Tíminn - 21.10.1943, Blaðsíða 4
408
TÍMIM, Fimmtiidagiiiii 21. okt. 1943
102. Mað
ÚR BÆIVUM
Fyrsta skemmtun p
Pramsóknarfélaganna í Reykjavík
var haldin í Listamannaskálanum á
þriðjudagskvöldið. Fyrst var spiluð
Framsóknarvist að vanda, síðan
íluttar ræður og þar næst stiginn dans
til kl. 2 um nóttina. Á þriðja hundraö
manns sóttu skemmtunina, er fór hið
bezta fram, eins og allar skemmtanir
Framsóknarfélaganna.
Sjóvátryggingarfélag fslands
átti 25 ára starfsafmæli í gær. Verð-
ur í næsta blaði skýrt frá starfsemi
félagsins í tilefni af þessu afmæli.
OlaSur Thors . . .
(Framh. af 1. síSti)
atriði. Annars vegar reyndi
hann að halda því fram, að
Framsóknarflokkurinn hefði
vitanlega ekki látið sér detta þá
ósvinnu í hug, að heimta frest-
un kjördæmamálsins gegn frest-
un bæjarstjórnarkosninganna í
Rvík, en hins vegar, að Fram-
sóknarflokknum hefði líka mátt
vera Ijóst, að Sjálfstæðisflokk-
urinn myndi aldrei á slíkt fall-
ast!
Eysteinn Jónsson flutti ítar-
lega ræðu, þegar Ólafur hafði
gefið þessa skýrslu sína. Hann
sagði m. a.:
í tilefni af þessari skýrslu Ól-
afs Thors vil ég enn einu sinni
taka það fram, að það, sem Tím-
inn hefir haft eftir okkur H. J.
um þetta mál er satt, en það er
á þá leið, að Ólafur Thors og
Jakob Möller hafi þann 17. jan.
1942 lofað því og lagt við dreng-
skap sinn, að kjördæmamálið
skyldi ekki afrgeitt fyrir kosn-
ingar 1942.
Ólafur Thors vildi nú leiða rök
að því, að Framsóknarflokkur-
inn hefði ekki getað gert slíka
kröfu og því hlyti þetta að vera
rangt. í tilefni af þessu vil ég
vísa til þess, að Framsóknar-
flokkurinn hefir jafnan gert
það að skilyrði fyrir samstarfi
við aðra flokka, að kjördæma-
málið yrði lagt á hilluna. Þetta
gerði hann við Alþýðuflokkinn
1927—31 og 1934—37. Þjóð-
stjórnin byggðist vitanlega
einnig á því, að kjördæmamál-
inu yrði ekki hreyft. Þess vegna
var ekki nema eðlilegt, að Fram-
sóknarflokkurinn gerði þessa
kröfu í janúar 1942, þegar rætt
var um framtíðarsamstarf hans
og Sjálfstæðisflokksins um
framkvæmd gerðardómsins, en
frestun bæjarstjórnarkosning-
anna í Rvík var tilefni þess, að
samningar um þetta voru tekn-
ir upp.
Þessi röksemd Ólafs fellur því
um sjálft sig.
Þá sagði Ólafur, að við hefð-
um ekki getað ætlazt til þess, að
hann og Jakob væri svo heimsk-
ir að gefa slíkt loforð. Þessu
svaraði Ólafur bezt sjálfur, er
hann sagði, að þeir hefðu gefið
okkur H. J. til kynna, að Sjálf-
stæðisflokkurinn myndi ekki
taka málið upp að fyrra bragði.
Ef Sjálfstæðisflokurinn taldi
ekki ástæðu til þess að taka mál-
ið upp sjálfur, var ekki nauð-
synlegt að afgreiða það frekar
á þinginu 1942, þótt aðrir flokk-
ar tækju það upp.
Annars má nefna nokkur
dæmi, er bezt sanna að ráðherr-
ar Sjálfstæðisflokksins töldu sig
bundna við það að hindra fram-
gang kjördæmamp-lsins á þingi
1942.
