Tíminn - 11.01.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.01.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHUSI, Lindargötu 9 A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKEITCTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Sími 2323. 28. árj>. Rcykjavík, þriðjndagiuu 11. jan. 1944 3. blað Erlent yfirlit: Verður Japan lýðveldí? í flestum aðalblöðum Banda- manna er nú rætt meira og minna um friðarskilmála þá, sem Þjóðverjum verði settic. Eru menn þar ekki á einu máli, eins og nýlega hefir verið rakið hér í blaðinu. Hins vegar er enn lítið rætt um friðarskilmálana, sem eigi að setja Japönum, enda er talið að styrjöldin við þá standi mun lengur. Þó er ein Bandamanna- þjóðin undantekning í þessum efnum. Það eru Kínverjar. Þeir ræða mjög um þá kosti, er setja beri Japönum við friðarborðið. í styttri grein ameríska blaða- mannsins Guenther Stein, sem nú dvelur í Chungking, er sagt frá éinum þætti þessara um- ræðha: — Fjölmargir frjálslyndir Kínverjar, sem tilheyra ólík- ustú stéttum, hafa lýst þeirri þeirri skoðun í samtölum, sem ég hefi átt við þá, að Japan verði að vera lýðveldi eftir styrj- öldina. Þeir segja, að án afnáms japanska keisarastólsins megi ekki vænta friðar á komandi ár- um eða þeirrar menntunar og uppeldis, sem Japönum sé nauðsynleg. Á það hefir verið bent, að Japanskeisari hefi raunverulega lítil pólitísk völd. Hann er miklu frekar einskonar trúarhöfðingi, sem þjóðin tilbiður og telur eina aðalsönnunina fyrir guðlegum uppruna og yfirburðum sínum í skjóli þessarar trúar og dýrk- unar, sem keisarinn nýtur í Japan, hafa ýmsar valdaklíkur, seinast hershöfðingjarnir nú, getað notað keisarastólinn til að vinna sér fylgi þjóðarinifar og framkvæmt stefnú sína í nafni hans. Sú skoðun hefir því kom- izt á kreik, að frjálslynd lýð- ræðisöfl í Japan gætu notað keisarastólinn á svipaðan hátt eftir styrjöldina. Þessu er mótmælt af frjáls- lyndum Kínverjum. Þeir segja m. a.: í fyrsta lagi verður að taka tillit til þess, að keisarastóll- inn er trúarlegs eðlis. Hann er Japönum tákn um göfugan upp runa og yfirburði. Fátt myndi því verða drottnunardraumum Japana meira áfall en að keis- arastóllinn væri lagður niður ' og þannig afhjúpaðar allar hé- giljurnar í sambandi við hann Það myndi ekkert hjálpa bet- ur til þess að leiða Japani í sannleikann og ryðja háska legum trúarskoðunum úr vegi réttrar fræðslu ,og menntunar. í öðru lagi myndi keisarastóll- inn, ef hann héldist áfram, verða afturhaldsöflunum til mestrar styrktar. Þau myndu segja, að að öðrum þjóðum hefði verið mögulegt að eyðileggja her og flota Japana, en þær hefðu ekkí getað haggað við keisara- (Framh. á 4. síðu) Seinustu iréttír Rússar hafa tekið borgina Kirovograd, og halda uppi hinni hörðustu sókn gegn þýzka hern um í Dnéprbugðunni. Er að staða Þjóðverja talin alvarleg þar. Á Ítalíu hefir fimmti ameríski herinn unnið talsvert á og rofið varnarlínu Þjóðverja á all stóru svæði. Ciano greifi, Bono hershöfð- ingi og fleiri forráðamenn fasista, sem snérust gegn Musso- lini í sumar, hafa verið dæmdir til dauða af sérstökum dómstóli, sem Þjóðverjar létu fjalla um mál þeirra. víd Faxaflóa Veiðiskipin verða mun fleiri en í fyrra Mun fleiri skip munu stunda fiskveiðar í vetur frá verstöðv- unum við Faxaflóa en í fýrra. Einkum hefir aðkomubátum, sem sækja þaðan sjó, fjölgað. Margir bátanna eru þegar byrj- aðir á veiðum og hefir afli verið meiri en venja hefir verið um þetta leyti árs. Frá Grindavík ganga í vetur 8 þilfarsbátar og 8 opnir vél- bátar. Róðrar eru almennt ekki byrjaðir. Frá Höfnum munu ganga 1 þilfarsbátur og 5—6 opnir bát- ar. Frá Sandgerði munu ganga 32 þilfarsbátar eða 10 fleira en í fyrra. Meirihlutinn er aðkomu- bátar. Nokkrir