Tíminn - 20.03.1943, Qupperneq 3
33. blað
TÍMIM, langardagiim 20. marz 1943
131
Jakob Krístmsson:
Guðjón á Ileriimiiclarstöðum:
Mýjar leiðir
Nýjar leiðir, eftir Jónas
Kristjánsson lækni. Nátt-
úrulækningafélag ís-
lands gaf út.
Tvo síðastliðna áratugi hafa
öðru hvoru birzt fyrirlestrar og
ritgerðir um heilsuvernd og
manneldismál eftir Jónas Krist-
jánsson, lækni. Hefir sumt af
þessu verið sérprentað, en ann-
að komið út í tímaritum og
blöðum. Nú hefir Náttúrulækn-
ingafélag íslands safnað þessu
saman og gefið út í einni heild,
og er. víst, að bók þessi verður
ýmsum kærkomin, því að höf-
undur hennar mun eiga um allt
land marga vini, sem veitt
hafa greinum hans sérstaka at-
hygli og þykir mikill fengur að
fá þær nú í einu lagi.
Bókin hefst á greinagóðum
formála eftir Halldór Stefáns-
son, forstjóra, en alls eru í henni
11 fyrirlestrar og ritgerðir.
Fyrirsagnir þeirra eru þessar:
Heilsufar og hegðun, Máttur
sólar, Sólarljósið, Ljóslækn-
ingar, Hreinlæti, heilbrigði og
mataræði, Berklaveikin og mat-
aræðið, Þreyta, Rísgrjón, Bar-
áttan við myrkravöldin, Lyst-
arleysi í ungbörnum, Nýjar
leiðir.
Enda þótt fyrirsagnirnar gefi
til kynna, að viðfangsefni
greinanna sé talsvert ólík, ber
þær eigi að síður allar að ein-
um og sama brunni: Þeirri rök-
studdu skoðun höfundarins, að
heilsufar íslendinga sé lakara
en það þyrfti að vera og að til
séu vel færar og léttfarnar leið-
ir út úr þeim ógöngum, sem höf,
telur að heilsufar þjóðarinnar
hafi nú ratað í. Vegna þessa
nefnir höf. bók sína Nýjar
leiðir.
En hverjar eru þá þessar nýju
leiðir, sem höf. bendir á? Þær
eru í stuttu máli fólgnar í því,
að menn leggi fulla rækt við að
þekkja sem bezt lögmál það,
sem allt lifandi er háð og hlýði
því jafnan, að svo miklu leyti,
sem nokkur kostur er á. En
meginatriði þessa lögmáls og
jafnframt þá meginskilyrði
heilbrigðs lífs, kveður höf. vera:
nægilegt súrefni, lifandi og við-
eigandi fæðu og síðast, en ekki
sízt, öra tæming óhreinna efna
úrlíkamanum.
í fljótu bragði kynni nú ein-
hverjum að virðast, að hér sé
ekki mikið nýtt á ferðinni;
þetta viti almenningur full vel.
En það er ekki nóg að vita það,
ef lítt eða ekki er farið eftir
því. Þ,að verður að hlýða þessu
lögmáli svo sem unnt er og
haga heilsuvernd sinni sam-
kvæmt þvi, ef vel á að fara. Og
svo er nú líka hætt við því, að
þekkingu á þessu efni sé víða
allmjög ábótavant.
Flestir hafa eflaust nokkra
reynslu af því, hversu óþægilegt
og skaðvænt súrefnissnautt
loft er, en þó munu færri en
ætla mætti forðast það. Það
lætur og að líkum, að ekki all-
fáir hafi einhver kynni af ó-
þægindum þeim, er treg tæm-
ing þarmanna hefir í för með
sér, því að þessi kvilli mun nú
mjög almeímur; en hitt er á
hinn bóginn ekki líklegt, að
mörgum sé ljós, hvaða mein-
semdir hann kann að hafa 1
eftirdragi. Þá má og búast við
því, að fáir hafi gaumgæfilega
reynt að athuga, hvort kvilli
þessi og vellíðan líkamans yfir
höfuð, kynni ekki að allmiklu
leyti að eiga rætur að rekja til
eðlis og matreiðslu fæðuteg-
unda þeirra, er þeir leggja sér
til munns. Ennfremur er og ó-
sennilegt að mörgum sé að
nokkru ráði kunnugt um það,
hvers konar fæða það er, sem
náttúrulækningasinnar nefna
lifandi fæðu og telja að enginn,
sem halda vill fullu fjöri, megi
án vera. En um þetta og margt
fleira veitir einmitt bók Jónas-
ar læknis athyglisverða fræðslu,
sem ekki mun annars staðar
fáanleg í íslenzkum bókum.
