Tíminn - 05.10.1943, Page 1

Tíminn - 05.10.1943, Page 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINC30N. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: \ EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Símar 2353 og 4373. \ AFGKKCÐSLA, TNNHF.TMTA í OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Sími 2323. 27. árg. Reykjavík, þriðjudagmn 5. ukí. 1943 95. blað Ágreíníngsmál Bandaríkja- manna og Rússa Á myndinni sjást brezkar sprengjuflugvélar vera að leggja af stað til árásar á Þýzkaland. Seinustu nœtur liafa Bretar byrjað nýjar árásir á Þýzkaland eftir nokkurt hlé og hafa borgirnar Miinchen og Kassel orðið harðast úti. Hversu mikla fyrirhöfn loftárásir valda Bretum má marka á því, að þegar 800 sprengjuflugvélar gerðu stœrstu árásina á Hamborg í byrjun ágúst, er talið að 100 þús. manns hafi aðstoðað við árásina á einn eða annan hátt og lagt hafi verið upp frá '60 flugvóllum. Erlent yfírlít 5. okt.s Nokkra undanfarna mánuði hefir sá kvittur gosið upp öðru- hvoru, að Þjóðverjar og Rússar væru að semja frið. Forsvars- menn Bandamanna hafa jafn- an mótmælt slíkum fréttum og sagt þær nazistiskan uppspuna, er sé til þess ætlaður að vekja tortryggni milli Rússa og Bandamanna. Frá almennu sjónarmiði virð- ast slíkir samningar næsta ótrú- legir. Þjóðverjum yrði það ekki neinn hagur að semja við Rússa, því að þeir yrðu eftir sem áður að hafa svipaðan her- afla á austurvígstöðvunum. Annars gætu þeir búist við á- rás Rússa, er þeim gegndi verst. Hitt er það, að milli Rússa og Bandamanna ríkir ágreiningur um ýms mál og orðrómur um samninga Rússa og Þjóðverja gæti aukið þá tortryggni og ó- vild, sem þessum ágreiningsmál- um fylgja. Því er ekki óliklegt, að þessi orðrómur sé nazistiskt herbragð. Ágreiningsefni Rússa og Bandamanna að undanförnu hafa meðal annars verið þessi: 1. Samningar Eisenhowers hershöfðingja við Darlan og aðra fylgismenn Vichystjórnarinnar í Norður-Afríku. Þeir voru upp- haflega réttlættir með því, að minna hefði orðið um viðnám Frakka en ella. Síðar kom í ljós, að Bandaríkjamenn ætluðu að koma de Gaulle og þjóðfrelsis- nefnd hans úr sögunni. Ástæð- an var sú, að de Gaulle studdist fyrst og fremst við vinstri öflin í Frakklandi. Rússar tóku strax afstöðu með de Gaulle í þessum átökum og sama gerðu frjáls- lyndir menn í Bretlandi undir forustu Edens utanríkismála- ráðherra. Endalokin urðu þau, að Bandaríkjamenn urðu að láta í minni pokann, de Gaulle er orðinn pólitískur leiðtogi allra óháðra Frakka og hin nýja franska þjóðfrelsisnefnd hefir hlotið opinbera viðurkenningu. Soogvari á íörmn Hinn vinsæli söngvari, Þor- steinn H. Hannesson frá Siglu- firði, er á förum til Bretlands. Mun hann stunda nám við kon- unglega tónlistarháskólann í London. Þorsteinn er orðinn lands- þekktur fyrir söng sinn, bæði í útvarpinu og á mörgum skemmtunum. Meðferð hans á aðalhlutverkinu í Jóhannesar- passíunni, er hún var flutt hér á síðastl. vetri, hlaut mikið lof. í sumar hélt hann söngskemmt- anir á sex stöðum vestan og norðanlands og hlaut mikla að- sókn og mikið lof áheyrenda. Þorsteinn mun halda kveðju- söngskemmtun í Gamla Bíó næstk. fimmtudag kl. 11,30 síðdegis. Bandaríkjastjórn hefir hlotið óvirðingu af andstöðunni gegn de Gaulle, sem varð fyrst og fremst þess váldandi, að Frakk- ar skipuðu sér fastar um hann en nokkurru sinni fyrr. Frakk- ar eru stolt þjóð, sem illa þolir erlend afskipti, hvaðan sem þau koma. 2. Fyrirhugaðri för Benesar Tékkoslóvakíuforseta til Rúss- lands var frestað, vegna afskipta Bandarikjamanna. Talið er, að erindi Benesar hafi verið að gera vináttusamning milli Rúss- lands og Tékkóslóvakíu. 