Tíminn - 21.10.1943, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.10.1943, Blaðsíða 2
406 TÍMIM, Fimmtndagiim 21. okt. 1943 102. blatS ^íminn Finuntudutiur 21. oht. Hverníg verður fískí- flótinn endurnýjaður íslendinga bíða mörg stór verkefni í stríðslokin. Einna stærst og mikilvægast þeirra allra er endurnýjun fiskiflotans. Það er öllum ljóst, að vel- gengni sjávarútvegsins nú um stund er ekki að þakka því, að þjóðin hafi góðan og fullkominn skipastól. Þvert á móti eru flest stærstu skip hennar „gamlir og úreltir ryðkláfar", ef marka má lýsingu þeirra, sem kunnugastir ættu að véra. . Þetta hefir ekki komið að sök undanfarið, vegna sam- dráttar fiskframleiðslunnar hjá stríðsþjóðunum og þess háa verðs, sem því er á fiskinum. En strax og styrjöldinni lýkur, breytist þetta. Þá hefja stríðs- þjóðirnar fiskveiðar aftur á nýjum og fullkomnum skipum. Framboðið á fiskinum eykst, verðið lækkar og þeir einir halda velli, sem geta framleitt fiskinn með ódýrasta móti. Hinn gamli, úrelti fiskifloti íslendinga getur ekki staðizt þessa samkeppni. Þess vegna þurfum við ný skip, fullkomnari skip, bæði smá og stór. En hvernig getum við endur- byggt fiskiflotann? Höfum við bolmagn til þess? Höfum við framsýni til að gera það á rétt- an og skipulegan hátt? Frá flokki stórútgerðarmanna heyrist það alla jafnan, að það sé allra meina bót og einhlýtt úrræði í þessum efnum, að skattarnir séu lækkaðir og ný- byggingarsjóðir einstakra fé- laga auknir á þann hátt. Þá sé öruggt, að skipin vérði byggð. En almenningur er vissulega farinn að bera vafasamt traust til stórútgerðarmanna. Hann hefir fengið að sjá misjafnar fjármálaráðstafanir þeirra. Hann hefir ekki gleymt því, að á kreppuárunum dró stærsta útgerðarfélagið stórfé frá út- gerðinni' í villubyggingar, bjánalegt búnaðarfyrirtæki og allskonar „luxus“. Hann hefir heldur ekki gleymt því, að þá fáu mánuði, sem stórútgerðar- maður var forsætisráðherra, tvöfaldaðist dýrtíðin og þannig lögðust álögur á útgerðina, er rýrðu nýbyggingarsjóði hennar enn meira en skattarnir. Alþingi er því tæpast áfellisvert, þótt það veiti ekki slíkum mönnum takmarkalitil skatthlunnindi. Það er þó veigamest í þessu sambandi, að þótt nýbyggingar- sjóðir liggi hjá stórútgerðarfé- lögum, er engin trygging fyr- ir því, að þeir verði notaðir strax og stríðinu lýkur. Það er vafa- samt, að smíði nýrra skipa þyki arðvænleg þá, og stórgróða- menn halda jafnan að sér hönd- um undir slíkum kringumstæð- um. Þetta gegnir bersýnilega allt öðru máli með smáútgerðar- mennina. Hagur þeirra er miklu nátengdari því, að útgerðin stöðvist ekki. Margir þeirra hafa líka nú þegar ráðist í að endur- nýja skip sín. Þó hafa þeir sætt mun verri skattakjörum en stór- útgerðarmennirnirþar til á sein- asta þingi, að Framsóknarflokk- urinn kom fram sömu skatta- hlunnindum þeim til handa. Hér í blaðinu var í upphafi stríðsins borin fram sú tillaga, er bezt hefði tryggt fjármagn til endurnýjunar skipastólsins. Hún var sú, að viss hluti af tekj- um stórútgerðarinnar yrði lagð- ur í sameiginlegan nýbygging- arsjóð fiskiskipa, er styrkti útgerðarmenn, sjómenn og bæj- arfélög til skipabygginga eftir stríðið. Þessu . ráði var ekki fylgt, en nokkuð gæti það bætt úr þessari vanrækslu, ef sett yrði það lagaákvæði, að væru ekki nýbyggingarsjóðir vissra útgerðarfyrirtækja notaðir