Tíminn - 25.02.1943, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.02.1943, Blaðsíða 3
23. blaSS TÍMINN, fimmtiidaginm 25. febr. 1943 91 Nokkur mínnmgarorð Howard Thnrston um Jón Halldórsson húsgagnameistara Fyrir skömmu er látinn hér í Reykjavík einn af kunnustu og vinsælustu borgurum bæjarins, Jón Halldórsson húsgagna- smíðameistari. Jón Halldórsson var Vestfirð- ingur að ætt og uppruna, enda gleymdi hann ekki uppruna sín- um, átthögum eða sveitungum. Við heimahagan hélt hann mik- illi tryggð allt til æviloka. Þó'tt starf hans væri hér í bænum um meira en þriðjung aldar, átti hann traustar rætur í æsku- stöðvunum heima í Önundar- firði. Jón Halldórsson var fæddur að Vöðlum í Önundarfirði 15. sept. 1871, sonur hjónanna Halldórs Bernharðssonar og Elínar Jóns- dóttur, er þar bjuggu alla sína búskapartíð. Halldór faðir Jóns var hagleiksmaður á tré og járn, enda var mikið til hans leitað af nágrönnum hans um smíði. Jón hefir því snemma kynnzt smíðum og mun hann oft hafa komið í smiðjuna til föður síns á yngri árum. Elín móðir Jóns var myndarkona, minnug vel á ýmsa atburði og ættfróð, glaðleg og ræðin og kunni frá mörgu að segja. Á uppvaxtarárum sínum stundaði Jón nokkuð jöfnum höndum búskapinn heima hjá föður sínum og sjómennsku, sem títt var um unga menn á Vestfjörðum. Ekki lét Jón sér nægja hin daglegu störf, held- ur gerðist brátt forvígismaður um félags- og framfaramál í sveit sinni, en á þeim árum var lítið um félagsskap í sveitum landsins. Gerðist hann einn af hvatamönnum og stofnendum bændafélagsins Von í Önundar- firði, sem nú er 49 ára og hefir starfsemi þess aldrei lagzt nið- ur. Við þetta félag hélt Jón mik- illi tryggð alla tíð og sendi því stundum gjafir góðar. Jón var, sem af þessu er ljóst, snemma félagslyndur og jafnan var hann i fararbroddi og hrókur alls fagnaðar, hvar sem hann var í sinum hóp,frá fyrstu tíð. Man ég að faðir minn, sem á uppvaxtar- árum var nágranni Jóns og leik- bróðir, sagði mér oft frá dugn- aði, hugkvæmni og glaðværð Jóns í félagslífi hinna ungu manna heima í Önundarfirði á þeim árum. Jóni fannst starfsvið sitt brátt of lítið heima í sveitinni. Hann langaði til þess að sjá og kynn- ast fleiru. Hann tók sig þá upp og fór með hvalveiðiskipi til Noregs haustið 1895, þótt farar- eyrir væri af skornum skammti. venjurnar, umgengnisvenjur fólksins, verða að gera alla jafn- frjálsa, jafnréttháa, sem bræður og systur. Árni frá Múla sagði frá því í útvarpserindi í vetur, að vinnu- kona Tryggva Þórhallssonar hafi sagt svo til gestakomu: „Tryggvi, það er kominn maður, sem vill finna þig“. Þetta er al-íslerizkt hispursleysi og sennilega mundi húsbónda vera sagt líkt þessu til gestkomu á 90 af hverjum 100 íslenzkum heimilum. En þetta en fjarlægt erlendum siðum. Tryggvi var hreinn hástéttar- maður að erlendri skoðun, bisk- upsson, og langfeðrarnir pró- fastar og héraðshöfðingjar í marga ættliði, sjálfur hámennt- aður og í mestu virðingarstöðu þjóðfélagsins. Stúlkan umkomu- laus smábóndadóttir í lægstu þjónsstöðu. Ég hygg að almargir íslendingar á síðustu tímum mundu viljá benda á dæmi lík þessu sem skort á siðfágun. En mér finnst sagan bera vitni um hina æðstu siðmenningu og sið- fágun. Enginn mundi taka til þess, þó að systir ávarpaði bróð- ur á þennan veg. Sagan sýnir ekki annað en að á heimili for- sætisráðherrans voru allir sem bræður og systur. Þar var ekki til manngreiningarálit, mann- gildið, en ekki staðan, var virt. Þetta er ekki sérstakt fyrir Tryggva Þórhallsson. Þetta eru fegurstu sérkenni íslenzkrar menningar, og frumnorrænn arfur, sem við höfum