Tíminn - 18.03.1943, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.03.1943, Blaðsíða 4
128 TÍMITVN, fimmtmlagiim 18. marz 1943 32. blað tT R 11 m IV TT M Kvefpest og inflúenza gerir nú mjög vart við sig í bænum og hefir oft vantað í skólana 20—30% nemenda, vegna veikindaforfalla. Svip- að er að segja frá ýmsum vinnustöðv- um. Virðast veikindi þessi ná jafnt til fólks á öllum aldri. Venjulegast fær fólk háan hita, en veikin stendur stutt. Ekld hefir þótt ástæða til að loka skólana, vegna þessa faraldurs, nema Laugarnesskólanum, en þar komu einnig fleiri ástæður til greina, m. a. vond færð. Honum hefir verið lokað til næstu helgar. Oíviðrí sunn- anlands og vestan Arctíc s t r a n d a r HiS versta veður skall á sunn- an lands og vestan á þriðju- dagsmorgun árla og hefir mikið tjón orðið að. Munu þó vart komnar hingað fréttir af öllu tjóni, sem varð, því að símabil- anir urðu mjög víða og hefir eigi nærri alls staðar verið úr þeim bætt enn. Allir fiskibátar voru á sjó þenna morgun. Komust þeir þó flestir hjálparlaust að landi, en mjög mikið tjón varð á veiðar- færum. Á ísafjarðardjúpi tók út mann og drukknaði hann. Eigi er vit- að, hvað hann hét né hver bát- urinn var. Þá var vant vélbátsins „Svan“ frá Grundarfirði. í gær heyrð- ist annað veifið til hans, en eigi unnt að greina hvar hann var. í gærkvöldi barst sú frétt frá Stykkishólmi, að hann væri kominn að landi. Togari kom með „Hall“ frá Sandgerði til Keflavíkur og „Sæborg“ aðstoðaði „Hrefnu" frá Akranesi til Reykjavíkur. Á Vestfjörðum komust sumir bátar nauðulega að landi, og tveim varð að veita aðstoð. Loks mun „Arctic“ hafa hlekkzt á í ofviðrinu. Lagði skipið af stað frá Reykjavík á mánudag seint, en í fyrrinótt barst Slysavarnafélaginu skeyti frá því. Var það þá alldjúpt undan Sandgerði, að þvi er virtist, og segl öll rifin. Var aðstoðar óskað. í gær heyrðist til þess annað veifið, og í# gærkvöldi kom skeyti frá skip- inu þess efnis, að það væri að reka á land við Garðskaga. En það er talið, að svo geti eigi verið. Var bjart öðru hverju þar syðra í gær og sást vel til hafs, og var ekkert skip sjáan- legt. Seint í gær kom loks fregn um það, að skipið væri strandað við Melhamar í Miklaholts- hreppi. Flugvél fór á vettvang að grennslast eftir horfum um björgun. Sá flugmaðurinn, að enn voru menn á þilfari skips- ins, en taug komin í land og menn til aðstoðar í landi. — Á „Arctic“ voru fjórtán menn. Skömmfun á hjól- börðum og gúmmí- slöngum Viðskiptamálaráðuneytið hef- ir sett reglugerð um takmörkun á sölu hjólbarða og gúmmí- slangna til bifreiða. Samkvæmt reglugerð þessari má enginn selja bifreiðagúmmí, nema skilanefnd bifreiðaeinka- sölunnar, enda fær enginn keypt gúmmi, nema samkvæmt leyfi frá bifreiðaeftirlitsmönnum. Skammturinn fyrir þetta ár er í mesta lagi 4 hjólbarðar og 3 slöngur fyrir vörubifreiðar, sérleyfisbíla og leigubíla, en 2 hjólbarðar og 1 slanga fyrir einkabíla. Undanþágu má veita í sérstökum tilfellum’. í reglugerðinni eru starfs- reglur eftirlitsmanna, settar í því skyni að fyrirbyggja svik af hálfu neytenda. Eftirlits- mönnum er skylt að neita að leyfa gúmmíkaup fyrir bifreið- ar, sem fyrir aldurs sakir telj- ast svo úr sér gengnar, að þær fylli ekki settar kröfur um á- stand bifreiða, nema fullnægj- andi aðgerð fari fram. Neytendur skulu skila skila- « Innllegar þakkir færl ég hér með ríkisstjórninni, Alþingi og ölluin þeim fjölda manna, fjær og nær, sem