Tíminn - 22.01.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.01.1944, Blaðsíða 3
7. Mað TÍMHNX, laugardagiim 22. jan. 1944 27 DÁNARMIMIXG: Jón Arnason, læknír á Kópaskerí Jón Árnason læknir í Ási við Kópasker andaðist að heimili sínu, mánudaginn 10. jan. s. 1., úr lungnabólgu. Hann var fæddur 10. septem- ber 1889 að Garði í Mývatns- sveit, sonur hjónanna Guð- bjargar Stefánsdóttur og Árna Jónssonar, bónda í Garði. Er ætt Jóns mjög fjölmenn í báð- um Þingeyjarsýslum, og er af sumum nefnd Hraunkotsætt. Jón ólst upp í Mývatnssveit og dvaldi þar að staðaldri fram um tvítugsaldur. Hóf hann þá skóla- nám, og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík, vorið 1915. Hann brautskráðist úr læknadeild Háskólans í árs- byrjun .1921, og sigldi þá um veturinn til Kaupmannahafnar til frekara náms. Áður hafði hann starfað sem aðstoðarlækn- ir í Keflavík. Vorið 1921 settist hann að í Ási við Kópasker og tók við Öxarfjarðarlæknishér- aði. Þar var hann óslitið héraðs- læknir til dauðadags, eða tæp 23 ár. Öxarfjarðarlæknishérað er erf- itt og stórt. Eins og kunnugt er nær það yfir Kelduhverfi, Hóls- fjöll, Öxarfjörð og Presthólahr. Læknisbústaðurinn er nálægt miðju héraði og eru þrír fjar- lægustu staðir frá honum í 60— 90 km. fjarlægð. Má geta nærri, að læknir, sem lengi starfar á slíkum stað, fær oft að reyna erfið ferðalög, ekki sízt, meðan allar samgöngur voru mun erf- iðari en nú á síðustu árum. Mun Jón hafa verið farinn að þreyt- ast all mikið í seinni tíð, einkum sökum þess, að hann náði tæp- lega fullri hreysti, eftir van- heilsu, er hann átti við að, stríða fyrir allmörgum árum. Um læknisstörf Jóns Árnason- ar skal hér ekki fjölyrt. Þeir, sem þekkingu hafa á slíkum störfum, geta þar bezt um dæmt. En víst er það, að hann var skyldurækinn embættismað- ur og sýndi oft, að hann var fær í sínu starfi. Kom það bezt í ljós, þegar mest lá við, enda var hann að vaxa í áliti sem læknir, meðal héraðsbúa, allan þann tíma, sem hann starfaði í héraðinu. Sá, er línur þessar skrifar, kynntist Jóni Árnasyni fyrst i sambandi við ungmennafélags- skap í Núpasveit. Jón var einn af stofnendum þess félags árið 1924, og hafði mikinn áhuga á félagsskap í sveitum. Lengi var hann einn helzti áhrifamaður í Ungmennafélagi Núpsveitunga, enda lengst af eini menntamað- urinn í þeim félagsskap. Flestir stofnendur félagsins hurfu smátt og smátt úr félaginu, sem oft vill verða, þegar árin færast yfir. En svo var ekki með Jón Árnason. Hann sótti fundi, tók þátt í umræðum, og var eins konar leiðbeinandi í félaginu lengi eftir að flestir eða allir aðrir stofnendur þess höfðu dregið sig í hlé. í þenna félags- skap hafði hann þó raunar ekk- ert að sækja fyrir sjálfan sig, að því er séð varð, og má full- yrða að félagslyndi og áhugi fyr- ir ungmennafélagsskap hafi komið til. Honum var vel ljóst, hver þörf er á því, að halda uppi félagslífi í sveitum landsins. Félagar úr Ungmennafélagi Núpsveitunga munu ætíð minn- ast Jóns með hlýjum huga og þakklæti fyrir samstarfið. Annað dæmi má nefna um félagsáhuga Jóns Árnasonar. Hann