Tíminn - 21.04.1943, Side 3

Tíminn - 21.04.1943, Side 3
47. blað TÍMINX, migvikmlagma 21. apríl 1943 187 A IV IV Á L L Afmæli. Magnús Sigurðsson, bóndi að Syðra-Skógarnesi í Miklaholts- hreppi í Snæfellsnessýslu, átti - sextugsafmæli þann 31. f. m. Hann var þá staddur hér í Reykjavík á heimili sonar síns, Sigurðar löggæzlumanns. Marg- ir vinir hans heimsóttu hann þar í tilefni af afmælinu, enda er Magnús vinsæll maður og var þar glatt á hjalla og veitt af hinni mestu rausn. Magnús er fæddur þann 31. marz 1883, að Stóru-Þúfu í Miklaholtshreppi, sonur hjón- anna Sigurðar Kristjánssonar, bónda þar og konu hans, Guð- ríðar Magnúsdóttur. Þau hjón- in, Sigurður og Guðríður, for- eldrar Magnúsar, fluttu að Syðra-Skóganesi . árið 1885, er Magnús var tveggja ára að aldri og bjuggu þau þar allan sinn búskap upp frá því og ólst Magnús þar upp hjá þeim og var þar hjá þeim, þar til árið 1911, að hann kvæntist Ásdísi Sigurðardóttur, ágætri konu, — dóttur hjónanna Sigurðar Guð- mundssonar frá Görðum og Kristínar Þórðardóttur frá Rauðkollsstöðum í Snæfellsnes- sýslu. Reistu þau hjónin Ásdís og Magnús bú að Miklaholti í Miklaholtshreppi og bjuggu þar, þar til vorið 1939, að þau brugðu búi og fluttu til Reykjavíkur. En ekki munu þau hafa unað þeim umskiptum vel, því vorið 1942 fluttu þau að nýju á sömu slóðir og þau höfðu áður búið á, til æskustöðva Magnúsar, að Syðra-Skógarnesi, en þá hafði Magnús látið reisa þar íbúðar- hús. Magnús Sigurðsson hefir jafnan búið góðu búi og notið þar góðrar aðstoðar konu sinn- ar, sem er hin mesta myndar- og dugnaðarkona. Hann hefir jafnan notið mikils trausts sveitunga sinna, sem sézt af því, að næstum allan þann tíma, sem hann bjó í Miklaholti, var hann í hreppsnefnd og mikið af þeim tíma hreppsnefndarodd- viti. En þó Magnús hafi ætíð verið hinn bezti búhöldur, hefi ég grun um og raunar fulla vissu, að hugur hans hafi enn frekar staðið til annarra hluta, þ. e. til frekari menntunar, en honum auðnaðist að njóta, eins og títt er um vel gefna bænda- syni. Hann er góðum gáfum gæddur og I honum mun vera skáldæð eigi lítil og ég hefi orðið þess var, að hann er prýði- lega hagmæltur, þótt hann láti venjulega ekki mikið á því bera. í viðkynningu og framkomu allri er hann hinn geðþekk- Graíreitur í Kalíforníu (Framh. af 3. siðu) Wilk spaes bien fa un tae ilka ane Wha gies a bridal hansel there. Skilji hver sem getur, en á heldur betri ensku er það: Dressed in our best and all alone, We sit within the wishing chair Which bodes success for everyóne Exchanging bridal kisses there. Góðar dísir blessuðu gamla steininn í Glencairn og ham- ingjan fylgdi þeim, sem þar settust. Kirkjan er full af minningum og myndum af ást- arævintýri Annie Laurie og Douglas, og gluggarnir, sem eru úr litgleri, sýna ýmsa atburði úr lífi þeirra. Saga þeirra er svo kunn, að ég ætla ekki að rifja hana upp hér, en rétt við kirkjuna er lítill garður um- luktur háu steinriði og í hon- ur er ein myndastytta. Það er hin fræga Kristsmynd Thor- valdsens. Þetta er kallaður „Garður