Tíminn - 05.02.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.02.1944, Blaðsíða 1
RITSTJORI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPANDI: FRAMSÓKNARPLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITST JÓR ASKRIFSTOFUR: EDDUHUSI, Lindargötu 9A. Símar 2353 og 4370. AFGREIDSLA, INNHEIMTA ÖG AUGLÝSINGASKT.—tTOFA: EDDUHUSI, Undargötu 9 A. Sími 2323. 28. arg. Reykjavík, laugardaginn 5. febr. 1944 13. l»lao Erlent yfirlit: Innrásin á Mars- halleyjar - Fynr f am öögum var tilkynnt, að Bandaríkjamenn hefðu gert innrás á Marshalleyjar. Innrás þessi er m. a. að því leyti sögu- legur atburður, að þetta er í fyrsta sinn, er Bandamenn gera tilraun til að leggja undir sig land, sem laut yfirráðum Jap- ana fyrir styrjöldina. Má bezt af því ráða, að það eru Banda- menn, sem nú eru komnir í sókn, en Japanir í varnaraðstöðu. Marshallseyjar eru hér um bil miðja vegar milli Hawaiieyja og norðausturstrandar Ástralíu. Frá Honolulu til næstu Mar- shallseyjanna eru um 2780 km. Eyjarnar eru um 32 talsins og auk þess um 300 kóralrif. Þær eru dreifðar yfir stórt svæði, en skiptast þó aðallega í tvo eyja- klasa (Ratock og Ralik). Allar eyjarnar eru kóralmyndaðar og eru hvergi hærri en 10 m. yfir sjávarmál. Þar eru víða góðir lendingarstaðir fyrir flota- flugvélar og sumstaðar allgóð lægi fyrir herskip. Vegna kóral- rifjanna er þó leiðin vandrötuð inn á þessi skipalægi. íbúarnir voru taldir um 9 þús., þegar Japanir fengu eyjarnar, aðal- lega frumbyggjar. Síðan mun frumbyggjunum hafa fækkað, en allmargt Japana hefir verið flutt' þangað. Ummál þeirra eyja, sem taldar eru byggilegar, er um 415 ferkm. Margskonar aldin vaxa á eyjunum, flest þó aðflutt í seinni tíð. Annar bú- peningur en svín og hænsni þekkist þar ekki. Eyjarnar fundust af enskum sjófarendum seint á 18. öld, en þar sem þær voru afskekktar, var þeim lítill gaumur gefinn lengi 'vel. Árið 1885 lýstu Þj£ð- verjar eign sinni á þeim, en Japanir hertóku þær strax í upphafi styrjaldarinnar 1914 og fengu yfirráð sín þar viður- kennd í Versalasamningunum. Síðan hafa þeir reynt að halda sem mestri leynd yfir eyjunum, útlendingar hafa ekki fengið að koma þangað og þeirra hefir lítt verið getið í japönskum blöðum. Þykir víst, að Japanir hafi kom- ið sér þar upp fullkomnunj bækistöðvum fyrir flugher og flota, m. a. skipakvíum og við- gerðarstöðvum. Fullvíst þykir, ¦að japanski flotinn, sem gerði hina heimskunnu, en illræmdu árás á Pearl Harbour 7. des. 1941, hafi haft bækistöðvar sín- ar á Marshalleyjunum. Bandaríkjamenn hafa oft gert miklar loftárásir á stöðvar Jap- ana á Marshalleyjunum og unnið Japönum þar mikið tjón. Eftir að Bandaríkjamenn her- tóku Gílberteyjar í vetur, var því spáð, að þeir myndu fljót- lega ráðast á Marshalleyjar og er það nú fram komið. Innrás Bandaríkjamanna á Gilbérteyjar var þeim dýrkeypt að sögn, enda eru slíkar hern- (Framh. á 4. síðu) Seinustu fréttir Rússar telja sig hafa unnið mikinn sigur í Dnjeprbugðunni, þar sem þeir hafa innikróað 100—150 þús. manna þýzkan her. — í Póllandi hafa þeir tek- ið borgirnar Rovno og Lutsk. — Á Leningradvígstöðvunum held- ur sókn þeirra áfram. Orustur eru hafnar um Narva. Wilhelmshaven varð í fyrri- nótt fyrir mikilli loftárás ame- rískra flugvéla. Urslitaorustan um Cassino er hafin. Er hún mjög hörð, því að Þjóðverjar hafa búizt vel fyrir. Á Anziosvæðinu hafa orustur harðnað. Breytíngarn- ar á Þormóðí Merkileg frásögn á Fiskiþinginu. Á Fiskiþinginu, sem ný- lega er komið saman hér í bænum, hafa öryggismálin verið tekin til umræðu og sérstakri nefnd falið að fjalla um þau. Framsögu- maður málsins var Þorvarð- ur Björnsson hafnsögumað- ur. Var