Tíminn - 06.07.1943, Side 3

Tíminn - 06.07.1943, Side 3
69. blað rfmrvzv. þrigjadagmn 6. jnli 1943 275 ANNÁLL Dánardœtfnr. Hjörtur Jónsson, bóndi að Gröf í Þorskafirði, andaðist á heimili sinu 13. marz s.l., 68 ára að aldri, fæddur 1875, sonur Jóns bónda þar og Ingibjargar Einarsdóttur. Hann ól allan ald- ur sinn á sama bænum, fyrst sem vinnumaður foreldra sinna, er hann hafði þroska til, en síð- an bjó hann móti föður sinum, og eftir lát hans á allri jörðinni, til dauðadags. — Hann keypti jörðina alla eða mestalla, en seldi hana þó síðar meir aftur hreppsfélaginu. Bjó hann mjög á gamla vísu, enda einangrun og samgönguerfiðleikar því til fyrirstöðu að um nýbreytni i bú- skaparháttum væri að ræða. Hjörtur var þrekmaður á yngri árum, og góður verkmað- ur og verklaginn, t. d. góður veggjahleðslumaður.Við skepnu- hirðingu var hann hirðusamur vel og fór vel með skepnur og hafði yndi af þeim,' enda dýra- vinur og fjárglöggur með af- brigðum. Hann var forðagæzlumaður i sveit sinni um mörg ár. Hjörtur hafði lifandi áhuga fyrir landsmálum alla tið. Fylgdi hann Landvarnarflokkn- um gamla fast að málum, og siðan Sjálfstæðisflokknum eldra. Eftir að flokkaskipting varð um innanlandsmálogFram- sóknarflokkurinn var stofnað- ur, fylgdi Hjörtur honum, og æ síðan. Var oft gaman að heyra hann tala um landsmál og tjáði ekki að reyna að kveða hann þar í kútinn. Hjörtur var ókvæntur alla ævi, en bjó með ráðskonu. Hafði hún verið gift áður og ólust tvö börn hennar upp á heimilinu. Sonurinn hefir verið þar alla tið síðan, og nú á seinni árum eftir að heilsu Hjartar hnign- aði verið aðalstoð heimilisins. Dóttirin hefir og verið heima af og til. Hjörtur var sérlega barngóð- ur maður, greindur og fylgdist vel með öllu, sem fram fór, gamansamur og glaðvær, og rhafði glöggt auga og eyra fyrir ?öllu skoplegu, hvar sem var. Á efri árum hnignaði heilsu hans mjög, og síðustu árin var hann á milli lítt fær til vinnu. Hann mun hafa legið rúmfast- ur frá því snemma á þessum vetri. Aldrei mun hafa hvarflað að Hirti að skipta um bústað; undi hann jafnan bezt heima. Er það á vissan hátt eftirbreytnisvert. Þótt benda megi á, að betra sé að fara víðar og kynnast fleiru, er átthagatryggðin ávallt góð. S. J. Á vegum REA starfa þrír sér fræðingahópar, sem annast fræðslu- og upplýsingastarf- semi fyrir rafmagnsnotendur í sveitum. Verkfræðingar, með sérþekkingu á meðferð land- búnaðarvéla, veita bændum leiðbeiningar um kaup og með ferð rafmagnsvéla og áhalda til notkunar við búreksturinn. í öðrum flokki eru menn með al- hliða þekkingu á rafmagns- leiðslum og verkfærum til heim- ilisnota. í þriðja hópnum eru kohur, sem veita húsfreyjum leiðbeiningar við hagnýting raf- magnsins og val á rafmagnsá- höldum til nota við innanbæj- arstörf. Þá er og gefið út tíma- rit með leiðbeiningum um smíði á rafmagnstækjum til heimilis- notkunar. Bændum er gefinn kostur á að kaupa nauðsynleg rafmagns- áhöld með hagkvæmum borg unarskilmálum. Aukinn iðnaður í sveitum. Eftir að rafmagnið hefir verið leitt um sveitahéröðin, hefir ris- ið þar upp iðnaður í ýmsum greinum. Er bent á það í ritinu, að heppilegt sé að dreifa iðnað inum á þann hátt, í stað þess að hafa alla iðnaðarvöruframleiðsl- una í þéttbyggðum borgum. Síð an REA kom til sögunnar, hafa kröfur um raforku til