Tíminn - 20.03.1943, Síða 2
130
TÍMI1\]V, laiigardagiim 20. marz 1943
33. blað
'gtminn
Laugardag 20. marz
Sjávarutvegsmál á Alpingís
nýbygging fiskiflotan^
AÍstaða bankamanna til
dýrtíðarírumv. stjórnarinnar
Hvað verður gert í
skattamálunum?
Það eru meira en fjórir mán-
uðir liðnir síðan þingið, kom
saman. Samt hefir það enn ekki
gert neitt í því máli, sem að
réttu lagi á að vera aðalmál
þingsins. Það er skattamálið.
Viðhorfið í skattamálunum er
Þetta: Nokkrir braskarar hafa
safnað stórkostlegum auði. Þótt
heita eigi, að talsvert af þessu
fé sé bundið í varasjóðum eða
nýbyggingarsj óðum, er engin
trygging fyrir því, að það verði
notað til endurreisnar atvinnu-
vegunum. Braskararnir geta
látið það liggja í sjóðum, eins
lengi og þeim þóknast. Þeir geta
eytt því til ráðleysislegra fram-
kvæmda, eins og t. d. Kveldúlfs-
bryggjunnar frægu.
Það, sem alþýða landsins
krefst, er að þetta fé verði al-
menningseign. Hún vill ekki ala
hér neina auðkónga, sem geta
drottnað yfir hlut hennar. Hún
vill hafa fulla tryggingu fyrir
því, að verulegur hluti stríðs-
gróðans renni til viðreisnar at-
vinnuvegunum. Meðan þessum
réttlætiskröfum alþýðunnar
hefir eigi verið fullnægt, er það
ekki sanngjarnt að fara þess á
leit við hana, að hún lækki af-
urðaverð eða kaupgjald.
Þetta hefir líka ríkisstjórnin
skilið. Þess vegna hefir hún
borið fram tillögur sínar um
eignaaukaskatt. Þar er komið
til móts við þessar réttlætis-
kröfur vinnandi fólksins, en
aðeins gengið of skammt.
Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir
því, að á eignaaukningu stríðs-
áranna, sem er yfir 100 þús. kr.,
leggist sérstakur skattur. Skatt-
ur þessi verður 5% af fyrstu 100
þús. kr., en fer síðan stighækk-
andi, unz hann er orðinn 25%,
þegar eignaaukning er orðin 2
milj. kr. Nýbyggingarsjóðir og
tapsfrádrættir útgerðarfélaga
eru undanþegnir skattinum.
Veila stjórnarfrv. liggur ekki
sízt í því, að tapsfrádrátturinn
er undanþeginn eignaauka-
skatti. Með því að undanþiggja
hann er beinlínis verið að verð-
launa óráðdeild og slóðaskap,
en hegna mönnum fyrir ráð-
deild og dugnað. Togarafélag,
sem var vel rekið fyrir styrjöld-
ina, fékk engan tapsfrádrátt, en
hins vegar fengu hann félög,sem
höfðu verið illa rekin. Með því
að undanþiggja tapsfrádrátt-
inn eignaaukaskattinum er
beinlínis verið að búa lakari
kjör þeim fyrirtækjum, sem vel
hefir verið stjórnað, en hinum,
sem notið hafa leiðsagnar á-
byrgðarlítilla ævintýramanna.
Áhættan við hina miklu vara-
sjóðs- og nýbyggingarsjóðssöfn-
un ýmsra útgerðarfyrirtækja er
ekki aðeins sú, að þetta mikla
fjármagn skapi fáum mönnum
óeðlilega valdaðstöðu, heldur
felist hún engu síður í þvi, að
það er alls ekkert tryggt, að
þetta fé verði notað á réttum
tíma og á æskilegan hátt. Þvert
á móti er eðlilegt, að almenn-
ingur sé fullur vantrausts í
þessum efnum, þar sem mikið
af þessu fé er í höndum manna,
er reynzt hafa sérstaklega ó-
duglegir og ábyrgðarlitlir stjórn-
endur. Sumir þeirra hafa t. d.
