Tíminn - 08.04.1943, Blaðsíða 1
RITETJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRAR3NSSON.
ÚTGEFFANDI:
FRAMSÓKN ARFLOKKURINN.
PRENTSMIÐJAN EDDA bi.
Símar 3948 og 3720.
RITSTJÓRASKRIPSTOFUR:
EDDUHÚSI. Llndargötu 6A.
Slmar 2333 or 4373.
AFGREIÐSLAí INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargðtu 9 A.
Stai 3323.
27. árg.
SUnkjavík, fimmtudagiuu S. apríl 1943
41. MafS
Tillöfifur Ijárhafifsnefndars
Framíærsluvísitalan verði
lækkuð níður
1
stig
Sjötugur:
Ingimar Eydal
ritstjóri
Ef Ingimar Eydal væri nú
orðinn tvítugur maður, og vildi
láta berast út þá fregn, að hann
væri fús að gefa sig að blaða-
mennsku, þá myndu margir aö-
standendur blaða hafa litið til
hans hýru auga. Ingimar Ey-
dal myndi undir þeim kringum-
stæðum hafa orðið fljótur að
velja sér skiprúm, og ekki reynzt
hvikull um stefnuna.
Ingimar Eydal valdi sér
snemma öruggt skiprúm. Hann
varð strax á unga aldri mjög
kunnur fyrir það, að hann var
í einu óvenjulega ritfær og orð-
fær. Hann gekk ungur í lið með
forstöðumönnum samvinnu-
málanna í héraðinu, Kristins-
sonum, Einari Árnasyni og fjöl-
mörgum öðrum, og hefir stað-
ið í þeirri liðsveit og jafnan í
fremstu röð nálega öll sín full-
orðinsár. Hann hefir verið einn
af stjórnendum Kaupfélags Ey-
firðinga öll þess þroskaár. Hann
hefir verið ritstjóri Dags á Ak-
(Franih. á 4. sí5u)
Dýrtíðarmálið:
Afstaða stjórnarínn-
ar til tíllagna fjár-
hagsnefndar
Önnur umræða um dýrtíðar-
frumvarp ríkisstjórnarinnar
hófst í gær. Eftir að framsögu-
maður fjárhagsnefndar hafði
gert grein fyrir tillögum nefnd-
árinnar kvaddi forsætisráð-
herra sér hljóðs. Hann sagði m.
a.:
„Um- leið og háttvirt deild
tekur nú málið til meðferðar og
afgreiðslu, vil ég taka það fram
af hálfu stjórnarinnar, að ef
þingið afgreiðir málið í þeirri
mynd, sem það liggur nú fyrir
frá hendi háttvirtrar fjárhags-
nefndar, eða í annarri mynd,
sem er ekki meira í samræmi
við yfirlýsta stefnu stjórnar-
innar, telur stjórnin sér skylt
að taka þá til athugunar af-
stöðu sína til þeirrar afgreiðslu.
Þetta vildi ég hafa sagt nú,
til þess að þingið gæti haft
hliðsjón af því við meðferð og
afgreiðslu málsins."
Nánar verður sagt frá um-
ræðum síðar.
Engin bindandi ákvæði um framtíðarverð-
lag landbúnaðarafurða, nema fullt sam-
komulag náist
Tillögur fjárhagsnefndar neðri deildar við dýrtíðarfrv.
ríkisstjórnarinnar hafa nú verið lagðar fram í þinginu.
Gera þær ráð fyrir gerbreytingu, bæði á fyrri og síðari
iögum stjórnarinnar, er áður hefir verið sagt frá hér
í blaðinu.
í áliti sínu segist nefndin hafa reynt að kynna sér öll
sjónarmið og reynt að gæta alls, sem nauðsynlegt
væri til þess að tryggja tillögum hennar nægilegt fylgi.
Aðaltillögur nefndarinnar eru þessar:
Fyrsta tillaga nefndarinnar er
sú, að fella niður 1. og 3. kafla
frv., er fjalla um skerðingu
varasjóðshlunninda og eigna-
aukaskatt. Skúli Guðmundsson
lýsir einn fyrirvara við niður-
fellingu 1. kafla (afnáms vara-
sj óðshlunninda).
