Tíminn - 27.08.1943, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.08.1943, Blaðsíða 1
27. árg. Reykjavík, föstndaginn 27. ágúst 1943 84. blað RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPANDI: FRAMSÓKNARPLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RrrSTJÓRASKRIFSTOFDR: EDDUHÚSI, Llndaigötu 0 A. Slmar 2363 og 4373. AFGREIÐSLA, IWNHKIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Sími 2323. Þrjú hundruð nýbýli reist á ártmum 1936--’42 limittn Erlendir verkalýðsíoringjar í kynnisför hér á landi Ætla íslenzkir verkamenn að eiga samleið mcð norsknm og brezkum verkamöimum? Konrad Nordahl, forseti Norska verkamannasambandsins, og í Tímanum í dag hefst nýr greinaþáttur, er nefnist: Frá samvinnufélögunum. Munu slík- ir þættir birtast öðru hvoru í blaðinu framvegis. Mun þar einkum sagt frá ýmsum málum, sem samvinnufélögin hafa með höndum, árangri af störfum þeirra o. s. frv. Teldi blaðið það vel farið, ef samvinnumenn úti á landi sendu blaðinu efni í þessa þætti, ekki sízt til að vekja áhuga fyrir málefnum, er fé- lögin hafa þar með höndum. / / / í næsta blaði Tímans birtist grein eftir Guðlaug Rósinkranz yfirkennara, er hann nefnir: Sjálfstæðismálið og norræn samvinna. Sýnir hann þar glögglega fram á, að sambánds- slit við Dani á næsta ári séu fullkomlega í samræmi við „norrænar sambúðarvenjur“ og skoðanir málsmetandi manna á Norðurlöndum um sambúð Dana og íslendinga eftir 1944. A býlunum munu vera um 1500 manns ; í y.T • .V ■ •- *•»« ’*• »• * . • •■»■*» ' í ítarlegri grein, sem Steingrímur Steinþórsson bún- aðarmálastjóri birtir í seinasta hefti Búnaðarritsins, er gefið yfirlit um árangur laganna um nýbýli og sam- vinnubyggðir, er sett voru á árinu 1936. Samkvæmt þeim lögum hafa 300 nýbýli verið viðurkennd og styrkt á árunum 1936—’42. Fæst þessara nýbýla hefðu komið til sögunnar, án hjálpar nýbýlasjóðs. Ef reiknað er með 5 manns í heim- ili á hverju þessara býla, er það alls um 1500 manns, er tryggð hefir verið búsetá í sveitunum með þessum ráðstöfunum. Framlag ríkisins til þessara mála hefir þó verið tiltölulega lítið samanborið við það, sem fór til gagnlítillar atvinnubóta í kaupstöðunum á þessum tíma. Framlag nýbýlasjóðs til býlanna hefir verið 3500 kr. óafturkræfur styrkur og 3500 kr. lán. Telur Steingrím- ur að þetta framlag hafi reynzt of lágt og þurfi lögin endurbóta í þeim efnum, og reyndar nokkrum fleiru. Fjárráð nýbýlasjóðs hefir enn ekki leyft framlög til sam- vinnubyggða, en vonandi verður bætt úr því hið fyrsta. / / / í Tímanum í dag hefst fram- haldsþáttur um sögulegan skipsbruna, er varð í Jedda 1930. Framhaldsþættir þeir, sem Tíminn hefir birt undanfarið af merkum atburðum, þekktum mönnum og afreksverkum, hafa mælst vel fyrir og þótt betra lestrarefni en misjafnar neðan- málssögur. Mun Tíminn því halda áfram, a. m. k. fyrst um sinn, að birta slika þætti í stað neðanmálssögu. Fosfóreitrun orsakar tvö dauðsföli Fullvíst þykir, að fosfóreitr- un hafi nýlega orðið tveimur manneskjum i Árnessýslu að bana, þeim Þorsteini Guð- mundssyni, verzlunarmanni hjá Kaupfélagi Árnesinga á Selfossi, er lézt 12. þ. m., og Lilju Sveins- dóttur á Ósabakka á Skeiðum, er lézt 21. þ. m. Hin látnu veiktust hvort á sínu heimili og var enginn samgangur milli þeirra. Að til- hlutun héraðslæknis voru þau bæði flutt á Landspítalann og létust