Tíminn - 08.06.1943, Síða 1

Tíminn - 08.06.1943, Síða 1
RITSTJÓr..: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLCIIinjRINN. PRENTSMIÐJAN EÐDA hJt. Símar 3948 og 3720. RITS rjÓRASKREFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Simar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHUSI, Lindargötu 9 A. Sími 2323. 27. árj|. Rcykjavík, þriðjudagiim 8. jiuií 1943 60. blað Ólafiir Jóhannesson; Fjársöfnun tíl skipakaupa Sambandsins er þegar hafin Samvinnnmenn! Kaupið stofnfjár- brél og styðjið söfnunina eftir megní íslendinga hefir jafnan skort skip til vöruflutninga til landsins og frá því. Þeir hafa því ætíð verið upp á aðra komnir í þeim efnum, að meira eða minna leyti. Hefir fátt verið hættulegra öryggi og sjálfstæði þjóðar- innar, en einmitt skipaskorturinn, enda hlutust oft af honum mikil vandræði áður fyrr, eins og kunnugt er. Með stofnun Eimskipafélags íslands var mikið átak gert og stórt spor stigið í rétta átt. Er það kunnara en frá þurfi að segja, hvílíka þýðingu starfsemi þess félags hefir haft fyrir þjóðina á liðnum árum. En þó að Eim- skipafélagið hafi gert ómetanlegt gagn, hefir það þó hvergi nærri getað fullnægt flutningaþörf landsmanna, sem ekki var heldur von. Enn vantar fleiri og stærri skip. Sambandið og sambandsfé- greitt að fullu að viðbættum lögin hafa ætíð skipt við Eim- vöxtum.“ skipafélag íslands, eftir því Ufn síðasliðin áramót hóf svo sem unnt hefir verið. En vegna stjórn S.Í.S. undirbúning að þess hve skipastóll Eimskipafé- þessari fjársöfnun. Valdi stjórn- lagsins er takmarkaður, hefir in þá leið, að gefa út stofnfjár- það ekki getað fullnægt flutn- I bréf, sem ætlazt er til að seld ingaþörf Sambandsins og fé- \ séu þeim mönnum, er leggja laga þess. Á hverju ári hafa því vilja fram fé til skipakaupa S. Sambandið og einsök kaupfélög; Í.S. Stofnfjárbréfin eru í tveim- orðið að taka fíeiri eða færri ur flokkum. í öðrum flokknum flutningaskip á leigu. Hefir því oft verið rætt um það á aðal- fundum S.Í.S., að samvinnufé- íögin þyrftu að eignast vöru- flutningaskip, en af ýmsum á- stæðum hefir þó ekki orðið af framkvæmdum í þessu efni. Á síðasta aðalfundi S.Í.S. var mál þetta enn til umræðu, og var þá samþykkt svohljóðandi tillaga: „Aðalfundur Sambands ísl. samvinnufélaga 1942 samþykk- ir, að skora á sambandsfélögin að hefja nú þegar fjársöfnun meðal félagsmanna sinna í því augnamiði að kaupa hentug flutningaskip að stríðinu loknu. Jafnframt er skorað á S.Í.S. og sambandsfélögin að leggja fram ríflega fjárhæð í sama skyni. Féð sé ávaxtað í vörzlum Sam- bandsins þangað til tímabært þykir að ráðast í skipakaupin, enda sé það ekki gert nema að- alfundur Sambandsins hafi gef- ið til þess samþykki sitt. Vextir skulu vera þeir sömu og af inn- lánsdeild S.Í.S. á hverjum tíma. Ef svo skyldi fara, að fé það, sem safnast kann, verði ekki notað í fyrirhuguðum tilgangi 5 árum eftir að yfirstandandi styrjöld lýkur, skal það endur- Erlent yfirllt 8. jiiní: Byltíngin í Argentínu Hershöíðíng j askípti á Islandi Charles Bonesteel, yfirhers- höfðingi setuliðsins á íslandi, hefir verið kvaddur brott héð- an. Hefir William S. Key, er áður var yfirmaður lögreglu- :sveita Bandaríkjahersins í Bret- landi, verið skipaður yfirhers- höfðingi hér í stað Bonesteels. Er hann þegar kominn hingað til lands. Key hershöfðingi var yfir- maður 45. deildar ríkishers Oklahomaríkis, áður en hann var