Við 1. umræðu um kjördæma-
frumvarp jafnaðarmanna, lýsti
Jakob Möller sig mjög mótfall-
inn því, að þetta mál yrði af-
greitt að þessu sinni og taldi
á því mörg tormerki.
í útvarpsumræðunum eftir
stjórnarskiptin vorið 1942 lýsti
Ólafur Thors yfir því, að Her-
mann Jónasson hefði haft rök-
studda ástæðu til að ætla, að
kjördæmamálið yrði ekki af-
greitt á því þingi.
Þá kemur lýsing Árna frá
Múla í Þjóðólfi á næturfur;din-
um heima hjá Ólafi 16. janúar
og frásögn hans um viðleitni Ól-
afs til þess að sporna gegn því,
að Árni beittist fyrir kjördæma-
máíinu.
Sjálfstæðismönnum, sem sátu
þá á þingi, munu líka enn í
minni, hversu eindregið Ólafur
Thors beitti sér fyrir því, að
kjördæmamálið yrði ekki af-
greitt að því sinni. Hitt var svo,
að hann bognaði fyrir ákafann
hjá þeim flokksmönnum hans,
sem vildu knýja málið fram, og
braut því loforð það, sem hann
hafði gefið okkur H. J.
Skýrsla stjómar Mjólkursamsölunnar
(Framh. af 1. síðu)
vinnslu og dreifingar á mjólk
hér í bænum er svo örðug, sem
hugsast getur. Stafar það ein-
göngu af óviðráðanlegum á-
stæðum, eða því sem styrjaldar-
ástandið hefir skapað. Mjólkur-
stöðin er mikils til of lítil, mið-
að við það mjólkurmagn, sem
hún verður að hreinsa og með-
höndla. En um mörg ár hefir
stjórn Samsölunnar unnið að
því, að fá reista nýja og full-
komna miólkurstöð, og hvorki
sparað til' þess fjárframlög :ié
fyrirhöfn. En. við marga örðug-
leika hefir verið að etja. Nú er
nýja stöðin þó komin það langt,
að hún mun komast undir þak
í þessum mánuði, og ef ekki
verða frekari tafir eða óhöpp
með vélar til hennar en nú er á-
stæða að halda, má telja lík-
legt að hún verði fullbúin á
næsta hausti. — Hins vegar hef-
ir allt verið gert, sem unnt hefir
verið, til að halda gömlu stöðinni
við og endurbæta hana, og ekk-
ert verið til þess sparað. Það er
þá líka vitað, að engin mjólkur-
stöð er undir svo nákvæmu og
ströngu eftirliti sem Mjólkur-
stöðin í Reykjavík. Sérstakur
gerlafræðingur sér um eftirlit
og mat á vörum hennar af hendi
Samsölunnar. Heilbrigðiseftir-
litið og matvælaeftirlitið eiga
þar líka að gæta þess, sem frá
henni fer. Og loks hefir setu-
liðið daglegt eftirlit og rannsókn
á mjólk, sem frá henni fer. Hef-
ir það aldrei kvartað um gæðin
heldur þvert á móti látið í ljós,
að mjólkin mætti teljast mjög
góð, og hafa þeir ekki talið neitt
erfitt að geyma hana þótt um
2—3 sólarhringa væri að ræða.
Þáftttaka Islands . . .
(Framh. af 1. síðu)
af hendi allar fjárhagslegar,
eða aðrar skuldbindingar, sem
hun hefir undirgengizt við
stofnunina.
Þetta er í höfuðdráttum fyr-
irkomulag stofnunarinnar og
skyldur þær sem ísland tekst
á hendur með því að gerast
þátttakandi. Fjárhagsskuld-
bindingar eru að mestu, eða öllu
leyti bundnar við það, sem lög-
gjafarvald okkar vill ákveða að
láta af mörkum á hverjum
tíma.
