Tíminn - 09.10.1943, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.10.1943, Blaðsíða 1
RITSTJÓBI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPANDI: FRAMSÓKNARPLCaanjRINN. PRENTSMIÐJAN EDDA hi. Símar 3848 og 3720. RrrSTJÓRASKRrPSTOFUR; EDDUHÚSI, Llndargötn 8 A. Símar 23S3 og 4373. APGl vHÐSLA, INNHEIMTA OO AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A. Sími 2323. 27. árg. Rcykjjavík, laugardagiim 9. okt. 1943 97. blað Frá umræðum á þingi um mjólkurmálið: Mjólkurverðið oftast ákveðið með samkomuiagi bænda ok nevtenda Skorturinn á vinnu- aili og raímagni Fyrlrspurnir á Alþingi til ríkisstjórnarinnar. Áður en gengið var til dag:- skrár í neðri deild á fimmtudag- inn, kvaddi Sveinbjörn Högna- son sér hljóðs, og bar fram svo- hljóðandi fyrirspurn til ríkis- stjórnarinnar: „í framhaldLaf fyrirspurn hv. 2. þm. Rvk hér í sameinuðu Al- þingi í gær, um það, hvort mjólk væri seld til setuliðsins, og þá hve mikið og við hvaða verði, þá vildi ég mega beina eftirfar- andi fyrirspurnum til hæstv. ríkisstjórnar, sem mér væri kært að fá svarað samhliða fyrir- spurn 2. þm. Rvk.: 1. Er það rétt, að mjög mikið vinnuafl hafi verið selt erlenda setuliðinu á s. 1. sumri, samtím- is því, að innlendir framleið- endur, og þá einkum bændur, skorti mjög tilfinnanlega vinnu- 1 afl? Er það rétt, að þetta vinnuafl hafi verið veitt erlenda setulið- inu við lægra verði, en innlendir framleiðendur buðust til að greiða fyrir það? Hverjar munu afleiðingar þess, sem þegar eru komnar fram, að slíkt átti sér stað? Hve mikið mun bústofn landsmanna verða að minnka á þessu hausti, — og hve mikið mun vera af heyjum úti undir snjó norðan- lands af þessum sökum nú? — Hyggst ríkisstjórnin að gera nokkrar sérstakar ráðstafanir, t. d. reyna að flytja inn vinnu- afl, ef líkur eru til, að slíkt endurtaki sig framvegis? 2. Er það rétt, að allmikið rafmagn sé selt erlenda setulið- inu frá Rafmagnsveitu Reykja- víkur, samtímis því, að mikill skortur er nú á rafmagni hér í bænum, og það svo, að húsmæð- eiga erfitt með að elda ofan í heimilisfólk sitt, verkstæði og verksmiðjur verða að draga mjög úr vinnuafköstum sínum, frystihús eru lömuð í rekstri sínum nú í sláturtíðinni, þegar þeim ríður mest á, — og tæpast er les- eða vinnubjart við þau ljós, sem daglega verður að not- ast við hér í bænum? 3. Er það rétt, að setuliðinu sé heimilað að taka vatn úr vatnsveitu bæjarins, samtímis því, að mikill vatnsskortur er víða í bænum, með öllum þeim óþægindum, sem honum fylgja? Við þessu væri mér kært að fá upplýsingar hæstv. ríkis- stjórnar samhliða þeim upplýs- ingum, sem hún ætlar að gefa þinginu um sölu mjólkur til setuliðsins“. Páll Zóphoníasson rekur verðákvarðanír mjólkurverðlagsneíndar írá íyrstu tíð í umræðunum í neðri deild um mjólkurfrv. kommún- ista hefir Páll Zophoníasson, sem er formaður mjólkur- verðlagsnefndar, hrakið mjög rækilega þá fullyrðingu, að mjólkurverðið hafi jafnan verið ákveðið í andstöðu við fulltrúa neytenda í