörg eru þau mál og mikilsverð flest. Veit ég þó vel, að enn er fæst komið í kring af því, sem Steingr. mundi vilja til vegar koma. Það er víst, að ekkert er honum ríkara í huga en að mega verða íslenzkri þjóð að sem allra mestu gagni. Hann stendur nú á fimmtugu. Æskan er að baki að vísu, — æskan, með sínum undraheimum hillinga og vona. En á eld hugsjónanna hefir eng- um fölskva slegið. Ég held að við, sem teljum okkur vini Stein- gríms, mættum óska þess heit- ast og bezt honum til handa, að hann megi enn um langa hríð vinna heill að framgangi hug- sjóna sinna. Gísli Magnússon. Á 50 ára afmæli Steingríms Steinþórssonar mundu áreiðan- lega margir Skagfirðingar vilja taka í hönd hans og óska honum til hamingju í tilefni af afmæl- inu og þakka honum hin mörgu og vel unnu störf íþágu einstakl- inga, féiaga, héraðsins og þjóð- arinnar í heild. Steingrímur kom til Skaga- fjarðarsýslu sem skólastjóri búnaðarskólans á Hólum. Kann hafði ekki lengi þar verið, er menn í héraðinu sáu, að þar var kominn framsýnn og áhrifa- mikill umbótamaður, og leituðu því mjög á að fá hann til for- ustu í ýmsum framfara- og umbótamálum héraðsbúa. Á meðan hann bjó í héraðinu, var hann í stjórn Kaupfélags Fellshrepps, í stjórn Búnaðar- sambands Skagfirðinga og full- trúi þess á Búnaðarþingi, ásamt Jóni Sigurðssyni. og í ýmsum fleiri trúnaðarstöðum. En þekkt- astur og áhrifamestur er Stein- grímur á sviði búnaðar- og stjórnmálanna, sem búnaðai’- málastjóri og alþingismaður. Enginn einn maður í Skaga- fjarðarsýslu hefir unnið jafn einlæglega og markvisst að þ/í að byggja þar upp starf þess stjórnmálaflokksins, sem hann taldi leysa bezt úr vandamálum þjóðfélagsins, og þá ekki sízt þeirrar stéttar, sem hann þá þegar, og jafnan síðan, hefir helgað krafta sína. En hann kunni einnig að taka tillit til annarra stétta, og ég er þess viss, að aðrar vinnandi stéttir, svo sem sjómenn, verka- menn o ,fl., hafa ekki talið sig eiga völ á betri umboðsmanni, enda iwin hann ekki hafa brugðizt vonum þeirra á neinn hátt, því hann veit að samvinna milli stétta þjóðfélagsins er ekki einasta æskileg heldur lífsnauð- syn, ef vel á að farnast. Þegar Steingrímur kom á Al- þingi, sem þingmaður Skagfirð- inga, hlóðust brátt á hann marg- vísleg vanda- og trúnaðarstörf í þágu þjóðfélagsins og jafn- framt óskuðu fjöldi Skagfirð- inga, að hann annaðist ýmiskon- ar umboðs- og trúnaðarstörf fyrir þá, ekki einasta sem þing- maður/ heldur einnig í ýmsum einkamálum þeirra, og þrátt fyrir það, að þetta skapaði hon- um mikið aukið starf og erfiði, var hann alltaf jafn fús á að leysa hvers manns vanda, og gerði það með þeirri samvizku- semi, að almennt munu menn sammála um, að málum þeirra hafi verið vel borgið í hans höndum. Aldrei' mun Steingrím- ur hafa tekið þóknun fyrir þessi mjög svo umfangsmiklu störf sín, enda er hann með afbrigð- um óeigingjarn maður. Enda þótt Steingrímur fari ekki með þingmennskuumboð Skagfirðinga nú sem stendur, veit ég, að fjölda Skagfirðingar fela honum enn sem fyr að fara með. ýms vandamál sín og óska að mega um langa framtíð fá notið framsýni hans og atorku um framgang mála sinna. Steingrímur er prúðmenni í allri framkomu, jafnt í einkavið- tölum sem á fundum. Enda þótt hann sé atkvæðamikill funda- maður og sterkur andstæðingur, vegna rökfimi sinnar, mælsku og skörungsskapur í ræðuflutn- ingi, er hann laus við persónu- lega áreitni við andstæðinga sína, bæði á fundum og utan þeirra, og fyrir það munu sann- gjarnir andstæðingar virða hann. Hólar í Hjaltadal hafa