guðs“, og þar inn mega þeir einir fara, sem ætla að biðjast fyrir. Frummynd Thor- valdsens ásamt postulunum tólf er í Vor Frue Kirke í Kaup- mannahöfn. Sagt er að Thor- valdsen hafi höggvið Krists- myndina þannig í marmarann, að fegurst sé hún, ef kropið sé á kné við fætur hennar og horft í augu myndarinnar. Þriðja og elzta kirkjan er Litla Blómakirkjan. Þaðan kemur orgelslátturinn, sem asti, fríður sýnum og að öllu leyti hinn prúðmannlegasti. Þau hjónin, Magnús og Ás- dís, eiga 5 börn og eru þau þessi: Sigurður, löggæzlumaður, í Reykjavík, frú Guðríður, gift Robert Abraham, hljómsveitar- stjóra í Reykjavík, frú Kristín, gift Gunnlaugi Jónssyni, ýfir- vélstjóra við síldarverksmiðju ríkisins á Raufarhöfn, Þórður, nemandi í kennaraskólanum í Reykjavík, og Ingibjörg, ungl- ingsstúlka heima í föðurgarði. Öll eru þau systkini prýðis vel gefin og hin mannvænlegustu. Sveitungar Magnúsar Sig- urðssonar og vinir kunna vel þeirri ráðabreytni hans, að hefja nú búskap á æskustöðv- um sínum í stað þess að ílend- ast í Reykjavík, svo sem hann mun hafa ætlað sér, er hann fluttist þangað, — og óska þess að honum og konu hans megi verða þar margra og ánægju- legra lífdaga auðiö. Jón Hallvarðsson. heyrist um allt Forest Lawn. Fyrirmyndin er sex alda gömul kirkja í Stoke Poges í Englandi, en í garði hennar orti Thomas Gray sitt ódauðlega „Elegy“ og þar var hann síðar grafinn. Fyrsta hjónavígslan í Forest Lawn fór fram í kirkju þessari 1923, og síðan hafa meira en 10,000 giftirigar verið haldnar þar. Allar kirkjur Forest Lawn eru litlar, fornlegar en þó mjög fallegar, hj úpaðar minningum löngu liðinna atburða og helgi- sagna, þai* sem rómantískar þjóðsagnir heilla huga vegfar- enda og koma honum um stund til að gleyma ös og hraða stór- borganna. Skammt frá Kiplings-kirkj- unni uppi á hæðinni er gras- flqtur, girtur lágu steingerði. Breið þrep liggja upp í garðinn, sem heitir „Davíðsgarður“ eft- ir hinu risavaxna líkneski Mich- ael Angelo af Davíð, áður en hann leggur í orrustuna við ris- ann Golíat. Frummyndina, sem er í Florence, gerði Michael Angelo þegar hann var 26 ára gamall og vann að henni í 2 y2 ár. Marmarasúlan hafði verið höggvin úr námunum í Carrara, þaðan, sem flest fegurstu lista- verk heimsins höfðu komið, 100 árum áður.' Myndhöggvarar þeirra tíma töldu marmarasúl- una of mjóa í stóra mynda- styttu, en hinn mikli meistari Michale Angelo gerði úr henni eitt af sínum frægustu lista- verkum. Styttan er 22 feta há, og svo nákvæmlega hafði mynd- höggvarinn áætlað verk sitt, að á fótstallinum og efst á höfðinu eru tveir hrufóttir blettir, þar sem meira mátti ekki af nema. Það eru útkantar marmarasúl- unnar. Líkneskið er aðdáanlega fagurt, af risavöxnum ungum manni með kastslöngu sína yfir herðarnar. Hver vöðvi er strengdur og svipurinn ákveð- inn, og líkneskið er svo aðdá- anlega gert og samsvarar sér svo vel, að maður tekur ekki eftir, hve stórt það er. Úr garði Davíðs er gengið inn í annan garð nokkru stærri. Mikill fjöldi höggmynda er þar, en hér skal aðeins minnzt á