Tíminn - 27.08.1943, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.08.1943, Blaðsíða 3
84. blað TÍMINN, föstndaginn 27. ágúst 1943 335 % X \ 4 L I Afmæll. Ingibjörg Árnadóttir á Bergs- stöðum á Vatnsnesi, fyrrum hús- freyja þar, varð áttræð 25. þ. m. Hún er fædd að Þverá í Vesturhópi 25. ágúst 1863, og voru foreldrar hennar Árni Ara- son og Marsibil Jónsdóttir. eru nú dáin, en 10 á lífi, sex bræður og fjórar systur. Ingibjörg á Bergsstöðum var gædd óvenju miklu þreki, and- legu og líkamlegu. Hefir það, ásamt léttlyndi og bjartsýni, fleytt henni yfir alla erfiðleika. Hún er enn vel ern, og nýtur nú verðskuldaðrar hvíldar í skjóli barna sinna, eftir að hafa leyst af hendi stærra og erfiðara dagsverk en flestir samtíðar- mennirnir. Sk. G. Innan við tvítugt giftist Ingi- björg Teiti Halldórssyni. Byrj- uðu þau búskap í Dalkoti á Vatnsnesi, fluttust þaðan að Skarði, en síðan að Bergsstöð- um í sömu sveit, árið 1897, og bjuggu þar yfir 20 ár. Teitur, maður Ingibjargar, andaðist ár- ið 1920, og hófu þá synir þeirra hjóna búskap á Bergsstöðum. Efni þeirra Teits og Ingibjarg- ar voru mjög lítil, þegar þau byrjuðu búskapinn. Nokkur fyrstu árin höfðu þau aðeins Gísli Jóhannsson skipasmið- ur á Bíldudal, sem er einn af merkustu iðnaðarmönnum þessa lands, varð sextugur 18. þ. m. Gísli er ýmsum landsmönnum kunnur fyrir smíðar sínar. Hef- ir áður, fyrir fáum árum, birzt grein um hann og mynd af hon- um í Alþýðublaðinu. Var þar getið smíða hans á ýmsum bát- um og einnig viðgerða á stærri skipum. Má þar til dæmis nefna þilskipið Njál og Breiðafjarðar- bátinn Konráð, er hann smíðaði að öllu leyti. Skip og bátar Gísla fá almenningsorð fyrir kosti þeirra. Ekki átti Gísli mikinn kost á námi í æsku, hvorki bóklegu né verklegu. Þó fékk hann í byrjun tilsögn í smíði á tveimur skekt- um hjá Snæbirni Kristjánssyni í Hergilsey. Voru skektur þessar með breiðfirzku lagi, er óhent- ugt reyndist á Vestfjörðum. Sá Gísli þá að hann hlaut að breyta til, og fann þá upp nýtt lag, er hann hefir notað síðan, og þyk- ir það hentugt mjög, bæði á Vestfjörðum og víðar. Hann hefir aldrei lært teiknun, en smíðar þó eftir pöntun frá smærstu skektum upp í 12 tn. eina kú, eitt hross og fáeinar kindur. Varð þeim þvl erfitt að framfleyta ört stækkandi barnahóp, en þau eignuðust 15 börn, sem öll komust til full- ' orðinsára. Vegna þess hvað bú- stofninn var lítill fyrstu búskap- arárin, aflaði Teitur sér oft nokkurra tekna með vinnu utan heimilis, og þurfti þá kona hans að annast bæði innan- og utan- bæjarstörfin, jafnvel erfiðar kaupstaðarferðir. Oft mun mat- ur og klæðnaður hafa verið í naumasta lagi handa þeim hjón- um og börnunum, en skortur á öllu eða flestu öðru, sem nú á tímum er talið til heimilisnauð- synja. Eigi vildu þau hjón leita hjálpar annara, en munu þó í eitt skipti hafa orðið að þiggja lítilsháttar sveitarstyrk, sem þau endurgreiddu að fullu nokkrum árum síðar, þegar hagur þeirra batnaði. Þótt oft væri þröngt í búi tókst þeim Teiti og