Tíminn - 09.10.1943, Blaðsíða 4
388
TÍMIIVJy, laiigardaglim 9. okt. 1943
97. blaft
Slúðutsogurnar um
kjötsöluna
Blað kommúnista gerir sér nú
sérstakt far um að rógbera af-
urðasölu bænda. Eitt seinasta
tiltæki þess í þeim efnum er að
birta þær 'sögur, að nýlega hafi
25 smál. af óætu kjöti verið
ekið úr frystihúsinu Herðu-
breið í sjóinn og um 80 smál.
af rottunöguðu kjöti frá
Stykkishólmi hafi verið selt hér
í bænum.
Samkvæmt upplýsingum for-
stöðumanns frystihússins
Herðubreiðar er fyrri sagan
hreinn uppspuni, en þessar yf-
irlýsingar sýna sannleiksgildi
hinnar sögunnar:
Út af ummælum í þriðjudags-
blaði Þjóðviljans um skemmt
kindakjöt frá Stykkishólmi, skal
þetta fram tekið:
Freðkjöt það, sem flutt var út
héðan til Bretlands á s. 1. sumri,
var sent með enskum skipum.
Ég undirritaður var með skip-
unum, til þess að sjá um farm-
skjölin og líta eftir meðferð og
lestun kjötsins, eftir því sem við
varð komið. Skip það, sem lest-
aði í Stykkishólmi, kom þangað
seinni hluta dags, og var unnið
við lestun fram eftir nóttu. Þeg-
ar búið var að lesta um þriðjung
kjötsins, sem var alls 61.791
kíló, varð ég og skipstjórinn þess
var, að rottur höfðu komizt í
frystihúsið. Fórum við þá þegar
og skoðuðum frystihúsið og
sýndu vegsummerki, að rottur
mundu hafa komizt í frystihúsið
aðallega í einn geymsluklefann.
Voru starfsmenn frystihússins
beðnir að gæta þess vandlega,
að taka úr alla þá skrokka, sem
á einhvern hátt væru gallaðir.
Taldi skipstjóri ekki svo mikil
brögð að skemmdum, að ástæða
væri til að stöðva útskipunina,
en undirskrifaði farmskírteinið
með athugasemd um að rottur
mundu hafa komist í frystihús-
ið, og sagðist jafnframt mundi
ráðfæra sig við fulltrúa The
British • Ministry of Food í
Reykjavík, um hvað gera skyldi.
Þegar til Reykjavíkur kom, tal-
aði skipstjórinn við umboðs-
menn við Ministry of Food, en
hvorki þeir né skipstjórinn
skiptu sér frekar af málinu.
Frásögn Þjóðviljans um, að her-
stjórnin hafi skorizt í málið, er
tilhæfulaus með öllu. Ég skýrði
S. í. S. strax frá málavöxtum og
fékk það yfirdýralækni, Sigurð
Hlíðar, til þess að athuga kjötið.
Gerði hann boð eftir Jóni Árna-
syni, framkvæmdastjóra, til að
líta á það. Kom þeim saman um
að láta taka kjötið í land til
nánari athugunar. Var fengið
geymslupláss fyrir það í frysti-
húsi Sláturfélags Suðurlands.
Þar var það vandlega skoðað af
kjötmatsmanni, undir eftirliti
yfirdýralæknisins, og fullyrði ég
að enginn skrokkur með rottu-
nagi hafi verið seldur.
Reykjavík, 6. okt. 1943.
Harry Frederiksen.
Við undirritaðir vottum hér
með, að ofanrituð skýrsla er
rétt, að því er viðkemur afskipt-
um okkar af málinu.
^.Reykjavík, 7. okt. 1943.
Sig. E. Hlíðar, yfirdýralæknir,
Jónm. Ólafsson, kjötmatsm.
