Tíminn - 26.10.1943, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
ÚTGEFANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
Símar 3948 og 3720.
RITST JÓRASKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A.
Símar 2353 og 4373.
I
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A.
Sími 2323.
27. árg.
Reykjavík, þriðjudaginn 26. okt. 1943
104. klað
JHótmæll
bænda
Hvaðanæfa af laud-
inu bcrast mótmæli f rá
bændum gcgn frv.
sósíalista urn brcyt-
ingu á mjólkur- og
kjötlögum og till. Ounn
ars Thoroddsen um
rannsókn á Mjólkur-
samsöluimi. Bera þessi
mótmæli þessi ljós
merki, að bændur eru
cinhuga í að brinda
þeim árásum, sem á þá
eru ná gerðar og sam-
tök þeirra.
Á fundi fulltrúaráðs Mjólk-
urbús Flóamanna, sem haldinn
var síðastliðinn föstudag, var
svohljóðandi tillaga samþykkt í
einu hljóði:
Vegna framkominna frum-
varpa og þingsályktunartillagna
um sölu mjólkur, rjóma o. fl., þar
sem framkvæma á eignarrán
gagnvart bændastéttinni og
svifta hana umráðarétti fram-
leiðslu sinnar, um rannsóknar-
nefnd á fyrirtæki þeirra, — um
einhliða verðlagningarákvæði á
framleiðsluvörur þeirra, þar sem
bændur eru ávallt í minni hluta,
og um breytingu á dýrtíðarlög-
unum, þar sem fella á niður úr
þeim heimildina til að greiða
niður verð á innlendum afurð-
um samkv. samkomulagi 6
manna nefndarinnar, þá vill
fulltrúaráð mótmæla þeim ó-
fyrirleitnu árásum, sem þannig
er stefnt að bændastéttinni
innan Alþingis, — og koma þeim
skilaboðum til flutningsmanna
þessara mála, og þeirra, sem að
þeim standa, að bændastéttin
muni aldrei taka slíkum gjöfum
þegjandi, og hún hefir ekki í
huga að láta skammta sér ann-
að réttlæti en öðrum borgur-
um eða öðrum stéttum landsins.
Samhljóða tillögur hafa verið*
samþykktar af fulltrúaráði
Mjólkursamlags Kjalarnesþings
og Mjólkursamlagi Borgfirðinga.
Fundur, sem var haldinn að
Melrakkanesi i Geithellnahreppi,
hefir eindregið mótmælt frv.
sósíalista um tareytingu á mjólk-
urlögunum og skorað á Alþingi
að fella það.
Stjórn Búnaðarfélags Vopna-
fjarðar hefir sent Alþingi ein-
dregin mótmæli gegn frum-
varpi um bráðabirgðaafnám á
valdi mjólkur- og kjötverðlags-
nefndar og frumvarpi um breyt-
ingu á mjólkurlögunum. Skorar
stjórnin „eindregið á Alþingi og
ríkisstjórn að vera vel á verði
gegn hvers konar tilraunum til
að svipta framleiðendur þeim
rétti að ákveða verð á fram-
leiðsluvörum sínum og umráð-
um yfir þeim fyrirtækjum, sem
þeir þurfa að starfrækja vegna
vinnslu og sölu framleiðsluvar-
anna.“
Atkvæðagreiðslan
um mjólkurirumvarp
kommúnísta
Umræðum um mjólkurfrv.
kommúnista lauk fyrir helgina
og fór fram atkvæðagreiðsla um
frv. í gær.
Þrettán þin^gmenn greiddu
atkvæði gegn því að frv. færi til
2. umr. Voru það þessir þing-
menn:
Bjarni Ásgeirsson, Björn
Björnsson, Eysteinn Jónsson,
Gísli Sveinsson, Jörundur Bryn-
jólfsson, Ingólfur Jónsson, Jón
Sigurðsson, Páll Zóphóniasson,
Páll Þorsteinsson, Pétur Otte-
Flokksiundir
Framsókuarmanna
Framsóknarflokkurinn mun
Ólík aístaða til olíuhring-
anna og bændasamtakanna
SjálístæðísíL reynir að hindra hlutlausa rannsókn á olíuhring-
ana, en vill fyrirskipa pólitíska rannsókn á bændasamtökin
Fyrir neðri deild Alþingis liggja tvær þingsályktun-
artillögur, sem veita merkilegar upplýsingar um afstöðu
forvígismanna Sjálfstæðisflokksins til hringa auð-
manna annars vegar og samtaka bænda hins vegar.