þau þar. Öll einkenni bentu til þess, að fo'rfóreitrun hefði valdið dauða beggja. Við efnagreiningu á blóði annars fundust greinileg einkenni fos- fóreitrunar. Er þetta varð kunnugt, hóf sýslumaður Árnesinga rannsókn í málinu. Hefir hún ekki leitt annað í ljós en það, að rottu- eitur með fosfóri hefir verið til sölu í verzlunum austan fjalls (þó ekki hjá kaupfélaginu á Selfossi) og hjá nokkrum heildsölum í Reykjavík. Þá var og meindýraeiðir frá Reykjavík nýlega eystra til að útrýma rottum á nokkrum stöð- um. Ekkert samband er þó hægt að finna milli þessara atriða og umræddra eitrunartilfella. Eru orsakir þeirra því óupplýstar enn. Vísítalan 247 Vísitala ágústmánaðar hefir verið reiknuð út og hefir hún hækkað um 2 stig frá síðasta mánuði og er 247 stig. Uppbætur á laun og kaup- greiðslur í septembermánuði eru reiknaðar með í vísitölunni. Frásögn Steingríms um ný- býlin hljóðar m. a. á þessa leið: „í árslok 1942 var nýbýla- stjórn búin að viðurkenna 300 nýbýli frá því að hún tók til starfa á miðju ári 1936. Þessi 300 nýbýli eru dreifð um allar sýsl- ur landsins. Flest þeirra hafa þó verið reist í Suður-Þingeyj- arsýslu, Eyjafjarðarsýslú og Ár- nessýslu. Skilyrði hafa verið mjög breytileg. Allt eru þetta einstök býli, sem reist hafa ver- ið sjálfstætt, hvert út af fyrir sig. Eftir því við hvernig skilyrð,i þessi býli hafa verið mynduð' má skipta þeim þannig í flokka: 1. Nýbýli byggð að öllu leyti á óræktuðu landi ........ 82 2. Nýbýli mynduð við jarða- skiptingu .............. 106 3. Eyðibýli byggð upp .... 66 4. Nýbýli, eldri en frá 1936, en styrkt að nokkru leyti .............. 31 5. Býli, sem verða að teljast endurbygging ........ 15 Samtals 300 Skal nú nokkuð nánar skýrt frá hverjum flokki: Eins og yfirlitið ber með sér hafa 82 býli verið reist á alger- lega óræktuðu landi. Hefir þá verið tekinn stærri eða minni hluti af óræktuðu landi jarða og reist þar taýli, oftast algerlega sjálfstætt frá aðaljörðinni, þannig að allt land er fráskilið. Sum þessara býla hafa of lítið land. Hefir nýbýlastjórn þó neitað mjög mörgum umsókn- um vegna þess hve landrými var takmarkað. Það er næsta ótrúlegt hversu áfjáðir ýmsir hafa verið að byggja býli á land- spildum, sem augsýnilega voru allt of litlar til þess að þar gætu myndast lífvænleg býli. Þau býli, sem mynduð eru við jarðaskiptingu, eru flest eða 106. Þá hefir nýbýlið ávallt fengið einhvern hluta túnsins og stundum hefir eitthvað af peningshúsum fylgt. Algengast er, að jörðinni hefir verið skipt til helminga, en þó er nýbýlið stundum aðeins y3 hluti jarðar- innar og í sumum tilfellum jafnvel % hluti. Oft er beiti- land sameiginlegt með nýbýlinu og jörð þeirri, sem því er skipt úr, en allt af er túni, ræktunar- landi og engjum skipt. Eins og að líkindum lætur er mikið auðveldara að koma upp nýbýlum við þessi skilyrði, en þar sem allt verður að reisa frá grunni, bæði ræktun og bygg- ingar. Eyðibýlin, þar sem byggð hef- ir verið endurreist, eru mjög ólík. Sum þeirra hafa verið í eyði um lengri tíma, svo að allt verður að reisa frá grunni. All- víða hafa verið þar beitarhús og túnskeklar umhverfis og er þá öll aðstaða hægari. Loks eru nokkur eyðibýlanna, sem í eyði hafa farið fáum árum áður' en veitt var fé tii þess að endur- reisa þar byggð. Þar er allt af hægara um vik, ef náttúruskil- yrðin eru á annað borð sæmileg. Sem