Tíminn - 21.10.1943, Side 3

Tíminn - 21.10.1943, Side 3
102. blað TÍMIM, FimMitadaglim 21. okt. 1943 407 S jötugnri Hínrík Þorláksson á Fla Hinrik B. Þorláksson á Flat- eyri varð sjötugur þ. 7. þ. m. Slík tímamót á æviferli slitinna alþýðumanna vekja ekki mikla athygli og þó er oft vert að gefa gaum að því, sem að baki ligg- ur. Hinrik er fæddur að Melshús- um í Reykjavík. Ungur missti hann föður sinn og var síðan með móður sinni við lítil efni. Gerðist hann brátt sjómaður og reri í ýmsum verstöðvum syðra og var þó lengstum í Reykjavík. Vonir og ráðagerðir um að hann gengi menntaveg eins og hugur hans stóð einkum til, urðu að engu við föðurmissinn vegna fá- tæktar. Alþýðumaðurinn, sem ýmist stundaði sjómennsku eða daglaunavinnu,. hófst ekki held- ur til mikilla efna. Fyrir aldamótin kom Hinrik að Sólbakka í Önundarfirði í vinnu á hvalveiðastöð Hans Ellefsens. Var hann þar í þrjú sumur og hugði til Noregsfarar með Ellefsen, en úr því varð þó ekki, því að ástin tók í taumana. Hinrik kvæntist Kristrúnu Frið- riksdóttur frá Hvilft og settist að á Flateyri. Var hann síðan lengstum sjómaður á sumrum, en stundaði ýmislegt á vetrum, m. a. barnakennslu. Nokkra vetur hélt hann barnaskóla á Flateyri áður en fræðslulögin urðu til. Seinna kenndi hann við barnaskólann þar og 2 vet- ur var hann farkennari í sveit- inni. Nú hin síðustu ár er Hin- rik daglaunamaður. Þau hjón eignuðust tvo syni og misstu báða uppkomna. Var annar giftur og átti tvær dæt- ur kornungar er hann féll frá. Gömlu hjónin og tengdadótt- irin hafa síðan hjálpast að. Þessi æviferill þykir e. t. v. hversdagslegur og lítillar frá- sögu verður. En sagan er ekki öll sögð enn. Hinrik hefir verið traustur liðsmaður í hinni miklu framsókn kynslóðar sinnar. Ungur var hann einn af stofn- ændum sjómannafélagsins Bár- unnar og var um tíma í stjórn þess. Kann hann frá ýmsu að greina af þeim vettvangi. M. a. mennirnir hafa orðið að standa í kné í sjó. Fólkið fluttist á landj skips- bátnum. Vegalengdin var um 4 faðma, og ’komust allir 'svo, að engan sakaði neitt eða vætti fót. Þegar Ottó Wathne kom upp á klöppina síðastur allra, vatt hann sér við, leit á skipið og sagði í viðkvæmum róm: „Far vel Miaca“. Hér hættir frásögn Guð- mundar. Vaðlvíkingar komu nú fljótt á vettvang til að bjarga. Náðist mest af vörum þeim, er eftir voru í efri framlest, óskemmdar, fyrsta daginn, og nokkuð efst úr efri afturlest. Á laugardaginn var haldið áfram að bjarga. Komust þá töluvert miklar vör- ur í land af ýmsu tagi, þar á meðal margir kassar af bay- ersku-öli. Var verkafólkinu leyft að nota sér þá vöru eftir vild. Þótti mörgum það ágætur feng- ur, en mikil töf þótti vera að ná töppunum úr, því að ekki gekk það nema með tappatogara, en þeir voru heldur fáir þar. Tóku þeir, sem' umsvifamestir voru, því það snjallræði að brjóta stútana og þamba þannig úr þeirri hálsmjóu „brúnku“, en margur þeirra, er það gerði, sást með blóði roðnar varir. Voru þeir og látnir heyra það, að ekki spillti það „bjórnum“ þótt þeir drykkju sitt eigið blóð með. Á þeim árum voru heldur lítil húsakynni í Vaðlavík til að taka á móti svo mörgum gestum, en það gekk allvel. Farþegunum var skipt niður á bæina. Yfir- menn skipsins fengu skemmu, tjölduðu hána með seglum og bjuggu þar. Fjárhús allgott var útbúið fyrir skipsmenn. Töldu allir, að sér liði vel eftir aðstöðu. Af íslenzkum farþegum man ég eftir Jóni Begssyni, Egils- stöðum, Lars Kristjáni, Sandi í Mjóafirði, og Þorsteini Jónssyni, Kirkjubóli í Norðfirði. Farþegar fóru allir daginn eftir til