Tíminn - 08.06.1943, Blaðsíða 2
238
TlMIlVIV, þrlðjndagmii 8. jiiní 1943
60. blað
^ímirrn
Þriðjudagtir 8. jtíní
BRÉF T I L TÍMANS:
Úthlutun ríthðfundanefndar
Eígnaauka-
skatturínn
Nokkru áður en þinginu var
frestað, var lagt fram frumvarp
um eignaukaskatt. Frumvarpið
var flutt af fulltrúum frá Al-
þýðuílokknum, Framsóknar-
flokknum og Sósíalistaflokkn-
um.
í frv. er gert ráð fyrir því, að
leggja sérstakan skatt á eigna-
aukningu áranna 1940, *1941 og
1942, er nemur meira en 80 þús.
kr. Undanþegnir skattinum
verða nýbyggingasjóðir útgerö-
arinnar og varasjóðir samvinnu-
félaga.
Helztu rökin, sem frumvarpið
hvílir á, eru þessi:
1. Meginhluti þeirra eigna-
aukningar, sem skapazt heí'ir á
þessum árum, hefir meira fallið'
eigendunum í skaut fyrir óeðli-
lega rás viðburðanna en dugnað
og framtakssemi. Þessi gróði er
því allt annars eðlis en venju-
legur starfsgróði. Þess vegna
ber að Iíta meira á hann sem
sameign þjóðarinnar en séreign
einstaklinga.
2. Hin óhóflega mikla auð-
söfnun fárra aðila seinustu ár-
in mun í framtíðinni skapa
þeim óeðlilega mikil völd á
kostnað almennings.
3. Það er engin tíygging fyrir
því, að mikil auðsöfnun einstak-
linga, t. d. kaupsýslumanna,
komi atvinnuvegunum til góða
og styrki viðreisnarstarfið, sem
hefja þarf eftir styrjöldina.
4. Eftir styrjöldina skapast
mörg fjárfrek vérkefni, sem rík-
ið verður neytt til að leysa.
Þess vegna þurfa fjárráð þess
að aukast og er eitt öruggasta
ráðið í þeim efnum að safna nú
fé til þessara framkvæmda.
í málgögnum stórgróðamann-
anna er einkum notuð sú .rök-
semd, að nauðsynlegt sé vegna
atvinnuveganna að leyfa þeim
ríflega auðsöfnun. En eins og
áður er sagt, er auðsöfnun
þeirra engin trygging fyrir at-
vinnulífið. í fyrsta lagi má bú-
ast við erfiðu árferði eftir styrj-
öldina og er venja gróðamanna
að halda að sér höndum á
slíkum tímum. í öðru lagi fara
menn jafnan ver með fjármuni
sem þeir eignast meira. Óhófs-
eyðslan eykst í hlutfalli við auð-
inn. T. d. er talið, að einn hinna
nýríku gróðamanna hafi reist
sér „villu“ fyrir 500 þús. kr.
Annar er sagður hafa' byggt
sumarbústað fyrir 100 þús. kr.
Frú þess þriðja er álitin að hafa
keypt pelsa, danskjóla og annan
fegurðarvarning á einu ári fyr-
ir 40—50 þús. kr. Veizlufagnað-
ir, er kosta 10—20 þús. kr., eru
algengt fyrirbrigði hjá þessum
mönnum. Þess eru dæmi, að ein
fjölskylda hafi haft 2—3 luxus-
bíla í einu. Þannig mætti lengi
telja. Öll sýna þessi dæmi, að
mikill hluti auðsöfnupar stór-
gróðamanna er tekinn frá at-
vinnurekstrinum og notaður í
óþarfa eyðslu. Meðan rekstrar-
fyrirkomulaginu sjálfu er ekki
breytt, verður ekki spornað
gegn þessu, nema með sköttum.
