Tíminn - 20.08.1943, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.08.1943, Blaðsíða 2
326 TÍMIIVTV, föstudaginn 20. ágúst 1943 82. blað ^tmmn Föstudayur 20. áaúst Leíðsögn íhaldsíns í skattamálum Ritstjórar Morgunblaðsins hafa oft löðrungað sjálfan sig og flokk sinn. Aldrei hefir þeim þó tekizt að gera það jafn ræki- lega og í skattamálaskrifunum sínum seinustu dagana. í þessum skrifum er ráðist á Eystein Jónsson og Framsókn- arflokkinn fyrir skattalög sein- ustu ára. Slíkt er að hengja bak- ara fyrir smið. Það eru fjögur ár síðan Eysteinn Jónsson var fjármálaráðherra. Þá voru skattarnir miklu lægri en nú. Siðan hefir Sjálfstæðisflokkur- inn haft. leiðsögnina í skatta- málum. Jakob Möller settist í sæti Eysteins. Allar skatta- breytingar og skattahækkanir á árunum 1939—42 hefir Al- þingi gert eftir tilmælum Jak- obs. Allar hafa þær líka hlotið einróma stuðning þingmanna Sjálfstæðismanna. Mbl. ræðst því fyrst og fremst á sína menn, þegar það skammast yfir skatta- hækkunum seinustu ára. En ekki hefir þó forkólfum Sjálfstæðisfl. þótt nóg komið af skattahækkununum. Sam- kvæmt yfirlýsingu, sem Ólafur Thors og Jakob Möller létu lesa upp í útvarpið og birtu í Morg- unblaðinu 8. des. 1942, gerðu þeir svohljóðandi tillögu í átta- manna nefndinni á síðastl vetri: „1. að verja fé úr ríkissjóði til þess að lækka vísitöluna. 2. Að afla ríkissjóði nýrra tekna í þessu skyni, meðal ann- ars meff því: a) að hækka skatta, einkum á hátekjum. b) að draga úr skattaíviln- unum hlutafélaga. c) að fella niður varasjóffs- hlunnindi útgerðarinnar að öðru leyti en því, sem beint snertir endurnýjun skipastólsins. d) að innheimta eignaskatt skatt af eignaaukningu strfffsáranna í eitt skipti. e) með öðrum ráðum, sem tiltækileg þættu. 3. Aff skerpa eftirlit meff skattaframtali". Rétt er að geta þess, að Jón Pálmason gaf þá skýringu á þessum tillögum í útvarpsum- ræðum á þingi í vetur, að þær hefðu verið miðaðar við það, að Sjálfstæðismenn kæmust í stjórn! Háir skattar eru tilvinn- andi, ef Ólafur Thors fær að vera ráðherra! Hinn prýðilegi Sjálfstæðis- maður, Björn Ólafsson fjár- málaráðherra, hefir heldur ekki viljað vera eftirbátur Jakobs Möllers í skattamálunum. Hann bar fram og fékk samþykktan á seinasta þingi nýjan skatt, verðlækkunarskattinn, og sagði að menn mættu vera þakklátir fyrir að mega greiða skatta! Þá má ekki gleyma garminum honum Katli. Það þarf ekki annað en að blaða í útsvarsskrá Reykjavíkur til að sannfærast um það, að á lágtekju- og miðl- ungstekjumönnum eru útsvör margfallt hærri en skattar. Það er meira verk borgarstjórans í Reykjavík, Bjarna Benedikts- syni, en nokkurs annars manns. Það dugir því ekki ritstjórum Morgunblaðsins að eigna öðrum gang skattamálanna á undan- förnum árum. Sjálfstæðismenn hafa haft forustuna og hafa því ráðið mestu um það, hversu skattar og útsvör eru orðin há á almenningi. Til þess að tryggja gróðafélögum ýms skattfrelsis- hlunnindi hafa þeir komið fram hækkandi sköttum á almenn- ingi. Jafnframt hafa þeir hindr- að framkvæmd öflugra skatta- eftirlits með því að setja mann eins og Jón Sveinsson í skatta- dómaraembættið, en hann