Tíminn - 17.02.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.02.1944, Blaðsíða 3
18. ]>lað TMINN, fimmtmlagiim 17. fcl>r. 1944 71 DMARMMMG: Dóttír vitavarðarins Crísli Þórarinsson firá Ketílssftödi&m Gísli Þórarinsson, fyrrum bóndi á Ketilsstöðum í Mýrdal, lézt 21. des. síðastl., 78 ára að aldri, fæddur í Þykkvabæ í Landbroti 15. okt. 1865. Þessa manns væri sjálfsagt að minnast, þótt eigi væri vegna annars en þess, hve ólíklegt er, að við hittum annan og verðum samferða, er þætti Gísla gagn- líkur. Þó er það svo, að um margt var hann líkur góðum bændum, því að hann var vakinn og sof- inn í starfinu, svo fáir munu hafa tekið honum fram í iðju- semi, árvekni og skyldurækni í sinni stöðu. Auk þess var hann félagslyndur, fylgdist vel með straumum og stefnum síns tíma og hafði þess vegna ákveðnar skoðanir á landsmálum. Gísli kvæntist aldrei, en bjó með bústýru sinni, Þuríði Jóns- dóttur Loftssonar á Ketilsstöð- um, fyrst sem gildur bóndi ná- lega 20 ár, frá því fyrir aldamót til 1917, og síðar á litlum parti úr jörðinni allmörg ár eða til 1938 og farnaðist vel. Átti Þu- ríður sinn átt í því alla búskap- artíðina, því hún var honum í engu síðri til sinna starfa. Börn áttu þau eigi saman, en Gísli lætur eftir sig eina dóttur, Sig- ríði, er býr í Vestmannaeyjum. Gísli var bróðir Helga í Þykkvabæ, sem var einn meðal þekktustu stórbænda landsins á sinni tíð. Munu þau systkin, sem voru mörg, öll hafa verið dugleg. Eitt þeirra, Kristín, sem enn er á lífi og var lengi hjá bróður sínum á Ketilsstöðum, var afburða dugleg. Öll munu þau hafa lagt áherzlu á að bjarga sér. Að minnsta kosti duldist það ekki í fari Gísla. Gísli var allvel verki farinn, en enginn hagleiksmaður. Þrátt fyrir það smíðaði hann flest þau tæki, áhöld og hirzlur, er heimili þarfnast og gerði hús sín sjálf- ur, allt frá smæsta kofa upp í íbúðar-timburhús. Mun hann hafa talið, að sjálfs væri höndin- hollust, fyrir fjárhaginn. Mörg síðari árin og fram á dánardæg- ur var það og Ijóst, að hann barðist fyrir óháðri tilveru sinni, lengi, meira af vilja en mætti. Baslhagmenni nefnir Stephan G. þann, sem gat sagt: „Löng- um var ég læknir minn“ o. s. frv. Undir það allt gat Gísli Þór- arinsson tekið. Hann reyndi að vera sér þetta allt. Og hann gerði meira. Þess varð eigi vart, að hann væri hagmæltur, fyr en um það leyti, er ellin nálgaðist. Þá tók hann að yrkja og hélt því, að ég hygg, fram á síðustu stund. Það er sannfæring mín, að hann hafi tekið upp á þessu sér til andlegrar hressingar og heilsubótar, og ég er jafnsann- færður um hitt, að honum var þetta mikill styrkur í elli og e'in- stæðingsskap. Hann „batt þar ekki bagga sína alltaf sömu hnútum og samferðamenn“ fremur en á öðrum sviðum, enda hnýtt þá „sér til hugarhægðar,“ dægrastyttingar, og til þess að gleöja aðra, sem honum gat verið annt um að gera. Við þessa stökugerð var hann oft himinglaður og honum þótti mjög vænt um, ef honum var svarað í sama tón og var þá eins og hann hefði himin hönd- um tekið. 'Þetta var „hlátra- heimur“ líkt og hjá Oddi Hjalta- lín — hvor á sína vísu og hvor- um fyrir sig, þó jafnmikilsverð- ur að ætla má. Og á þessu sviði var Gísla ekki alls varnað frem- ur en á verklegum vangi, því að hann var allvel greindur og hugsandi. Hann var frumlegur um flest og átti líka frumkvæði að ýms- um nýjungum. Mega Mýrdæl- ingar muna það, hve fljótur hann var að átta sig á þýðingu sláttuvélanna eftir að Jón bú- fræðingur Jónatansson hafði sýnt hér, að sláttuvél Búnaðar- sambands Suðurlands gat slegið. Þá um haustið sótti Gísli sláttu- vél út á Eyrarbakka, er hann keypti í félagi við Jón bónda Jónsson