Tíminn - 01.06.1943, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.06.1943, Blaðsíða 4
232 f TÍMPflV, þrigjndaginn 1. jjnni 1943 58. blalS Helztn fréttir % (Framh. af 1. síSu) skóla. Hlaut hann ágætiseink- unn. Undanfarin sumur hefir hann starfað við ýmsar vélaverk- smiðjur í Kanada og síðastlið- ið sumar við landbúnaðarvéla- smiðju í Hamilton, fyrst við al- menn störf í öllum deildum verksmiðjunnar, og síðan i verkfræðingadeild hennar. í sumar er hann ráðinn verlc- fræðingur vlð verksmiðju í Bandaríkjunum. Jóhannes er nú 22 ára að aldri. Nýlega hafa eftirtaldir menn lokið embættisprófi við Háskóla íslands. í guðfræði: Sveinbjörn Svein- björnsson og Sigurður M. Krist- jánsson. í lögfræði: Árni Thorsteins- son, Brandur Brynjólfsson, Kristján Jónsson, Jón Eiríksson, Ólafur Björnsson og Unnsteinn Beck. * í læknisfræði: Arinbjörn Kol- beinsson, Bjarni Konráðsson, Hannes Þórarinsson, Haukur Kristjánsson, Oddur Ólafsson, Ragnar Sigurðsson, Sigmundur M. Jónsson og Stefán Ólafs- son. Bætast því tveir guðfræðing- ar, sex lögfræðingar og átta læknar í hópinn. Ríkisstjórnin hefir ákveðið að taka upp skömmtun á gúmmí- vaðstígvélum karlmanna (nr. 7 og stærri) frá og með 1. júní n. k. Ástæðan til þess er sú, að mikill skortur er nú á gúmmí, og það skilyrði var sett fyrir því, að þessar vörur fengjust til landsins, að séð yrði um, að þær væru einungis seldar þeim, er nauðsynlega þyrftu á þeim að halda vegna atvinnu sinnar. Nú sem stendur mun ekkert vera til í verzlunum af vörum þessum. Hins vegar er fljótlega væntanlegt til landsins nokkuð af gúmmískófatnaði þar á með- al þeim tegundum, sem1 undir skömmtun falla. Síjorn mjólkur- samsölmmar (Framh. af 1. tíöu) í þá átt, er vonandi gefur góða raun. Mjólkursölunefndin. Vegna þess, að breyting þessi var á döfinni, hefir endurskip- un mjólkursölunefndar, sem átti að vera lokið fyrir nokkru, dregist á langinn. En frá henni mun nú gengið fljótlega. Verkahringur mjólkursölu- nefndar minnkar talsvert við þessa breytingu. Hún hefir þó áfram þessi verkefni m. a.: Á- kvörðun verðjöfnunarsvæða og verðjöfnunargjalds, ráðstöfun verðjöfnunargjalds, eftirlit með rekstri mjólkurbúa, eftirlit með mjólkursölu og mjólkurgæðum. Breyting þessi hefir engin á- hrif á starf mjólkurverðlags- nefndar, sem er sérstök nefnd og hefir það hlutverk eitt að ákveða mjólkurverðið. Happdrætti Hall- grímskirkju (Framh. af 1. síðu) glæsilegasta stað höfuðstaðar- ins — Skólavörðuhæðinni. Alihenningur hefir nú mikið fé undir höndum. Nú er því sérstakt tækifæri fyrir menn til þess að styrkja byggingu þessa minnisvarða, jafnframt því sem sjaldan eða aldrei hefir borið brýnni nauðsyn til þess að gert sé allt, sem stuðlað geti að því, að þjóðin glati ekki minning- unni um sína beztu menn og þann auð, sem þeir hafa fært henni. Það skal vakin sérstök at- hygli á þvi, að þessi fjársöfn- un snertir á alls engan hátt það mál, hvort menn eru á- nægðir með þá teikningu, sem gerð hefir verið af kirkjunni. í happdrættisnefnd eiga sæti: Felix Guðmundsson formaður, Aðalsteinn Kristinsson forstjóri, Bjarni Benediktsson borgar- stjóri, Eysteinn Jónsson al- þingismaður, Gustav A. Jónas- son skrifstofustjóri og Lud- vig Storr konsúll. Einar Kristjánsson bygging- armeistari hefir starfað með nefndinni sem ráðunautur. Greípar um kverkar . (Framh. af 3. síðu) aðstoð stórvirkra landvinnslu- véla, að háfleygustu vonir hinna bjartsýnustu manna munu jafnvel rætast. Merkur, sænsk- ur prófessor sagði eitt sinn í fyrirlestri, að skynsamlegast væri fyrir nútímamanninn að trúa á ómöguleikann. — 2. Aðrar þjóðir geta keppt við íslendinga á miðunum kring- um landið, en þær geta ekki á nokkurn hátt bolað okkur frá framleiðslu á íslenzku