Önnur þessara tillagna fjallar um opinbera rannsókn
á starfsháttum olíuhringanna. Hin tillagan fjallar um
pólitíska rannsókn á starfsemi Mjólkursamsölunnar,
sem nú er undir stjórn bænda.
Raimsóknin á
oliubriiigumim
Eins og áður hefir verið skýrt
frá hér í blaðinu, upplýsti rík-
isstjórnin nýlega, að olíuhring-
arnir hefðu í byrjun ágústmán-
aðar óskað eftir því, að verðlags-
yfirvöldin leyfðu hækkun á olíu-
verðinu. Nokkru síðar í mánuð-
inum, þegar ríkisverksmiðjurn-
ar á Siglufirði voru byrjaðar að
selja þar miklu ódýrari olíu en
hringarnir, buðust þeir til að
lækka verðið, sem svaraði 2y2
milj. kr. á ári, ef séð væri um,
að samlög útvegsmanna hættu
allri olíusölu.
Þetta framferði olíuhringana
gefur bezt til kynna, að starf-
semi þeirra muni næsta athuga-
verð. Þær krefjast fyrst að fá
hækkun á verði, sem gefur þeim
a. m. k. 21/2 milj. kr. í gróða, og
bjóðast síðan til að lækka það
gegn því skilyrði, að öll sam-
keppni við þá sé útilokuð.
Fjórir alþingismenn hafa af
þessum ástæðum flutt þingsá-
lyktunartillögu þess efnis, að
opinber rannsókn verði látin
fara fram á atferli hringana,
jafnframt og gerðar verði tillög-
ur um nýja skipun á olíuverzl-
uninni.
S j álf siæðisf lokkur iim
oí* olíuraimsóknih
Flestir sannsýnir menn munu
á einu máli um það, að nauð-
synlegt sé að rannsaka slíkár
okur- og kúgunartilraunir og
þarna hafa átt sér stað gegn
einum helzta atvinnuvegi lands-
manna, smáútveginum. Það
hefði því mátt ætla, að slík til-
laga yrði samþykkt einróma og
umræðulaust á þingi.
En hvað skeður? Allir þing-
menn Sjálfstæðisflokksins í
neðri deild, að Pétri Ottesen
undanskildum, rísa sem einn
maður gegn skjótri afgreiðslu
tillögunnar. Forvígismaður
þeirrá í þessari baráttu, Gunn-
ar Thoroddsen, kallaði tillöguna
hvað eftir annað „ofsókn gegn
olíufélögunum“, og taldi hana
skerðingu á rétti þeirra.
Með miklu harðfylgi, og vegna
fjarveru nokkurra þingmanna,
tókst Sjálfstæðisflokknum að fá
tillögunni vísað til allsherjar-
nefndar deildarinnar, þar sem
þeir ætla sér að reyna að svæfa
hana.
Þetta er afstaða Sjálfstæðis-
flokksins til olíuhringanna — til
samtaka auðmanna.
Síldveiðin í sumar og fram-
kvæmdir ríkísverksmiðjanna
Viðtal vlð Þormóð Eyjólfssoii.
Stjórn síldarverksmiðja ríkisins hefir að undanförnu setið á
fundum í Reykjavík. Átti tíðindamaður Tímans tal við formann
verksmiðjustjórnarinnar, Þormóð Eyjólfsson ræðismann á Siglu-
firði, að fundinum loknum.
Raiiusókn á mjólkiir-
samsöluiini
Nokkru áður en tillagan um
r'annsókn á olíuhringunum kom
fram, flutti sá þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, Gunnar Thor-
oddsen, er einkum hélt uppi
vörnum fyrir hringana, tillögu
um rannsóknarnefnd mjólkur-
mála. Nefnd þessi skyldi kosin
af neðri deild og hafa það verk-
efnum með höndum að rann-
saka réttmæti þeirra ásakana,
sem mjólkursamsalan hefði orð-
ið fyrir. Ennfremur skyldi
nefndin gera tillögur um nýja
tilhögun mjólkursamsölunnar.
