Tíminn - 01.02.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.02.1944, Blaðsíða 3
11. blað TÍMINN, þriðjudagiim 1. febr. 1944 43 Sjölíu ára mmniog: Guðrún Stefánsdóttír Ijósmóðir á Karlsskála Guðrún Jónína Stefánsdóttir ljósmóðir á Karlsskála við Reyð- arfjörð átti sjötugsafmæli 30. janúar. Jónína á Karlsskála, — eins og hún er alltaf nefnd — er fædd 30. janúar 1874 á Selja- teigshjáleigu. Foreldrar hennar voru: Stef- án, sonur Jóns bónda að Sóma- stöðum, og Anna Marta, dóttir Indriða Ásmundssonar bónda að Seljateigi, er var um margra ára skeið hreppstjóri í Reyðar- fjarðarhreppi „hinum forna“. Þegar Jónína var 12 ára dó móðir hennar, og þar sem hún var elzt af 6 systkinum, kom það í hennar hlut að sjá um heimil- ið, þar til faðir hennar brá búi og varð að.láta börnin frá sér. Dvaldi Jónína þá ýmsum stöð- um, þar til hún árið 1895 flutti að Karlsskála, þar sem hún hef- ir átt heima síðan. Árið 1897 fór Jónína til Reykjavíkur að læra ljósmóður- störf. Vorið 1898 kom hún aftur austur og var þá skipuð ljós- móðir fyrir útsveitir báðu meg- in Reyðarfjarðar og Vaðlavík. Þetta er allvíðáttumikið um- dæmi, en oft afarillt og erfitt umferðar, bæir strjálir og vegir lélegir þá til Vaðlavíkur, er um snarbrattar skriður að fara, sem að vetri til geta orðið ófærar vegna snjóflóða og harðfennis, og eru alltaf vondar umferðar. Önnur leið er yfir snjóþungan og veðrasaman fjallveg að fara. Yfir fjörðinn þar sem stytzt er til bæja frá Karlsskála, er talið að sé rúmlega vika sjávar, og vondar lendingar víða. Er þar oft vond leið; ef svo skamm- degismyrkur „skugga svart“ var með ekki góðu veðri, var sú leið allt annað en girnileg til um- ferðar. Ekki er mér, sem þarna var vel kunnugur, annað vitanlegt 'en að Jónína hafi farið, þegar hennar var vitjað sem ljósmóð- ur, hvernig sem veður var, illt eða gott umferðar á sjó eða landi. Jónína hefir sýnt í starfi sínu, mikla skyldurækni, óbilandi kjark og afburða stillingu. Nú í vor er hún búin að gegna ljós- móðurstörfum í 46 ár fyrir þetta erfiða umdæmi og hefir heppn- ast það svo vel, að ekki hefir nein óheppni viljað til, hvorki fyrir konu eða barn. Árið 1900 giftist Jónína Guðna Eiríkssyni á Karlsskála og hafa þau búið þar myndarbúi. Sein- ustu árin hafa þau verið hjá Stefáni syni sínum. Þau hjónin eignuðust 7 börn, 5 pilta og tvær stúlkur, sem öll eru á lífi. Um 1930 fékk Guðni slag, svo að hægri liliðin varð máttlaus; síðar fékk hann það mikinn styrk í fótinn, að hann getur komizt um lítils háttar innan húss, meðfram veggjum. Aðeins það fólk, sem annazt hefir slíka sjúklinga, getur gert sér grein fyrir, hve mikið starf þar bætt- ist á Jónínu og heimilið yfir- leitt. Þó Jónína hafi haft allstórt bú að sjá um, með Ijósmóður- störfum sínum, hefir hún þó tekið þátt í flestum félagsskap sveitar sinnar, s. s. bindindis- málum, ungmennafélagsskap, og síðast en ekki sízt í kvenfé- laginu, sem starfar þar, og hefir gert mikið, og látið margt gott af sér leiða. En hún hefir aldrei viljað vera í stjórn þess, talið sig ekki hafa aðstæður til þess, en tillögur hennar hafa alltaf þótt góðar og á viti byggðar. Það er trúarvissa mína, — að allar þær konur, sem notið hafa umönnunar Jónínu við barns- fæðingar, öll þau börn, sem hún hefir tekið á móti inn í þennan heim, aðstandendur þeirra og aðrir vinir og kunningjar, sendi henni nú á þessum merk- isdegi í lífi hennar hugheilar hamingjuóskir og biðji góðan guð að gefa henni styrk til að vinna skyldustörf sín hér eftir sem hingað til og gera henni hlý og björt æviárin framvegis. Við fjarstaddir kunningjar hennar vildum svo gjarnan mega taka í hönd hennar á þessum afmælisdegi, en það er ekki framkvæmanlegt, því nú er „vík milli vina og fjöll milli frænda.