Munu menn varla nota margar
af tómstundum 'sínum til þarf-
ari hluta en að kynna sér þessa
fræðslu. Fullkomin líkamleg
heilbrigði er svo mikilvæg, að
ekki má virða að vettugi neitt
af því, sem líkindi eru til að
greiði henni götu til einstakl-
inga og alþjóðar.
Nú kynni einhver að segja, að
kenningar og ráð náttúrulækn-
ingafélagsins séu ekki líkleg til
þess að koma mönnum að miklu
haldi. Um það skal ég ekki
þræta, en þykir rétt að benda á
hitt, að mér er kunnugt um þó
nokkra menn, sem víða hafa
reynt að leita sér lækninga, en
engan bata fengið fyrr en þeir
leituðu til Jónasar Kristjáns-
sonar. Hjá honum fengu þeir
að því er séð verður, mikla eða
fulla meinabót, þótt lækningin
væri ekki fólgin í öðru en böð-
um og breyttu mataræði. Heilsu-
far Jónasar sjálfs virðist og
styðja réttmæti kenninga hans.
Hann hefir um nokkurra ára
skeið lifað heilsufræðiskenn-
ingar sínar svo sem framast
hefir verið unnt og jafnframt
því orðið heilsuhraustari og
stæltari. Hann er nú kominn á
áttræðisaldur og er þó léttur í
spori, eins og ungur maður, fer
á hverjum morgni um áttaleyt-
ið í sundhöllina og grípur flest-
um rösklegar til sundsins, þeg-
ar þar er komið; en síðan vinn-
ur hann allan daginn að lækn-
isstörfum og stundum 12 til 15
stundir á sólarhringi? Hann hef-
ir ekki aðeins góða heilsu, held-
ur virðist og fullur af krafti og
óvenjulegri starfsorku, þótt ald-
urinn sé orðinn þetta hár. —
Ritgerðir Jónasar læknis í
ofangreindri bók eru vel skrif-
aðar: Hugsunin skýr, málið við-
feldið og látlaúst. Frágangur
bókarinnar er góður.
Jakob Kristinsson.
„$kíníaxí(<
SKINFAXI, tímarit U. M. F. í.
Annað hefti 33. árg. Skinfaxa er
nýlega komið út. Er hefti þetta
hið snotrasta að efni og frá-
gangi, og ritstjóranum, séra Ei-
ríki J. Eiríkssyni skólastjóra að
Núpi, til sæmdar.
Aðalgseinin í heftinu er um
Einar Jónsson myndhöggvara,
lífsskoðun- hans og listaverk.
Hefir séra Jakob Jónsson ritað
greinina eftir viðtali við lista-
manninn. Kemur fram í grein-
inni meira af lífsskoðun Einars
Jónssonar, en hónum er títt að
láta uppi, því að hann er maður
dulur hversdagslega og er tam-
ara að birta hugsanir sínar í
listaverkum en í orðum.
Segir Einar Jónsson svo við
æskulýð þessa lands og ung-
mennafélög:
„Okkar timi er hættulega
staddur í eftiröpun eftir út-
lendingum. Við erum ung þjóð,
miðað við nútímatækni og
menningu, og af því að við erum
skemmra á veg komnir í ýmsu,
höldum við, að allt sé takandi
eftir. Ég get t. d. aldrei nógsam-
lega grátið það, að „jazzið“ er
komið til landsins. Fátt stuðlar
meira að því að eyðileggja unga
fólkið. Það er mitt álit, að hið
opinbera eigi ekki að hlynna að
slíku,. t. d. með útvarpinu, —
að setja þannig haft á fætur
æskulýðsins. Taglhnýtingshátt-
ur er mjög áberandi. Hingað til
höfum við verið einsamlir úti á
hafi. En svo kom stórt skip og
við förum í kjölfar þess. Og
okkur finnst það dásamlegt að
fylgja svona stóru skipi, en
getum hæglega drukknað í kjöl-
farinu“.