áður fyrr sóað fé útgerðarinn-
ar í óskyldan rekstur, í „luxus“-
byggingar, eftirlaun o. s. frv.
Til þess að full trygging sé
fyrir því, að þetta fé renni til
útgerðarinnar, virðist -það, ör-
uggasta lausnin, að nýbygging-
arsjóðirnir séu lagðir í sérstak-
an sjóð, er opinber aðili, t. d.
Fiskifélag íslands, ráðstafi til
eflingar útveginum.
Þær endurbætur, sem gera
þarf á skattatillögum stjórnar-
innar, virðast m. a. þessar:
1. Skatturinn á eignaaukn-
ingu stríðsáranna verði stórum
hærri, t/d. 25% af 100 þús. og
stighækki, unz hann er orðinn
75% af 2 milj. kr.
2. í stað þess að nýbygging-
arsjóðir og tapsfrádráttur út-
gerðarfyrirtækja sé undanþeg-
inn eignaaukaskatti, verði ný-
— Sampykkt Sambands ísl. bankamanna —
Fi§kTeiðaNjóð lslandN o. fl.
i.
Þess hefir áður verið getið hér
í blaðinu, að fulltrúi Fram-
sóknarflokksins í sjávarútvegs-
nefnd neðri deildar (Gísli Guð-
mundsson) hefði á Alþingi því,
er nú situr, flutt frumvarp um
nýbyggingarsjóð fiskiskipa.
Samkvæmt þessu frumvarpi
átti útflutningsgjald það, er
ríkissjóður hefir tekið af sjáv-
arafurðum, eftirleiðis að renna
í sérstakan sjóð, sem varið yrði
eingöngu til styrktar nýbygg-
ingu fiskiskipa. Gert var ráð
fyrir, að milliþinganefnd sjávar
útvegsmála, með aðstoð manna,
er sérþekkingu hefðu á þeim
málum, gerði nánari tillögur
um ráðstöfun fjárins. Fé þetta,
seni samkv. frumvarpinu, átti
að vera árlegur tekjustofn ný-
byggingarsjóðsins, nam á s. 1.
ári rúmlega tveim miljónum
króna.
II.
í því sambandi er þess að
geta, að áður var fram komið
í þinginu frumvarp frá Sigurði
Kristjánssyni alþm., sem einn-
ig gerði ráð fyrir aðstoð til ný-
bygginga. Samkvæmt því skyldi
ríkissjóður leggja fram á árinu
1943 (en ekki eftirleiðis) 2 milj.
kr. til nýbyggingarstyrkja. En
útflutningsgjald ríkissjóðs átti
samkvæmt þessu frumvarpi að
afhendast Fiskveiðasjóði ís-
lands. En sá sjóður er sem
kunnugt er lánsstofnun, sem
Útvegsbankinn ræður yfir, og
lánar út á 1. veðrétt í smærri
fiskiskipum og fyrirtækjum,
sem vinna úr sjávarafurðum.
byggingarsjóðirnir og sá hluti
varasjóðanna, sem nemur taps-
frádrættinum, lagður i sérstak-
an sjóð, endurbyggingarsjóð
fiskiskipa.
3. Skattaeftirlitið verði stór-
um hert og því veitt meira vald
til að komast eftir skattsvikum.
4. Refsingar fyrir skattsvik
verði stórum þyngdar.
Fleiri atriði þurfa vitanlega
að koma til athugunar í þessu
sambandi. Verður að vænta
þess, að þingið taki öll þessi mál
til röggsamlegrar meðferðar og
reki nú af sér ódugnaðarorðið.
Fyrir kosningarnar töluðu
frambjóðendur flestra flokk-
anna digurbarkalega um
skattamálin. Var þeim ekki al-
vara eða voru þetta aðeins
framboðsræður? Þ. Þ.