“ Á. H. f. B. „Upplýsínga“-starfsemi Jóns Pálmasouar (Framh. af 2. siðu) mál um .það hvernig línan skuli dregin í einstökum atriðum, hvort þessi eða hin sveitin skuli teljast með eða eigi. En í aðal- atriðunum hlýtur hún að á- kvarðast af mjólkurbúunum og flutningamöguleikunum til þeirra, og frá þeim á sölustað. Hitt getur ekki orðið nema vindhögg út í bláinn að ákveða með lögum að héröð, sem enga aðstöðu hafa til að koma mjólk sinni ókemmdri á markaðsstað, skuli tilheyra einhverju mjólk- ursölusvæði. Ekkert annað en bættar samgöngur í sambandi við fullkomnar mjólkurvinnslu- stöðvar getur opnar héröðum fjarlægan mjólkurmarkað. En þegar þeim skilyrðum er full- nægt kemur hitt af sjálfu sér. 4. Bann gegn minkaeldi. Um það segir J. P.: „Pétur Ottesen flutti frum- varp um þetta efni, og fylgdi því fram með miklum dugnaði og sterkum rökum. En frum- varpið var drepið í neðri deild og mun þar um hafa miklu ráð- ið stundarhagsmunir þeirra manna, sem byrjað hafa þessa vafasömp atvinnugrein." Þarna þykir mér nú kasta tólfunum í frásagnarlistinni, og er andstæðingum málsins ekki smátt skammtað. En hér á þó við hið fornkveðna að „ekki sér hann sína menn, svo hann ber þá líka“. Fáfróðum lesanda hljóta að verða þessar spurn- ingar efst í huga: er meiri hluti þingmanna minkaeigendur eða hafa minkaeigendur mútað meirihluta þingmanna úr því að þeir láta eiginhagsmuni þessara manna — „stundarhagsmuni“ — ráða meiru um gjörðir sínar en hagsmuni alþjóðar? Annað virðist varla geta legið í þessari ásökun. Við skulum þá athuga land- búnaðarnefnd neðri deildar. í henni áttu sæti 5 menn af öll- um flokkum þings. Fjórir þess- ara manna, sinn af hverjum flokki, féllust á að vísa málinu frá, með rökstuddri dagskrá, er síðar var samþykkt af meiri hl. deildarinnar. Af þessum mönn- um er mér ekki vitanlegt að neinn ætti minkabú nema sá, er þetta ritar. Ég átti síðastl. ár 5 „tríó“. Það er nú engum blöðum um það að fletta, að J. P. álítur náttúrlega, hina þrengstu „stundarhagsmuni" hafa stjórn- að mínum gerðum í málinu. En hvað þá um hina? Hefi ég eða aðrir minkaeigendur fengið þá til að fylgja „stundarhagsmun- um“ okkar fyrir „góð orð og betaling"? Nei; Jón veit sjálfur að það er ekki fótur fyrir þess- um grófu ásökunum, þótt hann sé svo óvandaður að bera þær fram. Það sem réði tillögum meirihlutans og málsmeðferð allri voru engu síður en hjá minnihlutanum rökstutt álit hans á máli þessu sem þjóðmáli og framtíðarmáli, en ekki stundarhagsmunir einstakra manna. Og hér er ekki um neina „stundarhagsmuni" að ræða. Erfiðleikarnir á því að halda loðdýrastofninum við í landinu eins og verðlag allt hefir verið í styrjöldinni, eru það miklir, að þeir, sem hafa að því unnið, munu flestir fremur leggja það á sig af því að þeir hafa trú á þessari atvinnugrein í framtíð- inni, en ekki vegna stundar- hagsmuna. Flest starfsemi í landinu hefir nú um skeið verið meiri gróðavegur en loðskinna- framleiðsla, sökum þess hve framleiðslukostnaðurinn hefir aukist miklu meir en skinna- verðið. (Framh. á 4. síðu) Upp frá áþján FRAMHALD Opnun sýningarinnar hófst með stuttri ræðu Bullocks ríkis- stjóra í Georgíu. Síðan rak hver ræðan aðra, og léku hljómsveitir þess í milli. Loks kom röðin að Booker Washington, er var síð- asti ræðumaðurinn. Bullock ríkisstjóri kynnti hann með þess- um orðum: „Meðal vor er einnig í dag fulltrúi hins svarta kynstofns og menningar hans í landi voru.