Þegar sumir af okkar yngri
listamönnum kvarta yfir því,
að þeim sé ekki sýndur sá sómi,
er þeim að eigin dómi ber, ættu
þeir aö staldra við og hugga sig
við það, að íslendingar hafa
sýnt það í orði og verki, að þeir
kunna allvel að metá Einar
Jónsson. Feti þeir í fótspor hans
af alúð, mun ekki heldur ör-
vænt um viðurkenningu og
orðstír þeim til handa.
Guðmundur Böðvarsson á
þróttmikið hvatningakvæði í
heftinu. Ólafur Jóhannesson
lögfr. birtir ávarp, er hann
flutti i útvarp á kvöldvöku
stúdenta 1. des. sl. Þorsteinn
Einarsson ritar íþróttaþætti, en
loks eru minningagreinar og
skýrslur um félagsmál.
Skinfaxi á nú sem fyrr erindi
til allra æskumanna landsins.
J. Ey.
Athugasemdir við soguþæiti
landpðstanna
Póstferðiu yfir Ilollav
Fyrir nokkru bárust mér í
hendur Söguþættir landpóst-
anna, stórt og mikið rit í tveim
bindum. Eins og af líkum má
ráða, hefir verið mikið og vanda
samt verk að safna þáttum
þessum og rannsaka heimildir.
Ég hefi nokkuð blaðað í bók-
inni og þá einkum og sér í lagi
var mér hugleikið að lesa þá
þættina, sem mér voru að ein-
hverju kunnir eða mönnum, bú-
settum hér í þessu héraði.
Ekki kæmi mér á óvart þó
ýmsum, sem til þekkja, finnist
stuttir þættirnir og fátt sagt
af þeim póstunum Hannesi
og Hans norðanpóstum, Árna
Gíslasyni vestanpósti og Guð-
mundi Kristjánssyni vestan-
pósti. Þeir Hannes, Hans og
Árni höfðu þó langar og erfiðar
ferðir allt frá Reykjavík til.
Staðar í Hrútafirði og frá
Reykjavík til Hjarðarholts í
Dölum. Voru þetta oft og tíðum
mjög erfiðar ferðir um óbrúuð
vatnsföll og langa fjallvegi og
flestir munu telja þessa menn
sízt ómerkari pósta en þá
frændur Jón og Jóhann, að
þeim ólöstuðum, sem sagnarit-
arinn ver allmiklu rúmi til að
segja frá, og geri mikið úr þeim
erfiðleikum, sem þeir hafi átt
við að etja um langa fjallvegi
og óbrúaðar ár. Á það má þó
benda, að 1911 eru allar ár brú-
aðar á milli Sveinatungu og
Hrútatungu. 1906 er síminn
lagður um Holtavörðuheiði og
var það mikill vegvísir. Hér í
héraði eru búsettir nokkrir
menn, sem hefðu sennilega
getað gefið upplýsingar um
ferðir landpóstanna, en um
marga af þeim hefi ég sann-
frétt, að ekki hafi verið að
spurðir. Hefði þó ekki mátt
minna vera en við þá menn
hefði verið talað, sem beint eða
óbeint eru nefndir í sagnaþátt-
um Jóns og Jóhanns.
í Borgarnesi er búsettur Ólaf-
ur Guðmundsson, skýrleiksmað-
ur, sem lengi var í vetrarferð-
um með Árna Gíslasyni. Ekki
mun hafa verið leitað til hans
um sagnir af ferðum þeirra
Árna. í æviágripi Jóns Jóns-
sonar pósts frá Galtarholti seg-
ir í sambandi við konu hans
Sigríði Guðmundsdóttir, sem ég
vil bæta hér við að hafi verið
ein með fremstu konum sinnar
samtíðar um marga hluti, að
sögn hafi Þorbjörn ríki á
Helgavatni átt alla Þverárhlíð.
