Tíminn - 22.01.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.01.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHUSI, Lindargötu 9 A. Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKF.irTTOFA: EDDUHUSI, Lindargötu 9 A. Sími 2323. 28. árg. Reykjavík, laugardagmn 22. jan. 1944 7. blatl Erlent yfirlit: Frá umræðanttm á Alpingii Þingmenn Alþýðuilokksins þríkloinir í lýðveldismálínu Fyrri umræðunní um uppsögn sambandsiaganna lokíð Fyrri umræðunni um þingsályktunartillöguna um niðurfell- ingu sambandslaganna lauk í fyrradag, en hún hófst á föstu- daginn var. Mátti heita, að þingið ræddi ekki annað mál á með- an og má á því marka, að umræðan hefir verið æði tímafrek, enda tóku margir til máls og héldu flestir langar ræður. Fátt nýtt kom þó fram í málinu, enda er það orðið þrautrætt. Eini þingmaðurinn, er hélt uppi nokkurri andstöðu gegn fyrirætlunum meirahluta Alþingis og ríkisstjórnarinnar í mál- inu var Stefán Jóhann Stefánsson. Fór hann allvígalega af stað með langa og undirbúna ræðu, en harla lítið var orðið eftir af röksemdum hans, þegar umræðunni lauk. Má segja, að eini árangurinn af þessu frumhlaupi hans sé sá, að það hafi verið opinberað enn greinilegar en áður, hve gersamlega Stefán og sá hluti Alþýðuflokksins, er honum fylgir, hafa snúizt frá fyrri afstöðu sinni í málinu. Tveir Alþýðuflokksmenn, Haraldur Guðmundsson og Ásgeir Ásgeirsson, tóku einnig þátt í umræðunum og voru þeir á allt öðru máli en Stefán. Ráðstefna sam- vinnumanna Innan skamms tíma mun koma saman alþjóðleg ráð- stefna samvinnumanna, þar sem rætt verður um hlutverk kaupfélaga og annarra sam- vinnufélaga í viðreisninni eftir styrjöldina. Hefir það komið mjög til tals, að kaupfélögun- um verði falið að annast ýmsa starfsemi í hernumdu löndun- um fyrst eftir styrjöldina, t. d. dreifingu matvæla til þeirra, sem bágstaddir eru. Er bent á, að það sé óþarft að setja upp sérstaka ríkisstofnun í þessu skyni, þar sem fyrir sé öflugur neytendafélagsskapur, er geti annazt þetta verk. Komið hefir til orða, að samvinnufélögum verði falin fleiri verkefni við- komandi viðreisnar- og hjálp- arstarfseminni. Á alþjóðaráðstefnu þeirri, sem fyrirhuguð er að samvinnu- menn haldi, verður þetta mál- efni rætt sérstaklega, en auk þess verður rætt um aðstöðu og viðhorf samvinnufélaga al- mennt. Hinn þekkti ameríski blaða- maður, Marguis Child, sem er frægur fyrir bók sína um sam- vinnu- og félagsmál í Sviþjóð (Sweden — the middle Way) — kemst svo að orði í grein, er hann ritaði nýlega um þes.sa fyrirmyndar ráðstefnu: — Á ráðstefnu þessari verð- ur rætt um þátttöku samvinnu- félaga í viðreisninni eftir styrj- öldina. Svíar, sem eru ein helzta forustuþjóð samvinnustefnunn- ar, halda því fram, að sam- vinnumenn í þeim löndum, er sloppið hafa við mestu hörm-' ungar og ánauð stríðsins, geti lagt mikinn skerf til viðreisnar- innar í þeim löndum, sem harð- ast verða úti, — ekki sízt í Þýzkalandi. Mun þetta vitan- lega sérstaklega rætt á ráð- stefnunni. Þá