Áttu tveir þriðjungar gjaldsins
að verða höfuðstóll hjá láns-
stofnun þessari, en þriðjung-
inum skyldi verja til áfram-
haldandi styrkja eftir því sem
til hrykki. Við þetta voru svo í
frumvarpinu tengdar ýmsar
breytingar á lögunum um Fiski-
veiðasjóð og útlánastarfsemi
hans.
III.
Frumvarpi S. Kr. var vísað
til sjávarútvegsnefndar neðri
deildar. Ritaði nefndin þá ýms-
um aðilum, sem sérþekkingu
hafa á þessu sviði, og óskaði
álits þeirra. Þessir aðilar, sem
nefndin sneri sér til, voru:
Fiskveiðasjóður íslands, Fiski-
félag íslands, Fiskimálanefnd,
Landssamband útgerðarmanna
og Farmanna- og fiskimanna-
samband íslands. Þegar svörin
bárust, kom það í ljós, að þessir
aðilar a. m. k. sumir þeirra,
höfðu margt að athuga við
frumvarp S. Kr., og vildu þar
hafa ýms atriði á annan veg.
Voru líka að sumu leyti ósam-
mála innbyrðis.
Nú stóð svo á, að einnig var
fram komin á Alþingi tillaga
um skipun milliþinganefndar í
sj ávarútvegsmálum, sem m. a.
skyldi athuga, hvernig stofn-
lánum og rekstrarlánum til út-
vegsins yrði bezt fyrir komið.
Sú tillaga hefir nú hlotið sam-
þykki þingsins. Þótti þá full-
trúa Framsóknarflokksins (G.
G.) í sjávarútvegsnefnd neðri
deildar eðlilegast, að Alþingi
frestaði þvi að sinni, að breyta
lögunum um Fiskiveiðasjóð, og
að milliþinganefndinni yrði
falið að samræma þau sjónar-
mið, er fram höfðu komið í áð-
urnefndum umsögnum hinna
sérfróðu aðila. Óttaðist hann,
að ágreiningur um sum atriði
frumvarpsins, kynnu að verða
málinu í heild að falli á Alþingi.
(T. d. var mjög mikill ágrein-
ingur um, hver úthluta skyldi
nýbyggingarstyrkjunum, og
hvort heimila skyldi 2. veðrétt-
ar lán), og væri þá ver af stað
farið en heima setið, þannig að
ekkert yrði að sinni úr afhend-
ingu útflutningsgjaldsins og að-
stoð til nýbygginga. Gísli Guð-
mundsson lagði því til, á þessu
stigi málsins, að breytingum á
lögunum um Fiskveiðasjóð yrði
vísað til milliþinganefndarinn-
ar, en að samþykkt yrði nú þeg-
ar frumvarp hans um Nýbygg-
ingarsjóð fiskiskipa (og afhend-
ingu útflutningsgjaldsins) Með
þessu móti var aðalatriði máls-
ins tryggður framgangur, en
vafasamari atriði og deiluatriði
sem bíða máttu að skaðlausu,
fengin milliþinganefnd til með-
ferðar.
IV.
Niðurstaðan varð þó sú, að
frumvarp S. Kr., þar sem stuðn
íngi við nýbyggingar var
hnýtt við breytingar á lögum
Fiskveiðasjóðs, hélt áfram gegn-
um þingið. Greiddu Framsókn-
armenn atkvæði með því við
allar • umræður, enda þótt á-
greiningur væri stundum um
einstök atriði þess. En með því
að Alþingi hefir átt setu miklu
lengur en búizt var við í upp-
hafi, vannst tími til þess að láta
þessi ágreiningsatriði sæta ítar-
legri meðferð í báðum deildum
og leita samkomulags. Er nú
svo komið, að ný lög um breyt-
ingu á Fiskveiðasjóði og stuðn-
ing við nýbyggingar, voru af-
greidd frá Alþingi nú í vikunni
með samhljóða atkvæðum þing-
manna. Eru lög þessi, sem
vænta má, að ýmsu leyti vand-
aðri og betur frá þeim gengið
en frumvarpi S. Kr. í upphafi.
