Tíminn - 21.05.1943, Qupperneq 1

Tíminn - 21.05.1943, Qupperneq 1
RITSTJÓr.I: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. j PRENTSMIÐJAN EDDA h.í. í Símar 3948 og 3720. j RITSIJ ÓR ASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Símar 2353 og 4373. J \ AFGREIÐSLA, INNHEIMTA ' OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: j EDDUHUSI, Lindargötu 9A. ) Sími 2323. 27. ár«g. Reykjavík, föstndagiim 21. maí 1943 55. blað Undirlægjuháttur íhaldsior- 6BK' kólianna við sósíalista HELZTU FRÉTTIR í STUTTU MÁLI: Það er enginn munur gerandi á Moskva- klíkunni og Kveldúlísklikunni Seinustu dagana hefir Morgunblaðið látizt vera stór- hneykslað yfir því, hversu mikinn undirlægjuhátt Fram- sóknarflokkurinn hafi sýnt með viðræðunum við social- ista á síðastl. vetri. Hefir blaðið birt hverja greinina á fætur annari um þetta mál. Nýir kaupíélags- sijórar Vísitalan. — Hjálmar Björnsson á förum. — íslendingafélag. Kaupfélagsstjóraskipti hafa orðið við ýms kaupfélög að undanförnu. Við Kaupfélag Reykjavikur og nágrennis hafa nýlega* verið ráðnir þrír framkvæmdastjórar. Eru það ísleifur Högnason, sem var framkvæmdastjóri Kaupfé- lags verkamanna í Vestmanna- eyjum, Árni Benediktsson, sem var skrifstofustjóri Áfengis- verzlunarinnar, og Hermann Hermannsson, sem áður var deildarstjóri hjá félaginu. Vegna aukinnar starfsemi fé- lagsins var ákveðið að fjölga framkvæmdastjórunum. Jens Pigved, sem hafði verið fram- kvæmdastjóri félagsins frá byrjun, baðst lausnar fyrir nokkru. Við Kaupfélag Hvammsfjarð- ar, Búðardal, hefir verið ráð- |inn kaupfélagsstjóri Jónas Ben- -ónýsson, sem áður var bókari hjá Kaupfélagi Steingrímsfjarð- ar. Jón Þorleifsson, sem áður var kaupfélagsstjóri, lézt fyrir nokkru. Við Kaupfél. Austur-Skaftfell- ínga hefir verið ráðinn kaup- félagsstjóri Bjarni Guðm.son, sem áður var starfsmaður fé- Iagsins. Jón ívarsson, sem áður (Framh. á 4. siðu) Þiogeyska mæðiveík ín komín vesfur á Snæfellsnes Kýlapest í Húnavatns- sýslu. — Garnaveiki Það væri raunar óþarft að svara þessum kjánalegu skrif- um Mbl., ef þau gæfu ekki heppilegt tækifæri til að minna á undirlægjuhátt Sjálfstæðis- flokksins við sósíalista. Mættu forkólfar Sjálfstæðisflokksins vissulega una hlut sínum vel, ef þeir hefðu eins hreinan skjöld í þessu máli og Fram- sóknarmenn. Það hefir hingað til ekki þótt bera neinn vott um undirlægju- hátt, þótt tveir eða fleiri aðilar reyndu að semja um ákveðið mál, nema ef samningar tækj- ust á þeim grundvelli, sem væri niðurlægjandi fyrir einn aðil- ann, eða hann hefði boðið skil- mála, sem voru niðurlægjandi fyrir hann, og þeim hefði verið hafnað. Mbl. mun vissulega ekki getað bent á neitt slíkt í viðræðum Framsóknarmanna við sósíalista á síðastl. vetri. En þetta gildir öðru máli með forkólfa Sjálfstæðisflokksins. Fyrir ári síðan keyptu þeir stuðning sósíalista við stjórn sína því verði, að hún mætti ekki gera neitt, sem ylli ágrein- ingi við þá, þó allra sízt í dýr- tíðarmálunum. Aldrei hefir meira niðurlægjandi samning- ur verið gerður á íslandi. Öllu meira óhappaverk hefir heldur ekki verið unnið hér um langan aldur, þvi að með þessum samningi voru rifnar niður all- ar skorður gegn dýrtíðinni og hið stórfelldasta dýrtíðarflóð látið flæða yfir landið. Þetta þótti þó forkólfum Sjálfstæðisflokksins ekki nóg. Allt síðastl. sumar fluttu blöð Sjálfstæðisflokksins þann boð- skap, að eini ávinningurinn við stjórn Ólafs Thors væri sá, að nú tækju sósíalistar þátt í samningum, og væri þetta upp- haf þess, að hægt yrði að fá þá í allra flokka stjórn, sem nauð- synlegt væri að koma á lagg- irnar. Seinasta