Tíminn - 08.04.1943, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.04.1943, Blaðsíða 3
41. bla» TtMEVIV, fimmtuclagimi 8. apríl 1943 GREEV AMERÍSKRA DÝRALÆKNA II, 163 Sextng: !">i<rrím Blöndal UM SAUÐFJARRÆKT á Hallormsstað. Hún verður sextug í dag. Hún er fædd á Hallormsstað, dóttir Páls stúdents Vigfússonar og konu hans, Elísabetar Sigurð- ardóttur. Albróðir Páls var séra Guttormur, síðast prestur í Stöð, orðlagður lærdómsmaður, en hálfbróðir Björgvin Vigfús- son, sýslumaður. Elísabet var dóttir Sigurðar Gunnarssonar, prófasts og alþingismanns á Hallormsstað. Einn bræðra hans var Gunnar, bóndi á Brekku í Fljótsdal, föðurfaðir Gunnars Gunnarssonar skálds. Páll Vigfússon dó ungur. El- isabet bjó áfram á Hallorms- stað og ólust börn hennar, Sig- rún og Guttormur, skógarvörð- ur á Hallormsstað, þar upp með móður sinni. Hallormsstaður var mennta- og menningarset- ur, með allmiklum bókakosti. Þar heima hlaut Sigrún æsku- fræðslu sína að mestu, en stundaði síðar nám við kvenna- skóla hér og skóla í Danmörku. Kynnti hún sér þar sérstaklega skólamál síðar, einkum að því er við kom menntun kvenna. Laust fyrir 1920 giftist hún Benedikt Magnússyni Blöndal, sem um langt skeið hafði verið | kennari við búnaðarskólann á Eiðum. Þau hjón eignuðust tvö börn, stúlku, er dó nýfædd, og son, Sigurð, sem nú stundar nám við Menntaskólann á Ak- ureyri. Þegar Alþýðuskólinn á Eið- um tók til starfa árið 1919, urðu hjónin bæði kennarar við þann skóla. Auk kennslu í skólanum hafði frú Sigrún þar vornáms- skeið og kenndi stúlkum vefnað og fleiri handiðnir þar, er kon- um hentar. Hefir hún alla ævi haft vakandi áhuga fyrir heim- ilisiðnaði og skilið manna bezt gildi hans, enda verið þar í fararbroddi meðal landsmanna. Vorið 1924 fluttust hjónin frá Eiðum að Mjóanesi í Valla- hreppi. Þar bjuggu þau í sex ár og héldu þar skóla hvern vetur. Fyrst var skólinn bæði fyrir stúlkur og pilta, en síðar fyrir stúlkur einungis. Varð það inngangur að Húsmæðra- skólanum á Hallormsstað, sem þá var í undirbúningi. Þau hjón voru aðal-hvatamenn og brautryðjendur að stofnun Hallormsstaðaskóla. Hann tók til starfa 1930. Frú Sigrún hefir verið forstöðukona hans frá byrjun. Það var erfitt verk, því að undirbúningur og útbúnaður allur var af miklum vanefnum. Þarna unnu hjónin í samein- ingu að rekstri skólans og smíði, því alla tíð síðan hefir skólinn verið í smíöum, og er vart meira en hálfgerður enn. Húsbóndinn annaðist einkum byggingar, ræktun, námskeið í garðrækt o. fl. haust og vor, og fjármál öll. Húsfreyjan bar aðal- þungann af skólanum innan húss og annaðist handavinnu og matreiðslunámskeið haust og vor. Bæði tóku hjónin á móti gestum — mörgum gestum — vetur og sumar, að öllu leyti á þann hátt, að flestir myndu þeir kjósa að koma þar aftur. í fullri alvöru var reynt að búa ungar stúlkur undir ævistarfið, með fræðslu, áhrifum og vitur- legum og ástúðlegum ráðlegg- ingum, því'að „drottningarhjarta er viðkvæmt og varmt, þó varirnar fljóti ekki í gælum“. Allir vissu hvern hlut Bene- dilct Blöndal átti í þessum störfum. Hann andaðist árið 1939. Það var mikið áfall. Þó hafa störfin verið unnin á Hall- ormsstað. Og fáa mundi hafa grunað, að ekki yrði meira vart við þann heimilisbrest, sem þar var orðinn. Það er trúa min.. að þannig geti þeir einir snú- izt við miklu erfiði og þung- um