Tíminn - 11.11.1943, Blaðsíða 4
444
TÍMIM, fimnitudagiim 11.116v. 1943
111. blað
Á viðavangi
HÖFÐINGSSKAPUR MBL.
Morgunblaðið hefir notað kjöt-
málið svonefnda til að sýna
nauðstöddu fólki annars staðar
rausn sína og höfðingsskap.
í blaðinu 5. þ. m. segir svo:
„Hver ber ábyrgð á því, að
svona svívirðilega er farið með
matinn?
Það eru ekki nema nokkrir
dagar síðan Alþingi samþykkti
einróma, að íslendingar gerðust
þátttakendur í alþjóðasamtök-
um um endurreisnar- og hjálp-
arstarf til handa þeim þjóðum,
sem líða skort. í herteknu lönd-
unum í Evrópu deyja menn í
tugatali á hverjum einasta degi,
úr hungri, en norður á íslandi
er óskemmdu kjöti hent í
tonnatali.
Sannleikurinn er sá, að þetta
mál, er svo mikil skömm fyrir
okkur sem þjóð, að bezt væri að
sagt væri sem allra minnst um
það opinberlega. En því miður
er ekki hægt að þegja. Það, sem
verður að gera, er að rannsaka
hver á sökina og koma fram
hegningu á hendur þeim, sem á-
byrgðina bera, ef nokkur lög ná
yfir þennan verknað".
Svo mörg eru þau orð. Þarna
hafa menn höfðingsskap Morg-
unblaðsins í sínum bezta skrúða.
Tæpast myndi óæta kjötið
þykja nógu gott á borðum Jóns
Kjartanssonar og Valtýs Stef-
ánssonar. En það er annað mál„
þegar fátæklingar í fjarlægum
löndum eiga hlut að máli. Þá er
óæta kjötið orði fyrirtaks
mannamatur.
Það væri ekki séð illa fyrir
þátttöku íslands í alþjóðasam-
tökum um hjálparstarfsemi, ef
Sjálfstæðismenn fengju að ráða.
Framangreindur höfðingsskap-
ur Mbl. er gleggsta dæmið um
það.
TVÍSÖNGUR ENN.
Jón Pálmason og Gunnar
Thoroddsen flytja frumvarp um
þá breytingu á mjólkurlögun-
um, að verðjöfnunarsvæði
Reykjavíkur verði stórum
stækkað og nái m. a. yfir Húna-
vatnssýslu og Snæfellsnes. Hins
vegar prédikar Eyjólfur Jó-
hannsson á fundi Sjálfstæðis-
félagsins Varðar og síðan er tek-
ið undir það í Morgunblaðinu,
að verðlagssvæðið sé orðið alltof
stórt og sé það aðalorsök
þess, að Reykvíkingar fái oft
skemmda neyzlumjólk. Þeir
hafa svo sem ekki gleymt tví-
söngnum Sjálfstæðismennirnir!
VONBRIGÐI ÁSGEIRS.
Alþýðublaðið 4. þ. m. segir
svo frá, að Ásgeir Ásgeirsson
hafi látið svohljóðandi ummæli
falla á Alþin.gi:
„En nú hafa menn orðið
fyrir þeim stóru vonbrigðum,
að verðákvarðanir sex manna
nefndarinnar hafa raunveru-
lega hækkað dýrtíðina".
Þessi ummæli Ásgeirs sýna
bezt, að hann hefir álitið bænd-
ur í Vestur-ísafjarðarsýslu fá
ofmikið fyrir afurðir sínar und-
anfarin ár og því gert sér vonir
um, að vísitölunefndin myndi
lækka afurðaverðið. Mættu
bændur í Vestur-ísafjarðarsýslu
gjarnan minnast þessara von-
brigða Ásgeirs, þótt síðar verði.
VILJA FÁ GRÆNLAND!
Fjórtán menn hafa sent frá
sér pésa um sjálfstæðismálið
og er tilgangurinn sá, að letja
menn til skilnaðar við Dani um
ótiltekinn tíma. Ekki eru þó
allir þeirra ánægðir með þessa
skeleggu afstöðu og vilja því fá
eitthvert blóm í hnappagatið.