Tillaga þessi gerir þannig ráð
fyrir miklu ófyrirleitnari rann-
sókn en tillagan um olíufélögin.
Þar er gert ráð fyrir rannsókn
hlutlauss embættismanns, sem
haldið sé leyndri, nema stórar
sakir komi í ljós. í tillögu Gunn-
ars er gert ráð fyrir rannsókn,
sem framkvæmd er af fulltrúum
pólitískra flokka, sem sumir
hverjir eru mjög fjandsamlegir
mjólkursamsölunni. Slík rann-
sókn myndi því verða ósvífin
pólitísk rannsókn, sem fyrst og
fremst beindist að því að finna
nýjár átyllur til árása á mjólk-
ursamsöluna.
Þessi tillaga er enn ósvífnari
og ósanngjarnari í garð bænda
vegna þess, að hún kemur fram
rétt eftir að bændur hafa tekið
stjórn mjólkurmálanna í sínar
hendur. Hún er hið stórfelldasta
vantraust á hendur þessara
nýju bændasamtaka.
Hrein ofsókn geg'n
liæiidum.
Þegar það er jafnframt at-
hugað, að fjölmargar aðrar
(Framh. á 4. síSu)
Ný sljórn
*
Athyglísvesð greín
í Vísi
efna til allmargra flokksfunda
út um land í haust. Hófust þessi
fundahöld um fyrri helgi og
verður þeim haldið áfram urn
næstu helgar.
Um fyrri helgi voru haldnir
fundir á Snæfellsnesi og í Dala-
sýslu. Á fundunum að Fáskrúð-
arbakka og í Stykkishólmi
mættu Jörundur Brynjólfsson
og Hermann Jónasson, en á
fundunum í Búðardal og Salt-
hólmavík mættu Skúli Guð-
mundsson og Eysteinn Jónsson.
Um seinustu helgi voru haldn-
ir tveir fundir í Skagafirði. Á
Sauðárkróksfundinum mættu
Sigurður Þórðarson og Eysteinn
Jónsson og á Hofsósfundinum
Bjarni Ásgeirsson og Steingrím-
ur Steinþórsson.
Einnig var haldinn fundur að
Ásum í Gnúpverjahreppi og
mættu þar Jörundur Brynjólfs-
son og Bernharð Stefánsson.
Fundir þessir hafa yfirleitt
verið vel sóttir og margir innan-
héraðsmanna tekið til máls. Má
óhætt segja, að þeir séu öruggt
tákn þess, að fylgi Framsóknar-
manna sé traust og vaxandi,
enda verður fólkinu í dreifbýl-
inu, bæði í sveitum og kaup-
túnum, stöðugt ljósara og ljós-
ara, að það þarf að standa sam-
an í einum flokki um hags-
munamál sín.
Um næstu helgi verða haldnir
fundir austanfjalls, og síðar í
Húnavatnssýslu og Borgarfirði.
Svíar og styrjöldín
Otto Johansson
Svíar eru sú frændþjóð okkar
á Norðurlöndum, er einna
minnst er getið * í íslenzkum
blöðum. Veldur því m. a. það,
að þeim hefir tekizt að halda
sér utan styrjaldarinnar og hafa
því ekki lent í sömu eldraun og
hinar Norðurlandaþjóðirnar.
Styrjöldin hefir þó eigi að síður
fært Svíum mörg torveld vanda-
mál, er þeir hafa leyst með mik-
illi prýði. Styrjöldin hefir ekki
sízt leitt í ljós, hve framarlega
Svíar standa í verklegum efn-
um.
Meðal stórþj óðanna heyrast
þau ummæli ekki ósjaldan, að
Svíar hafi á styrjaldarárunum
sannað tilverurétt smáþjóðanna,
en því hefir oft verið haldið
fram, að þær gætu síður bjarg-
að sér efnalega en stórþjóðirnar.
Á öðrum stað í blaðinu birtist
viðtal við sendifulltrúa og aðal-
ræðismann Svía hér, Otto Jo-
hansson, um Svía og afstöðu
þeirra til styrjaldarinnar.
sen, Sigurður Þórðarsón, Skúli
Guðmundsson og Sveinbjörn
Högnason.