landi, eða hagnýtt sér sérstöðu þess. Þar má nefna óvenju hagstætt og gott gróðurfar til fjárbeitar, sem er um mikinn hluta lands- ins, ásamt hagstæðu veðurfari til bæði fjárræktar og loðdýra- ræktar. Jarðhita fyrir gróður- húsarækt, auk þess, sem mjög hagstæðir möguleikar eru víða til raforkuframleiðslu, og munu, að öllum líkindum, fá mjög mikla þýðingu fyrir rækt- un og þar að auki auðvelda til stórra muna alla vélanotkun og aðra aðstöðu við framleiðsluna. Margt fleira má nefna en ég ætla þó aðeins að benda á þýð- ingu starartegundanna, sérstak- lega gulstarar, sem varla er talin nýt jurt í nokkru öðru landi, en er með beztu fóðurteg- undum okkar. Með skipulagðri engjarækt, áveitum og fram- ræslu eru víða hér á landi mjög góð skilyrði til að framleiða mikið ódýrara fóður en flestum nágrannaþjóðum okkar er unnt, handa þúsundum naut- gripa. Svipað gildir nokkrar fleiri íslenzkar frumstæðar jurt- ir. Orsakir þessa munu án efa vera að finna í loftslaginu, hin- um langa sólargangi og eðli jarðvegsins. 3. Við getum auðveldlega og með engu meiri tilkostnaði en aðrar þjóðir framleitt af hverri flatareiningu jarðar jafn mik- ið fóðurgildi og þær fá af gras- fóðri og kornfóðri. Auk þess er grasfóður okkar (hey og græn- fóður) yfirleitt kjarnmeira og hollara fóður en sams konar fóður heitari landa. Þá er það sannað með tilraunum, að hér væri hægt að stunda sam- keppnisfæra kornrækt, í öllu falli til fóðurs. Þar eru náttúru- skilyrðin ekki til fyrirstöðu. 4. Landbúnaður flestra Ev- rópuþjóða, sem yrðu keppinaut- ar okkar á markaðinum, bygg- ist að miklu leyti á aðfluttu fóðri. Fóður það, sem þær þurfa að kaupa frá öðrum löndum er yfirleitt eggjahvítufóðurbætir, sem er ávallt mikið dýrari á heimsmarkaðinum en kolvetna- fóðurbætirinn. Á þessu sviði höfum við betri aðstöðu en flestar aðrar landbúnaðarþjóðir, þar sem við framleiðum sjálfir eggjahvítufóðurbæti s. s. síld- armjöl, fiskimjöl og karfamjöl, og fáum t það lægra verði en hinir. (Flutningar, tollar og á- lagning viðskiptalífsins). Sá fóðurbætir, sem við kæmumst nær eingöngu af með frá öðr- um löndum, er maís, en hann er að jafnaði lang-ódýrasti fóð- urbætirinn á heimsmarkaðin- um. Maísinn verða íslenzkir bændur alltaf að hafa, og þyrftu að nota hann mikið meira e« þeir almennt gera. Skortur á þessari vöru, sem stundum mun eiga sér stað, getur valdið gífurlegu afurða- tapi fyrir bændur. Það væri fullkomlega réttmætt, að bænd- ur dæmdu slíkt ástand sem al- varlegt hneyksll og sinnuleysi í þeirra garð. Alhliða fóðurgildi töðunnar okkar gerir það að verkum, að með þessum fáu fóðurbætisteg- undum er okkur unnt að fram- leiða fullkomlega samkeppnis- hæfar landbúnaðarvörur, t. d. smjör, svínakjöt og egg, auk dilkakjöts, ullar, skinna og felda. Framh. Nýkomið: KÁPUEFNI, DRAGTAEFNI, LJÓSBLÁTT PILSAEFNI, KVENVESKI. H. Toft Skólavörðustíg 5. Simi 1035 Tilkynning:. Viðskiptaráðið hefir lækkað hámarksverð á föstu fæði og ein- stökum máltíðum, og er það nú sem hér segir: I. Fullt fæði karla ........ kr. 305.00 á mánuði Fullt fæði kvenna ........ — 285.00 á mánuði II. Einstakar máltíðir: Kjötréttur ............ kr. 3.60 Kjötmáltíð (tvíréttuð) . — 4.60 Að öðru leyti er auglýsing viðskiptaráðsins dags. 2. apríl s. 1. í fullu gildi. Sérstök athygli skal vakin á því, að í téðri auglýs- ingu var bannað að rýra magn eða gæði þess, sem framreitt er, frá því, sem verið hafði. * Reykjavík, 29. mal 1943. Verðlagsstjjóriim. Hangikjöt. Heildsöluverðið hefir verið stórlega lækkað. Er nú aöcins kr. 7.70 kílóið. Hangikjöt er ódýrasta matvara, sem nú er fáanleg. Samband ísl. samvinnufélaga Sími 1080. Tilkynning:. Viðskiptaráðið hefir ákveðið eftirfarandi hámarksverð á smjörlíki, og gildir það frá og