hefir ekkert aðhafst í því starfi. Stríðsgróðamennirnir vissu hvers konar maður hentaði þeim þar. Það, sem Framsóknarmenn hafa beitt sér fyrir í skattamál- unum seinustu árin, hefir verið að sporna gegn þeim tilraun- Bjðrn Pálsaon, Ytri-Löngumýri efón á Akri ©g kaupfélagsr stjóramálio á Blönduósi Jón á Akri hefir ritað nokkrar greinar í blöð Sjálfstæðisfl. um kaupfélagsstjóramálið á Blönduósi og boðar í lok síðustu greinar sinnar, að hann muni halda slíkum ritstörfum áfram. Það er vitanlega ekkert við það að athuga, þó að birtar séu fréttir úr einstökum héruðum í blöðum landsins, og álit látið i ljós um það, sem þar gerist. Hitt er óviðeigandi, að héraðsbúar sjálfir hefji deilur í útbreiddum blöðum um þau mál, sem koma þeim einum við. Félagsmenn Kaupfélags Húnvetninga eiga einir að ráða því, hvaða kaup- félagsstjóra þeir hafa. Aðrir hafa ekkert um það að segja, og geta tæplega skapað sér óhlut- drægt álit um þá hluti, þegar ekki er aðrar upplýsingar að fá en meira og minna hlutdrægar blaðagreinar. Jón á Akri gerist forustumað- ur í þessu máli, skrifar æsinga- greinar í blöð Sjálfstæðisflokks- ins og heldur því fram, að málið sé pólitískt. Með þessu vinnur hann viljandi eða óviljandi að því að gera málið flokkslegt. í Takist Jóni á Akri að fá meiri- hluta á næsta kaupfélagsfundi, mun það verða álitinn persónu- legur sigur fyrir hann, og flokkslegur sigur fyrir Sjálf-. stæðisflokkinn. Jón á Akri hefði því breytt viturlegar,, vegna þeirra Framsóknarmanna, sem óska þess að Pétur Theodórsson sé áfram kaupfélagsstjóri, ef hann hefði haft lægra sjálfur, en beitt þeim meir fyrir, sem minni oddamenn hafa verið á leikvelli stjórnmálanna. Jón á Akri hefir mikla æfingu í að gagnrýna andstæðinga sína. Hann veit því að hægt er að finna eitthvað að störfum og skapgerð hvers einasta manns. Þegar deilur hefjast, er oft smátt týnt til og lítillar sann- girni gætt. Jón Pálmason freist- ar andstæðihga sinna, með blaðagreinum sínum um kaup- félagsstjóramálið, til þess að hefja ádeilur á Pétur Theo- dórsson fyrir störf hans. Hún- vetningar hafa ef til vill ekki komið að öllu leyti vel fram við Pétur Theódórsson. Ég teldi samt þann viðskilnað leiðinleg- astan, ef þeir færu að ata þenn- an óhlutdeilna og heiðarlega mann út í óhreinindum per- sónulegra og stjórnmálalegra illdeilna. Það er ekki Jóni Pálmasyni að þakka, að ekki |hefir verið byrjað á slíku, held- ur hinu,' að jafnvel andstæðing- ar Péturs Theódórssonar meta hann svo mikils, að þeir vilja ekki deila á hann, ef hjá því verður komizt. Jón á Akri segir í síðustu grein sinni, að Pétur Theódórs- son hafi verið rekinn sem af- brotamaður. Ég held að Jón geri ekki rétt í því að skýra þannig frá, jafnvel þó hann vilji gera málstað andstæðinga sinna slæman. Pétri var sagt upp starfi með umsömdum fyrirvara, en ekki rekinn. Ennfremur sam- þykkti aðalfundur K. Bl. að greiða honum eftirlaun, sem ekki var lagaleg skylda. And- stæðingar Péturs Theodórsson- ar viðurkenndu með því, að hann hefði rækt starf sitt um fjármálastjórnar Sjálfstæð- isflokksins, að koma öllum skattabyrðum yfir á almenning. Framsóknarflokknum er það að þakka, að