Ingi- björgu þannig með fádæma dugnáði að koma upp sínum stóra barnahóp. Öll börn þeirra urðu myndarfólk og yfirleitt af- burða verkmenn. Fimm af þeim báta. Stundar hann enn smíðar þessar af hinu mesta kappi, og hefir nú gegnt því starfi í sam- fleytt 38 ár. Það gegnir hinni mestu furðu, hversu langt Gísli hefir komist á þessu sviði, þar sem hann byrjaði sem óbreyttur sjómaður með tvær hendur tómar, og ekkert annað undirbúningsnám en áður er getið. En náttúran varð þar náminu ríkari. Hefir bæði þurft kjark og hæfileika til þess að taka þannig að sér smíði og viðgerðir á smærri og stærri skipum, og leysa það jafn prýðilega af hendi og hann hef- ir gert, að dómi sérfróðra manna. Telur hann að margs konar æviraunir hafi hert sig og stælt, en gengi sitt þakkar hann þó því, að hann telur að guðleg forsjón hafi leiðbeint sér og styrkt sig í starfi sínu. Gísli er enn röskur og kapp- samur við vinnu og karlmenni að burðum. Hann er hagorður vel, og mjög létt um að kasta fram stökum, og oft undir dýr- um háttum. Hann er skemmt- (Framh. á 4. slðu) heyrn hjá brezku ríkisstjórn- inni. En þetta fór dálítið á ann- an veg að undirlagi Winstons Churchills. Ivone Kirkpatrick, er verið hafði sendisveitarritari í Berlín um fimm ára skeið, var sendur í flugvél til Glasgow til þess að taka við boðskap Hess til brezku stjórnarinnar. Sjálf- ur Hitler hefði ekki getað kosið sér betri milligöngumann. Þrátt fyrir fjarveru Hamiltons greifa var Hess sannfærður um, að hann væri að semj a við umboðs- menn þýzk-brezka félagsins. Hess flutti nú Kirkpatrich til- lögur Hitlers um vopnahlé og friðarsamninga. Hann var flug- mælskur og flutti mál sitt af miklum móði. Hraðrituð skýrsla um viðræðurnar varð margar arkir. Þar sem hann var þess fullviss, að Bretland væri ger- sigrað land, kom hann fram sem hinn eðallyndi mótstöðu- maður, er býður sigruðum fjandmanni grið. Aðalatriðin voru þessi: Hitler býðst til að láta stríðið við vesturlönd Evrópu falla nið- ur. Þýzkaland kallar herlið sitt heim frá öllu Frakklandi, nema Elsass-Lotringen. Lúxemborg verður þýzkt land, en Holland, Belgía, Noregur Danmörk verða leyst undan hernámi. Ennfremur vill Hitler fallast á að hörfa með lið sitt úr Júgó- slafíu, Grikklandi og yfirleitt frá Miðjarðarhafi. Hann vill gera sitt til að koma á sáttum milli Ítalíu og Bretlands. Móti þessum tilslökunum skyldi koma velviljað hlutleysi Bretá gagn- vart aðgerðum Þýzkalands i Austur-Evrópu. Hess sýndi fram á nauðsynja- verk það, sem Hitler ætli að vinna þar eystra „til að bjarga mannkyninu“, og benti á hvern- ig England og Frakkland mundu verða höfuðvígi hins frjálsa- auðvaldsskipulags gegn austur- lenzkum kommúnisma. Hann varðist allra frétta um fyrirætl- anir Hitlers í austurvegi. Það væri mál, sem varðaði Þýzka- land eitt, sagði hann. í tvo daga samfleytt flutti sendiboði Hitlers mál sitt. Hann lagði áherzlu á, að foringinn mundi ekki gera veður út af smámunum, — Bretland gæti í ráun og veru sett friðarskilmála sína eftir eigin