Einn þeirra stingur þess vegna
upp á því, að við eigum að gera
kröfu til Grænlands og munum
sennilega fá það hjá Dönum, ef
við frestum sambandsslitum nú!
Miimingarorð
(Framh. af 3. síðu) ■
kunningsskap við. Ég hygg, að
Sigríður hefði viljað hafa fyrir
kjörorð lífsins líkt og skáldið
kvað:
Trúðu á tvennt í heimi,
tign sem æðsta ber:
Guð í alheims geimi,
guð í sjálfum þér.
Vinur.
Óbreiðið Tímaim!
ÚR BÆNUM
Skemmtisamkoma
Framsóknarman'na
ATHYGLI
í Reykjavík, verður annað kvöld (12.
nóvember) í Listsýningarskálanum.
Hefst hún með Framsóknarvist kl. 8,30.
Síðan verður úthlutað verðlaunum til
þeirra, sem unnið hafa í vistinni, ein
eða tvær stuttar ræður fluttar, sungið
og dansað. Þessar samkomur Fram-
sóknarmanna þykja ;afnan einhverjar
skemmtilegustu samkomur, sem völ er
á í bænum. Aðgöngumiða sé vitjað í
dag eða fyrir klukkan 4 á morgun á
afgreiðslu Tímans.
skal hér með vakin á eftirfarándi breytingu á lögreglusamþykkt
fyrir Hafnarfjarðarkaupstað, samkv. staðfestingu dómsmála-
ráðuneytisins.
1. gr.
Þar til öðruvísi verður ákveðið mega börn, yngri en 14 ára,
ekki vera á almannafæri seinna en kl. 8 á kvöldin á tímabilinu
íslenzku samningamennirnir,
sem sátu á fiskimálaráðstefnunni í
London, eru nýlega komnir heim. Láta
þeir vel af förinni, þótt enn hafi þeir
ekki saet neitt opinberlega um árangur
ráðstefnunnar.
1. sept. til 15. maí og ekki seinna en kl. 10 frá 15. maí til 31. ágúst,
nema þau séu ífylgd með fullorðnum.
Þetta tilkynnist hér með hlutaðeigendum til eftirbreytni.
QAMLA Htft—. .■■■■■ iij
IVjósnarmærln.
(The Lady Has Pians).
PAULETTE CODDARD,
RAY MILLAND.
Sýnd kl. 7 og 9.
Börn innan 12 ára fá
ekki aðgang.
ki. 3vs—ey2
GIMSTEINA-
SMYGLARNIR.
(Mexican Spitfire’s
Elephant)
LEON ERROL,
LUPE VELEZ.
Ósýnilegí
njósnarínn
(Invisible Agent).
ILONA MASSEY,
JON HALL,
PETER LORRE.
SIR CEDRIC HARD-
WICKE.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Börn fá ekki aðgang.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, 9. nóv. 1943.
Seinusttt erl. fréttir
Sókn Rússa frá Kiev heldur
hratt áfram. Stefna þeir til
borganna Zitomir og Korosten.
Á Kerchskaga hafa Rússar
komið liði á land og geisa þar
harðir bardagar.
Fregnir frá Ítalíu herma að
líkur bendi til, að Þjóðverjar
séu að búast kappsamlega fyrir
til varnar á víglínu þeirri, sem
þeir halda nú. Munu þeir senni-
lega ætla að reyna að halda
þessum stöðvum í vetur, enda
hamlar veðrátta orðið sókn
Bandamanna.
Churchill hélt ræðu í fyrra-
dag. Kom hann víða við. Hann
varaði menn við of mikilli
bjartsýni, Þjóðverjar væru enn
öflugir og næsta ár myndi færa
Bandamönnum miklar blóð-
fórnir, ef sigur ætti að nást.
Hitler hefir haldið ræðu.
Hann sagði, að styrjöldin myndi
standa lengi og Þjóðverjar ótt-
uðust ekki úrslitin.
