Tíminn - 11.01.1944, Blaðsíða 3
3. blað
TiMIW. frriðjadagmn 11. jjan. 1944
11
Mínning hjónanna
í Bæ Staðardal
Á síðastliðnu sumri og byrjun
þessa vetrar hafa látizt hér í
sveit hjónin Guðmundur Sig- J
urðsson bóndi á Bæ í Staðardal
í Súgandafirði og kona hans,
Arína Þórðardóttir.
Lézt Guðm. þann 6. júní s. 1.
en Arína þann 3. nóv.
Guðmundur Sigurðsson var
fæddur 14. júlí 1865 á Gilsbrekku
hér í Súgandafirði og ólst þar
upp hjá foreldrum sínum. Vand-
ist Guðm. strax á unga aldri
við ýms sveitastörf, sem reynd-
ust honum góður stuðningur á
fullorðins árunum. 17 ára
gamall fór Guðm. að gefa sig
að sjómennsku, einkum að vetri
til, en var í kaupavinnu á
sumrin. Árið 1890 kvæntist
hann Arínu Þórðardóttir frá
Vatnsdal í.sömu sveit, hófu þau
búskap að Laugum hér í sveit,
það sama ár. Jafnhliða bú-
skapnum stundaði Guðmund-
ur róðra að heiman frá sér og
frá Suðureyri. Brátt eignaðist
hann sjálfur sexæring, .sem
hann var formaður á. Lánaðist
Guðm. vel formennskan, enda
lipur til allra verka og úrræða-
góður. Að Bæ fluttust þau Guð-
mundur og Arína um s. 1. alda-
mót, fengu þau hjónin þar
meira jarðnæði, sem hentaði
betur starfslöngun þeirra. Ekki |
hafði Guðmundur búið mörg ár
á Bæ, þegar hann réðst í það
að byggja þar traust og vandað
timburhús, vann hann mikið að
því sjálfur, enda Smiður góður.
Var hús þetta og er enn hið
snotrasta að öllum frágangi og
viðhaldi.
Samhliða búskapnum hélt
Guðm. áfram að stunda sjóinn
öðrum þræði og reyndust þess-
ir starfshættir þeim hjónum vel,
en vissulega hefir oft reynt á
dugnað konu hans að sinna
nauðsynlegum störfum búsins í
fjarveru bónda síns, en Guð-
mundur taldi ekki heldur eftir
sér að skreppa heim milli sjó-
ferða, þó um skammdegi væri,
og 4—5 kílóm. leið að fara.
Guðm. Sigurðsson var einn- á
meðal þeirra fyrstu hér í sveit,
sem réðst í það, laust eftir alda-
mótin, í sameign við tvo menn
aðra, að fá sér vélknúinn bát
til fiskveiða. Nefndu þeir bát
þennan „Sigurvon“ og var Guð-
mundur formaður á bát þessum
fyrstu árin, en eigandi hans að
hálfu frá því fyrsta þar til nú
fyrir rúmu ári síðan. Eru enn
stundaðir róðrar á „Sigurvon“
og hefir Ibsen, sonur Guðmund-
ar, verið formaður á bátnum og
meðeigandi nú í mörg ár. Lítur
Sigurvon út sem aðeins nokkra
ára gömul, enda prýðilega við-
haldið svo til fyrirmyndar er.
Þau Guðmundur og Arína
eignuðust 9 börn og eru aðeins
fjögur á lífi, þau Ibsen út-
gerðarmaður hér á Suðureyri,
Sigurlína húsfreyja á Veðrará
í Önundarfirði og tvær dætur í
föðurgarði, þær Þórey og Helga,
sem verið hafa lengst af heima
og haft á hendi hússtjórn alla
undanfarin 4 ár, sem móðir
þeirra lá rúmföst. Öll eru börn
þeirra hin mannvænlegustu.