skattabyrðin er þó ekki þyngri á almenningi en raun ber vitni og að stríðsgróða- mennirnir hafa orðið að taka á sig allríflegan hlut. Þó hefir ekki verið gengið nógu langt í þeim efnum eins og tillögur Sjálfstæðismanna í 8-manna- nefndinni sýna gleggst. Það, sem nú þarf að gera, er að at- huga möguleikana fyrir léttari skattabyrðar á lágtekju- og mðilungstekju mönnum og vinna það, sem ríkið tapar þannig, með bættu skattaeftir- liti, afnámi skattahlunninda hjá gróðafélögum og eignaauka- skatti á stórgróðamönnum stríðsáranna. Með eignaauka- ' skatti þarf einnig að saf na nokkru fé til framkvæmda rík- isins á komandi árum, þar sem hinar miklu tekjur rikisins und- . anfarin ár hafa sogast að mestu ]í þá verðbólguhít, er stjórn Ól- !afs Thors skapaði 1942, og rík- 'ið hefir því lítið fé getað lagt j fyrir til þessa. En öllum má vera ljóst, að geti ríkið engum fjár- munum safnað til hörðu áranna, |verður þjóðin illa stödd, þegar I þau koma. Tillögur Sjálfstæðismanna í 8-manna nefndinni í vetur, voru hárréttar. Þótt forusta flokksins í skattamálunum síðastliðin ár ' sé honum á ýmsan hátt til svo lítils sóma, að Mbl. vill koma henni á aðra, eru þessar tillögur honum til sóma og þess vegna vonandi, að hann hvarfli ekki frá þeim. Þ. Þ. þannig, að það væri þakklætis- og launavert. Ég hefi ekki skift mér af þessu máli, meðal annars af því, að ég er í vafa um, að Pétri Theódórssyni sé greiði gerður með því að vinna að því, að hann sé kaupfélagsstjóri áfram, þar sem jafn mikil tvídrægni er um starf hans og raun ber vitni. Liklegt er og, að jafn starfhæfur maður geti fengið nóg að gera. • Ég ber engan óvildarhug til Jóns á Akri, en ég lít svo á, að það geti ekki orðið Húnvetning- um til sæmdar að deila um þetta mál í blöðum landsins. Innan- héraðs deilumál eru oft við- kvæm, en okkur ber að sýna þá skapstillingu og drengskap að leiða þau til lykta heima í hér- aði, en ekki að rangfæra málin, og ófrægja hver annan við óvið- komandi menn. Ytri-Löngumýri, 5. ágúst 1943. Björn Pálsson. Hjólbarðaverzlun Gísla Sveínssonar Hvaff veldur töfinni hjá dóms- málaráffuneytinu? Alþýðublaðið birtir 18. þ. m. eftirtektarverða frásögn um ó- löglega hjólbarðaverzlun og af- skipti Gísla Sveinssonar af þeim málum. Segist blaðinu svo frá: „Hér er um sjórekna hjól- barða að ræða, en hjólbarðarnir hafa verið mjög dýrir undan- farin 2 ár ¦— og stundum næst- um því ófáanlegir. Er því mikil keppni um að klófesta þá, ef nokkur tök eru á. Lögreglan komst á snoðir um það, aö rekaeigendur á Vestur- og Suðurlandi verzluðu með hjólbarða.' Hún áleit, að slík verzlun væri ekki lögleg og bæri að minnsta kosti að auglýsa op- inberlega'slíkt vogrek. Hún fór því að gera hjólbarðana upp- tæka — og vann ötullega að þvi fyrst í stað. Skiluðu bifreiða- stjórar hjólbörðunum og til- nefndu jafnframt þá menn, er þeir höfðu keypt af. Loks komst lögreglan á snoð- ir um allmikla hjólbarðasölu, sem Gísli Sveinsson alþingis- maður og sýslumaður í Vestur- (Framh. á 4. slðu) Úr bánaðarskýrslunum: Búfjáreígn landsmanna árið 1941 I nýkomnum búnaðarskýrsl- um fyrir árið 1941 segir svo um búfjáreign landsmanna: ¦ í fardögum 1941 var sauðfén- aður talinn samkvæmt búnað- arskýrslunum rúml. 637 þúsund, en vorið 1940 töldu búnaðar- skýrslurnar sauðfénaðinn 628 þús. Sauðfjártalan hefir því hækkað um 9 þús. eða um 1.5% fardagaárið 1940—1941. Hæstri tölu hefir sauðfénaðurinn náð í búnaðarskýrslunum árið 1933, I er hann taldist 728 þúsund. I Eftirfarandi yfirlit sýnir, hvernig sauðfénaðurinn skiftist I vorið 1941 samanborið við árið á undan: 1940 1941 Ær .......... 