eina, sem listamaðurinn nefnir Leyndardóm lífsins. Það er hóp- mynd af átján persónum af öllum stéttum og að aldri allt frá ómálga barni til öldungsins á grafarbakkanum. — Lítill drengur hefir haldið á dúfu- eggi í hendinni. Allt í einu springur skurnið og lítill ungi situr í lófa drengsins. Undrandi spyr hann fullorðna fólkið í kring hvað sé leyndardómur lífsins, að þar sem áður var óbrotið egg er á næsta augna augum. En þegar þeir heyrðu nefndar „vöfflur“, spruttu þeir upp. Auðvitað höfðum Við gert rétt í því, að vekja þá. „Við fá- um sjálfsagt tækifæri til að sofa út seinna, en guð má vita, hve- nær okkur verða boðnar rjóma- vöfflur aftur.“ Þeir borðuðu og drukku vel og lengi, þangað til að sá dökk- hærði þurrkaði sér um munn- inn og þakkaði fyrir góðgerð- irnar. „Og nú langar mig til að raka af mér skeggið, ef þið gæt- uð géfið mér heitan vatnssopa. Það verður of langt að bíða þess, að Noregur verði eitt konungs- ríki aftur.“ Um hálfri stundu síðar hófu loftvarnabysurnar í Dumbási skothríð. Hvítir reykjahnoðrar svifu hver af öðrum upp í loft- ið og sindruðu í sólskininu. Þá sást til einnar flugvélar, sem flaug lágt meöfram ánni. Allt í einu fataðist henni flugið og hún steyptist til jarðar. í sama vetfangi gaus úr henni svartur reykj armökkur. Það kom skrið á hermennina. Þá langaði til að skreppa ofan eftir og sjá hvort „smjörhákarnir" hefðu verið teknir höndum. Þetta var nafn, sem hermennirnir höfðu gefið Þjóðverjum, af því að þeir höfðu séð þá stýfa úr hnefa heilar skökur af smjöri og smjörlíki eins og það væri rjómaís. Við kærðum okkur ekki heldur um að vera lengur uppi í Horget. Okkur langaði ofan eftir til að heyra tíðindi. Þetta var þriðja vélin, sem hafði verið skotin niður í nágrenninu síðan við komum upp eftir. Þetta kvöld komu engir her- menn á prestsetrið, svo að heimafólkið gekk snemma til hvílu. Ég bað um leyfi til að vera á fótum og hafa til kaffi handa Anders Wyller og prest- inum, þegar þeir kæmu heim seint og síðar meir. Engar áhyggjur þurfti að hafa vegna myrkvunar þarna í sveitinni. Hún kom af sjálfu sér. Vatnshjólið í rafmagns- stöðinni hafði sprungið í frost- unum í febrúar og verið sent til Oslóar í viðgerð. Og þar sat það enn, þegar innrásin hófst. Ég glæddi eldinn á arninum, og þess á milli sat ég við gluggann og horfði yfir dalinn. Sólin var gengin til viðar fyrir löngu, en samt var ekki dimmara en svo, að vel mátti sjá niður að járn- brautarlínunni og til manna- ferða upp að prestsetrmu. En snjórinn á fjöllunum sýndist nú dökkgrár við heiðan ljósgræn- an himin. Ég sá mann koma að garð- hliðinu og gekk til móts við hann. En það var hvorki prest- urinn eða dr. Wyller. Það var ungur piltur í einkennisbún- ingi með allt sitt þunga hafur- task. Andlitið var svo fölt, að það glytti í það í rökkrinu, og hann gekk álútur og riðaði á fótunum. Hvort hann mætti koma inn og hvíla sig? Hann hafði meitt sig í baki og verið sendur heim á prestsetrið til að leita læknis. Sjúkradeildin hafði verið farin framhjá. Meðan ég var að búa til kaff- ið