Það er alveg sama hvernig lit-
ið er á þessi mál, þá mæla öll
rök með auknum sköttum á
stórgróðanum. Hitt er annað
mál, að skattar eru vafalaust
þegar orðnir fullháir á einstakl-
ingum með miðlungs tekjur og
minni fyrirtækjum. Hæfileg
fjársöfnun slíkra aðila er æski-
leg fyrir þjóðfélagið og þess
vegna verður að varast að
hindra hana með sköttum.
Slíkt var gert meðan Framsókn-
arflokkurinn réði mestu um
skattamálin, því að markmið
hans er að veita mönnum að-
stöðu til að verða bjargálna. En
síðan Sjálfstæðisflokkurinn fór
að hafa áhrif á skattamálin,
hefir mjög verið höggvið í
þennan hnérunn til að hlífa
stórgróðanum. Vandinn er líka
sá, að ríkinu verður að sjá fyrir
nýjum tekjustofni, ef ívilnanir
verða gerðar í þessum efnum,
því að hinn mikli stríðsgróði
helzt vart til langframa, og
frekar má búast við aukinni
fjárþörf ríkisins en hinu gagn-
Um fátt hefir verið meira rætt að undanförnu en úthlutun
rithöfundanefndarinnar svokölluðu á skáldastyrkjum. Nær allir,
nema sauðsvörtustu kommúnistar, virðast á einu máli um það,
að úthlutunin sé mjög misheppnuð og hafi þar mestu ráðið póli-
tísk tillit og klíkuháttur. Einkum vekur það furðu og gremju
manna, að skáld eins og Gunnar Gunnarsson og Davíð Stefáns-
son skuli eigi sett á fremsta bekk.
Merkur og víðlesinn Vestfirðingur hefir sent Tímanum hug-
vekju þá um úthlutunina, er hér fer á eftir:
Þótt það sé að sumu leyti að
bera í bakkafullan lækinn að
gera skáida-skömmtun rithöf-
undanefndarinnar að umtals-
efni, þá langar mig til að biðja
Tímann fyrir eftirfarandi lín-
ur.
Málefni þetta, mat nefnday-
innar á rithöfundum og skáld-
um vorum, tekur til bóklesandi
manna í landinu, frá fjallatind-
um til fiskimiða. — Það er eng-
an veginn sérmál hinna „skrift-
lærðu“, höfunda í lausu máli
og bundnu, eins og s.umir virð-
ast gera sér í hugarlund, sem
drepa vilja á dreif réttmætum
ákúrum út af verknaðinum.
Til þess eru vítin að varast
þau. Og eftir því sem fleiri láta
til sín heyra í þessu efni, bera
fram kvartanir og réttmætar
ásakanir, má Vænta þess, að
svipuð spjöll verði eigi framin
eftirleiðis af þeim er kunna að
hafa forsjá skáldlaunanna með
höndum.
„Snemmá byrja barna mein“.
Fyrst rekumst við á Halldór
Laxness, langefstan á blaði.
Hann er metinn þriðjungi
verðmeiri en Gunnar Gunnars-
son, svo hinn víðkunnasti í öðr-
um flokki »sé talinn. Vel má
vera, að Halldór sé orðinn um
það jafn kunnur, en hann öðl-
ast þó seint eða aldrei jafn ó-
skipta hylli og Gunnar. Vanda-
lítið virðist, frá leikmanns-
sjónarmiði, að sigla fyrir alla
ásteytingarsteina með því að
gera þá Gunnar og Laxness
jafna. — Þrátt fyrir klúryrði
stæða. Meðal þeirra úrræða, er
til greina koma, eru einkasölur
á fleirum álagningarháum vör-
um en tóbaki og áfengi.
Sérstakri nefnd hefir nú verið
falið að athuga eignaauka-
skattsmálið fyrir haustþingið.
Afstaða Framsóknarflokksins til
þess máls er skýr og afdráttar-
laus. Þess ber að vænta, að
verkamannaflokkarnir standi
nú við stóru orðin frá því í vor.
