Tíminn - 20.08.1943, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.08.1943, Blaðsíða 4
328 TÍMIIVTV, föstndagiim 20. ágúst 1943 82. blað Alit Grundvöllur vísitölu landbúnaðarins (Framh. af 1. sí6u) anna um kaupgreiðslur til vandalausra og reikna greiðslu fyrir allan aðkeyptan vinnu- kraft eftir þeim. En við þessa takmörkun varð skýrsluefnið 'rýrara heldur en ráð hafði verið fyrir gert í fyrstu, og telur því nefndin réttara, að skýrslur um kaupgreiðslur verði framvegis fengnar úr tveimur hreppum í hverri sýslu. Vinnumagnið, sem reiknað hefir verið með, er byggt á bú- reikningunum með lítilsháttar tilfærslu til samræmis við skatt- skýrslur og manntalsskýrslur. Eftir að fundin var ksupupp- hæðin, var bætt þar við orlofs- fé, samkvæmt nýjum lögum, á sumarkaupið og nokkurn hluta vorkaups. En framvegis ber að reikna orlofsfé af öllu kaupi ár- ið um kring. Kanp bóndans. v Þá er eftir síðasti kostnaðar- liðurinn, en það er kaup bónd- ans sjálfs, sem hann á að lifa á, ásamt konu sinni og börnum, sem eru á framfærslualdri. f lögunum um dýrtíðarráð- stafanirnar frá 14. apríl 1943, segir, að nefndin eigi að finna hlutfall milli verðlags landbún- aðarvara og kaupgjalds stéttar- félaga, er miðist við það, að heildartekjur þeirra, er vinna að landbúnaði, verði í sem nán- ustu samræmi við tekjur ann- arra vinnandi stétta. Ef takast mætti að setja inn í liðinn „kaup bónda“ upphæð, sem að viðbættum tekjum bóndans af öðru en landbúnaði, jafngiltu meðaltekjum helztu kaupþega- stétta í kaupstöðum og kaup- túnum, þá telur nefndin að hún hafi fullnægt fyrirmælum lag- anna að þessu leyti. Nefndin hefir i þessu skyni aflað sér ým- isra upplýsinga frá Alþýðusam- bandi íslands um kaupgjald víðsvegar á lahdinu. Enn frem- ur hefir hún látið taka upp úr skattskýrslum Reykjavíkur fyr- ir s. 1. ár, upplýsingar um tekjur 226 verkamanna, sjómanna og iðnaðarmanna. Vegna þess, hve áhættuþóknun sjómanna er sér- staks eðlis, enda ekki skatt- skyld nema að hálfu, þá var þess gætt, að taka ekki með sjómenn, sem höfðu áhættu- þóknun. Úrtak þetta var tekið nægilega stórt til þess að gefa rétta mynd af meðaltekjum þessara stétta samkvæmt skatt- framtölunum. Tekjur, þessarra stétta eru þess eðlis, að þær hafa litla möguleika til þess að falla undan skatti, því að þær eru fyrir vinnu í annarra þjón- ustu og því gefnar upp af vinnu- veitanda til skattyfirvaldanna. Einnig lét nefndin taka upp tekjur tilsvarandi stétta úr skattframtölum í nokkrum kaupstöðum og kauptúnum. Með því að enn er aðeins lítill hluti af skýrslum þessum kom- inn til Ríkisskattanefndar, varð nefndin að láta sér nægja 3 kauptún mðe yfir 1000 íbúa (ísafjörð, Húsavík og Vestm.eyj- ar) og önnur 3 með 300—1000 manns, (Bolungavík, Hólmavík og Seyðisfjörður), en hins vegar voru í þeim kauptúnum teknir upp allir þeir, er til greina virt- ust koma í þessu sambandi. Framvegis verður tíminn vænt- anlega ekki eins naumur og mætti þá gera þessar skýrslur víðtækari, ef ástæða þykir til. Var svo tekið meðaltal af skýrslum þessum, vegið eftir mannfjölda í þessum þrem flokkum kaupst. og kauptúna. Tölur þær, sem koma út úr skýrslunum, sýna aðeins tekj- urnar