jafnan verið mannmargt heimili og þangað hefir sótt fjöldi gesta, bæði úr héraði og víðsvegar að, bæði innlendir og útlendir. Sem húsbændur á þessu stóra heimili voru þau hjónin frú Theódóra og Steingrímur annáluð fyrir stjórnsemi, myndarskap, utan húss og innan, og alúð og rausn við gesti þá, er staðinn heim- sóttu, og fannst því öllum, er þangað komu, að þeir væru sem heima, og létu þau því enn hald- ast, að rettnefni væri hið forn- kveðna: „heim að Hólum“. Það er ekki að undra, þó að maður með kostum slíkum sem Steingrímur er gæddur, hafi orðið vinmargur, enda er ég þess viss, að allir þeir mörgu víðsveg- ar um land, sem af honum hafa haft kynni, hugsa hlýtt til hans á þessum tímamótum í ævi hans. En ég vil alvég sérstaklega fyrir mína hönd og míns heimilis óska Steingrími og heimili hans allr- ar blessunar á ókomnum árum, og ég veit, að ég mæli einnig fyr- ir munn alls þorra Skagfirðinga, er ég þakka honum margra ára vel unnið samstarf og forustu í héraðinu, og óska þess, að enn eigi hann eftir að leysa af hendi mörg nytjaverk, er verði honurn, samferðamönnum hans og eftir- komendum til gæfu og gengis og að land og þjóð megi sem lengst njóta krafta hans. Hermann Jónsson, Yzta-Mói. Steingrímur Steinþórsson er fæddur og uppalinn í einum af þeim byggðum hér á landi, þar sem fólkið unir bezt hag sínum. Litla-Strönd er ein af minni (Framh. á 3. síðu) Warrcn J. Cícan: Japanski lierlun í sfói* raun (Síðari grein). Þegar leið að höfuðæfingu, voru menn undir beru lofti dag og nótt að heita mátti. Yfirmenn og óbreyttir hermenn sváfu á bersvæði undir yfirhöfnum sín- um. Matur var bæði lítill og lé- legur. Japanska setuliðið fær venjulega til morgunverðar litla skál af hvítum, bragðlausum soyabaunagraut. Til hádegis- verðar eru hrísgrjón með nokkr- um munnbitum af saltfiski, og til miðdegisverðar hrár fiskur með ögn af hrísgrjónum og syk- urrófum. Þetta er hátíðarmatur i sam- anburði við það, sem skammtað er við æfingar. Japanar eru ekki að burðast með hitunar- tæki. Við lifðum mest á köldu, niðursoðnu kjöti og hörðu brauði. Stundum fengum við hrísgrjón eða bygg, og gátum soðið það, ef unnt var að ná 1 vatn, Loks reyndi til þrautar á þol- gæði japönsku hermannanna, er herdeildin var skyndilega kvödd til langferðar kl. 3 að nætur- lagi. Hver maður bar 20 kg. á bakinu auk 150 hríðskotahylkja. Rétt eftir að lagt var af stað, tók að húðrigna. Vegurinn varð að forardíki. Allur klæðnaður og farangur varð gegnsósa af vætu. Kaldur næðingur bætti ekki úr skák um líðan manna. Allan daginn og hálfa næstu nótt böðlaðist herdeildin áfram. Um miðnætti höfðum við gengið röska 50 km. Þá var tekin hálfr- ar stundar hvíld til að matast og hagræða pínklunum. Kl. 8 kvöldið eftir, hafði herdeildin arkað aðra 50 km. Þá var gefin skipun um að búast til varnar á árbakka einum. Áður en hermennirnir gátu fengið nokkra hressingu, urðu þeir að grafa 600 m. langar skotgrafir. Jafnskjótt og hver hópur hafði lokið verki íúnu, gleyptu menn í sig ögn af hrís- grjónum og fleygðu sér að því búnu til svefns í skotgröfun- um. Eftir tæpra 4 klst. svefn, fékk herdeildin skipun um að flýta för sinni sem mest þeir mættu heim til höfuðstöðvanna. Aftur var lagt af stað í myrkri og gengið allan daginn í steikj- andi sólarhita. Um miðaítanbil komum við að borg nokkurri. Borgarbúar stóðu í þyrpingu til að hylla hersveitina. Skipun var gefin. Hermennirnir réttu úr sér, hagræddu byssunum og tóku að sveifla vinstra handlegg meira en góðu hófi gegndi. Svo gekk herdeildin föstum,stuttum skref- um fram hjá mannfjöldanum. í útjaðri borgarinnar nám- um við snöggvast staðar. Borg- arstjórinn las upp skrautritáð ávarp, en hermennirnir enduv- guldu með því að raula lágri, auðmjúkri rödd: „Hvort sem ég á að velkjast sem liðið lík á öldunum eða hníga í faðm mold- arinnar, læt ég lífið með glöðu geði fyrir keisarann.