Tíminn - 25.01.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.01.1944, Blaðsíða 3
8. Mað TÍMIW |>riðjadaginn 25. jan. 1944 31 J ó n ÐANARMINNBVG: Þórarínsson Upp frá áþján FRAMHALD bóndi í Ðýrafirði Við Dýrfirðingar höfum orðið á bak að sjá miklu mannvali karla og kvenna á þessu ári og þeim næstliðnu. Hefir sumt af fólki þessu verið á bezta aldri, en aðrir aldurhnignir. Meðal þeirra eldri manna, er létust á þessu ári, var bóndinn og bú- fræðingurinn Jón Þórarinsson, sem búið hefir hér í Dýrafirði í 40 ár. Hann andaðist að Þingeyri 24. apríl eftir strangt sjúkdóms- stríð, 73 ára. Jón Þórarinsson var fæddur í Sigluvík við Eyjafjörð 27. marz 1870. Foreldrar hans voru Þór- arinn Jónsson, bóndi þar,og iSg- urveig Jónsdóttir, kona hans. Ættfróðir menn hafa rakið ætt Jóns í 16 ættliði í karllegg til Bergs bónda í Bólstaðarhlíð á ofanverðri 14. öld. Nöfnin Þórar- inn og Jón hafa skipzt á í 5 ætt-‘]an 8'óðar endurminingar um skólann og hina ágætu kennara hans. Að loknu námi var Jón, líkt og fleiri ungir og efnalausir menn, skuldugur. Réðst hann þá í búnaðarvinnu hingað vest- ur í Dýrafjörð árið 1894 og vann hér að jarðabótum að sumrinu, en barnakennslu að vetrinum. Hverfur Jón þá norður aftur og kvongast heitmey sinni 1895. Bjuggu þau í Hléskógum í Höfðahverfi, og víðar þar fyrir norðan, unz þau fluttu búferlum að Hjarðardal í Mýrahreppi árið 1902. Bjuggu þau hjón svo hér í hreppi, að Hjarðardal og Lækj- arósi, en síðustu búskaparárin að Hvammi í Þingeyrarhreppi, og á Þingeyri var Jón búsettur síðustu árin, en stundaði þó bú- skap í Hvammi meðan heilsan leyfði. Þaö bar fljótt á því, að Jón lét sig miklu skipta öll framfaramál sveitarinnar. Er mér sérstaklega minnisstætt, með hve miklum ötulleik og ein- lægni hann vann með okkur unglingunum að félagsmálum okkar. Þá var fyrir nokkrum ár- um myndað hér bindindisfélag, er seinast starfaði í tveim deild- um, og er Ungmennafélag Mýr- ahrepps og stúkan Gyða sprott- in upp af þeim deildum. — Það mátti segja að Jón Þórarinsson væri um skeið lífið og sálin í þeim félagsskap. Eins og gengur og gerist í sveitum, voru húsa- kynni til fundahalda frekar af skornum skammti. Sannaðist þó oft sannmælið forna, að húsrúm sé ætíð nóg, þar sem hjartarúm sé mikið. Hús Jóns Þórarins- sonar stóðu okkur æ opin til fundahalda með allri þeirri gest- risni og alúð, er þau hjón höfðu ávallt á reiðum höndum. Milli liði frá föður Jóns og voru þeir prestar og atgjörvismenn. Jón missti föður sinn 6 ára gamall. Var hann yngstur þriggja bræðra og ólst upp með móður sinni og vann fyrir sér eftir mætti með því að vera smali og léttadrengur á sveita- heimilum. Kynntist hann þann- ig á unga aldri sveitalífinu og störfum þess, sem hann unni alla tíð og helgaði krafta sína meðan þeir entust. „Hann kom sér vel í æsku, þótti hafa góða greind, var hægur og prúður í allri framkomu,“ sagði merkur maður mér, sem þá var sveitungi Jóns, en nokkrum árum eldri. Um tvítugsaldur réðst Jón í vinnumennsku að Meyjarhóli á Svalbarðsströnd. Þar kynntist hann konuefni sínu, Helgu Kristjánsdóttur. Hún var dóttir Kristjáns Guðmundssonar, er lengi bjó á Víggeirsstöðum og Lísebetar Bessadóttur, konu hans. Var Bessi lengi bóndi í Skógum í Fnjóskadal og ferju- maður á Fnjóská, annálaður dugnaðarkarl, harðsnúinn í orði og athöfn. Dætur hans allar voru miklar atkvæðakonur þar nyrðra. Ein þeirra yfirsetukona og hafði hún lært í Kaupmanna- höfn. í tvö ár var Jón vinnumaður hjá Árna bónda Guðmundssyni á Breiðabóli. Gazt Jóni mætavel að þeim húsbónda sínum og dvölinni þar. Þar gerði útþrá Jóns og námslöngun fyrst vart við sig. Afréð hann þá að gafrast nemandi í Hólaskóla. Árni, hús- bóndi