Þær slúðursögur kommúnista-
blaðsins, sem hér hafa verið
hraktar, sýna svo augljósa við-
leitni þess til að sverta afurða-
sölu bænda, að óþarft er að fara
um það mörgum orðum. Bænd-
urnir munu sjálfir svara, þegar
tækifæri gefst.
En kommúnistablaðið er ekki
eitt um þessa iðju. í Vísi í gær
er lagt út af Þjóðviljasögunni
um Stykkishólmskjötið, eins og
heilögum sannleika, og samtök
bænda svívirt á sama hátt og
í Þjóðviljanum. Ritstjóri Vísis
hefir ekki kært sig um að afla
sér réttra heimilda, svo sterk
hefir verið löngun hans til að
óvirða félög bænda.
ÚR BÆIVUM
Framsóknarskemmtun.
Fyrsta skemmtisamkoma Framsókn-
arfélaganna í Reykjavík á þessu hausti
verður haldin í Listamannaskálanum,
þriðjudaginn 19. október. Þar verður
spiluð hin góðkunna Framsóknarvist
og margt annað verður til skemmtunar.
Trúlofun.
Síðastliðinn laugardag opinberuðu
trúlofun sína, ungfrú Gnðfinna Ein-
arsdóttir, Bi-ávallagötu 46, Rvík, og
Jón Jónsson, Stóradal, Astur-Húna-
vatnssýslu.
Skipulegri umferff.
Á fundi, sem ýmsir forráðamenn
hersins, borgarstjóri og lögreglustjóri,
áttu nýlega með blaðamönnum, var
frá því skýrt, að þessir aðilar hefð\i
orðið ásáttir um ýmsar endurbætur á
umferðinni. T. d. munu vörubílar
hersins hér eftir sneiða hjá aðalum-
ferðargötum í bsenum og merki verða
sett þar, sem umferöarhættan er mest.
Innilegar þakkir sendi ég þeim, sem glöddu mig með
heimsóknum, skeytum og gjöfum á 70 ára afmœli minu.
Heill og hamingja fylgi ykkur öllum.
GUÐM. ÁRNASON,
Álftartungu.
.------— --------—-—-——
Orðsendíng
um happdrætti
Laugarneskirkfu.
Affalfundur Ármanns
var haldinn í síðastliðinni viku.
Skýrsla stjórnarinnar sýndi, að starf-
semi félagsins hafði verið mikil og
margþætt á liðna starfsárinu. Stjórnin
var endurkosin, en hana skipa: Jens
Guðbjörnsson, formaður, Sigurður
Norðdal varaformaður, Sigríður Arn-
laugsdóttir ritari, Loftur Helgason
gjaldkeri, Baldur Möller bréfritari,
Margrét Ólafsdóttir féhirðir, Ámi
Kjartansson áhaldavörður, Ólafur
Þorsteinsson form. skíðadeildar og
Skarphéðinn Jóhannsson form, róðr-
ardeildar.
Vegua |»oss að sala liapptlrættismiða
Laugariieskirkju hefir ekki gengið
eins vel og’ vér höfðiuu ástæðu til að
vona, þegar oss var veitt happdrættis-
leyfið þaiin 31. apríl I vor, höfum vér
ncyðst til að fá frestun á drætti til 8.
Hjónaband.
Síðastliðinn sunnudag voru gefin
saman í hjónaband í Ne\y York, ung-
frú Lilly Knudsen og Þórhallur Ás-
geirsson (Ásgeirssonar bankastjóra),
sendiráðsfulltrúi í Washington.
janáar n. k.
Sókoarnefnd Laugarnessóknar.
Reykjavík. Sími 1249. Simnefni: Sláturfélag.
Reykhús. — Frystihns.
IViðnrsnðuverksmlðja. — Bjngnagerð.
Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niður-
soðiG kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og áUs-
konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu.
Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði.
Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir
fyllstu nútímakröfum.
Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar
um allt land.
Egtf frá Eggjasölusamlali Reykjaviknr.
