Tíminn - 18.02.1943, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.02.1943, Blaðsíða 3
20. lílað TÍMM, fimmtwdagíim 18. febr. 1943 79 Helgi H í ö r v a r: Ásgeír í Knarrarnesí 13- maí 1853 — 3. febrúar 1943 Ásgeir í Knarrarnesi er einn þeirra manna, sem óaðskiljan- legir verða jörðinni, þar sem þeir bjuggu. Nafn hennar fylg- ir þeim, og þeirra nafn henni, löngu eftir að þeir eru úr heimi farnir. Ásgeir i Knarrarnesi var fæddur þar 13. maí 1853; þar ólst hann upp, tók þar við bús- forráðum vart tvítugur, að föð- ur sínum látnum, og stýrði þar búi í hálfa öld, fyrst búi móður' sinnar og eftir það sínu eigin. En nær sjötugu fluttist hann suður að Reykjum í Mosfells-' sveit, til Bjarna sonar síns, og lifði þar enn full tuttugu ár við fulla andlega hreysti og sí- vakandi áhuga fyrir almennum málum og þjóðlegum fræðum. Hann skorti rúma þrjá mánuði í nírætt, er hann lézt 3. þ. m. Foreldrar Ásgeirs voru Bjarni bóndi í Knarrarnesi, Benedikts- son prests I Hvammi í Norður- árdal og Hítarnesi, Björnssonar prests í Hítardal. En móðir hans var Þórdís Jónsdóttir hrepp- stjóra á Álftanesi, Sigurðsson- ar, Bjarnasonar á Langárfossi. Ásgeir kvæntist 1887 Ragnheiði Helgadóttur frá Vogi. Þeim varð fjögurra barna auðið. Dætur þeirra eru Soffía hjúkrunar- kona, ógift, og Þórdís kona Bjarna Benediktssonar kaup- manns á Húsavík. En synir þeirra Bjarni alþingismaður á Reykjum og Helgi, skrifstofu- maður, nú í Reykjavík. Heimili þeirra hjóna í Knarr- arnesi var orðlagt að rausn og prýði. Ásgeir reisti þar timb- urhús gott 1890; var þar hí- býlaprýði mikil og meira innan- stokks til þæginda og fegurðar en víðast annars staðar. Hús- freyja var skörungur mikill, en bóndi aflamaður frábær og aö- dráttamaður, en bæði hinir mestu höfðingjar. Stóð hagur þeirra með góðum blóma, en ekki safnaðist þeim auður. Þrjár dætur Helga í Vogi (fjórða) urðu húsfreyjur á stór- býlum þar á Mýrunum, Ragn- heiður í Knarrarnesi, Raimveig í Vogi og Sigríður á Gríms- stöðum, en menning öll dafnaði mjög um héraðið á þessum tíma, og munu hin ágætu heim- ili Vogssystra hafa" átt sinn þátt í því; enda tengdust marg- ar hinar beztu ættir á Mýrum margvíslega, efnahagur var góður og búsæld, ekki sízt á sjávarbýlunum, samgöngur viö Reykjavík tíðar, og stuðiaði allt þetta að framför í menningu og myndarbrag. Ásgeir í Knarrarnesi hafði sig ekki í frammi í almennum málum, og var í því svo hlé- drægur, að margir telja miður farið; hafi því ekki komið fram til fulls þeir hæfileikar, sem með honum bjuggu. Þó var hann hreþpsnefndarmaður og sýslunefndarmaður ' um fjöl- mörg ár, amtsráðsmaður 1892— 1907 og búnaðarþingsmaður 1907—1915, og hafði í öllu þessu hið fyllsta traust héraðsmanna sinna. Bændur á Mýrum fylgd- ust með af lífi og sál í stjórn- málum, voru harðkræfir um landsréttindi og landvarnar- menn, en 1908 snerist Ásgeir til fylgis við Hannes Hafstein; skildi þá leiðir í því með honum og mörgum hinum fremstu héraðsmanna hans og vina, en engu breytti það öðru. Ásgeir gerðist Framsóknarmaður, er sá flokkur hófst, og var það æ síðan. Knarrarnes á Mýrum er nú fyrir löngu umflotln eyja, þó