verk Ólafs sem ráð- herra var að óska þess við rík- isstjóra, að hann fengi sósial- ista til að tilnefna tvo menn í nefnd, ásamt hinum flokkun- um, er athugaði möguleika fyr- ir myndun allra flokka stjórn- ar. Þessi nefnd starfaði í 6—7 vikur, án þess að nokkur árang- ur sæist af störfum hennar. Ólafur gerði sitt ýtrasta til að þóknast sósíalistum þar. Eftir nýár var Ólafur á stöð- ugum leynifundum með Brynj- ólfi Bjarnasyni. Fyrst reyndi hann að fá Sósíalistaflokkinn til að mynda stjórn með Sjálf- stæðisflokknum og Alþýðu- flokknum, en síðar til að taka þátt I allra flokka stjórn. Það má óhætt fullyrða, að aldrei hafi nokkur maður elt nokkurn flokk með meiri blíð- mælum og fleðulátum en Ólaf- ur Thors elti Sósíalistaflokkinn síðastliðinn vetur. Þá má nefna samstarf sósí- alista og Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Reykjavíkur. Þá (Framh. á 4. siðu) Kauptélag Árnesinga Vörusala félagsins var um 7 milj. kr. sl. ár austan Þjórsár Hinnar svonefndu þingeysku mæðiveiki hefir orðið vart á1 nokkrum bæjum á Snæfellsnesi | langt vestan við varnargirðing- una. Rannsóknir hafa leitt í ljós, að hún hefir verið í sauð- fé á Skógarnesi í Miklaholts- hreppi, á Búðum 1 Staðarsveit og 2—3 bæjum í Breiðuvíkur- hreppi. Fullvíst þykir, að ekki geti verið um smitun að ræða frá fé á sýktu svæðunum. Smitun frá karakúlfé getur heldur ekki verið til að dreifa. Þessi vitneskja mun vafalaust verða til þess að breyta tals- vert skoðunum manna um upp- runa og útbreiðslu veikinnar. Þá hefir orðið vart svonefndr- ar kýlapestar í sauðfé á Þverá I Þverárhreppi í Vestur-Húna- vatnssýslu. Líkur benda til, að hún muni á fleiri bæjum þar I sveitinni. Kýlapestar hefir ekki orðið vart síðan féð var skorið niður í Hjaitadal í Skaga- fjarðarsýslu og Reykjadal í ~Suður-Þingeyj arsýslu. Þá hafa rannsóknir leitt í ljós, að garnaveiki er í sauðfé á tveim bæjum austan Þjórsár, að Hvammi í Landsveit og Saur- bæ í Holtum. Garnaveiki hefir ekki orðið vart á þessu svæði áður. Kaupfélag Árnesinga hélt að- alfund sinn að Þingborg í Hraungerðishreppi, föstudaginn ; 14. maí. — Vörusala félagsins á erlendum og innlendum vörum nam um 7 miljónum króna. — Tekjuaf- gangur var kr. 334.738.40, og var samþykkt að greiða félags- mönnum 1 arð samtals 9% af ágóðaskyldri vöruúttekt, 6% til útborgunar og 3% í stofnsjóð, eða samtals kr. 232.647.24. í varasjóði félagsins voru lagðar kr. 102.091.16, — og eru nú sam- eignarsjóðir félagsins samtals kr. 1162.736.93. — Félagsmenn eru nú 781 og höfðu 103 bætzt við á árinu. Félagið rekur útibú á Eyrar- bakka og Stokkseyri, og eins og að undanförnu, bifreiðaverk- stæði, íshús og saumastofu á Selfossi. í stjórnina voru endurkosnir Páll Hallgrímsson sýslumaður og Gísli Jónsson á Reykjum. — Endurskoðandi var endurkosinn Helgi Kjartansson í Hvammi, og fulltrúar á aðalfund Sam- bandsins voru kosnir Bjarni Bjarnason á Laugarvatni og Gísli Jónsson á Reykjum. Á fundinum var svofelld til- laga samþykkt í einu hljóði: „Vegna verðlækkunar þeirr- ar, sem ákveðin var á landbún- aðarafurðum um s. 1. mánaðar- mót, lætur aðalfundur Kaupfé- lags Árnesinga, haldinn að Þingborg 14. maí 1943, eftirfar- andi álit í ljós: 1. Fundurinn telur það var- hugaverða 'stefnu að lækka verð landbúnaðarafurða með framlagi úr ríkissjóði, til þess að minnka dýrtíð. Sérstaklega er þetta áhættusamt fyrir bændur, vegna þess að ef samningar takast ekki um dýrtíðarráð- stafanir og ríkissjóðstillagið fellur niður, eiga þeir undir högg að sækja að hækka vöru sina aftur. 