Tíminn - 25.02.1943, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.02.1943, Blaðsíða 4
92 TÍMEWf, fimmtiidagfim 25. febr. 1943 23. blað Týnd listaverk Húsamelstarafélagið i Reykjavík lét i ljós, í öllum dagblöðum bæjarins, mikla óánægju yfir því að ég skyldi ekki í grein minni um samkeppnis- kirkjur láta fylgja myndir af tveim teikningum úr samkeppninni um Hall- grímskirkju í Saurbæ. Munu þessar tvær teikningar hafa verið eftir Ágúst Pálsson og Sigurð Guðmundsson. Sögðu húsameistaramir, að þessar tvær teikningar hefðu fengið nokkra viðurkenningu hjá dómnefnd, þó að hún vildi ekkert með þær gera að öðru leyti. Ástæðan til að ég gat ekki birt myndir af umræddum tveim telkning- um, var sú, að þeim hafði verið skilað til höfundanna eftir að keppninni var lokið. Er talið að önnur teikningin hafi þá um stund verið til sýnis í um- gerð á nokkuð fjölkvæmum stað í bænum. En þegar ég beindi eindreginni áskorun til húsameistarafélagslns um að birta tafarlaust myndir af þessum tveiro teikningum, brá svo við, að þær voru með öllu ófinnanlegar. Hafa áhugasamlr menn í félaginu leitað á líklegum og ólíklegum stöðum, án þess að nokkur snefill af vitneskju hafi fengizt í málinu. í þessum erfiðleikum hefir félagið snúið sér að öðru mjög nauðsynlegu efni, nefnilega nýrri taxtagerð fyrir félagsmenn. Samkvæmt þeim taxta má gera ráð fyrir að hver félagsmaður geti tryggt sér 80—100 þús. kr. árstekjur, ef byggt er til muna í Reykjavík. Má af þessu sjá, að landið mundi muna um ef allar opinberar byggingar lentu í hlut þessara at- hafnasömu félagsmanna. Þar sem húsameistarar hafa talið mér til ávirðingar, og farið nokkuð hörðum orðum í tilkynningu sinni um mlg, fyrir að láta hjá líða að sýna þjóðinni myndir af umræddum sam- keppnisteikningum Ágústar Pálssonar og Sigurðar Guðmundssonar, þá neyð- ist ég til að bera fram þá ósk, að þeir gefi opinberlega skýrslu um málið. Þar þarf að taka fram hvar umræddar teiknlngar hafa verið geymdar, hve langt er síðan þær týndust, hvaða menn eru líklegir til að hafa lagt ófrjálsa hönd á þessi listaverk, og hvaða skýringu húsameistarafélagið getur gefið á þeirri meinloku að helmta af mér gamlar teikningar eftir félagsmenn, sem glatazt hafa í höndum þeirra sjálfra. J. J. Nýtl kollumál (Framh. af 1. síöu) þessum afskekkta stað, og vetr- arforði minnstur hjá mörgum verkamönnum. Jón fvarsson keypti þá slatta af kolum aust- ur á Norðfirði og fékk þau flutt til Hornafjarðar. Sá flutningur varð svo dýr, að verð kolanna varð hærra en kol frá síðast- liðnu sumri höfðu verið á staðn- um. Kaupfélagsstjórinn gat auðvitað látið vera að kaupa nokkur kol, og lofað kúmmún- istum staðarins að glíma við kuldann í heimilum sínum. Hann gat leikið sér að lands- lögum eins og ýmsir spekulant- ar hafa gert annars staðar á landinu, með því að halda frum- verði kolanna aðgreindu frá framskipun, farmgjaldi og uppskipun, og þóknast rétt- vísinni á þann hátt. í stað þess tók kaupfélagsstjórinn málið eins og ábyrgur maður, keypti kolin, lagði á þau flutnings- kostnað, að nokkru, en verð- lagði kaupfélaginu þó í