En auk fjárhagsskuldbinding-
arinnar tekur ísland einnig aðra
skuldbindingu á sig. Þá skuld-
bindingu að láta af hendi mat-
væli, að vísu fyrir greiðslu, en'
matvælaskuldbindingin getur
þýtt það, að við sjálfir verðum
að halda í við okkur, til þess að
geta látið í té sem mesta vöru-
hjálp, því bent er á að þörfin
á hjálp verði mest á tímanum,
sem búizt er við heimsskorti á
matvælum. Þó er fram tekið að
enginn þátttakandi verði kraf-
inn um að .leggja fram stærri
skerf en kraftar hans leyra og
loforð um framlög takmarkast
við birgðir þær, sem til verða.
Hér stendur vitanlega stað-
hæfing gegn staðhæfing, fram-
burður okkar H. J. annars vegar
og Ólafs Thors og Jakobs Möller
hins vegar. Menn verða því að
dæma máliá eftir líkum. Þau
atriði, sem ég hefi nefnt hér,
tala vissulega sínu máli.
Eysteinn Jónsson færði ýms
fleiri rök fyrir máli sínu, en
frestað verður að rekja þau að
sinni, því að hann og Hermann
Jónasson munu innan skamms
gefa itarlega skýrslu hér í blað-
inu um þetta mál í tilefni af
skýrslu Ólafs.
Ólafur Thors hefir vissulega
tekið þann kostinn í þessu máli,
sem verstur var. Drengilegast
hefði verið aö segja satt, þar
næst að þegja, eins og hann
virðist líka hafa ætlað sér. En
nú hefir hann bætt gráu ofan
á svart og þrætir. Eins og fyrri
daginn hefir hann hér látiö
undan ofsa þeirra flokksmanna
sinna, sem fúsastir eru til ósóm-
ans, því að ótilneyddur hefði
hann ekki vitnað. Það ólán þjóð-
arinnar, að á örlagatímum skuli
hafa valizt til forustu í stærsta
flokknum ístöðuleysingi, er lær-
ur hafa sig til að svíkja dreng-
skaparloforð og síðan til að
þræta fyrir það, verður seint
metið til fulls.
yfirmaður eftirlitsins hjá setu-
liðinu hefir látið svo um mælt,
að sér þætti mjólkin góð og að
hann drykki hana sjálfur dag-
lega, enda myndi herinn ekki
taka dropa af mjólk, ef hún væri
ekki talin góð vara.
Um dreifinguna . er það að
segja, að tvennir mjög óþægi-
legir örðugleikar hafa skapazt
við styrjaldarástandið, og á
Mjólkursamsalan þar enga sök.
á. Hinn fyrri er sá, að selja
verður alla mjólkina í lausu
máli, eftir að ógerningur reynd-
ist að fá efni til að loka flösk-
unum í stöðinni. Sendi Sam-
sölustjórnin þó jafnvel mann til
Ameríku til að reyna að ráða
bót á þessum vanda, en það
tókst ekki. Má öllum vera ljóst,
hver fyrirhöfn það er, að mæla
yfir 20 þús. lítra daglega á smá-
ílát í búðunum, og satt að segja
hefir það gengið miklu betur en
stjórn Samsölunnar bjóst við í
upphafi. Hinn örðugleikinn er
sá, sem skapazt hefir af hús-
næðisvandræðum hér í bænum,
og ættu bæjarbúar að þekkja
nægilega vel til þeirra. Það hefir
orðið til þess, að Samsalan hefir
átt mjög- undir högg að sækja
með að halda þeim búðum, sem
hún hefir, hvað þá að fá nýtt og
fullkomnara húsnæði, þar sem
hún hefði talið þess þörf. Hins
vegar hefir Samsalan jafnan
reynt að bæta úr eftir föngum
um allt, sem ábótavant hefir
verið talið í búðum hennar, þótt
einatt sé erfitt að fá þær að-
gerðir framkvæmdar. — En auk
þess, sem Samsalan rekur sínar
eigin búðir, 23 að tölu, hefir hún
alla tíð látið mjólk í umboðssölu
til kaupmanna og . bakara.