raunum, sem sjálfir eru mikilmenni. Hér hefir lauslega verið drepið á nokkur atriði úr ein- um þætti af ævistarfi frú Sig- rúnar Blöndal. En af fleira er að taka. Fyrir tæpum fimm- tíu árum heyrðu ungir piltar í Fljótsdalshéraði ferðamenn, sem gistu á Hallormsstað, tala um litla stúlku þar, sem var nákunnug gullaldarbókmennt- um og öðrum þjóðlegum íslenzk- um fræðum og las sér til gagns (Framh. á 4. siðu) I vísu, er hann orti til konu austur í Skörum í Gautlandi fyrir meira en níu öldum. Jóh. Magnús Bjarnason hefir drengilegast allra íslenzkra rit- höfunda og göfugmannlegast hlúð að þeim metnaði og lagt sig fram um að hefja hann í það veldi, að vera hvöt til manndóms og mannræktar. Hann hafði líka sjálfur séð það ævintýri gerast, er gaf boðun hans kraft sannleikans, og enda lifað það sjálfur. Það er ef til vill fyrst af þvi, að hann var að segja sannar og raunveru- legar sögur, þótt atburðaþráð- urinn sé hans hugarsmíð, að honum tókst að skapa svo lif- andi myndir af hug og hátt- um íslenzku vesturfaranna og gera baráttusögu þeirra meðal framandi þjóða, að ævarandi eign hinna, er heima sátu, og eiga drjúgan þátt í því að snúa eftirsjá þeirra og harmi yfir þeirri blóðtöku, sem brottför svo margra vaskrá manna og góðra kvenna var, I sigurhrós og metnað heillar þjóðar. V. Það er engan veginn alhlít regla i þessum heimi, að laun og verðleikar standist á. Og ekki er það svo á sviði lista og skáld- skapar fremur en á öðrum sviðum. Victor Rydberg og Au- gust Strindberg sættu ofsókn. um í sínu ágæta landi. Victor Marie Hugo var lengi land- flótta og Korolenko og mörg önnur fræg rússnesk skáld voru dæmd til Síberíuvistar. Svo má lengi telja, ef fulltalið skal. •íslendingum hefir eigi farizt betur við skáld sín heldur en öðrum. Bólu-Hjálmar var smáð- ur og ofsóttur. Þorsteinn Er- lingsson átti magnaðri óvild að mæta. Svo er aldarhátturinn oft rangsnúinn og skilningur manna þungur í vöfum. En þessu hefir eigi verið þannig farið um Jóh. Magnús Bjarnason. Lítil laun verka sinna hefir hann raunar hlotið. En honum hefir fyrir löngu hlotnazt það, sem má vera hverju skáldi dýrmætast: að eignast traust og varanleg ítök í hugum þjóðbræðra sinna beggja megin Atlantshafs. Hin nýja útgáfa Eddumanna á Ak- ureyri mun gera þau enn traustari og varanlegri. Þeir eru orðnir æðimargir, sem í bernsku bundu órofatryggð við sögur Jóh. Magnúsar. Það er víst, að þeir verða enn fleiri í framtíðinni, svo fremi sem ís- lenzk tunga helzt við lýði. Nú vorar senn í Vatnabyggð- um. Enn sem fyr mun Jóh. Magnús finna til sín leita með vorblænum þakkláta hugi margra fslendinga. Og honum mun það alls ekki minni umbun fyrir ritstörf sín í þágu íslenzkr- ar menningar og íslenzkrar þjóðarsögu, þótt þeir hinir sömu hugir dveljist einnig með þakk- læti við kuml þeirra sona og dætra íslands, sem börðust og sigruðu í framandi álfu og gáfu honum heimild og vald til að skrifa það, er hann hefir skrif- að. Blaðinu hefir borizt þessi grein frá dýralæknum Banda- ríkjahersins hér á landi. Áð- ur hefir verið birt grein frá þeim um mjólkurmeðferð. Sauðfjárræktin er einn aðal- atvinnuvegur íslendinga. Hin- ar miklu afréttir og beitilönd skapa hin ágætustu skilyrði fyrir þennan atvinnuveg. ís- lenzkt gras og hinir löngu sól- skinsdagar sumarsins virðast vera prýðileg skilyrði fyrir fljótum þroska sauðfjár. En þessi