Þ. Þ.
og margvíslega ósmekklegan
ofsahátt, er Halldór Laxness
rithöfundur, sem engum leyf-
ist að ganga fram hjá.
Um 3600 króna höfundana
vildi ég að öðru leyti segja það,
að það ber vott um daufan
bókmenntasmekk og skilning á
gildi skáldverka, að taka ljóð-
skáldið Tómas Guðmundsson í
þenna hóp. — Tómas er að vísu
listrænn og smekkvís, en yrkis-
efni hans eru svo fábreytt,
bera yfirleitt vott um skort á
tilþrifum hins hugsandi manns,
að hann getur alls ekki til
þjóðskálda talizt. Noregskvæöi
hans frá í fyrra er að vísu nokk-
uð skarplega orðað, en líkist all-
mikið rímaðri blaðagrein. Tóm-
as hefir alls engan rétt til að
setjast á bekk með Davíð Stef-
ánssyni. Engum, nema hinni
frægu nefnd, myndi heldur
koma til hugar að skipa honum
þar.
Þó tekur út yfir, er Þórbergur
Þórðarson er settur í þenna
hóp. Þórbergur má ekki teljast
sagnaskáld, og ljóðskáldstil-
burði hans þekkja allir, held-
ur söguritari. Hann hefir ekki
færst það í fang að skapa per-
sónur, heldur að sýna svip-
myndir af mönnum, — helzt
afkáraskap þeirra — í íslenzk-
um aðli til dæmis. Láru-bréf
hans, sem er listavel skrifað,
getur heldur ekki talizt skáld-
verk. Fyrir það hefir Þórbergur
áður hlotið lof og laun. Þór-
bergur er að vísu ágætur stílisti
— þótt honum virðist nú veru-
lega tekið að förlast stílsnilldin.
Þó að slíkt megi vissulega til
sannrar listar teljast, þá máttu
ekki komast í dilk okkar
fremstu söguskálda aðrir en af-
bragðs höfundar. — Jafnvel
þótt einhverjir óverðugir standi
þar jarmandi við dyrnar.
Þegar um stílsnilld er að ræða,
má minnast margra manna, sem
getið hafa sér góðan orðstír í
tímaritum vorum. ,Má þar til
nefna Helga Hjörvar, afbragðs
smekkvisan og vandvirkan
greinahöfund, Jónas Þorbergs-
son útvarpsstjóra, tilþrifamik-
inn og orðhagan, með skáldblæ
yfir málfari sínu, svo og
mælskumanninn sr. Sigurð Ein-
arsson dósent. Marga stíl-
snilldarmenn mætti og nefna
meðal þjóðmálamanna vorra.
í 2400 króna dilkinum situr
herra Steinn Steinar einn! -r—
Furðar alla bóklesandi menn
landsins á þeirri- einurð nefnd-
arinnar, að setja Stein á þenná
hest. Fremur lágkúruleg ljóð,
með sérvizkublæ, hafa birzt
eftir þenna höfund á víð og
dreif, og nokkru af því verið
safnað í bók. í þetta sæti kvaðst
smekkvís ljóðavinur hafa viljað
vista Tómas Guðmundsson.
í 1800 króna hópnum hittum
við fremdarrithöfundinn Guð-
mund Daníelsson, settan á bekk
með Ólafi Jóh. Sigurðssyni
meðal annara. Margir bók-
menntamenn, og þá helzt þeir,
er kynnt hafa sér til hlítar
skáldverk höfunda þessara, og
vita ennfremur um frábæra
starfsorku Guðmundar Daníels-
sonar, hafa látið ómjúkt orð
falla til nefndarinnar fyrir
þessa niðurjöfnun. — Þótt hún
hefði ekki annað misgert, hefði
nefndin með þessu f tiltæki
drekkt virðingu sinni. '
í 1500 króna hólfinu kúra þau
Þórunn Magnúsdóttir og Theo-
dór gamli Friðriksson. Frú Þór-
unn er markviss höfundur og á
ýmsan hátt geðþekkur. — Theo-
dór á líka gott skilið fyrir rit-
störf sírx, -og einkanlega sjálfs-
ævisöguna, þótt skáldsögur
hans séu ekki mikils virði. Er
hann Vel að því kominn að
| hljóta styrk, sem ætti að verða
| verulegur, það, sem eftir er ævi
: hans. En þarna þurftu fleiri úr
1 lægri flokkunum að fá sæti. Er
' það hin mesta ósvinna, hvernig
að sumum þeirra er búið af
| nefndinni, eins og nú er sýnt.