Afgreíðsla fjárlag-
anna víð 2. umræðu
Atkvæðagreiðslan við 2. um-
ræðu fjárlaganna fór fram síð-
astl. þriðjudag.
Allar þær tillögur, sem fjár-
veitinganefnd bar fram, voru
samþykktar, og auk þess nokkr-
ar tillögur frá einstökum þing-
mönnum. Meðal þeirra var til-
laga frá Bernharð Stefánssyni
um heimild fyrir ríkisstjórnina
til að láta tryggja þingmanna-
bústað í Reykjavík.
Athygli vakti það, að allmarg-
ir þingmenn Sjálfstæðisflokks-
ins og kommúnistar stóðu sam-
an um margar nýjar útgjalda-
tillögur, sem fæstar voru þó
samþykktar. Er þessi samvinna
aukin sönnun fyrir samdrætti
milli viss hluta Sjálfstæðis-
flokksins og kómmúnista.
Ný vélsmiðja
(Framh. af 1. síOu)
ræksla um síðastliðinn áramót.
Framkvæmdastjóri fyrirtækis-
ins, Gísli Halldórsson vélaverk-
fræðingur, bauð nokkrum blaða-
mönnum að skoða vélsmiðjuna.
Var gengið um byggingarnar og
skoðuð renniverkstæði, hand-
verkstæði, slípiverkstæði, verk-
færavarzla, eldsmiðja, málm-
steypa, reynslustöð fyrir hreyfla,
bifreiðaverkstæði, smurnings-
stöð, vélaverzlun og skrifstofur.
Sagðist Gísla Halldórssyni
svo frá:
Tilgangur okkar með vél-
smiðjunni Jötni er sá að verða
íslenzkri útgerð, iðnaði og al-
menningi að sem mestu liði með
því í fyrsta lagi að leysa af hendi
fjölbreyttar mótor- og vélavið-
gerðir, og í öðru lagi með því að
smíða ný tæki fyrir útgerðina,
iðnað og almenning í landinu.
Höfum við þegar byrjað á þessu
hvorutveggja. Þannig höfum við
þann stutta tíma, sem vélsmiðj-
an hefir starfað, gert við fjölda
dieselvéla og annarra véla.
Jafnframt höfum við smíðað al-
veg ný tæki eins og t. d. gashit-
ara, er nota afgangshita frá
dieselvélum til að hita upp vatn
eða framleiða gufu. Hafa hit-
arar þessi reynzt hið bezta og
eiga vonandi eftir að ryðja sér
töluvert til rúms, þar eð þeir
spara víðast hvar verð sitt á
stuttum tíma.
Þá hefir vélsmiðjan þegar séð
um uppsetningu tveggja hrað-
frystihúsa og er með hið þriðja
í undirbúningi.
Eru hraðfrystikerfi þessara
húsa af spánýrri gerð, þannig að
fryst er með 35 gráðu köldu lofti,
er næðir í gegnum vagna þá,
sem fiskflökin eru í.
Þarf með frystiaðferð þessari,
Sem nefnd er loftfrysting, eng-
an pækil og virðast loftfrysti-
kerfin ætla að reynast mun
sparsamari í rekstri heldur en
eldri kerfi.
Auk þessarra nýjunga búum
við yfir ýmsum endurbóta- og
nýsmíðafyrirætlunum, sem
mikla þýðingu geta haft fyrir
útgerðina og við hyggjumst að
framkvæma undir eins og á-
stæður' okkar leyfa.
Ekkert hefir verið til sparað
í kaupum hinna dýrustu og
beztu véla til fyrirtækisins og
jafnvel komið upp vélasal, þar
sem við setjum saman skipa-
og landmótora og reynum þá í
gangi, þannig að hægt er að
ganga úr skugga um ásigkomu-
lag þeirra fyrir og eftir viðgerð.
Ýms verkfæri og vélar höfum
við smíðað okkur sjálfir, svo sem
sérstaka slípivél er snýst 4800
snúninga á mínútu til þess að
slípa með stimpla og sýlindra,
og munum við hinir einu hér á
landi, er þá aðgerð framkvæm-
um.