var einn af stofnendum Bókafélags Norður-Þingeyinga og einn af aðalforgöngumönn- um um stofnun þess. Var fé- lag það stofnað árið 1926 og var Jón formaður þess frá upp- hafi og jafnframt bókavörður um langt skeið. Mikinn áhuga hafði Jón fyrir barna- og alþýðufræðslu og var formaður skólanefndar Prest- hólahrepps um 20 ára skeið. Fleiri trúnaðarstörfum gegndi hann fyrir hreppinn. Jón Árnason var hár maður vexti, ljóshærður, bláeygur og ljós yfirlitum. — Hánorrænn í útliti. — Hann var hagmæltur vel og mikið gefinn fyrir þjóð- leg fræði, alþýðukveðskap og ættfræði. Mun hann hafa safn- að ýmsum fróðleik þar að lút- andi. Jón var ræðinn, fróður og skemmtilegur í viðtali.Má minn- ast margra ánægjulegra sam- (Framh, á 4. slðu) tök allra hafa haft mjög eftir- tektarverð áhrif. England er orðið miklu meira lýðræðisland en það áður var. Það hefir þok- azt miklu nær þeirri hugmynd, sem sérhver sæmilegur maður hlýtur að hafa um félagslegt réttlæti. Merki þau um þreytu og hrörnun, sem nazistar og fas- istar básúnuðu svo mjög um í áróðri sínum og upplausnar- starfsemi, eru horfin úr þjóðfé- lagi okkar. Það virðist nú vera hlægileg firra, að nokkur skyldi halda því fram, að við værum þjóö á hnignunarskeiði. Og það er þess vert að benda á, að mikil orka hefir verið leyst úr læðingi við hið mikla átak. Við erum t. d. yfirleitt miklu betur vakandi andlega en við vorum fyrir stríðið. Allt bendir til þess. Þrátt fyrir það, að allur þorri manna hefir langan vinnutíma, mörgu að sinna 1 frístundum sínum og stríðið hvilir á marg- an hátt þunglega á þeim, — eru þeir samt miklu hressari í anda en þeir voru. Við verðum með engu móti framar sakaðir um að vera and- lega löt þjóð. Námsflokkar og málfundafé- lög hafa hvarvetna sprottið upp. Fyrirlestrar og samkomur eru afarmikið sóttar. Eftirspurn eftir bókum er meiri en unnt er að fullnægja. Góð tónlist, alvarleg leiklist, ballett, mál- aralist, hefir allt náð augum og eyrum alþýðu manna. Ríkis- stjórnin hefir einnig veitt stór- fé til þess að efla tónlist og aðrar fagrar listir. Eitthvert vinsælasta atriði á dagskrá brezka útvarpsins und- anfarin tvö ár hefir verið „spurningar og svör“, þar sem gerðar hafa verið tilraunir, að minnsta kosti, til að svara al- varlegum spurningum á alvar- legan hátt. Ég er ekki að halda því fram, að við sáum allt í einu orðnir gáfnaljós og fagurfræð- ingar. Samt sem áður er þessi vaknandi áhugi meðal alls al- mennings mjög eftirtektarvert merki um breytta tima. Ég get ekki skilizt við þessi mál, án þess að minnast á hinn gífurlega áhuga, sem nú ríkir meðal fjölmennra hópa brezku þjóðarinnar, einkum iðnverka- manna, fyrir Rússlandi og öllu, sem rússneskt er. Hin hreysti- lega frammistaða rússneska hersins hefir orkað mjög á hugi verkamanna, sem hafa sérstaka samúð með Rússum, þótt ekki séu þeir kommúnistar sjálfir, af því að þeir líta á Rússland sem verkamannalýðveldi. Kommúnistaflokkurinn hefir vitanlega ekfci verið seinn á sér til að gera eins mikið úr þessari samúð og unnt er. Þeir hafa unnið sér marga nýja fylg- ismenn, en