3. Stofnun hinna svokölluðu Amgot-deildar, en henni er ætl- að það hlutverk, að fara með borgaraleg mál í þeim löndum, sem Bandamenn hertaka, þó undir yfirstjórn hersins, unz löglegri lýðræðisstjórn hefir verið komið á laggirnar. í öll- um stærstum háskólum Banda- ríkjanna hefir verið komið upp námskeiðum fyrir hina væntan- legu Amgotmenn, og eru þeir valdir með tilliti til málakunn- áttu, þekkingu á vissum störf- um o. s. frv. Bretar hafa einnig Amgotdeild. Amgotdeildinni er ætlað að vera algerlega ópóli- tísk og mun hún t. d. ekki víkja úr störfum embættismönnum í hinum hernumdu löndum, ef þeir sýna henni hlýðni, þótt þeir hafi aðhyllzt hina fyrri vald- hafa. Stofnun Amgotdeildarinn- ar hefir því vakið vissa tor- tryggni meðal hinna landflóttu ríkisstjórna úr þeim löndum, er nú lúta Þjóðverjum. Gera þeir tilkall til að taka strax við hinni borgaralegu stjórn og virðast (Framh. á 4. siðu) Seinustu fréttir Bandamenn hafa tekið borg- irnar Foggia og Napoli. Sókn þeirra á Ítalíu heldur stöðugt áfram. Við Foggia eru stórir flugvellir og bæta þeir stórum aðstöðu Bandamanna til árása á iðnaðarborgir í Austurríki og olíulindir í Rúmeníu. Viðnám Þjóðverja hefir harðnað í Rússlandi. Virðist margt benda til að þeir séu komnir að hinni fyrirhuguðu vetrarlínu sinni. Rússar hafa hvergi komizt yfir Dnjepr svo máli skipti. Mowinckel, foringi vinstri flokksins í Noregi og forsætis- ráðherra um skeið, er nýlátinn í útlegð, 73 ára gamall. Gyðingaofsóknir eru hafnar í Danmörku og virðast Þjóðverj- ar ætla að flytja Gyðinga þaðan líkt og þeir gerðu í Noregi. Sænska stjórnin hefir boðizt til að taka á móti öllum Gyðingum í Danmörku. Harriman, sem hefir unnið að framkvæmd láns- og leigulag- anna og er mjög handgenginn Roosevelt, hefir verið skipaður sendiherra Bandaríkjamanna í Moskvu. Séra Sveinbjörn Högnason: Óttinn viO eigin vopn ígímínn Tíminn kemur eftirleiðis út jrisvar í viku, á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. I síðasta tölublaði Tímans rakti ég í fáum dráttum það tilræði kommúnista við bændastétt landsins, er felst 1 liinu nýja frumvarpi þeirra um sölu mjólkur og injólkur- afurða. Var þar skýrt frá aðalinnihaldi og tilgangi þessa merkilega frumvarps um að gera bændur ánauðuga og ófrjálsa stétt, þar sem svipta á þá öllum rétti til að verð- leggja vinnu sína, til að ráðstafa og meðhöndla fram- leiðslu sína og til að halda eignum sínum á sama hátt og stjórnarskrá ríkisins tilskilur öðrum landsmönnum. Þess munu engin dæmi fyrr (vinnu fyrirvaralaust og stöðv- í þingsögunni, að eitt frumvarp ' uðu rekstur verksmiðjanna, er hafi haft inni að halda svo mörg ákvæði til réttarskerðingar einni stétt manna í landinu. — Og þetta er því lærdómsríkara fyr- ir bændastétt landsins, þar sem þeir, er flytja þetta frumvarp, hafa jafnan umsnúizt með öllu, hafi átt að lögfesta aðeins eitt, og það veigaminnsta þessara atriða fyrir þá stétt manna, er þeir telja sig fulltrúa