Tíminn - 11.11.1943, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.11.1943, Blaðsíða 2
442 TÍMIM, fimmtndagiim 11. nóv. 1943 111. blað ‘gtmtrm Fivnmtudafiur 11. nóv. Rannsókuameínd heildverzlana Við skulum hugsa okkur fund í sameinuðu Alþingi. Forseti rís úr sæti sínu og segir: Forseti sameinaðs þings tekur fyrir eina málið á dagskránni, til- lögur til þingsályktunar um rannsóknarnefnd heildverzlana. Flutningsmenn eru Brynjólfur Bjarnason og Einar Olgeirsson og gefum vér háttvirtum 1. flm., Brynjólfi Bjarnasyni, orðið, en síðar mun forseti gefa orðið þeim þingmönnum, er kveðja sér hljóðs. Brynjólfur Bjarnason: Það er ekki nauðsynlegt að rökstyðja tillögu þessa með mörgum orð- um. Tilgangur hennar er, að Al- þingi kjósi fimm menn úr hópi þingmanna til að rannsaka ýms atriði í rekstri heildverzlana. Skulu hér nefnd nokkur rann- sóknarefni, en nánar eru þau tilgreind í tillögunni: 1. Rannsaka, hvað hæft sé í þeim umkvörtunum neytenda, að heildverzlanir selji lélegar vörur. 2. Rannsaka hvort ekki sé hægt að lækka dreifingar- og sölukostnað heildverzlana. 3. Rannsaka. hvort heild- verzlanir fullnægi því hlut- verki sínu að birgja landsmenn með nauðsynlegum vörum og reyni sitt ýtrasta til að útvega þærvörur, sem hörgull er á. 4. Rannsaka hvernig rekstri, reikningshaldi og skattafram- tölum heildverzlana sé háttað. 5. Rannsaka hvernig neyt- endum verði veitt hlutdeild í stjórn heildverzlana svo að sam- búð þessara aðila geti verið friðsamleg. Fleiri atriði mætti nefna,. en þessi læt ég nægja. Vænti ég, að Alþingi taki þessu sanngirnis- .máli með fullum velvilja og af- greiði það tafarlaust. Ólafur Thors: Sem málssvari Sjálfstæðisflokksins — flokks drengskapar og réttsýni — vil ég lýsa fyllstu andstöðu gegn þessari tillögu. Sjálfstæðisflokk- urinn telur þessa tillögu hina stærstu og svívirðilegustu of- sóknartilraun, sem séð hefir dagsins ljós á Alþingi íslend- inga. Það er lagt til, að brjóta hina heilögu reglu, að lögin nái jafnt til allra, og láta vissa stétt manna, er flutningsmennirnir hafa lagt kapp á að ofsækja, búa við annan og minni rétt en aðra landsmenn. Það er lagt til að fyrirskipa þinglega sakamáls rannsókn á hendur þeim og fyr- irtækjum þeirra, en sleppa öll- um öðrum, sem er vafalaust stórum brotlegri, undan svipaðri rannsókn. Það nægir ekki að hafa þetta hlutlausa rannsókn, heldur á hún að vera fram- kvæmd af hinum römmustu fjandmönnum heildsalanna.sem þannig er gefinn kostur á að kynnast öllum rekstri þeirra og nota sér það síðar með þeirri góðgirni, sem þeim er lagin. í nafni frelsis, sanngirni og jafnræðis mótmæli ég þessari svívirðilegu ofsókn og heiti á alla þingmenn að duga nú vel og koma ósómanum fyrir katt- arnef. — Hér skal ekki tilgreint fleira af þessum ímyndaða fundi sam- einaðs þings, enda mun senni- lega flestum finast skorta á, að formanni Sjálfstæðisflokks- ins séu lögð eins stór og kröft- ug orð í munn og hann myndi nota í slíkum umræðum. En fá- ir munu þeir, sem ekki eru sannfærðir um, að forsvars- menn Sjálfstæðisflokksins myndu tala á þessa leið, ef slík tillaga kæmi fram. En þótt Sjálfstæðismenn væru þanhig fullir réttlætiskenndar, ef rannsaka ætti starfshætti heildsalanna, verður annað uppi á teningunum, þegar bændur eiga hlut í máli. Öllum mun þó ljóst, að frekar má ásaka heild- sala en bændur fyrir lélegar