flokkurinn er þó til- tölulega fámennur enn sem fyrr. Ég álít ekki fyrir mitt leyti, að þessi hrifning af Rússlandi muni hafa mik,il stjórnmála- leg áhrif, en hún getur orðið talsverð óbein áhrif á félagsmál og menningu. Mun réttast að líta á þetta, sem einn þátt í hinum vaknandi áhuga og fróð- leikslöngun, sem ég hefi áður drepið á. Frh. á 4. síðu. Upp fra áþján FRAMHALD Fyrst í stað var hann þó þjónn í gistihúsi einu í grennd við Hampton, en þegar hann þóttist hafa önglað saman nægum farareyri, hélt hann heim til Malden. Gerðist hann þegar kenn- ari í Svertingjaskólanum þar. Kom«það brátt í Ijós, að með honum barst nýr andi. Hann lét sér ekki nægja að kenna nem- endum sínum hinar venjulegu, bóklegu námsgreinar, því að hann sá, að bóknámið myndi ekki einhlítt til þess að hefja hinn svarta kynflokk á hærra menningarstig. Hann lagði þess vegna ekki minni rækt við að innræta nemendum sínum fall- ega framkomu og snyrtimennsku í klæðaburði. Hann krafðist þess, að allir nemendur hirtu hár sitt vel, böðuðu sig oft og rækilega, þvæðu hendur sínar og andlit, burstuðu tennur sínar og væru í hreinum og heilum fötum. „Löng reyn.sla hefir sann- að mér“, sagði hann á efri árum sinum, „að fá tæki hafa jafn mikil og sönn menningaráhrif og tannburstinn." Starf Bookers óx mjög hröðum skrefum. Fyrst í stað var hann kennari í barnaskóla, en ekki leið á löngu, unz hann stofnsetti nýjan kvöldskóla fyrir fullorðið fólk. En þetta var honum ekki nóg, heldur kenndi hann og í tveim sunnudagaskólum og í einkatímum, þegar einhverjar tómstundir gáfust. Eins og áður er sagt hafði Jóhann bróðir hans stutt hann nokkuð til náms í Hampton, þótt fjárhagsgeta hans væri mjög takmörkuð. Þessa skuld endurgalt Booker nú. Hann studdi bróð- ur sinn að launum til náms í Hampton og síðar styrktu þeir í sameiningu fósturbróður sinn, sem Jakob hét, til sams konar skólagöngu. Þeir Jóhann og Jakob urðu síðar báðir hjálpar- menn Bookers við hina frægu menningarstofnun hans í Tuskegee. Haustið 1878, eftir tveggja ára skólastarf í Maldin, tók Booker svo saman föggur sínar og bjó ferð sína til höfuðborgarinnar. Hafði hann í huga að stunda þar nokkurra mánaða framhalds- nám í kennaraskóla. í átta mánuði var hann í Washington. Þótt hann rækti nám sitt svo vel sem á varö kosið, notaði hann sér dvöl þessa einnig til þess að kynnast mjög rækilega hinum ágætum Svertingja- skólum, sem voru í Washington. Hann komst líka í kynni við Svertingja, er sæti áttu á sambandsþinginu og öölaðist undirstöðu og góða þekkingu á vandamálum þeim, sem ríkisstjórnin átti við að stríða í sambandi við Svertingjana. Loks kynntist hann miklum fjölda blökkumanna, sem safnazt höfðu saman í Was- hington af margvíslegum ástæðum. Af öllu því, sem fyrir augu hans bar í Washington, dró hann þá ályktun, að blökkufólkið skorti fyrst og fremst starfselju og sjálfstæði í hugsunarhætti, og því hætti við að sækjast meira eftir fölskum ljóma heldur en sönnu og ósviknu manngildi. „Ég kynntist“, sagði hann síðar, „ungum mönnum, sem ekki unnu sér fyrir nema fjórum dölum á mánuði. Það