þýðingarmikla land- búnaðargrein er samt sem áð- ur annmörkum háð. Vissir sjúkdómar hafa komið upp í nokkrum sauðfjárstofnum, og hafa smám saman breiðst út frá einum bæ til annars. Um alla griparækt er það að segja, að beztum árangri verður náð með því að koma í veg fyrir sjúkdóma fremur en að hugsa einungis um lækningu á þeim. Þegar vissir sjúkdómar koma í ljós, eru til ýmsar varnarráð- stafanir, sem mega kallast und- irstöðuatriði, og miða að þvi að takmarka og draga úr skaðan- um. Nokkrar þessara ráðstaf- ana fara hér á eftir: 1) Gefið skepnunum hreint og hollt fóður og vatn. 2) Hafið þær 1 þurrum og hreinum húsum með góðri loft- ræstingu. 3) Látið skepnurnar njóta eins mikils af sólskini, hreyfingu og hreinu lofti og auðið er. 4) Komið í veg fyrir sam- neyti við smitað eða sjúkt fé. 5) Einangrið allt sjúkt fé og sömuleiðis kindur, sem hafa verið með sjúku fé. 6) Hreinsið og sótthreinsið öll hús og áhöld, sem hafa haft snertingu við sýkt fé. 7) Ef til er gott bóluefni við sjúkdómnum þá má nota það með árangri. Hreinlæti og hreinlætisráð- stafanir er hið mikilvægasta, sem hægt er að gera til að koma í veg fyrir sjúkdóma. Til að koma í veg fyrir sjúk- dóma, er nauðsynlegt að sjá skepnunum fyrir hreinu og hollu fóðri. Það skapar og eflir mótstöðuþrótt gegn sýkingu og sjúkdómum. Lélegt fóður og vöntun á hreinu og fersku vatni dregur úr líkamsþyngd og mót- stöðuafli og þar af leiðandi verður skepnan veikari fyrir sjúkdómi þeim, sem um er að ræða. Fóðrið og vatnið verða að vera hreint, þar eð óhreint fóður og vatn skapa hin ákjós- anlegustu skilyrði fyrir út- breiðslu sóttkveikja. Til dæmis, ef skepnan hefir kvef í lungum (lungnabólgu) og drekkur hún vatn úr sama ílátinu og hinar heilbrigðu. Sóttkveikjan, sem veldur sjúkdómunum fer e. t. v. saman við vatnið og niður í hinar heilbrigðu skepnur, þeg- ar þær fá sér vatn. Sama máli gegnir um fóður. _ Annað mikilvægt atriði til að hindra útbreiðslu sjúkdóma, atriði, sem oft er þó vanrækt, er það að hafa skepnurnar í hreinu, þurru og vel loftræstu húsi. Þetta er mjög þýðingar- mikil ráðstöfun til að koma í veg fyrir og hamla þeim sauðfjársjúkdómum, sem al- gengastir eru á íslandi. Það viðheldur mótstöðuaflinu gagn- vart sjúkdómnum. Ef skepnan er höfð i óhreinu, röku og illa loftræstu húsi, verður hún sjálf köld og rök og er hætt við að kvefast, sem aftur eyðir mót- stoðuaflinu, og að endingu er skepnan alvarlega sýkt af ein- hverjum hinna háskalegu sjúk- dóma, sem nú liggja hér í landi. Þegar um para-berkla er að ræða, finnst sýkillinn, sem veldur sjúkdómnum, í taði hinna sýktu kinda. Ef taðinu er ekki mokað út, þá er sóttkveikj- an að staðaldri I húsunum og heilbrigt fé mun smitast. Það ætti að moka oft úr húsunum. • Það ætti að láta allt féð fá eins mikla hreyfingu, sólskin og ferskt loft og við er komið. Hreyfingin eykur líkamsstarf- semina að miklum mun. Sól- skin er mikilvægt og nauðsyn- legt fyrir allar lifandi verur. Þar eð sumar afréttirnar eru uppi á fjöllum og óbyggðum, hittist fé frá fjarlægum byggð- arlögum. Fé frá bæjum, þar sem sjúkdóma hefir orðið vart, gengur þar með fé frá ósýktum bæjum. Þessi samgangur getur haft í för með sér frekari út- breiðslu sjúkdóma. Um vetrarmánuðina er samt sem áður hægt að gera ráð- stafanir til að hindra samneyti heilbrigðra og sjúkra kinda. Um þetta leyti árs