á Skeiðflöt — fyrstu sláttuvélina, er keypt var í Mýr- dal. Það var vel gert á þeim tíma. Fyrir 11 árum, um áramótin 1932—33, fékk Gísli Þórarinsson ljóðabréf frá nágranna sínum. Þar eru þessar vísur: Slegið hefir úr og í okkar milli. Krapaský hreinsa loftið. Hér er nóg af hræsnislogni, undirsjó. Eitt er víst, að aldrei fer orð af því, sem verðugt er, að allra verst er okkur við undirhyggj uþrælbeinið. Og fyrir ári síðan, á gamlárs- dag 1942 annað, þar í eru þessar hendingar: Fyrir þetta þylja ber þökk á áramótum: að þinn söngur aldrei fer eftir fjöldans nótum. Leikur ekki á tungum tveim til hvers sumir þegja. — Aldrei varst þú einn af þeim, sem ekkert þora að segja. Ég fæ ekki lýst Gísla betur að því, er til þessa kemur. Hann var berorður, hiklaus og hrein- skilinn. Ég vona, að það verði honum aldrei að meini. Á fundum og öðrum manna- mót.um var oft glatt í kringum Gísla Þórarinsson, margoft hleg- ið hjartanlega. Njóti hann nú fagnaðar í fegra heimi! Á Pálsmessu 1944. Stefán Hannesson. fara heiman frá sér, ýmist sem herfangar, borgaralegir fangar, flóttamenn, verkamenn í nauð- ungarvinnu eða sjálfboðaliðar. Verkefni þetta skal leyst í sam- ráði við borgaraleg og hernað- arleg yfirvöld hlutaðeigandi landa. í sambandi við þessa fólksflutninga verður að gera margháttaðar heilbrigðisráð- stafanir til að hindra útbreiðslu pestarfaraldra og sjúkdóma. í þessum efnum er ætlazt til sam- vinnu við Rauða krossinn og önnur félög, er hafa svipuð verkefni með höndum. Viðkomandi aðstoð UNRRA til eflingar matvælaframleiðslunni var það tekið fram að landbún- aður, fiskveiðar og hvalveiðar ættu að sitja fyrir öðrum at- vinnugreinum. í ályktuninni um aðstoð í iðn- aðar- og samgöngumálum, sem oft getur verið frumskilyrði annarar hjálparstarfsemi, er það greinilega tekið fram, að hún skuli ekki talinn þáttur í atvinnulegri viðreisn hlutaðeig- andi lands. Það var tekið fram, að það verkefni væri óviðkom- andi UNRRA og þótt atvinnu- leysið væri erfitt vandamál, væri það ekki tilgangurinn með hjálp UNRRA, að ráða bót á því. Hjálp UNRRA til iðnaðarins skal miðast við útvegun á hráefnum, vélum og varahlutum, sem er óhjákvæmileg undirstaða fyrir framleiðslu eða flutninga á mat- vælum, klæðnaði eða öðrum nauðsynjum, sem UNRRA þarf að veita nauðlíðandi fólki. Enn- fremur skal þessi hjálp miðast við endurbætur eða viðgerð á rafmagnsveitum, vatnsveitum og öðrum slíkum fyrirtækjum, er bæta úr brýnustu nauðþurft- um fólks. Aðstoð UNRRA í byggingar- málum skal fyrst og fremst miðast við byggingu spítala og skóla og húsnæðis fyrir heimil- islaust fólk, er vinnur við þýð- ingarmiklar atvinnugreinar, er framleiða vörur, sem hjálpar- starfsemi UNRRA þarfnast. Hins vegar heyra ekki almennar byggingar undir starfsvið UNRRA eða t. d. endurbygging- ar í borgum og héruðum, þar sem eyðileggingaröfl styrjald- arinnar hafa herjað. Hér hefir verið getið nokk- urra helztu atriðanna um starfs- fyrirætlanir UNRRA. Þegar full- trúarnir komu fyrst saman á ráðsfundinn í Atlantic City, voru skoðanir þeirra og fyrir- ætlanir eins ólíkar og margvís- NIÐURLAG Vilhjálmur Darling var nýsofnaöur, þegar Grace kom niður, og kona hans bannaði henni fyrst að vekja hann. En Grace var ' ósveigjanleg. Skip var strandað við eyjarnar og líf margra manna | gat verið í veði. Enginn myndi taka jafn nærri sér og faðir hennar sjálfur, ef björgunartiþraunir yrðu látnar farast fyrir, ef eitthvað væri hægt að gera. Hún vakti síðan föður sinn og sagði honum hvers hún hefði orðið vísari. Hann snaraðist á fætur og skundaði út í vitann. En enn var dimmt af nóttu, svo að hann varð einskis vísari, hvernig