vörur og háa álagningu, og meiri grunur liggur á því, að þeir reyni að fara á bak við verðlags- og skattalög en bændur og verzlunarfélög Fjárlagatíllögur sósíalista Kaíli úr ræðu Skúla Guðmundssonar við 2, umræðu um fjár- lagafrumvarpið 5. nóv. 1943 Eins og áffur hefir veriff sagt frá, klufu fulltrúar sósíalista í fjárveitinganefnd nefndina á síffustu stundu og báru fram stórfelldar útgjaldatillögur í sérstöku áliti. í ræffukafla þeim, sem hér fer á eftir, víkur framsögumaffur meiri hluta nefndar- innar, Skúli Guffmundsson, að þessum tillögum sósíalista. Hv. frsm. minnihl. (Þóroddur Guðmundsson) og aðrir þm. Sósíalistafl., sem talað hafa við þessa umr., reyna af fremsta megni að telja mönnum trú um það, að um mikinn ágreining hafi verið að ræða í fjárvn.,og að allt önnur stefna komi fram í till. þeirra en í þeim till., sem n. í heild flytur á þngskj.: 296. í nál. minnihl. kemur þessi til- hneiging þeirra einnig glöggt fram, þar sem skrifað stendur, að með till. sínum sé minnihl. að marka nýja stefnu í fjármál- unum. Ég get þó búist við, að fleiri mönnum en mér, sem athuga þetta mál, veitist erfitt að koma auga á nýju stefnuna í till. minnihlutans. Hv. minnihl. flyt- ur engar tillögur um nýja tekju- öflun fyrir ríkissjóð. Heldur hið gagnstæða. Hann gerir aðeins till. um að áætla nokkru hærri tekjur á næsta ári af þeim tekjustofnum, sem ríkið nú hefir, heldur en meirihl. Ég tel þeirra. Slík rannsóknarnefnd gæti því frekar átt rétt á sér til að rannsaka starfshætti heildsalanna en til að rannsaka starfshætti bænda. En það finnst Sjálfstæðis- mönnum ekki. Nokkrir þing- menn þeirra hafa gerst frum- kvöðlar þess, að pólitískri þing- nefnd verði falið að rannsaka fyrirtæki bænda og búrekstur þeirra. Aðalblað Sjálfstæðis- flokksins virðist nú ekki eiga neitt áhugamál kærara en að koma þessari ofbeldisrannsókn fram. Þeim bændum, sem hafa fylgt Sjálfstæðisflokknum að mál- um, mætti gjarnan vera þetta umhugsunarefni. Á sama tíma, sem reynt er að ginna þá til áframhaldandi fylgis við flokk- inn með stofnun nýrra bænda- samtaka, vinnur annar hluti flokksins að því að skapa þeim minni rétt en öðrum lands- mönnum og beita þá meðferð, sem þessir herrar myndu telja til verstu ranginda, ofsóknar og ofbeldis, ef heildsalarnir og aðrir slíkir ættu að sæta henni. Þ. Þ. of óvarlega farið í þeim till. minnihl. T. d. má benda á það, að tekjur af verðtolli reyndust allmiklu lægri í sept.-mán. á þessu ári en í sama mánuði í fyrra, og hætt er við, að þannig verði einnig á næstu mánuðum, vegna minnkandi innflutnings á sumum hátt tolluðum vörum. Með þessu er ekki sagt, að tekjurnar geti ekki orðið eitt- hvað hærri á næsta ári, en meirihl. leggur til að áætla þær. Ég vona að svo fari. En í því sambandi má benda á það, að margar tölur á gjaldahlið frv. eru áætlúnarupphæðir, og reynslan hefir sýnt, að aldrei hefir tekizt að áætla þær ná- kvæmlega. Gjöldin hafa ætíð farið fram úr áætlun, að vísu misjafnlega mikið, og má búast við að svo fari enn á næsta ári, jafnvel þótt hæstv. stj. reyni að takmarka umframgreiðslur svo sem unnt er. En þar sem greiðslujöfnuður er tiltölulega fremur lítill á frv., er skammt yfir í greiðsluhalla ef tekjurnar fara ekkert fram úr áætlurt. Ég tel mikla hættu á því, ef farið verður eftir till. minnihl., að ríkissjóð skorti fé á næsta ári til að inna