Tíminn - 05.10.1943, Page 3

Tíminn - 05.10.1943, Page 3
95. blatS TfMIIVN, þriðjttdagiim 5. okt. 1943 Áttræður: P á 9 1 J. Beck á Sómastödum Páll bóndi á Sómastöðum er sonur Hans Jakobs Becks og Steinunnar Pálsdóttur. Var Steinunn dóttir Páls bónda á Karlsskála í ReyðarfirSi Jóns- sonar, bónda á ýmsum bæjum í Breiðdal og Skriðdal, Sigmunds- sonar úr Álftafirði eystra. — Hans Jakob Beck var sonur Christians N. Beck verzlunar- manns á Eskifiröi, er var józk- ur að ætt (f. í Vejle um 1796), og konu hans Maríu Elísabetar, dóttur Richards Long. Richhard var enskur að þjóðerni (frá Hull; f. 1782), en átti íslenzka konu, Þórunni Þorleifsdóttur frá Litlu-Breiðuvík. Var Þórunn í móðurætt komin af Stefáni, bróður Jóns rika í Ási,' er Reykjahlíðarættin er komin frá. Páll Beck er fæddur á Karls- skála 2. okt 1863, en fluttist barn að aldri með foreldrum sínum að Eskifirði, síðan að Sómastöðum í Reyðarfirði, og ólst þar upp. Á uppvaxtarárum hans var mikið athafnatímabil á Austfjörðum og framfarahug- ur í mönnum. Faðir Páls var í fremstu bænda röð um margt; hann sendi ull sína til Noregs og lét vinna hana í klæðaverk- smiðjum, sótti nauðsynjar til heimilisins til annarra landa, engu síður en til næstu hafnar, byggði steinhús á bæ sínum, og varð fyrstur austfirzkra bænda til þess að stunda síldveiðar frá heimili sínu. Hann tók og mik- inn þátt í opinberum málum. Heimilið var í þjóðbraut og gest- risni mikil að íslenzkum sið. Páll var elztur barnanna, og þurfti því snemma að læra að taka til hendinni, enda þótti hann verk- maður með afbrigðum. Á yngri árum stundaði hann mest sjó; fór honum formennskan vel úr hendi. Ærið sótti hann djarft sjóinn, en gerði miklar kröfur til sjálfs sín, og var þá ekki allra að fylgja honum til verka. Farnaðist honum jafnan vel. Árið 1901 kvæntist Páll Maríu Sveinbjarnardóttur bónda í Skáleyjum í Breiðafirði og konu hans Sesselju Magnúsdóttur. Er María hálfsystir skáldanna Ólínar og Herdísar, er allir ís- lendingar kannast við. María Beck er kona góðum gáfum gædd, og má segja, að hún hafi engu síður en maður hennar sýnt mikið þrek í lífsbaráttu, sem oft hefir verið hörð. Þau Páll og María eiga 5 börn öll uppkomin. Tvær dætur þeirra eru giftar, en ein er heima, ó- gift. Synirnir eru tveir. Annar þeirra hefir stundað búskapinn með föður sínum, en hinn véikt- ist ungur af æðakölkun og hef- ir legið rúmfastur síðan á ferm- ingaraldri. Öll hafa börnin reynst foreldrum sínum' vel, og hafa vinsældir af almenningi. Sá bróðirinn, sem átt hefir við mest veikindi að stríða, hefir síður en svo reynzt þrekminni en systkini hans, þó að hans lífsbarátta hafi verið með öðr- um hætti. Sá sem þessar línur skrifar, hefir óvíða fundið jafn- vakandi hug og innra hugrekki sem hjá honum. í rúmi sínu fylgist hann með öllu, sem ger- ist, hlustar á útvarp og les bæk- ur, bæði innlendar og erlendar. Eftir að Páll Beck kvæntist : og fór að búa, stundaði hann meir landbúnað en sjómennsku. Margt tók að breytast, í sam- bandi við fólkshald og fleira, og Jerfiðara að hafa mörg járn í ! eldinum í einu. Búskapinn ' stundaði hann af kappi, oftast I sem einyrki, unz börnin komust | á legg. Þó fylgdi Páll dæmi | föður síns í því að taka drjúgan 1 þátt í opinberum störfum í sveit ; sinni. Yfir 20 ár var hann hreppstjóri Reyðarfjarðar- hrepps, auk þess átti hann lengi sæti í hreppsnefnd, skattanefnd, sóknarnefnd, og er þó ekki allt upp talið, sem hann kom nærri. Hann hefir verið framarlega í félagsskap bænda og sam- vinnufélagsskapurinn var hon- um áhugamál. í landsmálum hefir hann fylgt