í 1000 króna dilkinn eru sett-
; ar skáldkonurnar Hulda og El-
! ínborg Lárusdóttir. — Hulda er
afkastamesti kvenrithöfundur-
inn, sem við höfum eignazt.
. Ljóð hennar eru mikil að vöxt-
um, og sum meðal okkar hug-
ljúfustu Ijóða. Smásögur henn-
ar ýmsar eru og undur fagrar,
! með þýðum rómantískum blæ,
1 en engum broddi af ádeilu. —
Skáldsögur hennar hafa hlotið
misjafna dóma, aðallega vegna
þess, að hún þykir sýna persón-
ur sínar í helzt til miklu ljósi,
er ýmsir telja fjarri veruleikan-
um. En sá rómantíski árdegis-
Heimamuður:
Baðstofuhjal
ÉG HEFI DREGIZT A ÞAÐ
við Þórarin Þórarinsson rit-
stjóra að stofna til baðstofuhjals
í Tímanum öðru hverju. Lesend-
um Tímans verður þá boðið til
baðstofu og þeir beðnir að vera
eins og heima hjá sér og spjalla
saman um áhugamál sín, en ég
legg svo sem heimamaður orð
í belg öðru hverju. Ég hugsa
mér þetta þannig, að menn og
konur h£r og þar um landið
skrifi Tímanum nokkrar línur
þegar þeir eða þær hafa ráð-
rúm til, merki þær með orðinu
„Baðstofuhjal" og þá komast
þær rétta boðleið til mín. Það,
sem þessi bréf segja, á að vera
aðalefnið í baðstofuhjalinu, og
svo berst auðvitað margt í tal í
því sambandi, sem snertir nútíð
og framtíð og endurminningar
liðinna tíma, eins og gengur. Þá,
sem taka vilja þátt í baðstofu-
hjalinu, bið ég fyrst og fremst
að segja mér tíðindi úr sveit
sinni eða bæ, og þá skulum við
minnast þess. Alls staðar og
ævinlega er eitthvað í fréttum,
ef eyra er til að heyra, auga til
að sjá og tunga til að mæla. En
svo vil ég gjarnan fá að heyra
tillögur manna um hitt og þetta,
innan héraðs eða utan, og eins,
ef þeir vilja láta í ljós skoðun á
einhverju í fáum orðum, þar á
meðal því, "sem áður hefir borið
á góma í haðstofunni. Stund-
um verður getið um nöfn þeirra,
sem skrifað hafa, þó ekki, ef
annars er óskað, en frásagnir
eða fréttir í nafnlausum bréf-
um verða ekki teknar til greina.
Sumum kann að Verða boðið til
baðstofu, þegar þeir eru á ferð
í Reykjavík, og kannske án
þess að þeir viti. En ég skal
ekki hafa neitt það eftir þeim,
sem þeim kynni að leiðast að
sjá á prenti.
! Þessi formáli verður að nægja.
En þegar ég var barn, voru það
mínár beztu stundir, þegar gest-
ir og heimafólk röbbuðu sam-
an í baðstofunni um alla heima
og geima. Ég sat þá alltaf úti í
horni og lét ekki á mér bæra.
Og nú þætti mér bezt, að bað-
stofuhjalið í Tímanum yrði
þannig, að ég mætti sem oftast
hlusta, en gestirnir segðu frá og
ræddust við.