Bókaútgáian 1943
(Framh. af 1. síðu)
_ Þá gefur Bókaútgáfa Guðjóns
Ó. Guðjónssonar einnig út
skáldsögu eftir Ármann Kr. Ein-
arsson. Heitir hún Jónmundur
í Geisladal og er fyrsta stóra
skáldsagan, sem birzt hefir eftir
Ármann. Höfundurinn er ung-
ur Árnesingur, ættaður frá
Neðra-Dal í Biskupstungum.
Sorrell og sonur, skáldsaga
eftir Warwick Deeping í þýð-
ingu Helga Sæmundssonar
blaðamanns mun koma út bráð-
lega. Warwick Deeping er ensk-
ur, og mikilvirkur og vinsæll
rithöfundur. Þetta er fyrsta
bókin eftir hann, sem þýdd
hefir verið á íslenzku.
Aufflegff og konur heitir og
stór. skáldsaga eftir Louis
Bromfield, sem nú er mjög vin-
sæll rithöfundur. Kemur hún
út í þýðingu Magnúsar Magn-
ússonar ritstjóra.
Herbert Krump og kona hans
eftir Ludwig Lewissohn, amer-
ískt skáld, kemur senn út.
Þessi saga var fyrst gefin út í
Frakklandi, þar eð hún fékkst
ekki gefin út vestra vegna lýs-
inga hennar á fjölskyldulífi.
Loks mun kvæðið Ólafur
Liijurós koma út í skrautút-
gáfu fyrir börn með teikning-
um eftir Fanneyju Jónsdóttur. ’
Af bókum, sem þegar eru út
komnar í ár á forlag Guðjóns Ó.
Guðjónssonar, ber fyrst að geta
um „Kvæffi og sögur“ eftir Jó-
hann Gunnar Sigurðsson. Er
þetta heildarútgáfa þess, sem
til er eftir höfundinn. Helgi
Sæmundsson hefir annast út-
gáfuna og ritað rækilegan for-
mára um líf og skáldskap Jó-
hanns Gunnars.
Jóhann Gunnar dó sem kunn-
ugt er mjög ungur, en náði því
þó að verða skáld, sem eigi mun
fyrnast þjóðinni.
Útilíf, bók um útilíf og ferða-
mennsku, skrifuð af nafnkunn-
um læknum, heilsufræðingum,
hestamönnum o. fl., kom út í
sumar. Er það gagnleg bók. Jón
Oddgeir Jónsson sá um útgáf-
una.
Af þýddum skáldsögum hafa
komið út (Jlas læknir eftir
Hjalmar Söderberg, í afbragðs-
þýðingu Þórarins læknis Guffna-
sonar, Dr. Jekyll og Mr. Hyde,
eftir hinn fræga enska rithöf-
und, R. L. Stevenson, og Hjóna-
band Bertu Ley eftir einn
þekktasta rithöfund Englend-
inga, sem nú er uppi, Somer-
set-Maugham.
Auk þess, sem hér hefir ver-
ið talið, gefur Bókaútgáfa Guð-
jóns Ó. Guðjónssonar út tvö
tímarit, „Verkstjórann" og
„Veiffimanninn.“ Fjallar „Veiði-
maður“ um veiðiár og veiði-
brögð í ám o_g vötnum, og er
prýddur mörgum myndum, en
„Verkstjórinn" um mál, sem
lúta að verklegum efnum.
Loks má geta þess, að senn
byrjar Guðjón Ó. Guðjónsson
að gefa út hið mikla skáldverk
rússneska öndvegishöfundarins
Sjólókoffs, „Lygn streymir Don“
í þýðingu Helga Sæmundsson-
ar. Sjólókoff hlaut Stalin-
verðlaunin, æðstu bókmennta-
verðlaun í Rússlandi, 1941.