fyrir, — og það þótt ekki væri nema ítrustu þjóðarnauðsyn og að- eins um stundarsakir. Kommúnistar hafa ekki að- eins látið sér nægja ljótasta orðbragð um þrælalög og und- irokun, hafi gerðardómur í launagjaldsmálunum komið til orða, og það jafnan þótt allir borgarar þjóðfélagsins ættu að sæta þar sama dómi, Aðrar að- ferðir þeirra að vinna gegn slíkum ráðstöfunum eru ekki síður kunnar. Verkföll, ofbeldi og hótanir til að knýja aðra til hlýðni við áform sín. Verkfallsréttinn hafa komm- únistar talið heilagan rétt verkamanna og fengið hann lögverndaðan innan vissra tak- mest reið á, að þær störfuðu með fullum afköstum, til að fá hækkað kaup, sem var þá 3000 —4800 kr. á mánuði til hvers. — Þá munu bændur einnig minn- ast, er kommúnistar stóðu fram- arlega í fylkingu um að heyja neyzluverkfall á vörum þeirra fyrir fáum árum. Þessi og fleiri dæmi munu hafa blasað við hverjum þeirra, er Eysteinn Jónsson lét þau orð falla í umræðum um þetta mál á Alþingi, að bændur myndu taka til sinna ráða, einnig, ef slíkum álögum ætti að beita þá, sem hér er stofnað til. Þjóðvilj- inn hneykslast mjög á slíkum ummælum, og telur að það sé hægurinn nærri, að brjóta nið- ur alla viðleitni, sem bændur kynnu að vilja sýna, til að beita sömu aðferðum og kommúnistar telja sér heilagar og réttmætar. Ef bændur hugsuðu til að hefja framleiðsluverkfall, til að brjóta slíkar árásir á rétt þeirra á bak aftur, yrði það þeim sjálfum verst, segir kommúnistablaðið. Ekki væri annað en koma upp 10—12 kúabúum, með 200—300 marka. — Þótt þessar tak- kúm hverju til að framle'iða alla markanir séu ekki miklar, hafa þá mjólk, sem neytendur í kommúnistar aldrei vilað Reykjavík þurfa með. Bændur fyrir sér að rjúfa þær einnig, ' geta á sama hátt sagt, er ef þeir hafa talið mikið liggja kommúnistar hefja verkföll: við. Kunnasta og nýjasta dæmið Ekki þarf nema nokkur hundr- í þessum efnum er verkfall uð verkamanna ofan úr sveit, kyndaranna við síldarverksmiðj-.um stundar sakir, til að brjóta urnar á Siglufirði í sumar, þeg- j allt slíkt á bak aftur, — og er ar fáir menn lögðu Skjölín á bordið Lækkun olíu- verðsins Viðskiptaráð auglýsir á öðr- um stað í biaðinu verulega verð- lækkun .á .olíu. .Verðlækkun þessa hefir það ákveðið sam- kvæmt fyrirmælum ríkisstjórn- arinnar. Láta mun nærri, að hagnaður landsmanna af þess- ari verðlækkun nemi á þriðju milj. kr. á ári. Olíufélögin hafa í tilefni af þessu birt greinargerð í Morg- unblaðinu, en hún virðist lítt sennileg. Ríkisstjórnin hefir hins vegar tilkynnt, að hún telji málið þannig vaxið, að ekki sé hægt að ræða það fyrr en Al- þingi hafi verið gefin skýrsla. Á síðastl. sumri hófu síldar- verksmiðjur ríkisins sölu á olíu og höfðu verðið stórum lægra en olíufélögin. Átti atvinnu- málaráðherra frumkvæði að þessu. Er ekki ósennilegt, að sú reynsla hafi leitt í ljós, að hægt var að lækka olíuverðið al- mennt. Mál þetta er vissulega þann- ig, að þjóðin á fulla heimtingu á, að frá því sé skýrt opinber- lega hvernig því er varið. Reyn- ist það rétt, að olíufélögin hafi ætlað að leggja 2*4 milj. kr. aukaskatt á landsmenn, virðist ekki úr vegi að skipun olíumál- anna verði tekin til alvarlegrar endurskoðunar. niður,það því verkamönnunum sjálf um verst, að ætla að heimta rétt sinn á þennan veg. Það eru ekki fögur