Eski- fjarðar í hálfvondri færð. I e y r i er það, að útgerðarmenn í Reykjavik hugðust eitt sinn að klípa af kosti skipverja sinna. Urðu af því tilefni snörp funda- höld og átök. Höfðu sjómenn sigur og héldu mat sínum en dýr varð Hinrik þátttakan í þeirri réttarbaráttu, því að hann var mjög hafður fyrir sökum og einn útgerðarmanna átti þess kost að hefna þessa á þeim mæðginum og sleppti ekki tæki- færinu. Þegar stofnað var dýravernd- unarfélag í Reykjavík, var Hin- rik einn af þeim, er það gerðu. Ungur gekk Hinrik í stúkuna Eininguna, en síðar gekk hann í sjómannastúkuna Bifröst og var þá aukafélagi Einingarinn- ar. Er gaman að heyra Hinrik minnast þessara félagsstarfa æskuáranna, því að þaðan á hann margar kærar og fagrar minningar, sem ylja honum enn um hjarta, sjötugum manni. Sé ég svo hverjum verða, sem gef- ur sig heill við góðu félagsstarfi, og fara þeir mikils á mis, sem þess njóta ekki. Síðan Hinrik kom til Flateyr- ar hefir hann jafnan verið á- gætur liðsmaður Reglunnar. Ég tel Hinrik hafa verið mik- inn gæfumann, þrátt fyrir þunga harma og erfið lífskjör. Hann hefir hvarvetna komið fram til góðs og aldrei svikið þjóð sína. Hann á traustan þátt þeirrar blessunar, sem bindind- isstarfsemin hefir valdið, þar sem hann náði til. Við, sem nut- um kennslu hans að einhverju leyti, munum einróma mæla það, að hann hafi rækt kennslu- störfin með stakri alúð og sam- vizkusemi og ástundað að glæða bæði þroska vitsmuna og til- finninga. Hann hefir tekið þátt í því að hefja íslenzka alþýðu- stétt úr örbirgð og umkomuleysi til bættra lífskjara og meiri menningar. Hann hefir átt sinn góða þátt í því að skila okkur, sem yngri erum, betra landi og betra þjóð- félagi en hann fæddist til. H. Kr. Á sunnudaginn komu menn til vinnu eins og vant var, en þá sagði Ottó Wathne „stopp“. Það yrði ekki unnið meira að björgun fyrr en búið væri að selja á uppboði skip og vörur. Tóku margir það fyrir að gera harða hríð að ölflöskunum, svo að úr varð allmikil ölvun. Sýslumaður var þá á Eskifirði Jón Ásmundssonar, prófasts að Odda á Rangárvöllum, Jónsson- ar. Hann skrifaði sig ávallt Jón Jóhnsson. Hann hafði sent á strandstaðinn tvo norska skip- stjóra til að líta á, hvort skipið væri löglega strandað. Þessa menn vildi Ottó Wathne ekki taka fullgilda. Fékk á sunnu- daginn mann til að fára á Eski- fjörð með bréf til sýslumanns í hálfgerðum norðaustan byl og vondri. færð. Bauö hann 10 kr. í gulli fyrir ferðina. Vegalengdin er um 19 km. Þetta þótti í þann tíð svo góð borgun, að engin töf varð á að fá mann til að fara. Þetta gekk nú allt eins og í sögu. Sýslumaður kom á strandstað- inn á mánudaginn, enda var veður þá allgott. Notaði hann ýms farartæki á leiðinni, bæði hesta og sleða en lítið notaði hann fætur, enda var hann ekki léttur til gangs í þeirri færð, sem þá var. Ottó Wathne tók á móti honum tveim höndum eftir því sem húsrúm leyfði. Varð nú yfirvaldið fljótlega glatt og laust við allan tepruskap eða óyndi og gerði röggsamlega all- an undirbúning að uppboði á skipi og vörum. Miðvikudaginn 3. maí var uppboðið ákveðið, tilkynnt með hraðsendlum og haldið þann dag, sem rann upp heiðskír og fagur. Af því að greiðsluskilmál- ar voru nokkuð frábrugðnir því, sem menn áttu að venjast þar, set ég þá hér. Fyrst var vörum þeim, sem búið var að bjarga á land, skipt í þrjá staði.' Fengu þeir, sem unnu við strandið einn þriðjunginn, en hitt var boðið (Framh. á 4. síðu) Nólseyjar-Páls þáttur FRAMHALD Tveim vikum síðar kom annað skip til Þórshafnar, og vörpuðu skipverjar akkerum á