geðþótta. Það væri áhugamál Hitlers sem mannvinar, að binda endi á hið „heimskulega stríð“ við bræðra- þjóð — og svo náttúrlega að tryggja það, að hann væri ekki ber að baki, er hann sneri vopn- um sínúm austur á bóginn. Kirkpatrich sneri heimleiðis með friðartillögur Þjóðverja í höndum. Tillögurnar voru send- ar vestur um haf og bonar undir Roosevelt. Svar hans var blá- kalt nei í fullu samræmi við svar Churchills. Bæði brezka og ameríska stjórnin reyndi hvað eftir annað að vara Rússland við árásinni sem yfir því vofði. En rússnesku foringjarnir trúðu ekki eða þóttust ekki trúa neinu slíku. — Árásin hófst 12 dögum eftir komu Hess til Skotlands. Hess var ekki látinn vita um (Framh. á 4. slðu) Bremiantlf skip Margar hinar frábærustu dáðir hafa verið drýgðar á sæ, þótt oft hafi fáir orðið til frásagna um þær. Margir eru hinir geigvænlegu atburðir, sem á hafinu hafa gerzt, og hefir saga fæstra þeirra verið færð í letur. Þessi saga hermir frá frönsku gufuskipi, sem brann á höfninni í Jeddu. í Arabíu 21. maí 1930. Fimmtán hundruð Múhameðstrúar- menn á pílagrímsferð voru um borð í skipinu og eigi færri en hundrað og tólf þeirra fórust í eldinum eða drukknuðu við skipið. Gufuskipiö „Asía“ lá fyrir festum á höfninni í Jeddu. Klukkan var orðin átta að kvöldi, og Marchandeau skipherra naut hvíldar í káetu sinni. Skipið átti að leggja úr höfn árla næsta morguns, og hann hugðist sofa nokkrar stundir fyrir brottförina. Marchandeau skipherra hafði verið sæfari um þrjátíu og jriggja ára skeið. Nú ætlaði hann að flytja fimmtán hundruð pílagríma á skipi sínu frá Jeddu til hafnanna við sunnanvert Rauðahaf allt suður til Djibútí í Sómalilandi. Farþegarnir voru einkum Arabar og Sómalíbúar. Þeir höfðu verið fluttir um borð um daginn og höfðu búizt um með farangur sinn í farrýmunum og á þiljum skipsins. Marchandeau skipherra var orðinn slíkum ferðum vanur. Sú var tíðin, að honum höfðu þótt þessar ferðir likastar ævintýri, en nú var það viðhorf orðið breytt. Svo mörg ár hafði hann siglt um Rauðahaf. — Á hverju ári safnaði hann pílagrímunum frá suðurhöfunum við Rauðahaf í skip sitt og flutti þá til Jeddu. Þaðan héldu þeir til Mekku og tóku þátt í hinum árlegu hátíðahöldum Múhameðs- trúarmanna. í mörg ár hafði þetta fólk sparað saman fé af rýr- um tekjum til fararinnar. Borgin helga kallaði. Hundruðum saman komu skipin til Jeddu um þetta leyti árs, stór gufuskip og hrörlegar fleytur. Hinir fátækari pílagrímar höfðust við á þiljum uppi, í steikjandi sólarhita á daginn og kuldabitru um nætur. Er til Jeddu kom, tóku umboðsmenn hinna aröbsku ættarhöfðingja á móti þeim og greiddu för þeirra til Mekku. Jafnskjótt og hátíðahöldunum á Arafatvöllunum og í Mekku var lokið, tóku þeir að flykkjast aftur til Jeddu, sumir ríðandi úlföldum og ösnum, aðrir gangandi yfir sólheitar sand- auðnir. Oft hafði Marchandeau skipherra þráð að fara sjálfur til Mekku. En þess var enginn kostur. Enginn vantrúaður mátti stíga fæti sínum niður innan múra hinnar hélgu borgar. Marchandeau