Þrátt fyrir það, má auðvitað við
því búast, að milliþinganefndin
þurfi að gera á þeim einhverjar
breytingar, og er það auðvitað
galli, að breyta þurfi lögum með
stuttu millibili, þótt eigi tjái
um það að sakast.
V.
Samkvæmt hinum nýju lög-
um rennur nú allt útflutnings-
gjaldið til lánastarfsemi Fiski-
málasjóðs. Tveir þriðju hlutar
þess fara til 1. veðréttar lána, en
þriðjungur til að veita lán síð-
ari veðréttum, sem eru afborg-
unarlaus í 5 ár og vaxtalaus í
10 ár. Lögin ætla ríkissjóði að
leggja fram á þessu ári 2 milj.
kr. til að styrkja nýbyggingar
skipa í fyrra og á þessu ári.
Sá galli er raunar á, að Alþingi
tók enga fjárveitingu í þessu
skyni inn í fjárlög (og felldi
ekki einu sinni útflutnings-
gjaldið niður úr tekjuáætlun
fjárlaganna), en þess er þó að
vænta, að ríkisstjórninni reyn-
ist fært að inna þessar greiðsl-
ur af höndum, þótt eigi sé heim-
ilað með eðlilegum hætti. Að
minnsta kosti ætti sú leið að
vera kleif, sem Gfsli Guðmunds-
son benti á í tillögum sínum,
Á fundi í Sambandi íslenzkra
bankamanna/ er haldinn var 15.
þ. m., var samþykkt svohljóð-
andi tillaga um afstöðu banka-
manna til dýrtíðarfrumvarps
ríkisst j órnarinnar:
„Fundur í Sambandi íslenzkra
bankamanna hefir tekið til at-
hugunar frumvarp ríkisstjórn-
arinnar um dýrtíðarráðstafanir
og samþykkt svofellt álit í til-
efni af því:
1. Hinn 4. apríl 1939 var gengi
íslenzkrar krónu lækkað um
18% í þeim tilgangi að bjarga
nauðstöddum framleiðendum
til lands og sjávar. Fyrir laun-
þega var þessi ráðstöfun sér-
staklega þungbær, einkum
vegna þess, að skattar og opin-
ber gjöld voru í hámarki, en
eins og kunnugt er hvíla hin
opinberu gjöld mun þyngra á
launþegum en öðrum stéttum
sakir þess, hve eftirlit með
tekjuframtali hinna síðar-
nefndu reynist ófullnægjandi.
2. Fram til ársloka 1940 fengu
launþegar ekki greidda nema
takmarkaða uppbót til að mæta
þeim verðlagshækkunum, sem
stríðið hafði í för með sér. Þeir
urðu m. ö. o. að láta sér lynda
kjararýrnun samtímis því, að
skattfrjálsir útgerðarmenn og
margir aðrir báru úr býtum
stórfelldan hagnað, m. a. vegna
nýrrar gengislækkunar á krón-
unni.
3. Fyrst um mitt ár 1942, þeg-
að greiða fé úr Framkvæmda-
sjóði ríkisins í þessu skyni.
í frumvarpi S. Kr. var m. a.
lagt til,.að niður félli sú heim-
ild, sem Fiskiveiðasjóður nu
hefir til að afla sér lánsfjár, allt
að 6 milj. kr., til útlánastarf-
semi sinnar. Þessi tillaga var
auðvitað mjög skaðleg fyrir
framtíð útlánastarfseminnar,
enda var hún felld í þinginu.