inn- an tiltekins tíma, skyldu þeir renna í slíkan almennan ný- byggingarsjóð. Það er bezt að gera sér það strax ljóst, að þótt einkafram- takið geti átt verulegan þátt í endurnýjun skipastólsins, er rangt að setja allt traust á það. Til þess að tryggja endurnýj- Sveinb jöru Högnason Tillaga Páls Þorsteinssonari Jesúítaháttur kommúnista Það var sagt um hina frægu Jesúítareglu á miðöldunum, að skýringar þeirra á" orðum ritn- ingarinnar hafi stundum verið æði frumlegar og nokkuð fjarri sannleikanum, og eru mörg dæmi um það, hin hlægilegustu fyrir þá, sem hafa heilbrigða ■skynsemi til að bera. Ef þeir sögðu sjálfir, að þeir hefðu hugsað annað, en þeir töluðu og rituðu, þá var það næg afsökun, því að „tilgangurinn helgaði meðalið." Það mátti m. ö. o. tala og rita ósatt til að blekkja aðra, ef menn hefðu aðeins hugsað það, sem rétt var og sannleik- anum samkvæmt. Einræðisstefnur nútímans virðast ekki standa' Jesúítum að baki í þessum efnum. Alkunn eru ummæli Göbbels, útbreiðslu- málaráðherra Þýzkalands, þar sem hánn segir í riti, er út var gefið fyrir stríð, „að það skipti engu, hvort sagt er satt eða log- ið, aðeins hvort það komi að gagni.“ Og þá er ekki síður kunnugt, og það hér á landi, hversu kommúnistum er auðvelt að skipta um „Iínu“, eftir fyrir- skipun frá æðri stöðum eftir því, un skipastólsins nógu fljótt og skipulega, getur þurft að fara þá leið, sem Tíminn benti á fyrir rúmum tuttugu árum síðan, að bæjar- og sveitarfélögin ráðist í skipabyggingar, með aðstoð ríkis og banka, og leigi eða selji þessi skip síðan samvinnufélög- um sjómanna. Það er stór þáttur í þessu máli, að hinn nýi skipakostur dreifist jafnt milli útgerðar- staðanna. Hver bæjarstjórn og sveitastjórn þarf að vaka yfir því. Þær þurfa að kynna sér, hve mörg skip einstakir útgerð- armenn muni byggja og reynist það ekki nægilegt, þurfa þær að gera ráðstafanir til úrbóta. Ríkið og bankarnir þurfa síðan að veita slíkri viðleitni góðan stuðning. Það mun fara mjög eftir út- lánastarfsemi bankanna, hvern- ig lausn þessa máls tekst. Hún þarf að vera meira samræmd en nú er. Það er t. d. kunnugt, að tveir aðalbankarnir hafa á stríðsárunum fylgt ólíkri stefnu í útlánastarfsemi. Bankarnir mega heldur ekki lána of mikið fé til éinstakra fyrirtækja.einsog var fyrir stríð. Endurnýjun skipastólsins hefir vissulega margar hliðar, sem þörf er að fara að athuga nú þegar. Þ. Þ. hvað gagnlegt er talið í þann og þann svipinn. T. d. er öllum kunnugt hér á landi, hversu þeir hötuðust við hernaðarfram- kvæmdir Bandamanna, meðan sáttmálinn milli Stalins og Hitlers var í gildi, og höfðu hvers konar áróður í frammi gegn setuliði þeirra hér. — En eftir að Hitler réðist á Stalin, þá heimtuðu kommúnistar virka þátttöku í styrjöldinni. með Bandamönnum. ísland átti að segja Þjóðverjum stríð á hend- ur. — Minna mátti það ekki vera. Og nú eru þeir að undir- búa umskipti, með árásum á Bandamenn, til að vera við því búnir, ef Rússar kynnu að bregð- ast Bandamönnum sínum í styrjöldinni.