heiðruðu minningu jieirra manna, er fórust með M.s. Þormóði og sem á svo margvíslegan og Iijart- næman hátt hafa auðsýnt aðstand- endnm djúpa hryggð, samúð og hjálp í sorgiun jieirra. Gísli Jónsson. Frændum og vinum tilkynnist, að maðurinn minn, Páll Lýðsson, hreppstjóri í Hlíð, andaðist að heimili okkar, mánudaginn 15. marz. — Jarðarförin verður ákveðin síðar. RAGNHILDUR EINARSDÓTTIR. Æskulýðshöll. (Framh. af 1. síðu) finnanlega aðgang að viðun- andi húsnæði. Miðstjórn Fram- sóknarflokksins hefir haft mál- ið til meðferðar, og að síðustu hefir fulltrúaráð flokksins hér í Reykjavik minnt á, að nauð- syn bæri til að hreyfa málinu á Alþingi. Framkvæmd þessa máls er vandasöm, og verður varla vel ráðið fram úr málinu nema með athugun og velvild margra manna. Þeir, sem beitast fyrir, að reist yrði hér í bænum æsku- lýðshöll, ætla, að þar gæti farið fram margþætt uppeldis- og menningarstarfsemi. í slíku húsi þyrftu að vera misstórir sam- komusalir, kvikmyndasalur, sem jafnfram mætti nota til fyrir- lestra, enn fremur íþróttasalir, vinnustofur fyrir unga menn og ungar stúlkur og að lokum veit- ingasalir, þar sem gætt væri hófsemi og einfaldleika. Ef byggja ætti í höfuðstaðn- um stórhýsi í þessu skyni, mundu ýmis félög í bænum, bæjarfélagið sjálft og ríkið verða að leggja fram stofnféð og hafa hönd í bagga með rekstrinum. Tillagan um skipun undirbúningsnefndar er byggð á því, að hér verði að koma til víðtækt samstarf allra flokka og stétta. íþróttafélögin í bænum mundu njóta mikils góðs af slíkri stofnun. Þess vegna er gert ráð fyrir, að þrír valdir leiðtogar íþróttamálanna eigi sæti í nefndinni. Fræðslumála- stjóri og borgarstjóri eru sjálf- sagðir fulltrúar í þessari nefnd. Gera má ráð fyrir, að ekki yrði byggð æskulýðshöll nema með, verulegu framlagi ríkissjóðs. Þess vegna verða þingflokkarn- ir að taka frá byrjun þátt í undirbúningi og rannsókn máls- ins. Ég hygg, að telja megi i tuga- tali þau íþrótta- og æsku- mannafélög í Reykjavík, sem kalla má, að séu í stöðugum vandræðum með húsnæði fyrir fundi og samkomur. Mörg af þessum félögum, t. d. skíðafé- lögin og ferðafélagið, hafa sýnt í verki stórmikinn áhuga og haft forustu um miklvæga þætti í uppeldismálum bæjar- ins. Þessum félögum væri stór- mikill ávinningur að fá, auk húsakynna sinna uppi í fjöllum, aðgang að fjölbreyttu og hent- ugu húsnæði í bænum fyrir nauðsynlegar samkomur. Þá má sízt gleyma því, að með kvikmyndum er hægt að vekja og fræða unglinga miklu meira en gert er. Mundu hin ýmsu í- .þróttafélög notfæra sér kvik- myndir miklu meira en nú er gert til eflingar íþróttalífinu, ef völ væri á hentugum kvik- myndasal í sambandi við fundahöld. Enn er ótalinn sá þáttur, sem sízt má gleyma, og það eru vinnustofur fyrir ungar stúlkur og unglingspilta. Meðan leik- húsið er að mestu tómt, fengu ungir piltar í svifflugfélaginu leyfi til að vinna þar að smíð- um sínum. Komu þeir þa'ngað í tugatali og fullnægðu smíða- þörf sinni og gerðu þar ótrú- lega fallega og vandaða hluti. Sama er að segja um ungar stúlkur, að þær hafa að öllum jafnaði mikinn áhuga fyrir margháttuðu námi, sumpart beinlínis til undirbúnings fyrir heimilisstörf, sumpart til að fullnægja listaþrá sinni. Æskulýðshöll í Reykjavík gæti orðið stórfelld uppeldis- og menningarstöð fyrir bæinn. Hún yrði að opna hlið sín frjáls- mannlega og þó setja strangar reglur og fylgja þeim. Þar ætti ekki að hafa um hönd tóbak né áfenga drykki. Þar -yrði að vera strangur agi og fjölbreytt verk- efni. Þangað ættu ekki aðrir menn erindi en þeir, sem vildu vinna og gleðjast án stuðnings frá eiturlyfjum. Þeir, sem þá leið vilja fara, hafa mörg úr- ræði sér til framdráttar. En æskulýðshöll fyrir unga fólkið í Reykjavík á að hafa það hlut- verk að kenna tilvonandi borg- urum að gegna erfiðum skyld- um höfuðstaðarbúa á íslandi.