Tíminn - 30.11.1943, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.11.1943, Blaðsíða 2
474 TtMINN, þriðjudagiim 30. nóv. 1943 119. blað ^tmmn Þi'iðjtidm/ui' 30. nóv. Sundurlyndið, sem tefur þingíð Alþingi hefir að þessu sinni verið að störfum í þrjá mánuði og enn verður ekki sagt um það með neinni vissu, hvenær því lýkur. Með skaplegum vinnu- brögðum hefði vel mátt ljúka störfum þess á tveimur mán- uðum. Ástæðan til þessa dráttar á þingstörfum má rekja til þess, að stærsti flokkur þingsins, Sjálfstæðisflokkurinn, sem ætti að hafa forustu um störf þess, er svo klofinn og sundurþykkur, að hann hefir ekki enn getað tekið afstöðu til tveggja stærstu málanna, sem afgreiðsiu bíða, auk fjárlaganna. Þessi mál eru verðuppbætur á útflutningsvörur landbúnaðar- ins og fjárgreiðslur til að halda niðri dýrtíðinni innanlands. Verðuppbæturnar á útflutn- ingsvörur landbúnaðarins eru óhjákvæmileg afleiðing af sam- komulagi landbúnaðarvísitöl- nefndarinnar, því að yrðu þær ekki greiddar, fengju bændur minni tekjur en aðrar sambæri- legar stéttir, en dýrtíðarlögin á- skilja þeim þann rétt. Snemma á þingi gáfu allir Framsóknar- menn og 14 Sjálfstæðismenn þá skriflegu yfirlýsingu, aö þeir myndu standa að ráðstöfunum til að tryggja bændum uppbæt- ur fyrir útflutningsvörurnar. Til þess að framkvæma þessa yfirlýsingu, þarf að afla nýrra tekna, þar sem ven-julegum tekjustofnum ríkisins er þegar ráðstafað. Framsóknarmenn bentu strax á framlengingu verðlækkunarskattsins, en ekk- ert samkomulag hefir náðst um hann í Sjálfstæðisflokknum eða um aðra tekjuöflun í þessu skyni. Eru Sjálfstæðismenn búnir að deila um þetta mál í þrjá mánuði og hafa Framsókn- armenn því beðið með flutning verðlækkunarskattsfrv. eins lengi og þeir töldu sér þaö fært. Er ómögulegt að segja, hvern enda þetta mál fær hjá Sjálf- stæðismönnum og væri ' það ekki í ósamræmi við fyrri reynslu, þótt yfirlýsing fjórtán- menninganna yrði aldrei meira en pappírsgagn eitt. Fjárframlög til að halda niðri dýrtíðinni eru eina ráðstöfunin, sem þingið getur gert í dýrtíð- armálunum að þessu sinni, þar sem mikill meirihluti þess tel- ur rétt að reyna hina „frjálsu leið“ enn um sinn. Þótt Fram- sóknarmenn telji þessar fjár- greiðslur aðeins kleifar til bráðabirgða meðan verið er að sjá fyrir endalok „frjálsu leið- arinnar“ og þingmenn eru að safna kjarki til aðgerða, ef hún bregst, telur hann þær samt betri en að sleppa dýrtíðinni alveg lausri. Af stórhækkaðri vísitölu nú myndi leiða stöðvun mikils hluta smáútgerðarinnar og frystihúsanna, beina kaup- lækkun hjá hlutarsjómönnum, þar sem verðlagið hækkaði, en hlutur þeirra stæði í stað, og tekjurýrnun hjá bændum, þar sem þeir yrðu að greiða hærra kaupgjald, en gætu ekki hækk- að afurðaverðið. Ef vísitalan fengi líka að hækka óhindrúð, myndi hún hækka koll af kolii, unz allt yrði óviðráðanlegt. Kommúnistar hafa hafið harða sókn gegn þessu úrræði, þar sem þeir vilja koma á hruni, og Alþýðuflokkurinn hef- ir eins og fyrri daginn farið í slóð þeirra. Þessi afstaða verka- lýðsflokkanna annars vegar og áðurgreind afstaða Framsókn - arflokksins hins vegar hefir ver- ið kunn frá þingbyrjun. En þó er þetta mál enn óútkljáð og