Segir svo um þetta í tillögum
nefndarinnar:
„Nefndin gerir þá tillögu, að
I. kafli stjórnarfrv., um skatt-
skyldu af varasjóðstillögum, og
III. kafli, um eignaraukaskatt,
falli niður. Er það ekki vegna
þess, að nefndin eða meiri hluti
hennar sé í sjálfu sér mótfall-
inn grundvallarhugmyndum
þeirra kafla, heldur vill nefndin
sumpart draga þær deilur, sem
verða kunna um þessa kafla,
út úr umræðum um sjálft dýr-
tíðarmálið, og eins telja nefnd-
armenn, að þessir kaflar þurfi
meiri undirbúnings við en þegar
er orðinn“.
V er ðlækksmar skattur
Önnur tillaga nefndarinnar
er sú, að sá hluti viðreisnar-
skattsins, er átti að vera skyldu-
sparnaður, falli alveg niður, og
lágmark skattskyldra tekna
hækki í 10 þús. kr. úr 6 þús.
þús. Jafnframt leggur nefndin
til, að skatturinn verði ekki
kallaður viðreisnarskattur
heldur verðlækkunarskattur,
þar sem tekjur hans eiga að
notast til að halda dýrtiðinni
niðri. Áætlar hún tekjur af
honum 6—8 milj. kr., er notist
þannig:
Til verðlækkunar á kjöti 2
milj. kr., til verðlækkunar á
mjólk 1 milj., til atvinnutrygg-
ingarsjóðs 3 milj. kr.
Skyldusparnaðurinn, sem
stjórnarfrv. gerði ráð fyrir, átti
samtals að nema 2 milj. kr. og
var aðallega lagður á láglauna-
menn.
ISreytmg á vísitölu
Þriðja tillaga nefndarinnar
er sú, að ríkisstjórnin leiti
samninga við samtök launþega
um að fyrsta mánuðinn eftir að
dýrtíðarlög þessi öðlast gildi,
skuli gilda vísitala, er byggist á
verðlaginu 1. dag þess mánað-
ar.
Ef lögin gengju t. d. í gildi 1.
maí og lækkuðu vísitöluna í 230
stig, eins og gert er ráð fyrir, en
vísitalan í apríl hefði verið 262
stig, ættu launþegar tilkall til
vísitölunnar 262, ef núverandi
tilhögun væri fylgt. Nefndin
(Framh. á 4. siðu)
Smáútgerðin þari undanþágu
írá viðreisnarskattinum S
SkattMuimmdi gróðafélaga cru óréttmæt
þegar skattar eru kækkaðir á emstaklmgum
Eysteinn Jónsson og Páll Zophóníasson flytja þrjár breyting-
artillögur við 1. kaflann í dýrtíðarfrumvarpi stjórnarinnar, er
fjallar um varasjóðshlunnindi hlutafélaga. Samkvæmt tillögum
fjárhagsnefndar á þessi kafli alveg að falla niður.
Fyrsta breytingartillagan er
sú, að varasjóðshlunnindi hluta- I
félaga annarra en þeirra, sem I
reka sjávarútveg, falli niður.
Hlutafélög þau, sem reka sjáv-
arútveg, skulu halda hlunnind-
unum, enda sé allt varasjóðs-
tillag þeirra lagt í nýbyggingar-
sjóð. Skattfrjálst varasjóðstil-
lag skal þó lækka í % hluta af
hreinum tekjum, þegar vara-
sjóður er orðinn jafnhár hluta-
fénu, enda nemi hann þá einni
milj. kri eða þar yfir.
Önnur breytingartillagan er
sú, að skattfrjálst nýbygginga-
sjóðstillaga smáútvegsmanna og
sameignarfélaga, er reka sjáv-
arútveg, skuli hækka úr 20% í
33V2% af hreinum útgerðar-
tekjum. Þessi hækkun skal þó
eigi koma til greina, ef þessir
aðilar hafa lagt meira en 200
þús. kr. í nýbyggingarsjóð.