477.484 492.202 Sauðir ....... 16.659 14.636 Hrútar ....... 10.111 10.397 Gemlingar ___ 123.687 119.832 í '13 sýslum hefir sauðfé fjölg- að,. en fækkað í 5. Tiltölulega mest hefir fjölgunin verið í Eyjafjarðar og Austur-Skafta- fellssýslu (7%), en fækkun mest í Árnessýslu (6%). Geitfé var í fardögum 1941 talið 1568. Árið á undan var það talið 1628, svo að því hefir sam- kvæmt því fækkað á árinu um 60 eða um 3.7%. í fardögum 1941 töldust naut- gripir á öllu landinu 39.778, en árið áður 39.732. Hefir þeim fjölgað um 46 eða um 0.1%. Hefir nautgripatalan aldrei áður verið svo há sem 1941. Af nautgripum voru: 1940 1941 Kýr og kelfdar kvígur ........ 28.597 28.772 Griðungar og geldneyti ...... 950 926 Veturgamall naut- peningur ...... 3.785 3.936 Kálfar ......... 6.400 6.144 Nautgripum hefir fjölgað í 13 sýslum, en fækkað í 5. Tiltölu- lega mest hefir fjölgunin orðið í Húnavatnssýslu (5%), en fækkun mest í Gullbringu- og Kjósarsýslu (6%). Hross voru í fardögum 1941 talin 57.968, en vorið áður 55.876, svo að þeim hefir fjölgað á ár- inu um 2.092 eða um 3.7%. Er hrossatalan hærri en hún hefir nokkurn tíma verið áður. Eftir aldri skiftust hrossin þannig: 1940 1941 Fullorðin hross . . 36.901 37.760 Tryppi .......d.~. 13.883 14.492 Folöld .......... 5.092 5.716 Aðeins í einni sýslu (Vestur- Skaftafellssýslu) hefir hrossa- talan lækkað (um 2%), en hækkað í öllum hinum. Tiltölu- lega mest hefir fjölgunin verið i Gullbringu- og Kjósarsýslu (8%). Svín voru talin 593, hafði fjölgað um rúmt hundrað frá því árið áður. Hænsni voru talin 67.586, hafði fækkað um rúm fimm þúsund. Flest hafa þau verið talin 1938 86.425. . Endur voru taldar 1000 og gæsir 777. Loðdýr voru talin 10.410. Skiptust þau þannig: Silfur- refir 2875, aðrir refir 883, minnkar 6642 og þvottabirnir 10. Refum hafði heldur fækkað frá því árinu áður, en minnkar tvöfaldast. Mínnisg Jóns Ara- sonar biskups Að tilhlutun Hólanefndar, var minningarguffsþjónusta um Jón biskup Arasonar haldin á Hól- um sunnudaginn 15. ág. Biskup landsins hafði veriff beffinn aff koma. að Hólum og predika og, varð hann viff þeim tilmælum nefndarinnar. Veður var frekar kalt allan daginn, en birti af sólu síðari hluta dagsins. Athöfnin hófst kl. 2 e. h. með guðsþjónustu j Hóladómkirkju, þar sem fyrir altari þjónuðu síra Fr. Rafnar vígslubiskup og héraðsprófasturinn. Biskup flutti predikun, en kirkjukór frá Sauðárkróki annaðist sönginn. Þá flutti Brynleifur Tobías- son menntaskólakennari erindi um Jón Arason, en að því loknu var lesið kvæði Matthíasar um aftöku Jóns biskups. Mikill mannfjöldi, bæði úr Skagafirði og víðar að kom heim að Hólum um daginn.þar á með- al 15 prestvígðir menn, alþingis- menn héraðsins o.