af höndum greiðslur samkv. fjárlögum. Fari hins vegar svo, að tekj- urnar á næsta ári fari meira fram úr áætlun en gjöldin, þannig, að tekjuafgangur verði, þá er engin sérstök hætta fólg- in í því. Það mætti t. d. láta þetta fé í framkvæmdasjóð rík- isins, en hlutverk hans er að styðja framkvæmdir í atvinnu- málum eftir styrjöldina. Sjáif- sagt verða einhver ráð með að ráðstafa tekjuafgangi, ef ein- hver verður. Ég get jafnvel bú- izt við, að hv. minnihl. fjárvn. muni fáanlegur til að gera ein- hverjar tillögur um ráðstöfun fjárins, ef einhverju verður að ráðstafa, þegar þar að kemur. Ef háttv. minni hluti hefði borið fram tillögur um nýja tekjustofna, til að bera uppi aukin útgjöld, en meiri hl. hefði ekki viljað á þær fallast, þá hefði verið hægt að tala um stefnumun. En þessu er alls ekki til að dreifa. Tekjur ríkissjóðs og útgjalda- möguleikar vaxa ekki um einn einasta eyri þótt tillögur minni hlutans verði samþykktar. Þetta er affalatriffi málsins. Háttv. minni hl. .telur sig hafa áhuga fyrir því, að fé verði veitt úr ríkissjóði til smíða á fiski- skipum og framfara í landbún- aði. En ég vil benda á það, að möguleikar ríkissjóðs til að leggja fram fé til þeirra nauð- synlegu framkvæmda, verða minni, ef till. minni hl. verða samþykktar, heldur en ef fylgt verður till. meiri hlutans. Þetta stafar af því, að hv. minni hl. gerir einnig tillögur um aukn- ar fjárgreiðslur til annara hluta, sem nema samtals milj- ónum króna, en engar tillögur um nýja tekjustofna. Það eru því fullkomnar blekk- ingar, þegar háttv. minni hluti heldur því fram, að með því að sámþykkja tillögur hans sé greitt fyrir því, að ríkið leggi fram fé til skipasmíða og land- búnaðarframkvæmda. Þetta er alveg þveröfugt. Ef þingið samþ. till. meirihl. fjárvn. eru einmitt miklu meiri líkur fyrir því, að ríkið geti lagt fram fé á næsta ári til nýrra framkvæmda í þágu sjávarút- vegs og landbúnaðar, heldur en ef tillögum minni hlutans verð- ur fylgt. Það er vegna þess, að meirihl. stillir meira í hóf ýms- um öðrum útgjöldum. Allir þeir, sem hafa áhuga fyrir því, að ríkissjóður geti lagt fram fé til þessara nauðsynlegu fram- kvæmda í atvinnumálunum, hljóta því að fylgja till. meirihl. Ef þm. Sósíalistafl. væri nokkur minnsta alvara með það, sem þeir tala um, að ríkið eigi að leggja fram fé til skipasmíða og framfara i landbúnaði, ættu þeir að taka allar sínar tillögur aftur nú þegar og fylgja tillög- um meirihl. En hver er alvaran á bak við þessar tillögur háttv. minni- hluta, um framlög til sjávarút- vegs og landbúnaðar? Þeir, sem lítið þekkja háttv. 2. landskj. (Þ. G.) og flokk hans, gera e. t. v. ráð fyrir, að háttv. minnihl. sé þetta mikið alvöru- mál, t. d. með framlög til efling- ar landbúnaði. En við, sem höf- um setið á þingi í nokkra mán- uði með hv. 2. landskj., fram- sögumanni minnihl., höfum haft tækifæri til að kynnast hug hans í garð landbúnaðarins, og Baðsíofuhjal „NÚ ER KOMIÐ HRÍMKALT HAUST, horfin sumarblíða". Já, það er meira að segja kominn vetur. Göngurnar eru liðnar, þrennar og jafnvel fernar með eftirleitum. Sláturtíðin er búin, og bráðum fara börnin að telja hvað margir dagar séu til jóla. Haustið var svalt framan af, og sums staðar fennti fé. í göngum hafa sjálfsagt margir lent í hrakningum að þessu sinni, bæði menn og skepnur. Sjaldan eða aldrei hafa