Tíminn - 05.10.1943, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.10.1943, Blaðsíða 4
380 TlmJVJV, þriðjodagmii 5. okt. 1943 95. blað Kartöfluverð. Ráðuneytið hefir ákveðið, að smásöluverð á kartöfl- um, skuli ekki vera hærra, frá í dag að telja en kr. 1.00 hvert kílógr. í smásölu og er verðið miðað við góða og óskemmda vöru. Jafnframt hefir Grænmetisverzlun ríkisins verið falið að kaupa eða semja við aðra um að kaupa þær kartöflur, sem framleiðendur í landinu kunna að vilja selja, á þeim stöðum og tíma og fyrir það verð sem hún ákveður.' Til viðbótar því verði verður síðar greidd verðuppbót, sem nemi því, að verðið að henni meðtalinni verði til fram- leiðenda samsvarandi því, sem vísitölunefnd landbún- aðarframleiðslu hefir orðið ásátt um sbr. álit hennar í ágúst síðastliðnum. Þið, scm cigið eftir að kaupa miða í Happ- drætti Hallgrímskirkju, ættuð ckki að fresta því dcginum Icngur. Fyrr en varir g'ctur svo Það er skilyrði fyrir verðuppbót að Grænmetisverzlun- inni eða þeim sem kartöflur kaupa í samráði við hana, sé gert aðvart um það af framleiðendum fyrir 20. októ- ber næstkomandi, hversu mikið af sölukartöflum þeir hafi og ætli að selja þessum aðilum. Grænmetisverzlunin getur síðar sett nánari ákvæði um kartöflukaupin, svo sem um vörugæði, móttöku, flutning o. fl. Fela má samvinnufélögum framleiðenda jafnframt Grænmetisverzluninni, að annast á sínum viðskipta- svæðum, það sem auglýsing þessi fjallar um. Tilkynnt verður innan fárra daga hvaða verzlanir kaupa kartöfl- ur í samráði við Grænmetisverzlunina. Ef einhverjar verzlanir eiga nú birgðir af kartöflum og óska að fá verðfall bætt, ber þeim að senda Græn- metisverzluninni birgðaskýrslu pr. 1. október staðfesta af lögreglustjóra eða umboðsmanni hans, og verður hún að hafa borizt Grænmetisverzluninni fyrir 20. október næstkomandi. ’ í •; Atviimu- og saingöngumálaráðnneytið, 30. septembcr 1943. Almœlí Kjartan Jóhannesson organ- isti í Ásum í Gnúpverjahreppi á fimmtugsafmæli í dag. Grein um Kjartan eftir Grét- ar Fells bíður rúms í blaðinu. » Jóhannes Jónsson verzlunar- maður í Búðardal varð sextugur 17. f. mánaðar. Grein um hann bíður rúms í blaðinu. Karl Ásgeirsson á Bjargi í Mið- firði var áttræður 2. þ. m. Grein um hann bíður rúms í blaðinu. Ágreiitingsmál . . . (Framh. af 1. síðu) Rússar styðja þá kröfu. Virðist það ekki enn fullkomlega ljóst, hvert hlutverk Amgotdeildar- innar er ætlað undir slíkum kringumstæðum. Höfuðágreiningsefni Rússa og Bandamanna verður þó senni- legast um skipun mála í Austur- Evrópu eftir styrjöldina, en enn er ekki komið svo langt, að far- ið sé að ræða til fullnustu um þau. Málin virðast nú liggja þann- ig, að aðalandstæðurnar séu milli Rússa og Bandaríkja- manna. Virðast Bandaríkja- menn hafa tilhneigingu til að sniðganga Rússa sem mest, en Rússar vilja hins vegar hafa sem minnst afskipti Ameríku- manna af Evrópumálunum. Bandaríkjamenn virðast ætla að leita sér fylgis meðal hægri manna, en Rússar beina áróðri sínum til vinstri manna. Bretar gegna enn sem fyrr hlutverki málamiðlunarmanns- ins. Þeir telja, að eigi verði komið á varanlegum friði, nema gott samkomulag náist milli Bandamanna og Rússa, og að slíku samkomulagi beri því að stefna, þótt það kosti ýmsar tilslakanir. Forustumaður þess- arar stefnu er Eden utanríkis- málaráðherra, sem nýtur fulls stuðnings Churchills og nú þyk- ir líklegastur eftirmaður hans sem foringi íhaldsmanna. Hann er studdur af miklum hluta Attræður (Framh. ai 3. síSu) hann fer að vinna að því. En