Tíminn - 12.02.1944, Blaðsíða 4
64
TÍMIMV, laugardaginn 12. febr. 1944
16. lilað
UR BÆNUM
Skemmtisamkoma
Pramsóknarmanna í Reykjavík
verður n. k. fimmtudag 17. þ. m. í
skála myndlistarmanna. Byrjar hún kl.
8,30 með hinni vinsælu Pramsóknar-
vist. Félag Prjálslyndra stúdenta í
Háskólanum verður á þessari samkomu.
Eftir að afhendingu spilaverðlaunanna
verður lokið er ráðgert að Hermann
Jónasson flytji stutta ræðu hópur
stúdenta syngja nokkur lög og síðan
verði almennur söngur og dans fram
á nótt, undir hljóðfæraslætti hljóm-
sveitar Bjarna Böðvarssonar. Þar sem
gera má ráð fyrir mjög mikilli aðsókn
að þessari samkomu er fólki ráðlagt
að tryggja sér sem allra fyrst aðgöngu-
miða á afgr. Tímans.
Nýjar bækur.
Bókaverzlun ísafoldar hefur nýlega
sent frá sér tvær nýjar bækur, Rauðar
stjórnur eftir Jónas Jónsson frá Hriflu
íslenzkir sagnþættir og þjóðsögur, er
Guðni Jónsson hefir safnað. Er þetta
fjórða heftið af safni Guðna. í bók
Jónasar birtast ýms þingskjöl og bréf,
sem hann hefur ritað á seinasta ári,
auk nokkurra frumsamdra greina.
Hvöt,
blað Sambands bindindisfélaga í
skólum kom út í gær. Birtist þar út-
varpsræða Guðmundar Sveinssonar,
guðfræðinema, sem allmikilli deilu
hefir valdið, svargrein frá honum
til Stúdentaráðs og opið bréf til for-
manns Stúdentaráðs frá Helga Sæ-
mundssyni. Blaðið fæst i öllum bóka-
verzlunum bæjarins.
Jón Jóhannesson
bóndi frá Geiteyjarströnd við Mý-
vatn er sextugur í dag.
Trúlofun.
í janúarmánuði síðastliðnum opin-
beruðu trúlofun sína ungfrú Sólveig
Kristjánsdóttir á Eystri-Sólheimum í
Mýrdal og Sæmundur Þorsteinsson
bóndi í Nykhól.
Erlent yfirlit.
(Framh. af 1. siðu)
þessa skipun líka sæmilega
fyrst í stað, en viðhorf þeirra
hefir nokkuð breytzt síðan
stríðið hófst. Það hefir skapað
þar vissa velgengni. Þar hefir
orðið mikil siglingamiðstöð,
flugvellir hafa verið byggðir í
stórum stíl og fjölmennt flug-
lið og herlið komið til landsins.
Þetta hefir aukið atvinnuna og
eflt atvinnulífið á margan hátt.
Velmegunin hefir endurvakið
trú ýmsra á framtíðarsjálf-
stæði landsins og márgt bendir
til, að Nýfundnalandsmenn
muni vilja verulegar breyting-
ar eftir stríðjð.
Það þykir líka sýnt, að brezka
nýlendustjórnin hefir ekki að
öllu leyti haldið vel á málunum.
Hún hefir að vísu bætt fjárhag-
inn reikningslega séð, en hún
hefir verið treg til allra fram-
kvæmda og atvinnuvegunum
hefði því stórhnignað undir for-
ustu hennar, ef stríðið hefði
ekki veitt þeim nokkurn fjör-
kipp. Gagnrýni Nýfundna-
landsmanna á kyrrstöðu henn-
ar virðist stöðugt aukast.