skaða. Hann hafði fengið vitneskju frá áreiðanlegum stað í Reykjavík um, að dómnefnd í verðlagsmál- um og ríkisstjórnin sjálf leyfði undanþágur, þar sem rétt rök mæltu með, og að stjórnin myndi líkleg til, undir vissum kringumstæðum, eins og fyrr- verandi stjórn hafði gert með einstaka vörur, að halda verði niðri með framlagi úr dýrtíðar- sjóði. Jón ívarsson hafði, eins og síðar mun sýnt fram á, ríku- lega ástæðu til að gera grein fyrir að hann gæti varið við- skiptamenn kaupfélagsins fyrir miklum hluta kolahækkunar- innar. Gerði hann í því skyni ítrekaðar tilraunir til að tala máli þeirra við yfir- völdin í Reykjavík. Svör komu seint og alls ekki, og þegar kaupfélagsstjórinn sá, að ekki væri um að tala leiðréttingu frá ríkinu, tók hann tapið á kolun- um á kaupfélagið sem heild, i stað þess að það kæmi niður á þeim, sem kol kaupa. Þetta er nú með undirréttar- dómi talið sektarhæft brot. Menn héldu líka um tíma, að kollan hefði orðið fyrir skoti við Örfirisey. J. J. tJR BÆMIJM Tilkynning frá ríkisstjórninni. Vegna hins hörmulega manntjóns, sem varð, er-v^þ. Þormóður fórst 1 síð- astliðinni viku hefir sænski sendifull- trúinn hér flutt ríkisstjóm íslands samúðarkveðju og hluttekningu sænsku ríkisstjómarinnar. Ríkisstjómin hefir beðið sendifulltrúann að færa sænsku ríkisstjórninni þakkir sínar fyrir þenn- an samúðarvott. Dvalarheimili sjómanna. Aðalfundur sjómannadagsráðsins í Reykjavík og Hafnarfirði hélt aðal- fund sinn síðastl. sunnudag. Pulltrúar 12 sjómannafélaga eiga sæti i ráðinu. Fundinum var upplýst, að samskot og gjafir til væntanlegs dvalarheimilis sjómanna næmu nú orðið 214 þús. kr. Nefndir voru kosnar til að undirbúa næsta sjómannadag. Knattspyrnuþingið hefir staðið yfir hér I bænum und- anfarna daga. Ýmis áhugamál knatt- spymumanna hafa verið rædd þar. Formaður knattspyrnuráðsins var kjör- inn Ólafur Sigurðsson íátækrafulltrúi, en meðstjómendur: Jón Sigurðsson (Fram), Guðmundur Ólafsson (K. R.), Guðjón Einarsson (Víking), og Sveinn Zoega (Val). Bifreiðastjórafélagið Hreyfill hefir kosið nefnd manna til þess að ræða við atvinnumálaráðherra um aukningu á benzínskammti handa leigubifreiðum. Dómur var í fyrradag kveðinn upp yfir manni, er í ölvun lét bifreið renna stjómlausa niður Skólavörðustíg. Lenti hún á húsinu Laugavegi 2, en olli litl- um skemmdum. Maðurinn var dæmd- ur í 300 króna sekt. Ævintýraleikurinn „ÓIi smaladrengur eftir Guðm. Guðmundsson skólaskáld var sýndur í fyrsta skipti i Iðnó í gær. Leikstjórn hafa & hendi systumar Em- ilía og Þóra Borg. Leikendur em 27 börn og unglingar. Inn í leikinn er fléttað söngvum, álfadönsum og viki- vökum. Ástmold og ættjörð. Hagnaðurinn af sölu á „Ástmold og ættarjörð“, kvæðasafni Nordahl Griegs, í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar, varð alls 12900 krónur. Gengur fé þetta til styrktar Norðmönnum í baráttu þeirra eftir ráðstöfun höfundarins. Sendi hann peningana til -Riiser-Larsen, norska flugliðsforingjans, með þeir um- mælum, að því skyldi eigi varið til hjáparstarfsemi meðal Norðmanna er- lendis, heldur stríðs og baráttu fyrir