Jóns, hefir séð, hvað með drengnum bjó. því að bæði hvet- ur hann Jón til námsins og styrkir hann fjárhagslega, með heilu árskaupi. Námið var Jóni mjög hugleikið og gekk vel. Geymdi hann jafn- (Framh. á 4. síðu) Fullnægjandi fæða. Hvernig bragðast þurrkuð fæða? Sem svar má benda á það,að Ameríkumenn hafa notað þess konar fæðu innan vissra takmarka í mörg ár. Meðal þess- arar fæðu er kókó með þurrk- aðri mjólk, laukur og seljurót- arsalt og þurrkaðar súpujurtir. Matur þessi hefir verið vinsæll um margra ára skeið. Kökumél hefir að geyma þurrkuð egg, og bakarar hafa notað þurrkaða mjólk í mörg ár.Þurrkuð epli eru einnig notuð í skorpusteik. Þessi þurrkun á matvælum hefir vaxið með geysihraða í seinni tíð, sem sjá má af eftir- fylgjandi tölum. Árið 1940 voru framleidd 7,500,000 pund af þurrkuðum eggjum. f lok þessa árs munu Bandaríkin fram- leiða 300,000,000 pund. 600,000,- 000 pund af mjólk eru þurrkuð árlega og garðmeti er nú 22,- 000,000 pund á ári í staðinn fyr- ir 6,000,000 pund 1940. Fram- leidd munu verða 28,000 smá- lestir af þurrkuðum eplum í stað 13,000 smál. 1940, og 24,700 smál. af aprikósum í stað 10,600 smál. 1940. Það er ekki hægt að hugsa sér vinsælli né þarfari iðnað en þessa matarþurrkun, og má þakka vísindamönnum úr land- búnaðardeild Bandaríkjanna fyrir, hvað langt þessi þarfa framleiðsla er komin á veg. Menn þessir starfa baki brotnu dag og nótt til þess að auka og fullkomna framleiðsluna. Þeir, sem vinna að þessu starfi, fá einnig uppörvun af því, að beð- ið er með eftirvæntingu eftir hverju pundi, sem framleitt er fjær og nær. Mest af því, sem framleitt er, fer til þess að full- nægja þörfum láns- og leigu- samningsins og Bandaríkja- hersins og sjóliðsins. Framtíðin eftir stríffið. Vafalaust er matarþurrkun eitt af því, sem heldur áfram viðstöðulaust meðan á stríðinu stendur, en svo er spurningin, hvað verður um hana eftir stríðið. Allir sérfræðingar í þessari grein eru sammála um það, að matarþurrkun muni halda áfram, að minnsta kosti meðan á endurreisnartímabil- inu stendur. Það er búizt við, að Ameríka muni taka drjúgan þátt í því að ráða bót á mat- vælaskortinum, sem á sér stað víðs vegar um heiminn. Fyrir utan þetta ofanskráða, er eflaust takandi til greina, að það skipsrúm, sem sparast við að taka vatnið úr fæðunni, verð- ur einnig þýðingarmikið eftir stríðið. Til dæmis er það mikils- vert fyrir mann, sem ræktar kartöflur í Vestur-Bandaríkj- unum og þarf að borga flutning til Austur-fylkjanna að þurfa ekki að borga fyrir sjö pund af vatni í hverjum tíu pundum af kartöflum. Þurrkun á mat gerir einnig mögulegt að nota framleiðsl- una á hverjum stað og hverri árstíð til fullnustu. Sparnaður- inn á flutningskostnaði ætti að skapa möguleika til þess, að fólk, sem hefir litlar tekjur, fái meira og betra lífsviðurværi, en (Framh. á 4. siðu) Booker tókst á hendur forstöðu deildar, sem í voru 75 Indí- ánar. Hann bjó í sama húsi og þeir, og var hann eini maðurinn, sem ekki var af Indíánakyni í þeirri byggingu. Hann vakti yfir hegðun þeirra, hafði umsjón með umgengni þeirra, klæðaburði og þrifnaði og reyndi að glæða námslöngun þeirra og framfaraþrá. Það leið ekki á löngu, unz honum tókst að vinna fullt traust Indíánanna. Og meira en það: Þeir elskuðu hann og virtu þegar fram í sótti. Þeir vildu gera honum allt til þægðar. Hverri minnstu bendingu hans var umsvifalaust hlýtt. Hann komst líka brátt að raun um, að Indíánarnir voru ekki aðeins viðmótsþýðir og ástúð- legir menn, heldur og dugmiklir og gáfaðir nemendur. Að vísu gekk þeim all-erfiðlega að læra ensku og semja sig til hlítar að siðum hvítra manna í klæðaburði og daglegum háttum, en slíkt var ekki