Tíminn - 01.06.1943, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.06.1943, Blaðsíða 3
58. blað TÍMDÍN, þriðjudaglmi 1. júní 1943 231 A N N Á L JL Dánardœftiur. Steinunn Hjálmarsdóttir hús- freyja andaðist að heimili sínu, Kambi í Deildardal, þann 15. júlí s. 1., eftir stutta legu. Hún var fædd 11. júní 1905 á Hofi á Höfðaströnd. Foreldrar hennar voru merkishjónin Hjálmar Þorgilsson og Guðrún Magnúsdóttir. Hjálmar faðir Steinunfiar var sonur Þorgils Þórðarsonar, sem var fæddur á Kambi 1842 og ól þar allan sinn aldur, en hann lézt 1901. Hann var af skagfirzkum og húnvetnskum bændaættum — og þegar lengra er rakið, var hann í móðurætt kominn af Oddaverjum. Föðurætt Steinunnar hefir því búið á Kambi óslitið á annað hundrað ár. Móðir Hjálmars Þorgilssonar var Steinunn Árnadóttir frá Grundarlandi, er var af hinni nafnkunnu Stórubrekkuætt í Fljótum, sem er orðin mann- mörg hér í Skagafirði. Móðir Steinunnar Hjálmars- dóttur var eins og áður segir, Guðrún dóttir Magnúsar Ás- grímssonar hreppstjóra á Sléttubjarnarstöðum, er var af- komandi sr. Árna Snorrasonar prests á Hjaltastöðum og Felli í Skagafirði — og síðast á Tjörn í Svarfaðardal, og dó þar. Frá sr. Árna Snorrasyni eru komnir ýmsir ágætir búhöldar í Skagafirði og Eyjafirði. Þor- björg kona Magnúsar Ásgríms- sonar, móðurammá Steinunnar, var dóttir Friðriks Níelssonar hreppstjóra í Neðra-Ási og konu hans Guðrúnar Halldórsdóttur, er var ættuð úr Fnjóskadal. Bræður Steinunnar Hjálm- arsdóttur voru tveir, Magnús, er fluttist barn að aldri með móðurafa sínum og ömmu til Ameríku og nú á heima í Norð- ur-Dakota, og Haraldur búfræð- ingur — og nú verzlunarmað- ur á Siglufirði. Eins og áður segir var Stein- unn fædd á Hofi. Þar bjuggu foreldrar hennar í nokkur ár. Hún missti þar móður sína 4 ára gömul. Hjálmar faðir Steinunnar gerði óvenjumiklar umbætur þau fáu ár, er hann bjó á Hofi — eftir því sem þá gerðist — sléttaði túnið mikið, stækkaði það og girti, og byggði stórt og vandað íbúðarhús, svo enn í dag er það með veglegustu íbúð- arhúsum á sveitabæ í Skaga- firði. Árið 1913 fluttist Steinunn með föður sínum að Kambi, þá 8 ára gömul og þar átti hún heima til dauðadags. Hún mun ekki hafa notið annarrar bóklegrar fræðslu en þeirrar, er hún naut í barna- skóla, auk þess að eftir ferm- ingu var hún nokkuð við hann- yrðanám. 14 ára gömul tók Steinunn við búsforráðum hjá föður sín- úm, en slíkt er fátítt um svo ungar stúlkur og sýnir ósér- plægni og dugnað, sem ein- kenndi æfistarf hennar. Árið 1929 giftist Steinunn eftirlif- andi manni sínum Hjálmari Pálssyni frá Brúarlandi. Þau hófu búskap á Kambi sama ár. Þau voru dugleg og samhent um heimilisstörfin og hafa gert töluverðar umbætur á jörðinni, þótt barnahópurinn væri stór og sambúðin ekki löng — slétt- að túnið nokkuð, girt það og byggt stórt steinhús, og má segja að bú þeirra hafi blómg- azt vel. Þau Steinunn og Hjálmar eignuðust 10 börn, af þeim dóu 3 ung, en 7 eru á lífi, það elzta 13 ára, en yngsta barnið á öðru ári .Steinunn var vel gefin kona og fríð sýnum, svipurinn hreinn og festulegur, viðmótið hlýtt og aðlaðandi, hún var bókhneigð og hafði yndi af söng og ljóðum, enda hafði hún söngrödd góða. Hún var að eðlisfari hraust- byggð, þótt hún hefði mikinn hluta ævi sinnar við mikla vanheilsu að stríða, en hún bar slíkt með stillingu og jafnaðar- geði. Henni mun ekki hafa verið lagið að kvarta þótt eitthvað væri að. Steinunn gerði miklar kröfur til sín, hún afkastaði óvenju- miklu starfi á sinni stuttu ævi. Innan veggja heimilisins vann hún sitt göfuga starf, húsfreyju- og móðurstarfið. Hún vildi að öllum liði sem bezt, mönnum og