mjólkurverðlagsnefndinni. Páll sýndi fram á, að jafnan hefði verið reynt hið ýtrasta til ae* samræma sjónarmið neytenda og framleiðenda og hefði það líka langoftast tekizt. Allur áróður um ofríki framleiðenda, er kappsamlega væri rekinn hér í bæn- vm, byggðist því á vanþekkingu eða illgirni. Kona Churchills forsætisráðherra veitir forstöðu fjársöfnun í Bretlandi til Rauða kross Rússlands. Á myndinni sést hún vera að selja manni sín- um merki. Erlcnt yfirlit 9. okt.: Rausnarleg gjöf Gísla Þorvarðssyni bónda í Papey var á 75 ára afmæli hans, 3. þ. m., afhent 20 þús. kr. gjöf, sem fara skyldi til sonar hans, Ingólfs læknis á Djúpavogi, er orðið hefir að fara til Ameríku til lækninga. Þessi höfðinglega gjöf er frá íbúum læknishér- aðsins og svarar til 70 kr. á hvern íbúa þess eldri en 14 ára. — Mjólkurverðlagsnefnd, sagði Páll, er skipuð tveimur fulltrú- um framleiðenda, tveimur full- trúum neytenda (kosnum af bæjarstjórn Reykjavíkur), og oddamaðurinn er skipaður af ríkisstjórninni. Síðan mjólkur- lögin gengu í gildi, hafa sextán sinnum verið ákveðnar verð- breytingar á mjólk og fer hér á eftir yfirlit um afstöðu mjólk- urverðlagsnefndarmanna til þeirra. 25. nóvember 1934 var mjólk- urverðið ákveðið 40 aura (allt- af átt við lítra, þegar verð er nefnt) með 4:1 atkv. Annar fulltrúi neytenda hefir þarna fylgt fulltrúum bænda. 2. október 1938 var mjólkur- verðið ákveðið 38 aurar með samhljóða atkvæðum. 11. febrúar 1938 var samþykkt með samhljóða atkvæðum verð- breyting á flöskumjólk. 12. janúar 1940 var mjólkur- verðið ákveðið 44 aurar með samhljóða atkvæðum. 2. marz 1940 var mjólkurverð- ið ákveðið 45 aurar með sam- hljóða atkvæðum. 30. júní 1940 var mjólkurverð- ið ákveðið 51 eyrir með 3:2 at- kvæðum. Er þetta í fyrsta sinni', er báðir fulltrúar neytenda hafa sérstöðu. 30. september 1940 var sam- þykkt með samhijóða atkvæð- um tillaga frá öðrum fulltrúa neytenda, Guðmundi Oddssyni, um að hækka mjólkurverðið í 56 aura. 29. janúar 1941 var mjólkur- verðið ákveðið 61 eyrir með 4:1 atkv. Annar fulltrúi neytenda hefir fylgt fulltrúum bænda. I. apríl 1941 var mjólkurverð- ið ákveðið 65 aurar með at- kvæðum allra nefndarmanna. 6. júní 1941 var mjólkurverð- ið ákveðið 72 aura með 4:1 at- kvæði. Annar fulltrúi neytenda hefir fylgt fulltrúum bænda. 9. september 1941 var mjólk- urverðið ákveðið 80 aurar með 3:2 atkv. Þetta er í annað sinn, er báðir fulltrúar neytenda standa gegn verðhækkun. 9. desember 1941 er mjólkur- verðið ákveðið 92 aurar með fjórum atkvæðum, en einn nefndarmanna greiðir ekki at- kvæði og verður því ekki talinn beinlínis mótfallinn ákvörðun- inni. 21. júlí 1942 er mjólkurverð- ið ákveðið kr. 1,15 með sam- hljóða atkvæðum. II. september 1942 var mjólk- urverðið ákveðið kr. 1,50 með 3:1 atkv. Einn sat hjá. 8. nóv. 1942 var mjólkurverðið ákveðið kr. 1,75 með 3:2 atkv. Þetta er í þriðja sinn, sem er hreinn ágreiningur milli full- trúa neytenda og bænda, en fulltrúar neytenda byggðu mót- stöðu sína einkum á því, að Jakob