orð, sem kommúnistar velja þeim mönn- um, sem á einn eða annan hátt, reyna að rísa gegn verkfalls- rétti þeirra. Þeir eru kallaðir verkfallsbrj ótar, verklýðsböðlar, svikarar og öllum nöfnum, sem málið á kröftugust til að lýsa því, sem ljótt er. — Nú lýsa þeir því yfir, að þeir séu reiðubúnir til að gegna slíkum störfum, ef önnur aðalstétt þjóðfélagsins léti sér til hugar koma, að nota þennan „heilaga rétt“ sér til varnar, þegar á hana er ráðizt! En kommúnistar skulu gæta að því, að það er hægara fyrir bændur að gera þennan rétt að engu fyrir verkamönnum, held- ur en fyrir verkamenn að hindra bændur í að notfæra sér hann.ef þeir óska. Bændur geta gengið til vinnu, svo að segja hvar sem en það væri gaman að sjá, hvað þeir, sem tala um hve auðvelt sé að koma upp 10—12 kúabú- um, með 200—300 kúm hverju, — væru vaskir til að fram- kvæma slíkt. 3000—4000 kýr eru ekki á svipstundu teknar upp úr þúfunun}, ef svo mætti segja, og því síður fóður handa þeim. Og þó að kommúnistar hyggist á landvinninga og auðvelt eignanám á hendur þeim, sem minnimáttar eru umhverfis hina voldugu borg, Reykjavík, — að dæmi hins mikla meistara Stalins, — þá er hugsanlegt, að ekki gengi þar allt „samkvæmt áætlun“, þegar fram í sækti. — B'ændur eiga að vísu mikið langlundargeð og umburðar- lyndi við hávaða- og málrófs- menn, — en það er óvíst, hvort þeir verða eins sundraðir og sinnulitlir, ef á þá er ráðizt á þann hátt og hér er ætlazt til. Bændur hafa ekki stofnað til þeirrar harðvitugu stéttarbar- áttu, sem nú er í algleymingi hér á landi. —' Þeir hafa meira að segja stutt þá, sem þar hafa barizt harðast, sitt á hvað, eftir þvi sem efni stóðu til, til að draga úr þeim ofsa á báðar hlið- ar. — Þeir hafa stutt verka- menn til réttra mála, þegar á þá hefir verið ráðizt af blindu afturhaldi og yfirgangi, — en þeir hafa líka veitt lið til við- náms, ef verkamenn hafa, fyrir blindni og ofstæki leiðtoga sinna, — reitt svo hátt til höggs, að voði hafi ekki aðeins verið hinum andstæðing þeirra, held- ur og þeim sjálfum og þjóðinni í heild. — Þess vegna hafa bændur verið kallaðir sundrað- asta stétt landsins fram til þessa. — En það mun þeim öllum vera orðið fyllilega ljóst, að stétta baráttan og böl hennar læknast ekki, þó að þeir fórni hagsmun um sínum og framtíð, og láti þá sem ófyrirleitnastir eru til hægri eða vinstri, sýna svo skefjalausa uppivöðslu að þeim einum beri rétturinn og valdið, en öðr- um ánauð ein og undirokun. Slíkan „rétt“ í landinu munu bændur ekki þola, — og ef ekki verður staðið gegn honum með öðru móti en því, að beita vopn- um þeim, sem hann styðzt við, þá munu bændur ekki hika við að reyna þau, til að forða sjálf- um sér og þjóðinni allri frá voða þeim, sem öllum hörmungum er meiri, — frá réttleysi og yfir- gangi ofstopamanna, sem leiðir til einræðis og niðurdreps á öllu því, sem frjálsborinn maöur metur mest, — að fá að njóta jafnréttis við aðra menn, fá að njóta þess frelsis um athafnir og störf, sem traust og lýðfrjálst þjóðfélag tryggir eitt, — og að fá að vera þegn frjálsrar þjóðar en ekki þræll elnræðis eða undirokunar, hvort sem hún er aðflutt, eða framleidd í land- er, án mikils undirbúnings, —|inu sjálfu. ÞINGFRÉTTIR TÍMANS Endurbót jarðræktarlaganna Frumvarp Framsóknarflokksins um breytingu á