Tíminn - 05.02.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.02.1944, Blaðsíða 4
52 TÍMIi\.\, laugardagiim 5. fchr. 1944 13. blað Þorbjörn á Goitaskarði: Stutt svar víð athuga- semd Sæm. Friðríkss. 29. desember s. 1. birtist í Tímanum athugasemd frá Sæ- mundi Friðrikssyni við grein þá, er ég skrifaði s. 1; haust, og fjallaði um óhagstætt og ó- venjulega strangt mat á dilka- kjöti. S. F. telur það ekki rétt athugað hjá mér, að dilkakjöts- matið hafi að nokkru verið strangara s. 1. haust, en að und- anförnu. Annað mun mörgum innleggjanda fundizt hafa hér í Húnavatns- og Skagafjarðar- sýslum. Þó skal það viðurkennt, eins og ég raunar benti á í grein minni s. 1. haust, að það hve dilkakjötsmatið varð mörg- um sauðfjárbónda tilfinnanlegt, átti að nokkru rök sín í því, hve allar ytri aðstæður urðu þess valdandi, að dilkar urðu með minsta og rýrasta móti og það svo mjög, að sumir bændur fengu í úrkast stóran hluta af dilkainnleggi sínu. Þó að ég nú viðurkenndi þá staðhæfingu S. F., að dilkakjötsmatið hafi ekki verið strangara s. 1. haust en undanfarið, sem ég raunar alls ekki geri, þá er hitt víst, að S. F. getur ekki á kné sér sniðið utan af þeirri staðreynd, að aldrei — eða ekki um fjölda- mörg ár, hefir það skeð fyrr en nú á s. 1. hausti, að allt rýrasta dilkakjötið hafi verið dæmt út úr sláturhúsunum og til fulls frá sölumarkaði. Það er affalat- riði málsins og það athugaverða. Áður hefir allt þetta rýra dilka- kjöt verið metið og dæmt — þrátt fyrir smæð og rýrð —, sem söluhæf vara á innlendum markaði. Ég þekki ekki til þess hér um slóðir, að nokkurn tíma fyrr en í haust hafi nokkur bóndi þurft að fara heim með einn einasta dilkskropp, sakir rýrðar eða megurðar. Það var ekkert smáræðis hagsmunalegt óhagræði fyrir húnvetnska og s kagfirzka bændur nú í haust, að þurfa að dyngja svo miklu sem raun varð á, af hinu frádæmda dilkakjöti inn til búa sinna og fá þannig að mestu útilokaðan þann möguleika, að geta sjálfir notað nokkuð vernd af hinu óseljan- lega hrossakjöti sínu. Einnig verður það að skoðast, sem stór hnekkir innleggsmætti þessa dilkahóps, sem bændur höfðu sem affalinnleggsvöru, að fá % til i/3 eða þó minna væri, með öllu dæmt frá markaði. Þessi ráðstöfun, að dæma allt rýrara dilkakjötið söluhæft, var því harðleiknari, sem vita mátti, að útilokað var með öllu að bænd- ur gætu sakir lítils og lélegs heyfengs, sett á hina smáu dilka — og þannig freistazt til með góðri meðferð að gera úr þeim innleggshæfar skepnur næsta haust. Þorbjörn Björnsson Geitaskarði. Erlent yfirllt. (Framh. af 1. síðu) aðaraðgerðir enginn barnaleik- ur. Þær verða að gerast langt fjarri aðalbækistöðvunum, óvin- urinn hefir getað búizt vel fyrir og ókunnugleiki á staðháttum, t. d. grynningum og rifjum, get- ur valdið miklu og ófyrirsjáan- legum röskunum og tjóni. Vafa- laust verður innrásin á Mar- shalleyjar stórum erfiðari en á Gilberteyjar, því að Japanir hafa búizt miklu lengur fyrir á þéim fyrrnefndu. Samkvæmt seinustu fregnum, hefir Bandaríkjamönnum enn gengið innrásin að óskum og segja þær sig hafa náð bezta flugvelli eyjanna. Það hefir mikla þýðingu fyrir hernaðinn á Kyrrahafi, ef Jap- anir verða hraktir frá Mar- shalleyjunum. Aðstaða Japana til