iðnrekst- urs í sveitunum farið langt fram úr því, sem menn höfðu búizt við, en aukin rafmagnsnotkun til iðnaðar hefir geysimikla þýðingu fyrir fjárhags-afkomu raf veitutækj anna. (Framh. á 4. sUSu) Feður og §ynir FRAMHALD. Herra Stauffacher reyndi að miðla málum, en Gessler gaf eng- an gaum að orðum hans. „Ég veit, að þið hafið gert samsæri, og þetta er fyrsta opin- skáa ögrunin." „Ég ætlaði engum að ögra,“ sagði Vilhjálmur. „Hann hefir ekki verið heima,“ hrópaði Walter. „Ha? Ert þú sonurhans? Og þú hefir ekki verið heima heldur, sjálfsagt,“ hrópaði Gessler. „Og það er ekki hætt við því, að þú sért svo málgefinn að hafa haft orð á þessu við föður þinn?“ Gessler hreykti sér á hesti sínum. „Þú ert bogmaður, Vilhjálmur Tell,“ sagði hann. „Já, herra verndari.“ „Og þú hælir þér af leikni þinni,“ sagði Gessler. Vilhjálmur Tell brosti dauflega. „Til eru þeir, sem segja, að ég sé betri bogmaður en gengur og gerist.“ „Betri en gengur og gerist,“ hrópaði Rúódí gamli, sem einnig var kominn á vettvang. „Þér megið vita það, herra, að í öllum skógarríkjunum þrem er ekki til sá maður, sem sé jafn óskeikull skotmaður og Tell.“ Kliður fór um torgið, og allir tóku undir þessi orð. Gessler hló hlakkandi. „Þorpari,“ sagði hann. „Þú bóndadurgurinn þykist geta skotið, og þá er bezt að list þín verði þín refsing.“ Hann hélt I hendi rós- rauðu epli, sem hann hafði ætlað að fara að eta, er hann reið yfir torgið. „Láttu þetta epli á höfuð sonar þíns. Hann skal standa í garðshliðinu, en þú, Vilhjálmur, við súluna, sem þú hefir sýnt lítilsvirðingu, og skjóttu þaðan eplið af höfði sonar þíns.“ Hávær andmæli bárust frá fólkinu. „Þetta er svívirðing," sagði Stauffacher. „Skipunum mínum verður ekki breytt,“ svaraði Gessler. „Þú neitar þessu, Vilhjálmur,,' hrópaði einhver. „Ef hann neitar þessu,“ svaraði Gessler, „er ekki víst, að hann sjái til að skjóta fleiri örvum.“ „Áfrýjaðu til hertogans,“ sagði Stauffacher. „Þögn,“ hrópaði Gessler. „Farðu, drengur minn. Nú skulum við sjá íþrótt hans.“ „Ég geri þetta ekki,“ sagði Vilhjálmur og var fastmæltur. Það varð þögn. „Áður en ég læt stinga úr þér augun,“ sagði Gessler hægt og rólega, og allir héldu hlustandi niðri í sér andanum, „áður en það er gert, vil ég, að eitthvað, sem þér verður minnisstætt, beri þér fyrir augu. Ég ætla að láta menn mína rífa augun út úr höfðinu á syni þínum. Grípið strákinn." „Pabbi, pabbi. Ég er ekki hræddur, ég er ekki hræddur," hróp- aði Walter. „Þetta er þó betra en, en ....“ Vilhjálmur Tell leit hvasst framan í Gessler, en hann sneri sér undan og hampaði eplinu. „Guð hjálpi þér, Walter,“ sagði Vilhjálmur. „Þér dirfist ekki að gera þetta,“ sagði herra Stauffacher. „Ég skýt málinu til hertogans." „Jafnvel hertoginn er ekki fær um að gefa okkur sjónina aftur,“ skaut Vilhjálmur inn i. „Drottinn sjálfur gaf mér sterka arma og hvassa sjón. Hann mun veita mér gæfu til þess að nota hvort tveggja á réttan hátt.“ Hann gekk i áttina til prestsins. „Veittu mér blessun þína, faðir,“ sagði hann. Presturinn lagði hendur yfir hann, og Vilhjálmur kyssti kross- inn, sem hékk framan á brjósti prestsins. „Nú er komið nóg af svo góðu,“ öskraði Gessler. „Þú þarft varla á meiri blessun að halda í bili.