getur hver fjármaður athugað fé sitt oft á dag og komizt að raun um, hvaða kindur eru veikar. Þær ætti þá strax að taka frá hinu fénu og einangra þær eða slátra til þess að koma í veg fyr- ir frekari smitun. Öll hús og áhöld, sem hafa verið notuð í sambandi við sýktar skepnur, verða að hreins- ast (sótthreinsast) eftir að skepnurnar hafa verið fluttar burtu. Ef þetta er ekki gert rækilega, koma aðrar ráðstaf- anir að engu haldi. Það eru mjög fáir af þeim sjúkdómum, sem eru í íslenzku fé nú, sem er hægt að lækna eða koma í veg fyrir með nokkru nú þekktu bóluefni. Bæði innvortis og útvortis sníkjudýr rýra verulega mót- stöðuafl skepnunnar. Þessi sníkjudýr lifa á blóði, sem þau sjúga úr skepnunum. Innvortis sníkjudýr eru ormar í lungum, lifur, görnum og öðrum líffær- um. Útvortis sníkjudýr eru lýs og maur, sem lifa i ull og á húð dýranna. Hrein hús, sem oft er mokað úr, eru mikilvægt atriði til þess að hamla gegn sníkjudýra- sjúkleik, þá er bezt að reyna að lækna það, áður en það er tekið í hús að hausti. Skepnurnar þrífast miklu betur, ef sníkjudýrunum, bæði innvortis og útvortis, er útrýmt áður en þær eru teknar í hús að hausti. Það er betra að baða féð gegn lúsum og kláða að hausti, heldur en þegar líður á vetur, því að með þvi kemur féð í hús, sem eru laus við þessi óþrif. Þegar fé er baðað á köld- um vetrarmánuðum, þá er bæði hætt við kvefi og lungnabólgu. Miklu betri böðunartími eru hinir hlýju sumardagar, strax eftir að féð er rúið. Þá þarf og minna af baðefni, og baðlögur- inn kemst betur að húðinni og vinnur betur að óþrifúnum. Ef útrýmt er innvortis og út- vortis sníkjudýrum (óþrifum), bá er þar með komið í veg fyrir enn eina orsök alvarlegra sjúk- dóma. Fundur verkstjóra (Framh. af 2. síðu) fyrir verkstjórana, þar sem skráðar væru nauðsynlegar töflur og leiðbeiningar, sem verkstjórum mega að haldi koma við störf þeirra. Stjórn sambandsins skipa nú: Jóhann Hjörleifsson, forseti, Gísli Sigurgeirsson, ritari og Jónas Eyvindsson, gjaldkeri. Nýkomið: Battersbyhattar, Bindi, ’ Hálsklútar, Skyrtur, Peysur og vesti. II. Toft Skólavörðustíg 5. Sími 1035. SENDIÐ mér lista yfir bækur, blöð og tímarit, sem þér viljið selja, og ég mun gefa yður mjög hag- kvæm tilboð. BÓKABtÐIN, Frakkastíg 16, Rvík. Sími 3664 Sími 3664. Samband ísl. sainvinnufélaga. Hafið eftirfarandl 1 huga! Tekjuafgangi kaupfélags er úthlutað tll félags- manna í hlutfalli við viðsklpti þeirra. Happdrætíi Háskóla Islands Dregið werður t 2. flokki á laugardag. 352 vinníngar -- samtals 123400 kr. Menn ern beðnir að endnrnýja sem allra fyrst, tll þess að forðast ös síðnstu dagana fyrir dráttinn. Dömu kápnr, dragtir, rykfrakkar, kjólar. koma fram viknlega. Fermingarföt og kápur á fermingartelpnr. Klæðaverzlun Andrésar Andréssonar h.í. Höfum daglega nýsoðlim Rlóðmör ...... kr. 3.00 i/jj kg. Lifrarpylsu .. — 3.50 l/z — KJötbúðin Borg; Símar 1636 og 1834. Urvals hangíkjöt af þingeyskum sanðum — nýreykt — fæst 1 öllum helztu matvörubúðum bæjarina. Heildsöluafgreiðsla i simnm: 1080 2678 4241 Mör! 11 ör! Næstu daga verður seldur úrvals dilkamör 5 kg. poki kostar kr. 30.00 10 kg. poki kostar kr. 58.00 Ekki sent helm, nema um sé að ræða meira en 10 kg. í sama hús. FRYSTIHÚSIÐ HERÐUBREIÐ Fríkirkjuvegi 7. Sími 2678. Gleymið ekki að borga Tím ann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.