síðastliðið ár en ekki það tímabil, sem hér er um að gera, frá síðasta hausti til næsta hausts. En með því að kaup þessara stétta breytist eftir framfærsluvísitölu, þá má sjá, hve miklar tekjurnar hefðu orð- íð frá septemberbyrjun 1942 til ágústloka 1943, með því að reikna með vísitölunum, sem kaup er greitt eftir í janúar— ágúst í ár í stað tilsvarandi vísitölu í fyrra. Vegna þess að kaup greiðist eftir vísitölu und- anfarandi mánaðar, er hér að ræða um vísitölurnar fyrir mán- uðina desember—júlí. Hér er gert ráð fyrir, að atvinna hafi verið svipuð þennan tíma í ár eins og um sama leyti í fyrra, og mun líka mega gera ráð fyrir, að svo hafi verið. Ef hins vegar at- vinnuleysi yrði seinni hluta vetrar, þá myndi þessi tilfærsla hafa það í för með sér, að tekju- upphæðin yrði of há, því að hin raunverulega tekjulækkun, vegna atvinnuleysisins, kæmi ekki til greina fyrr en árið eftir. Nefndin hefir þó ekki séð nein ráð til þess að bæta úr þessum ágalla og því látið þar við sitja, enda er ekki gert ráð fyrir, að það vísitölufyrirkomulag, sem nú er sett, skuli gilda nema til stríðsloka. Meðaltekjuupphæð sú, sem fékkst þannig úr skýrslunum, ásamt vísitöluframfærslu fyrir tímabilið september 1942 til á- gúst 1943, var kr. 15.500 að með- talinni lítilsháttar útjöfnun, sem gerð var eftir áætlun, vegna þess að skýrslurnar voru takmarkaðri en æskilegt þótti. Til þess að finna, hvaða tekju- upphæð bóndann samsvari þess- ari upphæð, svo að segja mætti, að kjörin væru jöfn, verður að taka tillit til ýmisra ástæðna og aðstöðumunar, sem mjög erfitt er að meta til ákveðinna upp- hæða, og ýmist leiðir til hækk- unar eða lækkunar. Meðal þess, sem leiðir til lækk- unar, má yfirleitt nefna þann aðstöðumun, sem bóndinn hefir til þess að fá fyrir heimili sitt landbúnaðarafurðir, svo sem mjólk, kjöt og garðávexti með lægra verði heldur en kaup- staðabúar. En á hinn veginn verkar aftur það, að bóndinn verður undir venjulegum kring- umstæðum að leggja á sig mikla sunnudaga- og helgidagavinnu. Frá þeim tekjum, sem þannig fást fyrir bóndann, þegar tillit hefir verið tekið til slíkra at- riða á báða bóga, ber svo að draga þær tekjur, sem bóndinn samkvæmt búreikningum hefir af öðru heldur en búskapnum. Nefndin hefir komizt að þeirri niðurstöðu, að þegar allt þetta hefir verið tekið til greina, þá beri að lækka tekjuupphæðina um 1000 kr. eða 6,45%, og kem- ur þá út 14.500 kr., sem telst kaup bóndans í vísitölureikn- ingnum. ÍJtíliitningsvörur. í dýrtíðarlögunum er svo fyrir mælt, að taka skuli tillit til þess verðs, sem fæst fyrir út- fluttar landbúnaðarafurðir. Mun hér einkum vera átt við ull og gærur, sem að mestu leyti fara til útlanda. En nú er ókunnugt um, hvaða verð fæst fyrir ull of gærur, sem tilfellur á því tíma- bili, sem hér er um að ræða. Verður því að setja áætlað verð á þessar vörur, og hefir nefnd- in gert það með hliðsjón af þvi verði, sem þessar vörur hafa verið seldar fyrir síðast. Ef verð- ið verður annað heldur en hér er áætlað, þá ætti það að breyta verðlagi hinna afurðanna, en það getur varla komið til greina fyrr en við næstu vísitölu á eft- ir. Ef verðið verður lægra 'held- ur