ræða hans hin at- hyglisverðasta. í ræðu sinni minntist hann m. a. á gömul skip, sem væru keypt hingað og hér gerðar á þeim ýmsar varhugaverðar breytingar. Fer hér á eftir sá kafli ræðu hans: „Flest okkar skip eru keypt gömul frá útlöndum. En hefir þá um leið og kaupin eru gerð, verið nægilega athugað hvort þau uppfylli þær kröfur, sem okkar aðstæður heimta? Eru þau byggð til að mæta sömu skilyrðum um veðurfar og sjó- sókn sem er hjá okkur, með að sækja á fjarlæg mið, siglingar landa á milli um vetur, eftir að búið er að breyta sumum þeirra og setja í þau kraftmeiri vélar, sem reyna óhjákvæmilega meira á styrkleika skipsins? Er nokkur ástæða til að efa að þetta sé ekki allt í bezta lagi, þar sem við höfum lagaákvæði um þetta, og þau náttúrlega framkvæmd undir hinu stranga eftirliti skipaskoðunarinnar? Það kemst náttúrlega ekkert skip á flot'né fær leyfi til að sigla nema að allar þessar ströngu kröfur um styrkleika, viðhald og eftirlit séu uppfyllt- ar. Við skulum athuga eitt dæmi: Gufuskip er keypt frá útlönd- um, það er byggt úr tré og þá orðið nær 20 ára gamalt. Það er byggt til svónefndra rekneta- veiða. Stutt siglingaleið út á miðin, farið út að kvöldi, komið inn að morgni. Með þetta fyrir augum er skipið byggt og styrk- leiki byrðings, banda og ann- arra efniviða skipsins miðast við þessar ferðir. Yfirbygging yfir vélarúmi lág og fyrirferðarlítil, sömuleiðis stýrishús. Þegar svo skipið kemur hing- ar er breytt til. Það er ekki látið stunda sömu siglingar á tak- mjörkuðu svæði. Nei. Það er gert að úthafsskipi. Látið sigla á milli landa um hávetur, með fullfermi af ísfiski, en óbreytt til að byrja með, og var það út af fyrir sig bót í máli. Nú kemur í ljós að þetta skip getur ekki siglt með fisk við þessi skilyrði. Farmurinn of lítill til að ferðin borgi sig, og meðal annars er skipið of lengi í fe.rð- inni, fer of hægt. En til er ráð (Framh. á 4. siöu) Ein af stórbyáging- um Rey kj a víkur brenour ti os Eínn maður fierst i eldmum Tjóníd a£ eldsvoðanum skiptir miiljónusn króna Eitt af stórhýsum Reykjavíkur, Hótel Island, brann til kaldra kola aðfaranótt fimmtudags. Alls munu hafa verið 48 menn í húsinu, er eldurinn brauzt út, flestir þeirra í fastasvefni, og fórst einn þeirra, ungur maður úr Hvera- gerði, Sveinn Steindórsson að nafni. Er þetta stærsti og einn voveiflegasti bruni, sem hér hefir orðið síðan árið 1915, að kviknaði í Hótel Reykjavík og fjölmörg hús í Mið- bænum brunnu. Tjónið af brunanum er stórkostlegt — nemur miljónum j ið Nordahl Grieg hafi farizt að króna. Var þó mildi mikil, að ekki hlauzt miklu ægilegra faranótt 3. des. síðastliðinn tjón af eldinum. Nordahl Grieg íallínn Það var opinberlega tilkynnt í London í gær, að norska skáld- Mikil verðmæti brenna. Hann hafði" farið sem frétta- maður með einni sprengjuflug- in við herbergi Sveins, og mun'vél Bandamanna, er tók þátt i annar þeirra, er þar bjuggu, loftárás á Berlín þessa nótt, en ha'fa komizt nauðulega út. j kom ekki aftur úr þeim leið- I byggingum þéim, sem Sveinn var ungur dugnaðar- angri brunnu voru til húsa auk Hó- ' maður, ættaður austan úr Vest- ! Nordahl Grieg var 41 árs að tels íslands Vöruhúsið og ur-Skaptafellssýslu. • Hann var aldri. Hann gerðist ungur skáld saumastofa og verzlunarbúð kvæntur Ástrúnu Jónsdóttur, og rithöfundur og vakti mikla Gefjunar. Varð engu bjargað úr Sigfússonar frá Sauðárkróki. athygli, því að hann var róttæk- eldinum, hvorki vörum né pen-.Voru þau barnlaus, en aldraða ur í skoðun^ og fór Jlítt troðnar móður á hann á lífi í Hvera mgum. Fólk bjargast iiauoii- lega. brautir. Þótt hann ætti til efn- gerði. | Starfsstúlka verður eldsins vör. Flestir, sem bjuggu í gistihús- inu, sluppu snauðirúr eldinum, sumir jafnvel á nærklæðum aðra að telja, var hann alla tíð mikill alþýðusinni og átti það aukinn þátt í þeim* styr, er stundum reis um verk hans. Honum var í blóð borin mikil _,,.., . *. .