sem hann rýndi út í myrkrið. Þarna var skipið að vísu, strandað á einum allra viðsjárverðasta staðn- um við allar Farneyjar — við Hákarlinn svonefndan. Klukkuna vantaði fimmtán mínútur í fimm, er Vilhjálmur kom í vitann. Hann beið átekta. Eftir tvær klukkustundir tók að birta svo, að hann gat vel greint dökkt skipsflakið bera við austur- loftið. Storminn hafði ekki lægt, og brimið var engu minna en áður. Skerið, sem flakið lá á, var svo sem þrjú hundruð metra frá landi. Enn voru allmargir skipsverjar á lífi — það sá hann í sjónauka sínum — en Vilhjálmi duldist ekki, að ólíklegt var, að þeir gætu lengi hafzt við á flakinu eftir að falla tæki að, svo fremi sem ekki lygndi og brimið lægði. Nú var því ekki lengur unnt að sitja auðum höndum. Að vísu hafði hann aðeins ráð á lítilli bátskel, en samt sem áður höfðu þó hann og synir hans mörgu mannslífi bjargað og það í misjöfnu veðri á þessari litlu kænu. En nú vildi svo óheppilega til, að synir hans voru fjarverandi, og það var harla tvísýnt hverju hann fengi áorkað einn síns liðs. Þó vildi hann freista þess að bjarga vesalings skipbrotsmönn- unum. En þá bauðst Grace til þess að fara með föður sínum. Hann vildi fyrst í stað ekki þekkjast þetta boð, enda var sann- arlega ekki kvennaveður á sjó við Farneyjar þenna morgun. En Grace sat við sinn keip, og loks lét faðir hennar undan. Þau flýttu sér til sjávar og hrundu bátnum fram. Eftir margar árangurslausar tilraunir tókst þeim feðginum loks að koma bátnum frá landi. Vilhjálmur sá þegar, að til- gangslaust myndi að ætla sér að róa beina leið á strandstað- inn. Hann lét því bátinn reka um hríð suður með eynni, þar til þau voru komin í hlé við klettahöfða, er nefndur er Bláhetta. Þaðan afréðu þau að freista að róa undir Hákarlinn, kletta- eyna, sem „Forfarshire“ hafði strandað við. Þau settust bæði á miðþóftuna. Grace var ekki sterk stúlka í verunni, enda grönn og smáfelld, en þenna eftirminnilega morgun var eins og hún hefði farið hamförum. Fingur hennar læstust eins og stálgreipar um hlummana, og árarnar svignuðu undan tvíefldum átökum hennar. Faðir hennar varð að taka á öllu, sem hann átti til, til þess að róa á móti henni, og var hann þó vel að manni. Sjávarrótið var ískyggilegt, og ekki virtist annað sýnna, en öldurnar færðu bátinn í kaf er minnst varði. En jafnan fór þó betur en á horfðist. Hægt og hægt nálguðust þau flakið. Bi>c>t urðu þau þess vör, að skipbrotsmennirnir höfðu komið auga á þau. Meðal þeirra var bersýnilega kona, sem hélt dauðahaldi í tvö börn, sem virtust gersamlega þrotin að kröftum eða voru jafnvel dáin. Loks komust þau feðgin undir skerið og lögðu bátnum að flakinu. Níu menn reyndust vera enn á lífi. Vilhjálmur klifraði upp á flakið til þess að telja um fyrir þeim, er eftir urðu að vera meðan aðrir væru fluttir í land, því að báturinn var svo lítill, að engin tiltök voru að ferja alla í land í einu. Það hefði verið sama og að ganga út í opinn dauðann að freista þess. Grace varð eftir í bátnum og andæfði við skerið. Vilhjálmur valdi þrjá menn af skipshöfninni, er gátu hvílt þau feðginin við róðurinn, og tvo farþega, sem báðir voru að því komnir að gefast upp, til þessarar ferðar. Bar hann konuna sjálfur út í bátinn. Börnin þurfti ekki um að hugsa. Þau voru bæði dáin úr kulda og vosbúð. Fleytan náði farsællega lahdi eftir harösóttan róður. Voru þau sett á land, konan, er verið hafði meðal skipbrotsmanna, einn sjómannanna, er reyndist mjög þrekaður, og Grace, sem nú var að niðurlotum komin eftir allt það, er hún hafði á sig lagt. Vilhjálmur Darling hélt aftur út að skerinu með tvo sjó- mannanna sér til