Framsóknar- flokknum frá því að sá flokkur var stofnaður. Páll Beck er ró- legur í fasi og mjög stilltur í framkomu, gefur sér tíma til að hugsa hvert mál vel, og komast að niðurstöðu, áður eh (Framh. á 4. siðu) og iðnaðurinn í Bretlandi gekk sinn gang meðan loftárásir Þjóðverja voru sem harðastar og þar á eftir. í fáum orðum sagt: Það er haldið, að hergagnaframleiðsla nazista hafi minnkað um liðlega 10 af hundraði vegna loftárása og af öðrum orsökum. Þýzkaland er illa statt með feitmeti og smurningsolíu, en þeir hafa nóg til að halda við heilsu hermanna sinna og borg- ara og til þess að halda undir- okuðu þjóðunum frá algerðum mannfelli. Þeir eiga óhægt með gúmmí, en þó ekki í stórvandræðum. Þýzkaland hefir gnægð af stáli og almíni. Kafbáta og flugvéla- framleiðsla þeirra hefir ekki minnkað verulega. Þeir eru ekki af baki dottnir. Þjóðverja skorti mjög ýmsa sjaldgæfa málma, en þeir eru vísindamenn góðir og nota málmblendinga í staðinn. Þeir hafa átt við býsna mikla flutningaerfiðleika að stríða. En þar hafa þeir líka beitt ráð- kænsku. Þeir nota árnar miklu meira en áður til flutninga inn- an lands, og skemmda eða bil- aða vagna gera þeir við í snatri. Þýzkaland hefir misst geysi- margt hermanna, einkum 1 rússneska hernaðinum. Senni- lega eru fallnir, særðir eða handteknir úr liði þeirra yfir 3.000.000 manna. En þeir hafa bætt sér þetta mannfall að miklu leyti með því að taka verkamenn úr verk- smiðjunum i herlnn, en láta er- lenda menn vinna I þeirra stað. Þýzkaland getur ennþá haldið allt að 10.000.000 manna undir .vopnum. Þeir eru ekki allir eins harðgerðir og þrekmiklir og ; hersveitirnar, sem unnu Pólland og Frakkland, en þeir geta samt barizt hraustlega, eins og viður- eignin á Sikiley sýndi, þótt við mikinn liðsmun væri þar að etja. Sennilega vinna nú allt að því 13.000.000 erlendra verkamanna í Þýzkalandi, og i öðrum lönd- um Evrópu starfa milljónir manna í þjónustu þeirra beint eða óbeint, hvort sem þeim líkar betur eða ver. Japanar eru ekki aðeins vold- ug hernaðarþjóð, heldur geta þeir haldið áfram að verða enn- þá voldugri, ef við gerum ekki stórfelldar loftárásir á iðjuver þeirra og siglingarleiðir. Þetta er umfangsmeira en margur virðist ætla. Sérfræðingar hafa hvað eftir annað haldið því fram á síðari árum, að iðjuver Japana væru hvert niðri í öðru á tilteknum stöðum á japönsku eyjunum. Þeir hafa gefið í skyn, að við þyrftum ekki annað en gera loftárásir á þessa staði til að koma japanska herveldinu á kné. Sannleikurinn er sá, að Jap- anar hafa unnið að því árum saman að koma á fót iðnaði til vara í Mansjúríu, Norður-Kína, Kóreu og Formósu. Stáliðnaður Japana fer heldur vaxandi en hitt, því að þeir hafa reist nýja bræðsluofna í Norður-Kína og Mansjúríu, þar sem náttúruauð- æfi eru bæði mikil og fjölbreytt. Frh. 379 Nf, merkileg og skemmtileg bók Katrín inlkla Ævisaga cftir CiIINU KAUS. tsl. þýðing eftir FREYSTEDÍ GUMARSSON, skólastjóra. Katrín II. Rússa drottning, sem kölluð hefir verið hin mikla, var hertogadóttir frá Zerbst í Prússlandi og giftist ríkiserfingja Rússa er hún var lítt af barnsaldri. Við lát Elísabetar drottning- ar kom Pétur III. til ríkis, en hann var duglítiil stjórnandi og þar kom, að Katrín drottning hans steypti honum af stóli og tók völdin í sinar hendur. Katrín réð ríkjum í Rússlandi í 34 ár. Naut hún mikillar lýðhylli, enda var hún stórbrotin kona, gáfuð, vel menntuð og rússnesk í anda, þótt erlend væri að þjóðerni. í lok ævisögunnar farast höf. orð á þessa leið: „Allir þeir, sem þekktu hana, grétu hana (þegar hún