frelsi norsku þjóðarinnar. Drukknun Utanríkisráðuneytinu barst í fyrradag skeyti frá sendiráði íslands í London, þar sem svo segir: „Skipstjórinn á Magnúsi, NK. 84, Norðfirði, skýrir frá því, að hann hafi misst út tvo menn 19. febrúar. Annar bjargaðist, en Ólafur H. Jónsson háseti drukknaði." Utanríkisráðuneytið var enn- fremur beðið að tilkynna að- standendum Ólafs um slysið, og hefir það verið gert. Maður verður úti Marino Sölvason, að Litla Árskógssandi í Eyjafirði, varð úti um síðastliðna helgi. Hann fór frá heimill sínu síð- astliðinn sunnudag og kom á nokkura bæi í nágrenninu. Um kvöldið hélt Marino heim til sín, en kom ekki fram, og var þegar hafin leit að honum um nóttina. — Fannst hann örend- ur skammt frá bænum Brú við Þorvaldsá. Marino hafði ekki villzt, en talið er að hann hafi dottið og slasazt á höfði, þvi að hann hafði áverka. Veður var all- sæmilegt þennan dag. Marino var um fertugt að aldri. Lærdómsrfk niðurstaða (Framh, af 2. siOu) sölunnar á síðastl. ári. Hrein hagnaður einkasölunnar þá varð kr. 3. 008.818.76 og hefir hagnaður einkasölunnar því orðið samtals um 12 milj. kr. síðan hún tók til starfa. Tó- bakstollurinn varð kr. 3.245.030. 31. Tóbaksgerðin framleiddi 29. 308 kg. af skornu tóbaki og 5.161 kg. af óskornu tóbaki. Af tekjum ársins var 1 milj. kr. lögð í varasjóð. Fyrir var í varasjóðnum 1 milj. kr. af tekj- um fyrri ára. Minningarathöfn (Framh. af 1. siOu) mánaðar fórst v/s. Þormóður frá Bíldudal, á leið frá Patreks- firði hingað til Reykjavikur, með allri áhöfn, sjö skipverjum og tuttugu og fjórum farþegum. Af farþegum voru níu konur og eitt barn, drengur sjö ára. Þetta mun vera eitt hið stór- felldasta manntjón íslendinga, af einu skipi, og á ýmsan hátt allra átakanlegasta. Á einni nóttu misstu þar tutt- ugu og sex börn feður. Átta þeirra urðu móðurlaus um leið. Auk þess missti eitt barn fóst- nrforeldra sína báða. Hve marg- ar mæður og feður hafa þar misst uppkomin börn sín og ellistoð, er mér enn ekki kunn- ugt um. Tuttugu og tveir þeirra, sem fórust, áttu heimili á Bíldudal, sjö konur, einn drengur og fjórtán karlmenn, allir full- þroska menn. Þeir gegndu þar fjölbreyttum störfum, nokkrir mikilvægum trúnaðarstöðum. Vinna þeirra allra og velmegun var tengd kauptúninu og vel- megun þess nátengd atorku þeirra. Munu þess engin dæmi hér á landi, að jafn fámennt byggð- arlag hafi goldið slíkt afhroð með svo snöggum og sviplegum hætti. V/s. Þormóður var um 100 smálestir að stærð. Skipið fór frá Patreksfirði s. 1. þriðjudag, 16. þ. m. Hið síðasta sem frá því heyrðist, var neyðarskeyti, er skipstjórinn sendi seint á mið- vikudagskvöld. Það hljóðaði svo: „Erum djúpt út af Stafnesi. Mikill leki kominn að skipinu. Eina vonin að hjálpin komi fljótt.