heild má segja, að nokkru erfiðara hafi verið að reisa ný- býli þar, en við hreina jarða- skiptingu, en hins vegar öllu auðveldara en á algerlega ó- ræktuðu landi. Samkvæmt nýbýlalögunum 1936, var heimild til þess að veita mönnum, er reist höfðu nýbýli næstu 5 ár fyrir gildis- töku laganna nokkurn styrk. Þessi heimild hefir verið notuð til þess að veita styrk til 31 ný- býlis, sem stofnuð höfðu verið á árunum 1930—1935. Nokkur þessi býli hafa orðið hálfgerð vandræðabýli vegna þess að til þeirra var stofnað af miklum vanefnum og fyrirhyggjuleysi. Þá eru loks 15 býli talin sér í flokki. Er þar fremur um end- urbyggingu að ræða en nýbýla- stofnun. Áður en farið var að veita styrki til að endurbyggja íbúðarhús í sveitum, var sótt mjög fast á af bændum, sem bjuggu á mjög niðurníddum jörðum, að komast undir ákvæði (Framh. á 4. slðu) Mesti hvalrekí á íslandi Síðastl. mánudag fór fjöldi marsvína- á land undir Bú- landshöfða á Snæfellsnesi. Þykir sennilegt, að milli 800— 900 hvala hafi lent þarna og er það stærsti hvalreki, sem þekktur er hérlendis. Marga hvalina hefir tekið út aftur og hefir þá rekið víða á svæðinu milli Ólaf^víkurennis og Bú- landshöfða. ' Lítið hefir verið unnið að skurði, nema bændur af næstu bæjum hafa skorið sporða og ugga. Verða hvalirnir varla hagnýttir að öðru leyti, því að það myndi tæpast svara kostn- aði. Aðstaða til skurðarins er hin erfiðasta, því að hvorki er hægt að koma að hestum eða bifreiðum og allt verður því að flytja burtu á sjó, en aðstaða til lendingar er einnig erfið. John Price, stjórnmálaritari Sambands brezkra flutningaverka- inanna eru héf í kynnisför. Áttu þeir tal við blaðamenn á mánu- daginn var í samkomusal norska hersins. Konrad Nordahl kvað sér hafa fyrra voru dæmi til að 1500 n. leikið forvitni á að koma í kr. voru greiddar fyrir eitt land, sem hefði verið hernumið pund af tei. af engilsaxneskum þjóðum, — Matarskammtur i Noregi er hann hefði áður haft náin kynni nú mjög knappur, og engin af þýzku hernámi. Munurinn trygging fyrir að fá hann reglu- væri auðsær. „Hér virðist mér lega. Af feitmeti er skammtur- drjúpa smjör af hverju strái, en inn 25 gr. á dag og af brauði í Noregi tæmdu Þjóðverjar allar og mjölmat 200 gr. Mélið er svo búðir á svipstundu að heita slæmt, að brauðin tolla ekki mátti.“ Þá kvað hann sér og saman. Verður að borða þau leika hugur á að kynnast sam- með skeið. tökum verkamanna hér á landi, i Norskir verkamenn hafa nú en yfirleitt hefði hann lítil aðeins eitt takmark og það er kynni haft af íslendingum og að reka Þjóðverja og qvislinga lítil viðskipti hefðu verið milli af höndum sér. Þeir hafa verið verkamanna í Noregi og íslandi ( og eru mótfallnir ófriði, en þar — því miður. För sín væri ein- með er ekki sagt, að þeir taki göngu kynnisför. Af þeim litlu ] ekki hart á móti, þegar þeir eru kynnum, sem hann hefði þegar áreittir. Þeir bjóða ekki hægri fengið, virtist sér, sem samtök kinnina ef þeir eru slegnir á þá íslenzkra verkamanna ættu nú vinstri. í svipaðri innbyrðisbaráttu og norskir verkamenn hefðu átt fyrir 15—20 árum. Þjóðirnar væru vafalaust líkar að skap- ferli og hætti til að déila og deila hart innbyrðis. Konrad Nordahl hefir verið forseti norska verkamannasam- bandsins síðan 1939. Hann tók þátt í varnarstríði Norðmanna, þan til er yfir lauk. Hélt hann þá aftur til Oslóar, var