sláturfjárhjarð- irnar verið stærri en í haust. Hey eru lítil a. m. k. um landið austanvert. Víða lá hey undir snjó fram í októbermánuð. Þá komu hlákur og þurrviðri. Ég hefi heyrt, að á einstaka bæjum hafi töðugjöld verið rétt fyrir veturnætur. ÞEGAR SVONA VIÐRAR á haustin, mættu margir hugsa til þeirra, sem á heiðarnar fara, manna og málleysingja. Það er ekki notalegt í vondri tíð, að vera í göngum tvo, þrjá daga fjarri mannabyggðum, og þó eru sumir lengur. Þó að óbyggð- in sé oft fögur á vori og sumri, þá er hún langt frá því að vera gestrisin í dimmviðri á haust- nótt. Gangnakofarnir eru marg- ir illa á sig komnir og lélegir gististaðir í vondu veðri. Stund- um eru þó gangnamenn í meiri vandræðum með hesta sína en sjálfa sig. Við alla gangnakofa þyrfti að vera skýli handa hest- um og helzt ofurlítið af heyi til að grípa til, ef nauðsyn krefur. Flestar hreppsnefndir munu hafa rýmri fjárráð en venjulega, og þær ættu þá ekki að gleyma að hressa upp á gangnakofana sína, þar sem þeir eru, setja í þá sæmileg eldstæði, ef fáanleg eru, og muna þá um leið eftir gangnahestunum. GAMALL MAÐUR SKRIFAR: „Það er stundum fróðlegt að spyrja fólk um atvinnu foreldra sinna. Þá færðu stundum þessi getum ekki tekið spjall hans um þetta nú mjög hátíðlega. Ég ef- ast um að það hafi nokkru sínni komið fyrir, eða a. m. k. man ég ekki eftir því, að þessi hv. þingm. hafi risið úr sæti hér á Alþingi til ræðuflutnings, án þess að viðhafa ósæmileg orð um bændur landsins, félög þeirra og landbúnaðinn yfirleitt. Framsöguræða hans nú var að þessu leyti engin undantekning. Hann nefndi þennan atvinnuveg „sníkjudýr", þótt hann væri í öðru orðinu að tala um áhuga sinn fyrir eflingu landbúnaðar- ins. Þannig kom innri maðurinn fram, eins og venjulega í ræð- um hans. svör: Hann er bara bóndi eða: Hann er bara verkamaður. En aldrei: Hann er bara sýslumað- ur eða: Hann er bara prestur eða: Hann ér bara kaupmaður. í„orðinu bara felst sú skoðun, oft ósjálfrátt, að atvinnan, sem um er að ræða, sé lítilmótleg. Vegna þessa hugsunarháttar meðal annars, vilja sumir losna við erfiðisvinnu og taka jafnvel upp í hennar stað, störf, sem eru óþörf og jafnvel skaðleg. Nú vilja sumir kalla bóndann óð- alseiganda og verkamannastétt- ina launastétt, þykir það víst eitthvað finna. í Reykjavík er hætt að auglýsa eftir vinnukon- um, því að það orðalag er móðg- andi. Nú heitir vinnukonan húshjálp. Þá vil ég minnast á orðin forstjóri og framkvæmda- stjóri, en svo vilja nú flescir heita,sem hafa umsjón með ein- hverri vihnu fyrir aðra. Orðið stjóri er að vísu gamalt og gott, t. d. skipstjóri eða verzlunar- stjóri, en því aðeins að hægt sé að skeyta það við heiti þess, 'Sem stjórna skal. Sé svo ekki, vil ég láta nota orðið ráffsmaður. Séu fleyri einn ráðsmaður í sama fyrirtæki, má kalla þann aðal- ráðsmahn sem mestur er að völdum, og svarar það þá til orðsins forstjóri, en fram- kvæmdastjórar ættu að heita ráðsmenn. EINKENNILEGT ER ÞAÐ, hvernig titlar eru notaðir hér á landi. Það er orðinn siður í kaupstöðum að kalla hverja gifta konu frú, en ógefna ung- frú eða jafnvel danska orðinu „fröken“. Hins vegar eru ekki nema tveir karlmenn hér á landi, sem venjulegt er að kalla herra. Það eru biskupinn og rík- isstjórinn. Mér finnst, að ann- að hvort ætti að leggja niður titlana frú og ungfrú fyrir kon- ur eða taka upp þann