árása á helztu siglingaleiðir Bandaríkjamanna versnar stór- ur, en sóknaraðstaða Banda- ríkjamanna batnar að sama skapi. Flugvélaskip, sem gætu haft aðsetur á Marshalleyjun- um, ættu hæglega að geta látið flugvélar sínar gera árásir á borgir í Japan. ÚR BÆNUM Samkoma. Næsta skemmtisamkoma Framsókn- arfélaganna í Reykjavík hefir nú ver- ið ákveðin að verði fimmtudagskvöld- ið 17. þ. m. Verður hún í skála mynd- listamanna, eins og venjulega. Eru nú þegar margir farnir að spyrja eftir þessari samkomu. Minningarathöfnin um skipshöfnina á Max Pemberton, er fór fram í fyrradag, var mjög virðu- leg. Dómkorkjan var fullskipuð uppi og niðri, og viðstaddir voru, auk ást- vina og aðstandenda hinna látnu, ráð- herrar, Hingmenn, sendiherrar og ýms- ir embættismenn. Séra Bjarni Jóns- son, vígslubiskup, flutti áhrifarika ræðu, Kristján Kristjánsson söng ein- söng, leikin voru sorgarlög og sungnir sálmar. í kórdyrum voru fánar sjö stéttarfélaga sjómanna og stóðu full- trúar frá félögunum í röð um þá. Fán- ar voru í hálfa stöng um allan bæinn og verzlunum og flestum skrifstofum var lokað frá kl. 1—i. Magnús Sigurffsson bankastjóri og Sveinbjörn Finnsson, skrifstofustjóri eru nú komnir heim. Magnús var aðalfulltrúi íslands á ráð- stefnu Hjálparstofnunarinnar í Atlan- tic City, en Sveinbjörn aðstoðarmað- ur hans. ■» Þjóffleikhúsiff. Samkvæmt upplýsingum frá brezka sendiherranum hefir, vegna vetrar- hörku, gencið seinna en ætlað var, að byggja skúra þá, sem ætlaðir voru fyrir vörur, sem geymdar voru í Þjóð- leikhúsinu, en fyrir góða samvinnu amerísku herstjórnarinnar hefir brezki flotaforinginn nú engu að síður getað byrjað á að rýma Þjóðleikhúsið, og er ráð fyrir því gert, að ef engin óvænt óhöpp koma fyrir, verði rýmingu þess lokið og það afhent til baka i lok febrúarmánaðar. (Samkv. tilkynningu frá utanríkismálaráðuneytinu). BréSkaili úr Norður- Þ ngeyjarsýslu — — — „Ég held að flestir hér í sveit hafi samúð með Dön- um, eins og öðrum þjóðum, sem orðið hafa fyrir barðinu á Þjóð- verjum, en ég veit ekki af neinum svo aumum, að hann trúi því, að Dönum sé það ein- hver raunabót í eymd sinni, að íslendingar séu linir í skilnað- armálinu, og þó svo væri, að Dönum þætti kostur sinn eitt- hvað betri, ef þeir gætu dregið íslendinga niður til sín, þá er hér enginn, sem styður danska málstaðinn. Hér er svo fátt af prófessorum, doktorum, for- stjórum, rithöfundum og þess- háttar fólki. Hér eru aðeins ís- lenzkir alþýðumenn, sem óska þess af alhug, að ísland megi verða alfrjálst um alla framtíð". Á víðavangi (Framh. af 1. síðu) ið kom ekki út. En fyrir viku síðan, byrjaði það að koma út aftur. Um útgefendur þess nú er ekkert látið uppskátt, en gef- ið er í skyn, að þeir séu hinir sömu og fyrr. Þetta er ekki rétt, þar sem félög bænda standa nú ekki á bak við útgáfuna eins og áður. Tilgangur blaðsins er líka allt annar. Hann var áður að svara óhróðri bæjarblaðanna um bændur og samtök þeirra. Nú virðist hann aðallega sá að skapa meðaumkun með stór- gróðamönnum (sbr. skrif Ing- ólfs á Hellu) og átelja Fram- sóknarmennj síðasta bl. Bónd- ans stimplar t. d. Egill í Sigtún- um alla þingmenn og miðstjórn- armenn Framsóknarflokksíns sem „kommúnistakæra" og rit- stjórinn