Tíminn - 18.02.1943, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.02.1943, Blaðsíða 4
80 TÍMIM, fimmtwtlagmii 18. fclii'. 1943 20. lílaö fT R BÆNIJM - v Skákþingi Reykjavíkur er nú lokiff, þar sem allar biðskákir hafa verið tefldar. Úrslitin urðu sem hér segir: 1. Baldur Möller með 8Vi vinning og hlaut nafnbótina: Skák- meistari Reykjavíkur. 2. Guðm. S. Guðmundsson með 8 vinninga. 3., 4. og 5. Árni Snævarr, Magnús S. Jónsson og Sigurður Gissurarson með 7 vinn- inga hver. 6. Steingrímur Guðmunds- son með 6V2 vinning. 7. Sturla Péturs- son með 5 vinninga. 8.—9. Haísteinn Gíslason og Óli Valdimarsson með 4'á vinning hvor. 10. Áki Pétursson með 3% vinning. 11. Pétur Guðmundsson með 3 vinninga og 12. Benedikt Jó- hannsson með l',4 vinning. Benóný Benediktsson varð efstur í 1. flokki og Sigurður Jóhannsson í 2. flokki. Ú tvarpsvirk j ar nir. í haust tóku nokkrir piltar, sem starfa að viðtækjagerð upp á því að senda út tilkynningu í hátalara um brottflutning fólks úr bænum. Urðu margir af þessu allskelkaðir. — Fjórir piltanna hafa verið sektaðir um 300— 500 krónur í lögreglurétti Reykjavíkur íyrir „að taka sér opinbert vald, sem þeir höfðu ekki“. Listsýningarskálinn. Verið er að reisa skála allmikinn til listsýninga rétt við hliðina á Alþingis- húsinu. Átti þar að vera sýning í sambandi við Listamannaþingið. En smíði skálans er ennþá ekki lokið. Þó er talið líklegt, að hægt verði að opna þar listsýningu í apríl. — Félag ísl. mvndlistarmanna stendur fyfir skála- gerðinni og hefir efnt til happdrættis að afla fjár. Söfnun handa Rauða krossi Rússlands. Söfnun hefir verið hafin handa Rauða krossi Sóvétríkjanna. Hefir ver- ið send út áskorun um fjárframlag undirrituð af mönnum úr öllum stjórn- málaflokkum. Indversk trúarbrögð. Séra Sigurbjörn Einarsson flytur erindaflokk í háskólanum um trúar- bragðasögu. Fyrsta erindið verður flutt fimmtudaginn 25. þ. m. og fjallar um indversk trúarbrögð Aðgangur er heim- ill öllum. Noregssöfnunin 700 000 kr. Alþingi samþykkti við 3. umr. fjárlaganna að leggja fram 350 þús. kr. til Noregssöfnunar- innar. Áður hafði safnazt viðlíka upphæð með samskotum, svo að alls eru nú um 700 þús. kr. í sjóði. Því miður hefir ekki reynzt gerlegt að nota þetta fé til þess að draga úr neyðinni í Noregi eins og sakir standa. En söfnunin heldur áfram og er þess að vænta, áð eigi líði á löngu áður en hún fyllir milj- ónina. Þá hefir og verið hafizt handa um söfnun á fatnaði, og hafa kvenfélögin víðs vegar um landið tekið að sér forustu í því efni. íslenzk fyndni er ágætt nafn á bók, — ef innihaldið svarar vel til þess. Níunda hefti af bók Gunnars frá Selalæk með þessu nafni, er nýkomið út. Hennar hefir verið minnzt í blöðum, en aðeins laus- lega, eins og þar sé lítið at- hyglisvert eða hafandi eftir. Ég hefði heldur ekki minnzt þessarar bókar, ef þar væri ekki a. m. k. ein reginvitleysa, sem verður að leiðrétta. Á bl. 14, er frásögn, sem byrj- ar þannig: „Pétur í Reykjahlíð var afi (!) Jóns Sigurðssonar, alþingismanns á Gautlöndum“. Þessir menn voru báðir þjóð- kunnir á sinni tíð. Þeir voru ekki skyldir; — en þeir voru mágar og um leið- samtíðar- menn, þótt Pétur væri nokkrum árum eldri. — Jón á Gautlönd- um átti systur Péturs, erv þau voru börn séra Jóns Þorsteins- sonar, sem Reykjahlíðarætt er talin frá, — og er hún töluvert kunn hér á landi. — Ég hefði kunnað betur við, að undirtitillinn hefði verið látinn nægja að bókinni: „150 