„VORDAUÐA^íS SIGÐ er á
lofti um allt land; hver lambs-
feldur skelfur við heiði og sand“
■----Svo kvað Einar Benedikts-
son. Hann var að lýsa köldu
vori. Þá lá hafís við land. Það
hefir jafnan þótt geigvænlegt,
þegar ísinn hefir rekið inn á út-
mánuðum. Hins vegar segir
máltækið: „Sjaldan er mein að
miðsvetrarís". Nú hefir hafís
ekki verið landfastur síðan 1918.
En vorið, sem nú er að líða, hef-
ir verið kalt og mörgum erfitt.
Veturinn einn af hinum verri
og gjafafrekari í seinni tíð. Það
hittist illa á, því að ýmsir bænd-
ur fengu ekki í haust eins mik-
inn fóðurbæti og þeir ætluðu
sér að kaupa.
Um 25. maí kom til mín bóndi
af Norðurlandi. Hann sagði þá
sauðburð langt kominn í sinni
sveit, og bætti því við, að flestar
ær hefðu borið í húsi. Það getur
verið nokkuð erfitt að fóðra
lambær inni, svo að þær mjólki.
Til þess er ekki nóg að hafa
hey; heyin þurfa líka að vera
góð. Þó er oft vafamál á hinum
köldu vorum, hvort betra sé úti
eða inni.
Það er auðheyrt, að Einar
hefir oft horft á lamb skjálfa
norður á Héðinshöfða. Þið, sem
alin eruð upp í sveit en nú búið
í kaupstað, megið ekki gleyma
að segja börnunum ykkar frá
þeim þætti í starfi sveitafólks-
ins, sem felst í því að bjarga
lífi lambanna á vorin. Mörg
bæjarbörnin, sem fara í sveit,
koma ekki þangað fyrr en sauð-
burðurinn er liðinn. En sveita-
börnin læra að hjúkra hinum
ungu málleysingjum, sem born-
ir eru inn í óblíða veröld, bera
þá í húsaskjól í óveðrum, renna
ofan í þá volgri mjólk og verma
þá við eldavélina þegar annað
dugir ekki. Þar er oft barátta
háð um líf og dauða, og mjótt
á milli. Lambskinnaútflutning-
urinn héðan á öldinni, sem leið,
segir raunasögu í þessum efnum.
Menn hafa mismunandi skoð-
un á því, hvort réttara sé að
láta ærnar bera seint eða
Húsbyggingar í Reykjavík
Innan um „ósannindi, rang-
færslu og uppnefningu á mönn-
um og flokkum“ í Reykjavíkur-
bréfi Morgunblaðsins í vor
fannst eins og ofurlítill ljós-
depill í miðjum sortanum. Til-
efnið voru hinar nýju bæjar-
byggingar. Þar stóð: „Er hér
nýr þáttur í byggingarmálum
bæjarins að hefjast. Þegar
spara þarf bæði efni og vinnu-
afl, bæði við húsagerðina sjálfa,
gatna og lokræsagerð, er það
meira knýjandi en áður, að
hafa byggðina sem samfelld-
asta.“
Þarna segir þó Mbl. sann-
leika, að öðru leyti en því, að
þessi þáttur í byggingamálum
bæjarins er ekki að hefjast með
þessum bæjarbyggingum. En
framkvæmdin er jafn nauðsyn-
leg fyrir því. Þegar hinar
stærstu sambyggingar, sem eru
hér á landi hófust fyrir nokkr-
um árum vestur við Hringbraut
— verkamannabústaðirnir —
fyrir samvinnu og atbeina
þeirra flokka, er þá höfðu stjórn
landsins. Þá var eitthvert gæfu-
ríkasta spor stigið í bygginga-
málum bæjanna. En Mbl. og
flokkur þess hamaðist auðvitað
á móti þeirri framkvæmd á
meðan fært var.
