Tíminn - 21.05.1943, Síða 4

Tíminn - 21.05.1943, Síða 4
220 TÍMEVIV, fösinclaglnn 21. maí 1943 55. blað fj- R BÆNCN Grieghlj ómleikar. Tónlistarfélagið hefir ákveðið að halda hátiðartónleika í tilefni af 100 ára afmæli norska tónskáldsins Edvard Grieg bann 23. þ. m. Tónleikarnir verða haldnir í Gamla Bíó og hefjast kl. 13,30 e. h. Hljómsveit Reykjavíkur leikur undir stjórn dr. Viktors Urbant- schitsch. Árni Kristjánsson leikur einleik á píanó og Sigurður Markan syngur. Trúlofanir. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína uncrfrú Una Þorgilsdóttir, Þorgilsstöð- um, Ptóðárhreppl og Guðmundur Sig- mundsson, Hofsós. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Guðrún B. Sigurðardóttir, Biörnssonar frá Veðramóti, Fjólugötu 23, og Sigurður Benediktsson, Björns- sonar fvrv. skólastjóra á Húsavík, Þingholtsstræti 27. Trúlofun sina opinberuðu síðastl. sunnudag Þorbjörg Jónsdóttir frá Brekku í Núpasveit og Kjartan Helga- son kennari. Ungmennafélag Reykjavíkur sem nú er rúmleea ársgamalt, efnir til samkomu I Listamannaskálanum i kvöld (föstudag) kl. 8%. Á samkom- unni mun Árni Óla, blaðamaður halda ræðu, Þorsteinn Heleason syngja ein- söng o" Guðjón Benediktsson segja endurminningar frá starfi ungmenna- félaea í Skaftafellssýslum. Að lokum verður stiginn dans. Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar leikur. * Hjónaband. Fyrir skömmu voru gefin saman í hiónaband ungfrú Katrín Ólafsdóttir, Brekkustig 14, og Elías Guðmundsson frá Vorsabæjarhjáleigu i Flóa. Nýlega voru gefin saman í hjóna- band ungfrú Björg Jónsdóttir frá Öl- valdsstöðum og Eiríkur Erlendsson, af- greiðslumaður i prentsmiðjunni Eddu. TjarnarboðhlaupiS fór fram síðastl. sunnudag. Sigurveg- arinn var A-sveit K. R. á 2 : 44,4 mín., önnur var Fimleikasveit Hafnarfjarðar 2 : 47,2 mín. og þriðja sveit í. R. 2 : 48,4 mín. Ellilaun og örorkubætur. Framfærslunefnd Reykjavíkurbæjar hefir nú úthlutað styrkjum til þeirra manna, er njóta ellilauna og örorku- bóta. Styrkþegar voru alls 1631, en féð. sem úthlutað var samtals krónur 2.070.691,00. Deila stendur yfir milli viðskiptaráðs og kjólasaumastofu. Vilja saumastofurnar ekki hlýta því hámarksverði, sem við- skiptaráð hefir ákveðið, og stöðvað sölu á framleiðslu sinni í mótmæla- skyni. Slíkt er þó ekki samrýmanlegt lögum og hefir því viðskiptaráðið kært þær. • Brot á verðlagslögunum. Eftirgreindar verzlanir hafa nýlega verið sektaðar sem hér segir, fyrir brot á verðlaksákvæðum: Guðni Reyn- dal & Co. (brauðgerð), 500 kr. sekt fyr- ir að selja of létt brauð. Verzl. Guðrún. ar Þórðardóttur, 300 kr. sekt fyrir að selja vefnaðarvöru með of hárri á- lagningu. Veitingarstofan, Bergþóru- götu 2, 100 kr. sekt fyrir að selja öl og gosdrykki of háu verði. Veitingastofan Alma, 200 kr. sekt fyrir að selja bjór of háu verði. Veitingastofan Svalan, 1500 kr. sekt fyrir að selja bjór og gos- drykki of háu verði. A víðavangl. (Framh. at 1. siBu) um, að hitaveituefni hafi horf- ið í stórum stíl og verið lánað eða selt einstaklingum. Vísir minnist á þetta nýlega og þykir kynlegt, að þegar blað- ið spurðist upphaflega fyrir hjá borgarstjóra um sannleiksgildi þessara sögusagna, kvaðst borgarstjóri ekkert tím það vita. En nú hefir hann allt í einu lýst yfir