bátar eru byrj- aðir á veiðum og hafa aflað vel. Frá Keflavík munu ganga 27 bátar og er það miklu fleira en í fyrra, þegar flest var. Flestir bátanna eru aðkomnir. Úr Vogum munu ganga 4 þilfarsbátar, en margir opnir bátar munu ganga þaðan og af Vatnsleysuströnd síðar í vetur. Frá Reykjavík munu a. m. k. ganga 3 stórir vélbátar á línu- veiðar. Óvíst er enn um útgerð togbáta, því að ósamkomulag er enn um kaup og kjör. Engir línubátar gengu héðan í fyrra, því að ekki fengust menn á þá. Gert er ráð fyrir aukinni út- gerð héðan síðar á vertiðinni. Frá Akranesi munu ganga 30 þilfarsbátar, en þaðan gengu 22 bátar í fyrra. Af þessum bát- um eru 9 eða 10 aðkomnir. Afli er þar góður. Ástæðan til hinnar auknu út- gerðar mun einkum sú, að setu- liðið hefir nú færri báta í flutn- ingum og færri menn í vinnu en áður. Útgerðin gaf líka sæmi- legan arð í fyrravetur, því að afli var góður. Beituverð er nú svipað og þá, en kolaverð og saltverð heldúr hærra, en olíu- verð talsvert lægra. Beita mua nú næg, en hana skorti í fyrra. Hins vegar hefir verið hörguil á veiðarfærum* en von er um, að úr því rætist. Erfiðlega hefir gengið að fa nóg af stúlkum í frystihúsin og hefir verið auglýst eftir þeim út um land. Frystihúsum hefir undanfarið fjölgað mjög í ver- stöðvunum við Faxaflóa og er þó enn verið að fjölga þeim. Talið er, að um 500 manns víðs vegar að af landinu rafi komið til verstöðvanna við Faxaflóa síðan um nýár, til að stunda þar ýmsa sjávarvinnu. Frumvarpið um lýðveldís- stofnunina lagt fyrir Álþingí Ríkísstjórnín flytur Srumvarp stjórnarskrárneSndar Regulegt Alþingi hóf fundi sína í gær eða mánuði fyrr en venjulega. Þótti rétt, að þingið kæmi eigi síðar saman, svo að af- greiðsla þess á lýðveldismálinu gæti verið lokið það snemma, að formleg stofnun lýðveldis færi eigi síðar fram en 17. júní næstk. Eins og áður er kunnugt, hefir það orðið samkomulag þriggja stærstu þingflokkanna að leggja fyrir Alþingi stjórnarskrárfrv. það, sem milliþinganefndin í stjórnarskrármálinu hefir samið, en hins vegar eru þeir óbundnir af einstökum ástæðum þess. Þar sem ríkisstjórnin er einnig þátttakandi í þessu samkomulagi, mun hún flýtja frv. og verður það sennilega lagt fram í neðri deild í dag. Frv. stjórnarskrár- nefndar. Frv. milliþinganefndarinnar er miðað við það, að stjórnar- skrárbreytingin nú verði gerö samkvæmt bráðabirgðaákvæð- inu, sem var samþykkt 1942, en samkvæmt því má þingið gera þær stjórnarskrár- breytingar, sem leiða af heini- færslu æðsta valdsins, án þess að þær þurfi að samþykkjast á tveim þingum meö kosning- um á milli, ef þær eru sam- þykktar við þjóðaratkvæða- greiðslu. Aðrar breytingar á stjórnarskránni má ekki gera á þennan hátt, eins og t. d. þær, sem snerta eitthvað valdssvið þingsins._ Skal hér skýrt frá aðalatrið- unum í ítumv. stjórnarskrár- nefndar, sem ný geta talizt. Nefndin leggur til, aö forset- inn verði kosinn af sameinuðu Alþingi á sama hátt og þing- forsetar eru nú kjörnir. A. m. k. % hlutar þingm. þurfa að vera mættir á slíkum kjörfundi. Ef enginn fær meirihl. greiddra at- kvæða, skal kosið milli þeirra tveggja, sem flest fá atkvæði. Nefndin leggur til, að valds- svið forseta sé hið sama og kon- ungs hefir verið, nema að því leyti, sem snertir synjunarvald á lögum. Hún leggur til, að for- seti geti að vísu neitað frv. um staðfestingu, en þingið getur þá lagt það undir þjóðaratkvæða- greiðslu og sker það úr. Nefndin ætlar forseta sama vald og konungur hefir nú til að skipa ráðherra, rjúfa þing, veita embætti o. s. frv. Neíndin leggur til, ~að kjör- tímabil forseta sé fjögur ár. Gagnrýni á frv. Frv. stjórnarskrárnefndar hefir orðið fyrir allmikilli gagnrýni. í fyrsta lagi virðist sú skoðun hafa mikinn meira- hluta, að forsetinn verði þjóð- kjörin..