að svo hafi ekki verið, þá er Skallagrímur tók þar land. Hlunnindi voru þar mikil til sjávar, en lítið efni til þeirra framkvæmda, sem bændastétt þessara tíma hefir einkum lagt hug á, það er græðsla jarðar- innar og ræktun. Það var því bæði, að Ásgeir átti ekki þess kost að gerast mikill bóndi til landsins á bújörð sinni, og svo hitt, að hugur hans og eöli stóð til annars frá upphaíi. Ásgeir var sjávarins maður fyrst og fremst, veiðimaðnr og farr.iað- ur. Hann mundi á söguöld hafa gerzt „fardrengur góður“. Það bar til í æsku hans, að útlendur skipstjóri, sem kom í Straum- fjörð, kynntist nokkuð þessum unga manni; fannst honum til um hann og bauð honum að koma með sér í siglingar. En þá var Ásgeir orðinn fyrirvinna móður sinnar og þóttist svn bundinn, að ekki tjáði annað en neita boðinu. En sárt tók hann það þá og jafnvel æ síðan. En á jörð hans var búskapur allur meir en að hálfu leyti til sjávarins, hlunnindi, heyskap- ur, veiði, samgöngur allar og aðdrættir. Hann .gerðist for- maður á unga aldri, bæði fyrir Mýrum og á vetrarvertíð á Suðurnesjum. Hann var sjómað- ur mikill, frábær að hverju verki; hann lagði mikla stund á að kynnast miðum og fiskileit- um öllum og varð svo aflasæll, að engum þótti tjá að keppa við hann í því. Það hefir sagt mér einn af hásetum hans, að hann hafi stundum lagt lóð sína með ólíkindum, ýmsar krókaleiðir og jafnvel hringað hana niður í sjóinn; en fiskur var oft á hverju járni hjá hon- um, þó að aðrir umhverfis fengju lítið; hafi svo virzt sem hann gengi að fiskinum í kvos- um og daladrögum á sjávarbotni eins og smalinn gengur að fé sínu í fjallahvömmum. Eins var ef Ásgeir renndi færi, að hann var svo fiskinn, að hann dró tvo fiska meðan aðrir drógu einn. Svo var og um hvert verk, sem hann vann, þó að ekki væri ann- að en að taka lunda, sem helzt þarf til handflýti og lægni, að flest vann hann við hverja aðra tvo, þó að þeir hefðu fullan hug á að láta ekki svo vera. En það fylgdi afköstum hans, að hann sýndist aldrei hafa neitt fyrir neinu verki né láta sér títt um það, og er það einkenni slíkra manna. Ásgeir var snemma bráð- þroska, maður í hærra lagi, með- allagi þrekinn, en afarmenni að afli og þrekmaður mikill allaævi, fáheyrður ræðari, enda lagð- ist hann löngum fast á tvær ár- ar, einn á skektu sinni viðheima- störf og veiðifarir, og var ör- skreið ferja hans, þó að móti blési. En það sögðu hásetar hans á yngri árum hans, að þá hvítn- aði sjórinn, ef Ásgeir lagði út. Hann tók ekki vettlingatökum á verki sínu. Ásgeir fékk ekki færi á því að stunda íþróttir í æsku sinni, eins og nú er orðið. En hann gerði starf sitt og líf að íþrótt, sjó- mennskuna og veiðina. Hann gerðist snemma svo frábær skot- maður, að hann átti ekki sinn líka um þær slóðir, selaskytta og refaskytta. Ekki lá hann á grenjum, en gekk uppi dýr á vetrum, og var honum það meir að skapi. En við selinn þreytti hann þó eftirlætisíþrótt sína mest, og færði þannig mikinn afla í bú sitt. Hann gerði sér mikið far um að eiga hin beztu skotvopn, handlék þau, fægði og smurði og lét aldrei niður falla á vetrum að halda við skotfimi