Bretar gera sér þetta vel ljóst
og það því fremur, sem bæði
Bandaríkin og Kanada gera sér
dátt við Nýfundnalandsmenn
um þessar mundir. Leikur grun-
ur á, að bæði þessi ríki vildu
gjarnan fá Nýfundnaland í
bandalag við sig. Bretar. hafa
þó sterkustu aðstöðuna, þar sem
mestur ^ skyldleiki og söguleg
hefð tengir þá og Nýfundna-
landsmenn saman. Þeir vita þó
vel, að peningarnir mega sín
einnig mikls og ætla ekki held-
ur að gleyma því í verki.
Nýlega fór brezk þingnefnd
til Nýfundalands. Reyndi hún
að kynna sér hag landsins og
skoðanir Nýfundalandsmanna.
Nefndin hefir nú nýlega skilað
áliti sínu. Er þar m. a. lagt til,
að Bretar láni Nýfundnalands-
mönnum nokkrar miljónir ster-
lingspunda til endurreisnar at-
vinnuvegum sínum eftir stríðið.
Lánið á að vera mjög hagstætt.
í áliti nefndarinnar er tekið
fram, að Nýfundnalandsmenn
séu einhuga um að halda áfram
sambandinu við Bretland og
ekki virðist almennur áhugi
fyrir því, að Nýfundaland
verði strax sjálfstætt samveld-
isríki aftur. Hinsvegar sé sjálf-
sagt, að sambandsmálið verði
tekið til nánari athugunar og
úrlausnar eftir stríðið.
íbúar Nýfundnalands eru nú
um 300 þús., en landið er um
43 þús. fermílur að flatarmáli.
Nýfundnalandi fylgir Labra-
dorskaginn, sem er um 110 þus.
fermílur að flatarmáli, en hefir
aðeins um 5 þús. íbúa. Skaginn
er að miklu leyti vaxinn skógi,
sem enn hefir ekki verið hag-
Odýrt!!
Gardínutau frá kr. 1.50
Sirs ' — — 1.85
Léreft, mislit — — 2.00
Tvisttau — — 2.00
Kjólatau — — 6.50
Fóður — — 3.50
Silkisokkar — — 5.50
Barnabuxur — — 7.50
Verzlunín Dyngja
Laugavegi 25.
Lelðréttiiigar
í minningargrein um Ingvar
Guðjónsson útgerðarmann, í 1.
tbl. Tímans hinn 6. jan. s. 1.
var sagt, að hann hefði leigt
Árna bróður sínum jörð sma og
bú í Kaupangi í Eyjafirði. Þetta
er ekki rétt. Árni hafði aðeins
jörðina á leigu, átti sjálfur búið
og réði öllum búskaparfram-
kvæmdum.
Ó 1 í k t
Það þykja mikil tíðindi í stór-
borginni London, að þar hafi
nýlega á einhverri samkomu
verið notaður samkvæmis-
klæðnaður. Er sagt frá þessu í
blöðum og útvarpi um heim
allan.
En hér norður á íslandi má
öðru hvoru lesa: „samkvæmis-
klæðnaður áskilinn". Svo geng-
ur þetta langt, að samkvæmis-
klæðnaöur er stundum gerður
að skilyrði fyrir aðgangi að
heldur lélegum „fylliríis"-sam-
komum. Þó tekur út yfir þegar
slíkt er gert að skilyrði á hér-
aðasamkomum, sém stofnaðar
eru til kynningar og endurfund-
ar gömlum nágrönnum. Það er
eins og sé m. a. verið að bægja
í burtu, ef einhver ferðamaður
úr viðkomandi héraði væri má-
ske á ferð í bænum, eða þeim,
sem ekki hefði lagt í að klífa
þrítugan hamarinn til þess að
eignast slíkan klæðnað.
Hégómaskapnum og tildrinu
hefir sannarlega ekki farið aft-
ur hér norður á íslandi nú á
þessum alvö.rutímum.
Kári.
