Tíminn - 25.01.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.01.1944, Blaðsíða 2
30 Tf>im, þrigjMdaghm 25. jan. 1944 8. blaSS Viglús Guðmundsson; Eítír „Laxfoss“-strandið „Laxfoss“ liggur brotinn á skeri rétt utan við hafnar- mynnið í Reykjavík. Dagar hans eru sennilega taldir. Hann varð aðeins 8 y2 árs gamall. Allan þann tíma hefir skipið verið í förum milli Borgarness og Reykjavíkur og stundum líka milli annarra staða. „Laxfoss" hafði farnast vel og stórbætt samgöngurnar við Norður- og Vesturland og Borgarfjörð. „Laxfoss“ hefir verið merkur þáttur í samgöngumálunum þetta skeiö, sem hann var í förum. Einstaka menn hafa þó jafnan verið að hnýta eitthvað í skipið eins og oftast er um það, sem almenningur á við að búa. En trúlega finnst nú líka þeim mönnum skarð fyrir skildi, þeg- ar „Laxfoss" er úr sögunni. Þegar „Laxfoss“ hóf ferðir sínar um mitt sumar 1935, hóf- ust um leið hinar svonefndu hraðferðir milli Akureyrar og Reykjavíkur, þ. e. að sú leið var farin á einum degi. Fyrirfram var lítil trú á að það tækist. En fyrir atbeina þeirra, sem að „Laxfossi“ stóðu, og Bifreiðast. Akureyrar, var riðið á vaðið og ráðgerðar 1—2 ferðir í viku yfir hásumarið í tilraunaskyni. En strax tókust þessar ferðir prýðilega. Vöxtur þeirra og vin- sældir hafa svo haldizt jafnan síðan. Ferðir vestur á land juk- ust þá samhliða og hafa gengið ágætlega. Síðastliðið sumar voru gerðar svo miklar umbætur á veginum umhverfis Hvalfjörð, að til mála getur komið, að ferðir bifreiða með farþega aukist stórlega þá leið, en hingað til hefir mikill farþegaflutningur Hvalfjarðar- leiðina verið hin mesta ráð- leysa. Þó er áreiðanlega ekki kominn tími ennþá til þess að leggja niður farþegaflutning á sjóleiðinni Borgarnes—Akranes —Reykjavík. Eitt Reykjavíkurblaðið talaði nýlega um að þetta eigi að gera, ar verða nauðsynlegar til að tryggja aukið öryggi sjómann- anna og álit íslenzkrar fiskfram- leiðslu hjá helztu viðskipta- þjóðinni. Gróðafíkn fárra m^nna verður að þoka fyrir þeirri nauð- syn. Þ. Þ. ' og er svo að skilj a, að það sé | vegna þess, að „Laxfoss“ strand- aði rétt við höfnina í höfuð- staðnum! En um sama leyti | fórst einn happasælasti togar- inn með allri áhöfn. Máske hið (virðulega höfuðstaðarblað vilji þess vegna að íslendingar hætti i öllum fiskiveiðum? Sannleikurinn er sá, að þótt Hvalfjarðarvegurinn hafi stór- i batnað, er langt frá að enn sé hægt að treysta honum marga tíma árs. Þar eru oft aurbleyt- !ur, skriðuföll og snjóskaflar, ' sem geta hindrað alla umferð, þótt ágætt sé að fara um Akra- nes eða Borgarnes. Sjóveikt og jsjóhrætt fólk vill reyndar venjulega heldur ferðast á landi. En alltaf verður mikil eyðsla fyrir þjóðarheildina að aka mjög mörgum biíreiðum á misjöfnum vegum, þar sem hægt ' er að spara þær feröir með á- 1 ætlunarferðum á sjó, sem hald- , ið er uppi hvort sem er. En hvað skal þá gera? Akur- nesingar, sem nú búa við lé- legan farkost, Borgnesingar og ! aðrir Borgfirðingar þurfa í sam- eign við ríkið að eignast eins fljót og fært þykir hrað- skreiðan farþegabát, nokkru stærri en „Laxfoss", og hagan- legar „innréttaðan". Jafnframt ætti þetta félag að hafa ráð á bát til vöruflutninga a. m. k. þann tíma árs, sem fólksflutn- ingarnir eru mestir. Þetta farþegaskip framtíðar- innar þarf að vera það hrað- skreitt, að það fari á