Þriðja breytingartillagan er
sú, að þessi ákvæði skuli koma
til framkvæmda við álagningu
skatts á þessu ári.
Fyrri breytingartillagan er
byggð á þeirri röksemd, að
ranglátt sé að veita gróðafélög-
um mikil skattahlunnindi, þeg
ar skattur er stórþyngdur á öll-
um einstaklingum með við-
reisnarskattinum. Hins vegar
myndi þessi skattur leggjast
sérstaklega þungt á smáútvegs-
menn, þar sem hann er tiltölu-
lega mestur á þeirri tekjuhæð,
sem er almennust hjá þeim, og
þykir því rétt að auka nýbygg-
ingasjóðshlunnindi þeirra.Hing-
að til hafa þeir notið minni
hlunninda í þessum efnum en
hlutafélög, sem reka sjávarút-
veg.
Erlent yflrlit 8. apríl:
Eríiðleikar landbúnaðaríns
í Bandaríkjunum
Laugarnes-
spítali
brennur
Mlutföllm milli afurðavcrSs og almeims kaup-
g|aMs eru lió hagstæðari bændum mi en 1939
Samkvæmt frétt frá upplýs-
ingastofu Bandaríkjanna hér
hefir Roosevelt forseti nýlega
neitað að staðfesta lög, sem
felldu niður verðuppbætur á
landbúnaðarafurðum.
Verðlagi nokkurra landbúnað-
arvara er nú haldið niðri með
opinberum framlögum. Lögin
virðast hafa gert ráð fyrir að
þessar uppbætur féllu niður og
verðið til neytenda hækkaði, er
því svaraði. Hér var því ekki að
ræða um beina hækkun á verð-
inu til bænda, eins og sum ís-
lenzku blöðin hafa túlkað það.
Hins vegar hefði þetta hækkað
verðið til neytenda og því gert
óhagstæðari hlutföllin milli
þeirra og framleiðenda, þótt
þeir síðarnefndu fengu engan
beinan hagnað. Synjun Roose-
velts virðist byggjast á því, að
hann vill reyna að halda nú-
verandi hlutföllum milli neyt-
enda og framleiðenda sem stöð-
ugustum.
Ef miðað er við árið 1939 hafa
hlutföllin milli verðlags land-
búnaðarvara og almenns kaup-
gjalds í Bandaríkjunum breytzt
Noregssöínun
in 700 þús. kr.
Viðtal við Guðlaug
Rósinkrans
Tíminn hefir fengið þessar
fréttir af Nóregssöfnuninni
hjá ritara Norræna félagsins,
Guðlaugi Rósinkranz, sem
jafnframt er formaður fram-
kvæmdanefndar Noregssöfn-
unarinnar:
— Noregssöfnunin er nú
komin upp í nær því 700 þús.
krónur og má telja það góðan
árangur á tæpu ári. Söfnunin
hefir verið nokkuð almenn, þótt
nokkrar sveitir hafi lítið tekið
þátt í henni, sem stafar af því,
að þar hefir skort áhugasama
menn til þess að beita sér fyrir
henni. Öllum prestum landsins
voru sendir söfnunarlistar og
hafa mjög inargir þeirra beitt
sér vel fyrir söfnuninni. í
sumum sveitum, eins og t. d. í
Landeyjunum og í Kjalarnes-
hreppi, hefir söfnunin verið
mjög almenn og gefendur þar
á hverjum bæ og víða allt heim-
ilisfólkið. Sama er að segja um
Sandgerði.
Mest hefir, sem gefur að
skilja, safnazt í Reykjavík. Hjá
einstökum safnendum hefir
mest safnazt hjá Morgunblað-
inu eða rúm 20 þús. Utan
Reykjavíkur, í sveitum, mest
hjá sr. Jóni Skagan presti á
Bergþórshvoli, um 2000 kr. Af
einstaklingum og einstökum
fyrirtækjum hafa þessir gefið
stærstu upphæðirnar: Kveld-
úlfur h.f. kr. 10 þús., Samvinnu-
félag ísfirðinga 6 þús., Bæjar-
útgerðin í Hafnarfirði, Verzlun
O. Ellingsen og Síldarverksm.
ríkisins, 5 þús. kr. hver, Olíu-
verzlun íslands og Kaupfélag
Húnvetninga gáfu 3 þús. kr.
hvor, Höjgaard og Schults 2.5
þús., H. Ben. & Co., Haraldur
Böðvarsson Akranesi, Hamar
h.f. 2 þúsund krónur hver. Jón
Engilberts listmálari gaf mál-
verk, sem seldist á kr. 3000.