“ nefnd bifreiðaeinkasölunnar hinu ónothæfa gúmmíi um leið og þeir fá hið nýja afhent. Skilanefndinni ber að halda spjaldskrá yfir ökutæki, sem fengið hafa gúmmí afhent. Samvinimflokkur- inn brezki. (Framh. af 1. slðu) ir umsjón ríkisins, svo að stjórn- in hafi fullt vald á fjármála- stefnunni á hverjum tíma. Stóriðnaðurinn, (skipabygging- ar, vélasmíði o. s. frv.) þarf einnig að vera undir opinberri umsjón. Landbúnaðinn ber að styrkja til að framleiða þær vörur, sem ] bezt henta þjóðarbúskapnum. Verzlun með innlendar land- búnaðarvörur þarf að vera rek- in á samvinnugrundvelli, þar sem félög bænda eru einn að- ilinn, félög neytenda annar að- ilinn og Samband enskra sam- vinnufélaga (C.W.S.) þriðji að- ilinn, en bæði félög bænda og neytenda þurfa að vera í því. Verzlun með aðrar lífsnauð- synjar og iðnaður í sambandi við hana (kornmyllur, brauð- gerðir) á að vera í höndum kaupfélaganna. Sama gildir um verzlun með fatnað, húsgögn og aðrar slíkar nauðsynjar og iðn- að í sambandi við hana (sauma- stofur, smíðastofur). Það er ör- uggara fyrir neytendur, að þessi verzlun og iðnaður sé í hönd- um samvinnufélaga en fyrir- tækja, sem eru rekin með einkahagnað fyrir augum. Þá er lögð mikil áherzla á aukna menntun, því að góð al- þýðum'enning sé hyrningar- steinn lýðræðisins. Viðkomandi utanríkismálum er lýst ánægju yfir samningn- um við Rússa og aukinni sam- vinnu við Bandaríkin. Það er talið leiðinlegt, að för Stafford Cripps til Indlands skyldi mis- heppnazt og þess vænzt, að stjórnin reyni að greiða sem fyrst úr því máli þannig, að Indverjar megi vel við una. / Frá nyrztu ströndum (Framh. af 2. slðu) þessa bók vanta í safn sitt. Þessi byrjun spáir góðu um fram- haldið, og væjnti ég þess, að áð- ur en langir tímar líða fáum við að sjá aðra bók frá Krist- jáni. Björn Guðmundsson frá Fagradal. 4 víðavangi. (Framh. af 1. síðu) SEINHEPPNI? Hér um árið fékk dagbl. Vís- ir Guðbrand nokkurn, að við- urnefni „prófessor" til að skrifa gagnrýni á dagskrá útvarps- ins. Þetta gekk vel þangað til prófessornum varð það á að skrifa skammir um erindi, sem ekki hafði verið flutt. Þá hætti Guðbrandur. Nú hefir Vísi fengið nýjan gagnrýnanda. Er þetta í sjálfu sér lofsvert af blaðinu. En mörgum þykir það hafa verið seinheppið, er það valdi til starfsins Bjarna Lundúnafara, Skíðamót Islands (Fra™h. af 3. siðu) son (íþróttafélag háskólans) á 2 mín. 6,8 sek. Annar varð Júlí- us B. Magnússon (íþróttaráð Akureyrar), á 2 mín. 7,9 sek. Þriðji Jónas Ásgeirsson (Skíða- borg) á 2 mín. 10,4 sek. í B-flokki sigraði Haraldur Pálsson (Skíðafélag Siglufjarö- ar) á 1 mín. 54,7 sek., og var það beztur tími í bruni. Annar varð Ólafur Guðmundsson (íþrótta- ráð Vestfjarða) á 1 mín. 57,4 sek. Þriðji Gunnar Karlsson (í- þróttaráð Akureyrar) á 2 mín. 5.1 sek. í C-flokki bar sigur úr být- um Björn Röed (KR.) á 1 mín. 58.1 sek. Annar varð Sigurjón Sveinsson (Í.H.) á 2 mín. 0,7 sek. Þriðji Sveinbjörn Krist- jánsson (íþróttaráð Vestfjarða) á 2 mín. 4,2 sek. Ástæðan til þess, að B. og C. flokkar náðu betri