um y2 klst. mili Akraness og Reykja- víkur og á um 1 y2 tíma milli Reykjavíkur og Borgarness. Það þarf þá að fara a. m. k. 16 míl- ur á klst. og sýnast það engar öfgar vera, eftir því, sem tækn- in er nú orðin. Skip þetta þarf að hafa gott rúm fyrir nokkrar bifreiðar, sem ekið sé hindrun- arlítið út á skipið og upp af því aftur. Þótt margt manna fari land- leiðina alla leið, er ekki að efa, að fjöldi fólks færi með svona skipi. Þegar komið er í bílum langa leið, verður margur feg- inn að hvíla sig í y2—iy2 kl,- stund í góðu skipi, heldur en að bæta við sig 3—4 tíma ferð inn fyrir Hvalfjörð. Og varla er hægt að gera ráð fyrir því, að íbúar hins blómlega og hrað- vaxandi kaupstaðar Akraness, ; sætti sig við það í framtíðinni, | þegar þeir þurfa að skreppa til ; Reykjavíkur, að fara þá annað- | hvort í bifreiðum inn fyrir ! Hvalfjörð eða að kúldrast í mis- jöfnum mótorbátum sjóleiðina. Flugleiðin gæti verið það eina, sem gæti orðið heppilegri held- jur en sjóleiðin á góðu, hrað- skreiðu farþegaskipi. Undarlegt er það, ef mætum mönnum á Akranesi finnst að sjóleiðin ætti sem fyrst að leggjast niður milli Akraness og Reykjavíkur, með bæði farþega og vörur. Þeir geta máske sjálfir látið þær ósk- j ir sínar rætast. En undarleg hagfræði er slíkt hjá viður- kenndum ráðdeildarmönnum. Þegar litið er til sjóleiða ann- arra landa um flóa og firði, þar sem járnbrautir og bifreiðar á ströndinni og jafnvel flugvél- ar í loftinu keppa um farþega og flutning við skipin, þá sýnist ekki vera ástæða til að van- treysta umræddum flóabát. Hann ætti að geta farið. þann tíma ársins, sem mest er að gera, tvær ferðir til Akraness á dag og 1—2 ferðir til 'Borgar- ness. Er ótrúlegt að svona bát- ur hefði ekki mikið að gera. Meðal annars má telja víst, að ferðalög og flutningar norður og vestur um, einhverjar þess- ar umræddu leiðir (og máske allar), eigi eftir að stóraukast frá því, sem nú er. „Laxfoss“ strandaði rétt við höfnina í höfuðstaðnum, þegar hann í ofsaroki, blindbyl og náttmyrkri var að koma úr aukaferð fyrir þjóðina til að sækja m. a. nokkra alþingis- menn hennar af Norður- og Vesturlandi. Þingmennirnir voru að koma til þess að setja rammann um framtíðarsjálfstæði íandsins. En í þeim ramma sjá unnendur íslands hylla undir „skrautbú- in skip fyrir landi“ — ekki að- eins á fiskimiðum og úthöfum, heldur líka til flutninga á fjörð- um og flóum landsins og þá ekki sízt þar sem þörfin er mest. Vatnamál Rangæinga 1 EStir Þórd Tómasson, Vallnatúni Skrifið eða símið til Tímans og tilkynnið honum nýja áskrif- endur. Sími 2323. Frá fornu fari hafa Rangæ- ingar átt í ströngu að stríða við vötn þau, sem renna um aust- urhluta sýslu þeirra. Mikil og blómleg lönd hafa þau lagt und- ir sig frá öndverðu, og enn herja þau á lendur þær, sem þau liggja um, til stórskaða fyrir alla þá aðila, sem þar eiga hlut að máli. Um aldaraðir stóðu menn ráð- þrota gegn vágestum þessum, en upp úr síðustu aldamótum fara augu manna að opnast fyr- ir því, að kleift væri að kljást við þá og bera sigur úr býtum í þeirri viðureign. Fyrir merkilega forgöngu ungmennafélagsins Drífanda undir Eyjafjöllum var þá ráðizt í það að hlaða varnargarð gegn Markarfljóti hjá Seljalandi. En það rann þá alla vetra og oftar austur með Fjöllunum til mik- ils óhagræðis og tjóns fyrir alla, sem við það áttu að etja á því svæði. Nú var brautin rudd. Nokkru austar undir Fjöllun- um var á, sem um þessar mundir var að því komin að leggja hið forna og veglega höfuðból, Holt undir Eyjafjöllum, í auðn.