Þessi sögn er fjarri sanni. Hann
eignaðist aldrei hálfa Þverár-
hlíð, hvorki að býlatali eða að
jarðardýrleika. Mun Þorbjörn
hafa eignazt 7 jarðir og Helga—
vatnssel þá 8. Sögn þessi sýn-
ir, að sagnaritarinn vandar
ekki alltaf til heimilda.
Ég las þátt Jóhanns Jónsson-
ar, núverandi gistihússtjóra í
Fornahvammi m. a., er hann
fór hina eftirminnilegu póst-
ferð yfir Holtavörðuheiði 6. des.
1925, ásamt þeim félögum, sem
síðar verða taldir, og missti
Ólaf Hjaltested af sér skammt
frá bæ í Fornahvammi. Þáttur-
inn er • háður svo röngum frá-
sögnum, að mig undrar að nokk-
ur maður viðhafi slíkt vísvit-
andi þess, að skynbærar verur
samtíðar sinnar eru skammt
undan landi. Af ógreindri á-
stæðu verða þessi mismæli Jó-
hanns meðal kunnugra ekki
eins saknæm og vænta 'mætti.
En þegar þau koma fyrir augu
fjarlægra lesenda, skoðast þau
við allt aðra birtu, ekki sízt
þegar bókin dregst inn í fjar-
lægð tímans.
Ég, sem þessar línur rita, var
heimilismaður í Fornahvammi
þegar áðurnéfndur atburður
skeði. Fyrir lítilsháttar hjálp-
fýsi drógst ég svo nálægt hon-
um, eftir að Jóhann og hans fé-
lagar komu til Fornahvamms,
eins og síðar verður frá sagt.
4. og 5. hins fyrrnefnda mán-
aðar lagði snjó til heiða, sér-
staklega á Norður- og Norð-
vesturlandi. Safnaðist þessi
snjór með hægviðri þar til 6.
irðiihefði 8. des. 1935.
sama mánaðar, að brast á með
norðanhríð og hana svo harða,
að ég minnist ekki að hafa
komið út í annað eins veður
fyrr né síðar. Þann sama dag
lagði Jóhann Jónsson póstur að
norðan ásamt þeim félögum,
sem hér verða tilgreindir: Jóni
Pálmasyni, bónda á Þingeyrum,
Ólafi Jónssyni, framkvæmda-
stjóra Ræktunarfélags Norður-
lands, Kjartani Guðmundssyni
frá Tjarnarkoti í Miðfirði og
Ólafi Hjaltested, kaupmanni í
Reykjavík. Segir ekki af ferð-
um þeirra hér, fyrr en Kjartan
Guðmundsson kemur að Forna-
hvammi næstu nótt. Var hann
furðu hress eftir slarkið. Sagð-
ist honum svo frá, að hann
hefði misst af félögum sínum
fyrir nokkru, og búizt við að þeir
hefðu komizt að Fornahvammi.
Nokkru síðar koma þeir Jóhann
Jónsson, Jón Pálmason og Ól-
afur Jónsson. Sögðu sem var, að
þeir hefðu orðið að skilja Ólaf
Hjaltested eftir, og frá þeim
stað hefðu þeir talið 16 síma-
staura heim að Fornahvammi.
Þátturinn getur þess, að við
komu þessara manna hafi
heimilisfólkið ekki þorað til
dyra; haldið þá afturgengna.
Eftir nokkra stund hafi verið
hafin leit að Hjaltested af þeim
Jóhanni og Jóni, og með þeim
hafi farið tveir röskir heima-
menn. Þegar út kom hafi þeir
síðartöldu tekið andköf og leg-
ið við köfnun og hinir orðið að
leiða þá. Hafi þeir fundið tvo
hesta lengra uppi i heiði og við
að koma þeim í hús hafi annar
heimamanna týnzt, og ‘ hafi
þeir fundið hann liggjandi í
skafli. Má skiija svo, að þeir
hafi bjargað honum frá dauða.
Fjarvera þessara manna hafi
verið sjö klukkustundir.