því við blaðið, að þær væru tómur uppspuni. Hið sanna i málinu mun vera, að borgarstjóri hafi sent rann- sóknarlögreglunni kæru og beð- ið um rannsókn. Virðast því síð- ari ummæli borgarstjóra benda til, að ekkert hafi komið fram við rannsókn, sem gæti talizt saknæmt, eða þess virði að gera veður út af því. En meðal annarra orða, því segir borgarstjóri ekki hrein- lega frá kæru sinni og niður- stöðu af rannsókninni? ÚTVARPIÐ 1. MAf. Að kvöldi 1. maí voru þrjár ræður fluttar í útvarpið á veg- um hátíðanefndar dagsins. For- seti Alþýðusambandsins, Guð- geir Jónsson, hélt drengilega og vel á sínum málstað. Sigurður Thorlacius virtist vilja koma þeirri skoðun inn hjá hlustend- um, að starfsmenn ríkis og bæj- arfélaga væru 1 röð helztu fram- leíðanda landsins! En varafor- seti Alþýðusambandsins flutti hreinræktaða byltingaræðu án þess að skera nokkuð við neglur sér. Undirlægjuháttur . . . (Framh. af 1. siðu) má nefna formannskosninguna í menntamálaráði. Vilhjálmur Þ. Gíslason hafði verið ákveð- inn formaður þess. En sósíalist- ar vildu hann ekki. Valtýr Ste- íánsson var því látinn svíkja Vilhjálm og kjósa sjálfan sig. Hann fékk einnig atkvæði só- síalistans og Alþýðuflokks- mannsins. Fleiri atkvæði fékk hann ekki. Þetta er nóg, þótt fleira mætti nefna, til þess að sýna undir- lægjuhátt og sleikjuskap Sjálf- stæðisforkólfanna við Sósíal- istaflokkinn. Þeir-vita líka sem er, að eina leiðin til þess að koma í veg fyrir róttæka um- bótastjórn, er að halda Sósíal- istaflokknum frá samstarfi viö Framsóknarflokkinn og Alþýðu- flokkinn. Morgunblaðið heldur víst, að það geti þvegið Sjálfstæðis- flokkinn af þessum undirlægju- hætti við sósíalista með því að áfella Framsóknarflokkinn fyr- ir það sama. En þar er svo ólíku saman að jafna, að slíkt er ekki hægt. Slikt er svo fávitalegt, að fátt hefir betur sýnt, að Morg- unblaðið verðskuldar með sanni nafnbótina' „málgagn heimsk- unnar“. Það er líka alveg óþarft fyrir Mbl., að látast þurfa að innræta Framsóknarmönnum þá hættu, sem getur stafað af Moskvu- klíkunni. Framsóknarmenn þekkja hana vel. Þeir vita lika meira. Þeir vita, að klíkan, sem ræður Sjálfstæðisflokknum, Kveldúlfsklíkan, er ekki síður þjóðhættuleg. Vopnaburður hennar er sízt heiðarlegri, sbr. Kleppsmálið og \kollumálið. Drenglyndi hennar er sízt meira, sbr. drengskapareiður- inn, sem Ólafur Thors vann í kjördæmamálinu. Undirlægju- skapur hennar við útlendinga er sízt minni, sbr. þegar setja átti íslenzku togarana undir spánskan fána. Þannig mætti lengi telja. Framsóknarmenn þekkja vel innræti og fyrirætl- anir beggja þessara klikna. Þeir vita, að ekki verður skapað heilbrigt stjórnmálasamstarf í landinu fyrr en annarri hvorri eða báðum þessum klíkum hef- ir verið komið fyrir kattarnef. Erlcnt yfirlit (Framh. af 1. síðu)j frambjóðendur, sem hann hefir stutt, hafa jafnan náð litlu fylgi. Flokksforustunni er því ljóst, að fyrst stríðsgengi Rússa megnar ekki að hjálpa honum, þegar því er mest at- hygli veitt, muni hann ekki vænlegur til vaxtar í framtíð- inni. Þess vegna hefir hún tal- ið ráðlegast að sækja um inn- göngu í Verkamannaflokkinn meðan fylgið er þó ekki minna en það er nú. Afstaða brezku þjóðarinnar til kommúnista virðist koma ljóst fram í orðaskiptym, er