andað- ist), hinir mörgu vinir hennar, samstarfsmenn, þjónar og þern- ur. Utan landamæranna var létt þungu fargi af konungum og uppreisnarmönnum. Hún hafði vakið öfund konunganna og ótta uppreisnarmannanna. En rússneska þjóðin tók andláti hennar með stillingu. Hún var góð og mild matushka (móðir) á heimili sínu, og hún var glæsilegur sigurvegari á keisarastóli. En hún var á undan sínum tíma. Það háði henni, að fylling tímans var ekki komin. Umhverfi og ástæður urðu henni ofjarl, það var veik- leiki hennar. Hún skildi, að hún varð að haga sér eftir umhverfi og ástæðum, það var styrkleiki hennar. Margir af samtíðar- ymönnum hennar mörkuðu dýpri spor fyrir framtíðina, en eng- inn þeirra stóð í eins nánu sambandi við samtíð sína og hún. Hún lét ekki eftir si^ neinar byltingahugmyndir, meiri hluti landvinninga hennar tapaðist aftur, rit hennar eru gleymd. Það, sem hún hugsaði, sagði og gerði, er ódauðlegt, aðeins í lifandi sambandi við persónuleik hennar sjálfrar. En persónuleiki henn- ar á sér engan líka. Þar var saman slungið vit og mildi, hlýleiki og ástríður, ráðsnilli og heppni. Hún var ein af draumum manns- andans, holdi klæddur. Þýðing hennar fyrir samtíð hennar og sögu var mikil. En saga hennar sjálfrar er meiri. Hún lifir um aldur og æfi“. Bókin er með myndum og fæst hjá bóksölum og útgefanda. H.F. LEIFTUR. Munið eftir happ- drættishúsi Lang* arneskirkju - - - Mlðar fást enn allvíða. Happdrættisnefndin. Brenni, askur, hirki, hickory Heutugar stærðir fvrir verkstæði. Gamalt verð. — Sent út um land. Kaupfélagf Eyfirðinga Byggiugarvörudeild. Samband ísl. samvinnufélafia. SAMVINNUMENN! Dragið ekki að brunatryggja innbú yðar. — Biðjið kaupfélag yðar að annast vátryggingu. Tilkynning til hluthafa. Gcgn framvísun stofna frá lilutabréf- um í H. f. Eimskipafélagi Islands, fá hluthafar afhentar nýjar arðmiðaark- ir í skrifstofu félag'sins í Reykjavík. — Hluthafar búsettir úti á landi eru beðn- ir að afhenda stofna frá hlutabréfum sínum á næstu afgreiðslu félagsins, sem mun annast útvegun nýrra arðmiða- arka frá aðalskrifstofuiuii I Reykja- vík. H.í. Eimskipafélag Islands. FÓDURBÆTIR Sðlþtirkað íiskimjöl Reynsla undanfarinna ára hefir sannað, að sólþurkað fiski- mjöl er hollur, næringarefna- og bætiefnaríkur fóðurbætir. Það inniheldur 50% til 55% af hráeggjahvítu, þar sem megnið er meltanlegt. Auk þess 18%—20% af fosfór-súru kalki, sem er nauðsynlegt efni fyrir öll vaxandi dýr, mjólkurkýr og hænsni. Ennfremur inniheldur sólþurkað fiskimjöl hið lífsnauðsynlega D-bætiefni, sem kemur í veg fyrir beinkröm og fleiri sjúkdóma. Allir bændur landsins ættu að tryggja sér gott sólþurkað fiski- mjöl í fóðurblöndunina, jafnt handa mjólkurkúm, sauðfé, hross- um, refum, hænsnum og svínum. Bændur geta pantað sólþurkað fiskimjöl gegnum kaupfélög og kaupmenn, eða beint frá neðangreindum framleiðendum. Verðið er kr. 56,00 pr. 100 kgr. í Reykjavík og ísafirði. Birgðir eru takmarkaðar, tryggið yður það sem þér þurfið að nota sem fyrst. Fiskimjöl h.f. Reykjavík. Fiskimjöl h.f. ísafirði. Miðncs h.f. Sandgerði. Mjöl & Bein h.f. Reykjavík. Aámsflokkar Rcykjavíkur. Garðræktarnámskeið Námsflokkar Reykjavíkur halda garðræktarnámskeið í vetur. Kennari verður Jóhann Jónsson, garðræktarráðunautur. Kennd verður meðferð nytjajurta og varnir gegn kálsjúkdóm- um. Einnig ýmislegt annað sem lýtur að ræktun káljurta. — Þátttaka tilkynnist hið allra fyrsta til forstöðumanns náms- flokkanna, Freyjugötu 35, efstu hæð. — Viðtalstími kl. 5—7 síð- degis. — Sími 5155.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.