ásamt öllum hjáleigum þess, eða hið svokallaða Holtshverfi. Þessi á var Holtsá. Þá var prestur í Holti séra Kjartan Einarsson prófastur. Undir forustu hans höfðu Holtshverfingar um skeið reynt að setja ánni nokkr- ar skorður, en hin fábreytta tækni þeirrar aldar olli því, að það starf var að kalla unnið fyrir gýg og var þó vossamt og vont. Þegar séra Kjartan sá, hve vel heppnaðist með framkvæmd Fljótsgarðsins, eygði hann sig- urvon í baráttunni við Holtsá, sem búin var að valda honum svo miklum erfiðleikum og á- hyggjum. Fékk hann því áorkað með hjálp góðra manna, að Al- þingi veitti nokkurt fé til fyrir- hleðslu fyrir Holtsá, og það á- samt fórnfýsi Holtshverfinga leiddi til þess að byrjað var á þessu verki 1912 og því síðan haldið áfram þar til er fyrir- hleðslan var komin í viðunandi horf. Mikið verk hefir verið unnið síðan við fyrirhleðslur vatna í Rangárvallasýslu og eru þar einna merkastar fyrir- hleðslur við Markarfljót í sam- bandi við byggingu Markar- f lj ótsbrúarinnar. Félagsskapur, sem risið hefir á fót í sýslunni á 1 síðustu árum undir nafninu ^Vatnafélag Rangæinga, hefir sett sér það markmið, að vinna að því, að Þverá og Affalli verði veitt austur til Eyjafjalla í farveg Markarfljóts. Vel getur verið, að það mannvirki sé framkvæmanlegt frá tæknilegu sjónarmiði, en mig uggir, að „meiri vilji en vit“ standi að baki þeim ráðagerðum, eins og merkisbóndi hér undir Eyja- fjöllum hefir komizt að orði. Ekki er nema gott eitt að segja um það, ef takast mætti að koma í veg fyrir landspjöll af völdum Þverár og Affalls á því svæði, sem þær ár renna nú um, en þá þarf jafnframt að verða séð fyrir því, að hinum miklu mannvirkjum við Mark- arfljót verði ekki stefnt í voða með framkvæmd þess verks og aðrar lendur undirorpnar eyð- ingunni um leið. Þá yrði síðari villan verri hinni fyrri. Ekki vil .ég halda því fram, að Markar- fljótsbrú yrði skeinuhætt, ef vötnin rynnu öll milli stöpla hennar, en þá skoðun dirfist ég að láta í" ljós, að garðarnir beggja vegna brúarinnar og Seljalandsgarðurinn létu undan síga, ef vatnsflaumur allra þess- ara vatna mæddi á þeim, og þá hygg ég, að yrði þröng fyrir dyr- um hjá sumum eyfellsku bænd- ’ unum allt austur að Holtsósi og raunar hjá fleirum. Mér hefir verið sagt, að fyrir skömmu hafi 'nærri numið, að Markarfljót hafi flætt yfir garðinn norðan brúarinnar, en ekki veit ég um sönnur á því. Frá bæjardyrum mínum séð, virtist það ekki óráð að styrkja umrædda garða miklu betur en enn hefir verið gert, áður en allsherjar fyrirhleðsla vatn- anna hefst, því að ella kynnu kostnaðarliðir þessara fram- kvæmda að hækka all verulega, ef tilvera Vestur-Eyjafjalla- hrepps skiptir annars nokkru máli. Sparsemi er góð dyggð, en hún borgar sig ekki alltaf. Glöggt dæmi í því efni eru þau spjöll, sem Holtsá vann nýlega á varnargarði þeim, sem hlað- inn var gegn henni. Áin hefir smám saman borið það mikinn sand undir sig síðán garðurinn var lagður, að hann jaðrar við efri brún hans að framanverðu. í fyrra voru þeir, sem eiga að sjá um viðhald garðsins, búnir (Framh. á 3. síðu) Þnrrknð matvæli Fragnleiðsla peírra heiír tekið miklum