urðu milli Churchills og komAún- istaþingmanns um það leyti, er brezk-rússneski vináttusamn- ingurinn’ var undirritaður. Þingmaður kommúnista reis þá upp í þinginu og tók að gefa Churchill ýms ráð. Churchill svaraði því einu, að hann sækti ekki ráð til manna, er væru háðir erlendri stjórn. Líklegt þykir að þing. verka- mannaflokksins muni fella inn- tökubeiðni Kommúnistaflokks- ins. Stjórn flokksins hefir þeg- ar hafnað henni fyrir sitt leyti. Forsendur hennar eru einkum þær, að hún vilji ekki hafa innan vébanda flokksins litla klíku, sem lúti erlendum valda- mönnum og muni því áreiðan- lega ekki virða nein heit um að halda ekki klofningsstarfinu á- fram. Þetta tilboð kommúnista byggist fyrst og fremst á því, að þeir vilji fá bætta aðstöðu til að reka áróður sinn, þar sem þeir treystist ekki lengur til að halda saman flokki. Flestir af fulltrúum þeim, sem verka- lýðssamtökin eiga í verkalýðs- flokknum, hafa tekið undir þetta. Er það athyglisvert, að þeir forvígismenn verkamanna- flokksins, sem frábitnastir eru kommúnistum, hafa nær allir komið úr verkalýðsfélögunum. Þeir hafa fengið þar náin kynni af vinnubrögðum kommúnista og bera því ekki traust til þeirra. Frá aðalíundl Ferðafélagsins (Framh. af 3. síðu) r mönnum Kerlingarfjöll). Næsta árbók félagsins verður um Rangárvallasýslu og hefir Skúli Skúlason ritstjóri samið hana að mestu leyti. Mun hún koma út með haustinu. Árbók 1944 ritar Gunnar Gunnarsson skáld að Skriðuklaustri. Mun hún fjalla um Fljótsdalshérað. Nýtt íslandskort er í prentun í Washington, mælikvarði 1: 750000. Stjórnarkosning fór fram að fundarlokum. Voru allir þeir, er úr stjórninni gengu að þessu sinni, endurkosnir, Geir G. Zo- éga forseti, Steinþór Sigurðs- son varaforseti, Jón Eyþórsson, Gísli Gestsson, Lárus Ottesen, Pálmi Hannesson og Guðmund- ur Einarsson frá Miðdal með- stjórnendur. Helztu fréltir (Framh. af 1 iriðu) var kaupfélagsstjóri, baðst lausnar fyrir nokkru. Við Kaupfélag Hrútfirðinga hefir verið ráðinn kaupfélags- stjóri Kjartan Guðjónsson, sem var kaupfélagsstjóri á Eskifirði. Við Kaupfélagið Björk á Eskifirði hefir verið ráðinn Friðgeir Ingimundarson, sem var starfsmaður hjá Kaupfélagi Vonnfirðinga. Við kaupfélagið á Bíldudal hefir verið ráðinn kaupfélags- stjóri Böðvar Pálsson, sem var áður forstöðumaður Samvinnu- félags Dalahrepps í Arnarfirði. Loftur Jónsson, sem áður var kaupfélagsstjóri, fórst með Þormóði. Tómata pasta 1.65 Mayonaise 2.50 Salad Dressing 2.25 Sandwich Spread 3.90 Ananassulta, 16 oz. gl. 5.75 Ananassulta, 2 lb. gl. 10.00 Appelsínumarmelade, 1 lb. gl. 5.75 Appelsinumarmelade 2 lb. gl. 10.00 Bl. grænmetissafi 12y2 oz. ds. 2.00 Eplasafi 12 y2 oz. ds. 2.00 Appelsínusafi 12 y2 oz. ds. 3.15 Ananassafi 12i/2 oz. ds 3.60 Piparrót 2.25 Ætisveppir 2.80 Capers 2J4 oz. gl. 3.95 Capers 4J/2 oz. gl. 5.85 Stúlkur vantar að Vífilsstöðum. Upplýsingar hjá yfirhjúkr- unarkonunni í síma 5611 eða í skrifstofu ríkisspítalanna. Hugvekjur Kauplagsnefnd hefir reiknað út vísitöluna fyrir maímánuð. Verður hún 249 stig eða 12 stig- um lægri en aprílvísitalan. Lækkunin stafar aðallega af verðlækkunum þeim, sem ný- lega urðu á mjólk og kjöti, sam- kvæmt dýrtíðarlögunum. Hjálmar Björnsson, viðskipta- fulltrúi láns- og lei’gustofnun- ar