hafði látið úr höfn úr Marseille í Frakklandi með áttatíu og sex manna skipshöfn, hinn fimmta dag aprílmánaðar. Hann hafði siglt rakleiðis austur til Djibútí, og síðustu dagana hafði hánn beðið þess með óþreyju i Jeddu, að hátíðahöldunum lyki. Hitinn var óþolandi, og hann þráði að komast sem fyrst af stað. Nú voru pílagrímarnir komnir um borð í skipið, og ný ferð austur til Djibútí fyrir höndum, en þaðan var ákveðið að sigla aftur heim til Marseille. Allir þráðu þá ferð, bæði skipherra og skipverjar. Meðan Marchandeau hvíldist í káetu sinni þetta kvöld, skipt- ist loftskeytamaðurinn á skeytum við önnur skip, er fluttu píla- gríma. „Nokkrar fréttir?“ var spurt. Loftskeytamaðurinn á „Asíu“ svaraði: „Allt tíðindalaust. Siglum á morgun. Góða nótt.“ Andartaki síðar var kvatt dyra hjá Marchandaeu skipherra. „Það er kviknað í klefunum á öðru farrými, herra. Eldurinn breiðist hratt út.“ Marchandaeu skipherra ygldi sig, smeygði sér í jakka sinn og skundaði upp á stjórnpallinn. Þar beið yfirstýrimaðurinn hans og tilkynnti honum stuttlega, að eldurinn yrði ekki haminn og læstist hratt um skipið. Marchandaeu skipherra renndi augunum yfir þiljur skips síns. Hér og þar ultu upp dökkir reykjarmekkir. Farþegarnir voru sýnilega orðnir ótta slegnir. Þessi pílagrímsferð var fyrsta sjóferð þeirra margra hverra, og hálft í hvoru höfðu þeir gert ráð fyrir, að hún kynni að reynast hættuleg. En ferðin til Jeddu hafði gengið að óskum, og við það hafði beygur þeirra horfið. En nú stóðu þeir skyndilega andspænis geipvænlegri hættu, sem þá hafði sízt grunað að myndi steðja að þeim. Þeir flykktust í hópa á þiljunum og horfðu skelfdum augum á reykjarstrók- ana, sem urðu æ fleiri og stærri, og voru óðamála. „Við verðum að koma farþegunum í land“, mælti Marchandaeu. En í sömu andrá tók hann eftir því, að eldurinn var þegar tek- inn að læsa sig í suma björgunarbátana. Þeim varð ekki bjargað. Hann þreif blað og blýant og hripaði á það skeyti „Kviknað í skipinu. Fimmtán hundruð pílagrímar og áttatíu og sex manna skipshöfn um borð. Björgunarbátarnir að brenna. Bið öll skip í grenndinni að koma til hjálpar“. „Segið loftskeytamanninum að senda þetta skeyti strax“, skipaði hann. „Það eru mörg skip hér í grenndinni og hættu- laust fyrir þau að senda báta á vettvang til þess að taka far- þegana.“ Hann tók sjónauka sinn og skyggndist um. Sex önnur skip voru á skipalegunni, fjögur ensk og tvö frönsk. „Asía“ lá um hálfan annan kílómetra frá ströndinni, því að svo hafði verið ráð fyrir gert, að hún sigldi með morgunflóðinu, en hin skipin voru flest um það bil miðja vegar milli strandarinnar og hennar. Þótt komið væri að ljósaskiptunum, gat hann greint menn á hlaupum á þiljum skipanna. Þeir voru sýnilega að losa björg- unarbátana. Ef hægt yrði að halda eldinum i skefjum, unz þeir kæmu á vettvang, þurfti hann að minnsta kosti ekki að óttast mannskaða. Hann skipaði fyrir hvað gera skyldi. Allir hlýddu tafarlaust. Einskis var látið ófreistað til þess að