enginn veit enn um afdrif þess. Sjálfstæðismenn hafa tvistígið og rifist og enn tvístíga þeir cg rífast. Sumir ,vilja yfir til kom- múnista, en aðrir vilja fylgja Framsóknarmönnum. Eftir úr- slitum þessarar deilu Sjálfstæð- ismanna hefir þingið beðið í þrjá mánuði og bíður enn. Það er von, að þeir tali nú mikið um sundurlyndi á þing- Sfofnun lýðveldis og sambandsslit Eltir Eysteín Jónsson Fyrir 25 árum var mikill sig- ur unninn í sjálfstæðisbaráttu íslendinga. Fæstum mun þó hafa verið það í hug þá og síð- an, að staðar skyldi numið, þar sem þá var komið. Fæstir munu hafa talið, að unninn væri loka- sigur í baráttunni fyrir frelsi þjóðarinnar. Margir munu hafa litið svo á, að eitt hið merkasta.er þá gerð- ist, væri ákvörðun Dana og ís- lendinga um að hvor þjóðin um sig hefði að 25 árum liðnum rétt til þess að ákveða, hvort samband það skyldi haldast milli landanna, er Sambands- lögin ákváðu, eða hvort því skyldi að fullu slitið. íslenzku þjóðinni hefir verið ríkt í huga að öðlast fullkomið stjórnmálalegt frelsi. Reynsla íslendinga hefir kennt þeim ótvírætt, að eftir því, sem þjóðin hefir búið við mei'ra frjálsræði, eftir því sem íhlutun annara um stjórnar- hætti landsins hefir farið þverr- andi, hefir þjóðinni vegnað betur. íslendingar hafa flestir litið á þau 25 ár, er líða skyldu unz endanlega yrði gengið frá sjálf- stæðismálum þjóðarinnar, sem einskonar biðtíma og þá jafn- framt á þá skipan mála, er á- kveðin var 1918, sem "Bráða- birgðaskipan, er hlyti að verða breytt, þegar tími væri til kom- inn. Ýmsum hefir verið það á- hugamál, á undanförnum ár- um, að íslendingar girtu fyrir, að nokkur misskilningur gæti átt sér stað um framtíðarfyrir- ætlanir þeirra í sjálfstæðismál- um þjóðarinnar. Forystumenn stjórnmála- flokkanna á Alþingi hafa oftar inu, Sjálfstæðismennirnir. Þannig hyggjast þeir að draga athyglina frá þeirri staðreynd, að þingið tefst og er óstarfhæft fyrst og fremst vegna sundur- lyndisins í Sjálfstæðisflokknum. Sundurlyndið, sem nú tefur og eyðileggur vinnubrögð þingsins, er sundurlyndi Sjálfstæðis- flokksins. Það er raunasaga þingsins, að stærsti flokkurinn, sem á að hafa forustuna, getur ekki komið sér saman. Það eiga kjósendurnir að hafa hugfast, þegar þeir í næstu kosningum eiga að velja flokk til að hafa forustu á Alþingi. Þ. Þ. en einu sinni lýst yfir þeim vilja þingflokkanna, sem áreiðan- lega hefir einnig verið og er ! vilji þjóðarinnar, að ísland yrði 'algerlega frjálst og tæki öll ' málefni sín í eigin hendur, jafnskjótt og þjóðin hefði rétt . til þess. | Nægir í þessu sambandi ’að minna á yfirlýsingar á Alþingi 1928 og 1937 og er þá einungis til þess vísað, er - menn höfðu uppi látið um hug sinn j til þessara málefna áður en Jstyr'jöldin skall á og þeir at- burðir gerðust, er af henni hafa leitt. Þótt stjórnmálaflokkarnir á íslandi hafi verið ósammála um , margt, hafa þeir þó verið sam- mála um að endurheimta fullt frelsi þjóðinni til handa. Hitt er annað mál, að ekki hefir ver- ið á því máli þannig haldið af öllum nú um skeið, að vansa- laust sé, svo ekki sé harðara að orði komizt. Verður það þó eigi hér rakið, þar sem nú er svo nærri komið örlaga- og úrslita- stund í málum .