kvaddur til skyldustarfa í Norðurálfu. Bonesteel hershöfðingi varð yfirmaður setuliðsins hér 16. septembermánaðar 1941. Hann hefir með störfum sínum hér á- unnið sér virðingu og vinar- hug íslendinga. eru bréfin að upphæð 100 kr., en í hinum 1000 kr. Stofnfjárbréf þessi hafa verið send öllum sambandsfélögum, og eru þar til sölu. í stofnfjárbréfunum eru tekn- ar fram helztu reglurnar um fjársöfnun þessa og stofnfé það, sem safnast kann. Eru þær í samræmi við framangreinda tillögu, svo langt sem hún nær. Helztu reglurnar eru þessar: 1. Þangað til ráðizt verður í framkvæmdir skal fé það, sem safnast, ávaxtað í vörzlum S. Í.S. og ber það ábyrgð á því. Á meðan féð er í vörzlum S. Í.S., skulu greiddir af því vext- ir, er séu jafnháirog innláns- deildarvextir S.Í.S. á hverjum tíma. Þegar rekstur skipa er byrjaður, fer um vaxtagreiðsl- ur eftir rekstursafkomu skip- anna eftir ákvörðun aðal- fundar S.Í.S. ár hvert.^&ldrei mega þó vextir vera hærri en iy2 ofan við innlánsvexti í bönkum. 2. Áður en ráðizt verður í fram- kvæmdir um smíði skipa eða kaup á þeim, tekur aðalfundur S.Í.S. ákvörðun um það, hvort stofnað verði sérstakt félag til að kaupa skipin og annast rekstur þeirra, eða að fram- kvæmdir verði að öllu leyti í höndum S.Í.S. 3. Stofnfjáreigendur ábyrgjast stofnkostnað og rekstur skip- anna aðeins með stofnfé sínu. Að öðru leyti ber Samband ísl. samvinnufélaga ábyrgð á skuldbindingum vegna skip- anna og á rekstri þeirra. 4. Verði ekki búið að nota féð til skipakaupa 5 árum eftir að yfirstandandi Norðurálfu- styrjöld lýkur, skal það end- urgreitt. Að 25 árum liðnum getur hvor aðili sem er, Sam- bandið eða stofnfjáreigandi, sagt stofnfénu upp með eins árs fyrirvara. Um endur- greiðslu stofnfjárins fer ann- ars eftir ákvæðum samvinnu- laganna um útborgun stofn- sjóðseigna, eftir því sem við getur átt, þ. e. stofnféð verður útborgað, ef stofnfjáreigandi andast, verður gjaldþrota eða fátækrastyrksþurfi. 5. Stofnfjáreign má ekki selja nema méð leyfi stjórnar S. í. S. Eins og að framan er greint, er ekki ætlunin að ráðast i framkvæmdir fyrr en síðar, að lokinni yfirstandandi styrjöld, enda munu skip nú ófáanleg eða ekki fáanleg nema með óað- gengilegum kjörum. Hins vegar er nú fremur hentugur tími til fjársöfnunar. Fjárhagsástæður manna eru tiltölulega góðar og auðvelt fyrir marga að leggja fyrir nokkurt sparifé. Sam- vinnumenn almennt munu því nú hafa nokkra getu til að taka þátt í þessari fjársöfnun. Ætla má, að vextir af fé þessu verði nokkru hærri en í bönkum og sparisjóðum, þó að slíkt geti brugðizt. Áhættan við geymslu fjárins á þennan hátt ætti að vera hverfandi. Fullyrða má því, að hverjum og einum sé hollara að leggja fé sitt í þetta fyrirtæki og geyma það og styðja þar með þjóðþrifamál, en eyða því í rán- dýran óþarfavarning, svo sem of mörgum hættir nú til. Hér er tvímælalaust um að ræða eitt hið mesta nauðsynja- mál fyrir samvinnufélögin. Mætti rökstyðja það mörgum orðum, en þess gerist tæplega þörf. Þó skal bent á fáein at- riði. Nú er svo komið, að samvinnu- félögin annast vörukaup og af- urðasölu fyrir mikinn fjölda landsmanna. Með hverju ári sem líður fjölgar þeim, sem telja sér hagkvæmt að skipta við þau. Flutningaþörf sam- vinnufélaganna er því mikil og fer stöðugt vaxandi. Þeim er þvi brýn nauðsyn á að eignast flutningaskip. Að öðrum kosti vofir einlægt sú hætta yfir, að þau geti ekki