geymt allra þjóða bezt. Þjóðin er fámenn. Ef hér á að verða sjálfstæð og skapandi En Jóni var engin hætta búin, þótt hann kæmi í fram- andi land öllum ókunnugur, því að hann var duglegur, áræðinn og úrræ'ðagóður og ákveðinn í því að komast áfram. í Noregi stundaði hann smíðar um vet- urinn, fór síðan til Kaupmanna- hafnar vorið eftir, hélt þar a- fram smíðanámi og tók þar sveinspróf 1897. Að því loknu kom hann heim, var heima hja foreldrum sínum á Vöðlum einn vetur, fór síðan til Reykjavíkur og stundaði smíðar um hrið. Eftir tvö ár fór hann aftur ut- an og þá til Berlínar og dvaldi þar við smiða- og teikninám í þrjú ár, en ferðaðist jafnframt allmikið til þess að sjá sig um og kynnast sem flestu, er laut að iðn hans. Þetta var óvenju- legur námsferill á þeim tímum og sýnir vel, hvað í Jóni bjó. Ferðalög þessi urðu honum mik- ils virði, því að ekki skorti á að athyglin væri vakandi og minn- ið var afbragð. Enda kom þetta ljóslega fram í verkum hans og viðræðum. Skömmu eftir að Jón kom heim, stofnaði hann trésmíðaverkstæði, sem siðar hefir orðið kunnugt öllum Reyk- víkingum og mörgum öðrum um land allt undir nafninu Jón Halldórsson & Co. Á verkum þeim, er frá verkstæði þessu komu, mátti sjá kunnáttu Jóns og vandvirkni, og má óhætt fullyrða, að verkstæði þetta hafi jafnan verið eitt hið bezta á sínu sviði og þar hafa margir af beztu húsgagnasmiðum höl'- uðstaðarins notið hinnar ágætu handleiðslu Jóns Halldórssonar. Jón Halldórsson var, sökum sinna mörgu ágætu hæfileika og menntunar, vel til foringja fallinn, enda var hann forustu- maður sinna stéttabræðra hér á landi um langa hríð. Hann var formaður Iðnaðarmannafé- lags Reykjavíkur um langt skeið, formaður fleiri iðnsýn- inga og einn helzti hvatamað- (Framh. á 4. sítSu) menning áfram, verða allir að fá að njóta sín. Við erum svo náskyld, allar ættir landsins og ætliðir, að jafnt má vænta hins bezta — og hins versta — úr höll eða hreysi, hvar sem er á landinu. Freísi, jafnrétti, bræðralag, í atvinnuháttum, í siðum og venjum! Hinn fátæk- asti þjónn á að geta umgengizt miljónamanninn, ráðherrann eða biskupinn sem sinn jafn- ingja, finna hvergi til smæðar eða vanmáttar. En þessar um- bætur þurfa að koma frá hin- um voldugu. Þeir einir geta haft tök á tízkunni. Hispursleysi, djörf framkoma, sjálfsvirðing hefir hjálpað þjóðinni á liðn- um öldum. Það uppeldi, er drepur sjálfsvirðinguna, eyðir fleiri mannkostum. Hinn, sem er alinn upp til að virða sjálf- an sig til jafns við fyrirmynd- armanninn, eða „fyrirmann- inn“, verður vandur að breytni sinni, vandur að virðingu sinni. „Sumir þurfa með- mæli, aðrir ekki,“ sagði Einar Benediktsson við forstjóra Marconifélagsins. Ef við gætum þess, að frelsi, jafnrétti og bræðrlag nái völdum í um- gengnisvenjum okkar, sköpum við þjóð, sem ekki þarfnast meðmæla. V. Þéringar. Ekkert setur meiri svip á umgengnisvenjur manna en á- vörpin „þú“ eða „þér“ Hjá mörgum þjóðum, t. d. hjá öll- um þeim, er ensku mæla, er á- varpið sama við kunnan sem ó- (Framh. á 4. siOui Trúboðinn, sem fór lestavillt — og varð heimsfrægur töframaður. Á köldu kvöldi fyrir meira en hálfri öld streymdi mikill mann- fjöldi út úr McVicher’s leikhúsinu í Chicago. Þetta var hlæj- andi, glatt fólk, sem Alexander Herrmann, hinn mikli töframaður, hafði skemmt. Skjálfandi blaðasali stóð á gangstéttinni og reyndi að selja mannfjöldanum Chicago Tribune. En sú tilraun bar sorglega lít- inn árangur. Blaðasali þessi átti sér enga yfirhöfn, hann átti ekkert heimili, og hann átti enga peninga til þess að gjalda næturgisting með. Þegar mannfjöldinn var á