Um eftirlit og hirðu á þéss-
um búðum getur Samsalan enga
ábyrgð borið, enda er til þess
ætlazt, að heilbrigðiseftirlitið
geri það.
Nú hafa komið fram ásakanir
um það meðal annars, að sumar
mjólkurbúðirnar og hreinlætið í
þeim væri í svo hörmulegu á-
standi, að heilbrigðisnefnd hefði
ákveðið að loka þeim 1. des. ef
ekki hefði verið um bætt fyrir
þann tíma. Stjórn Samsölunnar
kom þetta kynlega fyrir sjónir,
þar sem engar slíkar tilkynn-
ingar höfðu borizt henni eða
framkvæmdastjóra um búðir
þær, sem Samsalan rekur og ber
ábyrgð á. Var hér talið að um 9
mjólkurbúðir væri að ræða. For-
maðu r stjórnarinnar sneri sér
því til réttra hlutaðeigenda og
bað um upplýsingar í þessu efni.
Kom þá í ljós, að allt eru þetta
mjólkurbúðir, sem aðrir reka en
Samsalan. Fimm þeirra eru í
bænum sjálfum, og eru þær
þessar:
í. Laugavegur 61, eigandi Al-
þýðubrauðgerðin.
2. Njálsgata 106, eigandi Al-
þýðubrauðgerðin.
3. Leífsgata 32, eigandi Al-
þýðubrauðgerðin.
4. Bankastræti 2, eigandi Al-
þýðubrauðgerðin.
5. Björnsbakarí, eigandi Karl
Kristinsson.
Hinar 4 eru í úthverfum bæj-
arins, reknar af einstökum
kaupmönnum, og þar aðeins seld
mjólk á lokuðum flöskum. Hef-
ir eigi tekizt að fá aðrar útsölur
á þeim stöðum.
Það skal tekið fram, að stjórn
Mjólkursamsölunar er ekki
kunnugt um, að neitt hliðstætt
eftirlit um meðferð og sölu
mjólkur og mjólkurafurða sé
annars staðar til á landinu, og
þó víðar væri leitað, og virðast
því fáir eða engir jafn vel settir
eins og neytendur í Reykjavík
um að fá leiðrétting mála sinna
á réttum vettvangi, ef um al-
mennar vöruskemmdir eða illa
meðferð á vörunum væri að
ræða.
Stjórn Samsölunar hefir vissu-
lega ekkert við það að athuga,
þótt leitað sé til réttra aðila, ef
mistök verða á um vöndun eða
gæði vörunnar, og mun fyllilega
taka það til greina, ef slíkar
kvartanir eru á rökum reistar.
En það er óneitanlega hart, að
allt, sem fólki dettur í hug, til
að níða niður þessar afurðir hjá
neytendum, skuli að órannsök-
uðu máli og án þess að leitast
sé fyrir um hvað rétt er, fá
greiðan gang í blöðin og á Al-
þingi sem um heilagan sann-
leika væri að ræða.
Það er von vor, að í þessum
málum fái skynsemi meira að
ráða en hingað til hjá öllum al-
menningi, en getsakir og ósann-
ur áróður að hverfa og mun þá
mestu erfiðleikunum rutt úr
vegi til heilbrigðs samstarfs
neytenda og framleiðenda.
Reykjavík, 15. okt. 1943.
Stjórn Mjólkursamsölunnar.
Sveinbjörn Högnason.
Jón Hannesson.
Ólafur Bjarnason.
Einar Ólafsson.
Egill Thorarensen.
Þcgar Míaca sftrandaði
(Framh. af 3. síðu)
upp og átti að greiða fyrir 1. okt.
n. k. En svo var skipið og vör-
urnar í því: Það átti að greiðast
við hamarshögg. Þessu höfðu
eínamennirnir ekki búizt við.
Carl D. Tulinius aðalkaupmað-
urinn á Eskifirði, álitinn þá vel
stæður efnalega, bauðst til að
færa sýslumanni peningana upp
í skrifstofuna á Eskifirði, þeg-
ar þeir kæmu heim, —en þess
var ekki kostur, peningana varð
að greiða í hönd sýslumanni á
strandstaðnum. Þetta voru tal-
in ólög og varð töluverður há-
vaði út af því, en engu varö um
þokað.