skop- sagnir". — Mér finnst íslenzkri fyndni gert hér of lágt undir höfði. — Þessi litla bók þótti ekki fara illa af stað; — en henni hefir einlægt hnignað, og fyndnin sums staðar horfin með öllu. En hitt er þó verra, að í síðustu heftunum er skopsög- um og vísum sums staðar vafið utan um þann óþverra, sem ekki er prenthæfur. Ég held ekkert af dagblöðunum hér í Reykja- vík láti sér sæma að flytja annað eins, og eru þau þó ekki öll talin matvönd. Ég ætla svo aðeins að bæta þessu við: Ég hygg, að íslenzk fyndni, sem falin er í sögnum vorum'og munnmælum, fyrr og síðar, — svo að ekki sé minnst á bókmenntir vorar, — sé sú uppspretta, sem ekki verði fljótt ausin upp — og næg fyrir smá- rit eins og þetta, án þess að það þurfti að hneyksla nokkurn eða verða þagað í hel, — ef til þess er vandað af öruggri smekk- vísi. — J. J. G. Lesendur! Vekið athygli kunningja yð- ar á, að hverjum þeim mannl, sem vill fylgjast vel með al- mennum málum, er nauðsyn- legt að lesa Tímann. Skrifið eða símið til Tlmans og tilkynnið honum nýja áskrif- endur. Sími 2323. Fjórar samkeiipms- kirkjur. (Framh. af 3. síðuj aði hús, bar að garði, sögðu þeir: Hér er stórhýsi, sem beðið hefir hálfgert í átta ár, af því að höfuðstaðarbúar hafa ekki talið ómaksins vert að fullgera það til notkunar. Slíkt hús þótti gestunum sjálfsagt að nota til sinna þarfa. Nú finna allir Reykvíkingar, hvílíkt tjón og vanvirða það er fyrir bæinn að hafa farið svo gálauslega með stærstu og fegurstu byggingu landsins. En ef sundrung og tilefnis- lausir dutlungar nokkurra ó- viðkomandi manna hindra að nú verði byggð önnur kapella Hallgrímskirkju, mun verr fara en í hin fyrri skiptin. Fyrst mun líða langur tími, og söfn- uðurinn verða kirkjulaus. Síð- an munu verða reistar 2—3 litlar og ljótar smákirkjur hér og þar í bænum. Þær munu verða til að auka ömurleika en ekki fegurð Reykjavíkur. VII. Rök andstæðinganna. 1. Þeir segja, að kirkjan sé of stór. En 1200 sæta kirkja þykir heldur lítil fyrir 12000 manna söfnuð. Og meiri stór- hugur kom fram, er einvalds- stjórn Dana byggði Reykvíking- um dómkirkjuna við Austur- völl. 2. Þeir segja, að of lágt sé milli lofta í turninum og of litl- ir gluggar. Ekki hafa þessir menn athugað turninn-á sænska ráðhúsinu, Markúsarkirkjuna í Feneyjum, járnbrautarstöðina í Helsingfors eða þinghússbygg- inguna í London, ef þeir halda, að miklir húsameistarar hafi funkisglugga í slíkum turnum, eða ætlazt til að húsrúm þeirra sé til íbúðar eða fyrir vöru- geymslu. 3. Þeir segja, að Hallgríms- kirkja eigi að verða stærsta bygging landsins, en vissu ekki að Þjóðleikhúsið við Hverfis- götu er miklu stærra. 4. Þeir segja, að turninn sé of hár fyrir torgið. En er þá ekki Esjan of há fyrir umhverfið? 5. Þeir segja, að of langt sé frá predikunarstól að krókbekk, og muni lítt heyrast mál prests- ins. En sexfalt lengri er sama leið í Kölnarkirkju og hefir hún þó þótt nothæf um nokkrar aldir. Leitt er, að þessir gagn- rýnendur skuli ekki vita, að nú á dögum bæta hljóðnemar, sem tempra má á mörgum stöðum, úr erfiðleikum við að nema mál presta í stórum kirkjum. 6. Þeir segja, að of litlir gluggar séu á kapellum Hall- grímskirkju og muni þár verða of lítil birta. Slíkir gagnrýn- endur hafa vafalaust aldrei séð hinar fullkomnustu kirkjur ver- aldarinnar, sem kaþólskir menn byggðu á miðöldunum, og lögðu höfuðáherzlu á að deyfa ljósið með mörgu móti, þar á meðal með litsterkum gluggamálverk- um, til að ná sem fullkomnastri stemningu við helgiathafnir. Hér á landi er birta einna fullkomnust á þessa vísu í Víði- mýrarkirkju og háskólakapell- unni. Gluggaskipulagið á flest- um íslenzkum kirkjum er ó- heppilegt og gerir þær tómthús- legri. 