jarðræktar- lögunum hefir verið til fyrstu umræðu í efri deild. Hermann Jónasson fylgdi frumvarpinu úr hiaði, en síðan töluðu fulltrúaor frá hinum flokkunum, líkt og venja er, þegar um stórmál er að ræða. Yfirleitt tóku þeir vel aðalefni frumvarpsins, en gagn rýndu nokkur smærri framkvæmdaatriði. Að umræðunni lok- inni var frumvarpinu vísað til 3. umræðu og landbúnaðarnefndar, Á víðavangi HRÖSUN VALTÝS. Valtýr Stefánsson er áberandi geðillur í síðasta Reykjavíkur- bréfi sínu. Fyrst tekur hann fjármálaráðherrann á horn sér og bölsótast við hann eins og boli í flagi. Vísir hefir þegar gefið Valtý vottorð fyrir þessi moldarverk sín á þá leið, að hann hagræði sannleikanum eftir því, sem honum þyki bezt henta í hvert skipti, og ræður honum til að velta frammi- stöðu vissra Sjálfstæðismanna í dýrtíðarmálunum betur fyrir sér. Að lokum lætur Valtýr gremju sína í ljós yfir einhverri víða- vang'sklausu í Tímanum, sem hafi bitið illa á Ólaf Thors, og vill ómögulega unna ritstjór- anum að hafa skrifað hana. Það er annars undarlegt með Valtý, hve honum svipar til Guðbrandar „doktors" að ýmsu leyti. Báðir virðast hafa rekið sig eftirminnilega á þá stað- reynd, að þeir þurfi að vanda betur dagfar sitt en þeim er eðlilegt 6ftir meðfæddu inn- ræti. Þertta tekst aðeins að nokkru leyti, og öðru hverju feliur gríman, svo að innri maðurinn kemur í ljós. Þessu ætti Valtýr líka að velta fyrir sér. SPURNING VÍSIS. í ritstjórnargrein Vísis í gær er svarað árásum Mbl. á dýr- tíðarráðstaf anir ríkisst j órnar- innar um leið og bent er á „að sú viðleitni hjá Mbl. sé ekki ný, að gera sem tortryggileg- astar allar gerðir fjármálaráð- herra.“ Síðan segir Vísir: „En það er eitt, sem margir velta fyrir sér þessa dagana. Ef stjórnin er að fremja einhverja reginvitleysu með því að halda dýrtíðinni í skefjum með fjár- framlögum, hvers vegna koma. þá ekki þeir, sem hæst láta, með tillögu um það hvernig eigi að leysa dýrtíðarmálin með öðr- um hætti, og hvers vegna stöðv- ar ekki Alþingi þegar í stað fjárframlögin, ef þau eru eins þjóðhættuleg og sumir halda fram? Þessu velta margir fyrir sér og væri ekki úr vegi fyrir bréf- ritara Mbl. að gera það líka.“ Það eru áreiðanlega fleiri en ritstjóri Vísis, sem eru að velta þessu fyrir sér. Hvers vegna galar stærsti þingflokkurinn um heimsku ríkisstjórnarinnar,, en aðhefst þó ekkert sjálfur? Hvar er forustan, sem hann lof- aði þjóðinni? Fcrtugur Vilhjálmur S. Vilhjálmsson blaðamaður varð fertugur í gær. Hann hefir starfað við Alþýðu- blaðið óslitið síðan 1926, og er einn af kunnustu blaðamönnum landsins. Hvarvetna úr sveitum lands- ins berast fregnir um eindreg- inn stuðning við þetta mál, enda er það sameiginlegt áhugaefni bænda að koma allri heyöflun- innr sem fyrst á véltækt land. Sveitirnar eiga ekki stærra hagsmunamál en að þessu tak- marki verði náð sem fyrst. Bændur munu því veita með- ferð þessa máls á þinginu ó- skipta athygli. Bændurnir eru heldur ekki einir um að telja þetta mikil- mikilvægt framtíðarmál. Allir þeir menn í kauptúnum og kaupstöðum, sem skilja þýðingu landbúnaðarins og viðurkenna hann sem annan aðalatvinnu- veg þjóðarinnar, telja það þjóðhagslegt framfaramál, að landbúnaðurinn geti tekið vél- sem mest í þjónustu sína.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.