“ Hann hló illkvitnislega og kastaði eplinu til drengsins. Walter greip eplið á lofti og gekk yfir torgið, og hermennirnir þokuðu fólkinu til hliðar. í kirkjugarðshliðinu staðnæmdist hann og sneri sér við. Brosandi lét hann eplið á höfuð sér. Þó duldist eigi, að hann var óvenjulega fölur. „Faðir minn er góð skytta,“ hrópaði hann. „Og ég er óhræddur." Vilhjálmur hóf boga sinn á loft, en lét hann svo síga aftur. „Snúðu að mér bakinu, Walt.er," hrópaði hann, „svo að þú kiknir ekki við skotið.“ „Ég þori að horfa á örina, faðir minn, þegar þú skýtur af bog- anum,“ svaraði drengurinn. Vilhjálmur dró ör úr örvamæli sínum og brá henni undir belti sér. Síðan tók hann aðra ör og lagði hana á bogastrenginn. Tvisv ar hóf hann bogann upp, en lét hann síga aftur í bæði skiptin. „Flýttu þér,“ öskraði Gessler. Walter lyfti annarri heridinni og hrópaði: „Ég dey aðeins einu sinni, faðir rninn." Siðan lét hann skjálfandi höndina síga og sagði: „Skjóttu nú.“ Fólkið leit af Vilhjálmi á drenginn, er'hann hrópaðl þessi hvatningarorð til föður síns, og í sömu andrá söng hátt í boga- strengnum, eins og bumba hefði verið slegin. Eplið klofnaði í tvennt, og sinn helmingurinn féll til hvorrar hliðar. Örin hafn- aði á legsteini í kirkjugarðinum. Það varð löng þögn. Gessler varð fyrstur til þess að rjúfa hana með blóti og ragni, sem bar í senn vitni um undrun og gremju. Allt í einu rak mannfjöldinn upp fagnaðaróp. Nokkrir ungir menn hlupu til og hófu Walter á axlir sér og báru hann út á torgið. Þegar hávaðinn hljóðnaði, laut Gessler fram á makkann á reiðskjóta sínum og þreif örina, sem Vilhjálmur hafði stungið undir belti sér. „Og til hvers ætlaðirðu að nota þessa ör,“ sagði hann og brosti viðurstyggilega. Svitinn streymdi af andliti Vilhjálms, en þó reyndi hann að brosa líka. „Þetta er gamall vani minn, herra verndari," sagði hann. „Slíkar venjur hefi ég aldrei heyrt getið um.“ „Þetta er þó minn siður,“ svaraði Tell og strauk hárið frá enninu. „Þú skalt halda lífi, Tell, hverju sem þú svarar,“ sagði Gessler ísmeygilega. „Til hvers ætlaðirðu að nota örina?“. Vilhjálmur leit á hann. Hann hikaði dálítið, en sagði svo djarí lega: „Hefði ég hæft son minn, herra, ætlaði ég yður þessa ör. Og mér hefði áreiðanlega ekki geigað það skot.“ Menn litu hver á annan, slegnir felmtri og furðu. Sumir vonuðu, að jafnvel Gessler myndi meta slíka hreinskilni. Gessler sat á hesti sínum og hnyklaði brýrnár, og sleía rann út úr öðru munnvikinu. Happdrættish ús Langarneskirkfn Happdrættlsmiðarnir eru seldir á eftirtöldum stöðum: Austurbær: Kron, Hverfisgötu 52. Bakarí Jóns Guömundssonar, Hverfisgötu 93. Silli & Valdi, Laugaveg 82. Kiddabúð, Njálsgötu 64. Penninn, Laugaveg 68. Silli & Valdi, Laugaveg 43. Bókabúð Austurbæjar, Laugaveg 34 A. Ljósafoss, Laugaveg 27. Bókaverzlun ísafoldar, útibú, Laugaveg 12. Rakarastofa Haraldar Ámundínussonar, Laugaveg 33. Verzlunin Ásbyrgi, Laugaveg 139. Afgreiðsla Alþýðublaðsins, Hverfisgötu. Verzlunin Drífandi við Samtún. Verzlunin Ás, Laugaveg 160. Verzlunin Vitinn, Laugarnesveg 52. Verzlun Sigurbjargar Einarsdóttur, Laugarnesveg 50. Kjötbúð J. C. Klein, Laugarnesveg 51. Verzlun Elísar Jónssonar, Kirkjuteig 7. Verzlunin Svalbarði við Langholtsveg. Verzlun Ólafs Jóhannessonar, Hlíðarvegi, Sogamýri. Kiddabúð, Bergstaðastræti 48. Verzlunin Drífandi, Laufásveg 58. Verzl. Páll Hallbjörnsson, Leifsgötu 32. Verzlunin Árnes, Barónsstíg 