Nú vík ég að hinni réttu um-
sögn:
Eftir að þeir félagar höfðu
dvalið skamma stund í Forna-
hvammi bjuggust til leitar þeir
Jóhann Jónssori, Jón Pálmason,
og ennfremur Guðmundur
Gíslason, sem' þá var ábúandi
Fornahvamms, og sá, sem þess-
ar línur ritar. Eins og gefur að
skilja, var enginn heiðarfarar-
hugur í þeim, sem hana fram-
kvæmdu, heldur var sú ákvörð-
un framundan, að komast á
staðinn, þar sem Hjaltested var
skilinn eftir.’ Til þess átti að
styðjast við áðurnefnda staura-
tölu símalínunnar, og var það
gert. Yfir það hefi ég engan
mæli, hver leitarmanna dró
öðrum þyngra eða léttara and-
ann, þegar út var komið. Man
ég að Jón Pálmason mælti á þá
leið, hver skyldi ganga fyrir
í förinni. Hvers nafn hann
nefndi hiröi ég ekki frá að
greina, en ég bætti við, að tveir
og tveir skyldu haldast í hend-
ur, sem var gert, því að ég áleit
að sameiginlegt átak kæmi bet-
ur að notum gegn ofviðrinu og
kom ekki í hug á þeirri stundu,
að þetta fyrirmæli mitt yrði
notað okkyr til vanza síðar.
Er nú fljótt yfir sögu að fara,
að ferðin gekk hindrunarlaust,
eftir því sem vænta mátti. Það
sorglega skeði, að leitin bar ekki
tilætlaðan árangur. Aðeins
fundust hestar þeir, sem þátt-
urinn telur að fundizt hafi upp
á heiði, og kom í ljós síðar, að
þeir höfðu á þeirri stundu verið
fáa faðma frá þeim stað, sem
leitað var á, og komum við heim
að Fornahvammi eftir rúmlega
þriggja klukkustunda útivist.
Eins og að framan er lýst, eru
það bein ósannindi, að fjarvera
leitarmanna hafi verið sjö
klukkustundir, einnig að hest-
arnir hafi fundizt uppi í heiði
í það sinn. Eitt er og enn víst,
að Fornahvammsmenn urðu
ekki hjálparvana og áttu enga
lífgjöf Jóhanni eða þeim félög-
um að launa í það sinn. Um
hugarveilu heimafólks læt ég
fjöldanum eftir að greiða úr,
hvað satt er og satt ekki. Það
út af fyrir sig sýnir síðar, að á
tuttugustu öld hafi lifað neisti
(Framh. á 4. síðuj
Satnband ísl. sainvinnufélatta.
Hafiö eftirfarandi í huga!
Tekjuafgangi kaupfélags er úthlutað til félags-
manna í hlutfalli við viðskipti þeirra.
Blautsápa
frá sápuverksmlðjuimi Sjöfn cr almcimt \ið«
urkenud fyrir gæði. Flestar húsmæður nota
Sjaínar-blautsápu
Fryst Dílkakjöt
úrvals dilkakjöt
úr öUum beztu f járhéruðum landsins.
Aðeins selt í heilum skrokkum.
Frystihúsíð Herðubreið
Fríkirkjuvegi 7. Sími 2678.
NICÍLIMGAR
milli Bretlands og íslands halda áfram,
eins og að undanförnu. Höfum 3—4
skip í förum. Tilkynningar um vöru-
sendingar sendist
Cullííord’s Associated Línes, Ltd.
26 LONDON STREET,
FLEETWOOD.
Tilkynning
... c-
Á fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur 4. þ. m., var
samþykkt eftir tillögu heilbrigðisnefndar:
5 M U' W ■'S?
Að banna öllum mjólkursölubúðum að nota
trektir við mælingu mjólkur og rjóma, og krefjast,
að mjólk og rjómi sé einungis afhent í ílát, sem
ekki þurfa að snerta mjólkurmálin.
Að fyrirskipa, að afgreiðslustúlkur í mjólkur- og
brauðabúðum noti kappa, sem skýli hárinu til
fullnustu meðan á afgreiðslu stendur.
Ákvæði þessi ganga í gildi 1. apríl n. k.
Þetta tilkynnist öllum þeim, sem reka mjólkur-
og brauðsölubúðir hér í bænum.
Lögreglustj órí nii
í Reykjavík.
F ramsóknarmenn
í Reykjavík
Afgreiðsla Tíinans biður ykkur vinsamleg-
ast um aðstoð við að ntvega börn eða nnglinga
til að bera blaðið til kanpenda í bænnm.