Bandaríkjanna, er á förum héðan. í tilefni af því hélt Þjóð- ræknisfélagið honum kveðju- samsæti að Hótel Borg á þriðju- dagskvöldið. Hjálmar hefir getið sér bezta orð hér. Munu beztu árnaðar- óskir fylgja honum héðan. íslendingafélag hefir verið stofnað í London. Stjórn þess skipa: Björn Björnsson, for- maður, Karl Strand, Magnús V. Magnússon, Brynhildur Sören- sen og Bjarni Gíslason. Hvaða skröksaga kemur næst? (Framh. af 1. siðu) heimtað lögþvingaða kaup- lækkun og þannig spillt fyrir vinstri stjórn. í níumannanefndinni var sá ágreiningur í dýrtíðarmálinu, að sósíalistar og Alþýðuflokks- menn vildu minnka dýrtíðina með lækkun afurðaverðsins ein- göngu, en Framsóknarmenn vildu minnka hana með jafnri lækkun afurðaverðsins og kaup- gjaldsins. J^að var þó aldrei þrautreynt, hvort ekki gæti dregið saman í þessum málum, vegna þéss að ljóst var að sam- komulag næðist ekki um önnur mál, pólitísk verkföll, rafmagns- málið, þingrofsákvæðið o. fl. Samningarnir strönduðu því ekki á dýrtíðarmálinu, heldur skilyrðum sósíalista í öðrum málum. Þessu hafa sósíalistar viljáð leyna. Þess vegna hafa þeir bú- ið til skröksöguna um hina lög- þvinguðu kauplækkun, sem Framsóknarflokkurinn hafi heimtað. Nú er hún naumast haldbær lengur, þegar fulltrúar Alþýðuflokksins háfa einnig vitnað gegn þeim. Til hvers verður nú gripið? Hvaða skrök- saga skyldi koma næst? Dvöl Draglð ekkl lengur ae geraat áskriíendur að Dvöl, þessu sérstœBe r.ímarlti i Islenzkiun bókmenntum. — Vkkur mun þykja vænt um Dvöl, og bvi vsenna um hana sem þið kynnlzt Anglýsið í Tímanum! (Framh. af 2. siðu) blaði Tímans. Ég er honum vissulega sammála um það, að bændur eigi að standa saman. En mér íinnst of mikill bar- lómsbragur að kvæðinu. Hvaða stétt, sem er, hvort heldur bændur eða aðrir, gera sér ekk- ert gagn með því að einblína alltaf á það, sem miður fer. Þeir eiga ekki síður að sjá það, sem betur fer. Við bændur get- um kvartað yfir ýmsu; það held ég líka, að allir geti gert. En við getum líka verið ánægðir yfir mörgu. Við höfum sótt fram og unnið mikið á seinustu áratug- ina. Enginn sá, sem athugar framfarirnar í sveitum, þarf að láta hugfallast. Ég efa það, að bændastéttin hafi nokkuru sinni verið dugmeiri og betur skipuð en í dag. Afkoma bænda hefir líka oftast verið lakari. Blessaður Kolbeinn, kveddu þvi ekki meira um pestirnar, kar- töflukláðann og. eymdina Kveddu um móana, sem við höf- um tætt í sundur og gert að grænu túni, mýrarnar, sem við höfum ræst fram og gert að töðuvelli, hin nýju, stórvirku verkfæri, sem við höfum tekið í þjónustu okkar, kaupfélags- skapinn, sem tryggir okkur sanngjarnt verðlag, búnaðar- samtökin, er bæta aðstöðu okk- ar á ýmsan hátt o. s. frv. Berðu þetta saman við fortíðina, svo að sigrar okkar komi skýrt i Ijós. Það er svona kveðskap, sem við þurfum nú, kveðskapur, sem eykur okkur bjartsýni og trú, trú á okkur sjálfa, trú á landið. Það er yrkisefni, sem er þér samboðnara en vílið og volið, Kolbeinn minn“. Nokkur atriði úr hag- sögu landbúnaðarins (Framh. af 3. síðu) lítilla fjármuna til stofnkostn- aðar, en hann krefst mikils vinnuafls. Hagnýting vinnu- aflsins hjá honum getur valdið miklu um hinn fjárhagslega á- rangur. Tækni búskapar krefst mikilla fjármuna í stofnkostn- aði, og