eystri voginum. Hét skip þetta „Salamine". Skipstjóri var Thomas Gilpin. Hansen nokkur skipstjóri, er hann hafði tekið af róðarbáti við eyjarnar, vísaði honum leið til Hafnar. Mikill ótti kom þegar upp meöal bæjarfólks um að þarna væru enskir sjóræningjar á ferð. En þegar franski fáninn var dreginn að húni á skipinu og fyrirliðinn lét skjóta út báti og róa sér i land, varð fólki rórra. Manni þessum var vel fagnað, er hann kom á land. Tóku tveir virðulegustu embættismennirnir í Þórs- höfn, vígisstjórinn og fógetinn, á móti honum, og sögðu sjónar- vottar, að þeir hefðu leitt hann á milli sín neðan úr flæðarmálinu heim að húsi vígisstjórans. Komumaður sagðist vera frá Dun- kerque í Frakklandi á heimleið frá Vestur-Indíum. Hann var í gráum síðfrakka og með svarta hettu á gríðarstóru, krúnurök- uðu höfðinu. Andlitið var kringlótt, rautt og sollið, og hálsinn að sínu leyti eins gildur og höfuðið var stórt. Barta hafði hann síða, og grágula, gisna burst á efri vör. Hann var meðalmaður að stærð, en þrekvaxinn. Lítið sverð bar hann í slíðrum við hlið sér og stór gleraugu á nefinu. Af þessum gleraugum hlaut hann nafngift í Færeyjum og var þar kallaður „Gleraugnaglámur“. Gleraugnaglámur sagði embættismönnum eyjanna þau stórtíð- indi, að Kristján konungur VII. hefði andazt 7. marzmánaðar um vorið, og hafði það ekki fyrr frétzt til Færeyja. Vígisstjórinn og fógetinn efndu nú til veizlu mikillar hinum tigna gesti til fagnaðar, enda héldu þeir þarna kominn vin sinn og verndara gegn yfirgangi Englendinga. En þegar leið að kvöldi og allir höfðu etið nægju sína og drukkiö vín sem þá lysti, reis heiðursgesturinn á fætur og sagðist vilja hafa tal af Hansen skipstjóra og það þegar í stað. Var hann þá leiddur heim til Hansens, en skipstjórinn var þá ekki heima og kona hans gat ekki sagt hinum tigna gesti, hvar hann myndi vera. Þá reiddist hann, formælti konunni og ógnaði og heimtaði að hafa tal af manninum undir eins, hvort svo sem nokkur vissi hvar hann væri niður kominn eða ekki. En konan féll í öngvit af skelfingu, svo að við hana varð ekki neinu tauti komið. Gleraugnaglámur rambaði þá aftur heim til vígisstjórans við þessi erindislok, réðst að embættismönnunum, sem sízt áttu sér ills von af gesti sínum, með hinu mesta offorsi, skammaði þá og barði. Kom upp úr dúrnum, að hann var ekki Frakki, heldur þýzkur barón frá Hannóver, von Hompesch að nafni, og víking- ur í vernd Englendinga. Hann var enskur ríkisborgari og skip hans enskt víkingaskip. Heimtaði hann í sífellu, að fógeti og vígisstjóri framseldu Hansen skipstjóra þegar í stað, því að hann kvaðst ætla brott og vilja fá öruggan leiösögumann út sundin. Fyndist Hansen skipstjóri ekki, sagðist von Hompesch láta skjóta á bæinn eða brenna hann til ösku. Embættismönnunum brá heldur en ekki í brún, en eigi þorðu þeir annað en gera allt, sem Gleraugnaglámur vildi. Voru menn í mesta snatri sendír í allar áttir til þess að leita að Hansen. En meðan þessu fór fram, flykktust Englendingar i land af skipinu, brutu upp húsin í bænum og rændu og rupluðu öllu, sem hönd á festi. Varð fólkið sem þrumu lostið, er þessir ótta- legu gestir fóru um staðinn, og þorði enginn gegn þeim að mæla fyrst í stað né veita þeim nokkurt viðnám. Margir földu sig, sum- ir flúðu byggðina, en aðrir hlupu fram og aftur um 'göturnar, ör- vita af hræðslu. Börn hrinu, og konur kveinuðu og ákölluðu guð hástöfum. Nólseyingar höfðu orðið varir við komu skipsins og þegar feng- iö á því illan bifur. Þeir mönnuðu því bát og sigláu til Norður- eyja á fund