Möller, þáv. fjármálaráð- herra, hafði óskað eftir að hækkuninni yrði frestað, því að ríkisstjórnin ætlaði sér að greiða hana úr ríkissjóði. Meirihlutinn taldi ekki vogandi að treysta þessu, enda reyndist Sá ótti réttmætur. Seinasta verðákvörðun mjðlk- : urverðlagsnefndar var gerð fyr- : ir skömmu síðan, eins og menn mun reka minni til, og varð þar ágreiningur milli fulltrúa bænda og neytenda, en hann er, þannig vaxinn, að hann hefir | engin áhrif á útsöluverðið og raunar heldur ekki á niður- j færslugreiðslurnar úr ríkssjóði. Ég hygg, sagði Páll, að þetta yfirlit sanni, að þær fullyrðing- ar hafi við lítið að styðjast, að bændafulltrúarnir hafi beitt ósanngirni og ofríki í mjólkur- ' verðlagsnefnd, því að aðeins þrisvar sinnum hefir orðið full- ur ágreiningur milli þeirra og fulltrúa neytenda, en í 13 skipti hefir verðið verið ákveðið með fullu eða nær fullu samkomu- lagi. Og í þau skipti, sem varð alger ágreiningur, drógu bænda- fulltrúarnir úr kröfum sínum til þess að reyna að ná samkomu- lagi.. Fulltrúum bænda er það ljóst, að samkomulag er bezta lausn- in í þessum málum og þeir hafa líka sýnt fullan vilja í þeim efnum, eins og yfirlit þetta sannar. Hver verður hlutdeild Frakka í íriðarsamníngunum? Um langan aldur hafa Frakk- ar verið ein af höfuðþjóðum Ev- rópu og iðulega voldugasta þjóð hennar. Við friðarsamningana 1918 réðu Frakkar sennilega einna mestu og voru næstu tvö áratugina helzta stórveldið á meginlandinu. Nú heyrast Frakkar nær aldrei nefndir í sambandi við lausn eftirstríðs- málanna og venjulegast heyrist nú ekki talað um önnur stór- veldi en Bandaríkin, Bretland, Rússland og Kína. Það er næsta líklegt, að Frakkar uni miður vel þessu hlutskipti, sem þeim virðist ætlað, enda er vafasamt, hversu skynsamlega þessi fyrirætlun er. Þótt Frakkar séu nú sigraðir og undirokaðir, hafa þeir sýnt það um aldaraðir, að þeir búa yfir miklum hæfileikum og dugnaði. Þeir hafa átt sín niðurlægingar- tímabil, en jafnan unnið sig upp aftur. Það er ekki ólíklegt, að þannig fari það líka enn einu sinni og þá gæti orðið betra fyr- ir heimsfriðinn, að Frakkar væru ekki meðal þeirra þjóða, er væru óánægðar og vonsvikn- ar með friðarsamningana. Meðal ýmissa forustumanna Bandamanna virðist líka vera vaxandi skilningur á þessari hlið málsins, en hann er hvergi nærri ráðandi Einkum virðast Bandaríkjamenn vera litlir vin- ir Frakka og ræður þar kannske nokkru sá ótti þeirra.að róttækir vinstri menn muni verða ráð- Bókaiitgsifan 1943 Utgáfa Gu$ jóns Guð jónssonar Áður hefir verið getið hér nokkurra bóka, sem koma munu út í haust eða komið hafa út í sumar. Hér verður sagt frá út- gáfubókum Guðjóns Ó. Guð- jónssonar, sem á undanförnum árum hefir verið ötull útgefandi og gefið út margt góðra og nyt- samra bóka. Af bókum, sem væntanlegar eru í haust, er fyrst að geta V. bindis af Ritsafni Jóns Trausta. Verða í því „Góðir stofnar“ og „Tvær gamlar sögur.