fram- iörum í styrjöldínni Harðfiskur og þurrkaður saltfiskur hefir löngum verið aðalfæða og meginútflutningsvara íslendinga. Færeyingar þurrka kjöt sitt frá fornu fari og þykir herramannsmatur. Fyrir stríðið voru Svíar vel á veg komnir að þurrka alls konar mat til geymslu. Eftirfarandi grein segir frá matar- þurrkun, sem nú er gerð í stórum stíl í Bandaríkjunum, til þess að gera flutningana til vígstöðvanna auðveldari. ^tminn Þriðjudagur 25. jjan. Háskalegt iramSerði stórútgerðarmaana Hið sorglega hvarf togarans Max Pemberton með 29 völdum sjómönnum, hefir að vonum valdið þjóðinni þungum harmi. Sú spurning hefir jafnframt vaknað, hvort þetta sjóslys eða önnur svipuð, sem líkt er ástatt um, reki tildrög sín á einn eða annan hátt til gálauss og áhættusams útbúnaðar. í tilefni af þessum umræðum, er vitanlega geta enga áreiðan- lega vitneskju veitt um hvarf Max Pemberton, hefir það verið upplýst, að stórútgerðarmenn hafa, síðan háa fiskverðið kom til sögunnar, breytt verulega út- búnaði skipanna til þess að þau rúmuðu sem mestan afla. Breyt- ingar þessar eru taldar hafa dregið talsvert úr öryggi skip- anna og spillt gæðum fisksins. En þær hafa gefið útgerðar- mönnum meiri arð. Þeim hefir ekki þótt hin stórfellda hækkun fiskverðsins nógu ábatasöm. Sannast hér hið fornkveðna, að ágirnd vex með eyri hverjum. Breytingarnar, sem hafa ver- ið gerðar, eru m. a. þessar og er hér farið eftir frásögn dag- blaðsins Vísis, sem vissulega mun ekki vilja gera hlut stórút- gerðarmarína verri en hann er: Kolageymslan hefir verið minnkuð og fiskgeymslan stækk- uð að sama skapi. Stundum hef- ir netalestin líka verið notuð til fiskgeymslu. Þegar mikið er gengið á kolaforða skipsins, hef- ir þetta þær afleiðingar, að skipið verður of létt að aftan, miðað við framhlutann og lest- irnar. Svokallaðar „hillur" hafa ver- ið teknar úr fiskstiunum eða þeim fækkað, en þær eiga að vera til varnar því, að fiskurinn sigi of mikið saman. Vegna þess- arar breytingar geta skipin tekið mun meiri’ fisk en áður. Minni ís mun yfirleitt hafa verið notaður en áður og fisk- urinn er nú hausaður. Hausinn er léttasti hluti fisksins og eykur þetta því mjöig þyngd farmsins. Tilgangur allra þessara breyt- inga er að koma sem mestu fisk- magni í skipið, enda er talið, að árangurinn sé sá, að togararnir flytji nú til jafnaðar þriðjuflgi þyngri farm en áður tíðkaðist. Liggur það í augum uppi, að þessi aukna hleðsla skipanna dregur mjög úr öryggi þeirra. Jafnvel þött sannanlegt væri, að hún hafi ekki komið að sök til þessa, virðist það sjálfsögð öryggisráðstöfun, að fjarlægja þá hættu, sem af henni getur stafað. Annað er líka alvarlegt í þessu sambandi. Fiskurinn verður miklu verri vara með þessum. umbúnaði. „Hillurnar" vörnuðu því, að hann sigi saman og merðist. Minni ísnotkun en áð- ur bætir hann vitanlega ekki. Umkvartanirnar yfir íslenzka togarafiskinum aukast líka stór- lega í Bretlandi og stundum hefir orðið að fleygja meira eða minna af aflanum. Þetta framferði stórútgerðar- mannanna er því vissulega meira en varhugavert. Það er það bæði vegna öryggis sjó- mannanna og framtíðar þéssa atvinnuvegar.