“ Booker var fagnað með lófataki miklu, er hann reis á fætur. Einkum lét blökkufólkið í ljós ákafan fögnuð. Allra augu beind- ust að hinum svarta manni, er stóð þegjandi í ræðustólnum nokkur andartök og sótti í sig veðrið áður en hann hóf máls. Síðan laut hann ívið fram og hóf ræðu sína: „Herra sýningarstjóri og háttvirt sýningarráð! Samþegnar! Þriðjungur af íbúum Suðurríkjanna er af Svertingjakyni. Eng- in stofnun, sem stuðla vill að siðrænum þroska fólksins, auk- inni verkmenningu og gróandi félagslífi, getur gengið á snið við þessa staðreynd, ef árangurinn á að verða góður. Ég túlka aðeins þær hugrenningar, sem nú búa í brjósti sérhvers manns af hinum fjölmenna kynstofni mínum, er ég stend hér and- spænis yður, herra sýningarstjóri, og yður, sýningarráð, og segi, að aldrei hafi manngildi Svertingjanna- í Vesturheimi verið við- urkennt á réttlátari og göfugri hátt heldur en af þeim, sem frá upphafi hafa staðið fyrir þessari glæsilegu sýningu. Það er viðurkenning, sem meira mun áorka til að treysta vináttuna millivhinna tveggja kynþátta heldur en allt annað, sem vel hefir verið gert síðan dagur frelsisins rann á loft. Og meira þó. Þetta einstaka tækifæri, sem oss hefir hér verið lagt upp í hendurnar, mun verða upphaf nýrrar umbótaaldar í verklegum efnum vor á meðal. Það er ekki að undra, svo lítt reyndir og fáfróðir sem vér vorum, þótt á fyrstu árum hins nýja lífs vors hafi stundum -verið byrjað að græða lim trésins í stað þess að hlú að rótinni — að sæti á þjóðþinginu eða löggjafarsam- kundum hinna einstöku ríkja hafi þótt meira keppikefli heldur en eignarjörð eða verkkunnátta og stjórnmálafundir og kosn- ingaáróður hafi fremur fangað hugi fólksins heldur en stofnun mjólkurbús eða leðurgerðar. Skip eitt nauðstatt hafði í marga daga rekið fyrir veðri og straumi. Loks sáu skipverjar annað skip. Merki voru gefin frá siglu hins nauðstadda skips: „Vatn, vatn. Við erum að deyja úr þorsta.“ Þá var samstundis svarað á hinu skipinu: „Sökkvið skjólunni í, þar sem þið eruð.“ Þeir báðu um vatn í þriðja og fjórða vatn, sendið okkur vatn!“ Og aftur var svarað: „Sökkvið skjól- unni í, þar sem þið eruð.“ Þeir báðu um vatn í þrið'ja og fjórða sinn, og enn var svarið: „SÖkkvið skjólu við borðstokkinn." Loks lét skipstjórinn undan og þekktist þetta ráð. Fötu var sökkt í, og hún var dregin upp full af ágætu vatni úr mynni Amazón- fljótsins. Við þá kynbræður mína, sem halda, að þeir geti mest bætt kjör sín á ókunnugum stöðum eða skilja ekki nógsamlega, hve mikilvægt er að efla vinsamlega sambúð við hvita menn í Suður- ríkjunum, sem þeir búa þó mitt á meðal, — við þá leyfi ég mér að segja: „Sökkvið skjólunni í, þar sem þið eruð.“ Aflið ykkur með heiðarlegum hætti vina af öllum þjóðum meðal þess fólks, sem býr kringum ykkur. Lærið að rækta jörðina, fara með vélar, reka viðskipti og stjórna heimilum. Hefjið verknám. í þessu sambandi er skylt að íhuga, að hvaða misgerðir aðrar sem svo kunna að hafa verið drýgðar hér suður frá, þá er það þó hér, að framtíðin bíður Svertingjanna á sviði starfslífsins, og ekkert sannar þetta jafn óvefengjanlega og þessi sýning. Það væri oss hættulegast af öllu, ef hið mikla stökk frá þrældómi til frelsis hefði það í för með sér, að oss sæist yfir þá staðreynd, að þorri hins fjölmenna kynþáttar vors verður að lifa af hand- afla sínum, og gæfa vor er undir því komin, hvort vér iðkum og elskum algeng störf og beitum andlegri orku vorri, verkkunn- áttu