sinni. Það var eitt sinn á síð- ustu árum hans í Knarrarnesi, er hann var nær sjötugur, að Halldór skólastjóri á Hvanneyri var í heimsókn hjá honum, og fóru til selaskota, því að Hall- dór var og veiðimaður mikill og ágætur skotmaður. Þeim varð eigi fengsælt lengi dags. Þá stóðu þeir á skeri, en selur kom upp rétt hjá þeim. Halldór skaut, og missti marks, þó að dauða- færi væri, en selurinn lét sjóinn gæta sín hið skjótasta. Loks kópir hann upp aftur, og var Dað afarlangt færi. Þá brást gamli Knarrarnessbóndinn svo við, að hann þreif rifíilinn af gesti sínum og skaut, skjótar en auga festi á. Og ekki geigaði enn skeyti hans. Þá féllust Hall- dóri Vilhjálmssyni hendur af undrun. Atvikin gerðu það og starfs- hættir á bújörð hans, að Ásgeir varð allan sinn aldur í Knarrar- nesi sjómaður heimilisins og að- dráttamaður. Hann varð sam- gróinn bát sínum. En athygli hans og eðlisgáfa gerði það, að hvergi var sú leið fyrir gervöll- um Mýrum, ekki sker eða grunn, að Ásgeir ekki gerþekkti það allt, og margt slíkt mun hann einn hafa vitað. Hann varð snemma smiður góður af sjálfum sér; hvað sem til bús þurfti eða sjó- mensku, þá gerði hann að öll- um hlutum sjálfur, en sumt af nýju. Þannig gerðist hann og skipasmiður með aldrinum og gerði þá marga fleytu af kili, en hélt við gömlum skipum og stærri. Gaf honum auga leið í öllu þessu, því að ekkert hafði hann til þeirra hluta lært, nema af sjálfum sér og svo af hand- tökum þeirra, er hann sá vel kunna. Ásgeir í Knarrarnesi naut lít- illar eða nær engrar sérstakrar fræðslu í æsku sinni. Þó mun hafa verið þar heimiliskennari tíma úr vetri, er hann var nokk- uð yfir fermingu. En vel má lionnm hafa gagnast. sú tilsögn, sem hann kann að hafa fengið, því að hann varð hinn mesti fræðimaður. Hann varð af mannviti sínu, lestri bókmennta og máli alþýðunnar svo frá bær stílsnillingur, að seint mun firnást sumt það, sem hann hef- ir í letur fært. Lýsing hans á sjófuglalífi fyrir Mýrum er hrein perla í bóRmenntum okkkar, ó brotgjarn minnisvarði um skvn- semd og málsnild alþýðumanns ins, sem geymdi í sínum fórum hreinleik tungunnar um aldir, kraft hennar og mjúkleik, án málfræðistöppu nútímans. Þau Knarrarneshjón áttu gullbrúð kaup um veturinn 1937. Þá var Ásgeir 84 ára. Honum mun hafa þótt skylt að halda uppi siðvenj - um og flytja ræðu nokkra í mannfagnaðinum, og það gerði hann. Hafði hann skrifað ræð- una, en flutning af blöðum hafði hann lítt vanist við. En litlu síð- ar kvaddi hann sér aftur hljóðs og mælti sem hugurinn bauð. Var þá sem nýr maöur talaði og kom þá málsnild hans fram frjáls og hispurslaus. Hann lýsti þá atburði, sem varð í æsku hans, er hann var á skipi með mörgu fólki í ferð fyrir Mýrum. Þá kom á skipið í einum stað barnung stúlka, björt og hárfögur. Hann sá hana þá hið fyrsta sinn, að honum þótti, en síðar varð hún konan hans. Og hún var honum allt af ung og björt og hárfögur; og ekki þurfti hann að sjá henni á bak meðan hann lifði. Allir þeir, sem alvara lífsins hefir nokkuð snortið, komast undarlega við,hvert sinn er gam- all og göfugur mað\ar hverfur okkur. Það skynjum vér allir, að þá