sið að nefna alla fullorðna karlmenn herra bæði í ræðu og riti. Á ann- að. vil ég líka benda. Ef íslenzk- ir menn eru ekki nefndir herr- ar (nema biskupinn og ríkis- stjórinn), hvers vegna finnst mönnum þá þurfa að nefna út- lendan mann herra, eða Mr„ ef um hann er talað eða skrifað. í því er ósamræmi og einhvérs- konar ósjálfráð vanmáttartil- finning gagnvart útlendum mönnum. Bezt kynni ég við að leggja niður alla titla á konum og körlum, innlendum og út- lendum, þegar íslendingar ræða og rita á sinni eigin tungu. Hitt er svo annað mál, að erlendis og í samtölum á erlendum málum, verða menn að fara eftir því, sem siður er og málvenja á hverjum stað. (Framh. á 3. síSu) Jón Eyþórsson: Gedvonzkan í Helgafelli Ef farið væri að tillögu Páls ísólfssonar, og lagður skattur á geffvonzku, er ég hræddur um, að hinn afkastamikli ritstjóri Helgafells og handlægni ljóða- þýðari, Magnús minn Ásgeirsson, fengi svo háan skatt, að hann gæti ekki greitt hann, nema Ragnar í Smára hlypi undir bagga með honum. Því minnist ég á svo ómerki- legt efni, að Magnús hefir gert sér áberandi mikið far um að elta mig með geðvonzkulegri til- slettni í því, sem hann lætur frá sér fara í bókmenntatímariti Ragnars i Smára. Fyrst eftir að M. Á. gerðist að hálfu leyti verkstjóri í þessari andlegu smjörlíkisgerð, skrifaði hann greinarstúfa undir fyr- irsögninni „Innan garðs og ut- an“. Virtist það eiga að tákna, að hann stæði með annan fót- inn hjá byltingamönnum utan garðs í þjóðfélaginu, en hinn fóturnn væri fjötraður í góð- borgaralegum vegtyllum innan garðs. — Var auðsætt af grein- um þessum, að ritstjórinn ætlaði að leika lausu við og vera beggja vinur, stíga í hvorugan fótinn, en láta þá dingla svona til skiptis utan garðs eða innan, eftir því, sem kaupin gerðust á eyrinni. Síðan M. Á. var fenginn til að úthluta rithöfundalaunum, lof- sællar minningar, hefir tvennt gerzt: Hann hefir orðið miklu geðstirðari og svo hefir hann skiþt um nafn á greinum sínum og kallar þær nú „umhorf og viðhorf“. Gæti það táknað það, að nú stæði hann á garðinum þar, sem hann áður sat, og væri að reyna að átta sig á, hvort hann ætti heldur að stökkva inn fyrir eða út fyrir, ef hon- um yrði kalt af því að norpa þarna á garðskömminni. Síðustu greinarkorn hans í Helgafelli gætu bent til þess, að það sé farið að setja að honum. í næstsíðasta hefti Helgafells talar M. Á. allmikið um, hvað sér hafi þótt það leiðinlegt, að Gunnar Gunnarsson skyldi fara að segja sig úr Rithöfundafé- laginu, þótt hann væri aldrei nema settur í annan launaflokk rithöfunda og hið næsta sjálf- um M. Á. og Þorbergi Þórðar- syni. Ber hann mikið lof á Gunnar og reynir að leiða hon- um þetta fyrir sjónir með bróð- urlegum fortölum. — En svo nær ritstjórinn sér niðri og skekur hnefana í heilagri reiði. Það er eiginlega þeim slæma manni Jóni Eyþórssyni að kenna, að G. G. fór úr rithöf- undafélaginu. Þessi argvítuga persóna hefir sem sé skrökvað því að Gunnari, að skáldalaun hans hafi verið lækkuð frá því, sem þau voru í tíð Menntamálaráðs, í stað þess að þau hafi verið hækkuð um 600 kr.! Mikið barn má M. Á. vera, ef hann heldur, að hann geti dregiö athygli alþýðu manna frá kjarna málsins með því að blása sig út, eins og hann gerir, af þessu tilefni. Heldur hann, að tvöfeldni utangarðs- vina hans sé ekki lýðum ljós, eftir að þeir hafa reynt á þann hátt, sem þeir gerðu, að skreyta sig með nafni Gunnars Gunn- arssonar og ríkisstjóra, rétt eins og þeir segöu: „Úr því að þessir eru með oss, hver er þá á móti oss?