-.-íl. Síðar um daginn átti Hóla- nefnd fund með biskupi og helztu mönnum héraðsins um þá hugmynd að reisa Jóni Ara- syni veglegan minnisvarða að Hólum, og voru allir á einu máli um að hefja þegar fjársöfnun í þessu skyni. Næsta dag (mánudag) var að Hólum haldinn fundur í presta- félagi hins forna Hólastiftis og sat biskup fundinn. Um víða Tcröld Liðsafli á vígstöðvunum í Rússlandi. Miklar bollaleggingar eru um það, hvernig ÞJóðverjar og Rússar skipti liðsafla sínum á Rússlandsvígstöðvunum, sem eru um 2000 mílna Iangar. Einna liklegast þykir, að þegar aðalátökin hófust í byrjun júlí, hafi liðin skipzt þannig: Hjá Þjóðverjum: Frá Norður- íshaf til Volkhov, sunnan við Leningrad, 20 herfylki undir stjórn Dietl hershöfðingja; frá Volkhov til Velikie Lúki 20 her- fylki undir stjórn Kuhlers hers- höfðingja; frá Veliki Luki til Belgorod 100 herfylki undir stjórn Kluge hershöfðingja; frá Belgorod til Taganrog 40 her- fylki undir stjórn Manstein hershöfðingja; í Kákasus og á Krím 20 herfylki undir stjórn Kleist hershöfðingja. Hjá Rússum: Á landamærum Finnlands 25 herfylki undir stjórn Meretskow hershöfðingja; frá Leningrad til Volkhav 30 herfylki undir stjórn Govorovs hershófðingja; frá Volkhov til Veliki Luki 40 herfylki undir stjórn Timoshenko marskálks; frá Veliki Luki til Briansk 60 herfylki undir stjórn Konev hershöfðingja; frá Briansk til Belgorod 40 herfylki undir stjórn Golikovs; frá Belgorod til Voroshilovgrad 30 herfylki undir stjórn Vatkin hershöfð- ingja; frá Voroshilovgrad til Novorossiiskov 40 herfylki und- ir stjórn Tulienev hershöfð- ingja. Samkvæmt þessu hafa Þjóð- verjar 210 herfylki á vígstöðv- unum og Rússar 265 herfylki. Talið er að Rússar hafi einnig mun öflugri flugher á vígstöðv- unum, vegna þess, að Þjóðverj- ar verða nú sennilega að nota meira en helminginn af flugher sínum til varnar í Vestur- og Suður-Évrópu. Heimsverzlunin eftir stríff. Það eru ekki aðeins stjórnar- völd stríðsþjóðanna, sem láta skipulagsmálin eftir styrjöldina til sín taka. Samtök iðjuhölda og verkamanna hafa einnig stofnað ráð og nefndir til að ræða um þessi mál. Meðal ann- ars stofnuðu nokkrir fjármála- menn í Bretlandi fyrir nokkrum mánuðum félagsskap, er þeir nefndu World Trade Alliance (Heimsverzlunarsambandið) og hefír það nú hlotið þátttöku margra amerískra fjármála- jöfra. Félagsskapur þessi hélt nýlega fund í London til að kynna stefnu sína og töluðu þar bæði atvinnurekendur og verka- rýðsforingjar. Helztu stefnumiðin voru talin þessi: Stofnaðar skulu alþjóðlegar framleiðslunefndir fyrir helztu útflutningsvörur. Öllum þeim vörum, er nefnd- in leyfir framleiðslu á, skal dreift skipulega til neytenda. Þannig skal komið í veg fyr- ir offramleiðslu eða vanfram- leiðslu eða söfnun birgða til að knýja fram verðhækkanir. Þeir, sem reyna að brjóta eða sniðganga settar reglur, skulu sæta þungum viðurlögum, eink- um fjárhagslegum. Til að afstýra skorti og at- vinnuleysi, skal stofnað alþjóð- legt framkvæmdaráð, er skipu- leggur nægar framkvæmdir, t. d. byggingar, samgöngubætur, þar -sem annars yrði atvinnu- leysi. Þessi stefnumið W. T. A., eins og félagsskapur