verður rætt um stofnun einskonar lánsstofnunar. Dr. Arne Skoug, birgða- og við- reisnarmálaráðherra Noregs hefir t. d. sagt, að samvinnufé- lögin í Noregi þyrftu aðstoð samvinnufélaganna í Banda- ríkjunum, Bretlandi og Svíþjóð til að fá matvæli, hráefni, land- búnaðaráhöld, sáðvörur, áburð (Framli. á 4. síðu) Seisrastu fréttir Rússar hafa hafið mikla sókn á Leningradvígstöðvunum og hrakið Þjóðverja þar af stórum landsvæðum. M. a. hafa þeir tekið hina frægu borg Novgo- rod. Á vígstöðvunum í Hvíta- Rússlandi hafa Rússar líka unn- ið mikið á, sótt langt inn á Pri- petmýrasvæðið og tekið helzta stórbæinn þar, Mozir. Á Ítalíuvígstöðvunum helzt enn hæg framsókn hjá Banda- mönum. Þeir hafa meðal ann- ars tekið bæinn Minturno og farið víða yfir Guariglioána. Þunglega horfir með sættir Pólverja og Rússa. Pólska stjórnin hefir svarað yfirlýs- ingu þeirri, sem Rússar birtu nýlega um framtíðarsambúð Pólverja og Rússa, á þann veg, að óska eftir málamiðlun Breta og Bandaríkjamanna. Rússar hafa svarað þessu þannig, að ekert þýði að semja við Pólverja, nema þeir fái nýja stjórn. f Kaupmannahöfn hafa Þjóð verjar. tekið lögreglustjórnina í sínar hendur og fangelsað margt danskra lögreglumanna. Loftsókn Bandamanna á As- íuvígstöðvunum fer harðnandi. Harðar loftárásir hafa verið gerðar á borgir í Burma, Thai- landi og Formosu. VSeírihluti ínnrásar- hersíns amerískur Ágizkanir um hvenær fimrásin verður hafin. Edwin C. Johnson öldunga- deildarmaður, sem á sæti í her- málanefnd öldungadeildarinn- ar, hefir skýrt svo frá, að 73% af hermönnunum, sem taka eiga Dátt í innrásinni á meginland Evrópu, verði Bandaríkjamenn. Hann taldi því eðlilegt, að yfir- stjórnandi innrásarhersins væri amerískur. Aðrar fréttir telja, að þetta muni tæpast rétt, en þó sé lík- legt, að meirihluti innrásar- hersins verði amerískur, enda væri annað óeðlilegt, þegar til- lit er tekið til íbúafjölda Banda- ríkjanna og Bretlands. Um áramótin var almennt talið í London og Washington, að innrásin í Vestur-Evrópu yrði í seinasta lagi gerð innan 90 daga eða fyrir lok marzmán- aðar. Vetrarsókn Rússa mun þá hvergi nærri lokið. Þjóðverjar neyddust því til að berjast þá strax samtímis á tveimur aðal- vigstöðvum. í þýzkum útvarpsfyrirlestr- um hefir sú skoðun komið nokkrum sinnum fram, að inn- rásarinnar í Vestur-Evrópu megi vænta fyrir 1. maí. Merkíleg grein um íslenzk samvinnumál Hjálmar Björnsson fyrrver- andi fulltrúi landbúnaðarráðu- neytis Bandaríkjanna hér á íslandi, hefir ritað grein í ame- rískt tímarit, er fjallar um vöxt og framkvæmdir íslenzkra kaupfélaga. Grein Hjálmars, er nefnist: „Samvinna undir miðnætursól", er megingreinin í september- blaði tímarits, er landbúnaðar- ráðuneyti Bandaríkjanna gef- ur út og útbýtt er meðal rúm- lega 8000 sveitasamvinnufé- laga í Bandaríkjunum, en með- limir þessara félaga eru tvær og hálf miljón. Greinin fjallar um vöxt íslenzkra kaupfélaga og segir frá mörgum staðreynd- um viðvikjandi starfsemi Sam- bands