Sá, er þetta ritar, kom ný-
lega til kunningja síns, sem býr
í einni íbúð þessara verka-
mannabústaða. íbúðin var þrjú
herbergi og eldhús, ásamt öll-
um nýtízku þægindum. Öll var
hún hin snotrasta og vistleg-
blær, sem Hulda bregður upp í
Dalafólki, getur verið sannur,
eins og að hinu leytinu sumar
sagnir af Bjarti í Sumarhúsum
eiga sér hliðstæður og for-
dæmi að nokkru. Er ekki
jafn leyfilegt að nota Ijósskrúð-
ið, þótt það fjarlægist m^ske
hið almenna, eins og að sýna
myrkrið og sorann í þjóðlífinu
í mynd Ólafs Ljósvíkings eða
Bjarts? — Málfar á þessari bók
Huldu er þýtt og ljóst. Þar eru
engin óhrjáleg klúryrði né út-
lend orð höfð til að „punta upp
á“ lesmálið, eða tilfundin ný-
yrði, heldur eðlilegt og lifandi
alþýðumál.
Þá hefir og Elínborg Lárus-
dóttir eigi síður reynzt mikil-
virk. Yfirleitt hefir hún og
fengið lof fyrir sögur sínar.
Fyrri hluti „Förumanna“ henn-
ar fékk mjög lofsamlega dóma.
Þótt henni kunni að hafa fat-
azt nokkuð tökin í síðasta bindi
sögunnar, þá ber slíkt eigi vott
um skort á rithöfundarhæfileik-
um, enda hendir oft færustu
höfunda. Þar að auki. birti og
fFramh. á 4. *íðu)
asta og einkennilega mikið út-
af fyrir sig í svona stórri bygg-
ingu. Kunningi minn sagðist
borga kr. 120,00 í húsaleigu á
mánuði og þar væri meðtalinn
hitun íbúðarinnar. En um leið
og hann var að borga þetta, þá
var hann að eignast þetta hús-
næði. — í verkamannabústöð-
unum — einni sambyggingu —
kvað hann vera um 150 íbúðir,
og myndu nú búa í þeim um
1000 manns. Byggingin er reist
í ferhyrning, en innan í honum
er allstór leikvöllur. Með endi-
langri ytri hlið, mót suðri, eru
trjágarðar framan við aðal-
stofugluggana. Garðar þessir
vita út að Hringbrautinni og
þyrftu að vera stærri en þeir
eru, þótt þeir séu mjög til bóta.
Hvílíkur munur, hefðu ráð-
andi menn í Reykjavík látið
reisa höfuðstaðinn svipað og
þessar byggingar. Allir Reyk-
víkingar rúmuðust þá í 40 slík-
um húsum! Og væru svo 20 hús
svipuð að stærð fyrir skrif-
stofur, verzlanir og iðnað, þá
væri Reykjavík um 60 hús!
Þó að þessar byggingar stæðu
alllangt hver frá annarri, myndi
vera óhemju mikill sparnaður á
götum, lokræsum og ýmiskonar
menningartækjum. Bærinn
væri óútreiknanlega hægari,
skemmtilegri og menningar-
legri. Á milli þessarra stóru
sambygginga væri sjálfsagt að
hafa stóra og fagra trjá- og
blómagarða. Matjurtagarðar
gætu einnig verið í nálægð. En
leik- og íþróttavellir fyrir börn
og fullorðna ættu að vera við
hverja sambyggingu og ennþá
stærri sameiginlegir íþrótta-
vellir skammt frá.
Þó að fávíslega sé byggt á
hverju ári í Reykjavík og bær-
inn þaninn út um öll holt og
mýrar á kostnað íbúanna og
allra landsmanna, án þess þó að
nokkurs staðar séu opin svæði
fyrir Jeik- eða íþróttavelli fyrir
börn né fullorðna, þá væri vel
ef ráðamenn Reykjavíkur færu
úr þessu að sjá að sér og bæta
ráð sitt.