Fiskveiðaráðstefnan
(Framh. af 1. síðu)
helgislínu. Af hálfu íslenzku
sendinefndarinnar voru þá
bornar fram í ræðuformi rök-
studdar óskir um viðurkenn-
ingu á fjögurra sjómílna is-
lenzkri fiskiveiðalandhelgislínu,
og þess þá getið um leið, að ís-
land vildi ógjarnan gerast aðili
að nýju milliríkjasamkpmulagi
um fiskiveiðar á úthöfum, ef
þriggja sjómílna landhelgislín-
an væri þar fastmælum bundin.
/Með því að óskir sumra ann-
ara ríkja, meðal annara Noregs,
hnigu á líka lund, varð það nið-
urstaðan á ráðstefnunni, að
taka út úr frumvarpinu og
reglugerðinni ákvæðin um
landhelgislínuna, en gera í stað
þess ráð fyrir gagnkvæmum
samningum á milli ríkja um það
atriði sérstaklega.
Meðan á ráðstefnunni stóð
ritaði íslenzka sendinefndin
bréf til forseta hennar og lét
því bréfi fylgja greinargerð um
friðun Faxaflóa, þar sem farið
er fram á það, að ráðstefnan
mæli með því við alþjóðlega
hafrannsóknarráðið, sem mál
þetta hefir meðal annars til
meðferðar, að það flýti eftir
föngum rannsóknum sínum og
niðurstöðum. Þessi greinargerð
var síðan afgreidd í lok ráð-
stefnunnar og birt í lokagern-
ingi hennar (Final act).
Það má því gera ráð fyrir að
tveimur framangreindum á-
hugamálum íslands hafi nokk-
uð þokað áleiðis á ráðstefnunni.
nýttur. Margvísleg verðmæt efni
hafa fundist þar í jörðu, þótt
allar rannsóknir í þá átt séu
enn mjög skammt á veg komn-
ar.
Vatnsdælur
iy2" dælur með viðbyggðum mótor, fyrirliggjandi.
Nörín h.f.
Sími 5652. Höfðatún 2.
Skáldið
a
L i 11 u-S t r ö n d
(Framh. af 3. síðu)
Foreldrar mínir fluttu að
Litluströnd vorið 1895, þegar ég
var tveggja ára gamall. Ég ólst
þar upp fram yfir tvítugsaldur
og kynrttist því Jóni Stefáns-
syni mjög náið. Hefir enginn
maður vandalaus haft jafn mik-
il áhrif á mig, — og ég met
engan mann, sem ég hefi
kynnzt, meira en Jón Stefáns-
son. Hér er ekki staður til þess
að rekja æskuminningar mínar
um Jón Stefánsson, þótt ég
minnist margs, sem ég gjarna
vildi skrásetja. Þó skal nokkurra
atriða getið.
' Húsakynni voru þannig á
Litluströnd, að baðstofan var
ein og óhólfuð sundur. Bjó sín
fjölskyldan í hvorum enda.
Fyrstu endurminningar mínar
um Jón Stefánsson eru þær, að
allar kvöldvökur, og hvenær
sem hann var inni frá gegning-
um, sat hann við lítið borð í sín-
um baðstofuenda og skrifaði.
Þótt allt væri á iði í kringum
hann, var eins og hann lokaði
sig algerlega úti frá því. Hrepp-
stjóraskýrslurnar mun hann
hafa skrifað, þegar hávaðinn
var mestur, en starfað að rit-
verkum sínum, þegar kyrrari
stundir fengust — og þó einkum,
þegar aðrir voru gengnir til
hvílu.
Barngóður var Jón Stefáns-
son. Aldrei minnist ég þess, að
hann væri höstugur eða sýndi
vanstillingu, þótt við bræðurnir
værum að ærslast í kringum
hann, þegar hann sat að rit-
störfum. En gaman hafði hann
af því að sjá okkur glíma óg
fljúgast á. Man ég eftir því, að
þegar strákar komu af öðrum
bæjum, þá hafði hann gaman
af að etja okkur saman og láta
okkur reyna kraftana til hins
ýtrasta'. Veltist Jón þá stundum
um af hlátri.