þessum, að allir þeir, sem samleið eiga um úr- lausn, verða nú að sameinsat um að veita allt það lið, er þeir mega, alveg án tiilits til þess,er á undan er'gengið. Eigi leikur á tveim tungum að breyting sú hin þýðingarmikla, er varð á högum íslendinga 1918, átti rætur sínar að mjög verulegu leyti í breytingum i þeim, er af heimsstyrjöldinni : fyrri stöfuðu og reynslu þeirri, !er í styrjöldinni fékkst. Fer þó fjarri því, að ég vilji gera lítið úr þeirri baráttu, er á undan var gengin. Án hennar hefði ekkert unnizt 1918. Dreg- ur það ekkert úr gildi hennar, þótt viðurkennt sé, að heims- styrjöldin og atburðir í sam- bandi' við hana, muni hafa sannfært ýmsa um að breyt- ingar á stjórnmálasambandi Dana og íslendinga væru eðli- legar og réttmætar. Styrjöld sú, er enn geisar, hafði eigi staðið nema eitt miss- eri af átta, sem af eru, þegar augljóst varð, að hún mundi hafa enn gagngerðari áhrif á samband Dana og íslendinga en heimsstyrjöldin fyrri. Vorið 1940 gerðust þeir at- burðir, er slitu samband Dana og íslendinga, og gerðu með öllu óvirkan þann sáttmála, er þjóðirnar höfðu með sér gert. Danmörk var hernumin a4.öðr- um hernaðaraðilanum, en ís- land af hinum. íslendingar urðu fyrirvara- laust að^taka öll málefni sín í eigin hendur og skipa æðstu ^stjórn landsins, og stendur svo j enn. | Ég geri ráð fyrir, að flestir landsmenn hafi þá þegar gert ’ sér ljóst, að teningunum var j kastað og að aldrei mundi 'slunginn á ný sá þráður, er ’ slitinn var vorið 1940. Ég geng út frá því, að mörg- : um Dönum hafi einnig þá þeg- , ar verið þetta ljóst. Þeim var j fullkunnugt um fyrirætlanir ís- lendinga. Með þær hafði ekki verið í grafgötur farið svo sem j 1 áður er að vikið. unz lýðveldiö verður stofnsett." Með tillögum þessum var mörkuð sú stefna, að lýðveldi yrði eigi síðar sett á stofn en á árinu 1944. Það eitt var eftir að ákveða, hvenær endanlega skyldi frá sambandsslitunum gengið form- lega og stofnað lýðveldi á ís- landi. A Alþingi 1941 voru þessi mál I tekin til meðferðar og mörkuð j stefna í málinu. j Alþingi ályktaði að það teldi íslendingá hafa rétt til þess, i eins og komið væri, að slíta sam- bandi við Danmörku hvenær | sem íslendingar álitu það rétt. Ennfremur var því enn einu sinni lýst yfir, að sambands- sáttmálinn yrði ekki endurnýj- aður og sambandsslitum yrði ekki frestað lengur en til styrj- aldarloka. - Um þetta voru allir Alþingis- menn sammála. Nokkru áður en Alþingi gerði ályktun sína höfðu Framsókn- armenn komið saman á flokks- þing í Reykjavík. Gerðu þeir eftirfarandi ályktun um stefnu flokksins í skilnaðarmálinu: „Sjötta flokksþing Framsókn- armanna, háð í Reykjavík í marz 1941, lýsir því sem mark- miði flokksins, að ísland verði fullvalda lýðveldi. Sakir atburða, er leitt hafa af styrjöldinni, skorar flokksþing- ið á Alþingi, að gera í vetur þessar ráðstafanir: 1) Að lýsa yfir því, að Alþingi telji sambandslagasamninginn j frá 1918 vanefndan og gæta þess í hvívetna, að þjóðin tapi eng- um rétti til sambandsslita. 