nema að vonum. Var síðar að því ráði horfið, að svertingjarnir tóku Indíánana til vistar í herbergi sín, svo að þeir gætu lært af þeim mál og háttu. Mun það fágætt eða jafnvel einsdæmi, að skóla- nemar hafi tekið þannig fólk af öðrum kynþætti á sína arma. Á þessum árum stofnaði Armstrong hershöfðingi sérstakan kvöldskóla fyrir efnilega svertingja, sem voru svo fátækir, að þeir gátu ekki stundað nám með öðrum hætti. Var Booker ráðinn til þess að stjórna kvöldskólanum. Varð kvöldskólinn brátt ensk stofnun undir stjórn hans. Urðu margir af nemendum Bookers í kvöldskóla þessum síðar þekktir menn, er nutu mikils og verð- skuldaða álits. Jafnframt því, sem Booker innti af höndum merkilegt kennara- og uppeldisstarf í Hampton, stundaði hann sjálfur nám, eftir því sem tóm vannst til. Var dr. H. B. Frissell, sem gerðist forstöðu- maðr Hamptonstofnunarinnar eftir lát Armstrongs, einn af kenn- urum hans. En þegar hér var komið sögu, gerðist atburður, sem réði þátta- skilum í ævi Bookers. í maímánuði 1881, fékk Armstrong hers- höfðingi bréf frá mönnum nokkrum í Alabama-ríki, einu suður- ríkjanna. Tjáðu þeir honum, að í ráði væri að stofna lýðskóla handa svertingjum í Tuskegee, smábæ við Alabamafljót, og báðu hann að benda á mann, er fær væri um að veita slíkri stofnun forstöðu. Hann svaraði þessu bréfi' um hæl og sagðist engan hvít- an mann þekkja, er hann gæti mælt með til þessa vandastarfs, en einn svertingja vissi hann,*er myndi geta leyst það af höndum með prýði. Það væri Booker Talíaferró Washington. Eftir fáa daga kom svar við bréfi Armstrongs. Það var símskeyti, svohljóðandi: „Booker Talíaferró Washington mun henta okkur. Æskilegt að hann kæmi sém fyrst.“ Booker var þegar fús til þess að taka að sér þetta brautryðj- endastarf suður frá. Bjó hann ferð sína í skyndi, kvaddi Hampton og hélt til Tuskegee. Tuskegee var á þessum tímum mjög lítill bær. Þar bjuggu aðeins nokkrar þúsundir manna, þar af um helmingur Svertingja. Ann- ars voru Svertingjar í miklum meirihluta víðast á þessum slóðum. Booker hafði vænzt þess, að sín biði reisulegt skólahús með góðum útbúnaði. En þar varð hann fyrir sáru vonbrigði. Skólahús var þar ekkert til, og lítill undirbúningur um skólastofnun hafinn. En fólkið þyrsti í menntun. Booker sá þegar að bærinn var vel fallinn til skólaseturs. Sam- göngur vóru þar fremur góðar, en þó var hann nokkuð úr þjóð- leið. Svertingjabyggðir miklar voru allt í kring. Hvítt fólk á þess- um slóðum var yfirleitt vel mannað, en svertingjarnir gervilegir, þótt fáfróðir væru, og sambúð kynstofnanna oftast góð. Til dæmis voru stærstu fyrirtæki bæjarins sameign tveggja manna, og var annar svartur en hinn hvítur. Fyrsta verk Bookers var að fá húsnæði til skólahaldsins. Varð það úr, að hann fékk aðsetur í gömlum skúr, er reistur hafði verið við hliðina á Meþódistakirkju Svertingjanna í Tuskegee, og var gengt úr honum inn í kirkjuna. Báðar voru byggingar þessar hrörlegar mjög. Var því súgur mikill í stormum, en leki, ef rigndi. Kvað svo ramt að þessu, að einn nemendanna tók sig fram um, að halda regnhlíf yfir kennaranum í stórrigningum, meðan kennslan fór fram. Skólinn var opnaður 4. júlí 1881, en 4. júlí er þjóðmininngar- dagur í Bandaríkjunum, því að þá var lýst yfir sjálfstæði þeirra. Þóttu það eigi litil tíðindi í Tuskegee, og létu flestir vel yfir. Tveir menn voru einkum dyggir stuðningsmenn þessa fyrir- tækis. Hét annar G. W. Campbell, fyrrverandi þrælaeigandi, en hinn L. Adams og hafði áður verið þræll. Þeir sáu þegar, hvílík- ur maður Booker var, og studdu hann jafnan með ráðum og dáð meðan þeirra naut við. Fyrstu nemendurnir voru alls þrjátíu, bæði piltar og stúlkur. Höfðu