líkir saman störfum Sveinbjarnar Högnasonar og Ingólfs á Hellu fyrir bændur! Jafnframt er því haldið fram, að ritstjóri Tímans sé voðaleg- ur verkfallaforsprakki! Prentvílla leíðrétf Niðurlagið á smágreininni um orðið Þjóffveldi í blaðinu i gær, átti að vera: Hví þá ekki að kalla þjóðfé- lagsskipan íslendinga þjóffveldi, heldur en lýðveldi? Lesendur! Vekjið athygli kunningja yð- ar á, að hverjum þeim manni, sem vill fylgjast vel með al- mennum málum, er nauðsyn- legt að lesa TÍMANN. Ein af stófbyggingnn- um brennur. (Framh. af 1. siðu) • liðsstjóri svo frá, að þegar hann kom á vetvang hafi logað upp úr þaki hússins og út um glugga, bæði Austurstrætis- og Aðal- strætismegin og gangar allir fullir af reyk og teknir að loga. Var nú skjótt gengið til verka, því að þegar var sýnt, að alls mundi við þurfa, ef forða átti því, að eldurinn næði að læsa sig hús úr húsi. Var aðstaðan mjög ill, því að vindur var snarpur af norðri og 12—13 stiga frost. Klömbruðu áhöld slökkviliðsmannanna skjótt, og fötin frusu utan á þeim, svo að þeim varð örðugt mjög um hreyfingar. Tæki höfðu sveitirnar hin beztu, sex dælur, slöngubíla, stálstiga, björgunarkaðla, stökkhlífar, reykgrímur og as- bestföt.Dælur amerísku slökkvi- sveitarinnar fengu vatn úr vatnshönunum við Steindórs- stöðina og Kirkjustræti, tvær dælur íslenzku sveitarinnar vatn og tvær sjó. Var alls dælt 8000—9000 lítrum af vatni og sjó á bálið á mínútu hverri. Aflmestar voru þó sjódælurnar; þær dældu 2250 lítrum hvor á mínútu. -Mör» Inis í stórhættu. Eldurinn fór mjög geyst, og þrátt fyrir góð tæki og mjög vasklega framgöngu beggja sveitanna, var tvísýnt, hvort takast mætti að hamla út- breiðslu eldsins. Einkum var mjög erfitt að verja húsin sunnan Vallarstrætis. Vallar- stræti er þarna aðeins hálfur fimmti metri að breidd og stór timburhús, sem sunnan þess voru, beint í vindstöðu. Olli það miklum erfiðleikum, að sundið fylltist af reyk, svo að þar var eigi viðvært. Auk þess var tor- velt að sjá, hvar eldurinn leitaði mest á. Þó tókst að verja þessar byggingar að mestu og forða stórbruna sunnan strætisins, en skemmdir urðu miklar þó á Hótel Vík, Björnsbakaríi og húsi Verzlunar Brynjólfs H. Bjarnasonar. Brann vöru- geymsluhús, er þar er, allmjög og urðu mjög miklar skemmdir á því, sem þar var geymt. — Sviðnuðu húshliðarnar mjög, og rúður allar sprungu. Fleiri hús urðu fyrir allmikl- um skemmdum, einkum þó hús Thorvaldsensfélagsins og verzl- unarhús Magnúsar Benjamíns- sonar, austan Veltusundsins. Einnig sprungu rúður í húsum gegnt Hótel íslandi norðan Austurstrætis og vestan Aðal- strætis. llúsið Iirynur. Um klukkustund eftir að slökkvisveitirnar komu á vett- vang byrjaði þak aðalbygging- arinnar og efsta hæðin að falla, og að hálfri stundu liðinni var meginbyggingin fallin. Stóðu þá þverbyggingar meðfram Veltu- sundi og Vallarstræti enn í ljósum loga. Á fimmtudaginn var þegar tekið að grafa í brunarústirnar. Fannst lík Sveins Steindórs- sonar seint um daginn. Var það mjög skaddað. Slökkvisveitunum verður ekki nógsamlega þökkuð framgang- an þessa nótt, ekki sízt hinni amerísku, sem ekkert átti í húfi, þótt eigi tækist að stöðva eld- inn. Hefir hér miklu tjóni ver- ið forðað, því að ekkert er sennilegra