“ Þetta neyðaróp er hið síðasta, sem mannlegt eyra hefir heyrt frá þessum stóra hóp. Hamfarir náttúruaflanna hindruðu alla hjálp. Enginn er til frásagnar um það, sem síðar gerðist. En óræk merki hafa þegar sýnt, hver af- drifin urðu. Enginn lýsir þeirri baráttu, sem þar var háð unz yfir lauk. Fárviðri, náttmyrkur, stór- hríð, hafsjóar og blindsker. Milli lífs og dauða skilur byrðingur- inn einn, og hann lekur orðinn. Karlmennska og snilli sjómann- anna varð að lúta í lægra haldi. Við ofurefli var að etja. Sjóslys eru tíð með oss ís- lendingum. Vér nefnum' sjó- mennina oft hermenn þjóðar- innar. Þeir eiga í stríði við öfl lofts og lagar. Og meðan stríð er háð, falla jafnan hermenn, fleiri eða færri. Missir sjómannanna er þjóð- inni þungbær og ástvinum þeirra óbætanlegur. Og enn þá átakanlegra og óvenjulegra verður þetta voðaslys við það, að samtímis biðu bana þrefalt fleiri menn og konur, sem að- eins hugðu til stuttrar ferðar. Hún varð hin síðasta. Vér íslendingar erum fámenn þjóð. Missir 36 manna er oss stórfellt áfall, þjóðarharmur. En þó er sorgin sárust, miss- irinn átakanlegastur fyrir vandamenn og ástvini. Hinum látnu þökkum vér líf þeirra og störf. Þeim, sem eftir lifa, vottum vér innilega samúð og hlýjustu hluttekningu. Ég bið hv. alþingismenn að taka undir þessi orð mín með því að rísa úr sætum. Nokkur minnmgarorö (Framh. af 3. síOu) ur að því að þær væru haldnar. Varaformaður Iðnráðsins frá stofnun þess til 1937. Fulltrúi íslenzkra iðnaðarmanna á mörgum iðnþingum og sýning- um í öðrum löndum, og mörg fleiri trúnaðarstörf hafði hann með höndum. Kennari var hann við Iðnskólann í mörg ár í teikningu og húsgagnasmíði, og naut þar vinsælda sem annars staðar. Eins og áð framan getur var Jón Halldórsson Vestfirðingur og það var hann ekki aðeins að nafninu til, heldur í raun og sannleika. Tryggð hans við æskustöðvarnar og æskuvinina var óbrigðul. Oft kom hann heim og dvaldi þá nokkurn tíma helma á Vöðlum hjá foreldrum Pistlar aö norðan (Framh. af 3. siOu) kenndan. „Þérið“ mun vera danskur siður að mestu, lætt inn til að gera snarpan grein- armun ríkra og órikra, og með- al stórbokka í sumum lands- hlutum gekk þetta svo langt á niðurlægingaröldunum, að börn voru látin þéra foreldri sitt. Fornmenn þúuðu jafnvel konunga, er talað var til þeirra sem einstaklinga. Með viðreisn sjálfsvirðingar þjóðarinnar og jöfnuði kjaranna, hefir þérið aftur minnkað, og í heilum landshlutum þúast allir, þótt ó- kunnugir séu. Ungmennafélag- ar settu þúið á stefnuskrá sina og þúuðust allir. Vestur-íslend- ingar þúast jafnan innbyrðis og margir þeirra þúa einnig alla hér heima. Ekki verður um það deilt, að í hvert sinn, sem þérun hættir milli manna, er sem múrvegg- ur hrynji úr sambúðinni. Hver sem ávarpar annan með þérun, segir um leið: Við erum fjar- lægir, milli okkar er enginn skyldleiki eða bönd. Hver, sem þúar, játar sig jafningja hins, bróður eða félaga. Ég hygg, að söguleg og mál- fræðileg rök heimti, að allir ís- lendingar þúist. Þau rök hafa íslendingar jafnan virt. En þau eru þó lítils virði móts við þann andlega ávinning, sem að því væri, að allir íslendingar nálg- uðust hver annan með þúun. Þessi litla þjóð, sem er raunar ein ætt og sem eitt heimili, ætti ekki að láta fánýtar erlendar venjur spilla ljúfum umgengn- isháttum, og torvelda samhug og samvinnu. Afnám þéringa er afar auð- velt nokkrum flokki manna, en ófært öllum öðrum. Reykjavik er