fullnægt þörfum félagsmanna sinna á fullnægj- andi eða viðunandi hátt vegna flutningaörðugleika, sökum skipaskorts. Tilgangur sam- vinnufélaganna er að útvega fé- lagsmönnum neyzluvörur með sem beztum kjörum og koma af- urðum þeirra í sem bezt verð. (Framb. á 4. siSu) Kron fær ný og veg- leg húsakynni Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis opnaði s. 1. föstudag veglega búð í nýju húsnæði við Skólavörðustíg 12 í Reykjavík. Hefir félagið flutt þangað vefn- aðarvörubúð sína, er áður var til húsa niðri á Hyerfisgötu og bjó við óhentug skilyrði. Þá hefir skósala félagsins, er áður fór fram í Bankastræti, verið flutt í nýju búðina. Fá báðar þessar deildir stórum betri að- stöðu á hinum nýja stað. Búð- irnar eru á tveim hæðum, mjög rúmgóðar og öllu fyrirkomið af smekkvísi og hagsýni. Mun ekki ofmælt, að hér sé um að ræða lang-myndarlegustu búð sinnar tegundar í Reykjavík. Þá daga, sem liðnir eru síðan búðin tók til starfa, hefir verið afarmikil sala,' nam t. d. fyrsta daginn nærri 50 þúsund krónum. Und- irbúning hefir Hermann Á. Hermannsson annast, og mun hann framvegis hafa á hendi yfirstjórn þessarar deildar og annarrar skyldrar starfsemi á vegum félagsins. Fyrir nokkrum dögum síðan var gerð bylting í Argentínu. Fregnir af henni eru enn óljós- ar, en þó virðist sýnt, að hún hafi heppnazt. Forsetinn hefir beðið lægra hlut og byltingar- sinnar myndað stjórn til bráða- birgða. Argentína er eina ríkið í Suð- ur-Ameríku, er haldið hefir fast við hlutleysisstefnuna. Meiri- hluti þingsins hefir að vísu ver- ið hlynntur Bandamönnum, einkum Bretum, og hvað eftir annað lagt til, að þýzka sendi- herranum væri vísað úr landi, enda hefir hann orðið uppvís að margvíslegum óleyfilegum undirróðri. En forsetinn, Ramon Castillo, hefir engu skeytt vilja þingsins og stjórn hans færzt meira og meira í einræðisátt. Á árunum 1916—30 fór frjáls- ^lyndi flokkurinn með stjórn í Argentínu og voru þá gerðar þar margvíslegar verklegar og félagslegar umbætur. Árið 1930 gerðu íhaldsmenn byltingu og aðalforingi þeirra, Justo, var forseti 1932—38. Justo er talinn maður mikilhæfur og nýtur mikilla vinsælda meðal hersins, enda er hann talinn færasti hershöfðinginn, er Argentínu- menn hafa átt. Við forseta- kosningarnar 1938 treystust hægri menn ekki til að beita valdi, vegna vaxandi fylgis frjálsl. flokksins, og gerðu því bandalag við nokkra foringja hans um sameiginlegan lista. Forsetaefnið var Ortis, lingeðja maður úr frjálslynda flokknum, sem hægri menn töldu sig geta ráðið yfir, og varaforseti Cast- illo. Þessir menn náðu kosningu. Hægri mönnum til mikilla von- brigða hóf Ortiz merki róttækr- ar umbótastefnu, en þá fundu þeir það ráð, að hann væri of veiklaður til að gegna forseta- störfum; m. a. væri hann blind- ur á öðru auganu. Hann var því látinn hætta forsetastörfum til bráðabirgða og Castillo látinn taka við. Ortiz fékk aldrei for- setatignina aftur, enda dó hann nokkrum mánuðum síðar. Milli Castillos og Justos var jafnan ósamkomulag. Á síðastliðnu sumri fór Justo til Brazilíu og gekk í herinn þar, þegár Brazi- lía sagði möndulveldunum stríð á hendur. Þar sem herforingjar eru helzt nefndir í sambandi við byltinguna, er ekki ósenni- leg ágizkun, að þar hafi öllu heldur menn Justos verið að verki en forsprakkar frjáls- lynda flokksins. Justo er talinn tækifærissinni, eins og sjá má á eftirfarandi ummælum, er um skeið