brott þetta kvöld, vafði hann blöðum um sig og lagðist fyrir á heitri málmgrind við bakhlið leikhússins. Þegar hann lá þarna hungraður og skjálfandi, hét hann því, að hann skyldi einnig verða töíramaður. Hann þráði að láta mannfjölda hylla sig, bera fögur klæði og vinna ástir kvenna. Hann ásetti sér það, að þegar hann væri orðinn frægur töfra- maður, skyldi liann koma aftur og gerast aðalleikari við'þetta sama leikhús. Blaðasali þessi var Howard Thurston — og að tuttugu ár- um liðnum efndi hann heit þetta. Að lokinni sýningu fór hann þangað, sem hann hafði sofið fyrir aldarfjórðungi, þegar hann var hungraður og munaðarlaus blaðasali. Þegar dauða hans bar að höndum hinn þrettánda dag aprilmánaðar árið 1936, var Howard Thurston mestur allra töfra- manna — konungur þeirra, sem iðkuðu sjónhverfingalist. Um fjörutíu ára skeið hafði hann ferðazt um viða veröld, iðkað sjónhverfingar og látið fólk reka upp stór augu af undrun. Meira en sextíu miljónir manna höfðu keypt sig inn á sýningar hans og tekjur hans námu nær tveim miljónum dollara. Skömmu fyrir andlát hans eyddi ég kvöldi með Thurston í leikhúsinu og horfði á atferli hans. — Þegar hann hafði lokið æfingu, fórum við inn í búningsherbergi hans, og hann gerði hin undraverðu ævintýri sín að umræðuefni klukkustundum saman. Ævisaga þessa töframanns gat með sanni talizt furðu- leg eigi síður en sjónhverfingar þær, er hann framdi á leik- sviðinu. Þegar hann var lítill drengur, hafði faðir hans hegnt honum harðlega fyrir það að hafá rekið hesta of hratt. Frávita af reiði rauk Thurston á dyr, hljóp hljóðandi út á stræti og hvarf þar sjónum. Faðir hans og móðir sáu hann hvorki né heyrðu um fimm ára skeið. Þau óttuðust, að hann væri dáinn. Og hann játaði, að það mætti undravert teljast, að hann skyldi ekki vera ráðinn af dögum, þvi að hann rataði í marg- vísleg ævintýri, ferðaðist um í flutningsvögnum, betlaði, stal og svaf í hlöðum, heystökkum og mannlausum húsum. Hann var handtekinn hvað eftir annað, eltur, hrakyrtur og barinn. Honum var kastað af járnbrautarlestum og oft var skotið á hann. Hann gerðist knapi og fjárhættuspilamaður. Þegar hann var seytján ára að aldri, kom hann til New York félaus og vinalaus. Þá skeði undraverður atburður. Hann var viðstaddur trúar- samkomu af hendingu. Þar heyröi hánn trúboða leggja út af orðunum: Það er maður í yður. Hann varð innilega hrærður og tók nú að hugsa um syndir smar, en það hafði hann aldrei gert fyrr. Hann gekk upp að altarinu, og með tár i augum snerist hann til afturhvarfs. Tveim vikum síðar hafði ævintýramaður þessi gerzt predikari á stræt- um Kínaborgar. Hann var hamingjusamari en nokkru sinni fyrr. Hann ákvað því að gerast trúboði og lét innritast í Moody biblíuskólann í Northfield í Manachusetts. Hann gegndi starfa sem dyravörð- ur til þess að geta unnið fyrir sér. Hann var átján ára gamall, þegar hér var komið sögu, og til þessa hafði hann aðeins gengið í skóla í sex mánuði um ævina. Hann hafði lært að lesa, með því að skyggnast út um flutnings- vagna og athuga leiðarvisa, sem komið hafði verið fyrir meðfram þjóðvegum og spyrja aðra flakkara, hvað þar stæði letrað. Hann kunni ekki að draga til stafs. í biblíuskólanum nam hann grísku og líffærafræði á daginn en lestur, skrift og stærðfræði á kvöldin. Hann ákvað að lokum að nema læknisfræði, svo að hann gæti gegnt lækriisstörfum jafnframt þvi, sem hann starfaði sem trúboði, og var í þann veginn að hefja nám við Pennsylvaníu- háskóla, þegar atburður skeði, sem gerbreytti lífi hans. Á leiðinni frá Massachusetts til Philadelphíu varð hann að skipta