en hér er áætlað, þyrfti það samt ekki að raska verði ann- arra afurða, ef mismunurinn yrði greiddur úr ríkissjóði. Ef verðið yrði hærra heldur en á- ætlað er, mætti hins vegar nota mismuninn annað hvort til þess að lækka verð hinna afurðanna næst á eftir eða geyma hann til þess að mæta tilsvarandi halla síðar. Tilsvarandi reglur mundu og verða að gilda um aðrar af- urðir, sem háðar eru verðlagn- ingu samkvæmt vísitölu, ef flytja verður þær út vegna of lítils markaðar innanlands. En hins vegar telur nefndin það ekki í sinum verkahring að gera neinar ákveðnar tillögur í þessu efni. Verðlagningin. Verð það, sem ákveðið er með vísitölunum, er verð það, sem bændur eiga að fá á afhending- arstað (við mjólkurbú, í slátur- stað o. s. frv.). Verð það, sem tilgreint er við hverja vöruteg- und í afurðayfirlitinu hér að framan, er meðalverð, sem bóndinn á að fá, en það er ekki því til fyrirstöðu, að hverri vörutegund sé skipt í flokka eft- ir gæðum með mismunandi verði. Hvaða útsöluverð verður á hverjum stað, er komið und- ir því, hvaða kostnaðarliðir bæt- ast við á eftir við dreifingu og (Framh. af 1. síðu) Flutningar. Þessi liður er látinn fylgja breytingum á farþega- töxtum sérleyfisbíla. Lækningar og meðöl skiptist í 3 undirliði: Baðlyf 24,00, bóluefni 16,00, ormalyf 14,00. Samtals 54,00. Fyrsti liðurinn er látinn breytast eftir verði í Reykjavík á Cowpers-baðdufti, en hinir síðari eftir verðupplýsingum frá Rannsóknarstofu Háskólans. Opinber gjöld. Þessi liður skiptist þannig: Fasteignaskattur 38,00, brunabótagjald o. fl. 10,00. Samtals48,00. Vinnukaup fyrir aðkeypta vinnu. Kaupupplýsingarnar eru tekn- ar eftir skýrslum frá hreppstjórum um kaup, greitt af bænd- um til vandalausra. Tekin eru meðaltöl fyrir hverja sýslu af kaupi karla, kvenna og liðléttinga fyrir sumar-, vor- og haust-, og vetrarvinnu, svo og fyrir ársvist, en síðan er tekið vegið með- altal af sýslumeðaltölunum. Er þá miðað vði nautgripa- og sauð- fjártölu í hverri sýslu, þannig að 12 sauðkindur eru látnar jafn- gilda einum nautgrip. Kaupi ársfólks er skipt í sumarkaup, vor- og haustkaup og vetrarkaup eftir þeim hlutföllum, sem fengist hafa úm kaup þeirra, seni ráðnir eru sérstaklega til starfa á þessum árstíðum. Hjá ársfólki teljast 6 mánuðir með vetrar- kaupi, 4 mánuðir með vor- og haustkaupi og 2 mánuðir með sumarkaupi. Síðan er fundið meðalárstíðarkaup fyrir alla að- keypta vinnu vegið eftir tölu vinnuvikna á hverri árstið, bæði hjá ársfólki og árstíðarfólki samkvæmt fengnum skýrslum. Þegar fundið hefir verið meðalárstíðarkaup fyrir karla, konur og lið- léttinga, margfaldast það með eftirfarandi tölu vinnuvikna: Sumar Vor og haust Vetur Karlar ........................... 10,7 14,3 15,9 Konur ........................... 13,1 13,4 10,6 Liðléttingar ...................... 