þegar hann hefir myndað sér sína skoðun, mun enginn fá hann til að hvarfla frá því, sem hann álítur rétt vera, hver sem í hlut á. Þó hefir hann komizt hjá því að eiga í útistöðum við l nokkurn mann, og veldur því aðallega tvennt. Menn finna, að hdJnn vill fyrst og fremst vera trúr samvizku sinni, hvort sem hann vinnur fyrir sjálfan sig eða aðra, hreinlyndur og heill í hverju máli. í öðru lagi eru bæði hann og kona hans framúrskar- andi greiðvikin og gestrisin, reiðubúin að leysa hvers manns vandræði eftir þörfum. Nú er Páll Beck orðinn heilsu- lítill og hættur störfum. Það hefir ekki mikið á honum borið, utan hans eigin byggðarlags. En þeir sem til hans þekkja, munu sammála um, að nafn hans muni í hvívetna auka á virð- ingu íslenzkrar bændastéttar. Á áttræðisafmælinu mun mörg- um heillaóskum stefnt til Páls á Sómastöðum og heimilis hans. En jafnframt munu menn óska þess, að ísland eignist ávallt sem flesta jafn-ágæta menn og hann. Jakob Jónsson. flokks síns og öllum vinstri mönnum í Bretlandi. Vestra nýtur þessi stefna líka fylgis mikilla áhrifamanna, t. d. Wéndels Willkie, Wallace vara- forseta, og vafalaust líka Roose- velts forseta, en hann er bund- inn í báða skó, vegna hersins og þingsins. Fyrir atbeina Breta hefir nú verið stofnað sameiginlegt Mið- jarðarhafsráð Breta, Banda- ríkjamanna og Rússa. Þá mun bráðum verða haldinn ráðstefna af utanríkismálaráðherrum þessara þjóða. Það mun mjög fara eftir því, hvernig Bretum tekst þetta málamiðlunarstarf, hvort heimurinn fær varanleg- an frið eftir þá miklu styrjöld, sem nú geisar. farið að fícr grípið í t«mt. Tllkynnlng: 11 iii hámarksTerð. Viðskiptaráðið licfir ákvcðið að gildandi lisimarksvcrð á bcn/.íni og olíum skuli, á hvcrjum stað, lækka sem liér seg'ir: Benzín iiiii- kr. 0.06 pr. líter. Ljósolía um kr. 85.00 pr. toim. Hráolía um kr. 90.00 pr. tonn. Lækkun jiessi kcmur til framkvæmda frá og með 1. okt. 1943. Reykjavík, 30. scpt. 1943. Verðlagsstjórinn. Bláa CHEVIOTIÐ er komið aftur. VERZLUN H. Toft Skólavörðustíg 5. Sími 1035. Verðbætur á landbán- aðarafurðir (Framh. af 2. síðu) ríkisins stighækkandi aldurs- uppbætur, eftir því sem þeir öðl- ast meiri æfingu og reynslu í störfum. Þessari reglu er fylgt, þrátt fyrir það að oftast batnar efnahagur launþega smátt og smátt, ef þeir gegna lengi sæmi- lega launuðum störfum. Nú vill flokkur sósíalista sér- staklega skera við nögl greiðslu fyrir afurðir þeirra bænda, sem teljast meira en meðal bændur. Þeir hafa þó að öllum jafnaði unnið sér þá aðstöðu með eigin atorku og sleitulausu starfi ár- um eða áratugum saman við að rækta jörð sína, auka og bæta bústofninn. Samkvæmt afstöðu Sósíalista- flokksins til bænda, sem virðist markast af einskærri umhyggju hans fyrir ríkissjóði, má ætla, að flokkurinn taki bráðlega að berjast fyrir því að afnema all- ar aldursuppbætur til launþega í landinu og allar verðlagsupp- bætur af launum, sem komast yfir meðallag. Af því mundi leiða verulegan sparnað -fyrir ríkissjóð, þar sem launagreiðsl- ur til starfsmanna ríkisins munu nú nema að minnsta kosti 20—30 miljónum króna á ári. Niðurl. næst. Áskrtltargj ald Tíinans utan Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar er kr. 30.00 árgangur- inn. í dag og næstu daga verður útsala á forlags- og umboðssölubókum Acta liqv. Til sölu verða: Barnabækur, Sögubækur, Ljóðabækur og Ýmsar bækur. Bækurnar seljast með gamla, lága verðinu, sem er gjafverð samanborið við bókaverð nú. Af mörgum bókunum eru aðeins til nokkur eintök. Útsalan verður hjá bókaverzl. Eymundsen og KRON Lítið á bækurnar og leitið upp- lýsinga um verðið. Vöruilutníngar. Get tekið að mér vöruflutn- inga út um sveitir um helgar. Uppl. í síma 9262. OSTAHLEYPIR Skyrið verður alltaf eins, þegar mjólkin er hleypt með Hansen’s hleypi-töflum. 