íslenzkra samvinnufé- laga. Mlkilvæg uppgötvun: Skrúfulaus flugvél Washington: Stríðsráðuneyti Bandaríkj- anna hefir tilkynnt, að tilraun- um með hina nýju skrúfulausu flugvél sé nú lokið, og hafi hún reynzt afburða vel. Það hafi tekizt að ná bæði mikilli hæð og miklum hraða með henni, og verði hún nú framleidd í stórum stíl til flugæfinga bæði í Banda- ríkjunum og Englandi. í sameiginlegri tilkynningu brezku og amerísku stríðsráðu- neytanna segir: „Flugstjórar, bæði í Banda- ríkjunum og Bretlandi, hafa far- ið í mörg hundruð flugferða með hina nýju skrúfulausu flugvél, og þær hafa náð bæði mikilli hæð og miklum flughraða, án þess að nokkur mistök yrðu. Með því, að þessi nýja gerð flugvéla hefir reynzt svo vel og þar sem hún hefir sýnilega yf- irburði yfir aðra gerð flugvéla, hefir Arnold hershöfðnigi, yfir- maður ameríska flughersins, ásamt brezka flugmálaráðu- neytinu og flugvélaframleiðslu- ráðuneytinu, sagt svo fyrir, að ráðstafanir skuli gerðar um (Fravih. á 4. síðu) Þessir þingmenn tóku þátt í umræðunum, auk forsætisráð- herra: Stefán Jóhann Stefáns- son, Ólafur Thors, Eysteinn Jónsson, Einar Olgeirsson, Har- aldur Guðmundsson, Bjarni Benediktsson, Jónas Jónsson, Ásgeir Ásgeirsson og Gunnar Thoroddsen. Við lok umræðunnar var kos- in sérstök nefnd til að athuga tillöguna. Kosningu hlutu: Eysteinn Jónsson, Sveinbjör;<t Högnason, B^rnharð Stefáns- son, Hermann Jónasson, Gísli Sveinsson, Gunnar Thoroddsen, Ólafur Thors, Bjarni Bene- diktsson, Magnús Jónsson, Ein- ar Olgeirsson, Brynjólfur Bjarnason og Stefán Jóhann Stefánsson. Sömu menn eiga sæti í nefndum þeim, sem deildirnar hafa kosið til að athuga stjórn- arskrármálið. Ríkisstjórnin mun hafa sam- ráð við nefndirnar um málið. Sérstaða Haralds og Ásgeirs. Haraldur Guðmundsson flutti ýtarlega og snjalla ræðu. Haraldur lýsti yfir því, að Al- þýðuflokkurinn hefði ákveðið að gera ekki lýðveldismálið að flokksmáli. Tók hann þannig fram, að Stefán Jóhann hefði ekki talað í nafni Alþýðuflokks- ins. Haraldur sagðist vera þeirr- ar skoðunar, að sambandsslit- in og lýðveldisstofnunin yrðu að fara saman. Þetta væri svo nátengt, að ekki mætti skilja það sundur og gætu ýmsar trufl- anir og örðugleikar af þvi hlot- Ríkisráðsfndur var haldinn fyrir hádegi í gær og var aðal- mál hans útnefning íslenzks sendiherra í Moskvu. Að fund- inum loknum birti ríkisstjórnin svohlj óðandi tilkynningu: Síðan 1942 hafa staðið yfir samningar milli stjórnar Sov- étríkjanna og ríkisstjórnar ís- lands. Hafa nú orðið þeir samn- ingar, að stjórnmálasamband milli ríkjanna verður nú tekið upp að nýju, en það hafði legið niðri um stund. Ríkisstjórn Sovétríkjanna izt, ef það væri gert. Stefán Jóhann hafði hins vegar haldið því fram, að þetta mætti skilja sundur á þann hátt, að sam- bandsslit færu fram strax eftir 19. maí, en lýðveldisstjórnar: skráin yrði ekki samþykkt fyrr en búið væri að tala við kon- ung. Haraldur sagðist vera því ein- dregið fylgjandi, að lýðveldið yrði stofnað ekki