2. Sé þessi aðferð eigl að síð- ur viðhöfð, eins og nú er, ber skilyrðislaust að greiða ríkis- sjóðsuppbótina beint til neyt- enda. Ættu þá bændur minna á hættu eftir á, enda er hér um neytendastyrk að ræða. 3. Fundurinn bendir einnig á, að sífellt skraf um lækkun landbúnaðarafurða á þessu stigi, muni draga úr neyzlu þessara vara, einkum kjöts. Mun það eitt valda bændum ekki litlu tjóni. 4. Að þessu athuguðu telur fundurinn, að stjórn Búnaðar- félags íslands hafi veikt rétt- mæta aðstöðu bænda, með því að fallast á lækkun þá á kjöti og mjólkurafurðum, sem fram- kvæmd var í byrjun þessa mánaðar." Á öðrum stað í blaðinu er grein eftir Jón Eyþórsson um sýningu Norrœna félagsins á hinu þekkta verki Ibsens „Veizlan á Sólhaugum". — Hér á mynd- inni sjást tveir leikendurnir Valdimar Helgason í gerfi Bengt Gautasonar og Soffía GauðlaugSdóttir í gerfi Margrétar konu Bengts. Erlent yfirlii 21. maí ; Fá kommúnistar inngöngu í brezka verkalýðsflokkínn? Á þingi brezka verkamanna- flokksins, sem haldið verður um hvltanunnuna, mun m. a. verða tekin endanleg afstaða til þeirr- ar beiðni Kommúnistaflokks- ins, að hann megi ganga inn í verkamannaflokkinn. Er nú hlutur brezkra kommúnista þannig kominn, að þeir telja sig hafa lítil skilyrði til að halda uppi sérstöku flokksstarfi. Þess vegna hafa þeir leitað á náðir verkamannaflokksins. Fyrir styrjöldina áttu kom- múnistar næsta litlu gengi að fagna í Bretlandi, er m. a. sést á því, að þeir áttu aðeins einn fulltrúa á þingi. Á þeim tíma voru þeir þó einna skeleggastir I hópi þeirra, sem heimtuðu baráttu gegn nazismanum. En þessi áróður þeirra breyttist skyndilega, þegar Rússar og Þjóðverjar undirrituðu griða- sáttmálann. Fyrstu mánuði styrjaldarinnar héldu þeir því fram, að heimskulegt væri að halda styrjöldinni áfram og verkamenn ættu því að krefjast friðarsamninga tafarlaust. Þennan áróður hertu þeir eftir fall Frakklands og meðan Þjóð- verjar gerðu sem harðastar loftárásir á Bretland. Eftir að þýzk-rússneska stríðið hófst, breyttu brezkir kommúnistar enn um áróðurs- tón. Nú var ekki aðeins sjálf- sagt að halda styrjöldinni á- fram. Nú var styrjöldin orðin heilagt stríð gegn nazismanum! Hin hreystilega vörn . Rússa hefir orðið til þess að breyta mjög skóðun brezku þjóðarinn- ar á Rússum og byltingunni þar. Engum stjórnmálaflokki myndi nú þolast að standa gegn sam- vinnu Breta og Rússa. Hins veg- ar hefir þeirri skoðun samt ekkert aukizt fylgi, að Bretar eigi að leggja niður aldagamla stjórnarhætti sína, taka stjórn- arfar Rússa sér til fyrirmyndar og efla flokk innanlands, sem eingöngu fylgir leiðsögu rúss- neskra stjórnmálamanna. Stríðsgengi Rússa hefir því ekkert eflt brezka kommúnista- flokkinn. Hin síbreytilega af- staða hans til styrj aldarmál- anna, sem sagt er frá hér að ofan, hefir stutt að því meira en nokkuð annað, að megin- þorri brezkrar alþýðu litur ekki á hann sem brezkan flokk. Fylgi flokksins er nú svo lít- ið, að hann hefir yfirleitt ekki getað haft frambjóðendur í kjöri í aukakosningum og þeir (Framh. á 4. síðu) Seinustu fréttir Churchill flutti ræðu i ame- ríska þinginu I fyrradag. Hann sagði að loftsóknin yrði hert og myndi hún bera mikinn ár- angur. Þá sagði hann, að Banda- menn yrðu að gera sitt ýtrasta til að hjálpa Rússum í sumar, því að Þjóðverjar myndu vafa- laust hefja þar sókn innan skamms. Hann lýsti yfir því, að Bretar myndu veita Banda- ríkj amönnum fyllstu aðstoð gegn Japönum. Hann varaði við of mikilli bjartsýni og bað menn að vera undir það búna, að ýmsir sorglegir atburðir gætu gerzt næstu fimm árin. Loftsókn Bandamanna gegn ■bjóðverjum harðnar stöðugt. Fyrir nokkrum dögum voru tveir stærstu stíflugarðarnir í