Að mínu áliti eru nú'fram-
undan meiri athafnatímar á
landi hér en nokkru sinni áður.
Nýir möguleikar, sem ekki hafa
verið fyrir hendi áður, munu
skapast, og ef véltækni og iðju-
menning íslendinga kemst ekki
á það stig að geta notfært sér
þá, er hætt við að aðrir kunni
að gera það.
Einn þeirra erfiðleika, sem
við eigum við að stríða, er
hversu fáum faglærðum mönn-
um við höfum á að skipa. Er
brýn nauðsyn að fjölga mjög
iðnnemum, og allra helzt ætti
að setja á stofn skólaverkstæði,
sem útskrifaði iðnlærða sveina
á tveim árum, eftir því sem
þarfir iðnaðarins segja til um.
Trú mín er sú, að því fé, sem
varið er til aukinnar sérmennt-
unar vélsmiða og iðnaðarmanna
og til eflingar vélamenning-
unni í landinu, sé ekki á glæ
kastað.
Árás á
Péfttir Hoffmann
Laust eftir miðnætti aðfara-
nótt þriðjudags var kvaít dyra
hjá Pétri Hoffmann fiskkaup-
manni, sem býr vestur við Sels-
vör. Var þar kominn amerískur
hermaður og íslenzk stúlka, sem
mun á sinn hátt kunn kona.
Heimtuðu þau, að Hoffmann
opnaði hús sitt fyrir þeim.
Þeirri kröfu vildi hann ekki
verða við og símaði eftir laga-
vernd, er aðkomuhjúin vildu
ekki. fella sig við það, að hann
verði þeim inngöngu.
Er hann kom aftur, voru her-
mennirnir orðnir tveir við dyr
hans, og réðust þeir þegar á
húsráðanda. Tókust sviptingar
harðar, en bílstjórinn, sem hafði
komið með óþjóðalýðinn, hafð-
ist ekkert að.En Hoffmann hafði
brugðiö öxi undir belti sér áður
en hann hætti sér út, og greip
hann nú til hennar til þess að
BERGUR JÓ\SSO\.
Dýravínafélög
skólabarna
Fyrir 10 árum tók Dýravina-
félag íslands að stofna dýra-
vinafélög meðal skólabarna í
Reykjavík. Eru nú starfandi slík
félög við flesta barnaskólana
og er einn af kennurum skól-
ans jafnan gæzlumaður í við-
komandi skólafélagi. Hefir rit-
ari Dýraverndunarfélags ís-
lands skýrt Tímanum svo frá,
að þessi s tarfsemi hafi borið
góðan árangur og mörg börnin
hafi bæði gagn og gleð iaf henni.
Hafi Dýraverndunarfélagið því
hugsað sér að auka þessa starf-
semi og breiða hana til barna-
skóla utan Reykjavíkur svo
fljótt sem því verði við komið.
Arásirnar á sam-
vinnufélögin
(Framh. af 1. slðu)
sviði. Má þar nefna hina öru
byggingu frystihúsa, mjólkur-
búin o. fl.
Hér á- landi eru mest megnis
framleidd matvæli: kjöt, fiskur,
mjólk og grænmeti. Eins og gef-
ur að skilj a eru mikil vnadkvæði
á því að koma hipni tiltölulega
miklu framleiðslu ætíð ó-
skemmdri á markað erlendis eða
innanlands. Þrátt fyrir það, að
allir framleiðendur til lands og
sjávar hafa fullan skilning á
því, að nauðsyn beri til að með-
höndla matvöru vel, svo að hún
skemmist ekki, þá koma samt
fyrir skemmdir i matvælum
öðru hverju. Hér við Faxaflóa
urðu t. d. ónýtar á annað þús-
und tunnur af söltuðum fisk-
flökum nýlega og var það tíundi
hluti af því, sem framleitt
hafði verið til útflutnings af
þeirri vöru. Síld skemmist oft
svo, að ekki er hægt að nota
hana til matar. Skemmdir á
saltfiski voru algengar, meðan
hann var fluttur út í stórum stíl,
og öðru hvoru skeður það nú á
tímum, að eitthvað af ísfiski,
sem fluttur er á enskan markað,
er dæmdur óhæfur til manneld-
is, er til Englands kemur.