voru algeng í Argentínu: Ortiz er von frjálslyndra manna, Castillo er von íhaldsmanna, en Justo er von Justos. Það stafar hvergi nærri ein- göngu af þrákelkni Castillos forseta, hversu lengi Argentína hefir þraúkað við hlutleysis- stefnuna. Argentínumenn eru þjóðlegastir og bezt menntir allra Suður-Amerikumanna. Þeir eru næstum allir af Evr- ópuættum, negrar og Indíánar eru þar ekki eins fjölmennir og í hinum Suður-Ameríkuríkjun- um. Argentínumenn urðu fyrst- ir til að stofna sjálfstætt ríki í Suður-Ameríku. Þeir standa mjög framarlega í allri verk- legri menningu. Enginn vafi er á því, að Argentína er traustasta og heilsteyptasta ríkið í Suður- Ameríku. Argentínumenn hafa því litið á sig sem sjálfsagða forustuþjóð Suður-Ameríku og jafnan gefið öllum afskiptum Bandaríkjamanna af málefnum Suður-Ameríku óhýrt auga. Sambúð Argentínu og Banda- ríkjanna hefir jafnan verið kuldaleg. Hins vegar hefir jafn- an verið góð sambúð milli Breta og Argentínumanna, enda hafa Bretar verið helzta viðskipta- þjóð þeirra og langstærsti lán- ardrottinn. Hlutleysisstefna Argentínu hefir meira verið sprottin af því að fylgja sjálf- stæðri utanríkispólitík, óháðri Bandaríkjunum, en af andúð gegn Bandamönnum og málstað þeirra. Markmið Argentínu- manna hefir verið, að Suður- Ameríka myndaði sjálfstæða heild í heimspólitíkinni, en nytu þar ekki forsjár Bandaríkjanna. Hin nýja stjórn byltingar- manna í Argentínu hefir lýst yfir samúð sinni með Banda- mönnum í styrjöldinni og mun vafalaust taka virkan þátt í henni með hinum Suður-Ame- ríkuríkjunum. Má telja líklegt, að hér eftir muni áhrifa Argen- tínu gæta meira í málefnum Suður-Ameríku en seinustu 3—4 árin. íbúar Argentínu eru um 14 milj. Landbúnaðurinn er helzti atvinnuvegurinn. Kvikfjárrækt og kornyrkja er þar á háu stigi. Styrjöldin hefir mjög þrengt að þessum atvinnu- greinum, einkum kvikfjárrækt- inni. Seinustu fréttir Flugvélar, herskip og kaf- bátar Bandamanna gera nú lát- lausar árásir á iðnaðarborgir, flugvelli, hafnarvirki og her stöðvar möndulveldanna við Miðjarðarhaf. Á Pantellaríu, ít alska ey milli Sikileyjar og Túnis, er gerð hver árásin eftir aðra, bæði dag og nótt. Borgir á Sardiníu, Sikiley og Suður- Ítalíu hafa einnig orðið afar hart úti. Mörgum skipum hefir verið sökkt. Herskipalægi ítala í Spezíu, skammt frá Genúu, varð fyrir harðri loftárás mikils flugvélakosts. Var það lengsta ferð Bandamannaflugvéla frá Túnis til árása norðan Miðjarð arhafs. Ivínverjar hafa síðustu dæg ur sótt fram við Gulafljót. Jap- anir hugðust fyrir nokkru að sækja fram til Chungking, höf uðborgar Kínaveldis, en sú sókn mistókst gersamlega og hafa Kínverjar hafið öfluga gagn- sókn. Hafa mikilvægar her stöðvar og margt japanskra hermanna fallið þeim í hendur, auk alls annars tjóns, er þeir hafa unnið Japönum á herliði og hergögnum. í fyrradag sökktu þeir japönskum fall- byssubáti á Gulafljóti og lösk- uðu annan. Þjóðverjar eru sagðir hafa mikinn viðbúnað gegn innrás í Hollandi. Eru raðir steinsteyptra virkja á Hollandsströndum og ógrynni þýzks liðs. íbúar sumra hafnarborga hafa verið fluttir brott tugþúsundum. saman. (Framh. á 4. siðu) Búnaðarfélagf 50 ára Fljótshlíðingar minntust 50 ára starfsemi búnaðarfélags síns með veglegri samkomu og mikilli rausn hinn 29. f. m. For- maður félagsins, Klemenz Krist jánsson, flutti ítarlegt yfirlits- erindi um störf félagsins. Fyrstu 30 árin unnu