í öðru lagi virðast marg- ir telja æskilegt, að valdssvið forseta sé aukið, einkum í því tilfelli, þegar Alþingi getur ekki myndað stjórn og er óstarfhæft eins og nú. Fyrri breytinguna, að forseti verði þjóðkjörin, má vel gera, þótt stjórnarskrárbreytingin nú verði gerð á grundvelli bráða- ^ birgðaákvæðisins frá 1942. Verði þeir jafnir, ræður hlut- Hins vegar er ekki hægt að gera kesti urslitum. Forfallist forseti vegna veik- inda eða utanlandferðar, fara forsætisráðherra, forseti sam- einaðs þings og forseti hæsta- réttar með forsetavaldið á með- an. Deyi forseti, skal Alþingi kjósa nýjan forseta innan mán- aðar. Forseti er ábyrgðarlaus á stjórnárathöfnum og eigi má höfða mál gegn honum, án sam- þykkis Alþingis. Sameinað Al- þingi getur vikið forseta frá síðari breytinguna, að auka valdssvið forseta á kostnað þingsins, á grundvelli bráða- birgðaákvæðisins. Ef að því ráði yrði horfið, yrði stjórnarskrár- breytingin að gerast með venju- legum hætti, þ. e. á tveimur þingum með kosningum á milli. Þá hefir þeirri hugmynd skot- ið upp, að kjörtímabil forsetans eigi að vera lengra. Það tíðkast þó yfirleitt ekki í hinum frjáls- lyndari lýðræðislöndum, t. d. Bandaríkjunum. Sambaiidsslitln Jafnhliða framangreindu frv. um stjórnarskrá, hefir stjórnar- skrárnefndin samið svohljóð- andi tillögu til þingsályktunar um niðurfellingu sambandslag- anna og mun hún verða flutt af ríkisstjórninni: „Alþingi ályktar að lýsa yfir því: að niður sé fallinn samningur sá, sem fólst í dansk-íslenzkum sambandslögum frá 1918, að allir danskir ríkisborgarar sem þegar hafa öðlazt heimilis- festi á íslandi, skuli, þar til öðru vísi verður ákveðið með lögum, halda jafnrétti við íslenzka rík- isborgara. Ályktun :þessa skal leggja undir atkvæði allra kosninga-- bærra manna í landinu til sam- þykktar eða synjunar, og skal atkvæðagreiðslan- vera Jleyní- leg. Ályktunin tekur gildi, er Al- þingi hefir samþykkt hana af nýju, að afstaðinni þessari at- kvæðagreiðslu.“ Stærsta málið Lýðveldismálið verður tví- mælalaust stærsta málið, sem (Framh. á 4. siðu) .Luvfoss* strandar Tið Orflrlsey Var að koma mcð uin 100 maims. * Nokkru fyrir klukkan hálf ... . „ . , átta í gærkvöldi strandaði „Lax- storfum ef 10 þmgmenn bera £oss<( beint yestur af örfirisey, fram tillogu um það, % hlutar þingmanna eru á fundi, þegar ákvörðunin er tekin, og % hlutar viðstaddra þingmanna samþykkja frávísunina. Montgomery við lidskönnun leggjast upp að „Laxfossi“ og var fólkinu bjargað í hann Síðan tók lítill vélbátur, er er hann var að koma úr Borg- ^iafnsögumenn hafa yfir að arnesi með nær 100 farþega, auk ráða, við því og flutti það um venjulegrar áhafnar. Var aust- , borð í „Magna anrok og hafði svo verið síð-1 Var björgun lokið og fólk allt degis, og gekk á með snörpum ; komið á land um klukkan eitt. og dimmum éljum. Villtist skipið af leið og renndi þarna á sker. FRÁSÖGN FARÞEGA. Tíðindamaður Tímans náði Hallaðist skipið þegar mjög á tali af einum farþeganna í stjórnborða og tók strax að síga {nótt, skömmu eftir að hann að aftan. Um tíuleytið lagðist (kom á land. Lét hann allvel af það alveg á hliðina, og stöðv- j Iíðan sinni og fólksins yfirleitt, uðust þá vélar skipsins og ljós þótt ýmsir væru kaldir og Montgomery hershöfðingi er nú kominn til Bretlands og tekur við stjórn hersveita þeirra, sem taka eiga þátt í ínnrásinni á meginlandið. — Hér á myndinni sést Montgomery við liðskönnun hjá 8. hernum skömmu áður en hann fór til Evrópu. öll slokknuðu. Var um tíma ekki annað líklegra en þarna yrði stórkostlegt manntjón. Freistuðu nú nokkrir menn að komast til lands í öðrum skipsbátnum og lenti hann eftir nokkurn velting í Ánanaustum, við Grandagarðinn