Ef Fiskveiðasjóður á að geta
orðið öflug veðlánastofnun fyr-
ir fiskiskipaflotann, verður
hann eins og aðrir bankar að
geta tekið lán, því að slík stofn-
un getur ekki komizt af með
að hafa aðeins eigin fé til út-
lána. Hins vegar er eðlilegt að
grípa til útflutningsgjaldsins til
að greiða vaxtarmismun á þeim
lánum, sem sjóðurinn tekur og
veitir, og til hæfilegrar vara-
sjóðssöfnunar. Mætti þá og gera
ráð fyrir, að nokkuð yrði af-
gangs til 2. veðréttarlána fram
yfir það, sem hin nýju lög gera
(Framh. á 4. slöu)
ar stríðsgróðatímabilið hafði
staðið í 2 x/2 ár, fengu launþeg-
ar nokkra grunnkaupshækkun.
Stríðsgróðinn hefir nær allur
fallið í hlut annarra stétta, og
þá fyrst og fremst atvinnurek-
enda í útgerð og verzlun, án
þess að hægt sé að færa fram
nein rök fyrir því, að þeir hafi
frekar til þess unnið en laun-
þegar og aðrar afskiptar stétt-
ir þjóðfélagsins.
Eins og áður getur, voru
launþegar látnir bera þungar
byrðar í því skyni, að greiða
mætti fljótlega skuldir óvenju-
lega illa staddra framleiðslu-
fyrirtækja og gera þau sterk
fjárhagslega. Þá fyrst, er þessu
takmarki var náð, fengu laun-
þegar áheyrn og verðlagsupp-
bætur.
Nú, þegar ríkisstjórnin vill
undirbúa nýja og betri tíma í
atvinnumálum þjóðarinnar með
því að hækka stórlega verðgildi
peninganna innan lands, ráð-
gerir hún, að launþegar færi
fyrstu fórnirnar. Til þess að ná
settu marki ætlar ríkisstjórnin
að svifta launþega 20% af verð-
lagsuppbótinni, síðan eiga þeir
að greiða hækkandi skatta til
þess að stjórnin geti rekið víð-
tæka meðgjafastarfsemi og
lækkað með þeirri aðferð út-
söluverð þeirra vörutegunda,
sem verðlagsvísitalan byggist á.
M. o. ö. launþegar eiga að greiða
hækkandi skatta til þess að rík-
isstjórnin geti losað þá við
verðlagsuppbótina.
í tilefni af dýrtíðarfrumvarpi
stjórnarinnar lýsa bankamenn
yfir því, að þeir eru reiðubúnir
til þess að taka á sig sinn hluta
af þeim byrðum, sem löggjafinn
kann að telja nauðsynlegt að
leggja á borgarana í þeim til-
gangi að lækka verðlag í land-
inu. En þó að því tilskildu, að
byrðunum sé réttlátlega skipt,
með hliðsjón af því hverjir
hagnazt hafa á því sjúkdóms-
ástandi, sem er undirrót verð-
bólgunnar. Þegar komið hefir
verið á eðlilegu- jafnvægi milli
stéttanna, er sjálfsagt að laun-
þegar og aðrir taki á sig byrð-
ar, ef þess gerist þörf.
Með tilvísun til þess, sem að
framan greinir, vill Samband
ísl. bankamanna mælast til
þess, að hið háa Alþingi sam-
þykki ekki framkomið frum-
varp um dýrtíðarráðstafanir að
því leyti sem það fjallar um
stórfellda og ótímabæra breyt-
ingu á lífskjörum launþega."
Þórarinn Ilaraltlsson:
(Jm siliiiigsrækt
Vorið 1942 hófu þeir Þórarinn Haraldsson og Þórarinn Jó-
hannesson tilraunir með silungsrækt í Litlá í Kelduhverfi. f
eftirfarandi grein segir Þórarinn frá þessum tilraunum, og má
ætla að mörgum þyki þær bæði nýstárlegar og lærdómsríkar.
Mæðiveikin hafði eyðilagt |
fjárstofn minn á svo skömmum
tíma, að óhugsandi var að búa
áfram við sauðfjárræktina eina.