þessi er venju- lega nefndur, hefir víða hlotið góðar undirtektir, t. d. í The Times. í efri málstofu brezka þings- ihs hafa aðalsmenn, sem fylgja frjálslynda flokknum og verka- lýðsflokknum, tekið mjög öflug- lega undir slíkar tillögur. Bisk- upinn af York tók einnig í sama streng. Fulltrúi stjórnarinnar þar, Snell lávarður, tók máli þeirra vel og sagði meðal ann- ars, að ef til vill gæti matvæla- ráðstefnan, er haldirln var í Hot Springs, orðið upphaf slíkrar alþj óSasamvinnu. Samstarfsmenn Roosevelts deila. Tveimur nánum samstarfs- mönnum Roosevelts lenti ný- lega í harðri sennu. Það voru Henry Wallace varaforseti Bandaríkjanna og Jesse Jones verzlunarmálaráðherra. Wallace hefir um skeið veitt forstöðu Boord of Economic Warfare, sem m. a. hefir það hlutverk að sjá um útvegun aðfluttra hrá- efna. í þeim tilgangi hafa m. a. verið veittir styrkir til að efla hráefnaframleiðslu annarra landa. Jones mun ekki hafa get- izt að öllu leyti vel að þessari starfsemi og stöðvaffi ýmsar greiðslur í því sambandi. Wall- ace birti því opinbera greinar- gerð með allþungum ásökunum gegn Jones og bar m. a. á hann, að hann stjórnaðist af sjónar- miðum peningamanna. Jones svaraði aftur og var sízt vægn- ari í orðum og.ásókunum. Eftir að deila þessi hafði stað- ið nokkurn tíma, sá Roosevelt ekki annað ráð vænna en svifta þá Wallace og Jones báða af- skiptum af þessum málum og setja upp nýja stofnun, er ann- ast afgreiðslu þeirra að öllu leyti. Það er talið, að lengi hafi hafi verið grunnt á því góða milli Wallace, sem er í vinstra armi demokrataflokksins, og Jones, sem er í hægra armi hans. Deila þessi er talinn hafa spillt fyrir Wallace sem forseta- efni demokrata, ef Roosevelt yrði ekki aftur í kjöri. Lii~gjöf um vinnudeilur í Bandaríkjunum. Bandaríska þingið setti fyrir nokkru löggjöf um vinnudeilur. Lög þessi voru sett, þegar deil- ur voru ákafastar í kolaiðnað- inum. Samkvæmt lögum þessum er refsivert að hvetja til verkfalla hjá verksmiðjum, er ríkið rekur, og eigi má hefja verkfall hiá einkafyrirtækjum nema með 30 daga fyrirvara. Þá er verkalýðs- félögum bannað að verja fé til pólitískra starfsemi. Roosevelt forseti neitaði að undirskrifa þessi lög, þar sem þau væru hættuleg fyrir vinnu- friðinn. Þingið hafði þau mót- mæli forsetans að engu, og voru þau á ný samþykkt af báðum deildum með % hlutum atkv. Nægir það til að veita lögum fullt gildi, þótt forseti undirriti- þau ekki. Lög þessi hafa sætt ákveðn- um mótmælum verkalýðsfélag- anna. Þau hafa ákveðið að vinna gegn endurkosningu þeirra þingmanna, er sam- þykktu lögin. Talið er að fram- koma Roosevelts hafi mjög styrkt aðstöðu hans meðal verkamanna. Forsetakosningar í Bandaríkjunum. Mjög er nú skeggrætt um for- setakosningarnar í Bandarikj- unum, sem verða á næsta ári. Samkvæmt skoðanakönnun Gallupsstofnunarinnar, skiptist fylgið milli forsetaefna demo- krata þannig: Roosevelt 79% Wallace 8%, Farley fyrrv. ráð- herra 5%, McNutt fyrrv. land- stjóri 4%, Douglas hæstaréttar- dómari 1%, Vinant sendiherra 1%. Hjá republikönum er fylgið talið skiptast þannig: Dewey

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.