og hita mat, sem ég fapn í eldhúsinu, kom presturinn heim. Han bjó um hermanninn í sínu eigin rúmi og setti ein- hvers konar plástur á bakið á honum. Því næst fengu þeir sér matarbita og við drukkum öll kaffi. Þá fór presturinn aftur að heiman, en drengurinn lagð- ist til hvíldar. Þegar ég kom í eldhúsið árla næsta morgun, hafði veiki pilturinn þvegið alla diskana frá kvöldverðinum og var að skola af eldhúsgólfinu. „Guð komi til, hvað er að sjá til þín, drengur — “ „Það var nú það minnsta, sem ég gat gert, og ég er talsvert skárri í bakinu núna. Ég er vanur þessum störfum, ég hefi unnið á gistihúsi. En svo fæst ég líka við ritstörf," bætti hann við og brosti dálítið drýginda- lega. Hann sagðist starfa í prentsmiðju hjá smáblaði í Vestfoss og hefði skrifað dálít- ið í blaðið jafnframt. Hann dreif sig af stað, þeg- ar er hann hafði etið morgun- verð. Anders Wyller fylgdi hon- um á leið og bar dótið hans, þrátt fyrir mótmæli hans. Þeg- ar pilturinn kvaddi mig, sagði hann: Ég ætla mér að gera nokkuð, ef ég kemst lifandi úr þessu, — ég ætla að yrkja mik- ið kvæði. Ef til vill ekki í ljóð- um, mér er ekki svo létt að ríma, en það er hægt að yrkja órímað kvæði, er ekki svo?“ „Mörg kvæði eru rituð í ó- bundnu máli,“ sagði ég. „Já, ég er að hugsa um að (Framh. á 4. síðu) bliki lítið líf. Svörin getur á- horfandinn svo reynt að lesa úr andliti líkneskjanna. í fót- stalli listaverksins sprettur upp lítil lind, rennur ofurlítinn spöl og hverfur niður í fótstallinn. Má vera að það sé svar höfund- arins sjálfs hvað sé leyndar- dómur lífsins. Höfundur lista- verksins, Gazzery, byrjaði á því, er hann var unglingur, en var nær sextugu er því var lokið. í Mausoleum Forest Lawn er varðveitt aska hinna fram- liðnu. Orðið er talið komið úr grísku eftir Mausoleus, sem var konungur í Litlu-Asíu um 350 f. Kr. Er hann dó, reisti kona hans honum grafhýsi, sem var talið eitt af sjö furðuverkum heimsins. Var það nefnt Mau- soleum og orðið þýðir því upp- haflega greftrunarstaður kon- ungs. Mausoleum Forest Lawn er í raun og veru margar stór- ar byggingar, sem allar eru samtengdar. Að skoða það nákvæmlega myndi taka.marga daga. Að innan er allt lagt hvít- um marmara. Langir marmara- gangar með skápum í veggjun- um, þar sem letrað er nafn þeirra, er hvíla þar. Litlir vasar fyrir blóm eru við hvert nafn. Gangar þessir eru fremur kuldalegir, óendanlega langir og tilbreytingalausir, en glugg- ar allir eru skreyttir óvenju fallegum myndum úr litgleri. Þar á meðal er ein eftir Ma- donnumálverki Rafaels. Mál- verkið, sem er í Florence, var málað 1516 og er eitt fræg- asta Madonnumálverk heims- ins. Um hvernig það varð til, er sögð þessi saga. Einu sinni var einbúi í fjöll- um Ítalíu að nafni Bernardo. í ægilegu vatnsflóði og þrumu- stormi var honum bjargað upp í gamalt eikartré af Maríu, fallegri dóttur víngarðseig- enda. í þakklætisskyni bað hann guð að gera minningu Maríu og eikarinnar ódauðlega. Árin liðu, María óx upp og gift- ist. Gamla eikin var höggvin upp og söguð niður I borð, sem