7,1 10,7 3,3 Þar við bætist svo orlofsfé, lögum samkvæmt. Fæði, húsnæði og þjónusta, að vinnu við það frádreginni, fyr- ir aðkeyptan vinnukraft reiknast 612 karlamannafæðisdagar. Hver karlmannafæðisdagur reiknast nú á 6 kr., en framvegis breytist sú tala í sama hlutfalli sem fæðiskostnaður héraðsskólanna, að meðtöldum búnaðarskólunum á Hvanneyri og Hólum. Kaup bóndans. Upplýsingar eru fengnar úr skattskýrslum Reykjavíkur og annarra kaupstaða og kauptúna um tekjur verkamanna, sjómanna og iðnaðarmanna, sem vinna hjá öðr- um. Sjómenn með áhættuþóknun eru ekki teknir með. Ekki hefir verið gerð fullkomin talning á þessu fólki, heldur notast við úr- tök. í Reykjavík hafa verið teknir úr 226 manns, en utan Reykja- víkur hefir verið gerð fullkomin talning í 3 kauptúnum með yf- ir 1000 íbúum og 3 kauptúnum með 300—1000 íbúum. Framvegis mætti gera talninguna víðtækari, ef ástæða þætti til og tími ynnist til þess. Tekið er meðaltal teknanna fyrir hvern þessara þriggja kauptúnaflokka og meðaltal aftur þar af vegið eftir mannfjölda í þessum kauptúnaflokkum. Það tekjumeðaltal, sem þannig fæst fyrir undanfarandi al- manaksár, færist fram til tímabilsins september það ár til á- gúst yfirstandandi árs, með því að hækka það eða lækka í því hlutfalli sem framfærsluvísitalan hefir verið hærri. eða lægri fyrir það tímabil heldur en almanaksárið. Vegna þess að vinnu- kaup er greitt samkvæmt vísitölu undanfarandi mánaðar, mið- ast almanaksárið við vísitölurnar desember—nóvember, en tima- bilið september—ágúst við vísitölurnar ágúst—júlí. Þegar fundið hefir verið hið framfærða tekjumeðaltal fyrir tímabilið september—ágúst, skal draga þar frá 6.45%. Það sem þá er eftir telst kaup bónda. Fóður. Verðið á fóðri er látið breytast í sama hlutfalli eins og skattmat kindafóðurs breytist að meðaltali frá ári til árs, í öll- um sýslum landsins. Hestavinna.. Upphæðin breytist eftir vegavinnukaupi. Styrkir. Frá styrk þeim, sem veittur er vegna mæðiveikivarna, er dregið 16,7% vegna búlausra manna, en jarðabótastyrkurinn er fyrst helmingaður og svo dregið frá 14% vegna kaupstaða og kauptúna, því, sem eftir af þessum styrkjum eftir þessa frá- drætti, er svo deilt með bændatölunni, og keraur þá út talan, sem setja skal í þenna lið. Ýmislegt. Þessi liður breytist eftir framfærsluvísitölunni, mið- að við tímabilið september—ágúst (vísitölur ágúst—júlí). (Hér er átt við tekjur af hæsnum, hagagöngu, leigu eftir slægju o. fl. sölu varanna, geymslu þeirra o. s. frv. Verður það ákveðið af þeim aðiljum, sem lög mæla fyrir um, en nefndin telur sjálf- sagt, að öll slík verðlagning verði háð eftirliti hinna al- mennu verðlagsyfirvalda, og verði að fá samþykki til allra verðlagsráðstafana. Þar með telst að sjálfsögðu ö]l verðjöfn- un, svo sem milli neyzlumjólk- ur og vinnslumjólkur. Nefndin hefir hugsað sér, að vísitalan yrði framvegis sett í byrjun septembermán. og gilti frá 15. september til jafnlengd- ar næsta ár. Þó hefir ekki verið ætlast til að hún gilti fyrir af- urðir af sumarslátrun fyrir venjulega sláturtíð eða garðaá- vexti, sem teknir eru upp fyrir venjulegan tíma. Þykir eðlilegt að slíkar vörur, sem þannig koma fyrst á markað, séu í all- miklu hærra verði, og verður það að vera á valdi hinna al- mennu verðlagsyfirvalda að á- kveða, hvaða takmörk skuli sett fyrir því verði, með hliðsjón af þörfum markaðsins og að fram- leiðendur beri svipað úr býtum eins og þeir mundu fá í slátur- tíð eða á venjulegum uppskeru- tíma garðávaxta. Málníngarstofan Lækjargötu 