hverfur samtíðinni eitt hvað það, sem aldrei verður bætt né aftur fengið. Fyrst er það, að hver slíkur maður tek- ur með sér í gröfina sögu og vitneskju um horfinn tima, sem hann kunni síðastur lifenda frá að segja. Undarlegur tregi fylg- ir þessari vitund. Hitt er sú til finnnig, að með hinum gamla, góða manni hverfur frá oss menning hans sjálfs, mildi og göfgi, sem löng lífsreynsla hefir gefið honum, en hin unga og ó- tamda kynslóð sýnist eiga langt ófarið að ávinna sér slíka menningu. Þannig stöndum vér í stað í baráttunni. Ásgeir í Knarrarnesi var spak ur maður að viti og eðli. At- hyglisgáfa hans var frábær og heilbrigð, eins og rit hans sýna skýrast, skilningurinn hlýr og minnið traust. Hann skipti nær ekki skapi og átti þó mikla geðs- muni; hann deildi aldrei. Hann var einn þeirra manna, sem náttúran gefur furmkraft sinn í ríkum mæli, heilbrigði upprun ans. En um leið átti hann og jafnvægi hins gagnmenntaða manns; góðvild og hófsemi og kyrrlát lífsgleði einkenndi állt dagfar hans og háttu. Ævikvöld hans varð langt, og var það í fögru samræmi við allt líf hans. A N IV A L L Afmæli. Hinn 15. febr., varð Andrés Guðjónsson verzlunarstjóri á Hólanesi fimmtugur. Við sveit- ungar hans minntumst um leið margra ánægjustunda og starfs- daga með honum á liðinni æfi. Andrés Guðjónsson er sonur merkishjónanna, Guðjóns Ein- arssonar, fyrrum bónda á Harra- stöðum á Skagaströnd og Lilju Pétursdóttur konu hans. Þau hjón fluttust hingað í sveit vest- an af Ströndum nokkru fyrir síðustu aldamót. Þar er ætt Andrésar öll. Má rekja ætt hans til margra ágætra og dugandi bænda þar, og hæfileikamanna. Guðjón á Harrastöðum var hinn mesti dugnaðar- og eljumaður, ágætur bóndi og framtaksamur með nýja búskaparhætti. Þá var og Lilja kona hans hin mesta merkiskona og ágætis móðir sonum sínum. Andrés ólst upp hjá foreldrum sínum á Harra- stöðum, og mótaðist skapferli hans og líferni af áhrífum frá foreldrum hans og íslenzkri sveitamenningu, eins og hún er bezt. Naut hann strax í æsku nokkurrar menntunar, og er hann hafði aldur til, sendu for- eldrarnir ,hann til náms í Verzl- unarskóla íslands. Þar lauk hann ágætis prófi; því Andrés hefir erft í ríkum mæli gáfur og dugnað foreldra sinna. Þegar foreldrar hans höfðu þannig lokið uppeldisstarfi sínu, með því að veita honum algilda menntun, til að lifa og starfa á eigin ábyrgð, lagði hann út í lífið sem sjálfstæður maður. Það fór svo með hann eins og marga fleiri, sem hafa notið góðrar æsku, að hugur hans dróst til æskustöðvanna sinna, heim í sveitina til foreldra og uppeldissystkina. Hér hefir hann starfað alltaf síðan. Fyrst sem bóndi á föður- leifð sinni, Harrastöðum, en nú nokkur ár síðastl. sem verzlun- arstjóri hér á Hólanesi. Strax er hann hafði aldur til hlóðust á hann ýmis störf fyrir sveit sína. Hefir hann rækt þau með hinni mestu skyldurækni og dugnaði. Nú um mörg undanfarin ár hefir hann starfað í sóknar- nefnd, hreppsnefnd og hafnar- nefnd Skagastrandar, og nú síð- ast sem oddviti hér i Höfða- hreppi. Þrátt fyrir þrotlaust starf og annaríki, hefir Andrés alltaf tíma til að taka móti öllum þeim