Törmes Wathne skipstjóri og
Lars Imsland kaupm. á Seyðis-
firði keyptu íkip og vörur fyrir
um 600 kr. og borguðu í hendur
sýslumanns í gulli og silfri.
Það var ekki minnsti vafi á
því, að þeir, sem höfðu peninga-
ráð heima hjá sér, fóru í vondu
skapi heim til sín yfir því að
geta ekki notað þá á svona hval-
fjöru.
Daginn eftir uppboðiö létu
þeir Wathne og Imsland fara að
vinna af kappi við aö ná vör-
unum úr skipinu. Voru það
feiknin öll af vörum, sem náð-
ust, en þó fór mikið úr neðri
afturlestinni, því að bæði braut
ísinn smám saman af afturenda
skipsins og fór þá alltaf eitthvað
af vörum með, og líka var svo
djúpt niður, að illt var að sjá,
hvernig stýra ætti krókunum
svo að þeir kæmu sem bezt að
liði.
Mikið af matvörunum seldist
jafnharðan, því að alltaf voru
menn að koma til að sækja og
fara með kornvörur, þar sem
víðast var hálfgerð vandræði
milli manna, vegna kornmatar-
vöntunar og heyleysis. En færð-
ir smábötnuðu á landi, og sumir
voru að brjótast gegnum ísinn,
og fengu margir töluverðar
skráveifur í þeim viðureignum,
svo að fleiri daga tók stundum
að komast þá vegalengd, er
vanalega var farin á fáum
klukkutímum. En svo vel lánað-
ist það, að hvergi hlauzt af slys,
og mátti mikið heita. Þeir seldu
ekki minna en heila sekki. Verð-
ið var þetta)
Rúgmjöl 200 pund, kr. 6.00.
Rúgur 200 pund, kr. 4.00.
Bankabygg 200 pund, kr. 6.00.
Hrísgrjón 200 pund, kr. 8.00.
Hveiti var ekki annað en hveiti-
mjöl, 130 pund á kr. 5.00. Hart
brauð, tvíbökur, í tunnum, 60
pund á 12 kr., sjóblautt brauð
gáfu þeir þeim, sem hafa vildu
til gripafóðurs. Baunir, sjóblaut-
ar, reyndust illa og voru ekki
seldar. Kaffi og sykur náðist
óskemmt fyrsta daginn. Eftir
það varð ekki vart við sykur, en
kaffikorn nokkuð sjóblautt, mig
minnir að þeir seldu það ekki.
Ein var sú vörutegund, sem var
notuö, þegar hún kom úr djúp-
inu. Það var munntóbak. Ekki
man ég verðið á því.
Þeir lánuðu mörgum vörur til
haustkauptíðar og yfirleitt lík-
uðu vel öll viðskipti við þá.
Ég heyrði oft minnzt á, að hefðu
aðrir keypt þetta en Wathne,
mundi hjálp til almennings ekki
hafa orðið eins notadrjúg sem
hún varð. Því að það hjálpaði
til að koma búfénaði áfram það
vor, sem annars hefði víða orð-
ið mjög aðþrengdur.
Vinnulaun greiddu þeir við
strandvinnuna 20 aura um
klukkutíma, og þótti það góð
borgun á þeim tíma.
Ottó Wathne borgaði mér 2
kr. í silfri fyrir hverja nótt, er
ég vakti, og þótti mér það miklir
peningar, og hefir mér aldrei á
ævinni þótt eins vænt um
greiðslu, er ég hefi fengið fyrir
verk mín sem þá, þó að flestar
næturnar væri norðaustan snjó-
hraglandi.
tw—■ — QAMLA BtÖw—wii.i.1
VÖRNIN FRÆKNA
(Wake Island).
Brian Donlevy,
Robert Preston,
NNMacDonald Garey,
Albert Dekker.
Sýnd kl. 7 og 9.