- ferðalöngun og ævintýraþrá og Eldunnn kom upp í eða við for úann víða um lönd Qg aflaði Samþykkt lögreglu- þjóna í lýðveldis- málinu Á aðalfundi lögreglufélags Reykjavíkur var eftirfarandi tillaga samþykkt einróma í lýð- veldismálinu: „Aðalfundur í lögreglufélagi Reykjavíkur, haldinn sunnudag- inn 30. janúar 1944, telur sig eindregið fylgjandi því, að lýð- veldi verði stofnað á íslandi eigi síðar en 17. júní n. k. Tel- ur fundurinn, að lýðveldi sé hið fullkomnasta stjórnarfyrir- komulag og í fyllsta samræmi við eðli og uppruna íslenzku þjóðarinnar". lítið geymsluherberg!r**4 efstu eihum. Allmargir náðu eigi að hæð hússins, og er ókunnugt þ~ekkfn"ga7 komast út úr herbergjum sín- um upptok'hans að öðru leyti. um í tæka tíð, því að gangarnir, Varð ein starfsstúlka gistihúss- sem ,voru mjóir, fylltust þegar ins> R°sa Sigfúsdóttir, hans reyk og eldi. Stukku fjórir .^^ vör: Hafði hún fyrir þeirra út um glugga á stökk- nokkru lagzt til svefns í her- hlífar, sem slökkviliðið kom »ergi sínu á efstu hæð húss- með. Meiddist einn þeirra,: ins> en vaknaði skyndilega og norskur skipstjóri, talsvert á heyrði snarkið í eldinum. Rauk fallinu og var fluttur í Lands- I hún þegar til og vakti alla, sem spítalann. Lögregluþjónn, sem , á Þeirri hæð bjuggu, en önnur varð fyrir manni, er stökk út' stúlka, Esther Rósenberg, af þriðju hæð, meiddist einnig hringdi á slökkviliðið. Var þá nokkuð. Einn maður, Guðmund- kmkkan 29 mínútur gengin í Þorbjarnarson, bóndi að Þr3u- Aðrh gerðu viðvart um sér þannig hinnar víðtækustu ur Stóra-Hofi á Rangárvöllum, er bjó á þakhæð hússins, forðaði sér upp á þakið og renndi sér niður í björgunarkaðli. Var kað- allinn helzt til stuttur, og lét hann sig falla til jarðar um þrjá metra. Guðmundur er kominn yfir áttrætt, og þykir hann hafa sýnt mikinn fræknleik, svo aldr- aður maður. Mao'ssr brennur inni. Sveinn Steindórsson frá Hveragerði, er fórst í eldinum, bjó á annarri hæð. Vita menn ekkert til hans, og þykja mestar líkur til þess, að hann hafi aldrei komizt úr rúminu. Gestir voru.í herbergjum beggja meg- eldsvoðann, annars staðar i húsinu, eftir því sem til vannst. Tveir menn, Helgi Rósenberg þjónn og Tómás Hallgrímsson frá Grímsstöðum á Mýrum, er var þarna gestkomandi, þustu upp með tvö handslökkvitæki og reyndu að ráða niðurlögum eldsins, en það heppnaðist eigi. Frábær dugnaður slökkvisveitanna. Slökkvisveitir komu skjótt á vettvang,- bæði íslenzkar og amerískar. Kom sú íslenzka of- urlítið fyrr á vettvang, enda átti hún skemmra að fara. Segir Pétur Ingimundarson slökkvi- (Framh. á 4. slðu) Þegar Þjóðverjar réðust á Noreg, gekk hann strax í sveit þejrra, er hárðasta mótstöðu verttu. Hann tók þátt í orust- um í Noregi og fylgdist siðan með þeim hluta hersins, er úr landi komst. Eftir þessa örlaga- ríku atburði, var hann ekki lengur byltingar- og alþýðu- skáldið fyrst og fremst, heldur stríðsskáld norsku þjóðarinnar, er lofsöng baráttu hennar, og hvatti hana til hreysti og af- reksverka. Hann fylgdist með baráttu hinna frjálsu Norð- manna víða um heim og var oftast þar, sem hættan var mest, til þess að geta sem gerzt lýst baráttu landa sinna og örv- að þá til dáða. Þessi ómetan- legi þáttur hans í frelsisbar- áttu norsku þjóðarinnar mun gera nafn hans ódauðlegt í sögu hennar. Nordahl Grieg hefir nokkr- um sinnum komið hingað til lands. Kona hans, Gerd Grieg, er íslenzkum leiklistarunnend- um