— Hér er aldrei hugsað um, hvað satt er og rétt á hverjum- tíma, heldur aðeins um það, hvað muni gagnlegast í svip, til að ná þeim tilganéi, sem að er stefnt, — að veita öllum „blessun“ kommúnismans. Þessi hugsun Jesúítanna kem- ur mjög ljóst fram í skýringum kommúnista á niðurstöðum 6 manna nefndarinnar. — Blað þeirra birtir nýlega bréf frá hagstofustjóra, þar sem hann tekur skýrt fram, að nefndin hafi ætlast tií, að bændur yrðu að fá það verð, sem nefndin varð sammála um fyrir allar afurffir sínar, bæði þær, sem þeir seldu frá búunum og notuðu .heima. — Hitt væri svo þingsins að á- kveða, hversu það yrði tryggt að þeir fengju það. — Þetta leggur svo blaðið út á þann veg, að það séu staðlausir stafir, að nefndin hafi komið sér saman um, að bændur eigi að fá þetta verð fyrir vörur þær, sem þeir flytja úr landi! — Fulltrúi kommún- istanna í nefndinni ritar með skýringar frá sínu sjónarmiði, og segir að það sé satt, að nefnd- in hafi komið sér saman um að þetta væri framleiðslukostnað- arverð bændanna, og þetta verð þyrftu þeir að fá, en það hafi aldrei verið meiningin að þeir ættu að fá það. Meiningin hafi eingöngu verið sú, að tryggja neytendunum, að þeir fengju með framleiðslukostnað- arverði það, sem þeir kynnu að vilja nota af þessum afurðum bændanna. — Það átti með öðr- um orðum að tryggja neytend- um sitt, en um þörf bændanna mátti fara sem verkast vildi. — Nú segir þó í lögum þeim, sem nefndin starfaði eftir, að verði nefndin sammála um vísitölu framfærslukostnaðar landbún- aðarafurða og hlutfall milli verðlags á landbúnaðarafurðum og kaupgjalds stéttarfélaga þá skal verð á landbúnaðaraf- urðum ákveðið í samræmi við það, meðan núverandi ófriðar- ástand helst.“ Fulltrúi kommúnista segir hins vegar að starf 6 manna nefndarinnar, hafi aðeins verið að finna þetta verð, alveg á sama hátt og vísitölunefnd reiknar út dýrtíðarvísitölu launamanna, — en hún tryggir engan veginn að launamenn fái þessa vísitölu greidda. — Jú, það mun rétt, að vísitölunefnd tryggir þetta ekki, — en það er ekki annað vitað fram til þessa, en að þing og stjórn og atvinnu- rekendur landsins hafi talið sér skylt að tryggja launamönnum þessar greiðslur, — enda myndi eitthvað heyrast úr þeirri átt, ef slíkt væri ekki gert. Á sama hátt var þinginu, og er öllum hugsandi þingmönnum ljóst, sem ekki hugsa aðeins eftir hagkvæmri „línu“ og fyrirskip- unum í hvert sinn, að ríkinu bar að tryggja bændum þetta verð skv. lögum, ef þeir áttu að njóta sama réttar og aðrir í þjóðfé- laginu, — annars var það svik við þau lagafyrirmæli, sem það hafði samþykkt, ef þetta sam- komulag næðist. — Hitt er ann- að mál, að lögin sjálf gera ráð fyrir, að það sé þingsins og rík- isstjórnarinnar að ákveða, hvernig þetta verð til bænda verði tryggt. Það mun nokkuð augljóst mál, að ef ekki væri greiddar uppbætur á útfluttu afurðirnar, yrði innanlandsverðið að vera mun hærra, og verðjafna síðan af því, og greiða þá um leið stór- um hærri neytendastyrki en nú er gert, til að salan yrði eðlileg, dýrtíðin hækkaði ekki um of og neytendur fengju afurðirnar fyrir það verð, sem hæfilegt væri talið. — En kommúnistar telja heppi- legast að ritskýra þetta sitt eig- ið samkomulag nú á þann veg, að segja: Nefndin varð sammála um að bændur þurfa að fá þetta verð fyrir allar afurðir sínar, en það stendur hvergi í þeim fræðum að þeir eigi að fá það! Jesúítareglan er þar í fullu gildi. Þeir skrifuðu undir sam- komulag um þetta verð til bændanna, — en þeir hugsuffu bara með sjálfum sér um leið: Þeir skulu aldrei fá það! Samgöngubætur á eyði- söndum Skaftafellssýslu Páll Þorsteinsson flytur í sameinuðu þingi svohlj. tillögu til þingsályktunar um samgöngubætur á eyðisöndumSkaftafellssýslu: „Alþingi ályktar aff skora á ríkisstjórnina að láta hiff allra fyrsta fram fara rækliega athugun á því, hvers konar farartæki muni bezt henta á eyffisöndunum í Skaftafellssýslu og á hvern hátt sé hagkvæmast aff bæta samgöngurnar þar.