Auk barna sinna ólu þau hjón-
in upp að mestu leyti sonarson
sinn, Kristján Ibsen, myndar-
l pilt. Svo dvöldu og á heimili
þeirra margir unglingar, sem
komið var þangað til lengri og
skemmri dvalar, því gott þótti
fyrir börn að vera í Bæ, og öll-
um þeim er þar voru, mun
dvölin á því heimili vera hug-
stæð, því heimilisbragur allur
var hinn vingjarnlegasti og
þeim hjónum sameiginlegt að
vilja hvers manns vanda leysa.
Jarðarför Guðmundar og
Arínu var mjög fjölmenn, og
bar vott um vinsældir og vel-
vild til þessara mætu hjóna.
Við sveitungar þeirra kveðj-
um þau með virðingu og þökk
og blessum minningu þeirra.
K. B. E.
, ' \
Fagnadarboðskapur
raiorkunnar
Upp fra áþján
FRAMHALD
Tvennt var það, er olli Booker vandræðum, er hann kom í skól-
ann. Annað var það, að hann átti hvorki húfu né hatt, eins og
ílestir jafnaldrar hans, er nám stunduðu. Mjög fáir þrælaeigend-
ur höfðu látið þrælum sínum í té höfuðföt, og þess vegna höfðu
höfuðfötin orðið eitt af táknum frelsisins og fullréttisins í vit-
und Svertingjanna. Þeim varð það sérstakt keppikefli að bera
hatt eða húfu í allra augsýn, svo að ekki væri um að villast, og
enginn þóttist geta talizt maður með mönnum án þess. Booker
bar kveinstafi sína upp íyrir móður sinni. En ríkidæmið var
ekki meira en svo, að hún hafði engin ráð á að kaupa honum
nýja húfu. En sú gamla var ekki ráðalaus. Hún tók sig til og
saumaði húfu á drenginn, svo að hann þyrfti ekki að blygðast
sín fyrir smæð sína og eymd, og það var þó altént höfuðfat,
þótt ýmsir félagar hans létu sig ekki muna um það að henda
gaman að henni. En svo lét Booker sjálfur ummælt í ævisögu
sinni, að þótt hann hefði síðar á ævinni eignazt mörg höfuð-
föt og margvísleg, hefði honum aldrei þótt jafn vænt um neitt
þeirra sem þessa húfu, er móðir hans saumaði honum af áber-
andi vanefnum en óbri'gðulli ástúð og sívakandi úrræðasemi.
Hinn vandinn, sem steðjaði að Booker í skólanum og krafð-
ist skjótrar úrlausnar, var nafn hans. Frá því að hann óx úr
grasi, hafði hann aldrei verið nefndur annað en Booker, og
honum hafði aldrei dottið í hug, að nauðsyn bæri til, að hann
héti neitt annað né meira. En þegar nöfn nemendanna í skól-
anum voru kölluð upp, veitti hann því athygli, að allir nefnd-
ust að minnsta kosti tveim nöfnum — sumir jafnvel þremur
eða fjórum. Að því fannst honum að hlyfci að vera mest virðing.
Það var ekki laust við, að hann yrði jafnvel hálfskelkaður, því
að hann þóttist vita fyrir víst, að kennarinn myndi umsvifalaust
krefjast af sér tveggja fullgildra nafna. En það var ekki hlaupið
sð því að finna nýtt nafn. Svo kom að því, að kennarinn spurði
hann heitis. En í sömu svipan flaug honum nafnið í hug, og
hann svaraði hægt og stillilega eins og ekkert væri:
„Booker Washington“.
Það nafn bar hann síðan til æviloka. Undir því varð hann
þjóðfrægur maður og síðar heimsfrægur sem einn af mestu og
merkustu andlegum höfðingjum og menningarfrömuðum, sem
sögur fara af. Víst var þetta djörf nafntaka, en hann var maður
til þes að standa undir slíku nafni með sóma.
Seinna komst hann á snoðir um það, að móðir hans hafði
skömmu eftir fæðingu hans einnig gefið honum nafnið Talía-
ferró, þótt það félli í gleymsku um langa hríð. En eigi að síður
vildi hann virða nafngift móður sinnar, sem hann unni mest
alls, og þess vegna bætti hann því inn í nafn sitt og skrifaði sig
upp frá því fullu nafni Booker Talíaferró Washington.