Þýzka- landi eyðilagðir (Möhne og Eder) og hafa flóðin valdið miklu tjóni. Er þetta talið eitt mesta áfall Þjóðverja í styrj- öldinni. Þá hafa hafnarborgir Þjóðverja við Eystrasalt orðið fyrir miklu tjóni. Miklar árásir hafa og verið gerðar á Sikiley. Bráðabirgðasamningarnir í koladeilunni í Bandaríkjunum hafa verið framlengdi? um hálfan mánuð. Á Attu hefir innrásarliðið ameríska unnið mikið á. Setulið Japana er talið í mikilli hættu. Skipatjón Breta I styrjöldinni til þessá er helmingi meira en skipatjón Bandaríkjanna. Við Novorossisk halda Þjóð- verjar uppi gagnáhlaupum. Tjón möndulveldanna í Afríku styrjöldinni er 950 þús. her- menn, 2.400 þús. smál. skipa- stóll, 8000 flugvélar, 6400 fall- byssur, 2550 skriðdrekar og 70 þús. flutningabifreiðar. Chur- chill bilti þessar upplýsingar í ræðu þeirri, sem hann flutti í ameríska þinginu. HVADA SKR0K- SAGA KEMUR NÆST? Haraldur Guðmundsson hefir nú tekið það skýrt fram í greinaköflum sínum í Alþýðu- blaðinu um störf níumanna- nefndarinnar, að Framsóknar- flokkurinn hafi aldrei borið þar fram neina tillögu um lög- þvingaða kauplækkun, en sósí- alistar hafa haldið því fram, að samningarnir um vinstri stjórn hafi strandað á því. í Alþýðublabinu 18. þ. m. far- ast Haraldi þannig orð um dýr- tíðartillögur Framsóknarflokks- ins: „Þær munnlegu skýringar fylgdu þessum tillögum, að ætlunin væri ekki að lögbjóða Iækkun kaupgjalds og afurða- verðs, heldur skyldi, ef orðið yrði við kröfu Alþýðuflokks- ins um lækkun dýrtíðarinnar að ákveðnu marki, leitast við að koma á samkomulagi milli fulltrúa bænda og verka- manna um að afurðir og kaupgjald lækkuðu meira en dýrtíðin, en þá yrði sú lækk- un að vera hlutfallslega jöfn.“ Þá segir Haraldur á öðrum stað í greininni: „Það er því ekki rétt, að Framsóknarflokkurinn hafi gert það að skilyrði fyrir stjórnarstarfi, að lögboðin skyldi kauplækkun." Þessi ummæli Haralds sýna bezt, hversu fullkominn upp- spuni það er hjá sósíalistum, að Framsóknarflokkurinn hafi (Framh. á 4. siðu) Á víðavangi VERÐUR UNNIÐ NÝTT ÓHAPPAVERK í SJÁLFSTÆÐ- ISMÁLINU? Þegar Sjálfstæðisflokkurlnn hefir verið kominn í málefna- þrot, hefir hann jafnan gripið til þess að hampa sjálfstæðis- málinu. Það var þó. talið, að sú með- ferð, sem þetta mál hlaut fyrir tilverknað flokksins á síðast- liðnu vori, myndi nægja til þess að flokkurinn misnotaði málið ekki oftar. En Sjálfstæðisflokkurinn hef- ir enn ekkert lært. Einu sinni enn hyggst hann að misnota sjálfstæðismálið. Nú þykist hann ætla að hafa forgöngu í atkvæðagreiðslunni, sem verð- ur um málið fljótlega. Þetta auglýsir formaður flokksins í Mbl. í gær. Þeim tilmælum skal enn einu sinni beint til Sjálfstæðisflokks- ins, að hann reyni að halda hinum óhreinu loppum flokks- formanns síns frá þessu máli og hagi sér loksins á þá leið, að þetta sé mál allrar þjóðarinnar, en ekki eins flokks eða einnar stjórnmálastefnu. Allir flokkar eiga að standa saman í þessu máli og áróðurinn í sambandi við atkvæðagreiðsluna á að vera í nafni allra flokkanna. Enginn flokkurinn má skerast úr leik og látast vera öðrum fremri. Reynum að láta sundr- unguna víkja og verða allir eitt í þessu máli, þegar lokasporið verður stigiZf. Þess er því fastlega vænzt, að greindari og gætnari menn Sjálfstæðisflokksins komi í veg fyrir, að óhappamennirnir og gervi-íslendingarnir í flokknum fái því áorkað, að samstarfið um þetta mál fái annan og leið- inlegri blæ en verða myndi, ef flokkssjónarmiðið væri einu sinni látið víkja. HITAVEITAN. Tröllasögur miklar hafa geng- ið hér í bænum að undanförnu (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.