Dýrasögurnar sýna, hversu
næman skilning Jón Stefánsson
hafði á aðstöðu húsdýra okkar
og skyldum okkar mannanna
gagnvart þeim. Eins og í öðr-
um_ efnum var fullt samræmi
milli kenninga og breytni Jóns
Stefánssonar í þessum efnum.
Hann hafði alltaf fáar skepnur,
en hirti þær af slíkri nákvæmni
og natni, að af bar. Ég er sann-
færður um, að hann þekkti ein-
staklingseðli hverrar skepnu,
sem hann hafði undir höndum
og hagaði fóðrun og annarri
meðferð í samræmi við það.
Þegar við bræður uxurh upp,
gripum við stundum í verk fyr-
ir Jón Stefánsson, þótt ég nú
óski eftir, að við hefðum vefcið
viljugri á að léttahonum erfiði.
En okkur þótti þá stundum nóg
um, þegar hirða átti penings-
hús hans, að ekki mátti sjást
heystrá á fjárhúsgólfunum, eða
þegar heystabbarnir í hlöðum
urðu að vera heflaðir og strokn-
ir, svo að engu skeikaði, og gólf-
in sópuð og fægð. Eða hestarn-
ir hans klipptir fagurlega og
burstaðir og stroknir, svo að
gljáði á belginn, hvenær sem
var. En þannig var umgengni
Jóns Stefánssonar, og með þess-
ari nákvæmni hirti hann
skepnur sínar. Hann gekk að
þessu starfi sem skáld, sem
listamaður. Öll sín störf vann
hann á listrænan hátt. Ég hygg,
að á þann hátt hafi hann að
nokkru leyti fullnægt þeirri út-
þrá, sem í brjósti hans bjó —
fullnægt þeim kröfum, sem
hæfileikar hans gerðu til stærra
verksviðs og víðari sjóndeildar-
hrings.
Þótt Jón Stefánsson væri góð-
ur bóndi og þó einkum til fyr-
irmyndar um snyrtimennsku og
góða meðferð á öllu gangandi
fé, þá er ekki hægt að telja
hann neinn brautryðjanda á því
sviði. í huga hans munu rit-
störfin og bókmenntastarfsem-
in ávallt hafa skipað æðri sess
en búskapurinn. Það, hversu
vel hann sinnti búi sínu og
heimili og innti mikið dags-
verk af höndum sem erfiðis-
maður, stafar fremur af skyldu-
rækni hans og því stolti að vera
aldrei neinum háður, geta allt-
af séð sér og sínum farborða,
heldur en að hugur hans og
eftirlanganir hafi stefnt í þá
átt. Hann var því ekki fljótur til
breytinga í þeim efnum og tók
stundum nýjungum í búskapar-
háttum fremur fálega. En eins
og öll andleg mikilmenni óx
honum víðsýni með aldrinum,
svo að hann skyldi bezt sín síð-
ustu æviár, að landbúnaði okk-
ar þyrfti að gerbreyta í sam-
ræmi við þær þjóðlífsbyltingar
í atvinnuháttum, sem þá stóðu
yfir.
Ungmennafélag var stofnað í
Mývatnssveit, þegar Jón Stef-
ánsson var há-tt á sextugsaldri.
Hreyfing þessi átti litlum vin-
sældum að fagna hjá eldri kyn-
slóðinni. En Jón tók þessu með
fullum skilningi. Gekk hann í
félagið og studdi það á allan
hátt, enda var hann kosinn
heiðursfélagi „Mývetnings", en
svo hét ungmennafélagið. Hann
var svo andlega þroskaður og
svo víðsýnn, að hann til fulls
_,«*_<,- GAMLA BÍÓ'
Frú Míníver
(Mrs. Miniver).
Stórmynd tekin af Metro
Goldwyn Mayer.
Aðalhlutverkin leika:
GREER GARSON.
WALTER PIDGEON.
TERESA WRIGHT.
Sýnd kl. 4, 6% og 9.