vestanverð- an. Voru það fyrstu mennirnir, sem björguðust. Alllöngu síðar tókst að bjarga nokkrum stúlk- um á báti í land í Örfirisey. Um miðnætti tókst svo dráttarbátnum „Magna“, er farið hafði þegar á vettvang og verið á sveimi úti fyrir strand- staðnum, að koma taug um borð í „Laxfoss“. Eftir það heppnað- ist amerískum innrásarpramma, er komið hafði á vettvang, að hraktir, sér í lagi skipsmenn- irnir. Við gátum vandræðalaust, sagði hann, hafzt við í klefum skipsins og reykingasal fyrst eftir strandið, en þegar skipið lagðist alveg á hliðina, urðum við öll að leita upp í ganginn bakborðsmegin, og þar biðum við svo þess, sem verða vildi. Allir voru æðrulausir, þótt fólki væri ljóst, að svo gæti farið, að skipinu hvolfdi áður en langt um liði. Það var undir því komið.'hve skerið var breitt. Mjög vorum við þó undrandi yfir því, hve stirðlega gekk um björgunartUraunir úr landi. Ýmislegt var einnig rætt um (Framh. á 4. síðu) • Á vi&Mvmngi LOFIÐ NORDAL AÐ TALA. Það hefir vakið nokkurt um- tal, að meirihluti útvarpsráðs hefir synjað Sigurði Nordal mn að flytja útvarpserindi um af- stöðu sambandsmanna þ. e. þeirra, sem halda vilja sam- bandinu við Danmörku enn um öákveðinn tíma. Þesst framkoma meirihluta útvarpsráðs virðist meira en vafasöm. Margt skilnaðarmanna hefir þegar talað i útvarpið og lýst skoðun sinni. Því má ekki lofa einum sambandsmanni að tala líka? Getur það ekki ein- mitt verið skaðlegt fyrir skiln- aðarmálið, bæði inn á við og út á við, ef það álit festir rætur, að reynt sé að banna sambands- mönnum að koma skoðunum sínum á framfæri? Er líka ekki málstaður þeirra þannig, að það geti orðið þeim meira til fram- dráttar að beita þá misrétti en að lofa þeim að tala? Það er áreiðanlega ekkert . skaðlegt fyrir skilnaðarmáliö, þótt Nordal fái að tala í útvarp- ið. Þjóðin mun fylgja sér um skilnaðinn, þótt einstaka mæt- ur maður hafi þar aðra skoðun. Nordal mun ekki gera neitt kraftaverk, þótt hann komi í útvarpið. En skilnaðarmenn standa betur að vígi eftir en áður, því að engum ásökunum um ofríki og yfirgang verður þá hægt að beina gegn þeim. AFGREIÐSLA FJÁRLAGANNA. Tveir þingmenn, Gísli Jóns- son og Jón Pálmason, hafa ný- lega lýst því með allmiklum fjálgleik í Morgunblaðinu, að núgildandi fjárlög hafi verið af- greidd mjög ógætilega og megi búast við tekjuhallarekstri á ár- inu, Þessir menn gleyma að geta þess, að flokkur þeirra stóð að nær öllum eða öllum útgjalda- tillögunum, sem samþykktar voru. Hins vegar snerist meiri- hluti. hans gegn framlengingu verðlækkunarskattsins, sem hefði tryggt ríkissjóði nægar tekjur, ef hann hefði verið sam- þykktur. Sjálfstæðisflokkurinu getur því sjálfum sér fyrst og fremst um kennt, hversu gá- laus var fjármálaafgreiðsla á seinasta þingi. Þess mun áreiðanlega lengi vera minnst sem tákn öngþveit-. isins á Alþingi 1943, að þannig var gengið frá fjármálaaf- greiðslunni, að stórfelldur tekju halli ríkisbúskaparins var fyrir- sjáanlegúr, og að þessi afgreiðsla átti fyrst og fremst rætur í því, að meirihluti þingsins lækkaði skatta á stórgróðamönnurn með afnámi verðlækkunarskatts ins. Útblutun á fé til lístamanna Menntamálaráð hefir nú lokið við að skipta upphæð þeirri, sem Alþingi veitti til hinna ýmsu deilda listamanna. Alls var upphæðin 150 þús- undir króna og skipti Mennta- málaráð henni þannig: Til rithöfundafélagsins: kr. 77.500. Til myndlistarmanna: kr. 32.500. Til tónlistarmanna: kr. 22.500. Til leikara: 17.500. Eins og kunnugt er úthluta nefndir úr félögum listamanna svo styrknum til hinna einstöku listamanna. Á síðastliðnu ári nam upp- hæðin 100 þúsundum króna, en Alþingi hækkaði hana fyrir þetta ár upp í 150 þúsund.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.