“ í greinargerðinni segir: „Það er nauðsynlegt fyrir þjóðina alla, að samgöngurnar í landinu séu greiðar og örugg- ar, og hverju héraði ómetanleg- ur hagur. Undanfarið hefir og verið varið miklu fé til sam- göngumála, m. a. til þess að koma akvegasambandi um land- ið. Margar ár hafa verið brúað- ar víðs vegar um land og þeim miklu farartálmum rutt úr vegi á þann hátt. . Nokkrar stórár eru þó hér á landi, sem varla verða yfirunn- ar með þeim hætti, t. d. Núps- vötn og Skeiðará á Skeiðarár- sandi. Nú er þegar kominn nokkurn veginn öruggur akvegur frá Reykjavík austur að Djúpá í Fljótshverfi, og þess verður að vænta, að hún verði brúuð inn- an skamms. Þá lengist akvegur- inn austur að Núpsvötnum, en þau ásamt Skeiðará loka leið venjulegra bifreiða. Svipuðu máli gegnir um jökulárnar á Breiðamerkursandi. Hornafjarð- arfljót, sem klýfur héraðið og torveldar sérstaklega samgöng- urnar úr Mýrahreppi við verzl- unarstaðinn, Höfn í Hornafirði, og er eitt þeirra stórvatna, sem erfitt er að brúa. Þótt flugið sé raunar hin full- komnasta samgöngubót, sem væntanlega verður til mikilla nota þegar á næstu árum og mun breyta aðstöðu ýmissa héraða landsins mjög verulega, leysir það ekki málið að fullu. þrátt fyrir auknar og bættar flugsamgöngur, er óhjákvæmi- legt að gera þjóðbrautina kringum landið sem allra greið- færasta. Ýmsir hafa áður um það rætt að setja ferjur á vötn þau, sem hér eru nefnd. En nú hafa kom- ið til sögunnar ýmis vélknúin farartæki, sem áður hafa verið óþekkt, a. m. k. hér á landi, svo sem beltisbílar og vatnabílar. Það er kunnugt, að hið erlenda setulið, sem nú dvelur hér á landinu, hefir flutt hingað til lands ýmis konar vélar og farar- tæki, sem hafa ekki þekkzt hér áður, og notað þau með góðum árangri, að því er virðist. Gefur það góðar vonir um, að með notkun slíkra nýtízku tækja muni reynast tiltölulega auð- velt að yfirstíga miklar torfær- ur og bæta þannig samgöngurn- ar á ýmsum stöðum. Á hinn bóginn vantar enn þá næga reynslu til að byggja á í þessu efni. Þess vegna þarf að fá úr því skorið með athugun- um og tilraunum, hvað hag- kvæmast er og öruggast. Einstakir menn geta þó ekki lagt í slíkar tilraunir. Hér er um að ræða einn þátt í samgöngu- málum landsins, sem ríkið verður að sjá um, eins og hér er farið fram á.“ Ályktanír kirkju- fundaríns Fyrir nokkru síðan var hald- inn liér í bænum almennur kirkjufundur. Sóttu hann á ann- að nurdrað fulltrúar viða að, þar af um 30 prestar. Meðal tillagna, er samþykkt- ar voru á fundinum,’ má nefna þessar: Áskorun um stóraukna krist- indómsfræðslu í skólurn. Áskorun um afnám prests- kosninga og að prestar verði skipaðir eftir tillögu biskups í samráði við safnaðarstjórn og prófast. Áskorun um endurreisn Skál- holtsbiskupsstaðar og að Al- þingi veiti þegar fé til byggingu veglegrar kirkju á staðnum. Áskorun um, að komið yrði upp dvalarheimilum fyrir ungl- inga, sem lenda í óreglu, og yrðu slíkar stofnanir reknar í kristi- legum anda. Áskorun um, að ráðinn yrði sérfróður maður til að leiðbeina um fegrun kirkna og