“ — Rétt eftir sæma þeir G. G. annars flokks skáldalaun- um. — Ríkisstjóri fékk hins veg- ar „auða seðla“ 17. júní. — Nei. Vífilengjur M. Á. eru þýð- ingarlausar. Það sem máli skipt- ir er það, að G. G. hlaut jafnan laun í fyrsta flokki rithöfunda hjá Menntamálaráði. Það er aukaatriði í sjálfu sér, hvort þau eru 4000 eða 3000 kr. eða mitt á milli. Upphæðin getur farið eftir því, sem efni standa til. Hlut- fallið við önnur skáldalaun er hins vegar aðalatriði. * * * Ég hefði ekki skipt mér neitt af þessu geðvonzkunöldri Magn- úsar, ef hann hefði ekki farið aftur á stúfana í síðasta hefti Helgafells og brugðið mér um ritfölsun. Magnús hefir þótzt þurfa að prjóna þar neðan við fáein við- urkenningarorð, sem dr. Símon Ágústsson skrifar um Þætti af Suffurnesjum eftir Ágúst heitinn Guðmundsson frá Halakoti, er komu út að höfundinum'látn- um. Ég hefi það eitt til saka unnið, að ég skrifaði nokkur for- málsorð að endurminningum þessa látna heiðursmanns og lagaði merkjasetningar eftir því, sem ástæða var til, án þess að raska sérkennum á frásögn höfundarins. í formálanum hefi ég komizt svo að orði: „Þessir þættir af Suöurnesjum koma því hér fyr- ir sjónir lesandans í þeim bún- ingi að mestu leyti, sem ég fékk þá í hendur. Um samanburð við aðrar heimildir eða skýringar er ekki aff ræða. Gildi þessara frá- sagna stendur og fellur með minni Ágústs, og ég er þeirrar trúar, að því hafi ekki víða skeikað“. Það hefir komið í ljós, að Ágúst hefir sérstaklega mis- minnt um eitt atriði í frásögu sinni. Nú lætur M. Á. orð liggja að því, að ég eigi sök á þessari missögn eða hafi með öðrum orðum falsaff frásögu Ágústs, þar sem „ólíklegt megi þykja, að svo vönduðum manni og átt- hagafróðum sem Ágústi frá Halakoti hafi orðið hún á“, og vitnar því til sönnunar í ofan- greind formálsorð mín, að þætt- irnir komi hér fyrir sjónir les- andans í þeim búningi aff mestu leyti, sem ég fékk þá í hendur. Mér er óhætt að fullyrða það tvennt í þessu sambandi, að hvorki hefi ég breytt neinu að efni til í þáttunum né heldur hafi Ágúst viljandi hallað á nokkurn mann eða missagt vilj- andi, svo vandaður maður og góðgjarn var hann. Hitt hefi ég fremur heyrt, að hann beri sumum samtíðarmönnum full- vel söguna. — Það er engan veg- inn nýtt fyrirbrigði, að mönn- um skjátlist um eitt og annað, þótt skýrir séu, er þeir rita end- urminningar sínar á efri árum. Það hefir hent marga, sem hærra hafa þótzt á strái um rit- mennsku og mannvirðingar en Ágúst heitinn. Er það því illt verk og lítilmannlegt að seilast til hans látins með getsakir og illgirni svo sem M. Á. gerir í umræddri Helgafellsklausu. Annar maður, Magnúsi fróð- ari og góðgjarnari, hefir bent mér á nokkrar smámissagnir og ónákvæmni í þáttum Ágústs, þótt það raski á engan hátt gildi þeirra sem sannfróðri frásögn um sjósókn og atvinnuhætti á Suðurnesjum fyrir manns- aldri síðan. Þessi maður er Kristleifur á Stóra-Kroppi, sem er kunnugur á Suðurnesjum og þekkti Ágúst vel. Kemst hann m. a. svo að orði í bréfi í sumar: „Sá ég Ágúst þar, er hann var á 14 ári, sitja í skut hjá föður sínum og draga svo öran fisk,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.