félagsmenn þess 40 þúsund dagsverk að jarða bótum, en næstu 20 árin 120 þúsund dagsverk. Enda er fé lagið annað mesta jarðabóta félag sýslunnar. Hvatamenn að stofnun þess voru þeir Tómas á Barkarstöðum, Arnþór í Teigi og Oddur í Reykjum, sem þá bjó á Sámsstöðum. Meðal gesta var búnaðarmála- stjóri, þingmenn héraðsins og nokkrir fleiri aðkomumenn. Á víðavangi UMGENGNI í BÆNUM. Um þessar mundir er fyrir til- stilli lögreglustjórans verið að gera gangskör að auknu eftirliti með hreinlæti í bænum. Er slíks eftirlits sannarlega ekki vanþörf, því að víða er pottur brotinn í þessu efni. Eins og að líkum lætur nær þetta eftirlit mest til þrifnaðar utan húss, umgengni í portum, húsasund- um og görðum o. s. frv. Er fólk áminnt um að laga til hjá sér, eftir því sem verða má, en ieir, sem ekki gera það á við- unandi hátt, verða kærðir til bæjarvaldanna. ( Jafnframt hefir lögreglustjóri beint þeim tilmælum til húseig- enda að mála hús sín og bent á, að viðkunnanlegastur yrði bæj- arsvipurinn, ef þau væru máluð ljósleit. Vitaskuld má hver hús- eigandi mála hús sitt sjálfur, 3ótt eigi sé hann málari, og yrði þá tilkostnaðurinn ekki til- finnanlegur. Þótt komið sé fram yfir far- daga, er enn.kalt í veðri. En vel væri, ef í bæjarbúum sjálfum væri nógur vorhugur, þrátt fyr- ir vorkuldann, til þess að vera samtaka um að gera bæinn sinn bjartari, hlýlegri og vist- legri. BYGGINGAR OG MANNVIRKI. Sem betur fer er það ekki lög- reglustjórinn einn og starfslið hans, er vinnur að því að fegra ásýnd Reykjavíkur, sem þó hef- ir löngum verið allt of lítill sómi sýndur. Að undanförnu hafa bæjar- völdin látið vinna að uppfyll- ingu við Tjarnarbrúna, sem í rauninni er traustlegt mann- virki og fær nýjan svip, þegar því verki er lokið. Margir dug- andi menn eru að vinna að fjár- söfnun til Hallgrímskirkjunnar og undirbúningi að byggingu hennar, er orðið getur ein hin Isilegasta bæ j arprýði. Á Kirkjubólstúni er þegar risin upp prýðileg kirkja, og á hæð- inni austan við vatnsgeyminn, er hafin bygging reisulegs sjó- mannaskóla. Einnig má geta þess, að verið er að framkvæma hina fyrir- huguðu breikkun gatna við tjörnina að vestanverðu. Hefir það verk verið hálfgert lengi. En nú verður því væntanlega skjótt lokið. Að vísu er leitt að þurfa að skerða tjörnina meira en orðið er, en þó er breikkun gatnanna nauðsynleg. Er þess von, að bærinn rísi nú brátt þrifalegri og snotrari en verið hefir, úr áralöngu raski vegna hitaveitunnar. TRJÁPLÖNTUR OG RUSLAKÖRFUR. Garðyrkjuráðunautur bæjar- ins hefir í vor látið gróðursetja trjáplöntur allvíða, meðal ann- ars við Austurvöll og meðfram Ingólfsstræti milli Hverfisgötu og Arnarhváls, og um sama leyti hafa hentugar ruslkörfur verið settar hér og hvar um bæinn, svo að nú þarf fólk ekki lengur að fleygja bréfum, eldspýtna- stokkúm og sígarettupökkum á göturnar. Nú kemur til kasta fólksins sjálfs, að umgangast svo hinar ungu plöntur, að þær geti dafn- að, og nota ruslkörfurnar, svo að ekki myndist dag hvern hrönn af skarni á götum bæj- arins. Lýsti það sér á ræðum manna og rausnarbrag öllum, sem yfir samkomunni hvíldi, að Fljóts- hlíðingar eiga meiri metnað fyrir hönd hlutskiptis síns og sveitar, en títt er í mörgum öðrum byggðarlögum, en þess er sízt vanþörf, eigi landbúnaður- inn að geta staðið í ístaðinu í samkeppninni við aðrar at- vinnugreinir.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.