drottning íslenzkrar tlzku. Ef það fólk í höfuðstaðnum, sem nefnt~"er „fyrirfólkið" vildi taka upp þúun innbyrðis, og við alla, er það umgengst dag- lega, væri málið leyst. Þéring- ar mundu hverfa úr landinu á fáum árum. Því ekki að taka upp ensku venjuna: sama ávarp til allra? VII. „Véringar". Þeir, sem mest nota þéringar, segja oft „vér“ í ræðu og riti. Þetta er oft og tíðum að „þéra“ sjálfan sig, en stundum má segja, að þetta sé málfræðilega rétt. En þá eru „véringarnar" fornt mál, og alveg horfið úr daglegu máli. Margir prestar og aðrir lærð- ir menn véra og þéra í ræðu og riti. Ég hefi verið að taka eftir því nú í vetur í útvarpi og blöð- um, að næstum enginn hinna lærðu manna kann þetta til fullnustu. Setningar eins og þessi eru algengar: „Vér elsk- um land okkar“, „þér vinnið fyrir land ykkar.“ Svo fjarlægt er þetta daglegu máli, að jafn- vel hina lærðustu brestur elju til að fylgja vérunum út í æsar. Véringar hafa sömu áhrif og þéringar. Hver ræðumaður, sem segir „vér“ í útvarpi, í kirkju eða á samkomu, hann reisir múrvegg milli sin og áheyrend- anna. Hann nær ekki hjörtum þeirra á sama hátt og hinn, sem talar daglegt mælt mál, segir „við“ og „þið“. Einhver hátíð- leiki og skinhelgi færist yfir ræðuna, hún verður ekki eins einlæg og sönn, ekki eins kröft- ug og sannfærandi. • í útvarpi á sízt við að auka fjarlægð milli áheyrenda og ræðumanns. Prestar og aðrir ræðumenn! Ef þið viljið ná hjörtum fólks- ins, þá hættið véringunum Stigið niður af hápalli tilgerð- arinnar og talið daglegt mál. sinum. Aldrei kom Jón svo að Vöðlum, að hann kæmi ekki í heímsókn til foreldra minna, og er mér Jón í fersku minni frá þeim árum. Það var eitthvað svo hátíðlegt að mér fannst, þegar Jón kom. í návist hans var eitthvað svo glatt, frjáls- legt og ánægjulegt. Síðan kynntist ég Jóni ekki fyrr en hér í Reykjavík siðustu tíu árin. En alltaf fannst mér jafn á- nægjulegt að hitta Jón og spjalla við hann, og jafnan barst þá talið heim í Önundar- fjörð, og sagði hann mér þa ýmislegt af því, sem á dagana hafði drifið heima á hans yngri árum. Og jaínan fylgdist hann -----GAMLA BÍÓ------- R E G I N A (The Little Foxes) BETTE DAVIS, HERBERT MARSHALL. Sýnd kl. 7 og 9 ki. 3y2—6y2. FÁLKINN SKERST f LEIKINN. með GEORGE SANDERS Börn fá ekki aðgang. -------NÝJA BÍó ---- Útlagar frá Dakota (Badlands of Dakota). Skemmtilag og spennandi mynd. Aðalhlutv. leika: ROBERT STACK, ANN RUTHERFORD, ANDY DEVINE. Bönnuð fyrir böm yngri en 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem glöddu mig á áttrœðisafmœlinu, 8. febrúar. RUNÓLFUR BJARNASON, Hólmi, Landbroti. OrðseiMfling frá Timanum. Innbeimtumenn og kaupend- ur TÍMANS eru hér með al- varlega minntír á, að á næst- unni verður hætt að senda blaðíð til peirra, sem ekki hafa greitt árganginn 1942. Umræður um dýrtíöar- frumvarp stfórnarínnar (Framh. af 1. síöu) hafa átt sér stað, sem nauð- synlegt er að bæta úr. En til þess að hægt sé að leggja á eignaaukaskatt, þarf vandlegan undirbúning. Það þarf að setja ákvæði um það, hvernig eigi að meta eignirnar, og gera gangskör að því að