skepnum, það verður því um hana sagt, að hér sé góð kona látin, sem öll- um vildi vel og ekkert mátti aumt sjá. Steinunn Hjámarsdóttir var kölluð héjjSan á miðju aldurs- skeiði, 37 ára gömul. Eftir hana liggur mikið dagsverk. Hún verður að áliti þeirra, sem bezt þekktu, fyrirmynd sannrar hetju, sem vann með prýði starf sveitakonunnar, sem hið ís- lenzka þjóðfélag grundvallast svo mikið á. Ungu börnin hennar munú á ókomnum . ævidögum geyma fagra miningu um sanna og góða móður. Ástvinirnir og sveitin hafa mikils misst, enda er hennar sárt saknað af öllum er hana þekktu. En hugarbót- in er sú, að hér var góð kona að kveðja. Blessuð sé minning hennar. T. Þ. búnaðarins og sjávarútvegsins, en hann höfum við. ekki stund- að nærri eins og skyldi, en í þess stað flytjum við út hálf- unnin eða óunnin hráefni. Vegna misskilnings og van- fþekkingar hefir nokkrum með- bræðrum okkar orðið það á að kasta steinum að íslenzka land- búnaðinum og telja hann mögu- leikalítinn atvinnuveg. Með þekkingu og aðstöðu til að gera samanburð við aðrar þjóðir, er mjög auðvelt að benda á það, án nokkurrar hlutdrægni, að á íslandi er fullt eins góð aðstaða til að framleiða fjölbreyttar landbúnaðarafurðir og í flest- um landbúnaðarlöndum Evrópu. Þetta mun flestum meðal- greindum mönnum vera ljóst, sem í alvöru hugsa um at- vinnumál þjóðarinnar og heyja sjálfir þrotlaust stríð við ýmis- konar erfiðleika við að byggja upp undirstöðu þjóðfélagsins, framleiðsluhættina, en stunda ekki eingöngu pennafimi í á- róðursskyni. Þessu máli til stuðnings vil ég nefna nokkur atriði og fara þau hér á eftir: 1. Lítt takmarkað landrými og möguleikar til stóraukningar hins ræktaða lands. — Verð- mætin eru venjulega lítils met- in, þar sem nóg er til af þeim. Þar sem menn þurfa aðeins að rétta út hendina til að fá nóg vatn til allra þarfa, gleyma þeir venjulega þýðingu þess og verð- mætin eru venjulega lítils met- gleymir því ekki. — Þjóðverjar, Danir og margir fleiri, t. d. einnig Norðmenn, finna vel til þess hvers virði jarðvegurinn er, því þar er hið ræktanlega land að verða á þrotum, eða það er svo miklum erfiðleikum bundið og dýrt að rækta það, að það er varla hægt. Norðmenn þurfa t. d. oftast að ryðja mikl- um skógi af landinu áður en það verður ræktunarhæft og iðulega að keyra úr hverjum ha. margar smál. af grjóti. Ef aðeins væri um framræslu að ræða, eins og hér er víðast hvar, þætti landnámið ekki miklum erfiðleiH.um bundið, og svo hafa íslenzku mýrarnar það fram yfir mýrlendi nágrannaþjóð- anna, að þær eru yfirleitt gæddar frjósamari og stein- efnaríkari jarðvegi. Með aukinni tækni og véla- notkun má stórum auka og auðvelda landnámið til ræktun- ar og allt bendir til þess, að í náinni framtíð gerist hér sú bylting á þessum sviðum með (Framh. á 4. sUSul Meðal nteknfaðra FRAMHALD. Hann beið þreyjulaus svarsins. Og einn morguninn var hann kvaddur á fund ábótans. Hann hafði aldrei séð hann strangari né kuldalegri á svip. Damien laut þegar höfði og beið auðmjúkur jeirra hörðu ávítana, er hann hélt sig eiga i vændum. „Ósk þín var fávísleg,“ mælti ábótinn. „Þú ert ekki orðinn prestur. En þú hefir fengið ósk þína uppfyllta. Þú átt að fara!