sviptur stöðu sinni og varpað i fangelsi, en sleppt eftir 13 vikur. Hélt hann sig svo í Osló fram á haustið 1941 og efldi leynilega mótspyrnu gegn Þjóðverjum. En er Þjóðverjar tóku að „hreinsa til“ í verkamanna- samtökunum og ýmist lífláta forustumennina eða senda þá í þýzkar fangabúðir, komst Nor- dahl undan á flótta til Svíþjóð- ar. Þaðan komst hann til Eng- lands og hefir dvalið þar síðan. Þjóðverjar lögðu Verka- mannasambandið ekki niður, en reyndu að efla qvislingaflokk innan þess til að taka völdin í sínar hendur. Þetta mistókst með öllu. Af 100 þús. meðlimum í Oslóumdæmi fengu Þjóðverjar aðeins 85 sálir á sitt band og þær heltust úr lestinni von bráðar. Verður því eigi annað sagt en norskir verkamenn hafi staðið heiðarlega gegn yfirgangi Þjóðverja. Verkamannasambandið er ó- háð stjórnmálaflokkum, en ár- ið 1934 var sett sú regla, að þeir sem væru félagsbundnir nazistar gætu ekki orðið með- limir í sambandinu. Árið 1934 voru um 80 þús. meðlimir í sambandinu, en 1939 voru þeir orðnir 358 þús- und. Hver iðngrein hefir sín fag- félög og fagsambönd fyrir allt landið. Um 35 slík fagsambönd mynda svo Landssamband verkamanna, sem svarar til Al- þýðusambands íslands. Verkamannasambandið norska tók ekki þátt í alþjóðasam- böndum verkamanna síðustu 10 áfin fyrir stríðið. í Lundúnum hefir sambandið nú skrifstofu og starfar þar sem full gildur aðili í alþjóðasamvinnu verka- manna. Mun það vera eina verkamannasamband hinna landflótta þjóða, sem hlotið hefir þann heiður. Síðan qvislingar tóku völd í Noregi hafa laun verkamanna lækkað um 50%, miðað við verðvísitölu. En auk þess er fjöldi lífsnauðsynja, sem ómögu- legt er að fá við því verði, sem er ákveðið af stjórnarvöldun- um. Þær eru keyptar á laun fyrir margfallt verð. Um jólin í Konrad Nordahl er maður um hálffimmtugt. Hann lætur lítið yfir sér, en er þéttur á velli og lítur út fyrir að vera þéttur fyrir, þegar því er að skipta. Hann lét að lokum svo um mælt, að hann vonaðist eftir meiri samskiptum og kynningu milli Norðmanna og íslendinga eftir styrjöldina. Persónuleg skoöun sín væri sú, að þjóð- irnar hefðu betra af samvinnu og samkomulagi en óskoraðri samkeppni. John Price er þekktur brezkur verkamannaleiðtogi. Hefir hann um mörg ár starfað að alþjóða- samvinnu verkamanna og dval- ið langdvölum á meginlandi Evrópu. Til íslands hefir hann ekki komið fyrr en nú, og lét hann þess getið, eins og Kon- rad Nordahl, að för sín væri eingöngu kynnisför. Um afstöðu brezkra verka- manna í styrjöldinni sagði hann, að þeir hafa verið í andstöðu við stjórn Chamberlains, en er Churchill tók við, ákváðu þeir að taka þátt í stjórninni og gera allt, sem í þeirra valdi stæði til að stuðla að sigri Bandamanna. Öll ágreiningsmál yrðu að víkja fyrir því. Ef ekki tekzt að sigra nazista fæst enginn friður, CFramh. á 4. síðu) Erlendar iréitir Berlín varð fyrir einni mestu loftárás styrjaldarinnar síðastl. þriðjudagsnótt. Um 700 enskar flugvélar vörpuðu yfir 2000 smál. sprengja á borgina. Óstaðfestar fregnir herma, að 12 þús. manns hafi farizt og 50 þús. særst. Tjón er sagt gífurlegt. Quebecráðstefnu Churchills og Roosevelt er lokið. Talið er, að einkum hafi verið rætt um styrjöldina við Japani. Fyrsti opinberi árangur ráðstefnunnar er sá, að Mountbatten lávarður, sem er frændi Bretakonungs og getið hefir sér rnikið orð í