Því miður átti hann ekki kost á löngu skólanámi. Hann varð
fyrr en varði að taka upp fyrri hætti og vinna daglangt að salt-
gerðinni og sætta sig við kvöldnámið. En þrátt fyrir þetta vék
hann ekki frá þeirri ákvörðun sinni, heldur mótaðist hún æ
fastar í huga hans, að verða menntaður maður. Hann stefndi að
ákveðnu marki og stundarerfiðleikar högguðu þar engu. Erfið-
ur og torsóttur var að sönnu sá vegur, sem hann hafði kosið
sér, og hversu miklu erfiðari var hann ekki fyrir umkomulausan
Svertingjadreng, sem var nýleystur úr áþján, heldur en nokkurn
hvítan mann getur grunað. En sá getur, sem vill.- Um það er
ævi Boolcers Washingtons glæsilegt dæmi. Þótt aðstaða hans
væri svo erfið sem hugsazt gat, hélt hann'því ótrauður áfram
námi sínu — er að langmestu leyti var sjálfsnám — og öðlaöist
á þessum tíma mjög mikið af þeirri þekkingu og þeim þroska,
(Framh. af 2. síðu)
Samkvæmt þessu telur Rafmagnseftirlitið að raforkuþörf lands-
manna verði frá árinu 1945 til ársins 1965:
í fyrra fallinu
Ágizkuð raforkuþörf
Ágizkaður í bæjum í sveitum samtals
Ár mannfjöldi kílówött hestöfl kílówött hestöfl kílówött hestöfl
1945 127000 29000 41500 13800 19500 48200 61000
1950 133000 30500 43500 14400 20500 44900 64000
1955 140000 32000 46000 15300 22000 47300 68000
1960 147000 33500 48000 16100 23000 49600 71000
1965 155000 35500 51000 16800 24000 52300 75000
Meðaltal watta á ibúa 340
Og í síðara fallinu
Ágizkuð raforkuþörf
Ágizkaður í bæjum í sveitum samtals
Ár mannfjöldi kílówött hestöfl kílówött hestöfl kílówött hestöfl
1945 127000 55500 79000 46000 66000 . 101500 145000
1950 133000 58000 83000 48000 - 68500 106000 151500
1955 140000 61000 87000 51000 73000 112000 160000
1960 147000 64000 91000 53500 76500 117500 167500
1965 155000 67500 96000 56000 80000 123500 176000
Meðaltal watta á íbúa 800
Samkvæmt þessum skýrsl-
um er raforkuþörf landsmanna
talin vera orðin raunverulega
61000 hestöfl árið 1945 og er þó
engin veruleg hitun húsa með-
talin, en er hins vegar talin vera
145000 hestöfl það sama ár, ef
hitun húsa er talin með. Þó er
eigi gert ráð fyrir neinu af
þessari raforku til stóriðnaðar.
Til samanburðar skal þess getið,
að engin líkindi eru til þess að
raforkuframleiðsla hér á landi
verði komin hærra en upp í 36
—40 þúsund hestöfl í árslok 1945.
Vér erum því allmikið á eftir
tímanum, þótt ýmsum þyki hafa
verið stigin greið spor í raforku-
málunum á síðustu 10 árum. Nú
ur búist við að hægt verði, um
langt skeið, að koma raforku
framleiddri meö vatnsorku nema
til um 90% af landsbúum. Og
ennfremur þéss, að það mundi
taka a. m. k. 10 ár, að reisa að-
alraforkuverin og leggja aðallin-
ur um landið , en líklega a. m. k.
10 ár í viðbót, að koma upp öll-
um sveita- og héraðarafveitum
út frá aðallínum. Og enn ber
þess að gæta að það tekur ávallt
nokkurn tíma að vinna upp raf-
orkunotkun, enda þótt segja
verði, að ekki hafi staðið á al-
menningi á íslandi að nota raf-
orkuna þar sem tök hafa verið
á að ná í hana.