“ Damien yar sem þrumulostinn. Þegar hann hafði áttað sig, var ábótinn á bak og burt. Hann hugsaði sig um stundarkorn, en gat svo ekki stillt sig lengur og rak upp fagnaðaróp. Klaustur- bræður hans litu forviða á hann. Síðan hljóp hann af stað, og sagði hverjum manni, er hann mætti, sögu sína. 1. dag nóvembermánaðar 1863 kvaddi hann Norðurálfu fyrir fullt og allt, 21 árs að aldri. í tíu ár boðaði hann heiðnum lýð á Sandvíkureyjum fagnaðar- boðskap Krists. Með talsverðri hreykni sagði hann frá því, að sér hefði auðnazt að fá reista eina kirkju eða kapellu á hverju ári. Vorið 1873 var vígö ný kirkja á Máeyju. Kaþólskur biskup var viðstaddur athöfnina, ásamt fjölmörgum prestum, þar á meðal séra Damien. Þenna vígsludag urðu ný þáttaskipti í lífi hans. Konungurinn hafði nýlega bannað öll samskipti við holdsveikra- nýlenduna. Kaþólskir prestar gátu ekki lengur brugðið sér þangað til þess að þjónusta trúbræður sína og styrkja þá í trú sinni. Biskupinn kvaddi því prestana á ráðstefnu, þegar kirkju- vígslan hafði farið fram. Prestarnir voru á einu máli um það, að aðeins eitt úrræði væri til. Einhver yrði að fórna sér og gangast undir þau ógirnilegu örlög, sem biðu allra í Kalavaó. Fjórir risu á fætur og buðust til þess að taka á sig þenna þunga kross, séra Damien og þrír ungir trúboðar. Séra Damien sótti mál sitt fast. Hann kvaðst hafa boðizt til þessarar fórnar að þaulhugsuöu máli. Hann benti á, hve langan og giftudrjúgan starfsferil hann ætti að baki á eyjunum, og þess vegna hlyti biskupinn að velja hann til þessarar þjónustu. Biskupinn táraðist við þessa orðræðu. Hann þekkti séra Da- mien vel og vissi, að hann myndi ágætlega til þess hlutverks fallinn. Hann var fílhraustur og hafði margskiptis vakið hrifn- ingu meðal eyjabúa vegna hugrekkis síns og skapfestu. Og þó var hann mildur maður og ljúfur. Biskupinn var skjálfraddaður, er hann svaraði ræðu séra Damiens og ákvað, að hans hlutskipti skyldi vera það, er Egiptar nefndu „dauða í lifandi lífi.“ „Ég vil engum skipa að fara, en ég leyfi þér það fúslega, séra Damien,“ sagði hann aðeins. Séra Damien og biskupinn héldu skömmu síðar til Hono- lúlú. Þaðan lá leiðin til Kalavaó. * Fyrsta deginum í Kalavaó varði séra Damien til þess að skoða ,.sókn“ sína. í þeirri kynnisför komst hann að bitrum sann- indum: Fjórir af hverjum fimm mönnum í holdsveikranýlend- unni voru mjög sjúkir og dauðvona. Bókstaflega allir, sem eigi höfðu komið niður að sjónum til þess að hyggja að skipskom- unni, lágu aðframkomnir á hálmfletunum í kofunum eða á víð og dreif um hagann. Föt þeirra voru ræksni ein, og oftast voru þessar druslur hálfblautar — ekki þó af regni heldur vessarennsli úr sárum þeirra og jafnvel þvagi þeirra. Ógeðs- legri daun en vert er að lýsa lagði af þessum vesalingum. Séra Damien varð, hvað eftir annað, að flýja frá fleti þeirra til þess að anda að sér hreinu lofti og forðast uppsölu, meðan hann var að venjast andrúmsloftinu í kofunum. Þessum veikleika vann hann síðar bug á með því að taka að reykja tóbak. Það varð bonum bjargráð, sem hjálpaði honum til þess að gegna því emb- ætti, er hann hafði tekizt á hendur. Það er erfitt að gera sér í hugarlund, hvernig séra Damien hefir verið innan rifja, er hann hallaði sér út af undir trénu, kvöldið eftir þessa átakanlegu kynnisför sína. Meðal þess, er hann hafði orðið að gera, var að þjónusta dauðvona, kaþólskan mann. Samkvæmt því, er trúarvenjur buðu, hafði hann smurt eyru, augu, nef og fætur mannsins. Hann smurði andlitið fyrst. En þegar kom að fótunum, gat hann ekki betur séð, en þeir væru kvikir. Þegar hann gætti betur að, sá hann hvers kyns var. Þeir voru ein iðandi maðkakös, eins og pestarskrokkur í haga á vordegi. — Þessu likt varð honum daglegt brauð, er fram í sótti. Þó fór alls fjarri, að þetta væri hans þyngsta þraut. Ef til vill var þyngsta þrautin, sem hans beið, að vinna traust þorra sjúkl- inganna,. er eigi voru kaþólsks átrúnaðar og í meira lagi tor- tryggnir gagnvart honum. Þeir höfðu ekkert gott reynt af hvítum mönnum og væntu sér heldur einskis góðs af þeim. Þeir, sem áður