Kommúnistar, jafnaðarmenn
og aðrir Sjálfstæðismenn en
þeir, sem hér eru nefndir,
greiddu atkvæði með frumvarp-
inu.
— Síðastliðið sumar var eitt
með allra beztu veiðisumrum,
mælti Þormóður. Afli skipanna
var yfirleitt ágætur, og afkoman
því sæmileg hjá vel flestum.
Hins vegar var þetta erfitt sum-
ar fyrir sjómennina, vegna tíð-.
arfarsins.
Síldarverksmiðjum rikisins
bárust alls 720 þúsund mál síld-
ar af 80 skipum, er samning
gerðu við þær. 17 skip lögðu síld
inn til vinnslu.
Síldveiðarnar voru stundaðar
nær tvo mánuði. Hélzt veiði með
lengsta móti fram eftir, og var
veiðum eigi lokið fyrr en 10.
septembermánaðar.
Veiðin lá að langmestu leyti
á Siglufjarðarmiðum, enda barst
mest af síldinni til Siglufjarðar.
Allar verksmiðjurnar á Siglu-
firði voru starfræktar og sömu-
leiðis Raufarhafnar-, Húsavík-
ur- og Krossanessverksmiðj ur,
en þá síðastnefndu tóku ríkis-
verksmiðjurnar á leigu.
Sólbakkaverksmiðjan var al-
búin að taka á móti síld, en
þangað barst enginn afli, enda
var lítil veiði á Húnaflóa og
aðrar verksmiðjur gátu annað
vinnslu á því síldarmagni, er
þeim barst.
Norðfjarðarverksmiðjan var
ekki rekin, enda var það aldrei
ráðgert. Hefði bæði verið kostn-
aðarsamt að gera hana rekst-
urshæfa og erfitt að fá nokkur
skip til þess að fiska til hennar.
Það flýtti mjög fyrir afgreiðslu
skipanna, að ný og fullkomin
löndunartæki voru sett í vor við
allar verksmiðjurnar á Siglu-
firði. Reyndust þau mjög vel og
léttu á sjómönnunum. Er þess-
um tækjum að nokkru leyti að
þakka að nær engar löndunar-
biðir urðu.
Einnig má geta þess, að ný
þró var gerð við Pauls-verk-
smiðjuna gömlu, SRP.
Þegar tíðindamaöurinn spurði
um rekstrarafkomu verksmiðj -
anna sjálfra, svaraði Þormóður:
— Um það vil ég ekki segja
neitt ákveðið, en svo mikið er
víst, að ef aflinn hefði orðið
minni, myndi hafa orðið halli á
verksmiðj ur ekstrinum.
í Vísi í gær birtist eftirfar-
andi' grein undir fyrirsögninni:
„Ný stjórn“:
„Vísi hefir borizt eftirfarandi
bréf frá gömlum og góðum
sjálfstæðismanni, en jafnframt
er þess æskt, að afstaða verði
tekin til þess í blaðinu:
„Ýmsar sögur ganga nú ljós-
um logum um bæinn í sambandi
við stjórnmálin. Auðvitað má
ekki öllu trúa, — en sjaldan lýg-
ur almannarómurinn, segir mál-
tæklð. Aðalsagan er um það, að
stjórnarskipti séu í vændum. Er
sagt að sjálfstæðisþingmenn og
kommúnistar hafi verið á sam-
eiginlegum fundum undan-
farnar vikur. Umræðurnar eru
sagðar hafa eingöngu snúizt um
stjórnarmyndun. Fyrir nokkr-
um dögum var svo langt komið,
að ráðherrarnir voru tilnefndir.
Bjarni Benediktsson átti að
verða forsætisráðherra og með
honum áttu að vera tveir sjálf-
stæðismenn, Jón Pálmason og
Magnús Jónsson, en af kom-
múnistum Einar Olgeirsson og
Áki Jakobsson. Um málefna-
samning hefir ekki heyrzt. Lík-
legt er þó talið, að báðir muni
„slá af“. Er þá gert ráð fyrir að
kommúnistar muni ganga inn á
ríflega kauplækkun, en sjálf-
(Framh. á 4. síSu)
Á víðavangi
BYRJAÐ Á RÉTTUM STAÐ.