2) Að lýsa yfir því, að ísland verði lýðveldi eins fljótt og á- stæður frekast leyfa, þó eigi síð- ar en innan þriggja ára. 3) Að kjósa í vetur ríkisstjóra, er fari með æðsta vald ríkisins A næsta ári eru liðin þrjú ár síðan allir Alþingismenn álykt- uðu að íslendingar hefðu öðlast fullan rétt til sambandsslita þá þegar. Á næsta ári eru liðin þrjú ár síðan viðræður hefðu átt að hefjast um sambandslögin milli Dana og íslendinga, án þess að mögulegt hafi verið að koma slíku við. Á næsta ári eru liðin þau rúmlega 25 ár, er líða skyldu, unz hvor sambandsþjóðin um sig hefði einhliða rétt til sam- bandsslita. Þeir munu margir, er líta svo á skilnaðarmálið, að viturlega og sanngjamlega sé á því hald- ið af hálfu íslendinga, ef þeir láta sambandsslit eigi fara fram fyrr en á árinu 1944, þótt þeir hafi öðlast rétt til þess að ganga frá málum fyrr. Það ætti að mega gera ráð fyrir, að flestir íslendingar og Danir líti þá einnig þannig á, að hóflegt sé og sann- gjarnt, að íslendingar gangi frá fullum sambandsslitum, og stofni lýðveldi á árinu 1944. íslendingar hafa til þess fullan rétt, hvernig sem á mál- ið er litið, og það er ekki með sanngirni hægt að ætlast til þess, að þeir atburðir, sem hafa raunverulega slitið það sam- band, er var á milli landanna, verði til þess að dregið sé leng- ur en lengst gat orðið áður, að ganga frá nýrri stjórnarskipun á íslandi og sambandsslitum. Nú er svo komið málum, að meginþorri alþingismanna hef- ir lýst yfir, á einn eða annan hátt, fylgi sínu við stofnun lýð- veldis 17. júní 1944. Vil ég í lengstu lög vona, að um þetta geti orðið samkomu- lag á Alþingi og með þjóðinni, þótt nú líti út fyrir að á því geti orðið örðugleikar nokkrir. Nokkrir menn hafa látið í ljós þá skoðun og unnið að því að afla henni fylgis, að rétt væri að draga stofnun lýðveldis og sambandsslit til stríðsloka. Þeir munu fremur byggja skoðanir sínar á því að slíkt sé kurteisi við sambandsþjóð vora en hinu, að við höfum ekki rétt til sam- bandsslita. ísle'hdingar harma það áreið- anlega mjög, hversu nú er á- statt um hagi Dana, þegar sambandsslit eiga að fara fram, og hafa ekki löngun til þess að notfæra sér þá erfiðleika. Eng- inn misskilningur á að þurfa að eiga sér stað útaf því, hvernig ! á stendur. Endurteknar yfirlýsingar á Alþingi íslendinga fyrir styrj- ; öldina, sýna glögglega að stefna íslendinga um sambandsslit 1944 mótast ekki af því, hvern- ig nú er ástatt. íslendingar eru að framkvæma það, sem þjóðin hefir verið ráðin í að gera, allt jfrá 1918. Dönum er vel kunnugt um af- stöðu íslendinga fyrr og síðar og ég held, að það væri misskil- in kurteisi að fresta nú fram- | kvæmdum um óákveðinn tíma, til þess eins að geta talarð við sambandsþjóð vora um sam- bandsslitin og endurtekið einu sinni enn, að vér ætlum ekki að endurnýja sambandslagasátt- málann né halda konungs- sambandinu. | Með þessu er ekki sagt, að vér eigum ekki margt vantalað við Dani, er mikilsvert má telja, en þau mál eru ekki þannig vaxin, að þau hafi áhrif á sam- bandsslitin eða konungssam- bandið. | Við höfum nú búið við bráða- birgðaástand í þessum efnum ’ um nokkur ár. Það þarf ríkari ! ástæður, en fram hafa verið færðar, til þess að framlengja það ástand lengur en þangað til 4 ár eru liðin frá því að á- kvæði sambandslaganna urðu óvirk fyrir rás viðburðanna og lengur en þangað til sá tími er kominn, er