var algengt, að þeir eyddu tveim dölum á einum sunnudegi í akstur í aðal- götur borgarinnar. Ég kynntist líka ungum Svertingjum, sem höfðu 74 eða 100 dala tekjur á mánuði, og þó skulduðu þeir jafn- an um hver mánaðamót. Ég kynntist mönnum, sem fyrir skömmu höfðu áttu sæti í Bandaríkjaþingi, en lifðu nú í fátækt og um- komuleysi. Þá varð mér að óska þess, að ég gæti flutt allt þetta fólk, sem ekki hafði staðizt glaum borgarinnar, út í sveitahér- uðin, kennt þeim að elska og rækta jörðina, sem allir kynflokkar og allar þjóðir hafa sótt til þrótt sinn og sannan manndóm.“ Um það bil, sem Booker lauk framhaldsnámi sínu í Was- hington, stóð fyrir dyrum að velja nýjan höfuðstað fyrir Vest- ur-Virginíuríki, er slitnað hafði úr tengslum við Virginíu upp úr 1860 og síðan haft höfuðstað, sem ekki þótti vel settur. -Höfðu einkum verið nefndar þrjár borgir, sem æskilegar þóttu til höf- uðstaðar. Þegar Booker var að búa ferð sína heim frá Washington, barst honum bréf frá flokki manna í Charleston, þar sem þess var farið á leit við hann, að hann ferðaðist um ríkið og berð- ist fyrir því, að Charleston yrði gerð að höfuðborg Vestur- Virginíu. Þetta tókst Booker á hendur. Hann ferðaðist um ríkið í þrjá mánuði, hélt víða fundi og brýndi fyrir fólki kosti Char- leston sem höfuðstaðar. Urðu úrslitin þau, að sú borg varð fyrir valinu. Á þessum ferðum vann Booker sér mikinn og góðan orðstír sem ræðumaður. Fór saman hjá honum hrífandi mælska og markviss og traust röksemdaleiðsla. Urðu margir til þess að skora á hann að helga sig stjórnmálum. En hann vísaði slíkum áskorunum algerlega á bug. Honum duldist að vísu eigi, að hann mundi geta unnið sér sjálfum frama á þann hátt og komið til leiðar ýmsu því, sem kynflokki hans gat að haldi orð- ið, en samt fannst honum að starfsorku sinnar væri mun brýnni þörf á öðrum vettvangi. Og þá kaus hann hiklaust þá leiðina. Auk bróður Bookers og fósturbróður höfðu fjórir nemenda hans úr skólanum í Malden haldið áfram námi í Hampton. Allir þessir menn reyndust óvenjulega góðir og ötulir nemend- ur, og Armstrong hershöfðingi var ekki í vafa um, að þar gætti heilladrjúgra áhrifa frá Booker. Hann skrifaði Booker því sum- arið 1879 og bað hann að koma aftur til Hampton og aðstoða sig við nýbreytni, sem hann hafði þá á prjónunum. Hann hafði nefnilega ráðizt í það að taka einnig Indíána til náms í skóla sinn og vildi fá valda kennara til þess að stjórna Indiána- deildunum. Hét hann Booker því jafnframt, að hann skyldi sjálfur eiga kost á framhaldsnámi, eftir því sem tími ynnist til. Þetta boð þekktist Booker. Fyrstu Indíánarnir höfðu komið til Hampton árið 1878. Það voru seytján ungir menn, sem höfðu í þrjú ár verið stríðsfangar í vígi á Flórídaskaganum. Margir höfðu orðið til þess að kveða upp þann dóm, að Indíána væri ekki unnt aö manna né mennta, svo að hæfir væru í siðuðu þjóðfélagi. Þessir spádómar allir hafa reynzt staðlausir stafir. Armstrong var fyrirfram viss um, að svo myndi vera. Haustið 1878 'var fjörutíu piltum og níu stúlkum bætt við Indíánahópinn, sem áður var kominn til Hampton. Sumt af þessu fólki var algerlega villt og þekkti ekki til annarra siða heldur en tíðkaðir voru meðal Síoux-Indíána vestur á sléttum mið- ríkjanna. Reyndist þetta fólk samt þegar hið námfúsasta, og var þá enn bætt Indíánum í skólann. Voru þeir orðnir yfir tvö hundruð árið 1879. 