59. Verzlunin Vitinn, Mánagötu 18. Verzlun Péturs Jensen, Njálsgötu 106. Verzlunin Ingólfur, Hringbraut 38. Verzlun Sig. Þ. Skjaldberg, Laugaveg 49. Verzlun Guðm. H. Þorvarðarsonar, Óðinsgötu 12. Verzlun Eggerts Jónssonar, Óðinsgötu 30. Verzlun Lárusar Björnssonar, Freyjugötu 26. Kiddabúð, Þórsgötu 14. Bókaverzlun Þór. B. Þorlákssonar, Bankastræti. Bókaverzlun Sig. Kristjánssonar, Bankastræti. Miðbær: Stefán A. Pálsson, Varðarhúsinu. Afgreiðsla Morgunblaðsins. Bókaverzlun ísafoldar. Bókaverzlun Sigf. Eymundssonar. Verzlunin Liverpool, Hafnarstræti 5. Járnvöruverzlun Jes Zimsen, Hafnarstræti 21. Bókabúð Æskunnar, Kirkjuhvoli. Verzlunin Ægir við Tryggvagötu. Rakarstofan í Eimskipafélagshúsinu. Vesturbær: Verzl. Geirs Zoega, Vesturgötu 6. Verzl. Dagbjarts Sigurðssonar, Vesturgötu 12. Verzl. Björns Jónssonar, Vesturgötu 28. Verzl. Jasonar Sigurðssonar, Framnesveg 19. Verzl. Júl. Guðmundssonar, Framnesveg 29. Bakarí Jóns Símonarsonar, Bræðraborgarstíg 16. Verzl. Sig. Halldórssonar, Öldugötu 29. Verzl. Hjartar Hjartarsonar, Bræðraborgarstíg 1. Verzl. Brekka, Ásvallagötu 1. Verzl. Sveins Þorkelssonar, Ásvallagötu 9. Kron, Verkamannabústöðunum. Silli & Valdi, Víðimel 35. Á Scltjarnarnesl: Verzlunin Vegamót. 1 Hafnarfirði: Stebbabúð. Á Þingvöllum: Veitingahúsið Valhöll. Lístamannastyrkír Nýlega hefir nefnd úr Félagi myndlistarmanna úthlutað fjárveitingu þeirri, er Mennta- málaráð úthlutaði félaginu. Þessir menn hlutu styrkina: Kr. 2.300,00 Ásgrímur Jónsson, Ásmund- ur Sveinsson, Jóhannes Kjar- val, Jón Stefánsson og Ríkarð- ur Jónsson. Kr. 1.500,00 Finnur Jónsson, Gunnlaugur Blöndal og Jón Þorleifsson. Kr. 1.000,00 Gunnlaugur Scheving, Jón Engilberts og Sveinn Þórarins- son. Kr .700,00 Kristinn Pétursson. Kr. 300,00 Guðmundur Kristjánsson. Á.styrki þessa bætist 25% grunnverðsuppbót, auk dýrtíð- aruppbótar. Rannsóknastyrkir Menntamálaráð úthlutar sjálft styrkjum úr náttúru- fræðadeild Menningarsjóðs. Þessir hlutu: Kr. 3.500,00 Jóhannes Áskelsson, Steindór Steindórsson og Geir Gígja. Kr. 2.500,00 Finnur Guðmundsson, Leifur Ásgeirsson og Þorkell Þorkels- son. Kr. 2.000,00 Guðmundur Kjartansson. Kr. 1.500,00 Ingimar Óskarsson, Ingólfur Davíðsson og Jón Eyþórsson: Kr. 1.000,00 Steinn Emilsson. Kr. 800,00 Helgi Jónasson. Þeir fá engar uppbætur á styrki sína. Samband ísl. satnvlnnufélagai Aðalfundur vor verður haldinn að Hólum í Hjaltadal dagana 15., 16. og 17. júlí næstkom- andi. Tilkynning: Með tilvísun til auglýsingar um hámarksverð á þjónustu hárskera og rakara, dags. 30. júní þ. á., vill Viðskiptaráðið taka fram, að rakarastofur í Reykjavík mega áfram taka 25% hærra gjald fyrir vinnu, sem hafin er eftir venjulega’n lokunartíma, svo sem venja hefir verið. í Reykjavík, 2. júlí 1943. Verðlagsstjórmn. Dag’heímili fyrir vangefin börn. Barnavinafélagið Sumargjöf hefir ákveðið að reka dag- heimili fyrir vangefin börn um tveggja mánaða skeið í Málleys- ingjaskólanum. Þeir, sem koma vilja börnum þangað, tali við Jónas Jósteinsson kennara, sem verður til viðtals mánudaginn 5. júlí og þriðjudaginn 6. júlí kl. 4—6 e. h. í Ingólfsstræti 9 B, sími 4658. Stjórnin. Blautsápa frá sápuverkamiðjmtmi SJöfn er almeut vMÞ nrkennd fyrir gaetti. Flectar hámnttnr nata Sjafnar-blautsápu

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.