faðir hennar notaði í víntunn- ur sínar. Gamli einbúinn dó án þess að' sjá bæn sína upp- fyllta. Dag nokkurn sat María úti í garði föður síns og lék við tvo litla drengi, sem hún átti. Hún sat undir þeim minni en sá eldri stóð við hné hennar. Þá gekk ókunnur maður fram- hjá. Hann stanzaði og virti þau fyrir sér með aðdáun. — Þetta var Rafael hinn frægi málari. Rafael greip viðarkol af arni bóndans, tók sléttan eikarbotn, sem átti að vera til að loka einni víntunnunni, og dró mynd af Maríu og börnunum á tunnu- botninn. Heima í vinnustofu sinni fullgerði hann listaverkið í litum. Það hefir orðið ódauð- legt og þannig fékk gamli ein- setumaðurinn ósk sína upp- fyllta. Thfe Memorial Court of Hon- or. í einni byggingunni er 84 feta löng hvelfing, 50 fet á hæð og 34 feta breið. Veggir og gólf eru lagðir mislitum marmara. Með báðum veggjum eru mörg af helztu listaverkum Michael Angelos, svo sem Mose, La Pieta, tvær madonnumyndir og fleiri. Listaverkin eru í tvöfaldri lík- amsstærð. Þegar velja átti högg- myndir í þennan sal kom öllum listdómurum saman um, að þar gæti aðeins verið um listaverk eins manns að ræða, þ. e. Mich- ael Angelos, því að hann væri sá eini að fornu og nýju, sem hefði getað gert höggmyndir í meira en manns stærð án bess að hlutföllin í myndunum rösk- uðust. Myndin af Móses sýnir hann sitjandi í stól mikilúðleg- an með sítt, hrokkið skegg, sveipaðan kyrtli. Hefir hann lögmálstöflurnar undir hægri hendi. Hægra hné er bert og er í það ofurlítil dæld. Sagt er, að þegar M. A. hafði lokið við Móse, hafði hann orðið svo hrif- inn af listaverkinu, að hann hafi gleymt að það væri úr steini, stigið fram, slegið hamri sínum á hægra hné Móse og sagt: „Talaðu!" La Pieta er María guðsmóðir með líkama Jesú Krists í skauti sér eftir að hann var tekinn ofan af kross- inum. Michael Angelo var aðeins unglingur þegar hann gerði þetta listaverk. — Báðar þess- ar höggmyndir eru eftirlíking- ar. Frummyndirnar eru í Ítalíu þar sem svo mörg af listaverk- (Framh. á 4. síðu) GLEÐILEGT SEMAR! Samband ísl. samvinnufélaya. GLEÐILEGT SEMAR! SápuverUsmiðjan Sjjöfu. GLEÐILEGT SEMAR! Kaffibœtisverhsmiðjjan Freyja. L —-----------—-------------------- GLEÐILEGT SUMAR! Hreinn. — JVói. — Siríus. GLEÐILEGT SUMAR! VerhsmiðjjuútsuUm Gefjun — Iðunn Aðalstrœti. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR „Fagurt er á £jöllumu Sýning á annan í páskum kl. 3. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 á laugardag. „ORÐIГ eftir KAJ MUNK. Sýning' á annan í páskum kl. 8. Aðgörigumiðar seldir frá kl. 3 á laugardag. Blómafræ og matjurtafræ allar tegundir. Gerið fræpantanir sem fyrst. — Sendum gegn póstkröfu. Flóra. Sími 3039. Litla Rlómabúðin. Sími 4957. Rlóm & Ávextir. Sími 2717. Samband ísl, samvinnufélaqa Kaupfélög! Munið eftir að senda hagskýrslur yðar eins fljótt og hægt er og eigi síðar en um miðjan maí. Blautsápa frá sápuverksmiðjunni Sjöfn er almennt við- urkennd fyrir gæði. Flcstar húsmæður nota Sjafnar-blautsápu

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.