íslendingar áttu einhliða rétt til sambandsslita, þótt ekkert óvenjulegt hefði skeð. Ef vér hikum á næsta ári hve- nær verður málinu þá ráðið til lykta? Eftir striðið segja ein- hverj ir. Hafa þeir menn gert sér grein fyrir því, hver áhrif það muni hafa á stjórnmálalífið í land- inu, ef þe'tta mál liggur enn ó- leyst um óákveðinn tíma? Ég vona að menn sjái, við í- hugun, að vandamálin, sem vér þurfum að leysa eftir stríðið og ef til vill áður en stríðinu lýkur, eru mörg og stór og munu reyn- ast fullkomin verkefni, þótt skilnaðarmálinu og stofnun lýð- (Framh. á 3. síSu) Jón Eyþórsson: Hornstrendingabók Þorleifur Bjarnason: Hornstrendingabók. 324 bls. í 8 blaða broti með mörgum myndum. Útgefandi Þorsteinn M. Jóns- son, Akureyri. Verð kr. 52, óbundin. Hornstrandir heitir nyrzti kjálki Vestfjarða, norðan Jökul- fjarða og Geirólfsgnúps. Þar er strjálbýlt mjög og harðbýlt, engir vegir og hafnir fáar. Ekki hafa menn gert sér tíðreist til Hornstranda úr fjarlægum hér- uðum, en sögur fóru af Horn- strendingum víða um land. Þeir lifðu á eggjum og fugli, harð- fiski og hákarli, drukku há- karlalýsi og voru rammir að afli. Þeir staursettu lík, vöktu upp drauga, gengu aftur og voru rammgöldróttir. Oddhagir voru þeir í bezta lagi, smíðuðu og skáru út rúmfjalir, öskjur og aska, enda höfðu þeir gnægð rauðaviðar, sem rak á fjörur þeirra, svo að varla var með öllu öfundarlaust hjá þeim, sem aldrei náðu í sæmilega tálgu- spýtu. Á síðari árum hafa hin fornu álög fallið af Hornstrendingum. Þeir hafa sótt meira til ver- stöðva við ísafjarðardjúps en áður var títt, þeír hafa eignazt vélbáta og geta nú brugðið sér til ísafjarðar með föng sín og sótt sér nauðsynjar. Ferðamenn allmargir hafa lagt leið sína norður á Strandir hin síðustu árin og haft þá sögur að segja, að þar norður væri sumarfag- urt og þar byggi myndarlegt og gestrisið fólk. En jafnframt því, að hin alda- gamla einangrun Hornstranda hefir verið rofin, hefir fólkinu fækkað, býli farið í eyði, strjál- býlið aukizt. Hornbjarg og Hælavíkurbjarg bjóða sem fyrr byrginn þrekvöxnum, íshafs- öldum, en fólkið í víkunum hef- ir margt þokað sér um set og leitað suður á bóginn. Fleiri og fleiri hafa með ári hverju gef- izt upp í „baráttunni við björg- in.“ * * * Hornstrendingabók er héraðs- lýsing Hornstranda. Hún segir frá högum Hornstrendinga fyrr og síðar, atvinnuháttum, af- komu, aðbúð og skapgerð. Skiptist hún í þrjá aðalþætti, er hafa að fyrirsögnum: Land og líf, baráttan við björgin og dimma og dulmögn. í hinum fyrsta er lýsing á landinu og daglegu lífi Hornstrendinga að fornu og nýju, eins og fyrir- sögnin ber með sér. Höfundur- inn telur hinar eiginlegu Horn- strandir vestan frá Rit við ísa- fjarðardjúp, norður um Horn og suður að Geirólfsgnúp. Suður- strönd Hornstrandakjálkans veit að Jökulfjörðum. Er naum- ast rétt í landYræðilegum skiln- ingi að telja hana til Horn- stranda, þótt mikil tengsl séu milli, og fólkið á þessum slóð- um hafi öldum saman sótt sér lífsbjörg í nyrztu gjögur lands- ins. Hvað sem þessu líður, er það auðsætt við lestur bókar- innar, að kjarni Hornstranda eru víkurnar þrjár á milli nyrztu annesjanna: Fljótavík milli Straumness og