Ég velti því fyrir mér, hvort ég
ætti að flytja í kaupstað eða
reyna heldur að gera búskapinn
fjölbreyttari. Um þessar mundir
sá ég í blaði einu grein eftir
Jónas Sveinsson lækni um sil-
ungsrækt. Var þar svo frá skýrt,
að takast mætti að ala silung
svo að hann yrði 250 gr. á 10—
12 mán., ef skilyrði væru góð.
í landareign nágranna míns,
Þórarins Jóhannessonar, er lít-
il á, 15 stiga heit og mjög gróð-
urrík. Virtist mér sem þar
mundu skilyrði óvenjulega kjör-
in til silungsræktar.
Litlá kemur undan hraunhól-
um nokkuð austan við Kross-
dal. Undan þessum hólum koma
volgar lindir úr jörð, lítið eitt
ofan við vatnsborðið, aðrar
streyma upp úr botni árinnar
hér og hvar. Annars rennur
áin um graslendi á köflum, unz
hún sameinast kaldri á rétt við
túnið í Krossdal. Lengd árinnar
er 680 m, breiddin 20 m og
dýptin um 60 cm.
Okkur nöfnunum kom nú
; saman um að hefja tilraunir
með silungsrækt í Litlá. Við
fengum 45 þús. bleikjuseiði frá
Mývatni og fluttum þau aust-
ur um Reykjaheiði 21. maí og
komum þeim um kvöldið í upp-
eldisstöðina, sem við höfðum
búið þeim I Litlá. Voru það 15
stokkar úr timbri, 4.5 m að
lengd, 20 cm. breiðir og 18 cm.
djúpir. Stokkunum röðuðum
við í ána, hlið við hlið, rétt
neðan við upptök hennar, og
vissu endarnir 1 og undan
straum. Stóðu þeir 5 cm. upp úr
vatni. Ofan við stokkana gerð-
um við stíflu í ána og stilltum
vatnshæðina svo, að 3 mm
vatnsbuna streymdi yfir lárétt
borð fyrir endum stokkanna og
féll niður í þá alla í 7 cm. há-
um fossi. Þannig fengum við
súrefnisríkt, hægt rennandi
vatn í stokkana. í neðri enda
þeirra voru sáldir úr þunnu
smágötuðu blikki. Þurftum við
mikinn útbúnað og árvekni til
að halda jöfnu rennsli af
hreinu vatni í stokkana.
Nú hófum við fóðrun seið-
anna og notuðum allar fæðu-
tegundir, sem við töldum heppi-
legar og gátum útvegað, fisk-
hrogn, egg, heila, ost, brauð,
mjólk og víur. Víurnar voru eft-
irsóttastar, en af þeim höfðum
við lítið, því að vorið var kalt.
Hrogn notuðum við mest, en sá
galli var á því, að minnstu seið-
in náðu ekki utan um þau með
kjaptinum. Eitthvað fundu
seiðin ætilegt í mjólkinni, því
að allur hópurinn fór á kreik,
þegar hún kom í vatnið, og
hver einstaklingur beitti sínum
snöggu veiðihreyfingum, en
hverju þeir ná®u var vitan-
lega ómögulegt að sjá með ber-
um augum.
Fljótt á litið virtist þetta
ganga að óskum, en svo var þó
ekki. Vanhöldin voru of mikil,
mörg hundruð seiði á dag. —
Eftir talsverðar tilraunir og at-
huganir afréðum við að breyta
til, og búa seiðunum náttúr-
legri skilyrði en þau höfðu í
kössunum og veita þeim aðgang
að botni og gróðri árinnar.