Mörg fyrirtæki hafa gefiö 1
þús. kr. Þessi bæja- og sveita-
(Framh..á 4. siðu)
bændum í hag seinustu árin.
Afurðaverðið hafði hækkað
hlutfallslega meira en kaup-
gjaldið frá því í stríðsbyrjun og
þar til festingin gekk í gildi á
síðastliðnu hausti.
Roosevelt berst nú fyrir því
að halda þessum hlutföllum ó-
breyttum, þótt þau sé hagstæð-
ari landbúnaðinum en verka-
fólkinu, miðað við árið 1939.
Liggur þannig fyrir sú- viður-
kenning amerískra stj órnar-
valda, að framleiðslukostnaður
landbúnaðarins hafi hækkað
meira en framfærslukostnaður
launþega á þessum tíma.
Þrátt fyrir það, þótt bændur
fái nú hlutfallsléga hærra af-
urðaverð, miðað yið kaupgjald,
en 1939, telja þeir landbúnað-
inn í stórri hættu staddan.
Þetta stafar fyrst og fremst af
verkafólksskorti. Landbúnaðar-
verkamenn hafa ekki aðeins
verið kvaddir i herinn. Jafn-
framt herkvaðningunni hefir
atvinnan aukizt í borgunum, en
þar var víða atvinnuleysi áður.
Meðan atvinnuleysi ,var í borg-
unum, kepptu þær ekki eins við
sveitirnar um verkafólkið.
Bændur gátu þá fengið verka-
fólk fyrir lægra kaupgjald en
greitt var í borgunum. Nú vill
verkafólkið ekki vera í sveitun-
um, þar sem hærra kaupgjald
býðst annars staðar. Bændur
hafa því verið tilneyddir að
hækka kaupiö. Af þessu leiðir,
að kaupgjaldið hefir hækkað
hlutfallslega mun meira í sveit-
um en í borgum. Bændur segj-
ast því ekki geta rekið fram-
leiðsluna, nema þéir fái verðið
hækkað eða tryggingu fyrir ó-
dýrara vinnuafli.
Stjórnin hefir reynt að koma
til móts við þessa kröfu bænda,
án þess að þurfa að hækka
verðlagið. Bændur og landbún-
aðarverkamenn hafa fengið
ýmsar undanþágur frá her-
kvaðningu og ýmsar hömlur
hafa verið settar gegn því að
landbúnaðarverkamenn réðust
í atvínnu hjá iðnfyrirtækjum.
Bændur telja þessar ráðstafan-
ir þó hvergi nærri fullnægjandi.
Hoover fyrrv. forseti hefir kom-
ið með þá tillögu, að reynt yrði
að útvega landbúnaðarverka-
menn frá México.
Það er nú talið eitt örðugasta
vandamál stj órnmálamanna í
Bandaríkjunum, að hindra
stórfelldan samdrátt landbún-
aðarframleiðslunnar. Síðastlið-
ið haust varð víða-mikið tjón á
uppskerunni, því verkafólk
vantaði. Sú reynsla hefir orðið
til þess, að bændur hafa und-
irbúið samdrátt framleiðslunn-
ar, sem mun koma til fram-
kvæmda, ef mál þeirra fær ekki
frekari undirtektir stjórnar-
valdann,a.
Seinustu fréttir
Loftárásir Bandamanna á
Þýzkaland, Ítalíu og hernumdu
löndin hafa verið með allra
mesta móti seinustu dagana.
Rússar halda nú uppi all-
harðri sókn í Kákasus og nálg-
ast nú helztu varnarstöðvar
Þjóðverja þar.