tíma í brun- inu en A-flokkur, er sú, að A- flokkur rann fyrstur, en síðari flokkarnir runnu á troðinni braut. Verðlaun voru afhent á mánu- dagskvöld í hófi, er Skíðafélag Reykjavíkur hélt í Oddfellow- húsipu. Merkilegt múl (Framh. af 1. síðu) eignar eða umráða fyrir kaup- staði og kauptún. Alþingi hefir veitt þeim málum nokkurn stuðning, m. a. með löggjöf um jarðakaup ríkisins vegna kaup- túna og sjávarþorpa, sem sam- þykkt voru árið 1941. Enn þá hafa þó litlar framkvæmdir orðið í þessum efnum, og á nú- verandi dýrtíð sennilega mikinn þátt í því.“ Það voru Framsóljnarmenn, sem áttu aðalþáttinn í lagasetn- ingu þeirri á þingi 1941, er sagt er frá í tillögunni. Rannsókn sú, sem hér er rætt um, er eins- konar áframhald af þeim lögum. Það er eðlilegt, að tillaga sem þessi sé runnin frá Reykvíking- um. Hér hefir einkabraskið með lóðirnar verið mest og lóðaokr- ið líka orðið langsamlegt til- finnanlegast. Er það vissulega einn stærsti þáttur þess, að dýr- tíð hefir jafnan verið meiri í Reykjavík en annars staðar á landinu. Ef veruleg bót á að fást í því máli, þarf að taka það róttækum tökum. Þá skipt- ir líka miklu að koma í veg fyrir, að sams konar víti gerist annars staðar á landinu. þann mann, er alveg nýlega hef- ir gert sig sekan um siðleysi í eigin útvarpserindi, að dómi alls almennings. — Bjarni hef- ir líka dæmt um efni, sem hann hlustaði ekki á, en taldi lélegan upptíning úr alfræðiorðabók. En þetta voru reyndar tónlist- arformálar eftir Emil Thorodd- sen. Ferst Bjarna því ekki bet- ur en búast mátti við. ---- GAMLA BÍÓ--- FÁRV2ÐRIÐ „The Mortal Storm“ Eftir samnefndri skáld- sögu Phyllis Bottomés. MARGARET SULLIVAN, JAMES STEWART, FRANK MORGAN, ROBERT YOUNG. Sýnd kl. 7 og 9. Kl. 3i/2—6i/2. Landamæravörðurinn. Cowboymynd með William Boyd. Börn fá ekki aðgang. —--.—NÝJA bíó --- Hetjur loitsins (A Yank in the R.A.F.) TYRONE POWER, BETTY GRABLE, JOHN SUTTON. - Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. I.EIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. „Fagurt er á fjöllum" Skopleikur í 3 þáttum, staðfærður af EMIL THORODDSEN. Sýning í kvöld kl. 8. j INNFLUTNINGSSAMBAND ] URSHIÐAFELAGS hefir fengið einka-umboð á íslandi fyrir nokkrar hinar ágætustu svissnesku úraverksmiðjur, svo sem: OMEGA CORTÉBERT A S T E R MARVIN Glæsilegt úrval armsbandsúra frá flestum þeirra er ný- komið. Vegna sameiginlegra innkaupa er verðið stórum lægra en lengi hefir þekkst. Félagar vorir eru þessir: í Reykjavík: I Hafnarfirði: Á Akureyri: A Isafirði: Á Sauðárkrúki: Árni B. Björnsson Filippus Bjarnason Halldór Sigurðsson Haraldur Hagan Jóhann Búason Jóhann Árm. Jónasson Jón Hermannsson Magnús Ásmundsson & Co. Magnús Benjamínsson & Co. Magnús Sigurjónsson Sigurður Tómasson Sigurjón Jónsson Sigurþór Jónsson ‘Þorkell Sigurðsson Einar Þórðarson Kristján Halldórsson Stefán Thorarensen Skúli K. Eiríksson Þórður Jóhannsson Fr. Michelsen Fagmennirnir ábyrgjast vandaða vöru. > ► ► ► ► ► ► > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > ’-'W'V'V'V'W'ð^ Tílkynníng frá skríístofu leigumáladeildar Bandaríkjahersíns. Randaríkjalieriuu miin hafa fulltrúa í Hafnarstræti 21, Reykjavík, til aðstoðar Islendingum í málum sem lúta að leign á fasteignum til Randaríkjahersins. Kem- ur ]ietta til framkvæmda mánudaginn 15. marz 1943, og verður síðan alla virka daga frá kl. 9 til 16. — Símanúmerið er 5937.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.