Til samanburðar við framan-
sem síðar varð undirstaðan að lífsstarfi hans.
Þar kom að lokum, að Booker hætti að vinna við saltgerðina
og réðist í kolanámu. Hafði honum þó ávallt verið slík vinna mjög
á móti skapi, ekki sízt vegna þess, að sá, sem í kolanámu vinn-
ur, er ætíð óhreinn og á óhægt með að þvo sig hreinan að
loknu dagsverki. Booker var þrifinn maður að eðlisfari og gat
ekki hugsað sér verra hlutskipti en vera sífelldlega óhreinn. En
þarna voru hærri laun í boði, svo að ekki þýddi að horfa í smá-
muni.
En auk þess sem vinnan var óþrifaleg reyndist hún bæði erfið
og hættuleg. Mest af öllu kvaldi myrkrið þó Booker. Fjöldi
barná var látinn vinna í þessari námu og má nærri geta, hvern-
ig kjör þeirra hafa verið.
Á þessum árum hvarflaði hugur Bookers oft að þvi, hversu
greiðar leiðir hann hefði átt til vegs og virðingar, ef hann heföi
aðeins verið hvítur maður. Svartur drengur varð að heyja þrot-
lausa og langvinna baráttu til þess að öðlast hina minnstu við-
urkenningu, hversu miklum hæfileikum, sem hann var búinn, og
jafnvel það kom iðulega fyrir ekki, en hvítur miðlungsmaður
gat hæglega orðið þingmaður, ríkisstjóri, biskup eða jafnvel for-
seti, oft án teljandi sjálfsögunar. Enginn Svertingi var tekinn
fram yfir hvítan mann, nema hann bæri langt af honum. Svo
hugsaði Booker í æsku sinni. Er fram í sótti, tók Booker aö líta
öðrum augum á þessa staðreynd. Einmitt þessi harða barátta,
sem meginhluti svarts æskufólks heyir og er neytt til að heyja,
þjálfaði það og gaf því andlegan styrk og dug. Hann tók- að
meta mennina eftir því, hvað þeir lögðu á sig, í stað þess að ein-
blína á árangurinn af baráttu þeirra og þann frama og upphefð,
sem þeim hlotnast í lífinu.
Booker sá, að það myndi ekki sérlega þroskavænlegt, hvorki
andlega né líkamlega, að eiga langa vist í kolanámunni. Hann
tók því fegins hendi, er honum bauðst að gerast þjónn'á heimili
mannsins, er átti saltvinnsluna. Raunar fór það orð af konu
hans, að hún væri ærið ströng við fólk sitt, svo að sjaldan hamd-
ist sama fólkið hjá henni lengur en tvær eða þrjár vikur. En
Booker kærði sig kollóttan um þenna orðróm. Hann réði sig um-
svifalaust til þessa starfs fyrir fimm dali á mánuði og þóttist
heppinn að sleppa úr námunni.
Booker fann fljótt, að frú Ruffner — svo hét konan — var
ekki eins ill og af var látið. í stað þess að óttast hana, tók hann
brátt að líta á hana sem bezta vin sinn. Hún vildi, að hús sitt
ber tvenns að gæta við ofanrit-
aðar skýrslur. í fyrsta lagi er
skráðar tölur má geta þess að væri allt fágað og hreint, og hún vildi, að skipunum sínum væri
notkun raforku í Reykjavík er hlýtt bæði fljótt og vel. Hún þoldi ekki sóðaskap, hyskni né
seiknað með 3300 og (í síðara
fallinu) 3873 stunda notkun á
ári (af 8760 stundum í árinu).
Verða þá væntanlega möguleik-
ar á að nota afgangsorkuna bet-
ur, einkum ef um stórar sam-
tengdar rafveitur er að ræða.