heldur en að orðið hefði bruni á borð við þann, sem varð árið 1915, þegar fjöldi húsa í miðbænum brunnu til ösku. Gífurlegt tjjón vá- tryggingarfélaga. Hótel ísland var vátryggt hjá Sjóvátryggingarfélagi íslands fyrir 667.650 krónur, en auk þess var innbú gistihússins vá- tryggt fyrir 225 þúsund krónur hjá vátryggingarskrifstofu Sig- fúsar Sighvatssonar. Vörubirgð- ir Gefjunar voru vátryggðar hjá vátryggingarskrifstofu Sigfúsar Sighvatssonar fyrir 75.000 krón- ur og birgðir Vöruhússins fyrir 301.000 krónur hjá Sjóvátrygg- ingarfélaginu. Er tjón þessara aðila allra mjög mikið. Breytingarnar á Þormóði. (Framh. af 1. síðu) við þessu: Gufuketill — og vél- in tekin úr, fyrirferðarminni, en kraftmeiri vél sett í staðinn, við það stækkar lestarrými skipsins og hraðinn vex. Yfir vélarúm er sett miklu hærri yfirbygging og bátapallar þar út frá, með tveimur bátum á. Einnig er sett stórt og veglegt stýrishús, ásamt kortaklefa. Á hið gamla þilfar er sett þungt og • kraftmikið spil. Eftir allar þessar breytingar, sem náttúr- lega eru framkvæmdar undir hinu stranga eftirliti Skipaskoð- unar ríkisins og samþykktar af því, lítur skipið prýðilega út, fyrir augað að minnsta kosti. Og innanborðs hefir það ótal „dokument“ undirrituð af skipa- skoðunarstjóra ríkisins um að skipið sé nú fyrsta flokks og megi nú sigla um öll heimsins höf. Þetta breytta skip hefir svo siglingar á ný, bæði utan- og innanlands siglingar. Eins og önnur skip, er hér sigla, fær það náttúrlega mismunandi veður. Stórkostlegur leki kemur að því tvisvar sinnum í vondu veðri. Það kemst nauðulega til lands í bæði skiptin; fær viðgerð og hefur siglingar á ný. En í þriðja skipti, er kom að því leki náði það ekki landi. Hluti úr skipinu fannst á reki og var komið með hann til lands. Þar geta menn séð hvernig skipið var byggt upphaflega og gert sér svo í hugarlund hvort styrkleiki þess var í samræmi við þær breytingar, sem á skipinu voru gerðar hér, og í samræmi við veðurfar og önnur skilyrði er skip verða að sigla við hér við ísland. Endalok þessa skips eru svo átakanleg að þau ættu að verða oss til varnaðar í fram- tíðinni." Þótt Þorvarður nefni ekki skip það, sem hann ræðir hér um, mun öllum, sem nokkuð þekkja til, vera augljóst, að hann á hér við vélskipið Þor- móð, er fórst á hinn sorglegasta hátt í fyrravetur. Gefur þessi lýsing sérfróðs og hlutlauss manns vissulega aukið tilefni til þess að enn á ný sé þeirri kröfu beint til ríkisstjórnarinnar, að hún trassi ekki lengur að birta almenningi rannsókn sjódóms- ins á Þormóðsslysinu. Espcranto, sem al- l>ióóarmál. (Framh. af 3. síðu) mennt vera farin að opnast fyrir því, að heimurinn getur ekki öllu lengur án þess verið. Hinar öru samgöngur og við- skipti nútímans útheimta, að hver og einn geti skilið menn hvaðanæva að ú,r heiminum; nauðsynin mun nú fara að vísa þjóðunum á hinn rétta veg í þessu efni. Esperantohreyfing- in mun því vafalaust verða sterkari nokkrum árum eftir stríðið en hún hefir nokkru sinni áður verið, og ef til vill er sá tími nú nær en nokkurn órar fyrir, að það verði innleitt sem almennt, alþjóðlegt hjálp- armál, sem allir menntaðir menn og þjóðir telji sér skylt að læra. Ólafur S. Magnússon. Jörðín Hör^sholt í