Við völdum nú 520 fermetra
blett í ánni, gerðum um hann
seiðishelda girðingu úr timbri
með flóðgáttum úr mjög smá-
riðnu neti. Rétt innan við opið,
þar sem vatnið féll inn í girð-
inguna, settum við 70 fermetra
timburfleka ofan á vatnið. Und-
ir þessum hlera héldu seiðin
sig aðallega. Með því að setja
hlerann rétt við innrennslið,
var seiðunum búinn prýðilegur
verustaður. Þurftu þau aðeins
að skjótast fram undan fleka-
brúninni til að komast í
strauminn, en þar æfðu þau
sundið, og jókst þeim nú áræði
og þroski með degi hverjum.
Matgjöfina framkvæmdum við
á þann hátt, að við sálþruðum
hrognunum í strauminn rétt
við innrennslið. Það var oft
gaman að horfa þarna á mál-
tíðirnaT. Strax og seiðin urðu
fyrir styggðinni, fóru þau öll í
fylgsni sitt. En þegar matar-
lyktin barst með straumnum
undir hlerann, fóru að sjást
litlir hausar fram undan fleka-
brúninni. Straumurinn velti nú
hrognunum fram og aftur. Við
svo freistandi sjón gleymdu
seiðin hættunni og hentust úr
fylgsninu. Var nú líkast því sem
þarna væri æfður fimleika-
flokkur að leik. Mörg seiði gátu
elt sama hrognið, þangað til
eitthvert þeirra varð hlutskarp-
ast og þannig koll af kolli.
Þó að seiðin ættu gott
fylgsni undir flekanum, vorum
við alltaf hræddir um þau fyrir
fuglum. Fuglalíf er mikið á
Litlá, einkum eru þar flestar
andategundir, sem nöfnum tjá-
ir- að nefna. Vörðum við ána
fyrir þeim flestum af kappi, en
um aðrar, svo sem taumönd og
urt, hirtum við síður, því að
sagnir eru um, að þær skipti sér
aldrei af silungaseiðum.
Einn morgun, þegar við kom-
um að ánni, sat taumönd á af-
girta svæðinu, f og létum við
hana í friði. Nsésta morgun sat
hún þar enn ásamt maka sín-
um. Hjónin flugu en settust
skammt frá. Við gengum á
hvarf, en komum aftur að
vörmu spori. Þá var öndin kom-
in á sama stað. Þetta gat ekki
verið einleikið, svo að við skut-
um hana tafarlaust. Kom þá
í ljós, er við tókum í lappirnar
á öndinni, að seiðin runnu í
straumi upp úr henni og innan
í henni skiptu seiðin hundruð-
um, er hún var krufin. Öndin
gat ekki h?ifa náð seiðunum
undir flekanum, heldur orðið að
tína þau víðsvegar um girð-
inguna.
Þessi atburður varð okkur
mikið umhugsunarefni. Öndin,
sem við höfðum þarna milli
handa, benti okkur svo greini-
lega á orsökina til þess, að sil-
unga- og laxaklakið hefir borið
svo tiltölulega lítinn árangur,
miðað við allar sfeiðamiljónirn-
ar, sem búið er að sleppa í ár og
vötn hér á landi. Hún benti
okkur á, að vonlítið væri um
verulegan árangur af klakinu,
meðan fuglar og allir vargar yf-
irleitt ættu aðgang að seiðun-
um, meðan þau eru ósjálfbjarga.
Hún sýndi okkur, að seiðunum
má ekki sleppa undan verndar-
hendi mannsins fyrr en þau
eru orðin svo þroskuð, að þeim
stafi ekki hætta af taumönd
og hennar líkum, en skæðara
vargi verður að eyða, því að
hvað mundi t. d. lómur og topp-
önd, með alla sína veiðitækni,
snarræði og fólsku gera mikinn
usla í seiðahópnum, nýkomn-
um úr klakhúsinu, úr því að
taumönd veiðir svona mikið af
stálpuðum seiðum?
Nokkru síðar voru 11 topp-
andir í girðingunni og var nú á
að gizka 20 þús. seiðum færra
í girðingunni en kvöldið áður.
(Framh. á 4. síöu)