“ Tár hrundu af hvörmum hinna eldri borgara. Jafnvel börnin stóðu þögul og full lotn- ingar. „Af stað,“ var skipað. Hin lifandi elfur seig áfram. Klukkustundum saman hélt hin þreytta fylking eftir vegin- um í myrkrinu. Tvisvar veitt 20 mínútna hvíld um nóttina. Kl. 6 fengum við hrísgrjónalúku og héldum svo áfram steinþögulir, eins og jafnan vill verða, þegar stritið er meir af vilja en mætti. Sljóleiki féll yfir okkur. Einu sinni stökk hundur út á veginn með gjammi og glefsi. Liðsfor- ingi einn þreif sverð sitt og hjó af honum báðar framlappirnar. Hin þreytta fylking rak upp hlátur af að sjá hið limlesta dýr kútveltast án þess að‘ geta veitt sér nokkra björg. Um hádegið var engin hvíld veitt, enda sást nú til herbúð- anna í fjarska. Síðan kom fyrirskipun: „Tvö- faldan gönguhraða!“ Ég ætlaði varla að trúa eigin eyrum. Hvílík vitfirring. Menn- irnir riðuðu af þreytu. Þeir höfðu þrammað 200 km. á 82 klst. með byssu, skotfæri og 20 kg. bakpoka. Svefn höfðu þeir fengið í 4 klst. Og nú áttu þeir að tvöfalda hraðann! Fylkingin tók að skokka við fót. Bakpokarnir hossuðust upp og niður á löðursveittum herð- unum. Liðsforingi féll á grúfu í dustið á veginum og lá sem dauður væri. Framundan blasti við hliðið að herbúðunum. Það glumdi í steinstéttinni af hinu þunga fótataki hermannanna. Göngunni varjokið. Yfirforinginn varð þess á- skynja, að ég var argur yflr harðneskjunni, er bitnaði á her- mönnunúm við þetta síðasta uppátæki. Svo fórust honum orð: „Menn eru aldrei svo þreyttir, að þeir geti ekki gengið eina mílu í viðbót til að taka óvina- vígi. Þetta er eina ráðið til að láta þá skilja það.“ Þegar ég skaut inn í, að þetta væru aö- eins æfingar, svaraði hann: „Æfingar eru sama og stríð, að svo miklu leyti, sem ég má ráða.“ Nokkrum dögum síðar frétti ég, að liðsforinginn, sem gafst upp, hefði andazt í sjúkrahús- inu. Þegar leið að lokaæfinguni, var mikil áherzla lögð á aðferð- ir til að brjótast gegnum gadda-' vírsgirðihgar umhverfis fjand- mannavígi. Áhlaupasveitin hafði þá aðferð að bregöa handleggj- unum fyrir augun og fleygja sér svo flötum á gaddavírsflækjuna. Næsta sveit striklaði svo yfir búka félaga sinna sem lifandi hengibrú. Deildarforinginn sagði: „Það er auðveldara að læra þetta hér, heldur en í kúlnaregni á vígvellinum." Einn daginn var herdeildinni skipað að gera árás í björtu með byssustingjum, sem er eftirlætis- vopn Japana. Þeir réðust upp hæðina með grimmilegu herópi, ákallandi nöfn forfeðranná, sem fallið höfðu í löngu liðnum orr- ustum. Þegar þeir *nálguðust vígi „óvinanna“,kom áþá hreinn berserksgangur. Þetta var undir- búningur að því, sem við feng- um síðar að reyna 1 alvöru á Bataan, þegar hver bylgjan eftir aðra af djöfulóðum Japönum réðist á var^arstöðvar okkar, bæði dag og nótt. Vélbyssur og rifflar spúðu púðurskotum í þúsundatali. Gul- ur mökkur af táragasihuldihæð- arbrúnina. Jarðsprengjur þeyttu upp moldargusum undir fótum árásarliðsins. Upp geystust þeir og áfram, unz byssustingir beirra skullu á byssustingjum verjendanna.Fjöldi manna særð- ist alvarlega. Einn fékk byssu- sting gegnum öxlina rétt undir viðbeininu. Frh. á 4. s.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.