SLYS
Það alvarlega slys varð ný-
lega á Skagaströnd, að bifreið
hlaðin vatnsleiðslupípum ók
fram hjá tveimur kvenmönnum,
með þeim afleiðingum, að píp-
urnar rákust af afli í annan
kvenmanninn, svo að hún
hrökk út af veginum og meidd-
ist mjög alvarlega. Kona þessi
heitir Hólmfríður Kristjáns-
dóttir frá Litla-Felli. Var hún
flutt í sjúkrahúsið á Blöndu-
ósi, og kom við athugun í ljós,
að brjóstbein hennar er brotið
og annað lungað skemmt. Ótt-
ast er um líf konunnar.
- Seinna fór sama bifreið fram-
Leiðrétting
í afmælisgrein um Karl á
Bjargi í síðasta blaði Tímans
hefir föðurnafn hans misprent-
azt í fyrirsögn, Karl Ásgeirsson,
en á að vera Karl Ásgeir Sig-
urðsson.
Erlendar fréttir.
(Framh. af 1. síðu)
vitneskju um það fyrr en eftir á.
Þjóðfrelsisnefndin virðist eiga
vaxandi fylgi heima í Frakk-
landi, einkum de Gaulle. Sagt
er, að liðsmenn hennar þar hafi
skipulagt víðtækan undirbúning
til hjálpar Bandamönnum, ef
innrás verður gerður, og fái
Þjóðverjar enga rönd reist við
þessari leynistarfsemi.
Eins og sakir standa, virðast
málefni Frakka enn á huldu
og erfitt um þau að spá, nema
það eitt, að það verður eitt af
vandamálum Bandamanna að
ætla Frökkum rétta hlutdeild,
þegar friður verður saminn.
hjá manni nokkrum, rákust
vatnsleiðslupípurnar einnig á
hann, og hlaut hann við það
nokkur meiðsl, en þó ekki al-
varleg.
títbreiðið Tímann!
Skrlflð eða símið tll Tlmans
og tilkynnið honum nýja áskrií-
endur. Síml 2323.
r — í
Krókur
á móti bragði
„The Chocolate Soldier“
M. G. M. söngvamynd.
NELSON EDDY,
RICE STEVENS.
Sýnd kl. 7 og 9.
Kl. 31/2—6y2
ÓALDARFLOKKUR
í 44. GÖTU.
„Mayor of 44th Street".
ANNE SHIRLEY,
GEORGE MURPHY,
FREDDY MARTIN
og hljómsveit hans.
Bannaff fyrir börn.
111. X1 ísx mSÓ 1 ■ — 1
,,Kátír voru
karlar”
(Pardon My Sarong)
Söngvamynd með skop-
leikurunum
BUD ABBOTT
og
LOU COSTELLO.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Leikfélag Reykjavíkur
„Lénharður fógeli“
Sýning aiinað kvöld kl. 8.
Aðgöngumiðar seldir kl. 4—7 í dag.
Happdrætti
Hallgrímskírkju
Enoþá eígið þér tækifæri að eígn-
ast happdrættismiða. - Þér munuð
sjá eftir því, ef þér látíð það ónotað
M © R
kr. 4,50 kg.
íshúsið HERÐUBREIÐ
Sími 2678.
Tilkynning
Viðskiptaráðið liefir ákveðið há-
marksverð á stállýsistuimum kr. 57,50
lieiltmman, miðað við afhendingu á
framleiðslustað. Verð lictta gengnr í
gildi frá og með 7. október 1943.
Reykjavík, 6. október 1943.
Verðlagsnefndin.
Útboð
Þeir, sem vilja gera tilboð í að
byggja 4ra bæða íbáðarhiis fyrir
Reykjavíkurbæ, vitji uppdrátta og át-
boðsskilmála í skrifstofu bæjarverk-
fræðiiijgs, gegn 100 króna skilatrygg-
ingn.
Bæjarverkfræðingur
Happdrættið.