með þriðjudeginum 1. júní: í heildsölu ..... kr. 4.20 pr. kg. í smásölu ....... — 4.92 pr. kg. Reykjavík, 29. maí 1943. V er ðlagsst j ór inn. Hafið |)ér tekið eftir því, að Télg og Miir hefir ekki verið jafn ódýr og nú síðan snemrna á árinu 1940. Allt annað feitmeti hefir á sama tímabili stór-hækkað í verði Mör kostar nú kr. 4.00 kg. Tólg kostar nú kr. 4.80 kg. M Samband ísl. samvinnuSélaga Shni 1080. Tilkynning. Viðskiptaráðið hefir ákveðið að frá og með 1. júní n. k. megi ekki selja alsólningu á karlmannaskóm við hærra verði en kr. 21,00. Aðrar skóviðgerðir skulu verðlagðar í sámræmi við það. Þar sem verð hefir verið lægra, er bannað að hækka það nema með leyfi Viðskiptaráðsins. Reykjavik, 29. mai 1943. Ver ðlagsst jór inn. Vegglóður mjög smekklegt úrval fyrirliggjandi. Verzlunin Brynja; Laugavcg 29. Stimguskófliir Heildsölubirgðir fyrirliggjandi S. Árnason & Co. Laugaveg 29. rm,—. gamla bí6.--—— Andy Hardy í vandræðum (Andy Hardy Meets Debutante). MICKEY ROONEY, JIJDY CARLAND, LEWIS STONE. Sýnd kl. 7 og 9. KL 8H. Púðurhorgin (Powder Town). VICTOR MCLAGLEN, JUNE HAVOC. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR .NÝJA BÍÓ Grænadals- f jölskyldan (How Green Was my Valley) Amerísk stórmynd. Leikarar: MAUREEN O’HARA WALTER PIDGEON. Sýnd kl. 6.30 og 9. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. Sýning sumað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir kl. 4—7 1 dag. Veizlan á Sólhaugum Leikstjóri frú GEHD GRIEG. Vj; músih eftir PÁL ÍSÓLFSSOM. Sýning í Iðnó í kvöld kl. 8.30. Aðgönguiuiðasala hcfst kl. 2 e. h. -----*-------------------------------- ! Á Ráðningarskrifstofu landbúnaðarins í Lækjar- götu 14 B, sími 2151, geta konur og karlar og ungling- ar, er vinna vilja í sveitum landsins í vor og sumar eða árlangt, valið úr mörgum ágætum heimilum víðs- vegar um landið. Nú er sumarið komið og annirnar kalla og nauð- syn krefst vinnufúsra handa til landbúnaðarstarfa — líf sbj argarf ramleiðslu. Framliðslan er þjóðarnauðsyn, og það er hún, sem er undirstaða þjóðarhagsins. Háttvirtuiesendur. Takið eftir Ég annast kaup og sölu fasteigna. Hefi á boðstólum hús, jarðir, erfðafestulönd og skip. Ég annast alls konar samningagerðir, svo sem kaupsamninga, afsalsbréf veðskuldabréf, tryggingarbréf, makaskiptasamninga, félagssamninga, gjafasamninga, leigu- samninga, byggingarbréf, kaupmála, arfleiðsluskrár, verksamn- inga o. s. frv. Annast. innheimtu skulda, uppgjör og endurskoðun. Skjót afgreiðsla, örugg vinnubrögð og sanngjörn ómakslaun. Gerið svo vel og klippið auglýsinguna úr blaðinu og geymið hana yður til minnis. PÉTUR JAKOBSSON löggiltur fasteignasali, Kárastíg 12, Reykjavík. Sími 4492. Viðtalstími kl. 11—12 og 6—7 daglega. Tilkyiming Viðskiptaráðið hefir ákveðið, með tilliti til lækkaðrar vísitölu, að frá og með 1. júní n. k. megi saumalaun ^kki vera hærri en hér segir: I. Klæðskeraverkstæði: Á klæðskerasaumuðum karlmannafötum mega saumalaun eigi vera hærri en kr. 317.00 fyrir tvíhneppt föt, en kr. 307.00 fyrir einhneppt. Fyrir klæðskerasaumaðar kvenkápur mega saumalaunin vera hæst kr. 176.00, en fyrir dragtir kr. 194.00. Fyrir algenga skinnavinnu á kvenkápum má reikna hæst kr. 19.00, auk hinna ákveðnu saumalauna. II. Hraðsaumastofnr: Fyrir hraðsaumuð karlmannaföt mega saumalaun vera hæst kr. 259.00 Hjá klæðskeraverkstæðum og hraðsauma- stofum skulu saumalaun á öðrum tegundum fatnaðar en að ofan greinir lækka til samræmis. III. Kjólasaumastofur: Saumalaun á kápum mega hæst vera kr. 145.00, nema ef um algenga skinnavinnu er að ræða, þá hæst kr. 164.00. Fyrir saum á drögtum má hæst taka kr. 158.00. Reykjavík, 29. maí 1943. Verðlagsstjórinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.