síðar en 17. júní næstkomandi. Hann sagð- ist álíta rétt íslendinga ský- lausan til sambandsslitanna og lýðveldisstofnunarinnar og það væri lika í fullu samræmi við allar fyrri yfirlýsingar Alþingis, 1928, 1937 og 1941, að draga þessi mál ekki lengur en fram á árið 1944. Hins vegar sagðist Haraldur vera mjög hlynntur því, að reynt yrði að skapa sem mesta sameiningu um málið. Benti hann á þann möguleika, að fullnaðarákvörðunum um mál- ið yrði frestað fram yfir 19. maí, en þó ekki lengur en það, að tryggt væri, að lýðveldis- stofnunin færi fram eigi síðar en 17. juní 1944. Ásgeir Ásgeirsson flutti á ýmsan hátt athyglisverða ræðu, en hin endanlega niðurstaða hans var þó hvergi nærri ljós. Helzt virtist hún vera eins- konar meðalvegur milli skoðana Haralds og Stefáns. Hann taldi, að íslendingar gætu nú full- komlega upphafið sambands- lögin á grundvelli uppsagnar- ákvæðis þeirra, og væri trygg- ast og ánægjulegast að fara þá leið úr því, sem komið væri. Hann taldi og sjálfsagt að sam- (Framh. á 4. síðu) hefir óskað eftir og fengið við- urkenningu fyrir Aléxei Nico- laywitch Krassilnikov sem sendiherra í Reykjavík. Á sama hátt hefir ríkisstjórn íslands óskað eftir og fengið viðurkenningu fyrir Pétur Benediktsson sem sendiherra í Moskvu. Samkvæmt þessu hefir Pétur Benediktsson núverandi sendi- herra í London, í ríkisráði í dag verið skipaður sendiherra ís- lands í Moskvu. Ftmmtngor: Eyjóliur Kolbeins Kolbeinsstöðum á Seltjarnar- nesi, verður fimmtugur næst- komandi mánudag. Hann er fæddur að Staðarbakka í Mið- firði 24. jan. 1894, sonur séra Eyjólfs Kolbeins Eyjólfssonar, síðar prests á Melstað, og konu hans, Þóreyjar Bjarnadóttur frá Reykhólum. Eyjólfur ólst upp í foreldra- húsum, ásamt mörgum systkin- um. Þegar hann var innan við tvítugt, andaðist faðir hans frá konu og mörgum börnum, sem flest voru þá á unga aldri. Frú Þórey fluttist þá með börn sín suður á Seltjarnarnes, og hófu þau búskap þar. Hvíldi forstaða heimilisins þá að miklu leyti á Eyjólfi syni hennar, þótt ung- ur væri. Hefir hann átt heima á Seltjarnarnesi alla tíð síðan, á Lambastöðum, Bygggarði og Kolbeinsstöðum. Rak hann um mörg ár stórt kúabú, með mikl- um dugnaði. Eyjólfur er kvæntur Ástu Helgadóttur, ættaðri af Akra- nesi, og eiga þau fimm mann- vænleg börn. Vinir Eyjólfs og samherjar senda honum hlýjar óskir á þessum tímamótum í lífi hans. Atkvœðagfreiðsl- an í Dagsbrúm Úrslit atkvæðagreiðslunnar í Dagsbrún um, hvort segja skuli upp samningum félagsins við atvinnurekendur urðu á þá leið, að með uppsögn samninga voru 1308, á móti 188, auðir seðlar voru 20 og 6 ógildir. í félaginu eru skráðir 2980 félagsmenn. Krisuvíkurleiðin uær snjólaus Síðastliðinn fimmtudag var gerð ný athugun á Krísuvíkur- leiðinni. Reyndist hún sama og snjólaus. Undanfarna daga hefir Hell- isheiðarvegurinn mátt heita ó- fær, þótt bílum hafi flesta dag- ana verið komið yfir hann með ærnum mokstri og fyrirhöfn. Suma dagana hafa þó bílferðir alveg stöðvast og bærinn