“ Eru þá eftir tvö bindi af safninu og verða í þeim „Bersi gamli“, ferðasögur höfundarins, leikrit og kvæði. Síðasta bindi mun fylgja rækileg skrá um allt, sem Jón Trausti skrifaði, og hefir dr. Stefán Einarsson, prófessor við háskólann í Baltimóru samið hana. Sannýall heitir bók eftir dr. Helga Pjeturss, er kemur úr innan skamms og líta má á sem V. bindi Nýals. Dr. Helgi er al- þekktur rithöfundur, og er ó- þarfi að fara um það mörgum orðum hér. Kenningar hans eru djarflegar, og fáir munu rita jafn hreint og fagurt mál sem hann. Væru rit hans merkileg fyrir þá sök eina. í þessari nýju bók er meðal annars athyglis- verð frásögn um reynslu nafn- greinds manns í annarri tilveru. Suður um höf heitir bók, sem Sigurgeir Einarsson hefir tekið saman. Eru það frásagnarþættir um könnunarferðir til suður- heimskautsins. (Framh. á 4. síSu) andi i Fraklandi eftir styrjöld- ina. Hefir það t. d. verið greini- legt, að stjórnarvöld Bandaríkj- anna hafa dregið taum Vichy- stjórnarinnar á kostnað frönsku þjóðfrelsisnefndarinnar og þess vegna hafa Bandamenn enn ekki viðurkennt hana, nema sem fulltrúa Frakka, er dvelja utan Frakklands. Hins vegar hefir Bretum tekizt að auka viðurkenningu þj óðfrelssnefnd- arinnar með því, að fulltrúi hennar fær sæti í Miðjarðar- hafsnefnd Bandamanna og Rússa. Er það fyrsta viðurkenn- ingin, sem Frakkar hafa fengið um langt skeið, er gengur í þá átt, að þeir eigi að fá að ráða málum með stórveldunum. Frá Frakklandi sjálfu berast fregnir um sívaxandi mótþróa gegn Þjóðverjum og vaxandi andúð gegn Vichystjórninni. Petain nýtur enn persónulegrar viðurkenningar, enda er hann afsakaður með því, að hann sé orðinn svo gamall, þar sem hann er talsvert á níræðisaldri, að honum sé ekki fullkomlega sjálfrátt og vafalaust vilji hann líka gera sitt bezta. Laval er á- hrifamesti maður Vichystjórn- arinnar, en þó raunar ekki ann- að en verkfæri Þjóðverja. Mjög fara sögur af því, að hann ótt- ist um líf sitt og hafi hann mjög öflugan lífvörð, enda var hon- um eitt sinn sýnt banatilræði. Talsverður orðrómur hefir verið um það, að Vichystjórnin væri að undirbúa stjórnarfars- lega breytingar til að þóknast Bandamönnum. M. a. hefir verið orðasveimur um það, að hún ætlaði að kveðja saman þing. Ef til vill hefir það verið af ótta við slíkt, sem þýzka stjórnin lét nýlega handsama Lebrun fyrv. forseta og flytja til Þýzkalands, án þess að Vichystjórnin fengi (Framh. á 4. siðu) Seianstu tréttir Rússar tilkynntu í fyrrakvöld, að þeir hefðu aftur hafið sókn á allri víglínunni frá Lenin- grad til Asóvshafs eftir nokk- urt undirbúningshlé og væru m. a. komnir yfir Dnépr á þremur stöðum, m. a. rétt fyr- sunnan Kremenchug. Cordell Hull og Eden munu bráðlega fara til Moskvu og sitja þar ráðstefnu með Molo- tov. Amerísk herskip hafa nýlega gert stórskotaliðsárás á Wake- eyju. Á víðavangi ROOSEVEIT FÆR TILSÖGN HJÁ JÓNI PÁLMASYNI. Jón Pálmason er orðinn meö- ritstjóri ísafoldar. í fyrsta blað- inu undir ritstjórn hans birtist löng grein um flokkana og fólk- ið. Meginefni þeirrar greinar er á þá leið, að