Það er ekki glæsi- leg framtíðarhugsun, ef bezta fiskmarkaðinum verður spillt með þessu háttalagi. Þaö var sagt í seinustu heims- styrjöld, að norskir sjómenn hefðu bætt nýjum hetjuþætti við sögu Noregs. Það var jafn- framt sagt, að skipaeigendurnir hefðu blettað heiður Noregs, því að þeir hefðu ekkert hirt um ör- yggi skipanna, heldur eingöngu látið stjórnast af gróðafíkninni. í bókmenntum Noregs frá þess- um tíma eru til margar næsta ömurlegar lýsingar á þessu framferði stórgróðamannanna. Hér er vissulega um mál að ræða, sem ekki má láta afskipta- laust. Stjórn og þing vanrækir skyldu sína, ef þau taka það ekki til fyllstu rannsóknar og láta gera þær endurbætur, sem álitn- Bandamenn eiga nú í alls- herjar styrjöld. Þeir verða að flytja menn, vopn og matvæli til yztu endimarka hnattarins. Það er nauðsynlegt, að matvæli frá Ameríku, sem flytja þarf til herfylkinga Bandaríkjanna og þjóðanna, sem eru með Banda- mönnum, komist fyrir í eins litlu rúmi á flutningaskipum og mögulegt er. Þar er ekkert rúm fyrir vatn. Af þeim ástæð- um eru þurrkunarstöðvar fyrir matvæli látnar vinna dag og nótt um þvera og endilanga Ameríku. Fleiri og fleiri bætast við daglega, jafnskjótt og mögu- legt er að byggja þær. Matvara, sem amerískar hús- mæður hafa aldrei heyrt eða séð, er nú tilreidd í brezkum eldhúsum og borin á borð í mat- skálum ameríska, brezka og rússneska hersins. • Mikið af þessum vörum munu koma með tímanum til almenn- ings. Afnotin af þessari nýjung eru svo afar víðtæk, að ekki er hægt að gera sér fulla grein fyrir þeim, eins og stendur. Til dæmis mun það, sem Banda- menn læra viðvíkjandi þurrkun á fæðu, meðan á stríðinu stend- ur, hjálpa til að styrkja frið- inn, með því að tryggja lægra verð á matvælum. Stríð breyta oft mörgu í sam- bandi við mataræði. Napóleons- styrjaldirnar komu með dósa- niðursuðu, borgarastríðið í Bandaríkjunum innleiddi nið- ursoðna mjólk og fyrra heims- stríðið orsakaði miklar fram- farir varðandi þurrmjólk. Nú í þessu yfirstandandi heimsstríði er áherzlan lögð á að skilja vatnið í fæðunni eftir heima, þegar skipin leggja út á hafið. Flest matvæli eru mjög vatns- blandin. í nýorpnu eggi eru þrír fjórðu hlutar af vatni. í fersku kjöti og öðrum matvælum, sem álitið er að hafi sérstaklega mikið af næringarefnum, eru tveir þriðju hlutar vatns. Mikið af ferskum ávöxtum, matjurtum og ný- mjólk eru um það bil 90 hundr- uðustu af vatni. Því skyldu skip dragast með slík ósköp af vatni þvert og endilangt um hnöttinn? Það er minni fyrir- höfn að flytja vatn frá ánni Níl til eyðimarkanna í Afríku, heldur en frá kartöfluekrunum í Idaho eða mjólkurbúunum i Wisconsin. Vel útbúið herlið flytur sex mánaða matarforða með sér. Nú er mikið af þessu þurrkaður -matur. Þurrkun á alls konar matvæl- um er nú meir og meir viðhöfð í sambandi við stríðsframleiðsl- una. Þurrkuð egg taka upp minna en fjórða hluta af því rúmi, sem egg í skurninu þurfa. Matjurtir, sem þurrkaðar eru, minnka um helming og sumar allt niður í einn fimmtánda hluta af upprunalegri þyngd. Þurrkuð mjólk er þrefalt fyrir- ferðarminni en niðursoðin. Yf- irleitt þurfa þurrkuð matvæli aðeins einn sjötta af skipsrúmi því, sem óþurrkuð matvæli þurfa. Þau þurfat ekki kæli- skápa. Mikið af matvælum, svo sem eggjum og mjólk, sem hafa verið þurrkuð, má senda án þess að setja þau í tindósir. Þau þurfa þannig miklu minna rúm, og svo þarf yfirleitt ekki aö láta þau í dósir úr málmi, sem er þýðingarmikið efni fyrir stríös- framleiðsluna. Nauðsyn á þurrkuðum mat