þeir allir einhverja undirbúningsmenntun, sem þó var mjög í molum og oft lítt raunhæf. En nemendunum fjölgaði brátt, og það var ekki langt um liðið, er Booker varð að fá að- stoðarkennara. Varð ung Svertingjastúlka, Ólivía A. Davidson að nafni, fyrir valinu. Hafði liún stundað nám í Hampton. Hún var mjög fórnfús og óeigingjörn stúlka og hafði getið sér góðan orðstír, bæði sem kennslukona og hjúkrunarkona, eitt sinn er mannskæð landfarssótt geisaði í Suðurríkjunum. Þessi stúlka varð stoð og stytta Bookers við Tuskegeeskólann og ein hin gegnasta kona í kennarastétt Bandaríkjanna. Booker sá þegar, eins og kennararnir í Hampton, að bóknám myndi ekki einhlítt til þess að hefja svarta kynþáttinn frá læg- ingu. Það var ennþá mikilvægara undirstöðuatriði að glæða og þroska sjálfsvirðingu fólksins og kenna því hreinlæti, hirðu- semi og háttprýði. Það þurfti einnig áð læra að leysa margvís- leg gagnleg störf af höndum og temja sér iðjusemi, framtak og hófsemi. Obbinn af nemendunum kom úr búnaðarhéruðunum í Alabama, og þar hlutu þeir og meginþorri hins svarta fólks í ríkinu að eiga framtíð sína. Það reið því á, að skólavistin sliti ekki þau tengsl, er voru milli manns og moldar, heldur þvert á móti styrkti þau, svo að nemendurnir hyrfu heim að námi loknu með nýjan anda og nýjan kraft og nýja kunnáttu til þess að sækja lífsgæðin í skaut jarðar og njóta þeirra farsællega. Um þrem mánuðum eftir að skólinn tók til starfa var gamalt og niðurnítt býli skammt frá Tuskegee boðið til sölu. íbúðar- húsið hafði brunnið til kaldra kola, en útihús héngu uppi, þó mjög illa farin. Booker leit þetta býli hýru auga: þótti það vel fallið til afnota fyrir skólann. Verðið var líka lágt, aðeins 500 dalir. Varð það úr, að Booker keypti jörðina handa skólanum. Fékk hann helming kaupverðsins að láni hjá einum af starfs- mönnum Hamptonstofnunarinnar, en hinn hlutinn skyldi greið- ast seljandanum með nokkurra ára afborgunum. Bóndi - Kanpir |>ú búnaðarblaSlð FREY? Sambund tsl. samvinnufélaga. Viðskipti yffar við kaupfélagið efla hag þess og yffar sjálfra. 0 P A L Rœstiduft — er fyrir nokkru komið á markaðinn og hefir þegar hlotið hið mesta lofsorð, því vel er til þess vandað é allan hátt. Opal ræstiduft hefir alla þá kosti, er ræstiduft þarf að hafa, — það hreinsar án þess að rispa, er mjög drjúgt, og er nothæft á aUar tegundir búsáhalda og eld- húsáhalda. IVotlð O P A L rœstiduft Vatnamál Rangæinga (Framh. af 2. síðu) að gera sér þá hættu ljósa, sem af þessu gæti leitt. Var garður- inn þá hækkaður verulega á nokkrum kafla þess hluta hans, sem í bráðastri hættu var, en við báða enda þeirrar viðbót- ar þurfi að bæta, ef öruggt átti að teljast, og var búið að mæla fyrir því. En þá kom sparsemin til greina, eða kannske það hafi verið íslenzka tómlætið, og við- bótin var dregin á langinn von úr viti, þangað til áin var búin að brjóta skarð í garðinn. Mun úr því þurfa drjúgum meiri peninga til að koma garðinum í gott horf. Margt mætti fleira segja um þessi mál, en þetta læt ég nægja að þessu sinni. Hafi svo illa tekizt til, að það sem ég hefi nú drepið á til við- vörunar, sé borið uppi af hel- berum grillum vanþekkingar- innar, þá bið ég þá, sem betur vita, að leiðrétta þær og fyrir- gefa mér fáfræðina. Þórffur Tómasson. H v í I a r barnaskinnhúfur nýkomnar. H. TOFT Skólavörffustíg 5. Sími 1035. ORÐSEADIAG til kaupenda Tímans. Ef kaupendur Tímans verffa fyrir vanskilum á blaffinu, eru þeir vinsamlega beffnir aff snúa sér STRAX til ÞÓRÐAR ÞORSTEINSSONAR, afgreiðslumanns, í síma 2323, helzt kl. 10—12 f. hád. effa kl. 3—5 e. hád. Vinnið ötulleqa fqrir Timann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.