þá verið meira og minna mjólkur- laus. Því er ekki Krísuvíkurleiðinni hraðað? Á viðavangi BITLINGARNIR OG ÞING- MENN KOMMÚNISTA Sú var tíðin, að því var nær daglega haldið fram í Þjóð- viljanum, að þingmenn hefðu yfirleitt ekki annan tilgang með , þingmennskunni en að afla sér bitlinga. Það væri þeim miklu meira áhugaefni en að vinna fyrir velferðarmál þjóðarinnar. Nú sést þetta ekki lengur í Þjóðviljanum. Kommúnistar eiga líka orðið 10 þingmenn á þingi. Ekki er kunnugt um, að þeir hafi látið sér mjög umhug- að um framgang umbótamála þar. IðjulausiF hafa þeir samt ekki verið. Það sést m. a. á þessu: Einar Olgeirsson á sæti í út- varpsráði. Brynjólfur Bjarnason á sæti í tryggingaráði og milliþinga- nefndum í vinnumálum og tryggingarmálum. Þóroddur Guðmundsson á sæti í stjórn síldarverksmiðja ríkisins. Áki Jakobsson á sæti í síldar- útvegsnefnd og milliþinga- nefnd í sjávarútvegsmálum. Kristinn Andrésson á sæti í menntamálaráði. Þannig mætti margt fleira nefna, þótt þetta sé látið nægja í bili. Svo langt hafa þingmenrr kommúnista gengið í því að afla sér bitlinga, áð þeir sömdu við SjálfstæðiSflokkinn að fresta eignaaukaskattinum í efri deild á fjórða mánuð gegn því, að hann hjálpaði þeim til að koma Þóroddi í síldarútvegs- nefndina. Þótt fyrri þingmánnalýsing Þjóðviljans hafi ekki átt við þingm. almennt, verður því ekki neitað, að hún hefir rætzt vel á þingmönnum kommúnista. ÁTÖK UM KOSNINGU í SÍLD ARÚTVEG SNEFND. Horfur eru á því, að Sjálf- stæðisflokkurinn ætli ekki að hafa mikla ánægju af því að hafa kosið Áka Jakobsson í síldarútvegsnefndina. Síldarútvegsnefnd er þannig skipuð, að þingið kýs þrjá menn, síldarútvegsnefnd einn og Al- þýðusambandið einn. Fulltrúi Alþýðusambandsins verður vafalaust kommúnisti. Hafa þeir þá orðið tvo menn í nefndinni, Sjálfstæðismenn einn og Framsóknarrrienn einn. Fulltrúi síldarútvegsmanna getur þá haft oddaaðstöðu í nefndinni. Jóhann Jósefsson al- þingismaður hefir undanfarið gegnt því starfi, en nú eru all- ar líkur til þess, að hann falli fyrir Óskari Halldórssyni, er mun ætla sér að mynda meira- hluta í síldarútvegsnefnd með kommúnistum. Forráðamenn Sjálfstæðis- flokksins eru að vonum lítið hrifnir yfir því, ef úrslitin verðá á þessa leið. Munu þeir hafa haft við orð við ýmsa stuðnings- menn Óskars, að þeir muni beitast fyrir breytingum á síld- arútvegsnefndarlögunum, ef hann verður kosinn, til þess að fá nefndina endurskipaða. Yrðu það talsvert söguleg enda- lok á þessari kosningahjálp þeirra við kommúnista. KOSNINGASAMVINNA í STJÓRN RÍKISVERKSMIÐJ - ANNA. í stjórnarnefnd síldarverk- smiðjanna virðist ætla að tak- ast hið bezta- samstarf milli Sjálfstæðismanna og Þórodds kommúnista. Þóroddur greiddi Sveini Benediktssyni atkvæði við formannskosninguna og Sjálfstæðismennirnir kusu Þór- odd við ritarakosninguna. Er Sveinn því formaður stjórnar- innar, en Þóroddur ritari. íslendingfar og Rússar skiptast á sendiherrum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.