að góðu kunn. Fískiþingið Fiskiþingið kom saman til fundar hér i bænum siðastlið- inn laugardag og mun standa nokkurn tíma enn. Aðalmál þess er framtíðarskipulag Fiskifélagsins, en auk þéss mun það ræða ýms málefni sjávar- útvégsins. Fulltrúar á Fiskiþingi eru: Fyrir Suðurland: Gísli Sig- hvatsson, Garði, Stefán Frank- lin, Keflavík. Fyrir Vesturland: Arngrímur Fr. Bjarnason, ísafirði, Einar Guðfinnsson, Bolungavík. Fyrir Norðurland: Magnús Gamalíelsson, Ólafsfirði, Helgi Pálsson Akureyri. Fyrir Austurland: Árni Vil- hjálmsson, Seyðisfirði og Þórð- ur Einarsson. A víðmvangi * SAMEINING BÆNDA. Það málefni, sem Bóndinn lætur í veðri vaka, að aðstand-, endur hans beri einkum fyrir brjósti, ér sameining allra bænda í ein samtök,- sem síðan eigi samvinnu við atvinnurek- endur í kaupstöðum. Þetta er vissulega mikilsvert mál, en það er ekki nóg að heimta, að menn sameinist, heldur skiptir mestu að finna þan'n grundvöll, serrf menn eigi að sameinast á. Það er vissulega gott verk- efni, að vilja vinna að sam- einingu bændanna, ef það er af heilindum gert. En það er ekki nóg að tala um, að bænd- ur eigi að áameinast. Aðalmáli skiptir, um hvað bændur eiga að sameinast. Reynslan hefir sýnt, að það er aðeins ein stefna, sem hægt er að samfylkja bændum um, það er miðflokks- og samvinnu- stefnan. Hún samrímist bezt stéttaraðstöðu og hugsunar- hætti bænda. Þrátt fyrir hinar hörðustu árásir og hvers kyns á- róður og illmælgi, hafa alltaf fleiri og fleiri bændur skipað sér um merki þessarar stefnu. Framsóknarflokknum fylgdu a. m. k. % hlutar bænda- stéttarinnar í seinústu kosning- um og síðan hefir fylgi flokksins meðal bænda. tvímælalaust vaxið. Er þetta óræk sönnun þess, að stefna flokksins sé öll- íim öðrum líklegri til þess að safna bændum í eina fylkingu. Þrátt fyrir það eru ýmsir, sem iafnan hafa reynt og reyna enn að halda því fram, að þessi stefna geti ekki sameinað bænd- urna. Þeir hrópa: Bændurna barf að sameina, en hins vegar verður þeim svarafátt, þegar beir eru spurðir um álitlegri leið til að sameina þá. Menn muna eftir Bænda- flokknum. Hann átti að sameina bændur. En á hvaða grundvelli? Hann hafði nóg slagorð um sam- einingu, en hann vantaði stefn- una. Og án stefnu, þótt menn nefni hana hugsjónarugl eða öðrum uppnefnum, getur eng- inn raunhæf sameining átt sér stað, hvorki stétta eða þjóða. Bóndinh virðist ætla að fylgja í slóð „Framsóknar" á sinum tíma. Hahn heimtar samein- ingu, en bendir ekki á raun- hæfa leið. NÝI BÓNDINN. Á síðastl. hausti hófu nokkur samvinnufélög bænda útgáfu á blaði, sem nefndist . Bóndinn. Tilgangur blaðsins var að svara ýmsum • óhróðri dagblaðanna um bændur, félagsskap þeirra og framleiðslu. Var ætlunin, að blaðið yrði borið í öll hús í bæn- um og svörin við óhróðri dag- blaðanna kæmust þannig fyrir augu sem allra flestra bæjar- manna. Þessi tilraun stefndi í fyrstu í rétta átt og er ekki ósennilegt, að hún hafi gert nokkurt gagn til að leiðrétta ýmsan misskiln- ing bæjarmanna. En innan skamms tíma tók að befa á því; að 2—3 af aðstandendum blaðs- ins höfðu ætlað því annan til- gang og létu það byrja að troða illsakir við ýmsa þá menn, sem bezt héldu uppi vörnum fyrir bændur,- bæði á Alþingi og ann- arsstaðar. Sáu þá félögin, sem að útgáfu blaðsins stóðu, að þeim eða bændum myndi eng-. inn hagur að slíkri útgáfu og ákváðu því að hætta að standa að útgáfu þessari. Leið svo nokkur tími, að blað- (Framh. á 4. síðu) Fyrir Reykjavík: Benedikt Sveinsson bókavörður, Óskar Halldórsson útgerðarmaður, Þorsteinn Þorsteinsson • fyrrv. skipstjóri og Þopvarður Björns- son hafnsögumaður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.