1 tafla hleypir 10 lítra mjólk. Glasið með 25 töflum kr. 3.00. Sendi í bréfpósti um land allt. SEYÐISFJARÐAR APÓTEK. Skriíið eða símið til Tímans og tilkynnið honum nýja áskrif- endur. Sími 2323. r GAMLA BÍÓ—. — —i1 Skógarnir hcilla „Reaching for the Sun“ JOEL McCREA ELLEN DREW. Sýnd kl. 7 oð 9. Kl. 31/2—61/2 ÓALDARFLOKKUR f 44. GÖTU. „Mayor of 44th Street“. ANNE SHIRLEY, GEORGE MURPHY, FREDDY MARTIN og hljómsveit hans. Bannað fyrir börn. Tilkynning Að gefnu tilefni sli?al athygli verzlana vakin á því, að enda þótt bannað sé að hækka verð á eldri birgðum, þegar nýjar og dýrari vörur koma á markaðinn, verðá þær eigi skyldaðar til þess að lækka verð á þeim birgðum, sem fyrir liggja, er vara fellur í verði, enda færi þær sönnur á í hverju einstöku tilfelli, hvert sé magn hinna dýrari birgða. Reykjavík, 2. október 1943. Verðlagsstjórimi. Læknaskipti Þeir samlagsmenn, sem réttinda njóta í Sjúkrasam- lagi Reykjavíkur og óska eftir að skipta um lækna frá næstu áramótum, snúi sér til skrifstofu samlagsins, Tryggvagötu 28, fyrir 1. nóv. n. k., og liggur þar frammi listi yfir lækna þá, sem valið er um. Læknaskipti geta því aðeins farið fram, að samlags- maður sýni skírteini sitt og skírteini beggja, ef um hjón er að ræða, enda verða þau að hafa sömu lækna. Sjákrasamlag Reykjavíkur. Tílkynníng frá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur. Öllum þeim, sem gjaldskyldir eru til Sjúkrasamlagsins og haft og haft hafa á s. 1. ári hærri skattskyldar tekjur en 7000 krónur, umreiknaðar samkvæmt ákvæðum skattalaganna eða gert er að greiða hærri tekjuskatt en kr. 576.80, — fimm hundruð og sjö- tíu og sex krónur og áttatíu aura — á árinu 1943, ber að greiða tvöfalt iðgjald (20 krónur (20 krónur á mánuði) til Sjúkra- samlagsins á tímabilinu 1. júlí 1943 til 30. júní 1944 til þess að geta notið sjúkrahjálpar af samlagsins hálfu. Breytir það engu um þetta, þó þegar hafi verið tekið við einföldu gjaldi, fyrir einhvern hluta þessa tímabils, og kvittað fyrir það án athuga- semdar. Ber öllum þeim, sem þetta tekur til og ekki hafa greitt tvöfalt gjald síðasta réttindatímabil að koma sjúkrasamlagsbókum sín- um hið bráðasta. til skrifstofu félagsins, til auðkenningar og gera skil á iðgjöldum sínum samkvæt framansögðu, ef þeir vilja halda tryggingu sinni við, en að öðrum kosti ber þeim að af- henda samlaginu bækurnar til geymslu fyrst um sinn. SJÚKRASAMLAG REYKJAVÍKUR. „Kátir voru karlar“ (Pardon My. Sarong) Söngvamynd með skop- leikurunum BUD ABBOTT og LOU COSTELLO. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Skattar ársins 1944 Athygli skattgreiðenda í Reykjavík er hér með vak- in á því, að skattar ársins 1943 féllu í gjaldaga 15. ágúst síðastliðinn og ber mönnum að greiða þá á skrifstofunni í Hafnarstræti 5, 1. hæð, herb. nr. 1—4. Þeir, sem vegna flutninga eða annarra orsaka, hafa ekki fengið enn skattseðla sína, gjöri svo vel að vitja þeirra á skrifstofuna eða gera aðvart og segja til nú- verandi heimilisfangs síns í síma 1550. Greiðið.gjöld yðar sem fyrst, með því losnið þér við dráttarvexti. Tollstjóriim í Rcykjavík. Skrifstofan opin: Virka daga kl. 10—12 og Sími 1550 1—4, en laugardaga 10—12. (4 línur).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.