aðeins eigi að vera til tveir flokkar í landinu, flokk- ur þeirra, sem viðurkenni eign- arrétt einstaklingsins, og flokk- ur þeirra, sem ekki viðurkenna eignarétt einstaklingsins og vilja láta ríkið eiga allt Það má búast við, að Sjálf- stæðisflokksmönnum þyki þetta svo merkileg kenning, að ekki verði hjá því komizt að láta fleiri en íslendinga njóta henn- ar og þá ekki sízt Ameríkumenn, sem eru svo fávísir að hafa aðeins tvo aðalflokka, er báðir standa á grundvelli eignarétt- arins. Hugsum okkur því, að einn góðan veðurdag sé Jón kominn inn í skrifstofuna til Roosevelt forseta, brosi mjög virðulega út í hægra munnvikið og ávarpi hinn fáfróða forseta eins og sá, sem hefir alla þekkinguna: Heyrðu, Roosevelt, þú verður að fá tilsögn hjá mér í pólit- ík. Þú fylgir eignarréttar- stefnunni alveg eins og Ford og Rockefeller, því ertu þá ekki í flokki með þeim alveg eins og ég er í sama flokki og Ólafur Thors og Sveinn í Völundi. Þetta er bara kjánaskapur af þér að hafa sérstakan flokk, er berst gegn þeim. Allir, sem fylgja eignaréttarstefnunni, eiga að vera í sama flokki. HVERJU MUNDI ROOSE- VEL^ SVARA? Nú kunna ýmsir að halda, að Roosevelt væri alveg sigraður, en sennilegra væri þó, að hann brosti dálítið gletnislega fram- an í spekinginn, en segði síðan ósköp góðmannlega: Sjáðu til, Jón minn. Þótt menn viðurkenni eignarétt ein- staklinga, geta þeir haft mis- munandi skoðanir um, hve víð- tækur hann eigi að vera og hve mikið vald hann á að veita ein- staklingnum. Ég hefi ekki getað fallizt á, að allur gróðinn af atvinnurekstri Fords og Rocke- fellers færi í vasa þeirra sjálfra og þess vegna hefi ég hjálpað verkamönnum til að fá hærri laun og samtök sín viðurkennd. Ég hefi heldur ekki getað unað því, að einstakir menn rökuðu saman offjár meðan smábænd- ur flosnuðu upp af jörðum sín- um og þess vegna hækkaði ég skattana og notaði það fé til hjálpar bændum. Til þess að geta þetta, hefi ég orðið að efla sérstakan flokk, sem hefir orðið að heyja hatrama baráttu við flokk auðkónganna, þótt báðir flokkarnir stæðu á grundvel'li eignarréttarins. Og þetta er engin ný bóla, Jón minn. Svona hefir þetta verið og svona er það enn í öllum lýðfrjálsum löndum heims. Þeir, sem viðurkenna eignaréttinn, skiptast í tvo eða fleiri mismunandi flokka eftir þeim takmörkunum, er þeir vilja leggja á stórgróðann. Þetta myndi Roosevelt láta nægja.Eignarréttarstefnan haiis Jóns myndi ekki frekar snúa Roosevelt til fylgis við auðkóng- ana, en hún snýr ísl. bændum til fylgis við Ólaf Thors. SKAPGALLAR. Ýmsir vinir Ólafs Thors eru byrjaðir að verja eiðrof hans í kjördæmamálinu og segja að það sé aðeins þjóðinni til bölv- unar að halda því á lofti. Eigin- lega stafi það af skapgöllum, að þetta sé ekki látið gleymasc. Það hljóta að vera slæmir skapgallamenn, sem nú stjórna Bretum og Bandaríkjamönn- um? Það er bara vegna skap- galla, sem þeir gleyma ekki eið- rofum Hitlers og halda áfram að berjast.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.