finna hina réttu eigendur þeirra. Ef á annað borð er ráðizt í á- lagningu eignaaukaskatts, verð- ur hann líka að tryggja ríkis- sjóði verulegar tekjur. Það er einskisvert, að nefna 2—3 milj. kr. í því sambandi. Það segir lít- ið til þeirra framkvæmda, sem ríkið þarf að gera næstu árin. Ákvæði stjórnarfrv. um eign- araukaskatt eru bæði lítilfjör- leg og illa undir búin. Undir- búninginn má vel annars marka á því, að fjármálaráðherra á að vera heimilt að lækka skatt- inn, án þess að sett séu um það nánari lagafyrirmæli. Slíkt þekkist ekki i neinum skatta- lögum og getur gert þau að hreinustu markleysu. Þessi þátturinn í frumvarpinu af miklum áhuga með því, sem gerðist í heimahögunum. Þegar Vestfirðingafélagið var stofnað hér 1940, var Jón einn af stofnendum þess og hvata- mönnum, enda hafði hann und- irbúið hér jarðveginn fyrir s.'íkt félag, því um 20 ára skeið hatði hann staðið fyrir hinum vin- sælu héraðsmótum Vestfirð- inga hér í Reykjavík. Hann var því sjálfkjörinn formaður þess. Jón Halldórsson var gæfu- maður. Hann gat sökum frá- bærra atorku og áræðni látið æskudrauma sína rætast, að verða manna bezt að sér um allt, er laut að lífsstarfi hans og látið aðra njóta þeirrar kunnáttu með sér. Hann var forustumaður í sinni grein og naut þar mikils trausts og vin- áttu. Hann átti marga góða vini, enda var hann tryggur vinum sinum og hann naut vinsælda og virðingar hjá öllum, er honum kynntust. Jón Halldórsson var þjóðholl- ur og þjóðlegur, og hann vildi með verkunum gera þjóð sinni gagn og heiður, og það tókst honum. „Verkin sýna merkin", sagði Jón Halldórsson oft, og verk hans bera honum gott vitni, og þess vegna mun hans líka lengi minnzt. Guðl. Rósinkranz. þarfnast sérstaklega endurbóta, ef hann á að koma að nokkru gagni. Afstaða flokkanna (il frv. Stefán Jóhann Stefánsson talaði næst á eftir Eysteini og lýsti andstöðu Alþýðuflokksins gegn ákvæðum um lækkun dýr- tíðaruppbótarinnar. Fleiri töluðu ekki í fyrradag, en við framhaldsumræðurnar i gær lýstu Einar Olgeirsson og Ólafur Thors aðstöðu flokka sinna. Einar talaði mjög ákveð- iö gegn kauplækkunarákvæðum frv., en Ólafur var næsta loð- inn. Kvað hann Sjálfstæðisfl. vilja taka málið til vingjarn- legrar athugunar,. en ekki lofa neinum stuðningi við einstök ákvæði þess eins og sakir stæðu. Afnám varasjóðshlunnindanna eignaaukaskatturinn virtust einkum vera honum þyrnir I augum. Af hálfu ráðherranna talaði Jóhann Sæmundsson. M. a. lagði hann áherzlu á, að ekki væri rétt að setja nein lög, sem ekki væri trygging fyrir, að yrðu haldin. Páll Zóphóniasson benti á, að vafasamt væri að undanþiggja tapsfrádrátt útgerðarfélaga eignaraukaskatti. Á víðavangi. (Framh. af 1. siðu) Alþýðuflokksins við tillögur hans. Nú hefir Alþýðublaðið tæki- færi til að duga Jóhanni, þegar honum liggur litið á. STAKA kveðin, er stjórn Ói. Th. tók andvörpin Stjórnin brellin beið hér skell, beitti spellum laga. Engan hrellir: feig hún féll fyrir ellidaga. SMl PAUTGEWO I 11 LLLJ Þói* Vörumóttaka til Vestmanna- eyja fyrir hádegi 1 dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.