Kögurs; „Víkurnar" milli Kögurs og Hælavíkurbjargs og Hornvík, milli Hælavíkurbjargs og Horn- bjargs. í Fljótum eru nú tvö byggð býli, Atlastaðir og Tunga. „Víkurnar“ eru þrjár, Kjarans- vik, Hlöðuvík og Hælavík. Er Kjaransvík nú í eyði. í Horn- vík eru þrír bæir, Rekavík, Höfn og Horn. Frá Horni stefnir strandlengjan til suðausturs, og eru þar margar víkur og smá- firðir. Eitt til tvö býli hafa áð- ur verið í öllum aðalvíkunum, en nú eru mörg þeirra í eyði. Látravík heitir smávík austan í Horngjögrinu. Þar nam bóndi úr Húnavatnssýslu, Jó- hann Halldórsson, land um 1870 og bjó þar fram undir aldamót, en þá féll býlið í eyði, unz viti var reistur í Látravík um 1930. Innar á ströndinni eru Smiðjuvík og Barðsvík, er leg- ið hafa í eyði um nokkra ára- tugi. Sunnan þeirra er Bol- ungavík, Furufjörður, Þaralát- ursfjörður og Reykjarfjörður nyrðri. Er byggð á öllum þeim stöðum og búskapur góður. Milli allra þessara víka eru yfir háa og bratta, en yfirleitt mjóa fjallvegi að fara á landi, en sjóleiðin liggur fyrir sæbrött annes móti opnu úthafi. Það er því sjaldnast gamanleikur að bregða sér bæja á milli á Horn- ströndum að vetrarlagi. Höfundur leitast við að rekja áhrif lands og hafs á Horn- strendinga í fyrsta þætti bók- arinnar. Mér finnst, sem lítt kunnugum manni á þessum slóðum, að hann hefði getað gert þessa lýsingu á ýmsan hátt ljósari og skipulegri. Þá hefir hann farið allt of fljótt yfir sögu sjósóknar og einkum há- karlaveiða Hornstrendinga. Hann hefir ekki heldur gert smíði þeirra og hagleik nægileg skil. Það vantar með öllu mynd- ir af heimagerðum búsáhöld- um, sem munu hafa verið notað lengur á Hornströndum en í flestum öðrum héruðum lands- ins. Á höfundur í raun og veru allmikið verk óunnið á þessu sviði, því að ég efast ekki um, að hann sé manna bezt fær um að leysa það sómalega af herídi. Veigamesti kafli bókarinnar og bezt gerði er Baráttan við björgin. Eru þar nákvæmar lýs- ingar á bjargsígi og brattgengi Hornstrendinga, veiðiskap þeirra og veiðarfærum í björg- unum, hættum og mannraun- um, en jafnframt heillandi æv- intýrum í sólmóðu miðnættis- ins á nyrzta þremi landsins. Baráttan við björgin er, ef til vill, hin ramma taug, sem hefir dregið unga Hornstrendinga fastast að heimbyggð sinni. Hornstrendingar kalla þá- menn færa, sem eru vel bratt- gengir og góðir bjargmenn. Þætti mér ekki ósennilegt, að Hornstrendingar reyndust hlut- gengir í þeirri íþrótt á borð við hina rómuðu fjallagarpa stór- þjóðanna, þótt þeir þykist lítt af né haldi á lofti afrekum sín- um. Það er eins og höfundurinn hafi náð einna mest úr lifandi talmáli og frásagnarstíl Horn- strendinga í þessum þætti, sem von er. En það hefði ekki skað- að, þótt hann hefði sums stað- ar komið fram sjálfur í frá- sögninni og lýst af eigin sjón og raun — og tilfinningu, hvernig það er að vera brúna- maður og fyglingur. Hvort tveggja hefir hann efalaust reynt. í síðasta kaflanum hefir höf- undurinn fært í letur þjóðsagn- ir, ævintýri og munnmæli af Hornströndum, er hann nam flest af afa sínum, Guðna Kjartanssyni, bónda í Hælavík, enda er bókin tileinkuð honum. Af þessum sögnum er bersýni-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.