Ennþá þarf að byggja mikið
og mikil þörf væri að rífa niður
fjölda húsa á ýmsum stöðum
í bænum og láta þar rísa í stað
þeirra stórar og góðar' sambygg-
ingar.
Það bíða mörg stórmál úr-
lausnar á komandi árum. Eitt
þeirra stærri er þó nýbyggð eða
endurbygging Reykjavíkur. Og
víst ber að fagna því, ef stærsta,
þröngsýnasta og afturhalds-
samasta, en þó um leið voldug-
asta dagblað höfuðstaðarins,
fer að vitkast í slíku máli.
Kári.
snemma. Það væri gaman að
heyra álit einhverra og rök á
því máli.
NÚ ERU MISLING ARNIR að
breiðast út um landið. í vetur
hafa þeir gengið í Reykjavík og
skarlatssóttin líka, sömuleiðis
inflúenza. Það er hægt að verja
fólk fyrir mislingum með því að
dæla inn í það blóði úr þeim,
sem nýlega eru búnir að hafa
veikina. Margir, sem komnir eru
á fætur úr mislingunum, hafa
gefið sig fram í Reykjavík og
látið lækna taka sér blóð. í
sumum sveitum er svo ástatt,
að svo að segja enginn maður
hefir fengið mislinga. Þannig
gátu bæir og byggðarlög varizt
meðan samgöngur og ferðalög
voru minni en nú.
NÚNA í VIKUNNI hafði ég
tal af manni við sjávarsíðuna.
Hann var að reyna að festa
kaup á 10 smálesta vélbát.
Verðið átti að vera rúml. 50
þúsund krónur. Báturinn var
ekki nýr og vélin ekki heldur.
Út á svona bát er hægt að fá
10 þús. kr. lán í Fiskiveiðasjóði.
Það er ekki þægilegt fyrir efna-
litla menn að eignast fleytu eins
og nú er komið. En fiskiflotinn
íslenzki rýrnar ískyggilega. Síð-
an stríðið hófst hafa sex botn-
vörpungar farizt, þar á meðal
sá stærsti og tveir þeir nýjustu.
Fróölegt væri að heyra, hvað
menn hafa að segja með því og
móti að byggja skip eins og nú
standa sakir.
ÖLL REYKJAVÍK talar um
hitaveituna óg rykið á götun-
um. Það er vont að vera í
Reykjavík á sumrin og verst,
þegar þurkar eru. Eftir fjöl-
förnustu götunum er stöðugur
straumur bifreíða, og ef gatan
er hvorki steinlögð né malbik-
uð, geta menn séð hvernig fer.
Stundum er reynt að sprauta
vatni á göturnar og þá hjaðnar
mökkurinn í bili. Úr sveitunum
í kring sést móða yfir bænum.
Um þennan tíma árs er það ekki
reykur héldur ryk. — Utan við
húsið mitt er verið að vinna í
hitaveitunni. Fyrir tveim árum
var steypt renna eftir endilangri
götunni, niðurgrafin. Svo var
mokað ofan í rennuna, því að
vatnspípurnar voru ekki til. Nú
í vor er aftur verið að moka þær
upp og leggja pípurnar. Þær
eru misjafnlega víðar, sumar
eins og bolur á vænum ofni,
aðrar eins og mannshandleggur,
sumar eru mjórri. Það fer eftir
því, hvernig gatan liggur í hita-
veitukerfinu. Þegar búið er að
ganga frá pípunum, er rennan
fyllt með hraungrýti austan úr
Rauðhólum og steypt yfir allt
saman. En utan við hvert hús
er dálítill laus hleri úr stein-
steypu. Þar á heita vatnspípan
að koma inn í húsið. Það var
einu sinni áætlað, að hitaveit-
unni yrði lokið í haust. En sum-
ir halda nú, að hún komizt ekki
nema í Austurbæinn. Það hafa
ekki fengizt nógir menn í vinn-
una, og nú er verið að ráða
verkamenn í þorpunum við
Faxaflóa.
BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS
ætlar að veita verðlaun fyrir