? NÝJA BÍÓ~—<mme
!<¦¦
Til vígstöðvanna
To the Shores of Tripoli')
Í Gamanmynd í eðlilegum
( litum.
JOHN PAYNE
MAUREEN O'HARA
RANDOLP SCOTT.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Börn fá ekki aðgang.
Leikfélag Reykjavíknr
9OIt sinaladreiigiBr'
Sýning í dag kl. 5.30.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 1.30 í dag.
..Yo|»u guðanna"
Sýning annað kvölcl kl. 8.
Aðgöngumiðar seldir kl. 4—7 I dag.
Orðsendíng
til íélagsmanna KR0N
Athygli félagsmanna skal vakin á því, að arðmið-
um fyrra árs ber að skila eigi síðar en 19. febrúar.
Arðmiðunum er veitt móttaka í skrifstofunni,
Skólavörðustíg 12 og í öllum sölubúðum vorum.
Tvær nýjar bækur
íslenzkir sagnaþættir og þjóðsögur
Safnað hefir Guðni Jónsson.
Nú er komið út 4. hefti þessa vinsæla Þjóðsagnasafns.
í þessu hefti er, eins og venjulega, fjöldi skemmtilegra
sagna. — Heftið kostar 12.50.
ftauðar stjömur
Eftir Jónas Jónsson, fyrv. ráðherra.
Bókin er röskar 200 blaðsíður. Kaflar bókarinnar
heita: Stríð Kommúnista við Öxulríkin. Helgi ís-
lenzkra fornrita. Nauðungar tvíbýli í íslenzkum kaup-
stöðum. Andlát Húsavíkur Lalla. Mr. Ford og Bolse-
víkar. í fylgd með Leon Blum.
Kostar 15 krónur.
Bókaverzlun tsafoldar.
skyldi þörf æskunnar fyrir
starfandi félagsskap.
Jón Stefánsson var lítill vin-
ur klerka og kirkju, eins og
greinilega kemur fram í sögum
hans. Hann fór 'ekki dult með
þessa skoðun sína. Þegar hann
fór til kirkju, fylgdi hann aldrei
neinum kirkjusiðum. Hann
bændi sig aldrei, sem þá var
föst venja, reis aldrei úr sæti
sínu, þegar söfnuðurinn gerði
það, samkvæmt kirkjusiðum.
Engum tjóaði um þetta að fást.
Ég nefndi þetta sem dæmi þess,
hve fast hann fylgdi því, að
dagleg breytni væri í samræmi
við kenningar hans. Þó var Jón
Stefánsson einlægur og heitur
trúmaður, eins og tilfinninga-
nærhir hæfileikamenn hljóta
ávallt að vera. En hann neitaði
því afdráttarlaust, að klerkar
og kirkja þyrftu þar að hafa
nokkra milligöngu.
Þetta mun vera orðið alllangt
mál. Þó virðist mér ég eiga allt
ósagt um Jón Stefánsson. Fram-
koma hans var í senn stolt og
stórmannleg, en jafnframt
þrungin blíðu og viðkvæmni.
Þeir, sem þekktu hann bezt,
mátu hann mest. í mínum huga
er hann ógleymanlegur. Ég dá-
ist að því, rive góður og sannur
maður hann var — maður, sem
aldrei gerði annað en það, sem
hann vissi sannast og réttast.
— Hinar eldheitu tilfinningar
hans vísuðu honum veginn. Jón
Stefánsson var drengur góður
í þess orðs beztu merkingu.
Sextán byggðahverfi
(Framh. af 1. síðu)
ingi þyrfti líka að skapa skilyrði
fyrir rúmlega 150 ný heimili við
sjávarsíðuna.
Hér er vissulega hreyft einu
mesta stórmáli komandi ára,
sem ekki má lenda við áætlanir
einar og orðin tóm. Ef íslend-
ingar eiga að halda efnalegu og
menningarlegu sjálfstæði sínú,
verða þeir að taka með rögg og
myndarskap á þessum málum.