höfðu komið til Kalavaó, höfðu annað tveggja virt þá fyrir sér með forvitni blöndnum viðbjóði eða ísköldum rannsóknaraugum hinna stjórnskipuðu eftirlitsmanna. Það var að vonum, að þeim væri tregt að trúa því, að nokkur vildi offra lífi sínu og heilsu og öllu, sem dauðlegum mnnum er venju- lega hugstæðast, til þess að lina þrautir þeirra og mýkja hug þeirra og sár. Til þess að sigra tortryggnina sem fyrst, gerði séra Damien statt að deila að öllu leyti kjörum við þessa vesalinga, og láta sér allt vel líka, er þeir urðu að gera sér að góðu. Þessi ákvörðun og framkvæmd hennar hefir síðar orðið undirrót þess, að ýmsir hafa sakað séra Damien um skeytingarleysi, óþrifnað og van- þekkingu. En sMkt geta þeir einir borið honum á brýn, er sneyddir eru öllum skilningi á þeim aðstæðum, er hann átti við að búa. Hann varð að sýna öllum, að hann óttast ekki sjúkdóm- inn og fyrirliti ekki sjúklingana, heldur taldi sig aðeins jafn- ingja þeirra. Hann varð að sýna það í verki, að sér væri ekki vandara um en þeim. Þess vegna neytti hann sams konar fæðu og þeir, gaf þeim og lánaði klæði sín, leyfði þeim að reykja úr pipu sinni og hvílast i bæli sínu. Hann gerðist læknir þeirra og hjúkrunarmaður, og þá var það eitt af sjálfsögðum skyldu- verkum hans að lauga sár þeirra, er voru svo illa haldnir að geta það ekki sjálfir. Hann varð einnig sverð þeirra og skjöldur gagnvart stjórnar- völdum eyjanna. Hann krafðist betri og öruggari vatnsveitu en þeirrar, er konungurinn hafði gera látið, og þegar ekki fékkst betri úrlausn en sú, að pípum í hana var fleygt upp í flæðarmál- ið, þá valdi hann hraustustu og sterkustu mennina til þess að flytja þær þangað, er þær áttu að vera, setja þær saman og hleypa á þær vatninu. Eitt sinn eyðilögðust nær allir kofarnir í hvirfilbyl. Þá krafðist hann viðar í ný híbýli, og þegar allar kröfur úr fjarlægð voru hundsaðar, þá tók hann sér ferð á hendur til Honolúlú, þrátt fyrir hið stranga bann, er við slíku Satnbttnd ísl. sumvinnutéUtgu Samvinnumenn: Hafið eftirfarandi í huga: Tekjuafgangi kaupfélags er úthlutað til fé- lagsmanna i hlutfalli við viðskipti þeirra. i Blautsápa frá sápuverksmiðjuiml S.jöfn er almennt vlð- urkeimd fyrir gæði. Flestar hnsmæður nota Sjainar-blautsápu Kjötllot og Tóig í y2 kíló stykkum í öllum útsölum vorum og víðar. — Mjög lækkað verð. SiáturSékg Sudurlands. Aðalfundur Loðdýraræktarfélag's íslands verður haldinn í Reykjavík 19. og 20. júní næstkomandi. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Atkvæðisrétt á fundinum hafa aðeins löglega kosnir fulltrúar félagsdeilda og skulu þeir hafa með sér kjörbréf sín á fundinn, og framtalsskýrslur samkvæmt 20. gr. tölulið 3 í lögum félagsins, hafi þær ekki verið sendar félaginu fyrir fundinn. Á fundinum verður m. a. rætt um frumvarp Péturs Ottesens um útrýmingu minka. Félagsstjóriiin. KOLVlÐARHðLL Veizlur og samkomur Tökum einnig að okkur sumardvalargesti. Svavar Kristjánsson. Davíð Gnðmnndsson. % Relahirðí vantar á stórt refabú nú þegar. Framtíðarat- vinna fyrir duglegan og áhngasaman mann. Upplýsingar gefur Eínar Farestveit Fóstbox 781. Reykjavík. Sími 1940 eða 1644. F ramsóknarmenn í Reykjavík Afgreiðsla Tímans biðnr ykkar vtnsamleg- ast nm aðstoð við að útvega börn eða unglinga til að bera blaðið til kanpenda í bænnm. var lagt. Heilbrigðisstjórnin brást afar hart við, er fréttist um þetta tiltæki, hótaði honum fangelsisvist og afarkostum. En séra Damien lét eigi að fremur af kröfum sínum, og stjórnar- herrarnir sáu sitt óvænna. Fyrir hans atbeina var einnig reist sjúkrahús, er það nafn var gefandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.