Miklaholtshreppi í Hnappa- dalssýslu, fæst til kaups og á- búðar í næstu fardögum, ef um semst. Bústofn getur fylgt. Semja ber við eiganda og á- búanda jarðarinnar EIÐ SIGURÐSSON. S T Ú L K U R óskast til fiskflökunar. — Hátt kaup. Frítt húsnæði í nýtizku húsum. HRAÐFRYSTISTÖÐ VESTMANNAEYJA. Askriftanfjald Tímans utan Rvíkur og Hafnarfjarðar er kr. 30.00 árgang'urinn. GAMLA Bíó-,* Æríngjarnír (THE BIG STORE). Söngva- og gamanmynd með THE MARX BROTHERS, TONY MARTIN, VIRGINA GREY. Sýnd kl, 7 og 9. „HULLABALOO" Gamanmynd með FRANK MORGAN. Sýnd kl. 5. f ► NÝJA BÍÓ« Sögur frá Manhatian EDWARD G. ROBINSON RITA HAYWORTH. GINGER ROGERS. HENRY FONDA. CHARI4ES LAUGHTON. PAUL ROBESON. ___________Sýnd kl, 9. GRAFINN LIFANDI (The Man who wouldn’t Die) s Bönnuð börnum yngri en 10 á vn Sýnd klukkan 5—7. i------———-—-------------— ---------—------------------ Fljótsdœlingar! Skriðdœlingar! Reyðfirdingar! Innilegustu þakkir til ykkar allra, sem sýnt hafið mér vinarhug og virðingu, með þvi að gefa mér mjög verðmœta merka gjöf, í tilefni þess að ég lét af Ijósmóðurstörfum um síðastliðin áramót. Guð blessi ykkur öll í samhuga og samstarfi. BJÖRG JÓNSDÓTTIR. Áokbrar stúlkur á aldrinum 17—22 ára, verða teknar til náms við langlínu- afgreiðslu hjá Landssímanum. Umsækjendur verða að hafa lokið prófi við gagnfræðaskóla eða verzlunarskóla eða kvennaskóla, eða hafa samsvarandi menntun. Áherzla er meðal annars lögð á skýran málróm og góða rithönd. Eiginhandar umsóknir sendist ritsímanum í Reykjavík fyrir 10. febrúar næstkomandi. T©ilsf|óra- skrifstofan 1 verður lokuð í dag, laugardag, vegna jarðarfarar. IVÝJAK BÆKIJR: Heilsufræði handa húsmæðrum eftir frú KRISTÍNU ÓLAFSDÓTTUR, lækni. í riti þessu er tekið saman hið helzta um heilbrigðisefni, sem ætla má að varði sérstaklega konur í húsmæðrastétt, bæði til sjávar og sveita hér á landi. — Bókinni er skipt í 6 aðalkafla: 1. Kynferðislíf kvenna, barnsburður og sængurlega. 2. Meðferð ung- barna. 3. Heilsusamlegir lifnaðarhættir. 4. Helztu sjúkdómar, er húsmæður varða. 5. Heimahjúkrun. 6. Hjálp í viðlögum. Hverjum þessara aðalkafla er skipt í ótal undirkafla og efninu mjög skipulega niðurraðað. í bókinni eru um 400 myndir og nokkrar litmyndir, svo að segja má, að efnið sé alltaf jöfnum höndum skýrt með orðum og myndum. Bókin er 262 blaðsíður auk litmynda, prentuð á góðan pappír í stóru broti, og kostar þó aðeins 50 krónur í bandi. • Tíu þulur eftir frú GUÐRÚNU JÓHANNSDÓTTUR frá Brautarholti. Meff myndum eftir KJARTAN GUÐJÓNSSON. Guðrún Jóhannsdóttir er löngu orðin þjóðkunn, og eiga þul- urnar hennar þar drýgstan þáttinn. í þessari bók birtast meðal annars þulurnar: Á vegamótum, Örlagaþræðir, Huldusveinninn, Sigga í Sogni, Báran, Ólánsmenn, Þrúða á Bala o. fl. Bókin er prentuð á sérstaklega vandaðan pappír, og fylgir mynd hverri þulu, og kostar aðeins 12 kr. ŒEEífr4...', ~ Bókavorzlun IsafoldarprcnTsmiðju. SKIPjlUTCEPO rTTi-r^Hi.-n „ Þ Ó R “ til Vestmannaeyja .kl. 8 í kvöld. Flutningi veitt móttaka árdegis í dag. Vinnið ötuílcfia lyrlr TitHAnn. Pallíettnr svartar, hvítar, rauðar, silfraðar, gylltar, koparlitaðar, grænar, bláar. H. TOFT Skólavörffustíg 5. Sími 1035.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.