32, Hafnarfirði, tekur BIFREIÐAR til málning- ar, réttingar á brettum o. fl. VÖNDUÐ VINNA. Hjólbarðaverzlun . . . (Framh. af 2. itíðu) Skaftafellssýslu hafði staðið fyr- ir eða verið milligöngumaður um. Menn, sem höfðu keypt hjól- barða af Gísla Sveinssyni eða fyrir milligöngu hans, neituðu að afhenda þá lögreglunni og byggðu þá neitun sína á því að þeir hefðu keypt hjólbarðana af löglegu yfirvaldi. Fulltrúi sakadómara, sem hafði þetta mál með höndum, skrifaði nú dómsmálaráðuneyt- inu og lagði málið fyrir það til úrskurðar, en þar hefir það leg- ið í salti að minnsta kosti í 8 mánuði — og enginn úrskurð- ur verið kveðinn upp í því. Á meðan halda þeir hjólbörð- um sínum, sem keyptu þá af sýslumanninum — og nota þá, en hinir verða að bíta í það súra epli að önnur lög gildi fyrir þá.“ Þannig hljóðar frásögn Al- þýðublaðsins. Það væri fyllsta þörf á, að þetta mál yrði betur skýrt og ekki sízt sú einkenni- lega töf, sem þetta mál hefir hlotið í dómsmálaráðuneytinu. Lesendur! Vekið athygli kunningja yð- af á, að hverjum þeim manni, sem vill fylgjast vel með al- mennum málum, er nauðsyn- legt að lesa Tímann. Skrifið eða símið til Tímans og tilkynnið honum nýja áskrif- endur. Sími 2323. f—----- GAMLA BÍÓ Söngelsk æska (Strike Up the Band). MICKEY ROONEY, JUDY GARLAND, PAUL WHITMAN og hljómsveit hans. Sýnd kl. 7 og 9. Fiminta lierdeild (Pacific Blackaut). ROBERT PRESTON, MARTHA O’DRISOLL. Bönnuð börnum innan 12 ára. - ■ NÝJA BÍÓ--- Fjárhættu- spílarar (Cowboy Serenade) Spennandi „Cowboy" söngvamynd. GENE AUTRY, SMILEY BURNETTE. Aukamynd: FLOTINN og ÞJÓÐIN. (March of Time). Bönnuð fyrir börn yngri en 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Iðnskóliuii Innritað verður í Iðnskólann í Reykjavík í skrifstofu skólans kl. 19—20 alla virka daga frá og með mánudegi 23. ágúst til laug- ardags 25. september. Vegna þrengsla verður ekki tekið við nem- endum til innritunar eftir þann tíma. Skólagjald fyrir fyrri helming vetrarins, kr. 125 og 135, greiðist við innritun. Námsskeið til undirbúnings inntökuprófi og millibekkjar- prófum hefjast miðvikudag 1. september kl. 18. Þátttökugjaldið, kr. 20,00 fyrir hverja námsgrein, greiðist við innritun. Skólastj órlun. Oróseuding til innheimtumanna Tímans Gjalddagi Tímans var 1. júlí en ennþá vantar skilagrein- ar frá mörgum innheimtumönnum blaðsins. Sökum þess hve útgáfukostnaður er mikill, er mjög óþægilegt ef greiðslur á blaðgjöldum dragast fram yfir hinn ákveðna gjalddaga. Eru það því vinsamleg tilmæli til kaupenda og innheimtumanna Tímans, að þeir sjái um, að áskriftargjöldin berist afgreiðslu blaðsins hið allra fyrsta. Skemmtileg bók: HERSTEINN PÁLSSON ritstjóri tók saman. „Glettur* eru tvímælalaust skemmtilegasta bókin, sem þér getið haft með yður, hvort heldur er heima eða heiman. Lesið „Glettur“ og pér munuð komast í sólskinsskap. Lesið „Glettur“ og látið hláturinn hljóma um bœinn. ll.f. Liciftur Tilkynning Vcgna f jarvistar Ólafs H. Sveiusson- ar verða fastir risnuskammtar til fyr- irtkja í undanþáguumdæmi Reykja- víkur ekki afgreiddir í águstmánuði. Afengísverzlun ríkísins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.