En það hefir ekkert veður
verið gert út af þessu og engar
aðdróttanir komið fram í garð
útgerðarmanna um glæpsam-
legt athæfi, þótt þeim tækist
ekki ætíð að komast hjá því, að
eitthvað af framleiðslu þeirra
verði ekki söluhæf vegna
skemmda. Þó mætti vitanlega
búa til álitlegar árásargreinar
um þá „glæpamenn“, sem eyði-
leggðu fiskinn, sem íslenzkjr
fiskimenn hefðu aflaö úr sjáv-
ardjúpunum með ærinni lífs-
hættu og hundrað fólk í um-
heiminum bíði eftir að fá til
matar. En hýenunum þykir
meira undir því komið í svipinn
að fá árásarefni á stofnanir
bændastéttarinnar. Þess vegna
ljúga þær upp sögum um glæp-
samlegt atferli mitt og annarra
þeirra manna, sem höfum með
höndum sölu á íslenzkum landr
búnaðarvörum.
ógna hinum erlendu stríðs-
mönnum. Fóru svo leikar, að
stríðsmennirnir flúðu, er öxi
Hoffmanns hafði lent í skalla
annars, er mun hafa ætlað að
ráðast aftan að honum.
Báðir voru stríðsmennirnir
horfnir, er lögreglan kom á vett-
vang, en síðar tókst að hafa
upp á þeim, sem öxina skallaði.
Ég þakka af alhug öllum þeim, er vottuðu mér sœmd
og vináttu á sextugsafmœli mínu, meðal annars með
heimsóknum, blómum og heillaskeytum. Ennfremur þakka
ég hjartanlega veglegasta samsœti, er mér var haldið 31.
okt. s. I., svo og stórmiklar gjafir frá nemendum minum
og sveitungum.
Brúsastöðum í Vatnsdal, 4. nóv. 1943.
KRISTJÁN SIGURÐSSON,
kennari.
Ég þakka hjartanlega sveitungum minum og öðrum
vinum, fjœr og nœr, fyrir heimsóknir, gjafir og vináttu,
er þeir auðsýndu mér á áttrœðisafmœli mínu.
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR,
Hamraendum.
Skrifstofastúlka
vön vélritun og hraðritun, óskast nú þegar. Enskukunnátta nauð-
synleg.
S \M\T\GA\EF\D ITA\RÍK1SVT»SKII*TA.
Austurstræti 7.
Tílkynning
frá Viðskiptaráði
Ef einhverjir kynnu að eiga vörur í Ameríku frá því á árinu
1942, sem enn hafa eigi fengizt fluttar, eru þeir beðnir að gefa
sig fram við Viðskiptaráðið fyrir 15. þ. m. Jafnframt leggi hlut-
aðeigandi fram skilríki fyrir því, að hann hafi í höndum inn-
flutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir vörunni og hafi haft það, er
hann keypti hana.
Reykjavík, 8. nóvember 1943.
V iðskiptaráðf ð.
». í,
\ý hók cftir clr. Helga Pjeturss:
§A]YMYALL
Þetta er 5. bindi Nýals, hins gagnmerka og margþætta rit-
verks dr. Helga. Höfundurinn er löngu þjóðkunnur fyrir vísinda-
störf sín, spámannlega andagift og stórmerkilegar uppgötvanir
á sviði náttúruvísindanna. Og hann er ekki aðeins óvenju snjall
rithöfundur, heldur einnig afburðamikill rithöfundur.
Enda er hverri nýrri bók frá hans hendi tekið meff óskiftum
fögnuffi og þúsundum manna, sem láta ekkert orð, er dr. Helgi
skrifar, framhjá sér fara ólesiff.
Sannýall á crindi til allra hugsandi maiina.
Fæst Iijá bóksölum.
Bókaúftgáia
Guðjóns Ó. Guðjónssonar
T I M 1 \ \ cr víðlesnasta auglýsingablaðið!