Áttundi brezki herinn hefir
hrakið her Rommels úr bæki-
stöðvunum, sem hann hafði
tekið sér við Wadi Akareth.
Teknir voru um 6—10 þús fang-
ar. Bandamenn hafa haldið
uppi hörðum loftárásum í Tun-
is.
Um áttaleytið í gærkveldi
kom upp eldur í Laugarnesspít-
ala. Varð allt spítalahúsið al-
elda á skömmum tíma.
Þrátt fyrir ítrasta slökkvi-
starf tókst ekki að koma í veg
fyrir að spítalinn brynni til
kaldra kola.
Þegar blaðið fór í prentun
hafði það ekki haft fréttir af
upptökum brunans. Hins vegar
var vitað, að ekkert manntjón
hafði orðið.
Eins og kunnugt er var lengi
holdsveikraspítali í Laugarnesi,
en sjúklingarnir voru fluttir
jaðan fyrir nokkru. Spítali var
jó starfræktur þar áfram.
Á víðavangi
AMERÍSKA ÚTVARPSMÁLIÐ
VAKIÐ UPP.
Einn af starfsmönnum ís-
íslenzka utanríkismálaráðuneyt-
isins, sem dvalið hefir í Amer-
íku, lýsir í Mbl. vanþóknun
sinni yfir því, að Bandaríkja-
menn skuli ekki hafa fengið
íslenzka rikisútvarpið möglun-
arlaust til að útvarpa íslenzk-
um dagskrárliðum.
Til sönnunar máli sínu telur
hann upp dagskrárliði þá, sem
Bandaríkj amenn hafi verið
búnir að u'ndirbúa.
Þessi ungi maður virðist ekki
skilja það, að efni dagskrárlið-
anna skiptir raunverulega
engu. Hér er um að ræða, hvort
aðrir en íslendingar eiga að sjá
um íslenzkt útvarp frá íslenzkri
útvarpssíöð. Engin sj álf stæð
þjóð lætur öðrum eftir útvarps-
stöðvar sínar til að annast út-
varpsefni, sem varða hana
eina. Það skiptir engu máli,
þótt slík beiðni komi frá vina-
þjóð hennar. Á þeim grund-
velli hljóta íslendingar að
standa meðan þeir líta á sig
sem sjálfstæða þjóð.
Þetta þyrftu þeir menn að
skilja, sem eru í utanríkismála-
þjónustu landsins.
VÆRI HÆGT AÐ HAFNA
TILBOÐI FRÁ RÚSSUM?
Það má hugsa sér málið frá
nokkurri annarri hlið. Hugsum
okkur, að Rússar vildu fá tíma
í Ríkisútvarpinu fyrir íslenzka
dagskrárliði, sem ættu að vera
vinsemdarvottur í garð íslend-
inga. Dagskrárefnið væri á
þessa leið:
1. Upplestur úr hinni frægu
bók Tolstoy, Anna Karenina.
2. Jóhannes úr Kötlufn les
upp kvæði eftir sjálfan sig.
3. Upplýsingar um þekktasta
skáldið, sem nú er uppi í So-
vétríkjunum.
4. Kveðjur á sumardaginn
fyrsta frá nokkrum íslending-
um, sem staddir eru í Rússlandi.
5. Dýrleif Árnad. (frá Skútu-
stöðum) flytur stutt ávarp.
6. Fréttabréf frá íslenzkum
námsmanni um námsstyrki og
nám í Sovétríkjunum.
Ættum við að fallast á þetta
tilboð Rússa?
Þeir, sem hafa ólmir viljað
láta Ameríkumenn fá Ríkisút-
varpið fyrir íslenzka dagskrár-
liði, hljóta að svara því játandi.
Annars væru þeir ekki sjálfum
sér samkvæmir.
KÆRAN Á KOLKA LÆKNI.
Kæra Framsóknarflokksins
yfir framferði Kolka læknis,
hefir vakið inikla athygli, og
munu fáir gerast til þess að
mæla bót framferði héraðs-
(Framh. á 4. siðu)