Bannað fyrir börn innan
16 ára.
Kl. 31/2—61/2
ÆVINTÝRI
MILJÓNAMÆRINGSINS.
(Highways by night).
Richard Carlson,
Jane Randolph.
Bannað fyrir börn
■ .... ■■ ■. ..........
ÍSA. JSÍÖ mmmmmmmmm<
Máiiinn líóur
(The Moon is Down).
Stórmynd eftri sögu
JOHN STEINBECK.
Aðalhlutverk:
Sir Cedric Hardwicke,
Dorris Bowdon,
Henry Travers.
Bönnuð fyrir börn yngri en
16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
lrm - ——------------- mmmmt
-----------------------------------------
Ég þakka innilega œttingjum og vinum fyrir þann vinar-
hug og virðingu, er þeir sýndu mér með heimsóknum og
heillaskeytum á áttrœðisafmœli mínu.
PÁLL BECK,
Sómastöðum.
Samkvæmt ályktun bæjarstjórnar Reykjavíkur 7. þ. m. verða
skipaðar 3 (þrjár) nýjar ljósmæður í lögsagnarumdæmi Reykja-
víkur frá 1. janúar næstkomandi.
Laun verða greidd skv. ákvæðum ljósmæðralaganna nr. 17, 19.
júní 1933, kr. 1000,00 á ári (byrjunarlaun) auk venjulegra kaup-
og verðlagsuppbóta.
Umsóknir sendist til lögmannsembættisins fyrir 15. nóvember
næstk., en stöðurnar verða veittar eftir tillögum bæjarstjórnar-
innár, svo sem fyrir er mælt í ljósmæðralögunum.
Lögmaðuriim í Reykjavík.
Kr. Kristjánsson,
settur.-
§kíðamenn!
Fyrsta flokks skíðakiitdingar:
Á svigskíði (gormabönd) kr. 65.00.
Á gönguskíði kr. 45.00 og kr. 50.00 (hin síðarnefndu eru
með hælgormum).
Á barna- og unglingaskíði kr. 30.00.
Birgðir af þessum ódýru skíðabindingum eru mjög takmarkaðar.
Sendi gegn póstkröfu hvert á land sem er.
Ailt til íþróttaiðkana.
KONRÁÐ GÍSLASON
Hringbraut 218. Pósthólf 25. — Sími 5196.
FÓÐURBÆTIR
Sólþurkað Íiskímjöl
Reynsla undanfarinna ára hefir sannað, að sólþurkað fiski-
mjöl er hollur, næringarefna- og bætiefnaríkur fóðurbætir. Það
inniheldur 50% til 55% af hráeggjahvítu, þar sem megnið er
meltanlegt. Auk þess 18%—20% af fosfór-súru kalki, sem er
nauðsynlegt efni fyrir öll vaxandi dýr, mjólkurkýr og hænsni.
Ennfremur inniheldur sólþurkað fiskimjöl hið lífsnauðsynlega
D-bætiefni, sem kemur í veg fyrir beinkröm og fleiri sjúkdóma.
Allir bændur landsins ættu að tryggja sér gott sólþurkað fiski-
mjöl í fóðurblöndunina, jafnt handa mjólkurkúm, sauðfé, hross-
um, refum, hænsnum og svínum.
Bændur geta pantað sólþurkað fiskimjöl gegnum kaupfélög
og kaupmenn, eða beint frá neðangreindum1 framleiðendum.
Verðið er kr. 56,00 pr. 100 kgr. í Reykjavík og ísafirði.
Birgðir eru takmarkaðar, tryggið yður það sem þér þurfið að
nota sem fyrst.
Fiskimjjöl h.f. Miðoes li.f.
Reykjavík. Sandgerði.
. fm1CT«.niaiinMM|-||-|M||ii|M imiiini— i~rnnnmiir~i 1-r • ..-rzr-ixzr&iz?—
Fiskimjöl h.f. Mjöl & Bein h.f.
ísafirði. Reykjavík.
Róndi - Kanpir þn húnaðarblaðiÖ FREY?