í öðru lagi er gert ráð fyrir
þörf allra landsmanna. En þar
er þess að gæta, að varla verö-
nú talin að vera 270 wött á
mann. (Framh.)
Lesendur!
Vekjið athygli kunningja yð-
ar á, að hverjum þeim manni,
sem vill fylgjast vel með al-
mennum málum, er nauðsyn-
legt að lesa TÍMANN.
sviksemi og krafðist afdráttarlausrar hreinskilni af fólki sínu.
Þetta féll Booker vel í geð, og húsmóðir hans fann fljótt, hve
mjög hann gerði sér far um að leysa öll störf sín samvizkusam-
lega af hendi. Með þeim tókst því vinátta, sem grundvölluð var
gagnkvæmu trausti og virðingu, enda þótt annar aðilinn væri
auðug hefðarfrú„en hinn snauðr Svertingjapiltur.
TÍ MINN er víðlesnasta auglýsingablaðið!
Samband ísl. sumvinnufélaya.
SAMBANDSFÉLÖG!
Dragið ekki að senda S. í. S. tölu félagsmanna
yðar í árslok 1943.
isotib
O P A L rœstUluft
P A L
Rœstiduft —
er fyrir nokkru komið á
markaðinn og hefir þegar
hlotið hið mesta lofsorð, því
vel er til þess vandað á allan
hátt. Opal ræstiduft hefir
alla þá kosti, er ræstiduft
þarf að hafa, — það lireinsar
án þess að rispa, er mjög
drjúgt, og er nothæft á allar
tegimdir búsáhalda og eld-
húsáhalda.
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
►
í bóbrnni
l|jÉEIR GERÐU
GARÐINN FRÆGAN
sem er nýútkomin í tveim bindum, eru ævisagnaþættir
sextíu og níu karla og kvenna, sem vissulega hafa gert
garð sinn frægan.
Nöfn þeirra fara hér á eftir: '
Albert Einstein Rudolf ríkisarfi
Somerset Maugham Josephine
Enrico Caruso Eddie Rickenbacker
Demanta-Jim Brady Christopher Columbus
Hetty Green Orville Wright
H. G. Wells Nizaminn of Hyderbad
Theodore Roosevelt Charles Dodgson
Woodrow Wilson Vilhjálmur Stefánsson
Martil Johnson Katrín mikla
Harold Lloyd John Law
John D. Rockefeller Zane Grey
Sinclair Lewis Edv. ard Bok
Bazis Zaharoff María stórhertogaynja
Mayobræðurnir Cornelíus Vanderbilt
Helen Keller Nikulás annar
Andrew Carnegie Lawrence Tibbett
Chic Sale Charles Dickens
]\Jarconi Frú Lincoln
Mary Pickford P. T. Barnum
Walt Disney Carry Nation
Upton Sinclair >Theodore Dreiser
Mahatma Gandhi S. Parkes Cadman
Wladimir I. Lenin Mary Roberts Reinhart
Benito Mussolini Wilfred Grenfell
Lowell Thomas Brigham Young
Thomas A. Edison Lousia May Alcott
A1 Jolson O. O. Mclntyre
Wolfgang Mozart F. W. Woodworth
Mark Twain Evangeline Booth
^Gréta Garbo Robert Falcon Scott
JJack London Bill Sunday
4[John A. Sutter v Howard Thurston
Richard Byrd Leo Tolstoy
John Gottlieb Wendel Robert Ripsley
O. Henry *
DALE CARNEGIE, höfundur þessarar bókar er þegár
orðinn að góðu kunnur hér á landi af bókinni VINSÆLD-
IR OG ÁHRIF, sem út kom í fyrra í þýðingu VILHJÁLMS
Þ. GÍSLASONAR skólastjóra.
Þeir, sem vilja kaupa bók, sem hefir gcisimikinn fróð-
Ieik að geyma og er auk þess einhver bezti skemmtilestur,
sem á verður kosið, ættu ekki að láta hjá líða að eignast
Þeir gerðu garðmn frægan.
♦ ÚTBREIDIÐ TIMANN ♦