fulltingis. Tókst þeim að bjarga mönnunum fimm, er eftir höfðu verið skildir á flakinu. Voru skipbrotsmenn allir síðan leiddir heim í hús vitavarðarins og hlynnt þar að þeim eftir föngum. Svo mjög sem kraftar Grace voru þrotnir, fékkst hún eigi til þess að ganga til hvílu, fyrr en allir aðrir höfðu hlotið þá aðhlynningu, sem þeir þörfnuðust. Sagan af þessu björgunarafreki flaug eins og eldur í sinu um þvert og endilangt England. Hvarvetna var Grace hafin til skýja fyrir dáð sína, og báðum var þeim feðginum gerðar margvís- legar sæmdir. Það voru meira að segja ekki svo fáir biðlar, sem höfðu sig á kreik til Farneyja og báðu um hönd Grace. En þeir fóru allir erindisleysu. Grace hafði alltaf verið fremur veikbyggð stúlka. Fáum árum eftir þetta afrek missti hún heilsuna af völdum tæringar. Hún var lengi milli heims og helju, en um skeið virtist sem hún væri komin á bataveg. Svo var þó ekki. Veikin ágerðist og máttur hennar þvarr smám saman. Líf hennar var sýnilega að fjara út. Foreldrar hennar vöktu yfir henni nótt og dag og hjúkruðu henni af nærgætni og blíðu, er þó mátti sin einkis gegn ásókn hvíta dauðans. Grace sjálfri var ljóst hvert stefndi. Þó kvartaði hún aldrei og harmaði aldrei örlög sín. Að kvöldi 20. október- mánaðar 1842 gaf hún upp andann. Hún var lögð til hvíldar í litla kirkjugarðinn á Farneyjum, og þar má enn sjá legstein- inn á gröf hennar. Það er enn i dag alltítt, að ferðamenn geri sér erindi út í eyj- arnar til þess að sjá legstað norðymbrsku stúlkunnar, dóttur vitavarðarins í Langsteinavita. legar og fundarmennirnir sjálf- ir. Fulltrúar þeirra þjóða, sem harðast hafa orðið úti, munu hafa gert sér vonir um, að starf hennar yrði enn umfangs- meira, bæði hvað snerti öflun nauðsynja fyrir nauðlíðandi fólk og endurreisnarstarfið eftir stríðið. Skipulag og starfssvið UNRRA var ákveðið með hlið- sjón hinna ólíku sjónarmiða. Það starf, sem bíður UNRRA, er vissulega svo stórfellt, aðkall- andi og ábyrgðarmikið, að það mun krefjast krafta stofnunar- innar óskiptra. Sá viðbúnaður undir frið- inn, sem hafinn er með UNRRA, er vissulega mikil framför frá seinustu styrjöld, þegar allur slíkur viðbúnaður var vanrækt- ur. Sá hugur og vilji, sem lýsir sér í stofnun UNRRA, mun vísa veginn fyrir svipuð átök í fram- tíðinni til tryggingar friði og samvinnu milli þjóðanna. Saniband ísl. stnnvinnufélatja. Samvinnan cr málgagn samvinnuhreyfingar- innar. Kaupið hana og lesið. Hún flytur ávalt fróðleik um samvinnumál. r- x>OtÍ» O P A L rœstiduft IPPf— O •* A L Rœstiduft er fyrir nokkru komiS & markaðinn og hefir þegar hlotið hið mesta lofsorð, því vel er til þess vandað á allan hátt. Opal ræstiduft hefir ila þá kosti, er ræstiduft þarf að hafa, — það hreinsar án þess að rispa, er mjög drjúgt, og er nothæft á allar tegundir búsáhalda og eld- húsáhalda. L -4 ► ► ► ► ► ► ► ► > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > I bókint&i JraEIR GERÐU GARÐINN FRÆGAN efíir DALE CARNEGIE eru ævisöguþættir sextíu og níu karla og kvenna, sem vissulega hafa gert garð sinn frægan. DALE CARNEGIE er þegar orðinn að góðu kunnur hér á landi fyrir bókina VINSÆLDIR OG ÁHRIF, sem kom í fyrra. ÞEIK GERDI.: GARÐINN FRÆGAX er fróðleg bók, og auk þess einhver skemmtilegasta bók, sem völ er á. ISœði Seiiidin kosta aðeins kr. 24,60. kaupið hana áður eia npplagið ]>rýtur. ◄ ◄ i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i ! I r ..... og svo umfram allt að senda mér 1 stykki SAVON DE PARIS, , hún er svo ljómandi góð. — Já, með ánægju, kæra frö- ken, enda seljum við langmest af þeirri handsápu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.