7. Þeir segja, að ekkert sé íslenzkt við stuðlabergsform í byggingu. Víst er stuðlaberg í einu íslenzkt og fagurgert. Ekki hefir Einari Jónssyni þótt ó- Fjárlögin fyrir 1943. (Framh. af 3. síðu) Þingið verður ekki með neinu móti ásakað fyrir framlög sín til verklegra framkvæmda. Það, sem því ber vissulega að stefna að í framtíðinni, er að hlutfall- ið milli launagreiðsla ríkis- sjóðs og framlaga til verklegra framkvæmda breytist á þann hátt, að hlutur verklegu fram- kvæmdanna verði meiri og betri en nú. Dvöl Draglð ekkl lengur að gerast áskrifendur að Dvöl, þessu sérstæða tímariti i islenzkum bókmenntum. — Ykkur mun þykja vænt um Dvöl, og því vænna um hana sem þið kynnizt henni betur. prýði að því í ýmsum högg- myndum sínum. Ruskin sagði, að fullkomin húsgerðarlist væri frosin músík. Ekki mun það saka byggingu í neinu landi, þó að hún sé í samræmi við nátt- úru landsins. 8. Þeir segja, að kapellan geti ekki rúmað nema 200 kirkjugesti. Víst mundi núver- andi Hallgrímssöfnuður telja sér slíka kirkju heppilegra guðshús heldur en skólagang- inn. 9. Þeir segja, að Hallgríms- kirkja verði of dýr bænum og landinu. Til að fá dýrleikann nægilegan vilja þeir fullgera kirkjuna í ár, og telja bygging- arkostnað sexfaldan við það sem var fyrir stríð. í stað þess ætla forgöngumenn kirkjumáls- ins að byggja í vor og sumar kapellu, aðra hliðarálmuna, og þarf ekki til þess meira bygg- ingarefni eða vinnu en í eina af hinum hversdagslegu funkis- villum, sem reistar hafa verið í hundraðatali hér í bænum á undangengnum árum. 10. Þeir segja, að efsti hjálm- turninn á Hallgrímskirkju sé ljótur og ósmekklegt að ætla að láta sterka ljósbirtu lýsa alla vega frá kirkjuturninum víða vegu út frá Reykjavík. Maður- inn, sem heldur þessu fram, hefir byggt nokkur hús. En ekk- ert þeirra ber formlegra svip- mót en sandkornin á sjávar- ströndu. En þó að Hallgríms- kirkja verði aldrei byggð í Reykjavík munu þau tvö ein- kenni líkansins, sem hér er vik- ið að, víravirki stuðlabergsins, og hin frumlega ljósgjöf gegn- um turnhjálminn, verða talin nægileg afrek til varanlegrar frægðar þeim húsameistara, sem þar var að verki. Ég hefi tekið þessi 10 atriði úr ásökunum andstæðinganna og gert þeim full skil í stuttu máli. Allar eru þessar ásakan- ir dætur þeirra andlegu mis- sýninga, sem hafa svift Reykja- vík gagni og gleði af Þjóðleik- húsinu um margra ára skeið. VIII. \ GAMLA BÍÓ A hverfanda hveli Aðalhlutverkin leika: Scarlett O’Hara ..... VIVIEN LEIGH Rhett Butler ......... CLARK GABLE Ashley ............. LESLIE HOWARD Melanie ............. OLIVIA de HAVILAND Sýnd klukkan 4 og 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 1. Börn inan nl2 ára fá ekki aðgang. —--—-NÝJA bíó --- Heímskauta- veiðar (HUSON BAY) Leikarar: PAUL MUNI, GENE TIERNEY, JOHN SUTTON. Börn yngri en 14 ára fá aðgang. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Tilk viiEiing frá leigugörðum bæjaríns Þeir garðleigjendur, sem ætla sér að njóta aðstoð- ar bæjarins við áburðarkaup á komandi vori og sem ekki hafa ennþá sent pöntun, eru áminntir um að draga það ekki lengur. * Pöntunum verður veitt móttaka frá kl. 10—12 og 1—5 til 20. þ. m. í skrifstofu minni í atvinnudeild Háskólans, Sími 5378. Ræktunarráðunautur bæjarins. Hrosti gott og ótlýrí gripaféðmr fæst Iijá H.f. ölgerðin Egill Skallagrímsson. Gdð bújörð fii sölu. Jörðin Eystra-Súlunes i Leirársveit, Borgarfjarðarsýslu, er til sölu og laus til ábúðar á næsta vori. Túnið er stórt, grasgefið og slétt. Byggingar nýlegar, úr steinsteypu, raflýstar. Góð skilyrði til garðræktar, lax- oð silungsveiði. Semja ber við eiganda og ábúanda jarðarinnar Gnðjón B. Gíslasou. ’Hallgrímskirkjusöfnuður biður um lítið. Hér í bænum er stærsti söfn- uður landsins, kenndur við ann- að mesta sálmaskáld landsins. Þessi söfnuður er algerlega kirkjulaus. Hann hefir efnt til samskota til að bæta úr kirkju- leysi sínu. Söfnuðurinn þarf að fá stóra kirkju, a. m. k. með 1200 sætum. En af mörgum á- stæðum er slík bygging ófram- kvæmanleg nú sem stendur. Forgöngumenn málsins vilja þó byggja lítinn hluta kirkjunnar í vor og sumar, kapellu, sem rúmar um 300 kirkjugesti. Efni til þess samsvarar því, sem eyð- ist í eitt íbúðarhús í Reykja- vík. Síðan ætla forgöngumenn málsins að halda áfram bygg- ingunni eftir að um hægist um efni og verðlag. Þeim þykir eng- in furða, þó að húsið yrði ekki fullgert fyrr en nokkur ár eru liðin af komandi friðaröld. Ef Hallgrímskirkja hefði ver- ið byggð samkvæmt teikningu húsameistara ríkisins fyrir stríðið, myndi hún hafa kostað eina miljón og þrjú hundruð þúsund krónur. Slík upphæð þótti jafnvel þá ekki ægileg, og enn síður nú. Hún ætti ekki að þykja óbærileg eftir að stríðinu lýkur. Reynslan hefir sýnt, að sam- keppni um stórhýsi hér á landi hefir aldrei lánazt. Samkeppnis- kirkjurnar fjórar og fordyri Landsbankans eru talandi vitni í því efni. Hins vegar hefir húsameigtara ríkisins tekizt nokkrum sinnum að leysa hin vandasömustu byggingarmál kirkna, og tveim sinnum eftir árangurslausa samkeppni. Hann hefir auk þess sýnt, og seinast með háskólabyggingunni, að hann er gæddur óvenjulega mikilli skapandi gáfu og hag- sýni í list sinni. Nú hefir ríkis- stjórnin og forstöðumenn Hall- grímskirkju fyrir fáum árum falið honum að veita kirkju- byggingunni forstöðu. Hann hefir unnið að lausn málsins með óþreytandi elju, og náð þeim árangri, að allir, sem mál- ið snertir raunverulega, eru jnjög fylgjandi að Hallgríms- kirkja verði reist eftir líkani því, sem vakið hefir óskipta hrifningu þeirra, sem líta hleypidómalaust á málið. Þið,semhafíð gaman af þjóðlegum fræðqm Eigið þér: Aftur í aldir, eftir ‘Óskar Clausen. Þorlákshöfn 1.—II. Sig. Þorsteinsson. Frá yztn nesjimi Gils Guðmundsson. ísl. Sagnaþættir og fijóðsögur Guðni Jónsson. Frá Iljájíi og Ströisil- um, 1. og 2. Iiefti Jóhann Hjaltason. Saga Skagstrendinga og Skagamanna Gísli Konráðsson. Sagnafiættir úr Búnaþingi. Theodór Arnbjarnarson Sagnir og þjóðhættir Oddur Oddsson. Bókaverzlun ísafoldar. Danir byggðu endur fyrir löngu kirkju með 1000 sætum handa höfuðstað íslands. Nú reynir á, hvort kynslóðinni er svo aftur farið, að hún telji sér ofvaxið, einni öld eftir að kirkj- an við Austurvöll var byggð, að reisa aðra undir íslenzkri stjórn, og láta þar vera 200 sætum meira heldur en er í þeirri kirkju, sem þótti hæfa landi og þjóð meðan Reykjavík var á stærð við minnstu fiskiþorpin. n'Uj.ywHr:n 111 t^TTTTI Tökum á móti flutn- ingi til Vestnsanna- eyja fram til hádcgis í dag. Karlmannanærföt góð og ódýr og Kvenundíríöt Satin og prjóna- silki í miklu úrvali II. Toft Skólavörðustíg 5. — Sími 1035.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.