4ÚTBREIÐIÐ TIMANN4 rwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwww* Samband ísl. samvinnufélaga. SAMBANDSFÉLÖG! Dragið ekki að senda S. í. S. tölu félagsmanna yðar í árslok 1943. Með eða án Iiitaveitu — Breiðijörðs bylgjuoinar haía alltaí reynzt vel. Vegna ummæla, sem birzt hafa í tveimur dagblöðum um að Breiðfjörðsofnar séu einu ofnarnir, sem ekki þoli hitaveitu- þrýstinginn, birtum vér eftirfarandi vottoi'ð: Undirritaður hefir notað Breiðfjörðs bylgjuofna undan- farin ár, og nú einnig síðan hitaveitan var lögð inn til mín, og votta ég hér með að þeir reynast vel. Reykjavík, 2. janúar 1944. Sveinn Guðmundsson járnsmiður, Bárugötu 14 Ég undirritaður votta hér með að ég nota til upphitunar með hitaveituvatninu Breiðfjörðs bylgjuofna í húsum mínum við Laufásveg 21, og reynast þeir í alla staði mæta vel. Reykjavík, 12. janúar 1944. Oddur Jónasson. Ég undirritaður keypti árið 1942 bylgjuofn hjá Breiðfjörð í húsið Laugaveg 41 A, og hafa þeir reynzt mér prýðilega. Hita bæði fljótt og vel. En er farið var að leggja heita vatnið í hús hér i bænum, heyrði ég að sprungið hefðu bylgjuofnar ásamt helluofnum og kötlum. Hugði ég því að hér væri um vantemprun á heita vatn- inu að ræða og leitaði ég því fyrir mér hvort eigi væri hægt að fyrirbyggja það og komst að þeirri niðurstöðu, að eigi væri ann- að en að hafa frárennslið óhindrað frá ofnunum. Tók ég því 2 krana af, sem hitaveitan hafði sett á frárennslið og lagði því næst % tommu rör upp eftir skorsteininum upp í 2 metra hæð hærra en hæsti ofn hússins var til að fyrirbyggja að ofnarnir gætu tæmt sig, leiddi það aftur niður i frárennsli hússins og er þetta sama rörvídd, er liggur frá því og að því. Hef-i ég siðan hleypt á 20 lítra rennsli á mínútu og er það helmingi meir en þörf er á til þess að hita allt húsið. Þessi reynsla mín hefir reynzt mér prýðilega og vonast ég til að öðrum reynist eins ef reyna. Reykjavík, 9. janúar 1944. Virðingarfyllst. Benedikt Benediktsson. Að ofanskráðum vottorðum er ljóst: að fleiri tegundir ofna en þeir, er við framleiðum, hafa bilað af ofmiklum þrýstingi hitaveitunnar. aS ofnar okkar reynast vel þar sem sú aðferð er viðhöfð, sem lýst er í vottorði nr. 3. Með ofanskráðum vottorðum og mörgum öðrum, er fyrir liggja hjá okkur, ætti ummælum hinna tveggja dagblaða um ofna þá, er við framleiðum, að vera að fullu hnekkt. Stálofnagerðin Guðm. J. Ilreiðfjörð li. f. Ntulkn vautar i eldluisið á Vífilsstöðum. Upplýsingar í skrifstofu ríkisspítalauna í Fiskifélagshús- inu. Nýkomíð fjölbreytt úrval af drengjafata-, karlmannafata- og frakkaefnum. Tökum nii aftur fatapantanlr. Saumum fljótt og vel. Verksmiðjuútsalan GEFJUN - IÐUNN Aðalstræti. TÍMINN er víðlesnasta auglýsingablaðið!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.