umhverfis þeirra. Þá lýsti fundurinn sig ein- huga fylgjandi því, að byggð yrði vegleg kirkja á Skólavörðu- hæð í Reykjavík, er bæri nafn Hallgríms Péturssonar. Skoraði fundurinn á alla hlutaðeigandi aðila að greiða fyrir því máli eftir föngum. Ásimmdnr Hclgason frá Bjargi: Þegar Miaca strandaði Vorið 1888 var kalt og hart á Austurlandi. Hafísinn kom um sumarmál og fór ekki fyrr en sjö vikur af sumri. Snjór lá all- djúpur víðast yfir, svo að lítið sást til jarðar. Var fénaður í flestum stöðum á gjöf, þar sem hey var til, en það var of víða orðið lítið til af því, enda voru heybirgðir haustið fyrir með minna móti, því að ís lá við Austfirði frá því í 12. viku sum- ars til höfuðdags sumarið 1887. Kaupstaðirnir voru sama sem kornvörulausir. Var því ekki þangað að leita til að fá fóður fyrir búpening. Þá voru það að- eins seglskip, sem fluttu vörur til og frá Austurlandinu, nema hvað norskir síldarútgerðar- menn höfðu smá eimskip til millilandaflutninga við síldar- veiði sína, líka höfðu sumir þeirra smá verzlanir. Þá var brautryðjandinn og dugnaðarmaðurinn Ottó Wat- hne, nýbyrjaður að sigla norður um land að vetrarlagi. Hann hafði reist tvær verzlanir á Austfjörðum, aðra á Seyðisfirði, og var þar verzlunarstjóri Carl Wathne, hina á Fáskrúðsfirði, og stýrði henni Friðrik Wathne. Ottó þurfti því að flytja vörur til þeirra. Hann hafði þá í förum — eða átti,— gufuskipið Miaca. Það var langt, en ekki að sama skapi breitt, byrðingurinn úr járni. Talið var, að það gæti flutt í lest 2500 tunnur síldar. Þá heyrðist ekki nefnd smá- lestatala á skipum. Skipstjóri á Miöcu var Tönnes Wathne, en sagt var, að Ottó réði öllu, ef hann var með, þótt aðrir hefðu ábyrgð á skipinu. Þetta vor um sumarmál kom Miaca upp til Fáskrúðsfjarðar, full af vörum, mest matvöru, sem átti að fara á ýmsa verzl- unarstaði, allt norður á Húsavík. Daglega var þá hæg N. NA-átt, oft með snjóéljum. Vitað var að ísinn var kominn allt austur um Langanes. Wathne bjóst við, að ísinn væri ekki svo þéttur í byrjun, að takast mætti með lagi að smjúga norður. Allir á skipinu töldu áreiðan- legt að komizt yrði fyrirstöðu- laust til Seyðisfjarðar. Miðvikudaginn fyrsta í sumri, sem mun hafa verið 26. apríl, lagði Miaca út af Fáskrúðsfirði til norðurfarar, en skipið komst aldrei lengra norður en móts við Norðfjörð fyrir ís. Voru þó gerð- ar margar tilraunir bæði djúpt og grunnt til að komast áfram, en allt árangurslaust, því að ís- inn var svo þéttur, að ekki sást vök á norðurfalli.* Var skipið svo að flækjast í ísnum tvær nætur og dag, en um kl. 10 f. h. á föstudagsmorguninn var skip- • inu hleypt á land með fullri ferð. Varð um leið ketilspreng- ing í því. Um þetta kvað einn hagyrðingur: Miaca hitti mæðu stand, minnst þá gekk í haginn. Keyrði svo í kvalastrand kongs á bænadaginn. Þegar skipið kom á land, var lítið eitt farið að flæða. Varð því allt erfiðara við að eiga um björgun á vörunum úr því. Ottó Wathne fékk þann, sem þetta ritar, til að vaka á strand- staðnum ásamt einum skips- manni íslenzkum, er Guðmund- ur hét Jónsson, mig minnir ætt- aður frá Eyjafirði. Hann sagði mér mjög greinilega, hvernig allt gekk til á skipinu í ísnum og fer hér á eftir frásögn hans eftir því, sem ég bezt man: „Um miðjan dag á miðvikudag lögðumst við út af Fáskrúðs- firði. Var hægur NA-vindur, en bjart. Þegar við