hefta útbreiðslu eldsins. Hann horfði á menn sína draga dæluslöngurnar að eldinum, sem óðum magnaðist. Sjó var dælt á bálið, en það virtist- engin áhrif hafa. Logarnir teygðu sig æ lengra, og brátt urðu slökkvi- iiðsmennirnir að hörfa undan með slöngur sínar. Hitinn var óbærilegur. Marchandeau skipherra lét hleypa niður þeim björgunarbát- anna, sem eldurinn hafði ekki náð til. Hundruð dauðskelfdra Araba þyrptust saman úti við borðstokkinn á neðri þiljunum, jafnskjótt og fyrsta bátnum var rennt niður á móts við þær. „Konur og börn fyrst,“ hrópuðu skipverjar. En enginn gaf því gaum. Allir voru sem óðir. Karlmenn og konur börðust um að komast niður í bátinn, og hver ruddist sem mest hann mátti, hrinti frá sér og barðist um. „Burt frá borðstokknum“, hrópaði Marchandeau þrumuraust. „Báturinn er þegar fullur.“ Samband ísl. satnvinnufélaga: KAUPFÉLÖG! Gætið þess að hafa vörur yðar nægilega vátryggðar. Nýtí og’ frosið ungiiaiitakjöt off kálfakjöt alltaf til sölu. Frystíhúsið Herðubreíð. Sísui 2678. Blautsápa frá sápuverksmiSjunui Sjöfu er almenut vii> urkeuud fyrir gaeði. Flestar kúsmæðnr nota Sjafnar-blautsápu FREDKJ0T Höfum til sölu ágætt frosið kjöt af fullorðnu fé. Heildsöluverð kr. 3,90 kg. Frystihúsið Herðubreið. Sími 2678. LTppboð. Samkvæmt beiðni Bandaríkjastjórnar verður (framhluti) af gufuskipinu „JOHN RanDOLPH“, er nú liggur I fjöru í Hval- firði nálægt Sandabæjum í Hvalfjarðarstrandarhreppi, selt á opinberu uppboði, sem haldið verður við skipsflakið, föstudaginn þ. 10. september 1943, og hefst uppboðið kl. 2 síðdegis. Þeir, sem óska að skoða skipsflakið og eða mæta á uppboðinu, verða að sína þar leyfisskýrteini er umboðsmaður The War Shipping Adainistration í Washington, hr. L. R. Smith gefur út, en hann hefir skrifstofu i Hafnarhúsinu í Reykjavík, þriðju hæð, herbergi nr. 17. Skilvísum kaupendum veitist frestur með greiðslu uppboðs- andvirðisins, eftir samkomulagi við undirritaðan uppboðsráð- anda, en skipsflakið verður að flytja á burt úr Hvalfirði innan mánaðar frá uppboðsdegi. Flakið selst í því ástandi sem það fyrirfinnst á uppboðsdegi. Að öðru leyti verða uppboðsskilmálarnir birtir á uppboðs- staðnum áður en uppboðið fer fram. Skrifstofa Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 21. ágúst 1943. JÓN Steingrímsson. Tilkynning irá ríkisstjórninni Brezka sjóliðið telur nauðsynlegt að gera þá breytingu á áður auglýstu svæði á Eyjafirði, þar sem bannaðar eru veiðar og akkerislegur skipa (sbr. tilkynningu ríkisstjórnarinnar í 44. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1942 og 13. tölublaði 1943), að norðurtakmörk svæðisins verði framvegis lína, sem hugsast dregin frá Haganesi vestan fjarðarins í kirkjuna á Höfða. Suðurtakmörkin verðaeins og áður, lína, sem hugsast dregin frá Hjalteyrarvita í bæinn Noll austan fjarðarins. (Uppdráttur af bannsvæðinu er í 49. tölubl. Lögbirtingablaðsins). Aíviiimi- o«* samgöngumálaráðimeytið, 12. ágúst 1943.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.