um lest í Albany. Meðan hann beið eftir lestinni, fór hann í leikhús og sá Alexander Herrmann leika listir sínar við mikla hylli og aðdáun áhorfenda. — Thurston hafði löngum verið hrifinn af töfralistum. Hann hafði lengi fengizt við spilaþrautir. Hann þráði að ná tali af átrúnaðargoði sínu, hetju sinni, Herrmann, hinum mikla töframanni. Hann lagði leið sína til gistihússins og leigði sér næsta herbergi við herbergi Herrmanns. Hann hlustaði við skráargatið og gekk fram og aftur um gang- inn í því skyni að herða svo mjög upp hugann, að hann á- ræddi að berja að dyrum, en hann brast alltaf kjark, þegar á átti að herða. Morguninn eftir veitti hann hinum fræga töframanni eftir- för til járnbrautarstöðvarinnar. Hann stóð skammt frá honum og virti hann fyrir sér í lotning og hrifni. Töframaðurinn hugðist að leggja leið sína til Syracuse. Thurston var hins veg- ar á leið til New York — eða hafði að minnsta kosti hugsað sér það. Hann hafði haft í hyggju aö biðja um farmiða til New York en af vangá bað hann um farmiða til Syracuse. Þessi mistök gerbreyttu framtiðaráformum hans. Þau ollu því, að hann varð töframaður en ekki trúboði. Þegar Thurston stóð á hátindi frægðar sinnar, námu daglaun hans nær þúsund dollurum. En ég heyrði hann oft láta svo um mælt, að það hefðu verið mestu gæfuhagar ævi sinnar, þegar hann fékk einn dollar í daglaun fyrir að leysa spilaþrautir af höndum. Nafn hans gat að lita á geysistórum auglýsingaspjöld- um og honum voru valdar nafngiftir sem „Thurston, töframað- urinn úr norðrinu.” Hann var ættaður frá Columbus í Ohio, en það er norður, ef þú ert frá Texas. Thurston játaði, að margir hefðu kunnað sér gleggri skil á töfralist. Hver var þá leyndardómurinn við árangur þann, sem hann náði? Þegar rætt er um árangur þann, sem hann náði, ber að minnsta kosti að láta tveggja viðhorfa getið. í fyrsta lagi var hann frum^ legur og sérstæður. Hann var frábær sýningarmaður. Hann ger- þekkti mannlegt eðli, og hann taldi þá eiginleika mun mikil- vægari fyrir töframann en þekking á töfralistinni. Allt, sem hann gerði, hvort heldur það var að beita röddinni eða lyfta augnabrún, hafði verið vendilega æft og undirbúið. Og í öðru lagi unni hann áhorfendum sínum. Áður en tjaldið var dregið frá, gekk hann fram og aftur um leiksviðið og mælti við sjálfan sig: — Ég ann áhorfendum mínum. Það er unun mín að skemmta þeim. Ég hefi mikilvægt hlutverk með hönd- Sambund ísl. samvinnufélatta. Kaupfélög! Kynnið ykkur rcglugerð Lífeyrissjóðs S. í. S.. Nokkur félög hafa þegar tryggt starfsmenn sína. tu er komið út! IJrval, 1. hefti þessa árs er komið í bóka- verzlanir. IJrval er 128 blaðsíður og kostar að eins kr. 7,00. lJrval er tvímælalaust fróðlegasta og skemmtilegasta tímarit, sem út hef- ir komið á íslandi. Ódýrustu og beztu matarkaupin eru SPAÐKJÖT Heiltunnur 130 kg. kr. 690:00 eða kr. 5.31 kílóið do. 120 — — 640.00 Hálftunnur 60 _ — 330.00 do. 55 — — 305.00 Kútar 25 — — 145.00 -------5.33 — _ _ 5.90 _ _ _ 5.55 _ -------5.80 — Sent heim með stuttum fyrirvara. Tekið við pöntunum í sima 1080 og 2678. Samband isL samvinnufélaga Blautsápa frá sápuverksmiðjuimi Sjöfn er almennt við- urkennd fyrir gæði. Flestar húsmseður nota Sjafnar-blautsápu Framsóknarmenn í Reykjavík Afgrciðsla Tímans biður ykkur vinsamleg- ast um aðstoð við að útvejfa börn eða unglinga til að bera blaðið til kaupenda í bsenum. um. Ég er hamingjusamur maður. Já, ég er hamingjunnar barn. Honum var um það kunnugt, að ef hann væri ekki hamingju- samur maður, gæti enginn talizt það.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.