og verkleikni við hversdagslega vinnu, sem lífið krefst af oss, Hamingja vor verður í réttu hlutfalli við það, hvernig oss tekst að skilja kjarnann frá hisminu, glys og fánýti frá því, sem gagnlegt er. Enginn kynþáttur mun auðnudrjúgur, fyrr en honum er runninn í merg og blóð sá skilningur, að það sé jafn göf- ugt starf að plægja akur sem yrkja ljóð. Vér verðum að byrja þar, sem tré lífsins á rætur sínar, og þá mun lim þess verða mikið og fagurt. Vér megum ekki heldur láta skuggana, sem á vegi vor Svertingja eru, dylja oss sólskinsblettina. Við yður, hvítu menn, sem haldið, að hamingja Suðurríkj- anna sé komin undir innflutningi fólks, sem borið er í öðrum löndum, talar ókunna tungu og iðkar framandi siði, hlýtur mér að leyfast að endurtaka það, sem ég hefi þegar sagt við kyn- bræður mína: „Sökkvið skjólunni í, þar sem þér eruð.“ Sökkv- ið henni meðal átta miljóna svartra manna. Þér þekkið siði þeirra og liætti, og. þér komuzt að raun um tryggð þeirra og dyggð á þeim tímum, er sérhver brigð hefði þýtt tortímingu heimila yðar og byggða. Sökkvið skjólunni meðal þessa fólks, sem aldrei hefir hafið vinnudeilur né vakið verkfallsóeirðir, held- ur ræktað akrana möglunarlaust, rutt merkurnar, lagt járn- brautirnar, dregið auðinn úr skauti jarðarinnar og átt sinn þátt í því, að mögulegt var að efna til þessarar glæsilegu sýningar á framfórum í Suðurríkjunum. Hvaða erlent mál get ég tilemkað mér á skemmstum tíma? Auðvitað Esperanto. — Reynið sjálf. — Takið þátt í Bréfa- námskeiði í Esperanto. Þátttökugjald aðeins 28 krónur, er greiðist í byrjun. Umsóknir sendist ÓLAFI MAGNÚSSYNI, Bergstaðastræti 30 B, Reykjavík. Ég óska að taka þátt í Bréfanámskeiði í Esperanto. Gjaldið sendi ég í sama pósti með póstávísun — ósk- ast innheimt með póstkröfu (strikið yfir það, sem ekki á við). Nafn: .................................................. Heimili: .............................................. Samband ísl. samvinnufélaga. Viðskipti yðar við kaupfélagið efla hag þess og yðar sjáifra. Vökukonii ©£ starfsstúlku vantar á Kleppsspítalaim. — Upplýsingar Iijá yfirlijnkrunarkonunni. — Síani 3319. Ríkisspítalana BES. .* * * vantar nokkrar starfsstálkur eða favotta- mann. —- Upplýsingar i skrifstofu riltis- spítalanna í Fiskifélagshúsinu. Atvinnuleysisskráning, samkvæmt ákvörðun laga nr. 57, frá 7. maí 1928, fer fram í Ráðningarstofu Reykjavík- urbæjar, Bankastræti 7, hér í bænum, dagana 1., 2. og 3. febrúar þessa árs og eiga hlutaðeigendur, er óska að skrá sig samkvæmt lögunum, að gefa sig þar fram í afgreiðslu- tímanum kl. 10—12 f. h. og 1—5 e. h. hina tilteknu daga. Reykjavík, 29. janúar 1944. Borgarsfjórími í Reykjavík. Notið O P A L rœstiduft P A L Hœstiíluft — er fyrir nokkru komið & markaðinn og hefir þegar hlotið' hið mesta lofsorð, því vel er til þess vandað á allan hátt. Opal ræstiduft hefir alla þá kosti, er ræstiduft þarf að hafa, — það hreinsar án þess að rispa, er mjög drjúgt, og er nothæft á allar tegundir búsáhalda og eld- húsáhalda. ORÐSENDING til kaupenda Tímans. Ef kaupendur Tímans verða fyrir vanskilum á blaðinu, eru þeir vinsamlega beðnir að snúa sér STRAX til ÞÓRÐAR ÞORSTEINSSONAR, afgreiðslumanns, í síma 2323, helzt kl. 10—12 f. hád. eða kl. 3—5 e. hád. Lesendur! Vekjið athygli kunningja yð- ar á, að hverjum þeim manni, sem vill fylgjast vel með al- mennum málum, er nauðsyn- legt að lesa TÍMANN. Skrifið eða símið til Tímans og tilkynnið honum nýja áskrif- endur. Sími 2323.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.