hefur aukizt afarmiklið síðan 1941, og einnig framleiösla á honum. Nýlega hefur stríðsfram- leiðslunefná Bandaríkjanna veitt nauðsynlegt framlag af málmum til þess að stækka verksmiðjur til framleiðslu þurrkaðra matvæla. Það er á- ætlað, að framleiðslan aukist að stórum mun næstu tólf mán- uði, sem séu 110,000,000 pund af eggjum, 85,000,000 pund af mjólk, 66,000,000 af garðmetí, 60,000,000 pund af kjöti. Nýjar aðferðir. Fólk hefir haft þurrkaða fæðu frá alda öðli. Hinar nýju þurrk- unaraðferðir eru mjög ólíkar þeim, er notaðar voru fyrr meir, þegar sólin og vindurinn þurrk- uðu matvælin. Þá varð ávallt eftir talsvert mikið af vatni. Nú er þurrkunin gerð á vísindaleg- an hátt og því nær öll væta tek- in úr matvælunum, oft verður ekki meira eftir en 3 hundruð- ustu. Þar sem vætan er því nær tekin úr, eru matvælin mikið betur fallin til langra flutninga, vegna þess að þau geymast svo miklu betur. Það er einnig hægt að breyta þurrkaðri fæðu í sitt fyrra horf með því að leggja hana í bleyti. Til dæmis, þegar þurrkað kjöt er bleytt, bólgnar það út og mýkist, svo það verður sem nýtt. Visnaðar baunir grænka aftur og mýkjast, þegar þær eru lagð- ar í bleyti. Ekki er ávallt nauðsynlegt að leggja alla fæðu í bleyti, því að mikið er hægt að nota til mat- ar, þótt þurrkað sé, svo sem ap- rikósur, sveskjur og rúsínur, enda notar herinn þenna mat í viðlögum fyrir fallhlífaflokka og árásadeildir. Eitt af því markverðasta við þessa þurrkuðu fæðu er, að hún hefir alla þá kosti, sem hún hafði í upphafi. Þurrkuð und- anrenning hefir öll efni mjólk- urinnar, nema smjörfituna. Þurrkuð mjólk er að öllu leyti eins og nýmjólk, nema hún hef- ir ekki C-bætiefnið, en það bæti- efni er ekki mikilsvert í ný- mjólk. Þurrkuð egg hafa álíka mikið næringargildi og nýorpin egg. Vísindamenn, sem vinna að rannsóknum í landbúnaðar- deild Bandaríkjanna, eru á þeirri skoðun, að þurrkað garð- meti hafi eins mikið af eggja- hvítu og málmefnum eins og nýtt garðmeti, sem húsmæður kaupa, jafnvel meira, því að tiltölulega lítið af garðmeti er algerlega ferskt, þegar það er keypt, og bætiefnin dofna fljót- lega eftir að það er uppskorið. Vérksmiðjur þurrka garðmetið nokkrum klukkustundum eftir að það er tekið upp, og er þá bætiefnið hlutfallslega mikið. Kjötþurrkun er mest áfátt. Þurrkun á kjöti er enn ekki komin langt á leið, en miklar rannsóknir standa nú yfir í því efni. Hingað til hafa rannsókn- irnar aðallega verið til þess að ákveða, hvort kjöt geymdist þurrkað í tvo mánuði. Til vona og vara er slíkt kjöt ávallt soðið. Rannsóknum á kjöti mun verða haldið áfram, til þess að komast að endanlegri niðurstöðu um, hvaða aðferðir sé bezt að nota. Garðmeti og ávextir eru þurrkaðir á ýmsan hátt, og beinist hver og ein aðferð að því að ná sem allra mestu af vatn- inu, úr fæðunni og samtímis varna því, að matvælin skemm- ist, jafnvel þótt þau séu geymd lengi. Það er talið, að daglega dragi þurrkunarverksmiðja svo mikið af vatni úr mat, að þyngdin á því sé jöfn þungan- um á málminum, sem notaður hefir verið til byggingar verk- smiðjunnar. Samkvæmt rann- sóknum er sannað, að þurrkun- artæki, sem hægt er að búa til úr helmingnum af þeim málmi, sem þarf í eitt skip, muni á tveimur árum þurrka fæðu sem nemi að þynd um 875 skips- förmum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.