styrj- öldinni, hefir verið settur yfir allan herafla Bandamanna í Suðaustur-Asíu. Hefir styrjald- arsvæðinu eystra verið skipt milli hans og MacArthurs. Þingkosningum er nýlokið í Ástralíu. Alþýðuflokkurinn vann hreinan meirihluta, en vantaði áður tvö þingsæti til þess. Himmler hefir verið skipaður innanríkisráðherra i Þýzkalandi. Hann verður og áfram yfirmað- ur leynilögreglunnar. Ráðstöfun þessi þykir benda til, að naz- istar þykjast þurfa að herða stjórngæzluna. Á víðavangi VÍSIR SVARAR MORGUNBL. í ÁBURÐARMÁLINU. Svo langt hafa gengið til- raunir Mbl. til að rægja Vil- hjálm Þór við ísl. verkfræðinga í sambandi við áburðarverk- smiðjumálið, að Vísir hefir talið sig tilneyddan að svara ó- hróðri þessa samflokksblaðs síns. í forustugrein Vísis 24. þ. m. er réttilega bent á það, að forráðamenn Sjálfstæðisflokks- ins hafi gengið öðrum lengra í jví að fela erlendum sérfræð- ingum ýms verk, sem voru ein- faldari í framkvæmd en áburð- arverksmiðjan. Vísir segir: „í þessu sambandi má e. t. v. bera saman afstöðu Mbl. til annarar stærstu verklegra framkvæmda, sem ekki þóttu neitt athugaverðar á sínum tíma, enda þótt erlendir sér- fræðingar hafi þar verið til- kvaddir. Má þar nefna bygg- ingu Sogsstöðvarinnar eða Hitaveituna. Ekki er heldur vitað, að Mbl. hafi gagnrýnt það, þótt erlend- um félögum hafi hvað eftir ann- að verið falið að framkvæma verk hér á landi, sem innlendir verkfræðingar og verktakar voru ekki síður vel færir um að leysa af hendi, hefðu þeir átt þess kost. Má þar nefna verk eins og byggingu rafstöðvarinnar á Siglufirði, stækkun Akureyrar- stöðvarinnar við Laxá, byggingu Tjarnarbrúarinnar, byggingu neðanjarðarhúsa Landsímans o. fl.“ Loks segir Vísir: „Er ástæðulaust að gera þetta nauðsynjamál að smáborgara- legu aðfinnsluefni, en reyna heldur að ná markinu með réttu og sanngjörnu mati á því, sem virðist gert með hag allra landsmanna fyrir augum.“ Vonandi lætur Mbl. þessar hollu ábendingar Vísis sér að kenningu verða. MORGUNBLAÐIÐ LÚPULEGT. Mogginn hefir varið talsverðu af dálkum sínum að undan- förnu til að afsaka frumhlaup blaðsins á hendur Garðyrkju- skólanum á Reykjum. Fram- koma blaðsins í þessu máli er hin óvirðulegasta. Það ýtir und- ir ungan pilt, nýkominn út úr skólanum, til að bera út ó- hróður og getsakir um stofnun- ina, sem er nýlega tekin til starfa og verið er að byggja upp. Framkoma Morgunblaðsins í málinu er svo klaufaleg og ill- girnisleg, að enginn annar en Valtýr sjálfur getur hafa lagt þarna hönd að verki. Afmæli Kristján Sigurðsson kennari á Brúsastöðum í Vatnsdal verður 60 ára þann 27. þ. m. Þessa vin- sæla kennara verður nánar get- ið hér í blaðinu síðar. Kosníng í Færeyjum Nú i vikunni fóru fram kosn- ingar til lögþingsins í Færeyjr um. Kosningabaráttan var háð milli Folkaflokksins, er krefst skilnaðar við Danmörku, og Sambandsflokksins og Verka- mannaflokksins, er fara vilja hóflegar í sakirnar. Úrslitin urðu þau, að Folka- flokkurinn fékk 12 þingsæti, Sambandsflokkurinn 8 og Verka- mannaflokkurinn 5. Folkaflokk- urinn fékk samtals 4001 atkv., en hinir tveir samtals 5669 atkv. Folkaflokkurinn nýtur for- ustu Johannesar Patursonar, hins aldna frelsisgarps, sem er vel þekktur hér á landi. Skiln- aðarmenn á Færeyjum hafa aldrei komist eins nálægt því að fá meirihluta og nú.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.