komum móts við Gerpi, mættum við ísspöng, sem sýndist bæði þétt og stór ummáls. Var þá siglt til hafs og komumst við í auðan sjó eða vök, sem sýndist ná langt norð- austur eftir. Við héldum eftir vökinni og komumst móts við Norðfjarðarflóa. Þá varð ísbreið- an svo þétt og stór, að ekki varð lengra komizt. Þá vildi skip- stjóri, Tönnes Wathne, snúa við og freista að komast á suður- firðina. En Ottó Wathne sagði: „Nei, við skulum til Seyðisfjarð- ar á næsta noröurfalli." — Nú var kominn fimmtudagur. Okk- ur rak nú með ísnum suður og inn á Sandvík sunnarlega. Grisj- aði ísinn á fallaskiptunum, svo að auð vök sást alla leið að Barðsneshorni. Var nú eftir skipan Ottós skipinu haldið í vökina og farið norður víkina. Þegar kom að Horni, var ísinn svo þéttur, að hvergi sást í auð- an sjó norður undan. Vildi Tönnes nú halda suður, meðan ísinn þétti ekki meir, svo að skipið festist ekki alveg í ísn- um, en Ottó Wathne var ó- sveigjanlegur frá sínu fyrra á- formi. Var svo skipið í ísnum sunnan við Hornið undir ófær- um hömrum yfir föstudagsnótt- ina. Undir morgun tók það lítils- háttar niðri og kom að því nokkur leki. Á skipinu voru sex kvenmenn, þar á meðal Guðrún, kona Ottós Wathne. Líka voru nokkrir far- þegar, bæði íslenzkir og norskir. Var nú mörgum farið að líða hálf illa og ekki mikið sofið þá nótt. Um kl. 7 á föstudagsmorgun á flóðinu losnaði skipið, og ísn- um kippti í sundur suður Sand- víkina. Var þá sett full ferð á skipið og því stefnt suður. Átti að hleypa því á land í Sandvík, en ísinn sýndist alls staðar svo þéttur, að ekki virtist viðlit að brjótast gegn um hann. Var því haldið áfram fullri ferð. Þegar kom að Gerpi, var þar samföst ísspöng, en auð vök suður með landi að sjá. Nú var því ekki annað hægt, en hleypa skipinu á spöngina með fullri ferð og brjótast gegn. Þetta tókst. Skip- ið komst gegnum ísspöngina, en það brotnaði á það svo stórt gat, að útlit var fyrir, að dælurnar hefðu ekki við að dæla sjónum út. Var þá opnuð lest og tveir 200 punda rúgmjölssekkir settir í gatið. Við það minnkaði lekinn svo, að dælurnar höfðu við að mestu. Líka var unnið að því að láta vélina kasta út hverju, sem hendi var næst, til að létta skip- ið. Nú var margháttað líf á skip- inu: kvenfólkið kveinaði, og margir karlmenn sýndust slegn- ir. Ottó Wathne með sinni þrumuraust skipandi fyrir um allt og öllum. Hann sagði við Guðrúnu konu sína, þegar hún og hinar kónurnar komu kvein- andi af hræðslu, þar sem hann stóð sem bjargfastur klettur og skipaði fyrir: „Nú er ekki tími til að gráta. Farið þið undir þilj- ur, ef þið eruð hræddar og verið ekki fyrr hér.“ Þrátt fyrir allar aðgerðir jókst alltaf sjórinn í skipinu. Vökin lá opin með Gerpi inn með Vaðlalandi. Nú kom annar véla- maðurinn upp og sagði, að svo mikill sjór væri kominn í véla- rúmið, að búast mætti við að ketillinn springi á hverri stundu. Væri því orðinn fullkomin lífs- hætta að vera niðri í vélarúm- inu. En nú var ekki miskun hjá Manga. Ottó stappaði fótum nið- ur í þilfarið og skipaði honum niður og kynda undir kötlunum sem unnt væri. Þannig var böðl- azt áfram, unz skipið rann upp á klöpp utan við Vaðlahöfn. Var það allt jafnsnemma, að skipið rann upp á klöppina og flestir eða allir duttu á skipinu og ket- illinn sprakk, enda sögðust véla-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.