Bóndi nokkur, sem kom í
skrifstofu blaðsins, sagði m. a.:
Ég heyrði tal tveggja kaup-
sýslimianna í gær. Þetta hel....
kaupgjald er að sliga allt, sagði
annar. Þessar andsk.... upp-
bætur til bændanna gera allt
vitlaust, sagði hinn. Þetta er
meira bölvuð óstjórnin, sögðu
báðir. Það þarf sterka stjórn til
að bæta úr þessu.
Það er von, að þessir göfugu,
þjóðhollu herrar séu hneykslað-
ir yfir þessu, hugsaði ég. Ann-
ar byrjaði að fást við heildsölu í
byrjun striðsins. Hann á nú eitt
af stærri luxushúsum bæjarins,
nýjan luxusbíl og byggði sér
stóran sumarbústað í sumar,
Hinn setti upp ómerkilegt iðn-
aðarfyrirtæki fyrir fám árum.
Hann á líka orðið sitt luxushús
með tíu herbergja íbúð, fínan
bíl og sumarbústað.
Kaupgjaldið og afurðaverðið
má kannske telja til óstjórnar,
en hvað finnst mönnum um það,
að ómerkileg heildverzlun og
iðnaðarfyrirtæki skuli geta gef-
ið slíkan stórgróða á örskömm-
um tíma og þessi dæmi sýna.
Halda menn að það hafi engin.
áhrif á dýrtíðina Svona dæmi
má nefna í hundraðtali.
Ekki hefi ég á móti því, að
farið sé að þoka kaupinu og
verðlagi landbúnaðarvaranna
niður á við, en byrjið samt fyrst
á því að þoka niður hjá þeim,
scm hafa safnað margfalt meiri
gróða en bændurnir og verka-
mennirnir. Þá er byrjað á rétt-
um stað.
VALTÝR OG KREPPAN
í BANDARÍKJUNUM.
Morgunblaðið er alltaf öðru
hvoru að fræða lesendur sína á
því, að allt muni komast i lag,
ef skattarnir séu lækkaðir. Þá
muni einkareksturinn og einka-
framtakið leysa öll vandamál,
tryggja öllum næga atvinnu og
góða afkomu.
Skyldi Valtýr ekki hafa heyrt
talað um kreppuna miklu, sem
var í Bandaríkjunum 1929—32?
Þá voru þar 13—14 milj. manna
atvinnulausar. Einkaframtakið
var þá óheft þar og ekki voru
skattarnir háir. Samt varð þar
skortur og neyð, þótt Bandarik-
in séu einna auðugasta land
heimsins.
Hvernig skýrir Valtýr þessa
kreppu? Er hún sönhun þess, að
einkaframtakið og lágir skattar
séu einhlít úrræði til að leysa
hin félagslegu vandamál,
tryggja öllum sæmilega atvinnu
og afkomu?
JÓN PÁ. ÞEKKIR EKKI
NORÐURLÖND.
Jón Pálmason skýrir frá því
í ísafold, að lýðræðið hafi hvergi
þrifizt vel, nema þar sem starf-
að hafi tveir aðalflokkar.
í hinni pólitísku landafræði
Jóns Pálmasonar þekkjast Norð-
urlönd ekki. Þar hafa jafnan
verið 3—4 aðalflokkar. Hvergi
hefir lýðræðið þó náð traustari
fótfestu en þar.
ER HANN ÖFUNDSVERÐUR?
Morgunblaðið segir, að blöð
Framsóknarmanna beini nú á-
rásum sínum gegn Ólafi Thors
vegna þess, að þau öfundi Sjálf-
stæðisflokkinn af því að vera
stærsti flokkur þingsins. Honum
tilheyrði því forusta á Alþingi.en
Framsóknarmenn hafi ætlað sér
hana eins og áður.
Já, þetta er víst nokkuð til að
öfundast yfir. Eða finnst mönn-
um, að Sjálfstæðisflokkurinn
hafi leyst forustuhlutverk sitt
svo vel af höndum, að hann sé
öfundsverður? Er þetta ekki í
fyrsta sinn, sem Alþingi hefir
ekki getað myndað stjórn, og
er ekki Mbl. ekki alltaf að tala
um ósamkomulagið þar?