um leið gerir hann miklu meiri kröfur til þekking- ar og hagsýni í framkvæmdum, en það eru hlutir, sem ávinn- ast gegn um lífsreynslu kyn- slóðanna. Þeir, sem hafa tekið þátt i byltingunni, er hér hefir átt sér stað, hafá tileinkað sér margt af gæðum tæknibú- skapar, en eiga þó- enn langt í land að hafa vald á verkefnum hans á þann hátt, er starfs- »*---- GAMLA BÍÓ FLJÓTAÍVDI GULL ■»■»..... „ NÝJA BÍÓ SIGUR (Boom Town) f EYÐIMÖRKCVNI CLARK BABLE, (Desert Victory) SPENCER TRACY, Stórfeld ensk hemaðar- CLAUDETTE COLBERT, mynd tekin á vigvöllimum HÉDY LAMARR. 1 Afríku. Sýnd kl. 7 og 9. Tunglsljós á KL SVV— Ilawnii NJÓSNARAR í SAN DIEGO (Moonlight in Hawaii) Söngvamynd með Ray MacDonald. MICHA AUER og JANE FRAZER. Bonita Granville. Sýningar kl. 4, 6,30 og 9 — j ÚTBORGUN tekjuafgangs er hafin. Félagsmenn í Reykjavík gjöri svo vel og vitji hans í skrifstofuna á Skólavörðustíg 12 kl. 10—12 fyrir hádegi alla daga nema laugardaga. ATH. að skrifstofan er flutt í nýbygginguna á 3. hæð. Auglýsmg um hámarksverð Viðskiptaráðið hefir ákveðið eftirfarandi hámarksverð á nýj- um laxi: í heildsölu ..................... kr. 5.00 pr. kg. í smásölu: a) í heilum löxum .............. — 6.00 — — b) 1 sneiðum ................... — 7.50 — — Reykjavík, 19. mai 1943. Verðlagsstjórinn. Vcstfirðingafélagið. 2 Vestfjarðarlerðum hefir Vestfirðingafélagið ákveðið að gangast fyrir í sumar, 1 júlí- byrjun, ef nægileg þátttaka verður. — Önnur ferðin með bíl um Kinnarstaði til ísafjarðar og víða um Vestfirði. — Hin með skipi til Patreksfjarðar og á hestum suður á Barðaströnd og víðar. Áskriftarlisti í Hattaverzlun Sigríðar Helgadóttur, Lækjargötu 2, til 10. júní. STJÓRNIN. Tílkynníng Irá Kjötverðlagsneínd. * Samkvæmt tilmælum landbúnaðarráðuneytisins hefir kjöt- verðlagsnefnd ákveðið eftirfarandi um verðlag á kjöti og vörum unnum úr kjöti: Hangikjöt í heildsölu .... . . kr. 7,70 hvert kíló do. í smásölu . . — 8.80 hvert kíló Saltkjöt í heildsölu . . — 530.00 hver 112 kg. tunna do. í smásölu • • —- 5.20 hvert kíló Ærkjöt i heildsölu: kroppar 19 kg. og yfir . . . . — 4.40 hvert kíló kroppar undir 19 kg. . . . . — 3.90 hvert kíló Nautakjöt í heildsölu: 1/1 og 1/2 kroppar .... 5.60 hvert kíló læri 6.90 hvert kíló frampartar . . — 5.00 hvert kíló Alikálfakjöt í heildsölu: 1/1 og 1/2 kroppar .-. — 6.40 hvert kíló Ungkálfakjöt í heildsölu . . . . _ 3.00 hvert kíló Smásöluverð lækki i samræmi við ofangreint heildsöluverð og heildsölu og smásöluverð á kjötfarsi, pylsum, söxuðu kjöti og kæfu lækki í hlutfalli við það. bræður þeirra erlendis hafa náð í gegnum aldarþjálfun. Þetta atriði hefir gert það að verkum, að kynslóðin, sem stóð að þeim framkvæmdum, er lýst hefir verið, hún leysti af hendi skyldur sínar við þjóðfé- lagið betur en henni tókst að sjá sínum persónulega hag borgið í gegn um fjárhagslegan ávininng af búrekstri sínum. Skal þeirri staðhæfingu fundinn staður með athugun á hagfræði landbúnaðarins, er birtist í næsta blaði. KAUPMENN, KAUPFÉLÖG OG EINSTAKLINGAR! Höfum ennþá nokrar birgðir af gúmmískóm og gúmmilimi. Sendum gegn póstkröfu um lanS allt. GÚMMÍSKÓGERÐ AUSTURBÆJAR Laugaveg 53 B Sími 5052 Munið Verzlun H. T0FT Skólavörðustig 5

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.