Nólseyjar-Páls, því að af engum öðrum væntu þeir sér fremur.trausts í stórræðum. Varð það úr, að Páll fór með þeim úr Vogi suður til Hafnar. Bar svo til, að þeir Páll komu til Þórshafnar í þann mund, er víkingarnir voru að ræna bæinn. Gengu þeir fylktu liði heim að húsi vígisstjórans, þar sem þeim var tjáð, að gleraugnabarón- inn sæti. í garðinum umhverfis húsið var hópur Englendinga. Voru þeir vopnaðir skammbyssum og pístólum og korðum. Marg- ir Hafnarmenn höfðu brugöið við, jafnskjótt og fréttist um komu Páls, og geng'ið í lið með honum. Höfðu þeir hnífa, axir, fleina og ífærur að vopnum. En þótt vopnabúnaðurinn væri eigi betri en þetta, þorðu Englendingar ekki að verja húsið, er þeir sáu, hve fjölmennir og ófriðlegir Færeyingar voru. Snaraðist Páll viðstöðulaust inn í salinn, þar sem baróninn þrumdi yfir vígisstjóranum og uggði ekki að sér. Gaf hann komumanni ekki einu sinni neinar gætur, fyrr en hann þreif sverð vígisstjórans, er skorðað var bak við dragkistu í stofuhorninu, og setti fyrir brjóst víkingnum og mælti: „Don’t move else yo’re a dead man!“ (Þú ert dauðans matur, ef þú hreyfir þig). Baróninum vannst ekki ráðrúm til þess að koma vörnum við, enda mun honum hafa brugðið allmjög í brún. Sá hann skjótt í hvaða óefni var komið fyrir sér. Tjáði nú ekki að hafa í frammi hótanir og ofstopa. Tók hann það ráð að lofa öllu fögru og hét að sigla þegar brott, ef honum yrði fenginn Hansen skipstjóri til leiðsögu út fyrir eyjarnar. Varð það að samningum, að baróninn skyldi halda lífi og frelsi, enda skiluðu menn hans aftur öllum ránsfeng og sigldu síðan þegar í brott. Mun Páll hafa óttazt reiði Englendinga og ef til vill nýjar og verri heimsóknir, ef hann hefði víkinginn í haldi í eyjunum eða ynni honum grand, en hins vegar verið ósárt um, þótt hann yrði allskelkaður. Eftir þetta hélt gleraugnaglámur út í skip sitt með menn sína og var lausninni feginn. En er hann var aftur kominn á skips- fjöl tók hann að gerast djarfari, og þegar bið varð á því, að Hansen skipstjóri kæmi, lét hann skjóta þrem skotum á bæinn. Óttuðust menn nú, að hann myndi eyða staðnum. En sem bet- ur fór fannst Hansen skipstjóri liggjandi undir stórum steini úti í haga — Þarfasteinn heitir sá steinn — og var þegar flutt- ur um borð. Léttu þá víkingar akkerum og héldu brott. En Nólseyjar- Páll hélt heim norður í Vog. Þeir gerðu garð- iun fræ^an sameinar það að vera fróðleg bók og skemtileg, Samband ísl. samvinnufélaga. SAMVINNUMENN! Dragið ekki að brunatryggja innbú yðar. — Biðjið kaupfélag yðar að annast vátryggingu. Dráttarvextir. Ilráttarvextir falla á tekju- og eignar- skatt og verðlækkunarskatt ársius 1943, liafi gjöld þessi ekki verið greidd í síðasta lagi laugardagínn 6. nóvember n.k. kl. 12 á hádegi. Á það, sem þá verður ógreitt, reikn- ast dráttarvextir frá gjjalddaganum, 15. ágúst síðastliðnum. Reykjavík, 19. október 1943. T ollst jóraskrifstofan Hafnarstræti 5. Sími 1550. í y r í r b í f r e í ð i r: PRESTONE frostlögur. MIÐSTÖÐVAR með gluggablásara (Defroster). RAFGEYMAR fyrir: Buick, Ford, Chevrolet og fleiri. BIFREIÐALYFTUR (tjakkar) í ýmsum stærðum. VÖKVASTURTUR (Antony). Véla- og raitækjaverzlunin H E K L A Tryggvagötu 23. Sími 1277. Landspítallnn Starfsstúlka óskast nú þegar. Getur fcngið að sofa i spítalanum. Upplýsingar hjá yfirhjúkrunar- konunni. Úrvals spaðkjöt úr mörgum beztu f járhéröðum landsins kem- ur næstu daga í lieilum og liálfum tunniim. Tekið við pöntunum í síma 1080. Samband ísl. samvínnufélaga

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.