mörgu vinum, sem koma til hans daglega, til að sækja til hans ráð og andlega hressingu. Hann er hverjum manni glaðari í lund, bjartsýnn, og kann vel að vera í góðum fé- lagsskap. Þar sem hann er víkur til hliðar sorg og kvíði. Úrræða- leysi og kjarkleysi þekkist ekki, þar sem hann snýr sér að. Hann kann ráð við öllu og leggur sig allan fram við þau viðfangsefni, sem hann snýr sér að. Andrés er kvongaður ágætis konu, Sigurborgu Hallbjarnar- dóttur, ljósmóður. Þau hjón hafa eignazt 5 börn, fjóra syni og eina dóttur. Hafa þau hjón reynzt börnum sínum hinir beztu foreldrar; enda eru börn- in hin efnilegustu. Engin rós er án þyma. Nú um nýárið misstu þau elzta son sinn, Hallbjörn, sem varð bráðkvaddur 2. jan. síðastl. Við sveitungar þeirra hjóna vottum þeim hluttekningu og samúð við þennan sorgaratburð. En hins vegar óskum við Andrési hjartanlega til hamingju með fimmtugsafmælið, og óskum, að við megum enn í mörg ár njóta þess að hafa hann hér meðal okkar, og að sveitin hans, sem hann hefir helgað æfistarf sitt megi enn njóta, um langt skeið, starfskrafta hans og fé- Iagslegrar starfsemi. Guð blessi þig og heimili þitt. Skagaströnd í febr. 1943. P. J. Bjarni Guðmundsson Suðurgötu 16, Reykjavík löggiltur skjalaþýðari (enska) Sími 5828, heima kl. 1—2. Samband ísl. santvinnufélaqa. Kaupfélög! Munið eftir að senda oss verðskýrslur yðar í byrjun hvers mánaðar. Ódýrustu og beztu matarkaupin eru 0 0 SPAÐKJOT Heiltunnur 130 kg. kr. 690.00 eða kr. 5.31 kílóið do. 120 — — 640.00 ------ 5.33 — Hálftunnur 60 — — 330.00 — — 5.50 — do. 55 — — 305.00 — — 5.55 — Kútar 25 — — 145.00 — — 5.80 — Sent heim með stuttum fyrirvara. «5.7,'V Tekið við pöntunum í síma 1080 og 2678. Samband ísl. samvinnuíélaga Blautsápa írá sápuverksmiðjuimi Sjöfn er almenut við- urkennd fyrir gæði. Flestar liúsmæður nota Sjaínar-blautsáptt Orðsending til kaupenda Tímans Þeir, sem ekki hafa greitt síðasta ár- gang Tímans, eru beðnir að atliuga, að iiiiian skamms verður h æ 11 að senda blaðið til peirra, sem ekki gera full skil. tJTSÖLFSTAÐIR TÍMMS t REYKJAVÍK Verzluninn Vitinn, Lauganesvegi 52 ................ Simi 2260 Þorsteinsbúð, Hringbraut 61........................ — 2803 Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10 ................... — 5395 Leifskaffi, Skólavörðustíg 3 ...................... — 2139 Bókaskemman, Laugaveg 20 B......................... Bókabúð KRON, Alþýðuhúsinu ........................ — 5325 Söluturninn, Hverfisgötu ................'......... — 4175 Sælgætisbúðin Kolasundi ........................... Verzlunin Ægir, Grófinni........................... Bókaverzlun Finns Einarssonar, Austurstræti 1 ..... — 1336 Bókastöð Eimreiðarinnar, Aðalstræti 6 ............. — 3158 Ólafur R. Ólafs, Vesturgötu 16 .................... — 1754 Konfektgerðin Fjóla, Vesturgötu 29 ................ — 1916 Jafet Sigurðsson, Bræðraborgarstíg 29 ............. — 4040 Framsóknarmenn í Reykjavík Afgreiðsla Tíinans biður ykkur vinsamleg- ast um aðstoð við að útvega börn eða unglinga til að bera blaðið til kaupenda í bænum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.